Heimskringla - 11.05.1938, Page 4

Heimskringla - 11.05.1938, Page 4
4. SÍÐA HEIMSKRINGLA Hcimakringla ^ (StofnuB 1S86) Kemur út á hverjum miOvikudegi. . Eigendur: THE VIKING PRESS LTD. 853 oo 855 Sargent Avenue, Winnipeg Talsimia 86 537 VerS blaðslns er $3.00 árgangurlnn borglst J tyrlríram. Allar borganlr sendlst: THE VIKING PRESS LTD. jj 3U viðskifta bréf blaðinu aðlútandl sendlst: jj IC-nager THE VIKINQ PRESS LTD. 853 Sargent Ave., Winnipeg Ritstjóri STEFAN EINARSSON Utanáskrift til ritstjórans: EDITOR HEIUSKRINQLA 853 Sargent Ave., Winnipeg “Heimskringla” is published and printed by THE VIKINQ PRESS LTD. 853-855 Sargent Avenue, Winnipeg Uan Teleptoone: 86 637 liiiiiiuiiiiiiHiiiiiniiiiiiiiiiiiiiiniiinimiiiiiiimniimiiiiiiiiiiiiinnininiiiiiiiiiiiiUiiJiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiliiJJiiiiií^ WINNIPEG, 11. MAÍ 1938 KARLAKÓR ISLENDINGA 1 WINNIPEG Síðast liðinn miðvikudag (4. maí), söng Karlakór íslendinga í Winnipeg í Fyrstu lútersku kirkju, undir stjórn R. H. Ragn- ars. Aðsókn var góð, hátt á fimta hundr- að manns. Á söngskránni voru alls 18 lög, en við þau var bætt ýmsum íslenzkum ialþýðusöngvum, þegar flokkurinn fékk ekki að setjast niður fyrir lófa-klappi á- heyrenda. Það mun flestum bera saman um, að flokkurinn hafi aldrei betur sungið, en í þetta sinn. Ber að sjálfsögðu fleira til þess, en hér verður getið, en á tvö eða þrjú atriði skal hér benda, er oss virðist ástæð- an geta legið í: “Söngurinn var ferskari, eiginlegri og óþvingaðri, en oft áður. f söngnum um láft Ólafs Ttryggvasotnar nutu þessi áhrif sín ágætlega. Að ætlun vorri má segja, að þar kendi nýs styrks, hreint og beint nýrrar söng-íþróttar hjá kórnum. Annað atriðið áhrærir ómmýkt og samræmi (lyric) söngsins. Þessa gætti vel í tveimur eða þremur lögum, sér- staklega í “Vorið kemur”. Þar er um að ræða þroska hjá kórnum. En þó þetta megi' með ágætum nefna, var túlkun lag- anna sem sungin voru yfirleitt góð. Frá söng-gagnrýnendum beggja ensku blaðanna í þessum bæ, hafa ritdómar birs ; um söng kórsins. Ljúka báðir gagnrýn- endur miklu lofsorði á sönginn þetta kvöld, telja hann það bezta sinnar tegund- ar, (þ. e. frá söngflokki, sem iðkar listina í hjáverkum) sem í þessum bæ sé kostur á og þó víðar væri' leitað. Söngflokkurinn hefir mikið lagt á sig við að æfa til þessarar samkomu. Og launin eru vaxandi framför og viðurkenn- ing. Leiðandi raddir verður að viður- kenna að flokkinn skortir. En með því að beita og stilla saman þá krafta, sem ti eru, hefir góðum árangri verið náð — ótrúlega góðum, þegar á alt er litið. Það er sagt, að ef áhuga ekki brestur, verði manninum sjaldan skotaskuld úr að ná því takmarki sem hann ætlar sér. Með þeim áhuga sem söngstjóri R. H. R., og forseti kórsins Guðm. Stefánsson, hafa vakið innan flokksins, er full ástæða til að gera sér von um, að karlakórinn eigi eftir að láta til sín taka, og með því ná markinu sem foringjar hans hafa hugsað honum að ná. Á þessari samkomu sungu einsöngva í kórlögunum Hafsteinn Jónasson, Bjöm Metusalemsson og Lárus Melsted. Hefir Mr. Jónasson oft áður skemt með ein- söng; í rödd hans er fegurð fólgin, sem óreynt er, því miður, hvað