Heimskringla - 03.08.1938, Blaðsíða 4

Heimskringla - 03.08.1938, Blaðsíða 4
4. SÍÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 3. ÁGÚST 1938 iiniiii«iiiniiiniraniHiiiMniiiiiiiiimmiiiiinniiiiniiiiiira>BBnimiiiiniBiaBiiiniinnBBBiiiiBniiiraiiHmimniraBnH|g ^ímskringila , ÍStofnuO 18S6J Kemur út á hverjum miBvikudegi. Elgendur: THE VIKINQ PRESS LTD. 653 oq 855 Sargent Avenue, Winnipeg Talsimis 86 537 Verð blaðslns er »3.00 árgangurlnn borglst ryrtrfram. Allar borganir sendlst: THE VIKING PRESS LTD. 311 vlðsklíta bréí blaðlnu aðlútandl sendlst: g K.'nager THE VIKING PRESS LTD. 853 Sargent Ave., Winnipeg Ritstjóri STEFAN EINARSSON Utanáskrift til ritstjórans: EDITOR HEIMSKRINGLA 853 Sargent Ave., Winnipeg “Helmskrlngla” ls publlshed and prlnted by THE VIKING PRESS LTD. 853-855 Sargent Avenue, Winnipeg Man. H Telephone: 86 537 aimimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiBiiiiiiiiiiiiiiililliiliillllllfllllHlllllllllllillllllllllilllllllllllllllllllllilllllllllllllllllllllllillHlllllllUilllillliig WINNIPEG, 3. ÁGÚST 1938 MINNI ÍSLANDS Flutt að Hnausum laugardaginn 30. júlí 1938 Kæru landar! Um þessa helgi hefi eg fengið tvö verk- efni frá vinum mínum vestan hafs, að flytja erindi fyrir minni íslands hér á þessari samkomu og kveðju frá íslandi til íslendinga vestra á mánudaginn á þjóðhátíðardegi að Gimli. En í fram- kvæmdinni verður þetta ein ræða um mál- efni íslendinga og menningarmál þeirra báðum megin Atlantshafs, og eg vona, að með hjálp beggja íslenzku blaðanna í Winnipeg geti eg með þessum fáu orðum náð til nálega allra þeirra landa, sem búa í þessari heimsálfu. Eg vona að geta þar að auki síðar í sumar komið á marga aðra fundi með íslendingum í Canada og Bandaríkjunum, og kynst sögu bygðanna og baráttu landa í Vesturálfu bæði sem borgarar í hinum nýju átthögum og fyrir sæmd og menningu íslenzku þjóðarinnar. Mér finst að verkefni okkar sem búum í gamla landinu muni vera fremur auðvelt um samskiftin yfir hafið. Mér finst að við íslendingar búsettir austan Atlants- hafs munum ekki þurfa annað í hinum sameiginlegu viðskiftum, en að taka til fyrirmyndar landa okkar vestan hafs, ást þeirra á gamla landinu og umhyggju þeirra fyrir hinni margháttuðu íslenzku menningarbaráttu. Mér hefir komið til hugar að það mætti tákna hið nýja viðhorf íslendinga austan hafs með orði úr út- varpsmálinu, með því að segja að við vildum um hin sameiginlegu áhugamál, komast á sömu bylgjulengd eins og þið sem búið hér í landnámi Leifs hins hepna Eiríkssonar. Það væri í sjálfu sér ekki undarlegt, þó að einhver af mínum mörgu tilheyrendum vildu spyrja, hversvegna við sem búum í gamla landinu höfum ekki fyr en nú á síð- ustu árum tekið fast í streng með ykkur í þessu efni. Mér finst eg geti helst svarað þeirri spurningu með því að taka líkingu úr heimsstyrjöldinni miklu. Það kom þrá- sinnis fyrir báða stríðsaðilana að þeir gátu ekki fylgt eftir sigri áhlaupahersins, sem braust í gegnum varnarlínuna. Það vant- aði liðsafla til að styðja sókn forvarðanna. Þegar landnám íslendinga í Vesturheimi hófst eftir 1870 átti sá hluti þjóðarinnar, sem bjó eftir í gamla landinu við erfiðan kost að búa. Fyrst mikil harðindi. Þá við mikið aðhald í kyrstöðuátt