Heimskringla - 14.12.1938, Blaðsíða 5

Heimskringla - 14.12.1938, Blaðsíða 5
WINNIPEG, 14. DES. 1938 HEIMSKRINGLA 5. SÍÐA Jónsson, alla velkomna, og bað síðan stuttrar bænar. Settust menn nú að snæðingi. Voru þarna samankomnir nálægt tvö hundruð manns, og varð að tví- setja við borðin. Nokkrir voru komnir lengra að, frá Grandy, Kandahar og jafnvel frá Leslie. Þegar litið var yfir hópinn, var þó ef til vill ánægjulegast að sjá hve margt var þar af yngra fólki, sem tók þátt í öllu til jafns við hina eldri. Hinar yngri konur gengu um beina. Þegar tími þótti til kominn, hófst skemtiskráin. Fyrst söng söngflokkur íslenzku kirkjunnar nokkur lög undir stjórn próf. S. K. Hall, þar á meðal þjóðlögin “Fyrst allir aðrir þegja” og “Eg veit eina baugalínu”, bæði út- sett af honum sjálfum. Voru raddir vel samstiltar og létt yfir 'söngnum. Að svo búnu flutti séra Jakob Jónsson ræðu fyrir minni ís- lands. Benti hann á, hvernig kraftar þjóðarinnar hefðu leyst úr læðingi við að sjálfstæðið fékst. En sjálfstæðið hefði engu síður fengist fyrir menningar- lega baráttu en pólitíska, og í þeirri baráttu gæti ísland með mörgu notið stuðnings frá fs- lendingum f Ameríku. — Bað hann menn að lokum að hrópa húrra fyrir íslandi, og var það gert af miklum þrótti og áhuga. Stóðst það á endum, að þessu var lokið, og að komið var að þeim lið skemtiskrárinnar, er beðið var með mestri eftrivænt- ingu, en það var útvarpið. Auð- vitað hefðu flestir getað hlustað á það heima hjá sér, en það var samt eins og menn fyndu, að það að njóta þess saman á þennan hátt, snart einhverja strengi, sem annars hefðu ekki titrað af jafn-mikilli viðkvæmni. Tvær af viðtækjaverzlunum bæjarins höfðu lánað sitt tækið hvor, til þess að tryggja, að alt næðist sem bezt. — Að líkindum hvílir helgi yfir þessari stund í hug- um manna. Það var hljótt og kyrt í salnum, kertaljósin á borðunum og hinn litli íslenzki fáni við sæti forsetans settu sinn blæ á það, sem fram fór. Bæði söngurinn og ræðurnar féllu mönnum vel í geð. Og það var eitthvað heillandi við þá til- hugsun, að á þetta væri líka hlustað af öðrum íslendingum víðsvegar um bygðir og ból, og jafnvel út um alt ísland. Það gleymdist að mestu, að sjálf heimsendingin hafði farið fram þegar um morguninn. útvarp- inu frá Winnipeg lauk, og það fór elding um salinn, þegar aug- lýst var, að nú tæki Reykjavík við, það, sem þaðan kom, heyrð- ist að vísu nokkuð skrykkjótt, en þó munu flestir hafa haft full not af ræðunni. Söngurinn var misjafn, það er erftit að lýsa tilfinningum okkar, þegar slík kveðja berst að heiman. Kona ein, er þarna var stödd, sagði við mig: “Mér fanst eg verða önnur manneskja. Það var eitthvað, sem gerðist hið innra með mér, sem eg vissi ekki, hvað var.” — Þessi kona er alin upp í Vestur- heimi, frá bernsku, ef hún er ekki fædd hér. Eg efast ekki um, að heima á fsl. hefir þetta útvarp vakið eitthvað slíkt í brjóstum manna, ekki sízt þeirra, sem eiga einhverja af sínum fyrir vestan. — Þegar þjóðsöngurinn “Ó, guð vors QJAFIR TIL VINA Þegar er um vinagjafir að velja er áríð- andi