Heimskringla - 17.08.1938, Blaðsíða 1

Heimskringla - 17.08.1938, Blaðsíða 1
THE PAR-T-DRINK W|8í®Ia Good Anytlme In the 2-Glass Bottle ^ ® SNÚIÐ A MELINU! Komið loðfatnaði og vetrar- kápum yðar til geymslu hjá oss í mel og eldtryggum skápum SÍMI 37111 AVENUE DYERS and CLEANERS LII. ÁRGANGUR WINNIPEG, MIÐVIKUDAGINN, 17. ÁGC'ii 1938 NÚMEK 46. HELZTU FRETTIR Winnipeg höfuðborg Canada Blöðin “Vancouver Sun” og “Ottawa Journal” hafa verið að kapræða það mál, hvort ekki væri ráðlegt að sambandsþingið yrði flutt frá Ottawa til Winni- peg. Er British Columbia blaðið með því. Telur það engan stað hentugri fyrir stjórnarsetur landsins, en sléttuborgina í miðju Canada-ríki. Winnipeg- borg sé nú þegar miðstöð allra viðskifta vesturlandsins af eðli- legum ástæðum og þroski þess hvíli á vexti þeirrar borgar; þar eigi því þing landsins heima. — Aftur á móti sé Ottawa í afdal og úrleiðis og með því að hafa þing þar mæli ekkert, nema að það sé styttra að fara þangað fyrir iðnaðar- og fjármála hölda Ontario og Quebec-fylkis til þess að hafa áhrif á löggjafana. En þeir þjáist af “superiority com- plex” og haldi að þeir séu öllum framsýnni í því er að stjórn landsins lýtur. Af þessum hugs- unarhætti leiði fáfræði og aftur- hald, er eigi sjái þroskaskilyrði vesturlandsins, en isem vöxtur þessarar þjóðar hvíli á, að til greina séu teknir. “Ottawa Journal” segir að það mæli að vísu sumt með Winnipeg sem stjómarsetri, en kostnaðurinn sé svo mikill að flytja þingið vest ur, að það muni seint borga sig. Og blaðið vill auðsjáanlega eyða málinu. En máli þessu ætti að halda vakandi. Það getur farið svo, að Canadastjórn ráðist í að bæta við eða stækka stjórnarbyggingarn- ar í Ottawa þegar minst varir, þó ekki sé til annars en að bæta úr atvinnuleysinu. Áður en til þess kæmi, ætti að vera búið að íhuga þetta mál rækilega um að flytja þingið til Winnipeg. Vaxtarskilyrði og framtíð þess arar þjóðar og lands liggja í vesturlandinu. Þegar hér verða um 30 til 40 miljónir íbúa, verð- ur það Vesturlandið sem fæðir þá. Aðalstarf stjórnarlnnar verður þá, að sjá um að auðs- lindir Vesturlandsins séu starf- ræktar og séu réttilega notaðar. Með þinginu í Winnipeg er meiri trygging fyrir þessu, en, meðan það er inni í afdal iðnaðar og fjármálakónga Ontario og Que- bec-fylkja, Hættir Nautarækt Hertoginn af Windsor ætlar að hætta nautpeningsrækt á búi sínu í Albertafylki. Segir W. L. Carlyle, stjórnandi búsins, að hjörðin verði boðin upp 30. sept. n. k. Nautin eru alls 135. Jörð- ina sem er um 3,000 ekrur, ná- lægt High River, á samt ekki að selja, en hafa þar hesta og sauð- fé eingöngu. Japanir reiðir T. Takahashi majór, sem til- heyrir sendiherrasveit Japana í London, var handtekinn af lög- reglunni s. 1. mánudag, fyrir það að rífa af kvenmönnum ritlinga, sem þær voru að útbýta, en efni þeirra laut að því, að eggja menn til að selja Japönum ekki gasolíu og skifta ekkert við þá. Konurn- ar höfðu efnt til kröfugöngu í því skyni, að fordæma fram ferði Japana eystra. Takahashi var brátt slept; hann sagðist í bræði sinni hafa lent í áflogum við konurnar út af pésunum. Konungur og drotning Bretlands heimsækja Canada