Heimskringla - 06.07.1938, Síða 4
4. SÍÐA
HEIMSKRINCLA
WINNIPEG, 6. JÚLÍ 1938
immimmiiHiiinniininiJiniiiiiiinniiiiimmmmimifflmnmnimninmnimnnnminnHnifflnmmmminnraHBiiiffliing
iftcimsknniila |
(StofnxUi 1888)
Kemur út i hverjum miBvikudegi.
Elgendur:
THE VIKING PRESS LTD.
853 og 8SS Sargent Avenue, Winnipeg
Talsimis 86 S37
Verð blaðslns er $3.00 irgangurinn borglst
ryrirfram. Allar borganlr sendlst:
THE VIKING PRESS LTD.
011 vlðskiíta bréí blaðinu aðlútandl sendlst: g
K-».ager THE VIKING PRESS LTD.
8S3 Sargent Ave., Winnipeg
Ritstjóri STEFÁN EINARSSON
Utanáskrift til ritstjórans:
EDITOR HEIMSKRINGLA
8S3 Sargent Ave., Winnipeg
“Heimskringla” ls published
and printed by
THE VIKING PRESS LTD.
8S3-8SS Sargent Avenue, Winnipeg Uan.
Teleptoone: 86 637
311111111111111111 WINNIPEG, 6. JÚLf 1938
ÞJÓÐHÁTÍÐARDAGUR CANADA
Um þjóðhátíðardag Canada (Dominioa
Day), sem var s. 1. föstudag, hefir nokkuð
verið skrifað í blöðunum sem að líkum
lætur. Eins og allir vita, er þjóðhátíðar-
dagurinn haldinn í minningu um samband
Austurríkja Canada 1867, sem vestur-fylk-
in sameinuðust síðar hvert af öðru. Það
er því ekki furða, þó áherzla væri lögð á
nauðsyn þjóðarinnar að vernda þetta sam-
band, í því sem skrifað var um daginn.
Enda var það rækilega gert.
En það sem frá voru sjónarmiði var
eftirtektavert við þau blaðaskrif öll, var
hve eindregið þau tóku í þann streng, að
sambandinu yrði aðeins með því borgið, að
réttur sambandsstjórnar væri í engu
skertur og fylkjunum bæri að beygja sig
undir úrskurð hennar á hverju sem gengi.
Töldu blöðin sambandinu einmitt nú meiri
hættu búna en nokkru sinni fyr, vegna
ráðríkis vissra fylkja, sérstaklega Alberta
og Quebec-fylkja; en Ontario átti heldur
ekki að vera laust við byltingar andann.
Önnur fylki voru eins og góðu börnin.
Þessi skilningur á ríkjasambandi Can-
ada, er vægast talað barnalegur, í augum
frjálshugsandi manna. Sambandið var
eflaust af fylkjunum myndað í fyrstu, sem
nokkurskonar sameiginlegt framkvæmda-
ráð þeirra, eða miðstjórn, en ekki sem
yfirstjórn með einræðisvaldi. Sambands-
stjórnin var sameiginlegur fulltrúi fylkj-
anna til framkvæmdar í utanríkismálum
aðallega en auðvitað einnig í vissum inn-
anlandsmálum. En að hún beiti neitunar-
valdi hvenær sem eitthvert fylki brýtur
upp á einhverju, sem önnur fylki þykjast
ekki hafa ástæðu til að taka upp, og hag
þeirra kemur ekkert við, er nokkuð, sem
varhugavert er. Þó það eigi að vera gert í
samræmi við bókstaf stjórnarskrár lands-
ins, ber það að athuga, að sá bókstafur er
nú að vera um 70 ára gamall, og að þar
hlýtur það að vera andi laganna, en ekki
bókstafurinn, sem nú verður stuðst við.
Að Canada þjóðin sjálf geti breytt laga-
stafnum eftir vild, er og skoðun Marino
H. Hannessonar, er nýlega hefir skrifað í
blaðið Winnipeg Tribune, greinar um
stjórnmál landsins og gert það skýrar og
gleggra, en menn hafa átt að venjast í
blaðagreinum. Er það góð bending um,
að svo hafi verið til ætlast, að bókstafur-
inn hafi verið skoðaður breytingum háður
eftir aldaranda og aldarhætti þjóðfélagsins.