að velja eitthvað það sem í gildi verður á komandi árum. Á jólahátíðinni þetta ár skalt þú vélja gjöf frá Birks-Dingwall. Hér er úr fleiri munum að velja á sanngjörnu verði. STERLING SILVER — FÍNT CHINA REGENCY PLATE — LAMPAR LIST-VARNINGAR Birks-Dingwall L I M I T E D GULLSMIÐIR “Leitið að nafninu á umbúðinni” All-Canadian victory for pupils of DOMINION BUSINESS COLLEGE at Toronto Exhibition Pupils of the DOMINION BUSINESS COLLEGE, Winnipeg, were awarded FIRST PLACE in both Novice and Open School Championship Divisions of the Annual Typing Competition. Miss GWYNETH BELYEA won first place and silver cup for highest speed in open school championship with net speed of 92 words a minute.. Mr. GUSTAVE STOVE won first place and silver cup for highest speed in Novice Sec- tion of typing contest. His net speed was 76 words a minute. Miss HELEN BRIX, another D. B. C. pupil, won second place for accuracy in the novice division! Miss DOROTHY MAXWELL, a D. B. C. student, came fourth in the open school championship section! The Dominion sent four pupils to Toronto and they won two firsts, a second and a fourth place! The contest officials announced at the Coliseum before an audience of 9,000 people that the Dominion Business College, Winnipeg, had the best showing of any com- mercial school in the competition! There were 107 contestants! ENROL NOW DOMINION BUSINESSCOLLEGE WINNIPEG FOUR SCHOOLS: THE MALL— ST. JAMES — ST. JOHN’S — ELMWOOD lands”, var sunginn, stóðu allir syni; hann segir að Guðmundur úr sætum sínum og hlýddu á Ásgrímsson, faðir þeirra, hafi hann standandi. j búið á Hveralæk í Hróarstungu; Var nú nokkurra mínútna hlé, j eg heyrði aldrei talað um það en að því búnu tók varaforseti bæjarnafn í því nágrenni, en eg þj óðræknisdeildarinnar, Jón Jó- heyrði að það væri fornt manns- hannsson til máls og mintist heiti, Hrærekur; eg þekti alla þá eins af hinum ágætustu íslend- ingum bygðarinnar, sem nýlega var látinn, Guðmundar G. Good- mann. Gat hann þess, að þar hefði fallið frá einn af ötulustu stuðningsmönnum jíslenzks fé- lagslífs. Bað hann menn að lok- um að rísa úr sætum sínum til virðingar við hinn látna starfs- bróður og til merkis um samúð manna með eftirlifandi ástvin- um hans. Var það gert. Enn voru tvær ræður haldnar. Árni lögmaður Eggertson ræddi um nauðsyn þess, að yngra fólk- ið héldi áfram þjóðræknisstarfi því, sem eldra fólkið hefði urimð að. Ennfremur skýrði hann frá upplýsingum, er hann hefði fengið um það, að í ráði væri að hefja almenna fjársöfnun til að láta steypa mynd af Leifi Eiríks- syni, og setja hana við dyr hins íslenzka húss á heimssýning- unni. Hvatti hann menn til að gefa því máli gaum. — Gunnar Jóhannsson lýsti framtíðar- draum sínum um ástand bygðar- innar og um mannlífið yfirleitt eftir fimtíu ár. Er Gunnar mikill hugsjónamaður og einn þeirra, sem þorir að vera bjart- sýnn á erfiðum og skuggalegum tímum. Ræða haús verður birt í íslenzku blöðunum. Tók nú að líða að kvöldi, og sleit forseti samkomuna með nokkrum orðum. Árnaði hann allra heilla og blessunar