Heimskringla


Heimskringla - 06.07.1938, Qupperneq 5

Heimskringla - 06.07.1938, Qupperneq 5
WINNIPEG, 6. JÚLÍ 1938 HEIMSKRINCLA 5. SfÐA PEARL PÁLMASON FRÁ WINNIPEG Hér hefir dvalið undanfarnar vikur ungfrú Pearl Pálmason frá Winnipeg. Er hún dóttir frú Gróu Sveinsdóttur frá Kletti í Borgarfirði og Sveins Pálmason- ar, Sigurðssonar fyrrum bónda á Ysta-Gili. Ungfrú Pearl Pálmason byrj- aði 9 ára gömul að læra fiðluleik hjá bróður sínum Pálma Pálma- syni og gekk síðan í þrjú ár á tónlistarskóla í Toronto, sem er einn stærsti tónlistarksólinn í Canada. Síðastliðið ár hefir hún dvalið í Lundúnaborg og stundað nám hjá hinum þekta fiðluleik- ara og kennara, Carl Fletsch. — Þykir hún mjög efnilegur nem- andi og hefir fengið mjög lof- samlega dóma þau skifti, sem hún hefir haldið hljómleika. En opinberlega lék hún fyrst á fiðlu er hún var 11 ára gömul. Nú er ungfrú Pálmason aðeins 22 ára, en er þegar mikið lista- mannsefni. Um leið og hún dvel- ur hér í heimsókn hjá ættingj- um sínum, og kemur hingað í kynnisför, til þess að sjá landið, fá Reykvíkingar kost á að heyra hana leika á fiðlu. Mun hún halda hér hljómleika þ. 15. júní n.k., ásamt Árna Kristjánssyni píanóleikara, en hljómleikarnir eru á vegum Tónlistarfélagsinfc. í samtali við Morgunblaðið í gær sagðist ungfrú Pálmason mundu dvelja hér þangað til í haust og ferðast eitthvað um landið síðar í sumar. Héðan fer hún aftur til Lundúnaborgar og heldur áfram námi. Er í ráði, að hún haldi þar hljómleika að ári. —Mbl. 11. júní. HÖFUM VÉR FAST LAND UNDIR FóTUM? Mörgum kann að virðast þetta kynleg spurning. En þó er því í fullri alvöru haldið fram af mörgum jarðfræðingum, að heil- ar heimsálfur séu beinlínis á “flakki” um yfirborð jarðarinn- ar. Samkvæmt því er álitið, að eitt sinn hafði Ameríka, Evrópa og Afríka verið heillegt land- flæmi, en svo hafi það brostið í sundur, Ajneríka gliðnað frá vestur á bóginn og Atlantshafið lagst á milli skaranna. Ef vel er að góð, á landabréfi, er sem austurströnd Ameríku sé klipt eftir vesturströnd Evrópu og Afríku. Þessi hugmynd um landflutn- ing er kend við hinn hugmynda- ríka þýzka vísindamenn, Alfred Wegener, sem úti varð á Græn- landsjökli veturinn 1930. Honum auðnaðist ekki að sanna þessa hugmynd til fulls, enda getur reynslan ein skorið þar úr. M. ö. o.: Er nokkurs staðar hægt að sanna það með mælingum, að fjarlægð breytist milli landa eða er hægt að finna þess dæmi að jarðskorpan geti tognað og teygst án þess að bresta. Það hafa verið gerðar ná- kvæmar staðarákvarðanir á ís- landi, Grænlandi og Ameríku síð- ustu tvo áratugi, til þessa að prófa, hvort afstaða þessara landa breytist. Það hefir ekki tekist að finna merki þess, enn sem komið er. Með Dr. AJexandrine komu hingað til lands í fyrradag 6 vís- indamenn, 5 þýzkir og einn ís- lenzkur. Þeir ætla að gera rann- sóknir norður í Þingeyjarsýslu í sumar og miða störf þeirra að því að prófa Wegeners-kenning- una — en með nokkuð öðrum hætti en gert hefir verið hingað til. Þeir velja sem rannsóknar- svæði móbergsspilduna milli Vaðlaheiðar og Grímsstaða á Fjöllum. Vestan að þessari spildu standa forn blágrýtisfjöll og- við Grímsstaði á Fjöllum standa fornir blágrýtishryggir UPP úr móberginu. Á þessari spildu hafa þykk lög af nýjum hraunum og móbergi lagst ofan á blágrýtið. Þar hafa mörg gos orðið á síðari öldum og margar gapandi gjár og sprungur eru þar sýnilegar. Nú