Heimskringla - 20.04.1938, Blaðsíða 4

Heimskringla - 20.04.1938, Blaðsíða 4
4. SÍÐA HEIMSKRINCLA WINNIPEG, 20. APRÍL 1938 mifiiiiiiiiiíiiiiiiimHiiiiiiiiiiitiJiiiiniiinnitniiniiiiiiiiiniimHiiímttiiHiitiiiftinitaiBbiiHiMtiiuuninnnniinnnninniiHiiin^ HnúmsknniUa (StofnuB 1886) Kemur út-d hverjum miBvikudegi. Elgendur: THE VIKINa PRESS LTD. 853 oq 855 Sargent Avenue, Winnipeg Talsimis 86 537 VerS blaðsins er $3.00 árgangurlnn borglst tyriríram. Allar borganir sendlst: THE VIKING PRESS LTD. 011 vlSskifta bréf blaSinu aðlútandl sendist: Krnager THE VIKINO PRESS LTD. 853 Sargent Ave., Winnipeg Ritstjóri STEFÁN EINARSSON Utanáskrift til ritstjórans: EDITOR HEIMSKRINOLA 853 Sargent Ave., Winnipeg “Heimskrlngla” ls publlshed and printed by THE VIKli/Q PRESS LTD. 853-855 Sargent Avenue, Winnipeg Man. g Teleptoone: 86 537 8 I SlUBIIIIIiiiatllUUIl]lliailtUlllJUIilli!llll!iiUllllilUI!tl!lllillillltmillltimiillIll!l!lllllilllllllllllllllllllI!tJilliii!Uaillll!l!IUlllUllT3 WINNIPEG, 20. APRÍL 1938 SUMARDAGURINN FYRSTI Það fer ekki framhjá enskumælandi ná- grönnum vorum í þessu landi, að íslend- ingar minnist sumardagsins fyrsta. Þó að það sé nýr og einkennilegur siður í þeirra augum, ljúka þeir upp einum munni um að það sé bæði fagur siður og eftirbreytnis- verður. Sumarið er í augum fleiri en þeirra, sem á eyjunni norður við heim- skaut hafa búið, árstíð gróðurs, endurlífg- unar og upprisu. Skáldum flestra þjóða hefir verið koma vors og sumars hugð- næmt yrkisefni, þó þess hafi óvíða á ann- an hátt verið minst. Samt höfum vér lesið frásagnir um hátíðahöld við komu vorsins í Svisslandi'. Fara þau fram 1. marz aðallega, en þó ekki alls staðar einn og sama dag. Samkomur eru haldnar að kvöldinu með ræðuhöldum og dansi og sumstaðar fer barna-skrúðganga fram að deginum með “Gyðju-vorsins” í farar- broddi. Þetta getur víðar tíðkast, og er vísast að það geri það, þó ekki sé kunnugt um það. En sumardagurinn fyrsti mun samt sem áður ekki vera neinn sérstakur minn- ingardagur nú orðið annara en fslendinga. í Noregi hefir hans eflaust fyrrum verið minst, eins og á íslandi, vegna þess að tímatalið var svo mikið við árstíðirnar, sumar og vetur, bundið. Sumarið var talið 184 dagar, en veturinn 180. Gallinn á því ártali er auðvitað auðséður, en á íslandi bætti Þorsteinn surtur (hinn vitri) úr því með sumaraukavikunni, er bætt var sjötta eða sjöunda hvert ár við sumarið í lok þess. En Norðmenn áttu engan Þorstein surt og höfðu þess utan tekið kaþólsk: trú og reyndu þá að gleyma öllum erfða- siðum, tímatalinu sem öðru og loks sjálfri tungunni. Hvað mikill þáttur þessi tíma-reikning- ur var í þjóðsiðnum sézt er íslendinga- sögurnar eru lesnar. Aldur manna er mið- aður við veturinn (hann var 12 vetra), og “tíu vikur skulu af sumri, er menn koma til Alþingis” o. s. frv. Og enn dettur engum íslendingi í hug að segja annað um aldur hesta, nauta eða sauðfjár en að það sé veturgamalt, tvævett, þrevett, fjögra vetra o. s. frv., þó fínna þyki nú að nota orðið ár, er um menn er að ræða, af því að það er óíslenzkulegra. Úr því að tímatalið var þannig háð sumri (og vetrí), var auðvitað að það byrj- aði einhvem ákveðinn dag. Og