Heimskringla - 03.08.1938, Blaðsíða 2

Heimskringla - 03.08.1938, Blaðsíða 2
2. SíÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 3. ÁGÚST 1938 ÍSLEN DINGADAGUR 1 WYNYARD í þrítugasta sinn koma íslend- ingar í Vatnabygðum saman til að minnast ættlands síns og upp- runa. Raunar má segja, að slíkt sé gert óbeinlínis með hverri samkomu, sem íslendingar standa að, hvort sem það eru fundir eða messur. Þátttaka1 almennings í öllu þessu árið um kring er mjög misjöfn, og fer það eftir ótal mörgu, svo sem skaplyndi manna, áhugamálum, efnahag, o. s. frv. En íslend- ingadagurinn hefir sérstöðu, þá þurfa menn ekki á neinu sér- stöku tilefni að halda til að koma saman öðru en meðvitundinni um það, að aðrir verði þar líka. Eitt af því blessunarríkasta við ís- lendingadaginn er það, að þang- að kemur í stórum hópum fólk^ sem annars sézt sjaldan við önn- ur tækifæri en ef til vill jarðar- farir og heiðurssamsæti. Þá rif j- ast upp gömul vina- og kunn- ingja-sambönd, allir eru eitt, án tillits til alls þess, sem aðskilur hina daga ársins, og fyrir þá sök er íslendingadagurinn oft og tíð- um hin gleðilegasta opinberun þess, hvað íslenkt félagslíf getur verið, þegar allir leggjast á eitt um að leggja sinn skerf til þess afdráttarlaust. Þegar að því kom, að kveða á um, hvort íslendingadagur skyldi haldinn á þessu sumri, voru allir hlutaðeigendur á einu máli um það, að ekki mætti leggja árar í bát. Menn eru að vísu ekki enn búnir að bíta úr nálinni með uppskerubrestinn í fyrra, en nú er nýtt hveiti að vaxa upp á ökrunum, sól og væta hafa skifst á í hæfilegum hlut- föllum, og komi ekkert sérstakt fyrir eftir þetta, er útlitið gott. Nýjar vonir eru að vakna í hug- um fólksins, ný gleði og nýr kjarkur. Þess er því að vænta, að heldur verði léttara yfir mönnum um íslendingadaginn er var í fyrra. önnur ástæða til þess að deildin ákvað að stofna til íslendingadagsins var sú^ að þetta Gr þrítugasti þjóðminning- ardagur Vatnabygðanna. Mundi mörgum finnast það dapurleg tilhugsun að halda upp á þrítug- asta afmæli dagsins með því að gera æfi hans ekki lengri. — Loks er þriðja ástæðan, sérstök heimsókn manns, sem er einn af mestu menningarfrömuðum þjóðar vorrar, það sem af er þessarar aldar, og þótt lengra sé farið. Þjóðræknisfélagið hef- ir boðið Jónasi Jónssyni vestur um haf. Heppilegri maður gat ekki orðið fyrir valinu. Hann er hvorttveggja í senn, víðförull heimsborgari og þjóðrækinn ís- lendingur. Hann er vel mentað- ur og hefir fjölhliða áhugamál. Jónas Jónsson hefir ávalt haft áhuga á málefnum Vestur-ís- lendinga, og hann er manna lík- legastur til að koma fram með skynsamlegar hugmyndir þegar heim kemur, viðvíkjandi sam- bandi Austur-íslendinga við oss. f persónulegri viðkynningu get- ur varla alþýðlegri mann, svo að mörgum vor á meðal mun þykja mikið í það varið að hitta hann að máli. Það mátti því ekki sleppa því tækifæri, sem hér gafst til þess að njóta þess- arar merku heimsóknar á við aðrar bygðir, né heldur láta hjá líða að taka eins sómasamlega á móti gestinum og oss er unt. Skemtiskrá dagsins er auglýst á öðrum stað í blaðinu, svo að óþarfi er að fjölyrða um hana hér. Aðalræðumaður verður gesturinn heiman af fslandi. En það er orðin venja hér hjá oss, að einhver meðal hinnar yngri kynslóðar heldur stutta ræðu á ensku, og í þetta sinn talar ung- ur maður, Gústaf