úr hefði mátt verða með þjálfun á söngmentabrautinni, þeirri, sem ekki lendir öll í lögmáli ytri tækni og drepur frumleikann, eins og eg heyrði' söngvinn mann halda nýlega fram, að um hérlenda söngkenslu mætti segja, og sem þessi bær á líklegast það að þakka, að hann á engan söngvara sem kveður að. Það er kensla sem þroskar og æfir það sem í manninum býr, en leggur ekki haft á það, sem vér eigum við. Vér vildum ekkert missa af því, sem Mr. Jónasson þeg- ar á af frumhæfileik til þess að verða góður söngvari. Vikivaki, lag eftir Ragnar H. Ragnar, var eitt af nýunginni á þessari söngskemt- un. Fyrir höfundinum vakir eflaust að vekja upp það sem þjóðlegt er og gott og gamalt með laginu, sem er góðra gjalda vert. Og í laginu er margur vel stiltur tónn. Eitt er það sem oss kom í hug undir söngnum, sem oss finst ekkr ástæðulaust að minnast á. En það er hvort ekki sé stundum óþarflega langt gengið í því, að þræða efni Ijóðsins, sem sungið er, og hvort að lagið megi ávalt við því. Lagið við “Skagafjörður” minti á þetta sem að öðru leyti fór þó vel; ef til vill einnig “úr þeli þráð að spinna”. Oss virðist það minna á það sem nefnt hefir verið dint- list, sem sumir íslenzkir rithöfundar temja sér, en sem vafasamt listgildi hefir, hvort sem er í riti eða söng og að minsta kosti er ekki eftir allra skapi. Einsöngur Mr. Paul Bardal var mjög svo viðfeldinn og þá var eigi síður tilbreyt- mg á skemtiskránni í piano-spili Frank Thorólfssonar, sem hér er nú einn hinna snjöllu í túlkun verka stór-tóns'káldanna. Gunnar Erlendsson aðstoðaði með undir- spili. Annars söng karlakórinn mikið án undirspils nema við byrjun laganna og enginn hélt á blaði eða bók. Söngmenn- irnir kunnu lag og kvæði utan að og hefir sá góði undirbúningur eflaust stuðlað að því, að söngurinn var eins hressandi og raun var á. Þegar góðir íslenzkir söngmenn hafa verið hér á ferð, hefir skortur á góðu húsi að syngja í, á meðal íslendinga verið til- finnanlegur. Þessa hefir og orðið vart, er Karlakórinn syngur og var ábærilegt á síðasta söng hans. í Fyrstu lútersku kirkju og Goodtemplara húsinu þar sem kórinn syngur oftast fer meira og minna forgörðum af söngnum. Þeir einir, sem eru beint fyrir framan flokkinn, njóta hans Hinir sem til hliðar sitja uppi eða niðri, tapa miklu af gæðum söngsins. Bezta húsið að syngja í er kirkja Sambands- safnaðar, af þeim sem á meðal íslendinga hér er völ. Þegar um söngsamkomu er að ræða, kemur húsið, sem sungið er í, meira til greina, en alment virðist í huga haft. Karlakórinn verðurskuldar þakklæti ís- lendinga fyrir góða skemtun og áhugann fyrir því að halda hér við íslenzkum söng. “TENGDAMAMMA” Leikflokkur frá Árborg gæddi Winnipeg- íslendingum s. 1. fimtudag með sýningu á leik með þessu nafni, eftir Kristínu Sig- fúsdóttur. Aðsókn var ekki sem verst, en minni þó en leikurinn verðskuldaði. — Leikritið er vel samið, efnið úr daglega lífinu, en er eins spennandi og þó í forna þjóðtrú eða æfintýri liðinna alda væri sótt, vegna ágætra sálarlýsinga. Og um meðferð leiksins er það að segja, að hún virtist í Tylsta samræmi við efni leiksins, sem oft vill þó verða hængur á, er leikir eru