kemur spurn- ingin. Er þessi spilda föst, eða er hún á órahægri sígandi hreyf- ingu? Og verða eldgosin í sam- bandi við hreyfinguna? — Getur það hugsast, að þessi nýju hraun og móbergsmyndanir þrýsti svo á blágrýtishelluna, sem undir liggur að hún gliðni eða fljóti svolítið út til hliðanna? Af- leiðingin af því myndi verða sú, að Vaðlaheiði og blágrýtishnúk- arnir hjá Grímsstöðum fjarlægð- ust hvort annað. Þessvegna hugsa hinir þýzku vísindamenn sér að mæla hárnákvæmt fjar- lægðina þarna á milli eins og hún er nú. Þeir bera það svo saman við mælingar sem þarna voru gerðar fyrir 30 árum af herforingjaráðinu. Og svo er ætlast til, að mælingarnar verði endurteknar á t. d. 10 ára fresti. Foringi leiðangursins, prófess- or Niemczyk, bauð fréttariturum blaðanna og ríkisútvarpsins til viðtals kl. 4 í fyrradag og skýrði þessi viðfangsefni fyrir þeim. — Auk þess verða gerðar mæling- ar á þyngdarafli jarðarinnar víða norðanlands, en slíkar mæl- ingar hafa aldrei verið gerðar hér á landi áður. Er þar mikið verkefni fyrir hendi sem getur gefið stórmerkar bendingar um myndun landsins og bergfræði þess. í förinni tekur þátt þektur þýzkur eldfjallafræðingur, próf. Bernauer og verður Tómas Tryggvason jarðfræðingur, ætt- aður úr Bárðardal, honum til að- stoðar._ Prófessor Niemczyk tók það fram, að fregn, sem borist hefði hingað frá Kaupmannahöfn þess efnis, að einhver leynd hvíldi yfir fyrirætlun þeirra félaga, væri algerlega á misskilningi bygð Hann hefði aðeins verið ófús að láta mikið yfir fyrirætl- unum, áður en séð væri hvernig tækist að framkvæma þær. M. a. gæti óhagstætt veður gert hinar nákvæmu landmælingar ó- framkvæmanlegar. —N. Dbl. 15. júní. E I K I N Hin frjóvga eik hún óx svo skjótt Frá æsku fyrsta skeiði, Við lífskjör ýms með orku og þrótt f ungri rót og meiði. Því sólin kysti hana heit Og hýrum geislum skrýddi, Svo frjáls og tign í frjógvum reit Hún foldar svæði prýddi. f dýrð og hreinleik dafnar þar Með dýrsta lífsins gildi, Frá jörðu göfgar greinar bar Sem grípa himin vildi. Og þannig æfin langa leið í ljósi, stormi og kulda, Frá rótum skaut hún meið af meið Með meginstyrkinn dulda. Og út frá sér um víðan veg Hún vegsemd bar og heiður Svo traust og rík og tíguleg Og trúr hver álmur breiður. Og þannig eikin óx og var Sem ímynd styrks og friðar, Er einskisvirðir aldarfar En áfram hærra miðar. En afturfararskeiðið skjótt Þá skilmálana þylur, Að líði að hin langa nótt Og loka fellibylur. Því þar sem áður eikin bar Sinn ávöxt lífs til handa, Hin unga kynslóð er nú þar Og eikur nýjar standa. En það sem fremstu fullnun nær Og fegrar lífsins vegi, Það glatast ei, en framhald fær Að fjærsta lokadegi. M. Ingimarsson B R É F j Þá töluðu þeir próf. Ágúst H. ------- ' Bjarnason og Ásm. P. Jóhanns- Árborg, Man., son, en þjóðsöngvar íslands og 4. júlí 1938 Danmerkur voru sungnir. Mr. S. Einarsson, J Að loknu borðhaldi var dans Kæri herra: j stiginn fram eftir nóttu. Viltu geta þess í Heimskringlu —Vísir, 11. júní. þessa viku að iðnaðarsýningin sé 9 * * haldin laugardaginn 9. júlí og sé Eystrasalt sem hitageymir sérstaklega vandað til hennar Sænskur vísindaleiðangur hef- þetta ár og ættu því bændur og ir fyrir skömmu varpað ljósi yfir konur þeirra að styðja að því að vandamál, sem bæði vísindamenn gera hana sem bezta með því að og leikmenn hafa fengist við ár- koma með skepnur sínar, bakn- um saman. En