Heimskringla - 16.11.1938, Blaðsíða 8

Heimskringla - 16.11.1938, Blaðsíða 8
8. SÍÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 16. NÓV. 1938 FJÆR OG NÆR Messur í Winnipeg fara fram í Sambandskirkj- unni eins og vanalega kl. 11 f.h. á ensku og kl. 7 e. h. á íslenzku. Við morgunguðsþjónustuna, í stað hinna vanalegu einsöngva, verður spilað á fíólín af Miss Madelain Gauvin, sem er með- limur söngflokksins. Við kvöld- guðsþjónustuna stýrir Mr. Pét- ur Magnús söngstjóri. Prestur safnaðarins prédikar við báðar messur. ? * * "YOUNG ICELANDERS" A general meeting will be held at the J. B. Acadamy, Thursday, Nov. 22nd, at 8 p.m. An interesting programme has been arranged. Come and bring á friend. ------T-H-E-A-T-R- THIS THURS. FRI. & SAT. Ritz Brothers In "KENTUCKY MOONSHINE" Jane Withers ln "CHECKERS" also Cartoon Next Mon. Tues. & Wed. • "DEAD END KIDS" Vatnabygðir sunnud. 20. nóv. kr. 11 f. h.: Sunnudagaskóli í Wynyard. Messa í Leslie á þeim tíma, er auglýstur verður innan sveitar. Þessi messudagur er valinn sök- um þess, að prestur varð veður- teptur á sunnudaginn var. Jakob Jónsson • * • Jón Reykjalín frá Gimli, Man., var staddur í bænum s. 1. mánu- dag. • * * Jón Kernested skáld frá Win- nipeg Beach, var staddur í bæn- um í gær; hann var að finna mentamáladeild fylkisins við- víkjandi skólamálum nyrðra. • * » Guðm. dómari Grímsson og frú frá Rugby, N. D., komu til bæjarins fyrir helgina. Mr. Grímson kom til að vera á f undi stjórnarnefndar Þjóðræknisfé- lagsins. • • * Próf. Richard Beck frá Grand Forks, N. D. kom til bæjarins fyrir helgina. Erindið var að sækja fund stjórnarnefndar Þjóðræknisfélagsins er haldinn var s. 1. föstudag. • • • Líndal Byron lézt 13. nóv. að heimili sínu, 302 Balmoral St., Winnipeg. Hann var 86 ára gamall, Húnvetningur að ætt. Jarðarförin fer fram í dag. ¦iiiliiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiini Hjálparnefnd Sambandsafnaðar Utsala á mat og Bridge-spil Hjálparnefnd Sambandssafnaðar hefir útsölu á heimatilbúnum mat í samkomusal kirkj- unnar, eins og getið var um í síðasta blaði, FöSTUDAGINN, 18. Þ. M. útsalan byrjar upp úr hádegi. Þar veður allskonar íslenzkur matur á boðstólum svo sem: kæfa, rúllupylsa, og bakningar af ýmsu tagi. |— Samkoma þessi og útsala er haldin til arðs fyrir jóla- glaðningarsjóð nefndarinnar og er því fólk alment beðið að sýna þessari viðleitni þátttöku sína. Að kveldinu verður kaffisala og bridge-spil fyrir þá sem vilja. Forstöðunefndin. 11111111111111111111111111 ¦ T1111111111111111111111 ¦ 11 ¦ I ¦ 11 ¦ 1111111111111 f 11 ¦ ITI f 11111111J11111111 ¦ 111111 ¦ I ¦ 111111111 ¦ 111 j 11 ¦ 11111111:1111111111111111 ¦ i n 1111111 ¦ 111111111111 ¦ i i 11111 ¦ 1111111 ¦ ¦ 11 f ¦ 111 ¦ 1111111111 ¦ i Bridge Drive "Bridge" undir umsjón "The Saturday Night Club" verður haldin í samkomusal Sambandskirkju, LAUGARDAGSKVELDIÐ þann 10. DESEMBER f stað þess að gefa verðlaun fyrir hæstu vinninga Verða gefnir happa drættir, svo allir hafi jafnt tækifæri. Fyrstu verðlaun er stór Turkey. Einnig fleiri verðmæt verðlaun. Þetta er árleg skemtun hinna yngri ktenna safnaðarins, og var húsfyllir síðasta ár, svo fólk er ámint um að fá aðgöngumiða í nægan tíma. Forstöðunefndin. iiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiMiiiiiiMiiiiiiiiiiiimiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimmiiiimiiimiii Vote 1 for HONEYMAN For MAYOR REYNDUR—FÆR—og SANNGJARN "Stefnuskrá sem styðst við reynsluna" Bérstök bæjarnefnd undir forystu bæjarráðsmanns E. D. Honeymans ¦amdi og lagði fram fyrir Rowell Qefndina, sóknarbréf bæjarins er Qélt fram þessum atriðum: (1) Lækkun skatta á heimilum og fasteignum; (2) Umbótum & strætum bæjarins og fl.; (3) Afnám kauplækkunarinnar, og að (4) Styrkja fjárhagslega tiltrú bæjarins. Stefna þessi sem gerð er grein. fyrir í sóknarbréfum hefir verið viðtekin á Englandi og verður að vera innleidd hér, ef Winnipeg á að komast áfram. Kjósið HONEYMAN sem borg- arstjóra til þess að halda þessum málum áfram. Þér greiðið atkvæði 25. nóv. Séra Sigurður Ólafsson frá Árborg, Man., fékk skeyti um það frá bróður sínum Erlendi heiman af íslandi 8. nóv., að bróðir þeirra Guðni hefði farist á togara. Guðni var 45 ára gam- all, ókvæntur. Kvenfélag Sambandssafnaðar efnir til einnar voldlugustu söl- unnar sem hér hefir þekst á heimatilbúnum mat í sal Sam- bandskirkjunnar' næstkomandi föstudag. Þar eru matvæli til sölu á hálfvirði borið saman við gangverð á þeim annar staðar í þessum bæ. Af þeim kjörkaup- um til búsins ættu engir að missa. • * * Laugardaginn 12. þ. m. voru þau Wilmar J. Olson og Vil- helmína T. Ásmundsson, bæði frá Vita, Man., gefin saman í hjónaband af séra Rúnólfi Mar- teinssyni að 493 Lipton St. — Heimili þeirra verður að Vita. • * * Jóns Sigurðssonar félagið I.O. D.E., hefir beðið "Heimskr." að minna fólk á, sem ekki hefir enn eignast bókina "Minningarrit íslenzkra hermanna", sem félag- ið gaf út fyrir mörgum árum síðan, að enn gefist því kostur á að eignast bókina, því fáein ein- tök eru enn eftir óseld hjá for- seta félagsins, Mrs. J. B. Skapta- son, 378 Maryland St., Winni- peg. Bókin kostaði upphaflega $10.00 í góðu bandi, en er nú færð niður í þriðjung þess verðs, auk burðargjalds. Pant- anir ætti að gera sem fyrst, því ólíklega endist upplagið lengi úr þessu. * * * R. F. Pétursson, verkfræðing- ur frá Dryden, Ont., var stadd- ur hér í bæ um síðustu helgi, í viðskiftaerindum. Hann starfar við brautagerð í mið-vesturhluta fylkisins, og rekur það verk á eigin reikning sem samnings- vinnu fyrir stjórnina. • • * Þegar Jónas var farinn heimleiðis: Þú er kominn, þú hefir séð Þú hefir heyrt og skilið Þú er farinn, þú hefir léð Þjóðlegt "tromp" í spilið. J. J. N. • * • Archibald McNab, bóndi við Piney, Man., var staddur í borg- inni um síðustu helgi. Hann sagði alt tíðindalaust úr bygð- inni og atvinnulíf fremur dauft. • * * Kristján Friðfinnsson lézt 10. nóv. að heimili sínu, 622 Agnes St., Winnipeg. Hann var 40 ára að aldri og lætur eftir sig konu og mörg börn. Hinn látni var sonur Jóns heitins Frið- finnssonar tónskálds og konu hans. Jarðarförin fór fram s. 1. mánudag frá Fyrstu lút. kirkju. • • • Sigríður Halldórsson, 225 Ca- thedral Ave., Winnipeg, lézt 8. nóv. á sjúkrahúsinu í St. Boni- face. Hún var 19 ára. Jarðar- förin fór fram s. 1. laugardag frá útfararstofu A. S. Bardals. • ¦ • • Bridge Drive til arðs fyrir sjúkrasjóð st. Helku nr. 33, I. O. G. T. verður haldið í G. T. hús- inu fimtudagskv. 