Það segir sig einnig sjálft, að það setur
blett á virðingu þeirra manna, sem við
köllum “feður stjórnarskrár landsins”, að
skilja stjórnarskrána öðru vísi, og þjóðin
í heild sinni mun aldrei gera það af því að
hún skilur betur en Ottawa-fulltrúar henn-
ar anda þessara þjóðfrömuða sinna.
Þetta er alt saman þeim mun athyglis-
verðara, sem það er nú áþreifanlegra en
fyr, að stjómir eru alls staðar að seilast í
meiri og meiri völd. Þetta er svo auðsætt,
að það má heita eitt af táknum tímanna
og King-stjórnin í Ottawa siglir beint í
það kjölfarið. Hjá henni sýnir þetta sig í
því, að flest eða alt sem hún hefir gert
síðan hún komst til valda, er að treysta
sig sem bezt stjórnarsessinum, en um hag
þjóðarinnar má fara sem vill fyrir henni.
Hún hefir sent heila hersveit matlystugra
flokksmanna sinna, sem nefndir, út um
alt land, til þes að rannsaka hvað hægt sé
að gera til umbóta hag alþýðu, en þær
nefndir komast oftast að þeirri niður-
stöðu, að alt sé bezt sem er, þ. e. að ekk-
ert sé gert, og það hefir stjórnin sér til
afsökunar. Og atvinnuleysi og dýrtíð vex
í landinu, en minkar ekki.
Það sem að þrosksögu Canada lýtur, á
alt upptök hjá fylkisstjórnum landsins.
Alt sem Canada-stjóm hefir gert síðustu
árin, er að reyna að vera þröskuldur í vegi
þeirra framfara. Hún hefir tekið sér það
vald að kveða umbótatilraunir fylkjanna
niður, sem hún sjáanlega hefir engan lýð-
ræðislegan rétt til, þegar réttur skilningur
er lagður í landslögin. Fylkin hafa aldrei
afsalað sér þeim rétti. Og lýðræðið eða
vilji alþýðu kemur hvergi betur fram en í
fylkjunum. Eigi hann engan rétt á sér, er
miklu nær að hampa hér lýðræði minna en
gert er og gleyma vesturheimska frelsinu.
Á fyrri árum okkar í þessu landi laut
efni ræðanna og greinanna sem þennan dag
voru fluttar og skrifaðar að mannréttinda-
og frelsis hugsjónum. Nú eru þær um
konungsríkið Canada, einræði og fasisma.
Hvað alt breytist.
Við læknadeild háskólans í Toronto,
Ont., hafa tveir læknar, D. W. R. Franks
og Dr. H. J. Creech gert kunnar. tilraunir,
sem þeir hafa verið að gera, til þess að
lækna krabba með bólusetningu eða í-
spýtu (vaccine). Þeir hafa fundið ráð til
að deyfa vist efni í líkama mannsins (di-
benzanthracene) og sem úr koltöru mynd-
ast, sem hefir feikna mikil áhrif á myndun
krabba. Þeir hafa gert tilraunir á dýrum,
sem hafa hepnast vel. En þeir segja þó
að tilraunir verði enn nokkrar að gera,
áður en byrjað verið á að lækna menn.
EIGIXKOM R OG KAUP
f blaði frá Toronto, birtist nýlega grein
sú er hér fer á eftir:
“Háskóla ungfrú ein og kennari í hag-
vísindum við mestu mentastofnun þessarar
borgar, skrifar nýlega grein um það í eitt
blað bæjarins, að eiginkonur svona upp og
ofan séu metnar skör legra en hvert annað
verkafólk af eiginmönnum þeirra. Þær
standi sveittar við heimilisverkin frá
morgni til kvölds, en fái aldrei grænan
skilding fyrir verk sitt, nema hvað fáum
af þeim hepnist stöku sinnum að toga
nokkra skildinga út úr nirflunum, sem
þær eru giftar. Mælir ungfrúin afdráttar-
laust með því að lög séu samin, er áskilji
eiginkonum kaup fyrir verk sín, sem öllum
öðrum.