frá stjórn landsins í Danmörku. Um 1890 bannaði danska stjórnin Alþingi að láta byggja brú yfir eitt stærsta fallvatn á íslandi, ölfusána. íslendingar voru þá um langa stund ekki frjálsir gerða sinna í sínu eigin landi. Orka íslendinga austan hafs var ekki öllu meiri en með þui-fti til að hefja endurreisn gamla landsins. Síðan kom heimsstyrjöldin, sem að öllu samtöldu var óhagstæð menningarsamvinnu milli landa. Og að síðustu kom kreppa sú hin mikla, sem hófst á íslandi upp úr þúsund ára hátíðinni 1930. Gætir áhrifa hennar á íslandi eins og hér fram á þennan dag. Allan þann langa tíma, sem landnám ykkar hefir staðið yfir, höfum við íslend- ingar austan hafs líka verðið að byggja okkar bjálkahús. Við höfum verið að byrja endurreisn hins nýja íslenzka lýð- ríkis í garala landinu. En í þessu efni eru nú tímamót. Mikil breyting er vakin á íslandi í þá átt að starfa framvegis miklu meir en áður að hinum sameiginlegu menn- ingarmálum. Þið hafið séð í þessu efni nokkur merki um nýtt viðhorf í aðgerðum Alþingis og núverandi ríkisstjórnar. Auk þess er í uppsiglingu nýr félagsskapur æskumanna í skólum landsins, Vöku- mannahreyfingin, sem lítur á það sem eitt af megin verkefnum sínum að auka sam- störf um þjóðernismálin milli allra íslend- inga, hvar sem þeir eiga heima. Nýtt tímarit, Vaka, byrjar að koma út í haust til að vinna að eflingu íslenzkrar menn- ingar og að samheldni allra íslendinga um þjóðernismálin. Eg vona þessvegna að eg megi fullyrða, að nú sé kominn sá tími, þegar íslendingar í gamla landinu bæði geta og vilji senda löndum sínum sem bú- settir eru vestan hafs nokkurn liðsauka í sókninni til viðhalds þjóðerni og tungu. Eg vona að framvegis verði sókn íslend- inga í þjóðernis og menningarmálum haldið áfram um ókomnar aldir báðum megin Atlantshafs. í þessum efnum geta allir sem brotnir eru af íslenzku bergi og mæla íslenzka tungu haldist í hendur yfir hin breiðu höf. Eg vil reyna í stuttu máli að gera grein fyrir því sem mér virðist vera meginlínur í þessari framtíðarsókn fslendinga austan hafs og vestan. Verkefnin eru að nokkru leyti sérstök og að nokkru leyti sameigin- leg. Eg hygg eg megi fullyrða að á íslandi eru menn^ í öllum þrem stjórnmálaflokk- unum, samdóma um að endurreisa hið gamla, frjálsa lýðríki, að gera fsland frjálst, og sjálfstætt menningarríki um allar ókomnar aldir. Eg hygg að allir ís- lendingar séu líka sammála um að í hinu nýja endurreista framtíðarríki eigi að bjarga öllum hinum gömlu, góðu verð- mætum frá þúsund ára starfi þjóðarinnar, auk þess sem veitt er yfir landið straum- um nútímamenningar eftir því sem við á og kringumstæður leyfa. Eg þarf ekki að taka það fram, hve mikinn stuðning land- ar í Vesturheimi geta veitt gamla landinu í þessari margháttuðu nýsköpun sem nú er að gerast og verður að gerast í þjóðlífi fslendinga. Viðhorf hins nýja íslenzka lýðríkis til annara þjóða er í sjálfu sér glögglega af- markað; íslendingar vilja lifa frjálsu lífi í landi sínu, en þeir vilja taka þátt í frjálsu samstarfi með Norðmönnum, Dön- um og Svíum á þjóðlegum jafnréttis- grundvelli. Þetta norræna menningarsam- starf verður með hverju ári fjölþættara og þátttaka íslendinga er þeim á margan hátt til gagns og