Heimskringla - 14.12.1938, Blaðsíða 2

Heimskringla - 14.12.1938, Blaðsíða 2
2. SÍÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 14. DES. 1938 Minningabrot um GUÐNA ÓLAFSSON, Barónstíg 21, Reykjavík háseta á togaranum ólafi, er fórst ásamt félögum sínum, á Halamiðum við ísland, í önd- verðum nóvember-fmánuth. “Vér hörmum þá rekka, sem Rán hafa gist, En ríkust er sorgin þar heima, Þar beiskt grætur móðir, sem bur hefir mist, Og brúðurin, sem fyrir skemstu’ hafði kyst Þann ástvin, sem aldrei má gleyma. Þá aldan hrífur burt ungra lið, Þess ættjörðin seint fær bætur; Svo sáran allir það vikna við Og vinirnir bjóða að hinzta frið Þeim grátandi góðar naetur.” (Stgr. Thorsteinsson) Um margar aldir, enda alt frá landnámstíð hafa fslendingar sótt mikinn hluta af lífsbjörg sinni út á hafsins djúp. Hafið hefir og jafnan látið þeim mik- inn auð í té, er vaxandi hefir farið með stærri skipum og bættum starfsháttum við rekst- ur fiskiveiðanna; en aldrei á um- liðnum öldum hafa slíkar gnótt- ir gulls í greipar ægis sóttar verið, eins og síðastliðin 30 ár eða síðan að togaraútgerðin hófst. En hitt er og líka jafn- satt að áföllin sem ægir veitir íslandi eru mjög stórfeld, ein- mitt á þessu sama tímabili. Við sem nú erum fullorðin minn- umst áfallanna miklu og skarð- anna stóru er höggvin voru í sjómanna stéttina á dögum þil- skipanna, einkum þó á árunum 1903—1907, og minnumst margra ágætra drengja og skipsfélaga, er meðal margra annara gistu ægi á þeim árum. En stórfeld og tíð hafa þau einnig verið slysin síðan að tog- araútgerðin hófst, skal sú sorg- arsaga ekki nánar rakin hér, þótt glögg sé hún mér í huga.* Vissa er nú fyrir því fengin að togarinn Ólafur, frá Reykjavík, eign Alliance-félagsins, hafi far- ist með allri áhöfn í öndverðum nóvember mánuði á Halamiðum. Þetta skip ásamt 6 öðrum botn- vörpuskipum -íslenzkum, og nokkrum þýzkum skipum hafði verið á veiðum á Halamiðunum, sem eru út af vesturhluta ís- lands, þriðjudaginn 1. nóv., hafði þá verið daginn áður nokkur ís á þessum slóðum, en færðist fjær fyrir hagstæða vindstöðu sem var A.N.A., svo að á þriðjudag- inn var verið að veiðum, var veður all-gott, dimt í lofti, en snjóaði er á daginn leið, en frostlaust veður. Á miðnætti, aðfaranótt 2. nóv. átti togarinn Hannes Ráðherra ^keytasam- HATIÐA OSKIR til hinna möigu íslenzku viðskiftamanna og vina. CITY DAIRY Limited Sími 87 647 band við alla íslenzku togarana á þessum slóðum, þar á meðal við togarann Ólaf, eru slík skeyti venjulega aðallega snert- andi afla, veður, o. s. frv., var og svo að þessu sinni. Guð- mundur Markússon skipstjóri á Hannesi Ráðherra, segir svo frá að áminsta nótt, aðfaranótt miðv.d. 2. nóv. fór veður hrað- versnandi, svo að kl. 4.40 um nóttina hættu þeir veiðum, en um morguninn kl. 7, brast á fár- viðri; svo að þetta skip, eftir að það hafði fengið á sig brotsjó, lét reka fyrir vindi, og frá kl. 7 til kl. 12 á hádegi hafði skipið farið 20 mílur undan vindinum. Kl. 9 árdegis þann dag náðu ís- 'lenzku togararnir er á þessum slóðum voru skeytasambandi hver við