Heimskringla - 20.04.1938, Blaðsíða 1

Heimskringla - 20.04.1938, Blaðsíða 1
THE PAR-T-DRINK Good Anytime In the 2-Glass Bottle ® AVENUE Dyers & Cleaners Fatahreinsun vor er þess verð að reyna hana. Hvergi betri. SÍMI 33 422 658 St. Matthews LII. ÁRGANGUR______________WINNIPEG, MIÐVIKUDAGINN, 20. APRfL 1938 NÚMER 29. =HEIMSKRINGLA OSKAR LESENDUM SÍNUM GLEÐILEGS SUMARS= HELZTU FRETTIR Kosningalögunum breytt Á sambandsþingi Canada hefir verið rætt undanfarið um frum- varp frá Hon. C. G. Power, heil- brigðismálaráðherra, er fer fram á breytingar á kosningalögum landsins. Frumvarpið fer fram á að banna fjárframlög ein- stakra manna eða félaga í kosn- ingasjóði stjórnmálaflokkanna og að reyna að draga alt sem hægt er úr kostnaði þingmanna- efna við kosningar. Frumvarpið er á þessa leið: 1. Alt fé til kosninga skal í umsjá þar til kvaddra nefnda, er vinna kostnaðarlaust. 2. Alt fé skal vera í banka- ávísunum, bæði það er kemur inn og það sem greitt er. 3. Nefndir þessar skulu fá hjá bönkum tvö skírteini fyrir öllum viðskiftum og senda annað til skrifstofu yfirumsjónar- manns kosninga (Inspector-Gen- eral of Elections). 4. Takmarkað verður hvað hvert þingmannsefni má eyða. Fer fjárhæðin eftir hve kjósend- ur eru margir og hvorfc kjör- dæmið er í bæ eða í sveit. Hvað féð nemur er ekki enn ákveðið'. Á Englandi eru 10 cents veitt fyrir hvert atkvæði að jafnaði. 5. úr kosninga-sjóði mið- stjómarinnar (landsins) skal fénu jafnt skift á milli kjördæm- anna. 6. Ný kosningaskrá skal gef- in út við hverjar kosningar. .7 Kosninga-skráin skal vera lokuð í bæjum, en opin í sveitum. 8. Fjarverandi kjósendur geta ekki greitt atkvæði eins og hægt hefir verið; sú aðferð er talin of kostnaðarsöm. 9. f bæjum verður hverjum kjósenda send skrá yfir kjósend- ur; getur hver þá athugað hvort nafn hans er á skránni. Lög þessi áhræra aðeins sam- bandskosningar, en ekki fylkja eða bæja. Ýmsu fleiru er gert ráð fyrir að bæta hér við; er eitt af því að veita Doukhoborum atkvæði, j sem ekki hafa haft það síðan 1934. Ennfremur er búist við að þingmannsefninu verði bannað að lofa kjósendum nokkru um veitingar til eins eða annars. — Ennfremur er gert ráð fyrir að kjósendur setji þingmannsefninu enga skilmála um hvað hann eigi að gera. | Flytjandi frumvarpsins kvað aðal tilganginn með þessu að koma í veg fyrir að stórar fjár- upphæðir væru veittar. Hendi yrði samt sem áður ekki bandað móti 5 eða 10 dölum frá gömlum flokksmönnum, sem áður var bannað. En með lögum þessum bjóst hann við, að kosningasjóðir yrðu ekki eins stórir og áður. Hlutfallskosningar eru óalandi dæmdar og allur flutningur at- kvæða. Sá sem flest atkvæði hefir í einu kjördæmi, er kosinn, bó hann hafi ekki nema 10 til 20 af hundraði allra atkvæða. Allir stjórnmálaflokkarnir á binginu eru með fyrra atriði bessarar löggjafar um að koma í Veg fyrir fjáraustur félaga í ^osningasjóði. En Rt. Hon. R. B. ^ennett var ekki viss um að síð- ara atriðið eða það að banna kjóséndum að setja þingmanni sínum nokkurt verkefni eða skyldu, væri réttlátt eða sann- gjarnt. Vín höfuðborg Þýzka ríkisins Frá því segja þeir er nákunn- ugir eru Adolf Hitler, að honum leiki mjög hugur á því, þó leynt sé með það farið, að gera borg- ina Vín í Austurríki, að höfuð- borg þýzka ríkisins. Sjálfur er Hitler fæddur í Austurríki. — Hann