Heimskringla - 17.08.1938, Blaðsíða 4

Heimskringla - 17.08.1938, Blaðsíða 4
4. SÍÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 17. ÁGÚST 1938 ©cimskniuila ; (StofnuO 1S86) Kemur út á hverjum miBvikudegi. Eigendur: THE VIKING PRESS LTD. 853 og 855 Sargent Avenue, Winnipeg Talsimia 86 537 VerS blaðslns er »3.00 éirgangurinn borglst fyrirfram. Allar borganir sendist: THE VIKING PRESS LTD. jj 31] vlðskHta bréf blaðlnu aðlútandi sendist: Kmager THE VIKINO PRESS LTD. 853 Sargent Ave., Winnipeg Ritstjóri STEFAN EINARSSON Utanáskrift til ritstjórans: EDITOR HEIMSKRINGLA 853 Sargent Ave., Winnipeg -------------------------------------- 1 "Heimskringla" Is published and printed by THE VIKING PRESS LTD. 853-855 Sargent Avenue, Winnipeg Uan Teleptoone: 86 537 p........................... WINNIPEG, 17. ÁGÚST 1938 N EFTIRÞANKAR UM ÍSLENDINGADAGANA í stuttri frétt er Heimskringla flutti 4. ág. um þjóðminningardagana í Nýja ís- landi, var þess getið, að á þá yrði síðar minst; skal nú reynt að efna það. Öfgalaust virðist mega um hátíðirnar segja, að þær næðu með besta móti til- gangi sínum, en hann er, eins og við vitum sá, að láta hvern íslending finna á raun- verulegan hátt til þess, af hvaða bergi hann er brotinn. Vér höfum ekki nokkurn mann hitt, sem hátíðirnar sótti, sem ekki segist minnast þeirra með sérstakri á- nægju. Og um það er ekki mörgum blöð- um að fletta, að sú ánægja stafaði af því að þjóðernismeðvitundin var vakin; hún er það bezta sem í hverjum manni býr. Hún er lífi hvers manns það sama og ræt- urnar eru trénu. Bryce lávarður víkur einhversstaðar að því að saga íslenzku þjóðarinnar sé svo sérstæð, að á fáar eða engar sögur annara þjóða sé hægt að benda til namanburðar. Menningarrætur hennar næðu þúsund ár aftur í tímann, en það væri meira en um nútíðarmenningu nokkurrar þjóðar yrfci sagt. Og þetta væri þeim mun eftirtekta- verðara, sem íslenzka þjóðin væri fámenn- asta menningarþjóð heimsins og hefðist við í einu kaldasta landi, sem nokkur menning- arþjóð bygði. Að þar væri nú um þjóð að ræða, sem flestum þjóðum væri jafn- mentaðir, hlyti að vera sérstökum og fá- gætum andlegum skilyrðum hennar að þakka. Eftir orðin sem töluð voru á þjóðhátíð- unum, ekki sízt af heiðursgestinum frá íslandi, sem þar var staddur, fann íslend- ingurinn vestra skyldleika sinn við sögu- þjóðina norður í höfum. Hann fann hvert ræturnar lágu, sem lífið nærðu í bezta skilningi þess orðs, andlegt líf hans og ó- dauðlegar hugsjónir, hugsjónir frelsis og raunverulegs menningarþroska. Og í þakklætisskyni fyrir að vera mintur á þetta, tóku áheyrendur með fögnuði undir orð Ragnar H. Ragnar, er hann tjáði þeim á hátíðinni á Gimli, að nú yrði sungið af karlakórnum í heiðursskyni við Jónas alþm. Jónsson: “Eg vil elska mitt land.” Um aðrar ræður sem fluttar voru á þessum fslendingadögum, er það að segja, að þær voru mjög samhljóma ræðum á öðrum þjóðminningardögum og þjóðrækn- issamkomum. Þær voru annað veifið kröft- ug og dýrt kveðin þjóðræknishvöt, en í hina mintu þær á þegnskyldubréfið. En það er algengt að rugla þessu tvennu saman, þegnréttinum og þjóðerninu, sem er þó sitt hvað. Það hefir ekkert hamlað íslendingnum frá