fremdar. Þessi norræna samvinna hinna skyldu frændþjóða er undirstöðuatriði í utanríkispólitík íslend- inga á íslandi. En ísland á líka annan nábúa í suður- átt, og það er móðurland hins brezka heimsveldis. ísland á við England ótelj- andi samskifti í atvinnu- og fjárhagsmál- um. íslendingum þykja Englendingar góðir nábúar. Þeir myndu ekki óska eftir skiftum um nábýli við nokkra aðra af stórþjóðum heimsins. ísland er svo sett á hnettinum að sú þjóð sem þar býr lifir alveg sérstaklega í skjóli við enska flot- ann. Þeirrar verndar hefir fsland notið, bæði í styrjöldinni eftir 1800 og nú í heimsstyrjöldinni miklu. Þeir íslendingar vestan hafs sem börðust fyrir hinu brezka heimsveldi 1914—1918 stóðu um leið á verði fyrir sjálfstæði gamla ættlandsins í norðurhöfum. Framtíð hins íslenzka lýð- ríkis er þessvegna háð tvennskonar sam- vinnu. Annarsvegar við Norðurlönd og hinsvegar við brezka veldið. Og í því mikla ríkjasambandi verða íslendingar í Vesturheimi jafnan þýðingarmikill aöili til stuðnings og verndar minsta sjálfstæða menningarrikinu, sem til er í veröldinni, sögueyjunni í Atlantshafi. Verkefni íslendinga á íslandi að halda þar við sjálfstæðu nútíma menningarríki er engan vegin auðvelt. ísland er eins stórt og Holland, Belgía og Svissland sam- anlögð, en þeir sem búa í þessu stóra landi eru ekki nema 115 þúsund. Það er mikið átak fyrir íslendinga svo fáa sen; þeir eru áð byggja þetta stóra land. En það vex ekki í augum nútíma íslendingum. Þeir unna þessu stóra landi, með hinni miklu tilbreytni og hinum margháttuðu verkefnum. Og þeim finst landið ekki fá- tækt að náttúrugæðum. Við strendur landsins eru tvær gullnámur. Síðari hluta vetrar eru hin auðugustu fiskimið í heimi við strendur íslands sunnan og vestan- verða. Á sumrin eru síldarmiðin við norð- urströnd íslands svo auðug, að í meðalári berst í land af síldarmiðunum fjárafli, sem nemur 300 þúsundum króna hvem dag( meðan veiðin stendur sem hæst. íslenzka moldin er frjó, þó að ekki séu þar hveiti- ekrur eins og á sléttunum miklu í Mani- toba. Á Suðurlandi einu saman, þ. e. Rangárvalla og Árnessýslu geta lifað af jarðrækt eins margir menn og nú eru í allri Winnipegborg. Jarðhitinn á íslandi hefir í sér fólgna ótrúlega mikla auðs- uppsprettu. Nú er verið að undirbúa að hita höfuðborg landsins með orku úr þess- um hitalindum, auk þess sem jarðhitinn er yíða notaður til að hita marga sveitabæi, skóla, sumargistihús og sundlaugar. Jafn- framt því er jarðhitinn meir og meir notaður til ræktunar; á hverju ári fjölgar stórlega gróðurhúsum, sem hituð eru með hveravatni, þar sem ræktuð eru litfögur blóm, mitt í vetrarkuldunum, garðmeti og jafnvel suðræn aldini eins og vínber og melónur. í framtíðinni mun jarðhitinn á íslandi veita þjóðinni nokkuð af þeim þæg- indum, sem sólarhitinn og hin hlýju höf veita ykkur^ sem eigið heima í þessari heimsálfu. Síðast í þessu yfirliti um gæði fslands vil eg nefna orku fossanna. f Soginu, skamt austan við Reykjavík^ eru hin hentugustu skilyrði til að virkja 100 þúsund hestöfl. Reykjavík hefir nú virkjað 12,000 hestöfl og bætir við eftir því sem með þarf á ó- komnum tímum. Nú um þessar mundir er Akureyri að byrja virkjun Laxárfossa í Þingeyjarsýslu. Vatnsorkan