ann Berlín lítið, en kann bezt við sig í Munich, af því að sú borg er næst landamærum Austurríkis. Berlín er auk þess á óheppilegum stað; hún er 500 mílur frá sjó og stóriðnaði Þýzkalands. Hún er ennfremur af mörgum talin of nærri landa- mærum Póllands. Ef til stríðs kæmi við Rússland, yrði Bérlín nú brátt hætt. Vín er á hinn bóginn aðeins 200 mílur frá Adriahafinu við Miðjarðarhafið. Auk þess er hún á bökkum Danube-árinnar, er viðskifti kvíslast eftir í allar átt- ir og tengja borgina við skipleiðir eftir ám og álum til Þýzkalands, Sviss, Czecho-Slóvakíu, Póllands o. s. frv. Frá Vín liggja og járn- brautir beinustu leið til flestra höfuðborga Evrópu. Auk þessa er Vínarborg áningarstaður 10 erlendra flugfélaga. Og í Aust urríki er hún miðstöð viðskifta og iðnaðar landsins. Samningarnir undirskrifaðir Samningarnir milli Breta og ítala voru undirskrifaðir s. 1. laugardag í Róm að hálfu Bret- lands af jarlinum af Perth, sendiherra Breta á ítalíu og af hálfu ítala Ciano greifa. Með þessum samningi er öllum vær- ingum milli' Breta og ftala lokið á Miðjarðarhafinu og í löndun- um fyrir sunnan það og austan. Á aðal-efni samningnana var minst í síðasta blaði. Mikill meirihluti blaða á Eng- landi virðist nú ánægt með samn- inginn. Blöð ftala kváðu ljúka á sáttmálann lofsorði. Ennfremur eru nú Frakkar byrjaðir á að gera samning við ftali. Er á þetta alt litið sem boð- andi sátt og frið, ekki aðeins milli' þessara þriggja þjóða, heldur einnig í allri Evrópu. Er hálskirlta-uppskurður óþarfur? Vísindaráð lækna á Bretlandi (The Medical Research Council) hefir um fleiri ár haft rannsókn- ir með höndum, er að uppskurði við hálskirtla kvillum lúta. Birti ráðið árangurinn af því starfi í byrjun þessarar viku. Telur það mikinn efa á því, að jafnvel meg- inið af þessum uppskurðum hafi verið til nokkurs verulegs gagns. Rannsókn var gerð á 22,166 drengjum og 7,600 stúlkum í 30 barnaskólum. Þegar rannsóknin hófst fyrir 5 árum, hafði helm- ingur barnanna verið skorinn upp við þessum kvilla. Og tala barna, sem hálskirtla (tonsils) létu taka úr sér, jókst um 6% árlega eftir það í þessi fimm ár. það sem fyrir ráðinu vakti var að komast að því hvort að þessir afartíðu uppskurðir væru nauð- synlegir. Það játar að vísu, að þýðingu þessara kirlta, sem koma sinn hvoru megin í hálsin- um inn í munninn og líkjast möndlu í lögun, sé mönnum enn ekki fullljóst um. En það mælir ekki með ástæðunni, að skera þá burtu. “Við vitum það mjög vel, að einstöku uppskurðir hafa sitt gildi, ef sérstaklega stendur á”, segir ráðið. “En við efumst mjög um, að það eigi við um mikið eða meginið af uppskurð- um, sem gerðir eru.” “Kvef, hósta og sáran háls fá drengir og stúlkur jafnt, hvort sem skorin hafa verið upp eða ekki. Af 384 drengjum, sem kirtlarnir voru teknir úr, kom þó í ljós, að þeir veiktust ekki eins oft af þessum kvillum og áður. En þeir veiktust eins oft og aðrir fyrir því.” “Eins og á hefir verið bent,” segir ráðið, “geta uppskurðir verið nauðsynlegir. En að helm- ingur eða meira allra skólabarna þurfi þess með, nær ekki neinni átt, þótt ráðlagt sé af heilbrigð- isráði skólanna.” Uppreisn í liði stjórnarhersins Fréttir er bárust til Frakk- lands frá Spáni í gær, voru á þá leið, að um 800 herforingjar og hermenn í liði stjórnarinnar í Barcelona, hefðu gert uppreisn