að vera góður borgari, að hann er íslendingur, heldur einmitt hið gagn- stæða. Fyrst er að vera nýtur maður og þá er borgaraskyldan sómasamlega af hendi leyst. En eins og kunnugt er, er það sagan, saga lands og þjóðar hvers manns, sem viðurkend er af öllum uppeld- isfræðingum, að vera áhrifríkari, en nokk- ur önnur fræðigrein, til að efla manndóm æskunnar og viðhalda honum hja hinum eldri. Með því t. d. að einblína á þegn- skyldubréfið, en gleyma tungu sinni og sögu er íslenzk æska hér svift sínum meðfædda rétti til meiri þroska og mann- dóms. Eða skyldu fjölmennustu þjóðar- brotin hér, Bretinn og Frakkinn, verða spentir fyrir því, að leggja niður kenslu hér í sögu sinna þjóða og svifta með þvi æskuna uppeldisáhrifunum, sem því eru samfara? Þeim mundi hvorugum detta neitt slíkt í hug. Þeir mundu fljótt segja, að þeir ættu svo merkilegs arfs þar að gæta, að það kæmi ekki til mála. Þeim er það eins ljóst og nokkuð getur verið, að synir þeirra og dætur, eru móttækilegri fyrir áhrif sögunnar og afreksverk ein- staklinga af sinni þjóð, en nokkuð annað, vegna skyldleikans, vegna þess að rætur þeirra eigin eðlisfars á heima í sama jarð- vegi. Saga áa þeirra er með öðrum orðum hluti af sjálfum þeim. f því liggja hin miklu þroskaskilyrði sögunnar. Þessar athugasemdir, eru hér gerðar vegna þess, að það var ekki laust við í einni ræðunni á fslendingadögunum, að þegnskyldubréfinu væri leikið fram á borðið á móti þjóðerninu. Það hefir áður verið gert og Heimskringla hefir þá gert athugasemdir við það, vegna þess að hún skoðar þjóðræknisstarf íslendinga hér alls ekkert því til fyrirstöðu, að þeir geti verið góðir borgarar. íslendingar hér, sem eru afkomendur þeirra manna er fyrir þúsund árum sögðu: “Með lögum skal land vort byggja, en eigi með ólögum eyða, ’ eru og þeir borgarar þessa lands, er síztir allra eru líklegir til að rjúfa þegn- skaparorð sín. Þeir eru ekki öfgamenn. Þeir eru frjálslyndir í eðli sínu en ger- hugulir. Það á bæði við trúmála og stjórnmálaskoðanir þeirra. Fasisma yrðu Frakkar fyrri til að undirskrifa en þeir og sjálfir Englendingar hér kommúnisma. Þetta er nú að vísu pólitísk skoðun á þegnskyldunni, en sannast sagt, ber mikið á henni á þeim vettvangi. En hvað sem um það er, og í hvaða skilningi sem átt er við, mun á sannast að þjóðin, sem hlotið hefir viðurkenninguna fyrir “Mother of Parliament” hugmyndina, eða afkomendur hennar hvar sem eru, skilji þegnskyldu sína, sem hver annar einstaklingur hvar sem er. Nokkurt orð var á því gert að skemti- skrá dagsins á Gimli, að því er ræðuhöld snerti, hefði verið of löng. En að ge; ráð fyrir að öllum hafi fundist það, nær ekki neinni átt. Þessi hluti dagskrárinn- ar, verður í augum flestra aðal- og mesta skemti-atriði dagsins. Að stytta ræðurn- ar, er að vísu hægt þeim til geðs sem ekkert hugsa. En það er óumflýanlegt, að bjóða merkum gestum eins og forsætis- ráðherra Manitoba, borgarstjóra í Winni- peg og konsúlum Norðurlanda-þjóðanna og ýmsum öðrum er fulltrúastöður þjóðfé- lagsins skipa, á þessa allsherjar hátíð, og að þeir flytji ávarp er óhjákvæmilegt. Það flýtur því af sjálfu sér, að til ræðuhalda fari langur tími. En til þess að þau freisti