sá dagur var fimtudagurinn næst á undan 16 degi apríl- mánaðar eftir júlíanska tímatalinu, sem svaiar nú til 26 dags apríl-mánaðar. Á þessum sama degi hefir komu sumars verið fagnað hjá íslendingum alt til þessa dags. Þegar alls þessa er gætt, er það auðsætt, hvað til þess kemur að fslendingar eru einir um að minnast sumardagsins fyrsta. Hann er minnisdagur þeirra einna. Hann er eitt af þeirra erfðagózi frá fomu fari, sem tönn tímans hefir ekki unnið á. Eins og að undanförnu, eru nú auglýst- ar samkomur þennan dag (21. apríl) á meðal íslendinga í Winnipeg og víðar. — Ættu menn að fjölmenna hvar sem sum- arsins er fagnað þennan dag ekki sízt vegna þess hve góður og alíslenzkur siður það er. f Bess-Arabíu tók trúmálaleiðtogi fyrir nokkru upp á því, að selja mönnum sæti í himnaríki. Hann hafði uppdrátt af vist- arverunni, er sýndi númerin á hverju sæti. Sætr nálægt þeim almáttuga kostuðu $20. í nánd við Gabriel erkiengil voru þau ofur- lítið ódýrari, en annars voru vanaleg sæti $10. Um 200 bændur höfðu trygt sér sæti hinum megin áður en braskarinn var hand- tekinn. CANADA HÖFUÐBÓL BRETAYELDIS Þeim sem áhyggjur hafa gert sér af framtíð Canada, verður ef til annað við, er þeir lesa nýútkomna bók á Englandi, er hispurslaust heldur því fram, að ef Engil- Saxar eigi ekki að hverfa úr sögunni, verði þeir að gera Canada að framtíðar höfuð- bóli sínu, Bretaveldi framtíðarinnar. The Next British Empire (Næsta Breta- veldi), er nafn og efni bókarinnar og höf- undurinn er viðurkendur hagfræðingur R. A. Piddington að nafni. “Berið Bretaveldi, eins og það nú er, fyrir borð og byggið það upp að nýju,” segir Mr. Piddington. Og hvað svo ? Engilsaxar verða að leita sér að nýju heimili, þar sem olnbogarúm og næg auðlegð er fyrir 60 miljón manna eða meira að bjarga sér. Og þetta heimili er Canada. “Þýzkaland mundi skjótt snúa sér að þessu, ef Canada væri nýlenda þess,” segir höfundurinn. “Við erum að þreytast á hinni ákvörðunarlausu þjóðartilveru vorri, milli húsgangs, hverfullar jatvinnu og stríða. Við erum orðnir dauðveikir á Evrópu og hinu sífelda urri íbúa hennar. Við þörfnumst leiðtoga, sem leiðbeina okkur þaðan meðan við höfum enn skip, menn, fé og land að víkja að. Frestum við því mjög úr þessu getur svo farið að við höfum það ekki.” Mr. Piddington heldur því fram, að það sé alveg óvíst að Canada með sínum fram- tíðarmöguleikum sætti sig við að vera um aldur og æfi skjólshús offjölgunarinnar á Englandi. Það hæfir ekki metnaði þess. “Landið er svo strjálbygt, að það getur ekki varið sig fyrir neinni þjóð, sem vildi áseilast það. Það er lífsspursmál fyrir það að íbúunum fjölgi. En mundi það þá ekki betur hæfa metnaði Canada að Bret- land spyrði það að hvort að það væri ekki viljugt til þess, að taka heldur yfir forustu Bretaveldis, að verða höfuðból þjóðríkj- anna, sem það mynda, taka við krónunni, alveldisþinginu og framtíð og forsjá Engil- saxneska þjóðflokksins?” “Hvað bíður Canada?” spyr Piddington ennfremur. “í framtíð bíður þess að verða fjölbygt land, annað hvort af Asíu- mönnum eða mönnum svipuðum þeim sem það nú byggja, unnendum frelsis og hvers konar menningar og dáða, sem um er að