heimil- um manna og bygð, landinu, sem við búum í, og landinu, sem við komum frá. Lauk svo þessum degi. Menn hröðuðu sér heim til sinna venjulegu starfa. Á vegunum út frá bænum marraði snjór- inn undir hrosshófum og sleða- meiðum. En grunur minn er sá, að innri sjónir margra hafi þetta kvöld horft lengra en aug- að sá, yfir hvítar snjóbreiðurn- ar, — gegnum náttmyrkrið — til landsins í austri, þar sem lengra var liðið á nóttina og dagurinn nær. Og undir niðri hafa allir átt sér hljóðláta von um, að framtíð hins unga ís- lenzka ríkis yrði hrein eins og snjórinn og björt eins og dagur- inn. N Jakob Jónsson fjölskyldu, svo er annað. Það var getið um það í blöðunum að það hefði fundist fornmenjar á Litlu-Ketilsstöðum í Hjalta- staðaþinghá; eg heyrði aldrei talað um Litlu-Ketilsstaði, en eg var eitt ár á Ketilsstöðum í Hjaltastaðaþinghá, drengur á þrettanda ári og það var sagt að Ketill, sem bærinn heitir eft- ir, hefi yerið heygður þar í tún- inu. Eg var oft að stappa á Allar bækurnra eru í bandi. — Sendar póstfrítt. Út um vötn og velli, eftir Kristinn Stefánsson. Nokkur eintök eftir af þessu ágæta riti,! eftir eitt hið bezta skáld íslend- inga í Vesturheimi. í góðu bandi, niðursett verð ____—$1.50 Hraun og malbik, smásögur, eftir ungan og gáfaðan höfund, Hjört Halldórsson, er dvalið hef- ir langvistum erlendis. Aðeins fá eintök til. í bandi og póst- frítt .....................$1.25 Ferðalýsingar frá sumrinu 1912, eftir Rögnv. Pétursson. — Aðeins fá eintök til. Bókin er því leiði, því það var tómahljóð,me^ myndum af ýmsum merk- ‘ um stöðum á íslandi og Norður- löndum....................$1.00 undir. Um pólitík vil eg ekki tala, þeir rífa sig mest um það sem aldrei hafa verið á réttum kjöl, hinir þegja. Svo óska eg þér gleðilegra jóla og nýárs. Þinn einlægur, K. Eiríksson FJÆR OG NÆR Messur og samkomur um jólaleytið: 18. des. Hnausa, kl. 2 e. h. Jóla- messa og prógram sd.skóla. 22. des. Riverton, jólaprógram, sd.skóla að kveldi. 23. des. Árborg, jólaprógram sd.skóla kl. 8.30 e.h. Jóladag, Árborg, Jólamessa, kl. 3 e. h. 2. jóladag, Riverton, Jólamessa, kl. 2 e. h. S. ólafsson * * * Föstudaginn 2. desember voru eftirfarandi menn kosnir í safn- aðarnefnd Fyrsta lút. safnaðar í Winnipeg: Dr. B. J. Brandson, heiðursfor- seti G. F. Jónasson, forseti S. W. Melsted, vara-forseti G. L. Jóhannson, ritari Fred Thordarson, féhirðir L. G. Johnson, aðstaðar-féh. Th. Stone, djákn Dr. A. Blöndal, djákn Wm. Friðfinnson, útbreiðslustj. J. Snidal, House Com. J. S. Gillies, House Com. Þér sem notið— TIMBUR KAUPIÐ AF THE Empire Sash & Door CO„ LTD. Btrgöir: Henry Ave. Gast Sími 95 551—95 552 Skrifstofa: Henry og Argyle VERÐ - GÆÐI - ÁNÆGJA Söluna hafa með höndum: E. P. Johnson, ritsjóri Lög- bergs og Gísli Johuson, 906 Banning St., Winnipeg. B R É F Campbell River, B. C., 3. okt. 1938 Kæri ritstj. Hkr.: Hér með sendi eg þér 3 dali fyrir blaðið. Það er lítið að frétta annað en alt bærilegt. Það voru langvar- andi þurkar hér í sumar, svo uppskera varð með rýrara móti, og það varð að loka allri viðar- sögun