þetta er hvers- inga og hannyrðir. Til skemtana' vegná haustið er mildara við verður hlaup fyrir börnin, “Steel strendur Eystrasalts, bæði í Dan- chair ride” og fl. J mörku og Noregi, en öðrum Dans verður í Árborg Hall, landshultum. föstudaginn 15. júlí. Spilar Geys-! Eitt sinn hneigðust menn að ir orchestra bæði modern og old þeirri skoðun, að hlýir straum- timers. málefni. Komið og styðjið gott Vinsamlegast, Andrea Johnson í SL AN DS-FRÉTTIR nu a- S jómannadag urinn Sjómannastéttin hefir kveðið að gera fyrsta sunnudag í júnímánuði ár hvert að hátíðis- degi sínum og nefna daginn sjó- mannadag. Efndu sjómenn til mikilla hátíðahalda hér á annan hvítasunnudag, og er það allra mál, er viðstaddir voru, að alt sem fram fór, hafi tekist prýði- lega. Fylktu sjómenn liði við Stýrimannaskólann og gengu í fylkingu upp að Leifsstyttu. — Hafði þar verið afmarkað svæði og pöllum komið fyrir svo alt ■?æti farið sem skipulegast oer bezt fram. Nokkuð á annað þús- und sjómenn munu hafa tekið þátt í göngunni, en uppi við Leifsstyttu er talið að hafi verið um 10 þúsundir manna. Að há- tíðahöldunum loknum við Leifs- styttuna var haldið niður að höfn og fór þar fram kappróður, stakkasund o. fl. og síðar á íþróttavellinum, reipdráttur og knattspyrna. Um kvöldið var veizla á “Borginni”, og var ræðuhöldunum og veizluglaumn- um útvarpað. Var dagur þessi sjómönnum til sóma, og mun aldrei hafa sést á götum Reykjavíkur jafnstór og prúð fylking sem sjómann- anna, og tekst þeim vonandi að setja upp svip sinn á bæinn í framtíðinni á sjómannadaginn jafnvel og glæsilega og í þetta fyrsta sinni, sem sjómannadag- ur var haldin.—Alþbl. 13. júní. * * * Eldur í Vatnajökli. Jóhannes Áskelsson jarðfræð- ingur er nú kominn úr leiðangri sínum austur á Vatnajökul. — Telur hann fullsannað að elds- umbrot hafi átt sér stað í jökl- inum. Hefir um 30 ferkílómetra jökulspilda sigið niður um 100— 200 metra í norðvesturhorni Grímsvatnadals. En ekki sáust nein merki, þess, að gosið hefði náð yfirborði jökulsins. Má því telja víst að Skeiðarárhlaupin standi í sambandi við eldsumbrot þessi í jöklinum—Alþbl. 13. júní. * * * Reumertshjónin sæmd heiðursmerkjum í samsæti því, sem haldið var í gærkveldi til heiðurs Reumerts- hjónunum, tilkynti atvinnumála- ráðherra, Skúli Guðmundsson, er hélt ræðu fyrir hönd ríkis- stjórnarinnar, að konungur hefði samkvæmt tillögu orðunefndar, sæmt Poul Reumert stórriddara- krossi Fálkaorðunnar með stjörnu og frú Önnu Borg-Reu- mert stóriddarakrossi Fálkaorð- unnar. Ragnar Kvaran stýrði samsætinu og ávarpaði heiðurs- gestina sérstaklega og þakkaði þeim hingaðkomuna og starf þeirra fyrir íslenzka leiklist. — Sigurður Nordal prófessor mælti fyrir minni frú Reumert og kvenþj óðarinnar, en Poul Reu- mert þakkaði góðar móttökur og góða viðkynningu við íslendinga. Frú Anna Borg-Reumert lýsti á nægju sinni yfir að koma hing að heim til ættlands síns og bernskustöðva. ar eða uppsprettur í djúpinu mundu hér ráða. Þetta er þó alls ekki ástæðan. Sænsku vísinda- mennirnir fræða oss nú á því að þetta stafi einungis af því, að Eystrasalt endurveiti oss hita sólargeislanna. Eystrasalt er því hitageymir fyrir landshluta þá er að því liggja. Eftir því sem vísindamennirn- ir segja, þá móttekur hver fer- metaer af yfirborði Eystrasalts hvern sumardag sólarhita sem svarar til hitamagns í 40—50 kg. af steinkolum. Þegar haustið kemur og loftslagið kólnar, þá miðlar Eystrasalt smátt og smátt sínum geymda sólarhita og gerir þannig mildari og hlýrri í sínu um- hverfi, en hún er nokkursstaðar annars staðar á sömu breiddar- gráðum.