ræða, eins og þetta hefir sýnt sig hjá engil-saxneskum þjóðum?” “Eg skal bæta við, að þessi undarlegi draumur, ef þú vilt ekki annað kalla það, á samt einhverntíma eftir að rætast annað- hvort að því er Japana áhrærir eða sjálfa oss.” Meðan Bretland sé ekki nógu vel útbúið að vopnum til þess að mæta hverju sem nú kann að bera að höndum í Evrópu, telur Piddington þó ekki á þessu hægt að byrja. En þegar vopna-útbúnaðinum sem nú er á prjónunum sé lokið, telur hann nauðsyn- legt að Bretland taki til framkvæmda og sel-flytji' íbúa Bretlands til Canada, eins og eina miljón á ári í 15 ár. “Við heyrum nú að vísu oft talað um, að nýlendurnar megi ek)ci við innflutningi. En sannleik- urinn er, að þær mega aldrei við honum, meðan farið er að eins og nú er gert, og innflytjendurnir eru mestmegnis allsleys- ingjar, eða úr hópi betlara. Það eru ekki mennimir sem óræktuðu landi breyta í blómlega akra þar. Með skipulögðum inn- flutningi yrði þetta alt annað. Afleiðingin eða stærsti hagurinn fyrir Canada af þessu yrði sá, að það fengi heim til sín annan bezta viðskiftavin sinn. Iðnaður, sem skipulagður væri fyrirfram, risi upp, ekki í kapp við iðnað eystri fylkja Canada, heldur í vestri fylkjunum, því þangað ættu innflytjendurnir aðallega að fara. Að þeir söfnuðust utan um verk- smiðju bæi Austur-Canada fyrst, yrði til þess að þar risu upp eins ómöguleg- ar miðstöðvar og bæir fyrir fólk að hafa ofan af fyrir sér í og London. Það eru vestur fylkin með sitt strjálbýli sem rúm væri bæði fyrir þessa innflytjendur og féð, sem í iðnað væri þar lagður. Á þann hátt yrði hið nýja höfuðból Bretaveldis brátt öfundað út um allan heim. Fyrir þetta segir Piddington að Bret- land ætti jafnvel ekki að horfa í að ofra nýlendum sínum, svo sem Indlandi og Suð- ur-Afríku, ef þörf krefðist. Og fyrir enska aldraða auðuga herramenn, ættu hinar mörgu fögru eyjar og staðir í kring- um þjóðgarða og aðra friðaða reiti, að verða skemtilegt sólsetur æfinnar; þeir ættu að leggja niður sitt jarðabrask og lifa þarna í þess stað í ellinni hjá börnum sínum, ef þeir kjósa að lifa í hinu nýja og bjarta höfuðbóli, í stað hins hnignandi og dauðvona. Fyrir slíka miðstöð Bretaveldis sem Canada, segir Piddington að fleygja mætti miklu eðai mest öllu öðru fyrir úlfa og sjakala. Þýzkaland er hann með að fái aftur ný- lendur sínar. Ef það og ítalía eða hvert annað land sem væri skyldi fýsa í eitthvað meira, væri til einskis fyrir þær að biðja Whitehall uin það. Slíkar kröfur yrði þá að skrifa utan á til Ottawa, og sem þar yrðu ekki barðar fram með hótunum um að ráðist yrði annars á Bretaveldi. Ungur skáti er sótti allsherjarmót fé- laga sinna á s. 1. ári til Washington, D. C., var spurður af einum bæjarbúa, hvað honum þætti skemtilegast við höfuðstað landsins. “Mér fellur regnið ykkar hér bezt,” svaraði drengurinn viðstöðulaust. “Það hefir rignt á hverjum einasta degi síðan við komum hingað.” Bæjarbúann setti hálf hljóðann við, en spurði drenginn samt hvaðan hann kæmi. “Frá Dakota,” svaraði ungi skátinn. BANDARÍKIN “Eg viðurkenni ekki staðhæfingu re- publika um það að kreppur séu sem að sjálfsögðu óumflýjanlegar eða ófyrirsjáan- legar.” “Eg