á móti stjórninni og neitað að berjast. Ver hópur slíkra her- manna sig í byggingum í borg- inni með fallbyssum. Um 1500 Spánverjar er sagt að flúið hafi úr Aran héraði norður yfir landamærin til Frakklands. En uppreistarliðið tekur á þeim slóðum hvert þorp- ið af öðru. Suður af Tortosa tóku upp- reistarmenn nokkra sveit manna úr stjórnarliðinu. Segir Franco, að þar og í Cataloníu hafi herlið stjórnarinnar flest verið útlend- ingar. Spánverjar sjálfir á þess- um stöðum veittu enga mótstöðu. Stjórnin á Spáni bað Þjóða- bandalagið í gær að taka upp málið á dagskrá sína um útlenda herinn í liði uppreistarmanna á fundinum, sem haldinn verð- ur 9. maí. Samkvæmt þessu er að sjá sem stjórnin búist við að verjast talsvert lengi' enJnþá. Loftfarið fundið Síðast liðinn sunnudag fanst flugfar Mike Sawchyn, ungs flugstjóra frá Sifton, Man., er hvarf 29. des. á leið heim til sín frá Gilbert Plains. Flugfarið fanst í þéttum skógi 17 mílur suður af Gilbert Plains, brotið mjög. Hjá því fanst blað er á var skrifað: “Þetta er flugfar Mike Sawchyn frá Sifton. Gerið svo vel að hreyfa ekki við neinu. Er fótbrotinn. Pósthúsið greiði Pete Lytwyn $120. ef eg skyldi farast.” Undirskrifað: “M. S. Sawchyn.” Flugmannsins hefir mikið ver- ið leitað, en hann ekki fundist. Um 200 yards fyrir norðan flug- farið fanst vasabók er blaðið var rifið úr er fanst hjá flakinu og sem bendir í hvaða átt flug^ maðurinn hefir haldið. Leitin heldur áfram. Kjöthúsin ráða verði Hon. H. H. Stevens, sem verið hefir í Winnipeg nokkra daga, var í fyrradag beðinn að koma á fund nefndar, er af fylkisþinginu var kosin, til að rannsaka hag kvikfjárbúnaðarins í Manitoba. 'Mr. Stevens var þrjár klukku- stundir á fundi hjá nefndinni. Benti hann á að Canada Packers og Swift-Canadian félögin hefðu með höndum 85% af kvikfjár kaupum fylkisins og réðu verði í sláturhúsunum í Winnipeg, Edmonton og TorOnto. Taldi hann þessi félög pott og pönnu að því, að bændur væru flegnir á sölunni. ’ Japanir óttast Rússa Síðast liðinn mánudag voru níu flugskip frá Japan á flug- æfingu á ströndinni hjá Vladi- vostock. Heim komu aðeins átta skip úr ferðinni en eitt fórst. Til- kyntu Rússar að það hefði far- ist og aðeins einn þeirra sem á því voru, hefði komist af. Báðu Japanir þá um skipið, en Rússar sögðu nei við því, vegna þess að Japan yrði ekki átölulaust leyft að fljúga yfir löndum Rússlands. Þykir Japönum þetta ekki spá neinu góðu og óttast nú Rússann meira en nokkru sinni áður. Páfinn blessar Franco Blaðið “L’Observatore Ro- mano”, sem gefið er út í páfa- höllinni, birti s. 1. mánudag skeyti, er páfinn sendi Franco, uppreistarforingja á Spáni s. 1. sunnudag. f skeytinu leggur páfinn sína postullegu blessun yfir Franco. Ástæðan fyrir skeytinu var að Franco hafði gert einhverja kaþólsku trúarhetjuna á Spáni að dýrðlingi (saint), og bað um viðurkenningu páfans fyrir því. Páfa þótti mikið til þeirrar rækt- ar koma er Franco sýndi með þessu erfða-trú Spánverja — kaþólskunni. Árás á Canton í flugárás er Japanir gerðu á borgina Canton í Suður-Kína s. 1. sunnudag, voru 250 íbúanna drepnir og um 300 særðir. Ann- að var ekkert unnið með þessu; því fylgdi enginn sigur fyrir Japan. Bændur frá Formosa Japanir eru að flytja um eitt þúsund bændur frá Formosa til þess að setjast að á jörðum í grend við Shanghai, sem