sýndir, af þeirri ástæðu, að leikendur skilja ekki efnið, eða líta stærri augum á auka-atriði, einkum hin hjákátlegu, en þungamiðju leiksins eða aðal markmið leikritahöfundarins. Hjá þessu blindskeri stýrðu leikendur “Tengdamömmu” vel. Þeir kunnu ekki einunigs hlutverk sín reiprennandi, heldur höfðu vegið og hugsað efnið nákvæmar, en algengt er um leikendur. Þeir vissu hvað þeir ætluðu sér að gera. Árangu^ þess var sá, að sýningin gekk greitt og eins og í óslitinni sögu, áheyrendur vissu ekki annað lengst af tímanum, en um raun- verulegustu hluti væri að ræða í stað leik- sýningar. Efni leiksins Tengdamamma er í fám orðum þetta: Ekkja býr upp til sveita, er Björg heitir. Hún á son er á búnaðarskóla gengur utanlands. Þar kyntist hann stúlku úr Reykjavík og giftist henni; kem- ur heim og tekur við búsforráðum hjá móður sinni, Björgu á Heiði. En þá grán- ar gamanið. Tengdamamman og heimil- isfólkið eldra lítur á nýju menninguna utan úr heimi sem ungu hjónin eru hug- fangin af eins og flestir er meira sjá en heimahagana, sem heldur lítilsverða uppi á Heiði. Því skilst ekki að gamla búskap- arlagið standi til bóta. Út af þessu verður csamlyndi og eldur milli tengdamömmu og tegndadóttur, sem loks deyr út, sumpart fyrir það, að prestur sveitarinnar getur rneð áhrifum sínum leitt tengdamömmu fyrir sjónir, að hinir ungu séu tímans herrar, og annars óvænts atviks, sem sé þess, að sonur tengdamömmu er úti í byl staddur; verður sorg móðurinnar og elgin- konunnar öllu öðru þyngri á metum út af því hvernig á stendur og allur missiklningur og smámunasemi hverfur úr hugum þeirra og þær sættast. Þetta er aleins tekið hér fram þeim les- endum til skýringar, sem hvorki hafa esið leikritið né séð leikinn. En svo skulu nú talin nöfn leikenda og viðbætt fáeinum orðum um leik þeirra. “Tengdamömmu”, Björgu ríku ekkjuna á Heiði, lék ungfrú Sella Johnson. Ekki var hún sýnd sem hin grimma tengda- móðir, er Bólu-Hjálmar minnist einhver- staðar á. Björg kom fyrir sem ráðsett, fastheldin, hyggin húsmóðir ,sem ekki ber tilfinningar sínar, þó ríkar séu, utan á sér. Hún er hetjan, sem af sér stendur hverja hríð og hvaða straum sem er, en áttar sig ekki á fyr en um síðir, að vægja verður fyrir straumi nýja tímans. Erfitt hlutverk að leika, en voru þó gerð þau skil, að Björg var hvarvetna hin tígulega hyggna og virðingarverða húsfreyja, er allir litu upp til. Á leik þessarar persónu veltur leikurinn mikið og vér efumst ekki um, að fyrir skilning á hlutverkinu, hafi hér mikið áunnist um vinsældir og heild- aráhrif leiksins. Ara, son Bjargar, lék Thor Fjeldsted, sæmilega vel. Þar er og um erfitt hlut- verk að ræða og þarf æfðan leikara að gera góð skil. Hann stendur í miðjum eldinum milli móður og konu, sem enginn er öf- undsverður af, ekki einu sinni á leiksviði. Konu hans, Ástu, nýju húsfreyjuna á Heiði, lék frú Hólmfríður Daníelsson og sýndi ágætan leikhæfileik, sem hún er og kunn orðin fyrir. Þuru, gamla vinnukonu, sýndi frú Þorbjörg Jónasson, einnig aðdá- anlega vel. Séra Guðmund, vitran og vellátinn sóknarprest, sem sóknarbörnin virtu, lék Magnús Sigurðsson. Magnús er ágætur leikari. Samtal hans og tengda- mömmu, var