1. des. n. k. Nánar auglýst síðar. • • • Teppið sem dregið var um á Sumarheimilis samkomunni, hlaut Mrs. J. B. Skaptason. — Númerið var 108. Mrs. Skapta- son gaf Sumarheimilinu aftur teppið. • • * Stórt og bjart framherbergi til leigu án húsgagna að 591 Sherburn St. Sími 35 909. • • • Bækurnar eru til fróðleiks og skemtunar. Góðar bækur eru dýrmæt eign. Látið þær einn- ig vera til prýðis í bókaskápnum yðar, með því að senda þær í band til Davíðs Björnssonar á "Heimskringlu". Verkið vel af hendi leyst. Hljómboðar, I. og II. Nýkomið er heiman af fslandi II. hefti af sönglögum Þórarins Jónssonar. Bókin er af sömu stærð og blaðsíðufjölda og fyrsta heftið. f þessu hefti eru 26 lög — sum að mun lengri en í fyrra heftinu. Öll eru lögin frumleg og hljómþýð, og standa framar flestu, sem nú er út gef- ið á íslenzku af sama tæi. Bæði heftin hafa hlotið einróma lof heima á föðurlandinu. Aðeins örfá eintök hafa borist hingað vestur. Þeir sem keyptu fyrra heftið, geta fengið það síðara fyrir $1. En þeir, sem vildu eignast bæði heftinu í einu, fá þau fyrir $3.00 — alls 66 lög. Er það innan við 5 cent lagið — sjálfsagt ódýrasta fyrsta útgáfa, sem nokkursstaðar hefir verið gefin út. Söluna hafa með höndum: E. P. Johnson, ritsjóri Lög- bergs og Gísli John,son, 906 Banning St., Winnipeg. • • • G. T. stúkan Skuld, sem hefir fundi sína á hverju miðviku- dagskvöldi, byrjaði þennan árs- fjórðung í síðustu viku, þá um- boðsmaður stúkunnar Guðm. M. Bjarnasonar, setti eftirfylgjandi meðlimi í embætti: FÆT—Mrs. Halldóra Bjarnason ÆT—Mr. Jón Halldórsson Rit—Mr. Gunnl. Jóhannson AR—Mr. Walter Anderson F.Rit.—Mr. Ásbj. Eggertson Gj.—Mrs. Árný Magnússon Kap.—Miss Guðrún Eggertson Dr.—Miss Soffía Goodman. AD—Miss Sigurrós Anderson V.—Mrs. Jóhanna Cooney UV—Mr. Wm. Smith. Organisti—Mrs. Sigríður Gunn- laugsson. Fundir byrja ávalt stundvís- lega kl.. 8 e.h. • • * ÍSLENZKT ÚTVARP 1. DES. 1938 Skrautleg og Spáný ÍSLENZK Jólakort 10c °g 15e Hið mikla upplag af ís- Jenzkum bókum, sem vér buðum á niðursettu verði í bóksöluskránni nr. 4, hafa nú enn verið færðar niður um 25% Sendið eftir þessari nýju bóksöluskrá. THORGEIRSON CO. 674 Sargent Ave. Winnipeg MESSUR og FUNDIR l kirkju Sambandssafnaðar HITT OG ÞETTA 1. Inngangsorð: Séra Valdimar J. Eylands. 2. Kórsöngur: Karlakór íslend- inga í Winnipeg. Mr. Ragn- ar H. Ragnar, söngstjóri, Mr. Gunnar Erlendsson, píanist, Mr. Hafsteinn Jón- asson, sólóisti, Mr. Lárus Melsted, sólóisti. 3. Ávarp: Dr. Rögnvaldur Pét- ursson. 4. Ávarp: Dr. Brandur J. Brand- son. 5. Einsöngur: Mrs. Sigríður 01- son, Miss Snjólaug Sigurd- son, accompanisti. 6. Kvæði: Mr. Einar P. Jónsson. 7. Ávarp: Mr. Grettir Leo Jó- hannson. 8. Kórsöngur: Karlakór íslend- inga í Winnipeg. Eftirfarandi útvarpsstöðvar munu flytja ofangreint prógram 1. des. frá kl. 17.00 til kl. 17.30, Central Standard Time. CJRM, Regina, Sask. 540 kilo- cycles, Long Wave (kl. 4— 4.30 e. h.) CJRC, Winnipeg, Man., 630 kilo- cycles, long wave. CJGX, Yorkton, Sask., 1390 kilo- cycles, long wave, (kl. 4— 4.30 e. h.) CJRO, Winnipeg, Man. 6150 kilo- cycles, short wave. CJRX, Winnipeg, Man., 11270 kilocycles, short wave. Svohljóðandi skilgreining á tízkahöttum kvenna hefir oss borist í hendur: "Ef kona hefir eitthvað á höfðinu, sem þú veizt ekki hvað er, þá er það hattur samkvæmt nýjustu tízku." • • • Erfiður viðskiftavinur: Er verzlunarstjórinn viðlátinn? — Kannske hann sé skynsamari en þér. Afgreiðslumaður: Það er hann frú mín góð. Hann fór út, er hann kom auga% á yður. Skoti einn var staddur í New