Heimskringla - 03.08.1938, Blaðsíða 1

Heimskringla - 03.08.1938, Blaðsíða 1
THE PAR-T-DRINK Good Anytime In the 2-Glass Bottle ^ ® SNÚIÐ A MELINU! Komið loðfatnaði og vetrar- kápum yðar til geymslu hjá oss í mel og eldtryggum skápum SíMI 37111 AVENUE DYERS and CLEANERS LII. ARGANGUR WINNIPEG, MIÐVIKUDAGINN, 3. ÁGÚST 1938 NÚMER 44. ÁVARP FJALLKONUNNAR (Mrs. G. J. Guttormsson) á Iðavelli, 30. júlí 1938 (Áður en Fjallkonan flutti ávarp sitt, las hún kvæði St. G. Stephansson: ”Þó þú langförull legðir.”) Eg kveð mér hljóðs und grænum skógargreinum Sem griðland eiga á þessum helga stað. Við sumaryl, og birtu af himni hreinum Þær hafa borið lauf, og margfaldað. Eg gleðst í dag af heilum huga mínum Er hljómar íslenzk rödd á vörum manns. Vínland hið góða í fríðum faðmi þínum Er framtíð sonar míns, og vonir hans. Eg veit þú skilur vonir barna minna Og viljann til að bæta lífsins hag. Ó, gef þau megi í framtíð allri finna, Þann frið í sál er breytir nótt í dag! Mitt líf er tengt við fjöll og djúpa dali, Við dagsins önn og ljúfan nætur frið. Minn andi býr í lækja og linda hjali; f löðri brims og sterkum fossanið. Hann vakir yfir öllum ársins tíðum Og andar létt á barnsins veiku sál. Við blómin smá er gróa í grænum hlíðum Hann gleðst og skilur þeirra tungumál. Hvert orð eg mæli af insta hjartans grunni Á ykkar móðurtungu börn mín góð Til ættingjanna út í dreifingunni Eg ástarkveðju ber frá landi og þjóð. Hið fagra og sanna er hugann til sín hrífur Alt hreint og göfugt vaki yfir þér! Hinn mikli andi er yfir djúpin svífur Og eilífðina les á fingrum sér. S. E. Björnsson FJALLKONAN MISS CANADA og MISS AMERICA (á fslendingadeginum á Gimli, 1. ág. 1938) Myndin hér að ofan var tekin á íslendingadeginum á Gimli. í miðju er Fjallkonan, (frú Halldóra Jakobsson). Til vinstri á myndinni er Miss Canada (ungfrú Ruth Benson), en til hægri Miss America (ungfrú Laura Thor- leifsson frá Garðar, N. D.). Ávörpin sem konurnar fluttu, eru birt í þessu blaði. HELZTU FRETTIR ÁVARP FJALLKONUNNAR (Frú Halldóru Jakobsson) að Gimli 1. ágúst 1938 Herra forseti, heiðruðu íslendingar! fsland heilsar yður, á þessari hátíðar stund, og flytur yður, af fölskvalausum huga, móður árn- að sinn, og að frægðar orði, “sær- ir yður við sól og báru” að gleyma hvorki ætt yðar né upp- j runa, en minnugir vera þeirrar speki og skynsemdar er foreldri yðar, að fornu og nýju öðlast höfðu og yður hafa að erfðum eftir látið. Verið minnugir hins forna kynstofns er göfgastur hefir bor- inn verið um Norðurheim. Minn- ist raunsæis hans og skapgerð- ar, trygðar hans og drenglundar, | hugdirfðar hdns og siðferðis- festu, frelsishollustu og aðal- mensku. Varðveitið minningar sögunn- ar og mælið manna heilastir á norræna tungu. Látið ekkert á það skyggja áj nóttu eða degi, í fámenni eða í fjölmenni í orku-raun eða háska eða hverjum öðrum vanda er yður ber að höndum, að “Móður átti faðir þinn Menjum göfga---------- öll þótti ætt sú Með yfir-mönnum.” Þér fóruð yfir hafið. Fylgi um aldur heill og gæfa þeirri för! Þér eigið hér í baráttu við að missa ekki af samhengi æfinnar, að missa ekki af sjálfum yður, : fortíðarlausu og framandi landi. Fylgi sigur þeirri baráttu! Þér fóruð ekki til þessa lands til þess að glata lífinu, heldur til þess að finna það. Berið gæfu til þess og guða hylli! Vitið að helgustu minningarn- ar eru knýttar við liðin ár, þær sem varðveita þekkingar-auð þúsunda ára, að gleyma þeini, við aðkallandi störf, er að glata lífinu. Vitið og munið það, að hvort sem þér eruð heima-menn eða framandi, við hvað sem þér eigið að búa, eigið þér föðurland samt, jafnt sem aðrir menn, er nært hefir anda yðar, auðgað ímynd-l unarafl yðar, lyft huga yðar,1 veitt yður frændur og vini, og deilt með yður daglega, brauði, erfiðisins — lífsins brauði — er l veitir yður styrk og þrek til að horfa fagnandi við lífinu. i Og þetta föðurland yðar er bæði á himni og jörðu; og hvar sem þér eruð saman komnir til þess að minnast þess og ættar yðar, þá eruð þér á því staddir. Því: “Þótt þú langförull legðir Sérhvert land undir