ekki þeirra, sem bágt eiga með að halda sér vakandi undir ræðum, væri ef til vill hyggilegt, að taka upp þann sið, sem víða er nú orðinn algengur við hátíðahöld að hafa einhverja hvíld á skemtiskránni á hverjum tveggja klukkustunda fresti. Að því er íslendingadaginn snertir, virðist ekki nauðsynlegt, að bíða með alla skemti- skrána þar til upp úr hádegi. En þetta getur fslendingadagsnefnd komandi árs athugað. Eitt af því tilkomumesta við íslendinga- dagana er í’jallkonu sýningin. Þegar hug- myndinni var fyrst hreyft fyrir nokkrum árum að sýna hana, var ráðgert að hafa mynd af henni á tjaldi uppreistu að baki ræðupallinum. En þegar til kom, varð ekki af því, heldur var kona valin til að vera Fjallkonan. Var valinu þannig hátt- að, að tvær eða fleiri konur sóttu um heið- urinn. Varð um þetta nokkur samkepni, en almenningur réði úrslitum með því að bera fé í kosninguna með þessu eða hinu fjallkonuefninu. Þá var gullöld fslendinga- dagsins. Síðar var farið að hafa ungar stúikur í sveit með fjallkonunni, einar tólf eða fleiri, og áttu að vera heilladísir hennar, en hver drög lágu til þess, er oss ekki kunnugt um. Og loks er nú farið að hafa Miss Canada og Miss Ameríku með fjallkonunni. Alt getur þetta farið vel og þótt viðkunnanlegt. Samt virðist það minna á íburð og flúrlist og best færi á að fjallkonan væri ein síns liðs, með sinn hreina og skíra svip, er ætlast er til að hún setji á daginn. Fjallkonu-hug- myndin virðist oft vera þokukend í hugum manna. Vér höfum á þeim fslendinga- dögum verið, er Fjallkonan hefir verið á- vörpuð sem háttvirt(l) drotning. íþróttir á íslendingadeginum á Gimli voru í þetta sinni með langbezta móti. Slíks fjörs og áhuga og þar kom fram, höfum vér ekki orðið varir að minsta kosti síðast liðin fimm ár. Það hefði ekki verið öllum karlmönnum hent, að reyna sig við sumar konurnar þar í hlaupum. Sumir ungu íslenzku íþróttamennirnir sem þarna komu fram, gerðu svo langt framyfir það, sem flestir munu hafa búist við í mörgum íþróttum, að ósanngjarnt væri að viður- kenna það ekki. Sveinn Sigfússon frá Lundar, sonur Skúla fyrverandi fylkisþiifgmanns í St. George kjördæmi, er líklegast óhætt að telja einn fjölhæfasta íþróttamann Vestur- íslendinga, af þeim er ekki eru það, sem hér er kallað professional eða leggja stund á einhverja eina íþrótt sem atvinnu. Hann heyrir til íþróttafélagi (North End Ath- letic Association) í Winnipeg og er í hópi þess félags einn hinna fremstu annara þjóða manna, sem hér skara fram úr í íþróttum. Stanley Friðfinnsson, sonur Fred Frið- finnssonar, er annar frískur íslenzkur í- þróttamaður. Það mun lítill vafi á að hann sé mestur íslenzkur hlaupagarpur hér vestra, að minsta kosti að því, er oss er ' kunnugt um. Hann hefir og getið sér góðan orðstír hjá annara þjóða mönnum. E. Einarsson og Joe Johnson eru og á- gætir íþróttameqjn. Þeir minna, hvar sem þeir koma fram, á hvað góð og fögur íþrótt ef. Steini Eyjólfsson frá Árborg er einn fimasti glímumaður hér um slóðir. Annar sem mikið kveður að, sem glímu- manni, er Steini Jakobsson. Báðir þessir menn eru kunnir um Nýja-fsland fyrir iðkun þessarar fögru íslenzku íþróttar, sem að fimi, snarræði og öllum ásjáleik