eitt af stóru atriðum leiks- ins. Tókst Magnúsi þar svo vel, að vér höfum aldrei á eins góðan prest hlýtt og hann. í hugum áheyrenda, erum vér viss- ir um, að hlutverk hans, eins og hann fór með það, jók til muna gildi sýningarinnar. Svein, vinnumann, lék Sigmundur Jó- hannsson. Hann hefir margt skemtilegt að segja og Sigmundur hélt því öllu vel til haga og kom áheyrendum oft í gott skap. Smærri hlutverk höfðu ýmsir fleiri, svo sem Sigurður Brandson, er lék Jón, gaml- an og myndarlegan vinnumann; ennfrem- ur lék Mrs. Finna Carscadden Rósu fóst- urdóttur Bjargar og kærustu Sveins; þá lék Mrs. Herdís Eiríkson Signýju, ná- grannakonu Heiðarfólksins. Allir þessir leikendur gerðu hlutverkum sínum, svo sem þau voru, góð skil. Þeir sem leikinn sóttu í Winnipeg, eru Árborgar-leikflokkinum þakklátir í huga fyrir komuna og skemtunina. Hina sem ekki sáu leikinn, verður bara að iðrast eftir það, að hafa slept tækifæri, að njóta skemt- unarinnar af að sjá góðan, vel sýndan leik. MENNINGARSTARF NAZISTA 1 AUSTURRIKI Brátt eftir að Hitler hafði hremt Aust- urríki, tóku ármenn hans og menningar- frömuðir að ryðja þjóðmenningu nazista þar braut. Hér á eftir fer ofurlítið sýnis- horn af starfi þeirra. Sunnudaginn 17, apríl, voru tékkneskir bændur í þorpinu Theben, sem liggur við Doná við landamæri Austurríkis, á leið til kirkju. Heyra þeir þá örvæntingaróp í fjarska, er yfirgnæfa klukknahljóminn. ópin bárust frá ánni. Þegar þeir hugðu betur að, sáu þeir hóp manna, er lét fyrir- berast á grýttum hólma í ánni. Er áin þarna bæði breið og straumþung. Leyndi sér ekki að mennirnir örvæntu um líf sitt. Innan lítils tíma hafði landvarnarbátur frá Tékkóslóvakíu klofið strauminn og bjargað þessum hrakningslýð, en það voru 50 gyðingar, óttaslegnir og illa til reika. Lögreglulið frá Berlin hafði verið sent inn í svonefnt Burgeuland-fylki, með skip- un upp á vasan um, að hreinsa þar til og reka alla burtu á 30 mílna svæði frá landamærunum, er ekki voru af ariskum kynstofni. Af þessu fólki var alt tekið, hús þess, peningar og jafnvel sparifötin. Um tvö þúsund Gyðingar urðu fyrir árás- inni í þessum landshluta; voru þeir sendir allslausir með flutningsvögnum til Vínar- borgar og skildir þar eftir á götum Gyð- ingahverfisins. En fimtíu Gyðingar höfðu verið fluttir á bátum út í áður nefndan hólma í ánni og voru látnir dúsa þar án fæðis og skæðis. Tékknesku björgunarmennirnir fluttu þá til Bratislava í Tékkóslóvakíu. Var hið bezta að þeim hlynt, en af ótta við að fréttir um ofgóðar móttökur gætu orðið til þess að beina landflótta-lýð braut til landsins, var með þá til lögreglu og fanga- húsa farið. Næsta dag kom skipun frá stjórninni í Prag (Tékkóslóvakíu) um að senda þá til Ungverjalands. En stjórnin þar sendi þá samstundis aftur til Austur- ríkis. Þar voru þeir aftur handteknir, nema 15 af þeim, er tókst að flýja inn í eyðiskóg út við landamæri Austurríkis. En lögreglan elti þá brátt uppi og flutti aftur út í eyðiskerið í ánni. Þar urðu þeir að láta fyrirberast í tvo daga. Varð þeim þá WINNIPEG, 11. MAÍ 1938 ■M ' ■ ■ ■■■ til bjargar, að gufubát frá Frakklandi bar þarna að, og flutti þá burtu, eflaust