annan, utan þess að þaðan af gat enginn þeirra náð sambandi við togarann Ólaf. — Veðrið fór smá lækkandi næsta dag. Á laugardag var svo hafin leit að Ólafi af 9 togurum, og tveimur varðskipum og björg- unarskipinu Sæbjörg, var leitað 120 mílur út af Garðsskaga, og þar næst norður undir það svæði, sem togaramir leituðu á, en þeir leituðu um alt svæðið frá landi að Halamiðum og út til hafs en öll var leitin árangurslaus. Þann 8 nóv. var leitinni hætt, hafði hinn kveljandi efi orðið að hörmulegum virkilegleika, að skipið hafði farist með öllum hinum hraustu og harðfengu fé- lögum, sem talið er að hafi verið einvalalið, alt menn á bezta aldri. Tvennir bræður ifórust þarna, voru tveir þeirra, Hall- dór, 2. vélstjóri og Bárður kynd- ari, synir séra Lárusar Schev- ingS Halldórssonar á Breiða- bólsstað á Skógarströnd, og eft- irlifandi ekkju hans Ambjargar Einarsdóttur. Þann 16. nóv. var höfð vegleg minningarguðsþjón- usta í dómkirkjunni undir stjóm Hudson’s Bay félag'ið, elzta verzlunarfélagið í Canada, flytur íslenzKtim viðskiftamÖnnum ogí vinum hvarvetna síimar Hjartanle^ustti jóla- Kveöjtir. Yður er heimilað að nota “Bay” búðina sem aðalstöðvar yðar við jólakaupin. Þess utan tryggið þér yður, að þér fáið beztu vörurnar. Þá er verðlag okkar það, að þér “Sparið fé hvern þann dag sem þér verzlið hjá Bay” IbiíþÉtm# (llumpumj. INCORPORATED MAY 1670 séra Bjarna vígslubiskups og söngflokks kirkjunnar. Samskot voru hafin sama dag þeim til hjálpar sem mist hafa einkastoð sína og eru þurfandi. Skipið Ólafur var aðeins 12 ára, bygt í Hollandi, 339 tonn, talið traust, og í mjög góðu ásigkomulagi. A Guðni bróðir minn var háseti á skipinu og fórst með því. — Hann var fæddur að Ytra-Hóli í Vestur-Landeyjum í Rangár- vallasýslu, 9. febr. 1894, voru foreldrar okkar Ólafur Erlends- son, bóndi á Ytra-Hóli, en síðar að Vetleifsholti, og síðast í Rekyjavík, af Ægisíðu-ætt í Rangárvallasýslu, dáinn í Rvík., 3. marz 1925, og eftirlifandi ekkja hans Guðríður Þrosteins- dóttir, af Arnarhólsætt í Vestur- Landeyjum nú til heimilis hjá Erlendi syni sínum, Barónsstíg 21, Reykjavík. Voru þeir Er- lendur og Guðni tvíburar, og meðal yngstu barna foreldra okkar, og alla æfi sem einn mað- ur, svo samrýmdir voru þeir, frá barnæsku til hinstu stundar. Guðni ólst upp heima og varð snemma harðfrískur og dugleg- ur, stundaði hann heimili for- eldra okkar, fram til tvítugs ald- urs, þurfti hjálpar hans sérstak- lega við heima, sökum þess að Erlendur bróðir fór strax að stunda sjó á togurum frá 16 ára aldri. Mjög stóð hugur Guðna til náms, var hann ágæt- lega gáfaður maður. Um hríð naut hann tilsagnar í ýmsum greinum hjá kand. Helga Skúla- syni frá Breiðabólsstað í Fljóts- hlíð, er þá bjó á Herríðarhóli í Holtum. Af námi gat þó ekki orðið, og frá 20 ára aldri fór hann að stunda sjó á togurum meirihluta ársins, en vann þó venjulega heima um sláttinn. Þaðan af stundaði hann alt af sjóinn, á togurum lengst af, bæði við strendur íslands, en einnig um hríð frá Boston; sömuleiðis sigldi hann um hríð á strand- ferðaskipunum, Brúarfossi, og