ber af glímum annara þjóða. Fyrir að leiða þessa ungu menn fram á sjónarsviðið á íþróttanefnd íslendinga- dagsins* þakkir skilið. Þeir minna á fornt táp ættstofnsins íslenzka svo að segja má um íslenzka æsku hér, eins og heima: “Táp og fjör og frískir menn, finnast hér á landi enn”. Og hví skyldi það öðru vísi vera. Hví ætti íslenzkt atgerfi að hverfa hjá æskunni í landi sem sjálft er á æsku- skeiði og öll skilyrði hefir, er þörf er á til heilsusamlegs þroska. Á næsta ári halda Winnipeg-fslendingar þjóðminningardag sinn í fimtugasta skifti. Verður þess eflaust að einhverju leyti minst við hátíðahaldið. Kemur þá margt til greina og ekki sízt það, hvar halda skuli hátíðina. í fljótu bragði getur virst æskilegast, að hafa daginn á Gimli eins og undanfarin ár. Eigi að síður virðist 1 þetta sinni margt mæla með því, að hátíðin verði í Winnipeg, þar sem hún hefir verið haldin í 42 ár. Dagurinn á hér sína sögu. Hann er stofnun Winnipeg-fslendinga. Og því fylgir margt, sem með því mælir að hátíðin sé hér haldin og verður ekki að sinni frekar út í það farið. Það, sem mestur þykir annmarki á að hafa hátíðina nú hér, er að svo fátt sé um góða staði fyrir hana. Á Gimli er ekki um annan stað að ræða en garð hins opinbera, en hér er einnig nóg af slíkum görðum. Og í þeim halda flest félög hér sínar útisam- komur. Auk þess eru garðar hér, sem eru eign einstaklinga og eru hinir fullkomn- ustu. Að nota þá væri ekki engin neyð. Að vísu eru þeir dýrir, en frágangssök er alls ekki að leigja þá. Að draga athygli að þessu máli er tíma- bært nú, þar sem íslendingadagsnefnd verður kosin í næsta mánuði og byrjað verður á ýmsum ráðstöfunum nú þegar áhrærandi hátíðina á komandi ári. Aðal-annmarkinn á að hafa daginn á Gimli er sá, að hann er svo nærri Iðavelli, þar sem annar íslendingadagur er haldinn um sama leyti. Aðsókn að deginum á Iöa- velli hefir mínkað um einn þriðja, síðan Winnipeg-íslendingar fóru að hafa sína hátíð á Gimli. Þetta er mjög athugavert ekki sízt þar sem Norður-Ný-íslendingar hafa einir allra íslendinga keypt sér land fyrir hátíðina, eiga sinn garð sjálfir. Það er ekkert sem framtíð fslendingadagsins tryggir betur en þetta. Ef Winmpeg-is- lendingar hefðu átt garð, heiði hátíðin aldrei héðan verið flutt. En út í svo mikið var ekki hugsað. Hefði þeim þó verið það innan handar, ef ráð hefði í tíma verið tekið, ekki einungis að eiga hér garð fyrir útiskemtanir sínar, heldur einn g islcnzkan þjóðgarð. Ógreiðan frá þessu sjónarmiði sköðað, sem Winnipeg-búar geróu Norður- Ný-fslendingum með því, að flytja hátíðina til Gimli, er bezt að viðurkenna og segja ekki meira um það. En, munu menn segja, það var hætt að sækja daginn í Winnipeg og að fara með hann til Gimli barg honum. Síðasta árið sem íslendingadagurinn var í Winni- peg, sóttu hann 1300 manns. Það er vafa- samt að Winnipeg-íslendingar hafi nokkru sinni sótt hann svo margir til Gimli. Eitt ár, sem að vísu var óhappa-ár fyrir ís- * Nefndina skipa: Philip Pétursson, Eric fsfeld, A. Anderson, Joe Sigurðsson og Carlisle Johnson. lendingadaginn, sóttu hann ekki' yfir 400 manns til Gimli úr Winnipeg. Það mun ekki sönnu fjær, að tveir þriðju þeirra þrjú þúsunda