fót Bera hugur og hjarta Samt þíns heimalands mót.” Aðgreiningin kynni þá aðeins að vera sú, eftir staðháttum, að á einum staðnum en ekki hinum eru: Blómgróin björgin Sérhver bald-jökull hlýr. Berið ætt .yðar vitni. Sýnið hvers anda þér eruð. Leggið yður alla fram í hinni örlaga þrungnu framtíð til þess að vernda frelsi — frelsi einstakl- ingsins og mannréttindi og þá mun yður vel farnast, land yðar hið nýja hljóta blessun af komu yðar, og þér njóta sæmdar og virðingar í ættir fram. “Móður orð Ber þú mögur héðan Ok lát þér í brjósti búa; Iðgnóga heill Skalt of aldr hafa Meðan þú mín orð of mant.” (Grógaldur) Islendingadagarnir á Hnausum og Gimli Það verður ekki annað sann- ara sagt um þjóðhátíðardagana í Nýja-íslandi, en að þeir hafi hepnast ágætlega. Veður var hið ákjósanlegast báða dagana, að- sókn yfrið góð, eflaust hátt á fjórða þúsund á Gimli og nær tveim þúsundum á Iðavelli. — Skemtiskrá var bæði góð og ó- þrotleg á báðum stöðunum, sem ásamt tækifærinu fyrir fjarlæga vini að finnast, gerði dagana ó- gleymanlega ánægj ulega. Það sem sérstaklega jók á skemtun dagsins og átti sinn mikla þátt í hinni góðu aðsókn, var að hér var staddur einn af kunnustu ágætismönnum ís- lenzku þjóðarinnar, Jónas alþm. Jónsson frá Reykjavík. Það var svo sérstakt að eiga þess kost að kynnast honum og hlýða á hann, að eðlilegt var, að gripið yrði tækifærið til þess. Og þó ekki sé nema um þetta eina atriði að ræða, erum vér vissir um, að menn telja ekki eftir sér, að hafa sótt hátíðirnar. Við hátíðirnar var margt til- komumikið og ánægjulegt. Mál- verkin frá íslandi í baksýn á ræðupöllunum á Gimli, eru un- aðsleg og fögur og nú hefir fs- lendingadagurinn á Hnausum í fyrsta sinni skreytt útsýnið fyr- ir gestunum með einu af slíkum listaverkum Friðriks Sveinsson- ar. Á Gimli-hátíðinni mun flestum koma. saman um að verkefni Fjallkonunnar hafi verið eitt af því, sem prýðilega var af hendi leyst og áhrifamikið var. Það var ekki einungis að ávarpið væri vel samið og hugsað, heldur var það einnig svo vel flutt, að hrifn- ingu vakti hjá áheyrendum. — Sæti Fjallkonunnar er eitt hið tignarlegasta á íslendingadegin- um og það er mikilsvert, þegar það er skipað sem í þetta skifti. Ávörp Miss Canada og Miss America voru einnig mjög vel flutt og túlkuðu hlutverkin á- gætlega. Ef upplestur skálda og ræðumanna, sem ræður sínar og kvæði lesa, væri eins góður, væri vel. Á Hnausum settu Fjallkonan og Miss Canada, einjs og á Gimli, mikinn svip á daginn. íþróttir fóru miklar og marg- víslegar fram á íslendingadög- unum og verður frá því nánar skýrt í næsta blaði. Höfum vér og hugsað oss að geta ýmsra atriða, sem oss þykja þess verð að vekja athygli á, í sambandi við hátíðirnar og sem að þessu þjóðræknisstarfi lúta sem verið er að vinna með þjóðminningar- dags-hátíðunum, síðar. Söngur Karlakórs íslendinga i Winnipeg skemti á báðum hátíð- unum. Er söngur kórsins nú eitt stóra atriði hátíðanna. Ræður og kvæði sem flutt voru á fslendingadögunum verða með tíð og tíma birt í þessu blaði, svo á það er hér ekki sér- stök ástæða að minnast. Á Gimli-hátíðinni færði A. S. Bardal, fyrrum stóftemplar í Manitoba Jónasi alþm. Jónssyni hring góðan að gjöf, sem þakk- lætis og viðurkenningarvott Goodtemplara fyrir afstöðu hans og framkomu í bindindismálinu á íslandi 1930, er tekið var fyrir vínsölu á 1000 ára Alþingis há tíðinni. Forsetar fslendingadaganna voru: Sveinn Thorvaldson, M.B E., á Hnausum og Jón J. Samson á Gimli. Fyrsta símtal milli Reykjavíkur og Winnipeg Síðast liðinn fimtudagsmorg- un var símanum hringt hjá dr Rögnvaldi Péturssyni, 45 Home St., Winnipeg og spurt eftir Jón- asi alþm. Jónssyni. Kom í Ijós að verið var að síma frá íslandi og að sá er þaðan talaði var Guð mundur Hlíðdal, síma-stjóri stjórnarinnar. — Samtalið stóð yfir í 7 mínútur og laut að frétt um sem hvor hafði öðrum frá að segja. Horfur með síldveiði eru hinar beztu heima. Jónas alþm. Jónsson talaði og við konu sína á heimili þeirra í Reykjavík og sagði henni hvernig honum kæmu hlutirnir fyrir sjónir hér við fyrstu sýn