Það væri nú í sjálfu sér gott og blessað
að geta orðið við þessu, en vér efumst um,
að hin hagsýna ungfrú sé nægilega kunnug
málinu sem hún ritar um. Hún virðist
fávís um það, að það eru til þúsundir eig-
inmanna, sem virða konur sínar og meta
ofar öllum öðrum. Vér ætlum það eigi
ósannara um eiginmenn í Canada, en hvar
annar staðar sem er, að aðal-áhugaefni
þeirra sé heimilið og fjölskyldan og þeir
meti hið mikla starf sem verðugt er, sem
eiginkonan innir af hendi í þágu hvort-
tveggja og meira að segja viti og viður-
kenni að velferð heimilisins og fjölskyld-
unnar hvíli þungt á herðum eiginkonunn.
ar. En við eiginmenn vinnum einnig og
höfum áhyggjur. Vinnulaun vor eru fáum
af oss greidd fyrir ekki neitt. Hjónin
vinna því hvort sem annað að þessu aðal
velferðarmáli sínu jafnt og eins og unt er,
og það er eins og það á að vera, eða eins og
vér hugsum okkur ákjósanlegt (ideal)
hjónaband.
Vér viljum einnig fræða ungfrúna á því,
af því henni virðist ókunnugt um það, að
eiginkonum er yfirleitt í þessu landi greitt
kaup — kaup eiginmanna sinna!”—Þýtt.
Tveir sálarfræðingar frá háskólanum í
Chicago, er Dr. Nathaniel Kleitman og
Bruce Richardson heita, hafa verið að
brjóta heilann um hvort þreyta eða svefn
væri annað en ávani eða menn legðust til
hvíldar um nætur af öðru en því að myrkv-
aði og af því að þeir væru því orðnir svo
vanir. Til þess að reyna að komast að
þessu, lögðu þeir fyrir skömmu af stað og
skildu úrin sín eftir heima, til Mammuth-
hellisins í Kentucky og byrjuðu þar að
lifa “tímalausu lífi”. Þeir fóru einn fjórða
ur mílu inn í hellirninn frá dyrunum og
eru 119 fet niður í jörðinni. Hitinn er þar
54 stig og er ávalt jafn. Fyrsta skýrslan
frá þeim, eftir að þeir höfðu verið eina
viku í hellinum, var sú, að þá fýsti enn
að leggja sig út af þegar myrkvaði uppi á
jörðinni, en væru bezt vakandi þegar dag-
ur væri þar. En þeir eru ekki ennþá vissir
um að þetta stafi af öðru en vana og ætla
að hafast þarna lengur við.
ÞINGINU í OTTAWA SLITIÐ
Sambandsþingi Canada var slitið s. 1.
föstudag. Þó það megi eitt með lengstu
þingum telja, er gert ráð fyrir að það
komi aftur saman í byrjun vetrar, en
fresti því ekki fram yfir nýár eins og
venja hefir verið.
Það sem þing þetta verður minnisstæð-
ast fyrir, er hve fáum af helztu málum sín-
um það kom í framkvæmd. Að þessu
kveður svo ramt, að fregnritar tala um
það sem látalætis-þingið eða vonbrigðanna
þing.
Stærstu vonbrigðin eru ef til vill þau, að
tilraunir um að gera nýja viðskiftasamn-
inga við Bandaríkin og Bretland drógust
úr hömlu í bráð, ef ekki í lengd.
Annað sem kjósendum í Vesturfylkjun-
um eru vonbrigði, er að tollar voru ekki
lækkaðir. King lofaði í kosningunum
1935 að rjúfa skarð í þann garð og lækka
með því verð á akuryrkjuverkfærum. En
tollarnir eru þeir sömu og áður og búnað-
aráhöldin hafa drjúgum hækkað í verði.