eða þar yfir, sem dag- inn hafa sótt á Gimli, séu Ný- íslendingar. Það er umhugsun- arvert, hve margir íslendingar af þeim sem maður finnur að máli í Winnipeg eftir hátíðina, hafa ekki sótt íslendingadaginn. — Þessir menn eru alveg eins þjóð- ræknir og rúmlega það, er óhætc að segja, og margir þeirra sem sækja daginn, en þeir hafa blált áfram ekki haft efni á að sækja hann svo langt í burtu með fjöl- skylduhóp sinn, eins og þeir gerðu meðan daginn var skemmra að sækja. Það er góð auglýsing að segja að 6,000 manns hafi sótt fs- lendingadagana í Nýja-íslandi. Hitt er lakara að vita til, að þeir hafa ekki verið nema helmingur þeirrar tölu, eða rúmlega það, vegna þess að hér er um sömu mennina að ræða er báða dagana sækja og sem stafar af því að íslendingadagarnir eru svo nærri hvor öðrum. f raun og veru má því segja, að Winnipeg-búar séu að hald,a Ný-ís^endingum að nokkru annan íslendingadag, sem í sjálfu sér væri góðra gjalda vert, ef ekki fylgdi sá bögull skammrifi sem á hefir verið minst hér að framan. En um þetta mál skal ekki frekar fjölyrt að sinni. Grein þessari skal svo ljúka með því að þakka íslendingadagsnefnd- unum bæði í Winnipeg og á Hnausum fyrir vel unnið starf. Þær hafa vissulega gert alt sem í þeirra valdi stóð til þess, að hátíðirnar yrðu íslendingum sem ógleymanlegastar og til mikils sóma. RITGERÐIR JÓNASAR JóNSSONAR Um nálega tvo tugi ára hefir Jónas Jónsson verið áhrifamesti stjórnmálamaður á íslandi. — Vandfundið er það svið þjóðlífs- ins, þar sem áhrifa hans hefir ekki að einhverju gætt. Þrátt fyrir þetta hefir J. J. haft tíma til að sinna ótal mörgu, sem ekki snertir þjóðmál beinlínis. Sam- fara miklum dugnaði og hug- sjónaauði hefir hann haft yfir að ráða óvenju snjöllum penna. Svo snjöllum, að þrátt fyrir geysimikið annríki, sem stjórn- málaleiðtógi, hefir hann verið stórvirkastur og mest lesinn ís- lenzkra rithöfunda síðustu tutt- ugu árin. Ritstörf J. J. tilheyra fleiru en einu sviði, svo sem ráða má af störfum hans. Hann hefir sam- ið kenslubækur fyrir börn, sem bera af öðrum kenslubókum í þeim greinum. Hann hefir ritað mikið um skóla- og uppeldismál. Greinar hans um bókmentir og fagrar listir eru meðal þess fremsta, sem um þau efni hefir verið ritað á íslenzka tungu. — Minningargreinar hans um sam- starfsmenn, vini og kunningja, eru viðurkendar fyrir. djúphygli og glöggskygni. Greinar hans frá baráttuárum ungmennafé- laganna áttu drýgstan þátt að því, að móta stefnu Framsóknar- flokksins. Og loks þjóðmála- greinar J. J., sem Framsóknar- flokkurinn á gengi sitt að veru- legu leyti að þakka. Hér hefir verið drepið á nokkra þætti í ritstörfum J. J., en þau eru slungin af fleiri þátt- um en þessum. Enn mætti nefna fjölda greina um samvinnumál og verzlunarmál yfir höfuð, ferðasögur o. m. fl. Ef skýra ætti í hverju gildi ritverka Jónasar Jónssonar er fólgið, yrði það langt mál, enda verður það ekki rakið hér. Þó má nefna eitthvað af því, sem augljósast er. J. J. ritar óvenju gott mál. Fáum mönnum er tungan eftirlátari en honum, orð- auðgi, myndbreytingar tungunn- ar og mýkt er mjög áberandi í ] stíl J. J. Ritleiknin ein myndi því gefa ritverkum J. J. gildi. Fjöldi af greinum hans