eftir skipun frá París. (Doná er frjáls til umferðar fyrir allar þjóðir). Meðan herlið safnaðr saman Gyðingunum innan fylkja Aust- urríkis, voru aðrir nazista fröm- uðir sendir til Vínarborgar í öðr- um erindum. Þeir áttu að leita í almennabókasafninu í Vín, sem hefir 1,200,000 bindi, að bók- um, sem óhollar væru til lesturs og eftir aðra en ariska höfunda væru, og brenna þær á báli! Á- • hugasamir nazistar hafa þegar útrýmt slíkum útgáfum í öllum bóksölubúðum Austurríkis. Á meðal margra höfund^, sem þannig hafa fallið í ónáð skal aðeins nefna þessa: Thomas Mann, sem er hreinn Aríi að vísu, en sterkur -andstæðingur nazista, Stefán Zweig, Sigmund F'reud og Vicki Baum. ÁRBÓK FERÐAFÉLAGS ÍSLANDS 1937. Austur-Skaftafellssýsla( Reykjavík, ísafoldar- prentsmiðja 1937. — 96 bls. Eins og að undanförnu hefir Árbók ferðafélagsins marghátt- aðan fróðleik að færa um héröð- in sem hún tekur til meðferðar, að þessu sinni Austur-Skafta- fellssýsluna. Eru kaflarnir um einstakar sveitir skrifaðar af kunnugum mönnum; séra Eirík- ur Helgason í Bjarnanesi skrif- ar um Öræfi, Mýrar og Nes, Steinþór Þórðarson bóndi að Hala, bróðir Þorbergs Þórðar- sonar, skrifar um Suðursveit- ina, en Sigurður bóndi Jónsson í Stafafelli (sonur hins ágæta fræðimanns séra Jóns Jónsson- ar) um Lón og fjallvegi þaðan, einkum hinn æfintýralega Norðl- ingaveg úr Lóni til Fljótsdals- héraðs. En Jón Eyþórsson hefir búið þessa þætti til prentunar og séð um útgáfu bókarinnar að öðru leyti. Myndir eru margar og sumar mjög girnilegar til fróð- leiks, en fegurst þykir mér titil- myndin af Hvanndalahnúki eft- ir Björn Amórsson. fsland er merkilegt marg- breytilegt land að útliti og nátt- úrufari, og má svo heita að hér- að hvert hafi nokkuð til síns' ágætis. Og að vísu er Austur- Skaftafellssýslan ekki eftirbát- ur annara landshluta um marg- breytni náttúrunnar og stór- kostlega náttúrufegurð. Það sem fyrst og fremst ein- kennir sýsluim eru jöklarnir og alt sem þeim fylgir. Hvergi á íslandi (og ekki í Evrópu held- ur) er jöklaríki meira en hér. Jökullian liggur að baki allri Jiygðinni og sendir jökultungur fram úr fjallaskörðum og dal- verpum. Mestur allra þessqra mörgu skriðjökla er Skeiðarár- jökull, flöt bunga sem venju- lega sýnir ferðalanginum aðeins gráa og gretta röndina, sem ligg- ur eins og veggur fram á Skeiðar ársand, sem er greið sex klukku- tíma reið enda í milli, eða rétt- ara sagt vatna í milli, því að vestan verða menn að riða Núps- vötn undan Lómagnúpi', en að austan Skeiðará, hina frægustu og torfærustu jökulsá landsins. Um þúsund ár hafa lands- menn þekt jökulinn af jökul- brúninni, af ánum sem hlaupa og flæða yfir allan sand að sögn sjöunda hvert ár. En þessi síð- asta (og versta?) kynslóð hefir lært að fljúga eins og Völundur, og því eigum við að þakka hina nýstárlegu ljósmynd af Skeiðar- árjökli, sandinum, Núpsvötnum og Lómagnúpi. Þetta himin- gnæfandi fjall lítur hér út eins og lítilsháttar klettarani, en austan við hann liggur Skeið- arárjökull líkastur axarblaði, að norðan áfast við óendanlega víð- áttu og flatneskju Vatnajökuls. Það má næstum því segja, að þessi eina mynd sé lærdómsrík- ari um lögun