er þar talin 35 þúsund hestöfl. Sá kraftur sem þar býr er nógur til að hita og lýsa alt Norð- urland, þegar vísindin hafa leyst þá gátu, að gera rafleiðslur um dreifbýli hæfilega ódýrar. Og þið vitið öll að fyrir utan þessi tvö vatnsföll, Sogið og Laxá, eru á íslandi fjölmargar aðrar og stærri vatnsorkulindir. Eg hefi nefnt þessi fáu aðalatriði sem hin efnalega framtíð fsland byggist á, hin auðugu fiskimið, hin frjóa mold til ræktun- ar, jarðhitinn, og raforkuna. Hraust, gáf- uð og atorkusöm þjóð eins og íslendingar, hefir í slíku landi næga efnalega undir- stöðu til að byggja á fjölþætt menningar- líf. Hitt er annað mál, að engin getur búist við að íslenzka þjóðin geti með átaki einnar eða tveggja kynslóða fullnotað þessi miklu atvinnu skilyrði. En eg held að landar úr Vesturheimi, sem gist hafa gamla landið á seinni árum hafi komist að þeirri niðurstöðu, að fólkið sem þar varð eftir hafi unnið að því að bæta lífsskilyrðin á íslandi eins og þið sem fluttuð í þetta land hafið starfað að hinu mikla og glæsi- lega Iandnámi, sem framkvæmt hefir verið af íslendingum í Vesturheimi síðan um 1870. Takmark fslendinga austan hafs er að endurreisa hið forna lýðríki gullaldarinnar á íslandi á grundvelli þeirra margháttuðu lífsskilyrða, sem landið býður þjóðinni. Þetta er sá framtíðardraumur sem fyllir hugi þeirrar kynslóðar sem nú starfar í landinu. En aðstaða ykkar? landar í Vesturheimi, er önnur. Eins og við sem búum á íslandi endurreisum þar hið forna lýðríki, þannig reisið þið, með miljónum annara manna, hin tvö miklu engilsaxnesku lýðríki í þess- ari álfu. Við óskum einskis fremur en að þið gefið, svo sem vera ber, keisaranum það sem keisarans er. En þið eigið eftir mikla auðlegð samt, og hennar gætir sannarlega mikið hér í dag. Þið eigið saman með okkur íslendingunum austan hafs, hina andlegu auðlegð, þjóðerni, sögu, tungu, minningar og bókmentir. - Þennan arf ber okkur að ávaxta saman um ókomnar aldir. Hið pólitíska ríki fslend- inga nær aðeins yfir fsland sjálft. Hið andlega veldi íslendinga er miklu stærra. Það nær yfir ísland og margar merkilegar bygðir og borgir í þessari merkilegu heimsálfu. Það er þetta andlega íslenzka ríki sem við erum að styðja með þeirri fjölmennu og glæsilegu samkomu, sem háð er hér í dag, og með margþættu starfi fyr og síðar, alstaðar þar sem búa þjóðræknir og drengilegír fslendingar. Eg vildi að lokum segja fáein orð um ísland sjálft, bæði, til að útskýra það hversvegna þeir sem þar eru fæddir og aldir upp unna því svo heitt, og hitt sem merkilegra er, hversvegna menn sem fæddir eru annarstaðar, en af íslenzkum kynstofni hafa svo að segja erft þessa aðdáun á landinu frá foreldrum og vanda- mönnum. Eg ætla mér vitaskuld ekki þá dul að útskýra alt í þessu efni. En eg vildi minnast á vissa þætti, sem að mínum dómi hafa mikla þýðingu til að skap. grundvöll þeirrar ættrækni og þjóðernis- tilfinningar sem einkennir andlegt líf ís- lendinga, hvar sem þeir búa á hnettinum. Eins og vel er kunnugt úr jarðfræði er ísland ungt land, yngsta land Norðurálf- unnar, svo að ekki sé víðar leitað. Tvö öfl máttug og áhrifarík, eldur og ís eru sí- starfandi að því að skapa þetta'J. J. í boði hjá unga land. Til eru önnur