og greindi frá fyr- irhuguðum ferðalögum sínum um þetta land. Þetta er í fyrsta sinni sem símtal á sér stað milli Reykja víkur og Winnipeg. LANDVARNARBALKUR STEPHANS G. STEPHANSSONAR Þýddur af Skúla Johnson. (Sbr. Andvökur III. bls. 95—97). Jónas alþm. Jónsson, dr. Rögn valdur Pétursson og frú lögðu af stað á miðvikudagskvöldið vest ur til Wynyard, Sask. Flytur Jónas alþm. fyrirlestra á nokkr um stöðum í Saskatchewan og Athugasemd: Þýðing þessa hugsjónaríka og þróttmikla Islands- kvæðis er birt í samúðaranda við hin vanalegu íslendingadags- hátíðahöld og einnig til þess að heiðra hingaðkomu hins háttvirta Islands sonar sem er nú staddur á meðal vor. Landvamarkvæði sitt orti Stephan G. árið 1908—fyrir þrjátíu árum. A því tímabúi hefir mörgum breytingum orðið framgengt á Islandi svo velferðar- óskir skáldsins tU lands og þjóðar virðast nú að mörgu leyti upp- fyltar. Að hugsjónir hans hafa átt þessum úrslitum að fagna, stafar af starfsþrótti nútiðar Islendinga, en í þeirri starfsemi á seinni tíð, hefir Jónas Jónsson verið einna afkastamestur. I. Of rhymes and runes thou Outgarth’s warden fairest, Ocean’s queen, set in either hemisphere, Who mantle green and wind-blown head-gear wearest, Our land of mountains, mother-island dear. II. Thou hast with spirit and with flame inspired, Isle tiny, many far off from thy strands. When midst of embers stand thy fells enfired Then fares a quaking throughout other lands. III. And shackles many shook off necks of minions, Who shelter of thy guardian-spirits found: Of fire-crater with flame’s eagle-pinions, Of fell in snow and mist-cloud muffled round. IV. The bargain-hucksters, hurried oar-pulls plying, Fled off, on forestays crowding every sail, When fatuous flames thy mountain-peaks were flying, . And waxed the surf and seawards swept the gale. V. Thy speech, with lays and legends, ’bout Earth’s bowers, A guard of freedom for the fine arts set; With thee, despite the twilight of all Powers, A newer, better world is visioned yet. VI. Thine too are summers sunfair, island-mother, Dales sweet, and hillsides off’ring hours of bliss; # And what is more: the moorlands of no other Land are as truly charming as of this. VII. And tear-bright light above thy scaurs is litten, And lava-scree and grey and awesome sand. Our fathers’ bones, who were by feyness smitten, Them fructify, and consecrate this land. VIII. Be warmed this dust and be it watered ever! Beneath these howe-flames hides assured gold— Ne’er for their tombs. should toll be paid, and never The toft-fields of their scions should be sold. IX. Lead thou thyself! Thy folk becomes the fairest, Free to itself and this ancestral spot— Believe not, bavin, that brother, who unfairest And false right pleads, will wrong his brother not. X. Believe not that by bowing to unreason, For thee augments thy friends' appraisal good; The first approach to equity and reason Is 'found if men approve of brotherhood. XI. Still bear we can, though Time’s pleas prove not better, Be nothing from us for unfairness shorn— The others, who confused, their children fetter, Are cursed by them for having e’er been bom. XII. —How lief it is to mention thee in measures, Our motherland, to this folk fugitive! What other thing the exile owns and treasures, That to they paean is comparative ? XIII. Our island, thou, from thee all fetters flinging, Shalt free become and walk ways fortunate! Then in the Westlands we’ll delight, for singing A day to find, and for thee celebrate. Alberta á meðal íslendinga, en fer að því loknu vestur að hafi. Til Winnipeg kemur hann senni- lega aftur síðari hluta ágústmán. * * * Sigtryggur Sigvaldason frá Baldur, Man., var í bænum eftir helgina; hann sótti íslendinga- daginn á Gimli. Egill Anderson, lögmaður í Chicago, kom við í borginni á ferðalagi í sumarfríi til ættingja og vina í Piney, Selkirk, Lang- ruth, svo og til að vera við- staddur fslendingadagshald. — Með honum var kona hans og yngri dóttir þeirra.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.