á næsta ári Það er talið víst, þó engu hafi verið lýst yfir um það, að George VI. og drotning Bret- lands, heimsæki Canada á næsta ári. Það er haft eftir landstjóra Cannada, Tweedsmuir lávarði, að fyrir konungshjónunum muni vaka að takast á hendur ferð hingað einhverntíma á árinu 1939 og heimsækja þá Bandarík- in jafnframt. í gær sigldi Stanley lávarður, nýlendumálaritari frá South- ampton áleiðis til Canada. Kemur hann á fund Mackenzie King for- sætisráðherra og er ætlað, að ferð hans sé í sambandi við und- irbúning heimsóknar konungs- hjónanna. Hakakrossinn í Cardiff f þeim hluta bæjarins Car- diff í Wales, sem Gyðingar búa mest í, voru s. 1. mánudagsmorg- un víða máluð á húsveggina orð- in: “Drepið Gyðinga”. Undir á- letruninni var hakakross-merkið. Frá Spáni í Ebro-árdalnum í suðurhluta Catalóníu á Spáni hefir nú stað- ið óslitinn bardagi að heita má í 22 daga milli uppreistarm. og stjórnarliðsins. Hefir bardaginn aldrei verið harðari en síðustu daga. Uppreistarmen höfðu þar í gær 42 þýzk og ítölsk flugskip og stjórnin að minsta kosti annað eins, í fréttum í gær var sagt að 34 herskip alls eða af báðum aðilum hefðu verið skotin niður. Hvor aðili tapaði meira, verður ekki sagt um því fréttunum ber ekki saman; þykjast báði^aðila vera að vinna. Það eitt er víst, að stjórnarherinn er nú farin að gjalda líku líkt og1 gerir óskunda með flugssprengj u--' rásum á herlið á bak við skot- grafirnar og líklegast bæi einn- ig. Stjórnarhernum virðistí hafa gengið heldur betur, eftir síð- ustu fréttum að dæma. Spánverjar kváðu nú, hvort sem þeir eru stjórnarmegin eða ekki vera farnir að skrafa mikið um það, að landið verði útlend- ingum að bráð með þessu áfram- haldi og að Spánn verði ekki hvernig sem stríðinu lýkur fram- ar'fyrir Spánverja. Franco upp- reistarforingja kvað svíða það einnig þó hann sé maðurinn, sem um er að kenna hvernig komið er með þetta. Sáttir Sættir urðu með Japön- um og Rússum s. 1. fimtudag um skærurnar í Changkufeng. Eins og frá var skýrt í síðasta blaði, leit út fyrir að byrjað væri alvarlegt stríð milli þessara þjóða. En þær sakir hafa verið jafnaðar, að minsta kosti í svip. Rússar virtust ekki hafa neitt upp úr árás sinni. Japanir voru þeim ofurefli hvar sem þeir leit- uðu a. En auðvitað höfðu þeir ekki fullreynt með sér. Hitt er líklegra, að Rússum hafi ekki þótt tíminn hentugur vegna standsins í Evrópu, að halda út í stríð eystra. Það skygði skjótt yfir vestra, er Rússar voru farn- ir af stað í Asíu. Það er mögu- legt, að fyrir Rússum hafi aðeins vakað, að sjá hvað Hitler gerði með árás sinni á landamærum Síberíu og Koreu. Þeir eru eí til vill orðnir þess áskynja nú. Tékkóslóvakar sem í sléttu- fylkjum Canada búa, hafa und- anfarna mánuði verið að biðja stjórnina í Ottawa að leyfa ætt- ingjum þeirra í Tékkóslóvakíu að flytja til Canada. Þeir telja víst, að Tékkóslóvakía verði Þýzkalandi fyr en síðar að bráð. j Innflutningnum mun ekkert til fyrirstöðu, ef trygging er gefin j fyrir því, að innflytjendurnir, þurfi ekki á stjórnarstyrk að halda að minsta kosti tvö fyrstu árin í Canada. * * * Á síðastliðnum 15 mánuð- um, hafa Japanir sent 346 miljón dollara