—N. Dbl. verðfræðingar. Og sumar þeirra geta gert skellihurðir, sem eru á reglulegum hjörum. En skordýrin hafa ekki heldur komist hjá ýmsum löstum, sem kunnir eru úr mannlífinu. — Drykkjuskapur þekkist t. d.. meðal þeirra. í^ávöxtum, semj falla af trjánum niður í skóg- j svörðinn, myndast sundum á- fengisgerð. Fflðrildi ^og míl- flugur þekkja, að hægt er að “fara á fyllirí” með því að éta af ávöxtum þessum. Menn hafa rannsákað þetta nákvænfjega, og séð að skordýr eru afar sólg- in í þessa ávexti. Býflugur taka sér mjög í staupinu þarna og verða þá herskáar eins og drykkjusvolar, ráðast á öll kvik- indi, sem þær geta átt von á að ráða við. • Murarnir hafa, sem kunnugt er, skipulagðasta félagsstarfsemi að meðtöldum tremítum, sem eru skyldir maurunum. Meðal býflugnanna eru “drotningar”,’ sem í bókstaflegri merkingu eru mæður þjóðar sinnar. Meðal mauranna eru það konungur og drotning, þó drotningin sé þar mestu ráðandi. Samfélagi mauranna er skift í stéttir. Sumir eru varðmenn, og gæta mauraþúfunnar. Þeir hafa mikinn bitkjaft, og eru því á mauravísu ægilegir viðureign- veðuráttuna' ar. Stundum fara maurar þessir beinlínis í herleiðangra, til ann- ara mauraþúfna. Ganga þeir þá í skipulegum fylkingum. Ráðast þeir með kænsku á maurafélög, sem eru minni máttar, um- kringja þúfur þeirra, leggja í skæðar orustur og brjóta alla mótstöðu á bak aftur, leggja þúf- Vísindamenn, er hafa sökt sér j una undir sig, ræna þar öllu “fé- í. að rannsaka líf og eiginleika maetu”, eggjum og matföngum, og hafa heim með sér. Með her- deildunum er burðarlið, sem hef- ir það hlutverk að bera her- fangið heim. Fullkomin verkaskifting er meðal vinnu-mauranna. Sér- stakir maurar annast alla þjón- 1 ustu konungshjónanna, aðrir hafa á hendi viðhald og endur- bætur allra “húsakynna” o. s. frv. Það er alkunnugt, að maurarn- ir hafa blaðlýs sem húsdýr sín. En síður er það kunnugt, að í skógum Brazilíu eru maurar, sem eru slungnir í garðrækt. Menn tóku eftir því í skógun- um, að maurar skriðu upp eftir trjánum og út á blöðin. Skáru þeir u-myndaða skurði í gegnum blöðin, svo þar myndaðist lítil tunga og rifu síðan þenna litla bleðil lausan og skriðu með hann niður eftir trénu, niður í holur sínar. Lengi vel vissu menn ekkert hvað þeir höfðu með blaðaflipa þessa að gera. En ljóst var að þeir átu blöðin ekki. En seinna kom það upp úr kaf- inu, að niðri í jarðgöngunum, þar sem blaðarifrildi þetta rotn- aði niður, myndaðist hinn besti gróðurbeður fyrir vissa tegund af litlum sveppum. En sveppina notuðu maurarnir til matar. — Þeir, m. ö. o. rækta sveppi þessa handa sér. En hvernig maur- arnir hafa lært þessa ræktunar- aðferð, verður alt af hulin gáta. —Lesb. Mbl. Þér sem notið— TIMBUR KAUPIÐ AF THE Empire Sash & Door CO., LTD. BirgSlr: Henry Ave. East Sími 95 551—95 552 Skrifstofa: Heory og Argyle VERO - GÆÐI - ÁNÆGJA SKORDÝRIN GERA FLEIRA EN FLESTA GRUNAR skordýranna, halda því stund- um fram, að þessi litlu kvikindi séu í raun réttri kóróna sköpun- arverksins. Svo mikil skynsemi virðist ríkja meðal sumra þeirra, eða eðlishvöt, svo rík, að hún gefur lífi þeirra merkilegan þroskablæ. Svo mikið er víst, að sum skor- kvikindi virðast hafa vit og tækni, sem