York, þegar heimsstyrjöldin skall á, en konan hans var heima á Skotlandi. — Ætlarðu ekki heim til kon- unnar þinnar? spurði amerískur vinur hans. — Ertu vitlaus maður? hróp- aði Skotinn. Ætti eg að fara að hætta mér yfir Atlantshafið, innan um alla þessa strádrepandi kafbáta? Nei, áreiðanlega ekki. Eg er búinn að senda konunni peninga fyrir fargjaldinu hing- að. • * * — Heyrðu, Jón, hvað varð af páfagauknum, sem þú áttir? — Þegar eg kvæntist, þá dó hann úr sorg. — Afbrýðissemi, trúi eg? —i Ekki beint, en hann stóðst ekki samkepnina. * * * Anton van Dyck var uppi á 17. öld. Hann var frægur málari, einkum fyrir mannamyndir sín- ar. Einu sinni málaði hann mynd Henriette Marie Englandsdrotn- ingar. Sú mynd var ágæta vel gerð, einkum vakti mikla at- hygli, hve hendur drotningar- innar voru óviðjafnanlega fagrar á málverkinu. Drotningunni lík- aði myndin hið bezta, og spurði hún van Dyck, hversvegna hann sýndi hendur sínar svo fagrar. — Vegna þess, yðar hátign, svaraði málarinn og laut drotn- ingunni, að úr þessum höndum vænti eg launanna. Messur: — á hverjum sunnudegi Kl. 11 f. h. á ensku Kl. 7 e. h. á íslenzku. Safnaðarnefndin: Fundir 1. föstu- deg hvers mánaðar. Hjálparnefndin: — Fundir fyrsfa mánudagskveld I hverjum mánuðl. Kvenfélagið: Fundir annan þriðju- dag hvers mánaðar, kl. 8 aS kveldinu. Söngæfingar: Islenzki ftöng- flokkurinn á hverju fimtu- dagskvöldi. Enski söngflokkurinn & hverju föstudagskvöldi. Sunnudagaskólmn: — Á hverjum sunnudegi, kl. 12.15 e. h. ÞJóÐRÆKNISFÉLAG ÍSLENDINGA Forseti: Rögnv. Pétursson 45 Home St. Winnipeg, Man. Allir fslendingar í Ameríku ættu að heyra til Þjóðræknisfélaginu Ársgjald (þar með fylgir Tímarit félagsins ókeypis) $1.00, sendist fjármálarit- ara Guðm. Levy, 251 Furby St., Winnipeg, Man. ÆTTAT0LUR fyrir fslendinga semur GUNNAR ÞORSTEINSSON P. O. Box 608 Reykjavík, Iceland Pianokensla R. H. RAGNAR Kenslustofa: 522 Furby Street Phone 31476 VIÐ KVIÐSLITI? Til linunar, bóta og styrktar reynið nýju umbúðirnar, teyju- lausar. Stal og sprotalausar. — skrifið: Smith Manfg. Company, Dept. 160, Preston, Ont. Miljónamæringur í Calcutta var fyrir skömmu síðan dæmdur í eins árs fangelsi fyrir stuld á rafstraumi, m. a. til kvikmynda- húss, sem hann rak. Fyrirlestrahöld Guttorms J. Guttormssonar Skáldið Guttormur J. Guttormsson dvaldi á íslandi í sumar, sem gestur íslenzku þjóðarinnar. Hann hefir samið erindi um þessa ferð sína og dvöl, sem honum varð einkar ánægjuleg. Lýsir hann því sem fyrir augu bar á þessu ferðalagi, og hinum heillandi áhrifum er hann varð fyrir af viðkynningu sinni við land og lýð. Fyrirlestraferð þessa fer hann undir umsjón Þjóð- ræknisfélagsins og verður á þeim stöðum sem hér segir: WINNIPEG (Góðtemplarahúsið) mánud. 21 þ.m. kl. 8 e.h. LUNDAR, miðvikudaginn 23. þ.m. kl. 2.30 e.h. HAYLAND, föstudaginn 25. þ.m. kl. 2.30 e.h. Guttormur er málsnjall maður og orðhagur. Komið og hlustið á hann. — Inngangur hvarvetna 25c; fyrir unglinga innan 14 ára, 15c. Forstöðunefndin Kaupið Heimskringlu Borgið Heimskringlu Ný hagsýnisstefna fyrir Winnipeg Greiðið fyrsta atkvæði með TRAVERS SWEATMAN V fyrir B0RGARSTJÓRA • Lækka skattana. • Afnema kauplækkunina. • Veita atvinnu í stað f átækra styrks. með NÝJAR HUGYMNDIR KOMA NÝJIR MENN Fáið nábúa yðar til að greiða atkvæði.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.