Kín- verjar eiga. Vara Kínverjar Japani við afleiðingunum af þessu; segja þeir að það kosti sama þjóðernishatrið og óeirð- arnar og þegar Japanir sjálfir fluttu fyrst til Norður-Kína og þeim muni lengi minnisstætt. Hver verður leiðtoginn? Upp á mörgum hefir nú verið stungið, sem líklegum til að taka við forustu íhaldsflokksins í stað Rt. Hon. R. B. Bennetts. Hér eru nöfn nokkurra: Dr. Sidney Smith, forseti Manitoba-háskóla; Arthur Meighen, sem nú er for- seti efrideildar þingsins í Ot- tawa og er ekki líklegur til að fara frá þeirri stöðu; Hon. R. J. Manion; Hon. W. H. Herridge; Hon. M. A. McPherson frá Sask- atchewan; Hon. J. Earl Lawson og Denton Massey, M.P. Ein skuldin enn! Ungverjaland skuldar Banda- ríkjunum um þrjár miljónir doll- ara. Það á að greiða árlegí um $60,000 af skuldinni, en er nú að leita hófanna með að borga um helming þessarar fjárhæðar eða um $30,000 árlega í aðeins 30 ár. Ef allar aðrar þjóðir, er Bandaríkjunum skulda, greiddu skuldirnar með svipuðum kjör- um innheimtu Bandaríkin 6 bil- jónir dollara árlega af útistand- andi skuldum sínum, er nú nema 96 biljón dollurum. Brezkt blað heldur fram að Beaverbrook lávarður, blaða- kóngurinn, hafi fyrir tveim vik- um farið til Frakklands til skrafs og ráðagerða við Hertog- ann af Windsor um að flytja sem fyrst heim til Englands og setj- ast þar að. Bæjarráðið í Winnipeg hefir samþykt að víkka Maryland stræti frá Broadway að Wol- seley Ave. Kostnaðurinn er $19,600. Á verkinu mun bráð- lega byrjað. Barnasöngsútvarp Kór íslenzkra barna í Winni- peg. útvarpar ísl. söng föstud. 22. apr. kl. 8.05 yfir þessar stöðvar: CJRC Winnipeg; CJGX York- ton; CJRM Regina og stutt- bylgju stöðvarnar CJRO og CJRX. Flokknum stjórnar R. H. Ragnar og við píanóið verður ungfrú Lily Bergson. Vonandi' sæta allir fslendingar þessu tæki- færi að heyra íslenzkan söng og skrifa þakklæti sitt til CJRC Radio Station, Royal Alexandra Hotel, Winnipeg, Man. BRÉF tJR SKAGAFIRÐI Kæru Skagfirðingar vestan hafs: Að gömlum vana ætla eg að senda ykkur hleztu fréttir héð- an úr héraðinu, yfir árið sem leið, og vil þá nota tækifærið og þakka ykkur bréf og bækur, er þið hafið sent mér, og það menn sem eg þekki ekki neitt, en hafa þó sýnt mér þessa vinsemd. Tíðarfarið hefir verið all mis- lynt á hinu umliðna ári. Seinni- hluti vetrarins gjaffrekur, og vorið kalt, urðu þá ýihsir hey- litlh- sem þó ekki varð að meini, því aðrir gátu þá hjálpað, og auk þess hægt að ná í fóðurbæt- ir, síldarmjöl, sem er alveg á- gætt til fóðrunar. Fénaðarhöld urðu góð, þrátt fyrir alt og féð reyndist ágætlega í haust, og jmun fóðurbætisgjöfin frá vetr- inum hafa átt sinn góða þátt í því. Vegna vorkuldans spratt seint og byrjaði sláttur með langseinasta móti, sem hann hef- ir nú gert um margra ára skeið, eða alt að því hálfum mánuði seinna en venjulega. Ekki var hægt að segja að þurkar væru miklir, en þó hraktist aldrei hey, sem talið gæti, og t. d. töður náð- ust yfirleitt með beztu verkun, og yfirleitt mátti segja sama um útheyið. Heyskapur var í meðal- lagi að vöxtum, töður yfirleitt minni en venjulega. HaustixS var gott, og veturinn fram að nýári svo einmuna góður að menn muna ekki eftir slíku. Á beitarjörðum var ekki farið að sýna fénu hey á jólum og hross þá í haustholdum, og verða þau að líkindum ekki þung á það sem eftir