til Miðjarðarhafslanda á fiski- flutningaskipunum Heklu og Kolumbusi. Á togara Ólafi hafði hann verið um nokkur síðari ár, þegar hann var á fiskiveiðum, og með Sigurjóni skipsstjóra Mýrdal og vöskum félögum og kunningjum fór hann hinstu för. Guðni var karlmannlegur og vasklegur á velli og bar sig eink- ar vel, 1 hærra meðallagi, ítur- vaxinn, herðabreiður og mittis- mjór, snar í öllum hreyfingum, prúðmannlegur og fínn. Hann var talinn bezti liðsmaður að hverju sem hann gekk. Þótt fjörmaður væri og góður félagi var hann vinavandur og átti fáa en góða trygðavini, var hann frábærlega tryggur og vinfastur þar sem hann tók því. Hann hafði það til að vera glettinn einkum við þá sem mikið létu yfir sér, án þess þó að eiga að- dáun annara manna skilið. Hann var maður sem unni samtökum verkamanna og átti sinn þátt í baráttu og sigri háseta eða sjó- mannafélagsins, var hann trú- aður á sigur þeirra, en taldi ein- staklings framtakið ómissandi á öllum sviðum. Olnbogabörn og þeir sem minni máttar voru áttu vissan stuðnings og svaramann þar sem hann var. Aldraðri móður var hann frábær sonur og umhyggjusamur með afbrigðum og mátti ekkert mein hennar vita. Er því sár harmur henni í hlut fallin, er hún öldruð sér nú þessum syni á bak — sjötta barninu er hún hefir mist. — Hann var einkar kær systkinum sínum, sem eru Erlendur (tví- , buri hans) áður nefndur, báts- maður á togaranum Gulltoppi, kvæntur Jóhönnu Sæmundsdótt- | ir, búsettur á Barónsstíð 21, jReykjavík, og Þórunn, gift Guð- 1 jóni Guðmundssyni, strafsmanni hjá Bergi Einarssyni í Reykja- vík, og sá er þetta ritar. Þeir bræður mínir voru ungir svein- ar um 9 ára er eg fór að heiman. Man eg rvel sérkenni þeirra hvers um sig. Um mörg ár áttum við Guðni bréfasamband, hefir hann og systir mín bezt brúað fjarlægðina með bréfum í öll þessi mörgu ár. Eg kynt- ist honum og öllum mínum nán- ustu heima er eg fyrir 4 árum kom heim eftir langa fjarveru. Engum þeirra var eg meir með, eða átti meiri kynni af en ein- mitt honum. Það var hressandi að kynnast honum og við hann að tala. Mjög var hann fjærri því að vera jábróðir nokkurs Sensational NEW 1939 RCA VICTOR RADIOS Improved Electric Tuning Priced from $g0 00 Up See the New RCA Victor Record Player Just Attach to Your Present Radio Victor and Bluebird Records 383 Portage Ave. CO uo ÁJÖLUM EÐA ÖÐRUM TÍMUM Purity hveiti er bezt fyrir ALLA bakninga Puritiy matreiðslubókin—200 blað- síður af fróðleik um matreiðslu og bökun, bundin í léreft — send hverjum sem er fyrir 50c póet- gjald greitt. — Westem Oanada Plour Mills Co. Ltd., Toronto. PURITV FL'OUR Best for all yourBaking Vistið Plássið snemma FYRIR HÁTÍÐASAMKOMURNAR BEZTI VEIZLU OG SAMKOMUSTAÐUR WINNIPEG-BORGAR Eíjc ifíarlborousl) Forstöðu menn og þjónustu fólk óska yður öllum Gleðilegra Jóla og farsæls Árs Œf)t iHarlborousb This advertisment is not inserted by the Government Liquor Control Commission. The Commission is not responsible /or statements made as to quality of products advertised.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.