skoða það fyllilega skyldu stjórn- arinnar, að gera alt sem í hennar valdi stendur með að koma í veg fyrir aðra eins tíma og þá er leiddu af stjórn republika frá árinu 1921 til 1933.” Ofanskráð orð eru úr ræðu er Roosevelt forseti hélt í Detroit árið 1936. í rödd for- setans var sigurhreimur. Hann hafði fjórum árum áður tekið við völdum og hafði með nýrri stefnu í opinberum fjár- framlögum og endurbótum á stjórnar- rekstri leitt þjóðina heilu og höldnu í höfn úr hafróti kreppu og gjaldþrots svo geig- vænlegu, að þjóðin hafði aldrei í sögunni horfst í augu við annað eins, En svo kom eitthvað fyrir síðastliðið sumar. Mr. Roosevelt og ráðgjafar hans horfðust í augu við nýja og alvarlega kreppu. Atvinuleysingjum fjölgaði hraðara en nokkru sinni fyr. Inaðarframleiðsla rénaði og eignaverð hrapaði niður í svipað því sem það var 1932. Orsök þessa var að Roosevelt fór að ráðum flokksmanna sinna sem sífelt voru á móti eyðslu stjórnarinnar og hafðist ekki að. Á meðal þeirra manna var fjármála- jöfurinn mikli Henry Morgenthau. Eyðsla á stjórnarfé átti þar sinn hatramasta óvin sem hann var og Mr. Roosevelt lét eflaust sveigjast af skoðunum hans. Opinberir styrkir, útgjöld til vega og C. C. C. voru lækkuð á öndverðu síðast liðnu sumri um $800,000,000. Roosevelt var farinn að hafa svipuð svör við þá er fram á fjár- framlög fóru og Mr. Hoover. Honum hafði svo lengi verið brugðið um að hann væri að sletta sér fram í og taka fram fyrir hendur viðskiftamanna, að hann hugsaði sér, að hætta því. Fór hann því sér til af- þreyingar í fiskveiðitúr suður í Mexikó- flóa og hugsaði með sér að hann skyldi láta alt afskiftalaust og hvern einráðan um að bjarga sér sem bezt gengi. En hann var ekki fyr kominn til baka en hann var umkringdur af fjármálamönn- um, iðnaðarhöldum, verklýðsforingjum, fylkja og borgarstjórum er tjáðu honum að við svo búið mætti ekki sitja. Roosevelt hlustaði á höfðingja lýðsins, en lagði enn lítið til málanna, ynti að því við suma, að ofmikil afskifti stjórnar væru talinn var- hugaverð. Hafði honum þá heldur ekki viljað alt upp í skipið. Á frumvarp hans um endurskipun á stjómarskrifstofum (The Reorganization Bill) var litið sem brot gegn lýðræði og öldungaráðið hafði felt það vegna þess “að það vildi koma í veg fyrir að einn maður færi með valdið í landinu.” Margir demókratar höfðu snú- ist á móti Roosevelt í því máli republikum til ósegjanlegrar ununar, því það bar svo ljóslega vott um rénandi fylgi forsetans. Með sjálfum sér hefir Roosevelt forseti hugsað alt annað, eins og tillögur hans til þingsins síðast liðna viku bera vott um. í þeim kemur fram sama hugmyndin og sú er fyrir honum vakti 1933: Það er kaupgeta almennings sem auka verður. Og það er aðeins hægt með auknum fjár- framlögum til eflingar atvinnu. Úr því viljann skortir til samvinnu um það hjá iðjuhöldunum, verður stjórnin, eins og á kreppuárunum, að taka til sinna ráða. — Þetta er tónninn í tillögunum. Veitingin sem forsetinn gerir nú ráð fyrir, nemur $7,000,000,000 (sjö biljón dollurum) á komandi fjárhagsári sem byrjar 1. júlí n. k. Um 5 biljón dollarar af þessu fé eru bein stjórnar útgjöld, en hinar 2 bilj- ónirnar eru