virði af gulli til Banda- ríkjanna. Að líkindum hafa þeir keypt hernaðarvörur fyriri mest af þessu, því þær eru nú hemað- arþjóðum erfitt að fá, nema fyr- irfram sé greitt fyrir þær í gulli. * # * f loftárás sem Japanir gerðu nýlega á Hankow varð þeim ekk- ert ágengt. Flugskip Japana voru 58 er þátt tóku í árásinni, en Kínverjar hröktu þau burtu. En nærri lét að þeir hittu flóð- garð í Changkung. Hefði Jap- önum hepnast að rjúfa hann, hefði illa, flætt á borgina. — Flestum flugskipum Kínvérja sem þátt tóku í þessari skæru, stýrðu Rússar. Á HALLORMSSTAÐ Á Jónsmessudag. Góða “Heimskringla”. Lít eg og sé hvernig sólin sindr- ar, Sit hér í skóginum við Hallorms- stað. Ljómandi fegurð! í ljósi tindrar Limið á kvistum, en skelfur blað! (M. J.) Eg sit hér í skóginum á Hall- ormsstað og er að búa “Hlín” undir prentun og uni hag mín- um hið bezta. — Skógurinn er yndislegur, stór breiða af ilm- andi ljósgrænu, birki (Birch). Sum trén eru yfir 30 fet á hæð, innan um er nokkuð af greni (Spruce) og reynivið (Mountain Ash). — Skógurinn er ríkiseign, og því nokkurskonar þjóðgarður á ameríska vísu og fyrir löngu algerlega friðaður og engin sauð- skepna er friðhelg innan vé- banda hans. Skógarvörðurinn býr á Hall- ormsstað og elur hann upp ó- grynni af skógviðarplöntum ár- lega, sem eru send víðsvegar um landið til sölu, og svo gerir hann tilraunir með ýmsar tegundir skógviðar. Aðalástæðan til að eg tók mér fyrir hendur að skrifa íslenzku blöðunum héðan frá, Hallorms- stað er sú, að mig langaði til að segja ykkur frá Húsmæðraskól- janum hérna, sem nú hefir starf- ^að síðan 1930. — Sérstaklega 'sný eg máli mínu til Austfirð- ! inga vestra, sem mintust skólans jsvo fallega með minningargjöf- inni 1930. Eg var að yfirfara nafnabókina, sem gjöfinni fylgdi, og hafði gaman af að finna þar skráð margt af nöfn- um fólks, sem eg hafði að góðu kynst vestra. Rifjaðist þá upp fyrir mér hvað af þessu góða fólki voru Austfirðingar. Nöfnin voru 4—500. Það er gaman að sjá, hve almenn þátttakan hefir verið um þetta góða og gagnlega málefni. — Þökk <sé þeim fyrir það! Úr sjóðnum, sem mun hafa verið um 2,000 dalir (8,000 kr.), er árlega veittur styrkur til námsmeyja í efri deild skólans, (200 kr. á ári af vöxtunum)-. Þá er hátíðlegur haldinn minningar- dagur fslendinga vestan hafs um leið. Að líkindum er þetta eini skólinn á landinu, sem það gerir, en það ættu þeir fleiri að gera, já allir. Býst líka við að fleiri muni á eftir koma. Minningardagurinn er valinn 6. febr. (afmælisdagur Mrs. Guðrúnar Finnsdóttur Johnson, Winnipeg, sem mun hafa átt frumkvæði að sjóðsöfnuninni). Skýrir þá forstöðukonan frá landnámi íslendinga vestra, frá starfi þeirra þar og framgangi. Þá eru lesin upp ljóð og sögur vestan að, sungin kvæði og stundum hafa verið leiknir kafl- ar úr æfintýrum J. M. Bjarna- sonar. — í lok samkomunnar er svo styrknum útbýtt. Skólinn stendur á gullfallegum stað í skógarbrekkunni spotta- korn fyrir ofan bæinn, rétt neð- an við fossinn fagra. Niður hans berst til manns hvar sem maður er staddur í landareign skólans. Útsýnið er ljómandi fallegt frá skólanum yfir Fljótið, Snæfell og vítt og breitt