lönd,! borgarstjóra fögur og hrífandi, t. d. Noregur og Skotland. í þeim er ein bergtegund yfirgnæfandi 11 Síðast liðin fimtudag bauð John Queen borgarstjóri í Win- Fyrir nipeg Jónasi alþm. Jónssyni til I miðdegisverðar í Fort Garry- allri myndun landsins. óralöngum tíma hefir þessi I mikla hella mótast á þann veg hótelinu- Voru þar flestir bæj- semnúmásjá. f þessum lönd-,arráðsmenn saman komnir á' umersamisvipurálandinuhvar samt nokkrum íslendingum. - sem litið er. Á íslandi er þessu Fram foru að maltlð lokinni öðruvísi háttað. Þar er hver ræðuhöld °« tóku J>essir >átt 1 sveit ólík annari. Ef við tökum >eim: John Queen borgarstjóri, útsýnið úr höfuðstaðnum, þá!Jónas al>m- Jónsson’ Dr. Rögn- liggur borgin þar sem bezt sézt|valdur Pétursson, Joseph Thor um allan hinn mikla Faxaflóa. f suðurátt eru hin mildu eld- brunafjöll á Reykjanesskaga hliðstæð að formi og útliti Ap- enníu fjöllunum á ítalíu. En í norðurátt, gegnt Reykjavík gnæfa tvö brött og fögur blá- grýtisfjöll, og síðan lengra vest- ur hinn tigulegi og breytilegi Snæfellsnes fjallgarður, en yzt úti sjálfur Snæfellsjökull, gamall eldgígur með hvítri fannahettu. Frá Reykjavík er örstutt til Þingvalla. Þar er gersamlega son, K.C. og þm., Mr. Major, dómsmálaráðherra Manitoba og Paul Bardal bæjarráðsmaður. — Lýstu ræður borgarstjóra og Mr. Major hlýleik til íslendinga og íslands, enda eru þeir báðir fyrir löngu kunnir íslandsvinir. Veizlan var haldin eins og borgarstjóri sagði í virðingar og vináttuskyni við ágætan gest frá íslandi, Jónas alþingismann Jónsson. Svaraði hann og ræðu borgarstjóra með góðri ræðu, á ensku auðvitað, og svo vel ný fegurð — nýjar fjallamynd- j Huttri, að einn bæjarráðsmanna anir, hraungjár, fossar, jöklar og inti þann ei” þetta ritar að því stöðuvötn. Og þannig má halda sveit úr sveit kringum alt land. Hver bygð hefir sinn einkenni- lega listræna svip. Alstaðar er ný tilbreytni, ný fegurð. Landið er eins og samsafn snildar kvæða eftir mörg stórskáld, þar sem hver höfundur sýnir nýja teg- und af fegurð. En yfir þetta undarlega, frumlega land breiðir sig hið íslenzka skyggni, hið ó- venjulega tæra loft, sem ein- kennir land með svölu loftslagi, og litlum skógum. Eg vil ekki segja að okkur íslendingum falli létt vöntun skóganna. En hin beru fjöll hafa sína einkennilegu draumkendu fegurð. Mesti mál-, ari Englands, Turner, hefir mál- að á ógleymanlegan hátt hita- móðu og mistrið, sem bræðir saman jörð, himin og haf á Eng- landi. Einn af mestu málurum fslands, Ásgrímur Jónsson, hefir á sama hátt túlkað hinn gagn- stæða þátt í fegurð íslands, hin undursamlegu einkenni hins tæra, gagnsæja skygnis, og hin óteljandi, hugljúfu blæbrigði sem skína með margfaldri feg- urð í þessu gegnsæja, svala and- rúmslofti. Þannig er fsland. — Þessi einkennilega fjölþætta feg- urð hefir um allar aldir bundið þjóðina við landið. ísland hefir orðið drauma og hugsjónaland þeirra íslendinga, sem ekki hafa getað búið að staðaldri heima. fslendingum hefir á öllum öldum farið eins og frægasta fslend- ingnum sem þar hefir lifað, skáldinu og sögufræðingnum Snorra Sturlusyni. Inst í sál íslendingsins, sem ekki á heima á fslandi býr sú ást sem hann orðaði svo fagurlega er hann mælti:“Út vil eg”. Þeir