til að auka veltufé banka; verða gullverðs-skírteini gefinn út til bankanna á það af gullforða stjórnarinnar, sem hefir verið óstarfræktur og því nokkurskonar vara-sjóður. Helztu fjárútlát stjórnarinnar eru: 1% biljón dollarar til at- vinnubótavinnu í sjö mánuði, frá 1. júlí talið. Hafði áður verið gert ráð fyrir 1 biljón alt árið; munu því margir ætla að þessi fjárhæð geti orðið hærri en á- ætlað er. 1 Vfc biljón dollarar sem lánsfé til viðskiftahölda til ýmsra fyrirtækja, er fjármála- ráðið (Reconstruction Finance Corporation) samþykkir. Þá 1 y% biljón dollara lánsfé til fylkja og bæja til að vinna opinber störf. Til tryggingar búnaði (Farm Security Administration) $175,- 000,000. Til endurbóta óhæfra íbúðarhúsa í fátækrahverfum bæja $300,000,000. Til vega $100,000,000. Til stjórnarbygg- inga $25,000,000. Til að byggja fyrir áflæði af vatnavöxtum $37,000,000. Til ungmenna (National Youth Administra- tion) $75,000,000, og til Civilian Corservation Corp, $50,000,000. Með þessu, auk þess sem af bönkum er vænst, af lækkuðu gullgildi dollarsins og nægra lána til smáviðskifta, ætlar Roosevelt, að athafnalíf og viðskifti færist í aukana. “Ef tekjur eða kaup- getu borgaranna er hægt að efla svo, að 80 biljón dollurum nemi á ári, þá er hag þjóðarinnar borgið,” segir forsetinn. Þeim er skuld landsins, sem nú er um 37 biljónir dollara, þykir alveg nógu há þó tveimur eða þremur biljónum sé ekki við hana bætt, segir Roosevelt, að ef kaupgetan sé ekki aukin úr því sem nú sé, í það sem hann tiltek- ur, geri lítið til hvort skuldin sé 25 eða 40 biljónir; hún verði þá aldrei greidd. Síðan um nýár, hefir tala styrkþega í Bandaríkjunum auk- ist um 3 miljónir. Um 6 miljón heimili' með alls um 18 miljón manns, (þ. e. menn, konur og börn), eru sem stendur á stjórn- arstyrk. Talan hefir aukist um alt að því einn þriðja á síðast liðnum átta eða níu mánuðum, eða síðan stjórnin hægði á fjár- veitingum sínum. Og samt er það þetta, að takmarka útgjöld- in sem allir sem verulega hafa vit á fjármálum, halda jafnt og stöðugt fram að gera þurfi. Þeir halda eins og drotningin að menn í hallæri ættu að geta lifað á smurðu brauði. Hitt verður auðvitað álitamál margra, hvað lengi að stjórnin fær rönd við hinum miklu fjár- framlögum reist. Það er eitthvað erfitt og snúið með þessi stjórnmál. Jafnvel þegar bezt horfir og vart verður í stefnum flokkanna hugsjóna almennigs, og stjórnmálamenn- irnir eru “fólksins menn” eins og um Roosevelt er títt sagt, verður það oftast lítið annað en hug- sjónirnar sem eign almennings verður — í víðtækum skilningi talað. Blöðin birtu myndir af Jean Harlow á tröppunum fyrir fram- an ráðhöllina í Washington, heilsandi Senator Reynolds með kossi. Þetta heyrðist einhverj- um þeim fara á milli: “Senator,” sagði' Miss Harlow, “þú kyssir alveg eins og hreyfimynda leik- ari.” Sentorinn spyr brosandi: “Meinarðu fast og brennandi?” “Nei,” svaraði leikkonan, “uppgerðarlega og óraunveru- lega.” Kvenfélag Sambandssafnaðar í Winnipeg efnir til samkomu á sumardaginn fyrsta (21. apríl) í Sambandskirkjunni. Til sam- komunnar hefir verið efnt hið bezta. Sjáið auglýsingu í þessu blaði. “KING OLAF” Hinn