yfir hið fagra Hérað. Skógurinn veitir gott skjól og skólinn liggur vel við sólu. — f hvamminum uppi við fossinn er margbreyttur gróð- ur. Eg vildi að þið væruð horf- in að sjá þennan fagra stað, sjá hve mikið er búið að framkvæma hér þessi árin, úti og inni. Það er búið að rækta mikið, bæði gras- og garðrækt, nýlega búið að fullgera stóra og myndarlega úthúsbyggingu. Skólinn tók til starfa 1930. Byggingin er úr steinsteypu, 3 burstir, sóma hvítu burstirnar sér vel í ljós- grænum skóginum. í einni burstinni er súðarbaðstofa eftir endilöngu, og fer þar fram vefn- aðarkensla á vetrum, eru þá 8 vefstólar í gangi á stundum. — Niðri er kenslustofa, skrifstofa og íbúð skólastjóra. f annari burstinni er mjög rúmgóð “Hall” með arineldi og er það sam- komustaður skólans. f 3. burst- inni er borðstofa og eldhús. Þar fer fram kensla í matargerð, sem er önnur aðal námsgrein skólans, en saumaskapur sú þriðja. Á loftum eru svefnhús stúlkna. í kjallaranum er smiðahús, spunavélahús, þvotta- hús, mjólkurhús, baðhús og geymsla. Skólinn er tveggja vetra skóli og stúlkur fá þarna ágæta fræðslu, einnig bóklega. Skólinn tekur 24 nemendur og er náttúrlega sérstaklega ætlað- ur Múlasýslu. Frú Sigrún Páls- dóttir Blöndal frá Hallormsstað hefir stýrt skólanum frá byrjun með hinum mesta skörungsskap. Maður hennar, Benedikt Blöndal, kennir líka við skólann, og dríf- ur búskapinn og framkvæmdirn- ar út á við með hinum mesta dugnaði. Fyrir tveim árum var áin, sem fellur nálægt skólanum, virkjuð, og hefir skólinn síðan gnægð rafurmagns bæði, *til ljósa og suðu og nokkuð til hitunar. Mér þykir sérstaklega vænt um Hallormsstaðaskólann og Guðmundur og Guðbjörg Freeman GULLBRÚÐKAUP Guðmundar og Guðbjargar Freeman í Upham, N. Dakota Það var risið snemma úr rekkju í Upham, N. Dakota á sunnudagsmorguninn 26. júní og það var gleðibragur á öllu þar og í grendinni, því þetta var gull- bruðkaupsdagur hinna vel þektu , , . , f ?., „ * j Iverkahrmg kvenfelagsms og nrr morlni n inr\o ( ^nnrrmnHíir* annara mannfélagsmda, og í aðrir ættingjar. Eins og flest íslenzk samsæti af svipuðu tagi, hófst það með því að allir sungu “Hvað er svo gatt sem góðra vina funduv”. — Flutti þá William sonur þeirra ræðu fyrir hönd barnanna. Mrs S. S. Einarson talaði fyrir hönd kvenfélagsins og beindi hún orð- um sínum sérstaklega til gull- brúðarinnar, lýsti starfi hennar i og merku hjóna Guðraundar Freeman og konu hans Guð- bjargar Helgadóttur og skyldi dagurinn hátíðlegur haldinn í tilefni af þessum merkilega at- burði. Mér datt í hug er dagurinn rann upp, “að það gefur svo hverjum sem hann er góður til,” því dagurinn var fagur; veðra- guðinn tjaldaði því bezta sem til var: glaðasólskin, stilt veður og mátulega heitt. Fólk dreif að úr öllum áttum. íslendingar úr nágrenninu voru þar allir og fjölmargir víðsvegar úr ríkinu og víðar að, og þó nokkrir norð- an úr Canada. Auk þess var fjöldi af hérlendu fólki, því þessi heiðurshjón eiga vlíða ítök í hjörtum manna. Athöfnin hófst með því að gengið var til kirkju kl. 11. Var þar vel skipað. Séra Egill H. Fáfnis, tengdasonur gullbrúð- hjónanna, stýrði messuformi, en séra Kristinn K. ólafsson, for- seti kirkjufélagsins prédikaði; flutti hann fagra og skörulega ræðu með málsnild eins og hon- um er lagið; mintist hann þess atburðar og talaði hann til gull- brúðhjónanna áMðeigandi hátt hinum mikla verkahrin.g á heim- ilinu. Hr. S. S. Einarson talaði tvisvar, með því ræðumanna- sniði sem er svo eftirtektarvort og honuni svo ejgir.iegf. 