sem ekki sigla skipum sínum heim til íslands, sigla þangað í draumum sínum. Við sem erum hér saman kom in í dag — minnumst íslands í tvennum skilningi. Við munum sjálft landið með sinni tiglegu fegurð, með sögu sinni og menn- ingu. En við munum líka hitt landið, hið andlega íslenzka ríki, það sem býr í sálum allra sem hvað mörg tungumál íslendingar töluðu sem sitt móðurmál. Dagstund þessi var skemtileg og í augum íslendinga sem þar voru staddir eitt af því sem eykur kynni og vinarhug til ís~ lenkrar þjóðar. ÁVARP MISS CANADA (Miss Snjólaug Sigurðsson) á Iðavelli, 30. júlí 1938 More than sixty years ago our fathers sought a new home in a new world. They found a land called Canada, then only a newly born infant among the nations of the earth. And there they found a home, in the very heart of Canada, along the shores of a vast inland sea, Lake Winnipeg, the lake of muddy waters. Tliey built their homes, they laid the foundations of a great commun- ity, they became part of their adopted land, Canada. And so, today, as we look about us, what do we see? We observe ourselves as members of one of the great nations of the world. We recognize ourselves as members of the greatest com- munity of free and independent nations the world has ever known, the British Common- wealth of Nations. We occupy one-half of a vast continent, bounded on three sides by endless seas, and on the snuth by a friendly neighbor. We have no enmities; we are at, peace with all who will be at peace with us. We have given the world the greatest example in all history of a nation being at peace v/ith its neightbor. Not a gur. nor a bomb guards the vast frontier bq tween us and the great Comrnon- wealth to the south of us. But this picture of peace may not ever remain. Rumblings of cannon are now heard in too many parts of the world. Free men are in too many lands be- coming slaves. Murmurs of na- tioral disunity aie now too often heard in our own Canada. Why are these tíiingi hap- fæddir eru af íslenzkum kyn- stofni, hvar í löndum sem þeir búa. Við árnum íslandi og ís- lendingum giftu og blessunar um alla ókomna tíma. Og við vitum að ísland lifir í hugum barna sinna og barnabarna hvar sem þau dvelja, hvort sem það er í skjóli blágrýtisfjallanna heima á Fróni, eða á hinum miklu slétt- um eða við hin stóru vötn í land- námi hins fyrsta íslendings í Vesturheimi, Leifs hins hepna Eiríkssonar. Landar vestan hafs. Geymið vel um alla framtíð eins og hingað til, þann arf sem þið hafið til varðveizlu. Jónas Jónsson pening? What Í3 their cause? 'l’hty result from ignorance, froni greed, from hate, from a sense of injustice, from inteier- ance and from lack of opportun- ity. These are the enemies of freedom; they are the team- mates of disruption. Buí though we aro only :t strail part of the Canudian ptoiJe, let us do our share to de- stroy them. May we make Can- ada a land of broad opportunity, a nation speaking the language of brotherly love. Let us all unite and work to- gether in the interest of a com- mon purpose. And let that com- mon purpose be: Preservation of our freedom; retention of ov.r libeities; the mitigation of pov.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.