stóri salur Winnipeg sönghallarinnar var þéttskipaður s. 1. mánud.kveld er Winnipeg Philharmonic Choir og Sym- phony Orchestra fluttu hið mikla tónverk Sir Edward Elgar’s “King Olaf”. Söngstjóri var Herbert J. Sadler og einsögnvar- ar: Sigrid Olson, og Olga Irvin sopranos — Steuart Wilson ten- or — Paul Bardal og Edward A. Forrest barytones og Harold L. Scarth basso. Þetta hljómverk Sir Elgars er við kvæði Longfellows um Olaf konung Tryggvason en þó mun það vera eitthvað aukið til að gera söguþráðinn Ijósari. Inn í efni sögunnar er og ofið bar- áttu gömlu guðanna við kristn- ina. Þór skorar á Hvíta-Krist á hólm og ólafur konungur tekur hólmgönguboði hans. Svo skýrir frá hversu ólafur konungur fer til Noregs og útbreiðir kristnina med oddi og egg — drepur “Iron- beard” (Járnskeggja) og lands- lýður gengur honum og Kristi á vald en Gu^rún ætlar að drepa Olaf konung brúðkaupsnóttina. Þá segir frá því er konungur situr að veizlu og Óðinn gistm hann eða öllu heldur svipur Óðins. Næst hefir Ólafur kon- ungur upp bónorð sitt til Sig- ríðar drotningar er endar með orðasennu og hann slær hana og heitir hún að búa honum bana- ráð. Næsti kafli skýrir frá komu Þyri og giftingu hennar og ólafs konungs og síðan hversu Sigríður drotning gift Sveini Danakonungi eggjar mann sinn til að hefja hernað á hendur ólafi konungi og hegna kinn- hestsins. ólafur konungur býst til or- ustu með dreka sinn og langskip og fellur. Þar er nú sagan raun- ar búin en svo er dálítill eftir- máli. Ástríður drotning móðir Ólafs Tryggvasonar í klaustri norður í Þrándheimi heyrir um miðja nið- dimma nótt rödd er segir hversu áskorun Þórs hafi verið tekið og hversu krossinn sigraði hamar- inn, ástin, hatrið, andinn, stálið og Kristur muni ríkja að eilífu. Verkið endar með þessum gull- fallegu línum: “A strain of music ends the tale A low monotonous, funeral wail. That with its cadence, wild and sweet Makes the long Saga more compléte. Hversu Sir Elgar hefir tekist að túlka þessa mynd í tónum mun vart vera hægt að dæma nema á einn veg að verkið er þrungið af fegurð og dramatisk- um krafti. Það er auðfundið að hann hefir unnað þessum fomu hetjum. Söngur Þórs er þrung- inn hetjulund og hörku, hljóm- sveitin er sem bruni á skeiði, hafrar hans og eldingum ljósti niður og gefi' orðum hans á- herzlu. Fall Járnskeggs og trú- arskiftin hafa mikinn drama- tískan kraft. Kaflinn þar sem Guðrún er í brúðarstofunni sveipuð mánaskini' með blikandi hnífinn á lofti til að drepa kon- ung, en hann vaknar og rekur hana frá sér er túlkað af frá- bærilega skáldlegum tónum. Það er um hið fölva ljós mánans, sveipi hljómanna dularblæju yfir orðinu er brýzt fram með reiði- þrungnum mætti er konungur vaknar og hnífurinn fellur á gólf- ið. Veizlan og koma Óðins er með skugga blæ hins yfirnáttúr- lega og draugslega. Hver kafli verksins túlkar stemningu orð- anna á viðeigandi hátt; reiði Sig- ríðar er lýst með ofsaþrungnum hljómum en komu Þyri með svo ljúfum og lyriskum blæ að það hlaut að snerta hvert manns- barn. Orustunni og falli Ólafs Tryggvasonar er dramatiskasti hluti verksins, þar notar Sir

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.