Kristjánsson, sem er kunnur að því að vera gáfumaður mikill. Hann stundar nú nám við háskólann (Univer- sity) í Saskatoon. — Söngflokk- ur íslenku kirkjunnar í Wynyard annast sönginn undir stjórn Mrs. Þorsteinsson. Hann þarf engra meðmæla með^ og söngstjórinn ekki heldur. — Organisti kirkj- unnar er fjarverandi, en svo vel ber í veiði, að hér dvelur í sum- ar.ungur maður heiman af ís- landi, Hjörtur Halldórsson. — Hjörtur er ekki aðeins efnilegt söguskáld, heldur hefir hann lagt stund á fiðlu- og pianóleik. Hann mun aðstoða söngflokkinn, og auk þess leika einleik á píanó. — Á eftir hinni reglulegu skemti- skrá, meðan menn njóta kaffis- ins og annara veitinga, mun lúðraflokkurinn “Legion Band” frá Wynyard skemta fólki með hljóðfæraslætti. Er það all-stór flokkur, skipaður bæði fslend- ingum og annara þjóða mönn- um, en stjórnandi er Mr. Ireson. Ein er sú skemtun, sem aldrei er sett á skemtiskrár, en það Þér getið nú fengið . . . Shea’s Drewry’s Kiewel’s BJÓR ÍSKALDAN BEllNT frá Stjórnarvínsölu búðunum, BJÓRSÖLU- STAÐNUM á mótum Stitt Street og Central Avenue, Win- nipeg Beach, eða fengið birgðirnar sendar til sumarbú- staðar yðar yfir sumarmánuðina við eftirgreindu verði: 2-tylfta kassi eða pakki af flöskubjór eða öli.$3.70 Fyrir tómar flöskur 40c netto.............. 3.30 1/8 kjaggi og slanga....................... 3.00 Fyrir tóman kjagga endurgreiddur .......... 1.00 1/4 kjaggi, töppunaráhald eða pumpa ....... 6.00 Fyrir tóman kjaggann við afhending ........ 2.00 ATHYGLI—Niðurborgun er fyrir endurskilun kjagga, töppunaráhalda eða pumpu. Sé töppunaráhaldi ekki skil- að, verður að greiða 15c fyrir það. er sú ánægja, sem fólgin er í því að góðir vinir og kunningjar hittast og eru saman stund úr degi. Er það von og ósk þeirra, í sem standa að íslendingadegin- um í Wynyard, að nann megi verða tækifæri fyrir sem flesta af íbúum Vatnabygða til að hitt- ast og sjást. Allir munu eitt- hvað þurfa fyrir slíku að hafa. Austurbyggjar eiga lengri leið að fara, og þurfa því að kosta nokkru til ferðalaga? en vestur- hlutinn hefir áhyggjur, erfiði og kostnað af hverskyns undir- búningi, en trú mín er sú, að engan iðrist eftir þau skerf, sem hann leggur fram til þess, að dagurinn verði sannur ís- lendingadagur, samboðinn Vatna bygðinni. Jakob Jónsson SAMSÆTI í ÁRBORG til að heiðra Mrs. Sæunni Anderson Fjölment samsæti var haldið í Árborg, Man., þ. 22. júlí, til þess að heiðra Mrs. Sæunni Ander- son, höfðu ástvinir hennar og mannfjöldi safnast saman úr bæ og umhverfi. Mrs. Anderson hefir átt heima í Árborg í 23 ár, og ávalt haft greiðasölu á hendi er hún hefir starfrækt með rausn, stjórnsemi og höfðings- skap. Hún er enn ern og þrótt- mikil þótt fullra 74 ára sé að aldri. Samsætið hófst með því að gestir sungu “Hvað er svo glatt”. Ávarpaði svo sá er samsætinu stýrði fólkið með nokkrum orð- um og bauð alla velkomna til þess að samfagna Mrs. Anderson og ástvinum hennar. Ávarpaði hann síðan Mrs. Anderson hlýj um orðum fyrir hönd fólksins og frá eigin brjósti, og var henni þá afhent vinargjöf frá fólki um- hverfisins, fögur brjóstnæla — (brooch) ásamt viðeigandi festi. Næst spiluðu þær systur Olive og Agnes Oddleifsson samspil á piano og urðu að endurtaka hlut- verk sitt. Þá talaði Mr. H. D. Gourd hlý og vinsamleg orð til heiðursgestsins fyrir hönd konu sinnar og sín. Mrs. Jóhanna