Stjórnin afsakaði sig með þeim orðum “að
það væri ekki hægt að gefa í dag og gera
hagstæðan samning á morgun.” En úr
morgundagsloforðum hennar munu nú
fáir mikið leggja.
Þess hefir verið getið nokkrum stjórn-
arsinnum til hróss, að þeir andmæltu
mörgu, er stjórnin var fylgjandi og lá við
sjálft, að þeir yrðu reknir úr flokki henn-
ar. Má á meðal þeirra nefna Dr. Fleming
frá Humboldt, H. Leader frá Portage La
Prairie, G. G. McGeer frá Vancouver,
Motherwell og J. T. Thorson. Þetta er
nú gott og blessað. En þó fóru nú leikar
svo, að þegar atkvæði var greitt um lækk-
un tolla voru allir þessir menn með stjórn-
inni, nema Mr. Leader. Þar sem þingmenn
þessir eru allir úr vestur fylkjum landsins,
sem á móti hátollastefnunni eru, hefir
margur kjósandi hlotið að verða fyrir von-
brigðum í þessu efni. Mr. McGeer gagn-
rýndi svikalaust stefnu stjórnarinnar eigi
að síður í peningamálum og kom sér hjá
því að greiða stjórninni þar atkvæði með
því að ganga af þingi. Mr. Motherwell
gagnrýndi einnig athafnir stjórnarinnar
í hveitimálinu, en að öðru leyti virtist hann
í sátt og friði við stjórnina. Hversu ein
lægir sem þingmenn þessir hafa verið í að-
finningum sínum, ber framkoma þeirra
eigi síður á sér látalætisblæ.
Ontario urðu það vonbrigði að fá ekki
að selja raforku til Bandaríkjanna. Enn-
fremur var öllum þeim sem atvinnumálin
bera fyrir brjósti, eigi síður en bændum
vesturlandsins vonbrigði að því, að tilboði
Roosevelts forseta var hafnað um að hefj-
ast handa á dýpkun St. Lawrence-fljótsins.
Kaupin á Canada-banka mega hjeita
mesta afreksverk þingsins, þó hitt sé vafa-
mál hve mikilsverð þau eru.
Af sameiningu eða samvinnu járn-
brautafélaganna varð ekkert, enda mun
þjóðin ekki sjá eftir því. Það er ósklijan-
legt hvernig hægt er þar að spara fé svo
að nokkru nemi, nema að leggja niður
störf á ýmsum stöðum og viðurkenna, að
afturför í staðinn fyrir framför, sé fyrir
stafni í þjóðlífi þessa lands.
Skýrslur þriggja konunglegu nefndanna
sem hafa verið starfandi síðan Kingstjórn-
in kom til valda, voru lagðar fram í þing-
inu. Við Turgeon-skýrsluna um hveiti-
söluna var ekkert gert. Ennfremur var
lögð á hilluna skýrsla frá nefndinni, sem
var að rannsaka gróða ullarverksmiðj-
anna. Var þó mikið veður út af skýrslu
þeirri gert. En stjórnin hummaði fram
af sér af einhverjum ástæðum, að hefjast
framkvæmda á nokkrum umbótum í því
efni. Eina skýrslan sem stjórnin tók al-
varlega, var skýrsla frá nefndinni sem
rannsakaði stjórn og eftirlit fangahúsa og
vildi reka Ormond, yfirmann fangelsá
landsins, en kjósa þriggja manna stjórn
í hans stað. En efrideild feldi þetta
frumvarp stjórnarinnar.
Frá öðrum 50 nefndum eða svo sem eru
að starfa að viðreisn og velmegun lands
og þjóðar hafa eflaust skýrslur borist
stjórninni, en á þinginu var ekkert um
þær fjallað.
Þingnefnd, sem skipuð var til þess að
rannsaka hvort egum nema libarölum
væri gefið tækifæri til að ná í nokkurt
starf, er stjórnin hefði með höndum, lagði
fram skýrslu í þinginu. En skýrslan bar
svo eindregið vott um að aðrir hefðu þar
lítið tækifæri, að hún var óðara lögð á hill-
una.