stendur framar því, er menn hafa getað komist enn í dag. Æðri dýr, sem kölluð eru fuglar og spendýr hafa tileinkað sér ýmsa eiginleika, sem kom- ast í námunda eða eru skyldir eiginleikum manna. T. d. verk- hygni bifurdýranna, sem hlaða stífluggarða í lækjum, til þess að hækka vatnsborð þeirra eftir geðþótta sínum. Menn þekkja líka glysgjarna fugla, svo sem hrafna og krákur, sem tína sam- an ýmislegt dót, er gljáir á, og geyma það sem sjáaldur auga síns. En alt slíkt er auðvirði- legt samanborið við þann, ef svo má segja, andlegan þroska, er lýsir sér í skipulögðum samfé- lögum maura og annara skor- dýrategunda, þar sem regla og fórnfýsi virðist vera á hærra stigi en þekkist í félagsskap mannanna. Áður en menn kunnu nokkuð til pappírsgerðar var sú list leik- in meðal geitunga. Þeir tyggja viðartrefjar og blanda þær með kirtlavötnum sínum, uns úr þessu verður efni, sem líkist grófum pappír. Með þessu fóðra þeir holur sínar. Ein tegund geitunga þekkir deyfilyf, sem vísindamenn hafa ekki enn getað gert eftir þeim. Verpa kvendýrin eggjum slnum í lirfur annara skordýra. En áður en þau verpa eggjunum, stinga þau á taug eina í lirfunum og svæfa þær. Síðan spýta þau eitri í lirfuna, svo hún helst ó- rotnuð þangað til hin lirfan skríður úr sínu eggi, og hefir þá fæðu fyrsta sprettinn. Köngulær hafa svo mikla verkfræðilega þekkingu á því, hvernig þær eiga að setja upp vefi sína, að furðu sætir. Það er engu líkara, en þær geti gert nákvæma útreikninga á burðar- afli og styrkleika, eins og bestu FJÆR OG NÆR Gefin saman í hjónaband á prestsheimilinu í Árborg, af sóknarpresti, þann 3. júlí, Krist- inn Guðmundsson frá Langruth, Man., og Hallfríður Sölvason frá Árborg, Man. Framtíðarheimili þeirra verður í grend við Lang- ruth, Man., er Mr. Guðmundsson bóndi þar. * * * fslendingadags prógröm Eftirfylgjandi íslendingadags prógröm óskast til kaups, fyrir árin 1891, 1897, 1900, 1901, 1903, 1904, 1908, 1909, 1914. Eintökin mega ekki vera rifin eða mjög óhrein. Sendið þau ekki en tilkynnið “Hkr.” hvaða árganga þér hafið, og á hvaða verði'. Verður yður þá svarað strax um hæl. Ennfremur er óskað eftir sög- unni: Fastus og Ermena, er gefin var út á Gimli af Gísla M. Thompson. Ráðsmaður Hkr. * * » HILLINGALÖND Fjórtán sögur eftir Guðr. H. Finnsdóttur er nú nýkomin hing- að vestur. Bókin er í stóru átta blaða broti, á þriðja hundrað blaðsíður, prentuð á góðan þykk- an pappír. Frumdegin mynd eftir íslenzkan listamann er á framhlið kápunnar. Hún er prentuð í Félagsprentsmiðjunni í Reykjavík og hin vandaðasta að öllum frágangi. útsöluna annast Gísli Johnson, 906 Ban- ning St., Winnipeg. Ennfrem- ur tekur Magnús Peterson bók- sali, 313 Horace St., Norwood, á móti pöntunum. Kostar póstfrítt $1.75. >s>secccccccoðos<scosooccisoc< Kaupið Heimskringlu Lesið Heimskringlu Borgið Heimskringlu SUMARIÐ ER KOMIÐ! Allir sem þurfa að bjarga sér ættu að eiga REIÐHJÓL Vér höfum haft sérstakan við- búnað til að bæta úr þörfum yðar í þá átt. Ný og brúkuð reiðhjól á öllum stærðum og prísum. 26 ára reynsla við aðgerðir. Lítið inn eða skrifið til SARGENT BICYCLE WORKS 675 Sargent Ave., Winnipeg S. Matthew, eigandi Fyrir hvern meðlim fjölskyldunnar er MODERM bezt! MJÖLK RJÓMI SMJÖR “Þú getur þeytt rjóman okkar en, þú getur ekki steytt mjólkina okkar!” SÍMI 201 101 i «

x

Heimskringla

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.