og eðli jökulsins en allar bækur og ritgerðir sem um hann hafa verið skrifaðar áður. Austan Skeiðarár taka við Ör- æfin, ein afskektasta og ein- kennilegasta sveit íslands. — Framundan hin haínliausla strönd Suðurlandsins, að baki öræfajökull, hæsta fjall á land- inu. Þó sýnist fjallið ekki hátt sem riðið er austur eða vestur úr öræfunum, en þvf lengjra sem riðið er austur eða vestur á bóginn, því ljósari verður manni hæð og tíguleikur fjalls- ins. Skeiðará rennur vestan Ör- æfa,en Jökulsá á Breiðamerkur- sandi’ austan og svo vendilega einangra þessar stórár landið milli sín, að þar kváðu hvorki finnast rottur né mýs, og til kattar er ekki gott í öræfum. En þar er enn ein af torf- kirkjum landsins í góðu standi, þar hlýddi eg messu á hvíta- sunnu 1924 og var kirkjan full af öræfingum. Austan Breiðamerkursands tekur við Suðursveitin, merki- leg um margt, þar var uppalin skáldkonan Torfhildur Hólm og þaðan er Þorbergur Þórðarson upp runninn. Þar fyrir austan taka við Nesin og Hornafjörðurinn, breið sveit og búsældarleg. Er annál- uð útsýn af Almannaskarði austan Hornafjarðar yfir sveit- ina og vestur um Suðursveit alt til öræfa; munu þeir engir gleyma þeirri sjón, er séð hafa hina breiðu grænu sveit, blik- andi vötnin og snjóhvítar jökul- tungur skriðjöklanna miili dökk- blárra fjalla. Þegar komið er austur í Lón eykst veldi fjallanna, undirlend- ið hverfur, en hnúkafjöll og dalir minna meir á landslag Austfjarða sem þá taka við. Fjöllin milli Lóns og Horna- fjarðar eru bæði einkennilega fögur og merkileg fyrir ýmsra hluta sakir, þar hefir fundist forn bergtegund, sem annars er lítið af á íslandi (gabbró) og þar hafa menn þótst finna málma í jörðu. Vant mun þó, hvort fyrr muni unnið gull úr grjóti þessara fjalla, eða hvort þau gefa af sér gull ferðamanna straumsins. — Hér er fjallparadís hin mesta fyrir menn, sem unna göngum og ferðalögum. Einkum er Norðlingavegur girnilegur til fróðleiks göngugörpum eða reið- mönnum og ætti hér áreiðanlega að verða eftirsótt ferðamanna- leið í framtíðinni. Segir Sigurður á Stafafelli greinilega frá þessari' leið auk þess sem frásögninni fylgja margar og skýrar myndir. — Rifjast upp fyrir mér, að eg heyrði Sigurð segja frá þessari sömu leið fyrir mörgum árum, er eg var strákur heima á Höskuldsstöðum í Breiðdal og hann gisti' hjá okkur ásamt föð- ur sínum séra Jóni, hinum á- gæta prestaöldungi og fræði- manni. f ár (1938) verður Ferðafé- lagið tíu ára gamalt. Langar félagið til að auka félagatölu sína úr 1500 upp í 2000 til þess að það verði svo vel stætt fjár- hagslega, að það geti árlega reist eitt sæluhús í óbygðum auk þess sem það heldur áfram að birta leiðarlýsingar og hér- aða í Árbókinni. Þeir sem kynnu að vilja ganga í félagið geta skrifað til Ferðafélags ís- lands, pósth. 545, Reykjavík. Fæstir Vestur-íslendingar munu hafa efni á að fara heim og nota sæluhúsin. En með Ferðabókina í höndum geta þeir haft það eins og Jónas Hall- grímsson: Að sitja kyrr á sama stað en samt að vera að ferðast. Stefán Einarsson Kaupið Heimskringlu Lesið Heimskringlu Borgið Heimskringlu

x

Heimskringla

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.