Á þinginu var ósköpin öll talað. Um
atvinnuleysismálið var þráttað svo vikum
skifti. En stjórnin sat við sinn keip um að
þar væri ekkert fyrir hana að
gera.
Um peningmálin var einnig
mikið rætt. Lögðu social credit-
sinnar mest til þeirra og vildu
að King stæði við það sem hann
lofaði í ksningunum 1935 í
Saskatoon um að takmarka vald
auðkýfinga í þeim málum en lofa
þjóðinni að ráða einhverju um
hvernig peningaforðanum yrði
varið. En King hafði þar skift
um skoðun og áleit peningamálin
bezt komin í höndum þeirra er
nú hefðu þau.
Til umræðanna á þinginu seg-
ir hinn nafnkunni þingfréttarit-
ari Charles Bishop, að R. B.
Bennett hafi lagt lang veiga-
mestan skerf. Hann hafi ekki
einungis oft haldið einn uppi
svörum stjórnarandstæðinga,
heldur hafi hann einnig talað
lengi út í þau mál, er hann var
sammála stjórninni um og á því
hafi ávalt verið eitthvað að
græða.
Af einstaklingsfrumvörpum
var nokkuð samþykt, en svo
virðist sem það sé að verða sí-
felt erfiðara, að fá þau tekin til
greina.
Málið um húsabyggingar í
bæjum kom of seint fyrir þingið
til þess að nokkuð yrði úr fram-
kvæmdum í því á þessu ári. Ef
betur tekst til en áhorfist með
það mál, er ekki óhugsanlegt að
einhver skriður komist á það á
næsta ári.
SR. JóN SVEINSSON S. J.
kaþólski sem dvalið hefir um
árlangt í Tokíó, Japan, lagði á
stað með japönsku línuskipi —
Terukimi Maru — frá Kobe 18.
marz s. 1. áleiðis til London, en
nokkru þar áður ferðaðist hann
með rektor “Sophia” háskólans í
Tokíó til nokkurra stórborga í
Japan — Yokohama, Kyoto,
Osaka, Nara, Nagoya og Kobe,
og flutti fyrirlestra í þeim öllum
og var alstaðar mæta vel tekið.
Síðustu dagana í Japan dvaldi
hann á heimili þeirra hjóna séra
Ovtavíusar Thorlákssonar og
frúar hans í Kobe, sem hafa
verið honum hjálpleg og alúðleg
á allan hátt. Séra Octavíus hef-
ir söfnuð og fagra og myndar-
lega kirkju í Kobe þar sem hann
er nú búsettur og nýtur mikilla
vinsælda — eins og flestum er
kunnugt hefir hann verið boð-
beri kristindóms í Japan á veg-
um Ev. lút. kirkjfél. ísl. í Vest-
urheimi, með góðum árangri.
Fyrsti áfangi skipsins sem Jón
fór með var Shanghai. Þar fór
séra Jón í land og flutti 2 fyrir-
lestra á háskóla (“Aurore”) sem
franskir Jesúítar stofnuðu og
starfrækja, — annar fyrirl. fyr-
ir kennurum, hinn fyrir nemend-
um.
Næsti viðkomustaður var
Hong Kong, en á leiðinni þangað
varð sr. Jón hastarlega veikur
og gat skipslæknirinn ekkert við
það ráðið. í Hong Kong komu
I um borð 2 franskar nunnur er
voru á leið til heimalandsins;
var önnur þeirra hjúkrunarkona
og tók hún að sér að lækna Jón,
keypti hún meðul og stundaði
hann með svo góðum árangri að
hann hrestist brátt og varð al-
bata. Þegar til Marselju (Mar-
seilles) kom fór hann í land og
flutti fyrirlestra.
Til London kom hann 27. apríl
j og tóku Jesúítar þar við honum
fegins hendi og settist hann að í
stórhýsi er þeir eiga að 114
\ Mount St., og segir hann að sér
líði þar mjög vel.