Thorvarðarson flutti því næst hugljúfa ræðu til heiðursgests- ins, mintist hún þess hve höfð- inglunduð, trygg og hjálpsöm að Mrs. Anderson hefði jafnan ver- ið, hver sem í hlut átti, menn eða málleysingjar. Mrs. Her mann von Renesse mælti ljúf ávarpsorð og vakti minningar liðins tíma. Þeir Hermann og Þór Fjeldsted sungu vel að ! vanda sínum. Mr. Hickling j bankamaður í Árborg mintist ; Mrs. Anderson í einkar hlýrri ræðu^ einnig Mr. Stanley Boyan- oski kennari. Sungnir voru ís- ! lenkir og enskir 'þjóðíiöngvar .meðal ræðanna; spilaði Mrs. S ' A. Sigurðsson á pianóið. Að lokum mælti veizlustjóri þakk- j lætisorð til viðstaddra vina fyrir hönd Mrs. Anderson; og árnaði þeim allra heilla fyrir hennar hönd. — Mörg hlý orð féllu í garð Mrs. Anderson á þessu móti 'og mjög að verðleikum, því hún ,á fáa sína líka að brjóstgæðum, hjálpfýsi og höfðingsskap. Er I það einlæg ósk og bæn allra vina hennar að æfikvöldið mætti 1 verða fagurt og bjart, og að hún mætti njóta sín vel eftir annir æfidagsins. í samsæti þessu var og lesið langt og vinsamlegt bréf frá Mr. Thor Lifmann sveitarstjóra, er jvar fjarverandi vegna starfa ! sinna. í lok samsætisins var ! framreiddur “Buffet lunch”, af konum þeim er að samsætinu stóðu og var þar veitt mjög vel. Naut svo fólk sín vel í samtali við heiðursgestinn og ástvini hennar, og fór svo heim, eftir ljúfa samverustund. Sigurður ólafsson Thts advertisment U not tnserted by the Govemment Llquor Control CommUsion. The Commission is not responsible for statements made as to quality of products advertised Kaupið Heimskringlu Lesið Heimskringlu Borgið Heimskringlu HAMINGJU ÓSKIR Til íslenzka mannfélagsins á þjóðminningardaginn Manitoba Telephone System MARGARET DALMAN TBÁCHER OF PtANO SS4 BANNING ST. Phone: 28 420 Á V A R P Miss Salóme Halldórsson, M.L.A. að Gimli, 1. ágúst Fyrst og fremst vil eg þakka herra forseta og nefndinni fyrir að bjóða mér1 hingað í dag. Eg þarf ekki að taka það fram að mér þykir vænt um þann heiður og að mér er mikil ánægja af því að vera hér meðal svo margra íslendinga úr öllum áttum. Það er búið að bera hér fram margt fallegt og fróðlegt í dag — svo eg ætla aðeins að bera fram eina ósk. Hún er sú að okkar þjóðflokkur, nú og í framtíðinni, eigi eftir að gera eins mikið til umbóta þessa lands eins og for- feður okkar gerðu þegar þeir gerðust landnemar hér og sigr- uðu alla þá erfiðleika sem voru því samfara. Nú eru erfiðleikarnir á alt annan hátt. Við vitum öll að ef ekki verður fundin ráðning á ýmsum gátum á sviði stjórnmála og hagfræði í þessu landi, og það á stuttum tíma, þá er tvísýnt um að friður geti haldist jafnvel í landi því sem forfeður okkar fórnuðu svo miklu til að byggja. Munum að við tilheyrum þeim þjóðflokki sem á elzta þing í heimi, og sem hefir lengst haldið við lýðstjórn af öllum löndum heimsins. Það er því ekki að furða að það sé eins og mér finst, að okkar þjóðflokkur hafi fult eins mikinn skilning á þeim málum og nokkur annar þjóð- flokkur sem vera vill. Það er þá ósk mín, að sá fram- þróunar andi sem knúði forfeður okkar til að setja upp lýðstjórn — og síðar, til að leggja út á haf og byggja nýtt land — hafi ekki slöknað, heldur sé enn til í niðj- um þeirra. Og að hann knýji þá nú áfram til að leggja fram sinn skerf til úrlausnar á þeim mörgu gátum á sviðum stjórn- mála, sem nú krefjast