hefir mikið sögulegt gildi, einkum hvað snertir menningarsögu, persónusögu og stjórnmálasögu. Hinar mörgu og stórmerku greinar J. J. hafa verið almenn- ingi lokaður fjársjóður til þessa. Þær hafa yfirleitt birst í dag- blöðum og vikublóðum, en slík- um blöðum er ekki haldið saman af þorra manna. Fólk hefir því ekki átt þess kost að lesa þessar greinar nema einu sinni, þótt það hefði einskis framar óskað en eiga þær í bókaskápnum sín- um og geta litið í þær öðru hvoru. Nú er í ráði að kippa þessu i lag. Á stofnfundi Sambands ungra Framsóknarmanna í s.l. mánuði var samþykt, að S. U. F. skyldi gangast fyrir útgáfu á rit- gerðum Jónasar Jónssonar. Nú er þessu máli svo á veg komið, að 1. bindis af þessari útgáfu má vænta seint á þessu ári. Það mun hafa inni að halda minning- argreinar Jónasar Jónssonar um ýmsa menn. Pólitísk sjónarmið verða á engan hátt látin ráða vali greinanna, sem birtast í þessu bindi. Þar munu m. a. birtast greinar Jónasar um stjórnmálaforingja andstæðing- anna, s. s. Magnús Guðmunds- son og Jón Baldvinsson. Enda má hiklaust fullyrða, að hin nýja — og vonandi myndarlega — útgáfa af ritgerðum J. J. verði ekki einkaeign Framsóknar- manna. Þeir f jöldamörgu menn, karlar og konur, sem án tillits til stjórnmálaskoðana dá Jónas Jónsson, sem rithöfund, munu kaupa þetta ritverk, þó að Samb. ungra Framsóknarm. gefi það út. Það er ekki heldur flokks- legur ávinningur, sem vakir fyr- ir ungum Framsóknarmönnum, þegar þeir ákveða að befjast handa um þessa útgáfu, heldur það, að verk eins glæsilegasta rithöfundar fslendinga á síðari tímum megi vera aðgengilegri til lestrar fyrir almenning en nú er. Þá viðleitni mun þjóðin líka vel kunna að meta. Það munu verða fáir, og ekki aðrir en póli- tískir ofstækistrúarmenn, sem af pólitískum orsökum vinna gegn því, að útgáfa á ritgerðum Jónasar Jónssonar geti tekist vel — eins vel og hans óvenjulegu rithöfundarhæfileikum sónur. (Ritstjórnargrein í Nýja Dag- blaðinu í Reykjavík, dagsettu 16. júlí 1938.) VERÐA SÝKLAR NOTAÐ- IR SEM VOPN? Ófriðarhættan er nú það mál, sem einna mest er rætt í heims- blöðunum. Menn eru yfirleitt á einu máli um að næsta heims- styrjöld verði stórum ægilegri en sú síðasta. Það fara m. a. fram rannsóknir á því, hvert. gagn megi verða að því í ófriði, að útbreiða hættulegar drep- sóttir meðal annara þjóða. i eftirfarandi grein er rætt uni þessa nýju tegund vopna. Það er verið að undirbúa strið með sýklum. Japanir og Þjóð- verjar vinna við þenna undirbún- ing> og ýmsar aðrar þjóðir eru að minsta kosti .komnar eins langt og þeir. Því er haldið fram, að alt sé leyfilegt til þess að vinna stríð, en hvað þetta alt er, eru þeir ekki reiðubúnir að segja hverjum sem er. Þýzki prófessorinn Bause hef- ir sett þær skoðanir fram í bók sinni um varnarvísindin, að líf- fræðin muni smátt og smátt verða jafn sjálfsögð og efna- fræðin, þegar gera eigi út um næsta ,ófrið. Og prófessorinn heldur áfram: “Það kemur einnig til greina, að koma tauga- veikisgerlum í drykkjarvatn, og smita á annan hátt með tauga- veiki, svo sem með flóm og að láta rottur bera ýmsa ipestar- gerla. Flugvélar munu verða að

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.