í London heimsótti hann ung
kona svensk, sem er læknir og
heitir dr. Kornerup. Var hún
einkar vingjarnleg við hann —
ók með hann um borgina í bíl
sínum til að sýna honum merka
staði og söfn, en það sem gladdi
Jón mest var það að þessi ágæt-
iskona Dr. Kornerup, hefir á-
kveðið að gefa íslandi 30,000
pund sterling til spítala bygg-
ingar á Akureyri og nunnu
klausturs í Reykjavík.
Father Balland, sem er yfir-
maður Jesúíta á England, ferð-
aðist með séra Jóni til Heythrop,
sem er nálægt Oxford — þar
nokkur hundruð Jesúítar við
nám á stórri mentastofnun. Eru
þeir af ýmsum þjóðum, nokkrir
Japanir, en flestir enskir. Þar
flutti séra Jón fyrirlestra. —
Nokkru síðar fór hann flugleið
til Parísar og dvaldi þar viku og
flutti fyrirlestra; svo til London
aftur sömu leið. Bækur hans
seljast með afbrigðum )vel á
Frakklandi.
Sennilega er gamli maðurinn
enn í London en naumast mun
hann lengi una kyrstöðu.
F. S.
BRÉ F
Anacortis, Wash.,
26. júní, 1938
Stefán Einarsson,
Kæri vinur:
Meðfylgjandi kvæði vildi eg
biðja þig að taka í blað þitt,
með þeirri ósk, að kynni nokkur
að vita um hver höfundur þess
var, um fyrirsögn á því, og hvar
það hefir verið prentað, vildi sá
hin sami gera svo vel að senda
slíkar upplýsingar tii Kringlu.
Guðrún Salomon segist hafa lært
það ung — úr bók eða blaði að
hana minnir — fremur en eftir
minni einhvers. En man það
ekki með neinni vissu. Mér og
fleira eldra fólki finst við kann-
ast við það. En svo nær ekki
fróðleikur sá lengra. Mér finst
það gæti verið eftir Kristján
Jónsson. En í bók þeirri sem
eg á eftir hann, er það ekki.
Treysti Hkr. til að greiða þessa
flækju.
M. J. Benedictson
Skammvinn gleði, vinagengið
valt
Veröld tálfull, hjarta lostið y
sárum
Það er maður, aflafé þitt alt
Unz þú verður herfang dauðans
bárum
Til hvers ertu að elta tóman
Skugga?
Eg hef’ viljað vizkufjalli ná
Vonarstjarna lýsti brautu mína,
Þegar guðdómsgeisla fyrir brá
Gremja jarðar hélt eg mundi
dvína.
Það var draumsjón, duftið batt
minn anda.
Eg hef’ reikað út í grænum lund
Unaðs leitað, fundið beiskju tára,
Glaðst að hitta góðra vina fund
Gjöld mín urðu, upptök margra
sára
Vanþökk, spott og vesæll
draumaleikur.
Eg hef’ viljað viðkvæm fella tár
Vin þann finna, mitt er skildi
hjarta,
Það ei alt er gull sem fagurt gljár
Gremju þrunginn hlaut eg brátt
að kvarta,
—Klakaheimur kuldaglott mér
sendir.
Höfnin nálgast, hjarta, vertu
rótt,
Húmið eyðist, bráðum ljómar
dagur.
Horfin ertu höfga vetrar nótt
Himin Guðs mér skin svo unaðs-
fagur,
Þorna tárin, þagnar sérhver
stuna.
Eftir minni Guðrúnar And-
résdóttur Salomon, frá Kirkju-
hvammi á Vatnsnesi, Húnavatns-
sýslu, nú á Point Roberts, Wash.
Tízkukona er ekki lengur én
55 mínútur að klæða sig sam-
kvæmt síðustu tízku. En hún er
klukkutíma að hugsa sig um það,
í hvaða kjól hún eigi að fara.
* * *
Eitt sinn var stofnað félag
austur á Fjröðum. f lögum fé-
lagsins stóð m. a., að tilgangur
félagsins væri sá að bræða lifur
félagsmanna.—Alþbl.