ráðninga. Með því getum við hjálpað til þess að ’fórn forfeðra okkar verði ekki til einskis, og að af- komendur þeirra eigi eftir að njóta þeirrar fórnar og ala hér langan aldur í friði og farsæld. Messur í Vatnabygðum Séra K. K. ólafson flytur guðs- þjónustur sem fylgir í Vatna- bygðunum í Saskatchewan sunnudaginn 7. ágúst: Westside School kl 11 f. h. (fljóti tími). Bertdale School, kl. 2 e. h. (fljóti tími). Elfros, kl. 4 e. h. Kandahar, kl. 7 e. h. Allar messurnar á íslenzku, nema í Bertdaie Scliool. Þar á ensku. H B C This advertisement is not inserted by Govemment Liquor Control Commlsslon. The Commission ls not responslble for statements made as to quality of pro- í ducts advertlsed. “ICELANDIC SETTLERS IN CANADA” er nafnið á ritgerð í mánaðar- tímaritinu “The Canadian Thinker”, júlí-ágúst hefti þessa árs, gefið út í Winnipeg og til sölu í öllum stærri bókabúðum í borginni. Ritgerðin er eftir W. Kristjánsson. Það er vitanlega ekki ætlun höfundarins að skrifa sögu ís- lenzku landnemanna í Canada, heldur aðeins drepið á landnám þeirra, skilyrði, stríð, dugnað, manndóm og menning. Þar er margra getið, sem hafa getið sér orðstír í canadisku þjóðlífi fram á vora daga. Þó höfundinum sé vitanlega takmarkað rúm, í stuttri ritgerð, sem þó er sú veigamesta í þessu hefti — að gera grein fyrir svo umfangs- miklu efni, sem þátttöku íslend- inga í canadisku þjóðlífi frá fyrstu tíð, þá telur hann samt nægilega mörg dæmi, til að sanna að álit Dufferins lávarðar hefir ekki orðið honum til mann- orðs missirs, þegar hann, 15. sept. 1877, kveðst hafa sett heið- ur sinn í veð fyrir drengskap og manndóm íslenzku innflytjend- anna, og sem nú 1937 er staðfest af landstjóra Canada, Tweeds- muir lávarði í þessum orðum: “No European stock has provid- ed more heroic pioneers. I hope the Icelanders in Canada will always cherish their racial tra- ditions, for they are a priceless contribution to Canadian cul- ture.” Mér finst ritgerðin þess virði, að benda, sérstaklega hinum yngri íslendingum á, að lesa hana, ef hún gæti orðið þeim til uppörfunar, að halda manndómi íslenzka stofnsins uppi í framtíð- inni. Pétur Gautur All-Canadian victory for pupils of DOMINION BUSINESS COLLEGE at Toronto Exhibition Pupils of the DOMINION BUSINESS COLLEGE, Winnipeg. were awarded FIRST PLACE in both Novice and Open School Championship Divisions of the Annual Typing Cómpetition. Miss GWYNETH BELYEA won first place and silver cup for highest speed in open school championship with net speed of 92 words a minute.. Mr. GUSTAVE STOVE won first place and silver cup for highest speed in Novice Sec- tion of typing contest. His net speed was 76 words a minute. Miss HELEN BRIX, another D. B. C. pupil, won second place for accuracy in the novice division! Miss DOROTHY MAXWELL, a D. B. C. student, came fourth in the open school championship section! Tþe Dominion sent four pupils to Toronto and they won two firsts, a second and a fourth place! The contest officials announced at the Coliseum before an audience of 9,000 people that the Dominion Business College, Winnipeg, had the best showing of any com- mercial school in the competition! There were 107 contestants! ENROL NOW DOMINION BUSINESSCOLLEGE WINNIPEG FOUR SCHOOLS: THE MALL— ST. JAMES — ST. JOHN’S — ELMWOOD

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.