er, þegar þau sluppu svo vel við skammdegishríðamar og gaddinn. Á jólum voru til dæmis Héraðsvötnin auð út í sjó og eins voru þá allar ár í héraðinu, og nú eftir nýárið gengu bílar hingað, sunnan af Akranesi, og mátti heita snjólaust á allri leið- inni. Á Sauðárkróki var slátrað í haust um 23 þúsund fjár, og var meðalþyngd svipuð og í fyrra eða þó ívið betri. Mest af þessu kjöti er selt frosið til Englands. Var alt að 1 krónu fyrir kílóið af bezta kjötinu haustið áður og gærur kr. 1.56 fyrir kílóið (tvö pund). En nú er búist við að kjötið verði ekki lægra og gær- urnar hærri, er það reyndar eðlL legt, því útlenda matvaran hefir hækkað mikið á þessu ári. Hrossamarkaðir voru hér í sumar og var alt að kr. 200,00 fyrir 4 vetra hesta og eldri. Má það gott kallast, því hjá flestum er uppeldið ekki dýrt á hrossun- um hér í Skagafirði. Eins var hátt verð á afsláttarhrossum í haust, dæmi til þess að folöld væru seld á 40,00—50,00 krónur. Miklu var nú betra með at- vinnu á Sauðárkróki en undan- farin sumur. Fyrst og fremst var saltað með meira móti af síld (5000 tunnur) og svo var mikil vinna við hafnargerðina. Bygður var hafnargarður inn og austur af eyrinni, sem er fyrir utan kauptúnið, voru fullgerðir af honum 100 metrar, en auk þess, reknir niður staurar á 63 metra bili, sem flýtir. stórkost- lega fyrir er vcrkið hefst næsta vor. Allur er búist við að garður þessi verði um 250 metra langur og svo djúpt við hann að stærstu skip geta legið þar. Margir hafa verið hræddir um garð þennan fyrir hafís er hann fyllir allan fjörðinn, að hann mundi sópa honum burtu, en raunin mun verða sú að brimið ber grjót og sand að norðanverðum garðin- um og mun smásaman lengja eyrina fram með honum. Þegar þessu mannvirki er lokið er kom- in þarna ágætis höfn og ekki ó- líklegt að siglingar aukist hingað til muna. -En dýrt verður þetta fyrir- tæki. Er nú búist við að það muni verða á 7 hundruð þús. kr. og þarf miklar tekjur til að standa undir þeim útgjöldum öll- um þó að ríkissjóður muni auð- vitað leggja allverulegan hluta af þeirri upphæð, og sýslan sömuleiðis, þá hljóta þó altaf að verða a. m. k. 300 þúsund krón- ur sem höfnin þarf sjálf að svara af vöxtum og afborgunum. En hvar á að taka það ef sigling eykst ekki? Búast má auðvitað við síldarsöltun, en það sem þyrfti' að koma hér upp nauð- synlega, væri síldarbræðslustöð og hún talsvert stór; þá kemur söltunin af sjálfu sér, því þeirri síld, sem reynist ekki söltunar- hæf er þá dembt í bræðsluna, en nú verður að fara með hana til Siglufjarðar eða fleygja henni. Þá mundi einnig fást nærtækur og að líkindum ódýrari fóður- bætir en nú, fyrir sýsluna. Jarðabætur á síðastliðnu ári eru tæplega eins miklar og áður, enda búið mikið að gera, þó nam jarðr. styrkurinn tæpum 50 þús. kr. í sýsluna á síðastliðnu ári. Vegir hafa verið endurbættir, og nýir lagðir svo nú má heita orðið bílfært um alla sýsluna. Mjólkur samlagið hefir starf- að síðastl. ár með góðum árangri hefir það tekið á móti nálega 380 þús. lítrum af mjólk. Er það mikið þegar það er athugað, að enn eru menn ekki farnir að snúa sér að því, af alhug eða breyta framleiðslu sinni alvar- lega í þá átt. Fjárbúin og hrossa eignin hefir sízt mínkað, en hin aukna ræktun hefir gert það að Frh. á 5. bls.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.