'If.Lði hann fyrst fyur hönd Metank- ton-safnaðar, og síðar fyrir eigin hönd. Ásmundur Benson, lög- maður frá Bottineau, tengdason- ur heiðursgestanna, mælti fyrir hönd tengdabarnanna, talaði hann af tilfinningu og málsnild; er Kann maður prýðisvel máli farinn. Hr. Guðmundur dómari frá Rugby, talaði fyrir hönd kirkjunnar hérlendu í Upham og heimahéraði og afhenti heiðurs- gestunum að gjöf vandaða Biblíu með skrautlegri áletran. Hr. Niels Johnson, lögmaður frá Towner, flutti snjalla ræðu; var hann heiðursgestunum kunnur frá blautu barnsbeini; djáðist hann mjög að mannkostum þeirra og manndómi. Margrét L. Benson frá Bottin- eau, dóttur-dóttir þeirra, mælti fyrir hönd barna-barna þeirra, og fórst myndarlega. G'. J. Ole- son, frá Glenboro, flutti heiðurs- gestunum vinarkveðju frá Can- ada og hinum brezka heimi, og • ° ö --------------------------------------~--- Var kirkjan blómum skrýdd og meðal annars þakkaði þeim fyrir athöfnin hin hátíðlegasta. að hafa gefið Canada ágæta Eftir að menn höfðu jafnað prestkonu. Fjölmörg skeyti ti' sig að lokinni messugerð, hófst | gullbrúðhjónanna víðsvegar frá hið virðulega samsæti; fór það j voru lesin, þar á meðal fagurt fram í kirkjunni, er það geysi-jkvæði frá Dr. Richard Beck, við mikill salur, en hvert sæti var háskólann í Grand Forks, N. skipað. Séra Kristinn var kjör- Dakota. inn til að stjórna skemtiskrá, sem var bæði löng og fjölbreytt. Einsöngva sungu þau Miss Bergþóra Einarsson frá Upham og fórst honum það með þeirri (og séra Egill H. Fáfnis frá risnu og myndarskap, sem bezt ^ Glenboro og var að gerður góður getur verið. Séra Kristinn er rómur, en Guðm. F. Thorleifsson handgenginn þeim Frfeem,ai^s- og Wm. M. Freeman sungu duet, hjónum og þekkir þau frá fornu1 sem lét vel í eyrum. Undir spil- fari, og var það á öllu auðséð, að ] uðu þær Mrs. Lawson og Mrs. honum var það náttúrlegt gleði- Fáfnis. efni 'að beita sér eins og bezt getur verið. Gullbrúðhjónin sátu fyrir miðjum stafni, en um- hverfis þau í hvirfingu voru börn, tengdaböm, barnabörn og hefi oft verið þar um tíma mér til mikillar ánægju, fylgist með starfi hans og gleðst yfir við- gangi hans( og vexti. Nú vildi eg láta vini íslands vestra frétta um þessa merku mentastofnun. — Við óskum henni alls góðs í bráð og lengd. Halldóra Bjamadóttir Áður en skemtiskrá lauk, las forsetinn, séra K. K. ólafsson, æfisögu Freemans hjónanna, sem hann hafði samið á ensku að tilhlutan barnanna. Var það ítarlegt og prýðisvel samið og verðskuldar að vera geymt og varðveitt fyrir komandi kynslóð- ir, og verður óefað gert. Að af- loknu prógrammi voru veitingar til reiðu fyrir alla; var öllum veitt af rausn og var öll frammi- taðan hlutaðeigendum til hinnar mestu sæmdar. Auk þess, sem Frh. á 5. bls.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.