fyrir langan tíma; það geisuðu svo miklir skógareldar að eg held að alt hefði brunnið ef við hefðum ekki fengið rign- ingu, þegar menn voru að gefast upp. Það voru um tíu þúsund manns að drepa eldinn norður í kringum Campbell River en eg held að margir af þeim hafi gert meira ógagn en gagn; það var mest ruslara lýður sem þeir sendu frá Vancouver, sem ekki kunni réttri hendi til neins að taka. Það urðu ekki stórfeldir skaðar nema á timbri, eitthvað á aðra miljón dali. Það er einlægt verið að kaupa lönd hér í kringum okkur, en það ber ekki mikið á því að þeir komi sem voru að skrifast á við mig í fyrra; þeir hafa sofnað aftur og nú ætla eg að lofa þeim að sofa. Hér verður setinn Svarfaðardalur eftir eitt eða tvö ár. Mig langar til að beina spurn ingu til kunningja míns, Guð- mundar Jónssonar frá Húsey; hann var að minnast á þessa 4 bræður á Lundar, Guðmunds- Baldursbrá Nú fer að líða að jólunum og er það aðeins bending til ís- enzkra foreldra að barnablaðið ‘Baldursbrá” er mjög heppileg jólagjöf. Áskriftir hafa komið úr heilum bygðarlögum eins og undanfarin ár, en frá sumum stöðum hefir lítið eða ekkert komið þetta ár. Þetta er eina unglingablaðið sem gefið er út Vestanhafs og þar sem árgang- urinn er aðeins 50c þá ætti það ekki að vera neinum ofurefli hvað útlátin snertir. Einnig eru til 3 árgangar innheftir á $1.50. Alt sendist póstfrítt. Nafna- listi útsölufólks var nýlega prentaður í íslenzku vikublöðun- um og má koma áskriftum til þess eða til Winnipeg til: B. E. Johnson. 1016 Dominion St. * * * Bækur sem jólagjafir Eldra fólki þykja fáar jóla- gjafir skemtilegri en góðar bæk- ur, eins og til dæmis þessar: Andvökur, eftir St. G. Stephans- son. 1—3 b................$4.00 4—5 b............*... 4.00 Senn er von á 6. bindi þessa mikla og ágæta ljóðasafns. Eru þar í síðustu ljóð skáldsins, þau er hann kvað eftir 1922. Geta skal þess, að fyrstu þrjú bindin eru að verða ófáanleg, aðeins fá eintök eftir, en öllum nauðsyn- legt að eignast þau sem vilja eiga ljóðasafnið alt. Þriðja og fjórða bindi hafa verið færð nið- ur um þriðjung frá upphaflegu verði. Þeir, sem ekki eiga þau, ættu því að nota sér þetta nið- ursetta verð, og er þá aðeins síðasta bindinu við að bæta. — Pantanir má senda á skrif- stofu Heimskringlu eða til Mag- núsar bóksala Peterssonar. . .. * * * “Vestmenn” og “Æfintýrið” voru mér send að heiman í þessari viku.- óbundnu bækurn- ar eru í sterkri kápu, og saum- aðar eins vandlega og þær, sem bundnar eru. Meðan bækurnar endast, verða þær sendar hvert á land sem er, á eftirfarandi verði, og er póstgjaldið í því falið. Vestmenn: Yfir 260 síður. í kápu á $1.75. f lérefts-bandi, gylt með gulli í kjöl og framsíðu, á $2.50. — Til jólagjafa voru ör- fá eintök prentuð á ágætan, þynnri pappír en aðal-útgáfan, sem kosta gull-gylt í alskinni $3.75. Æfintýrið frá fslandi til Bras- ilíu: Um 400 síður. Þar af 16 síður með fjölda mynda. í kápu á $3.25. f lérefts-bandi, með svörtu letri á kjöl og framsíðu, á $3.75. Pantið bækurnar áður en jóla- lætin skella á. Þ. Þ. Þorsteinsson Sími 25 240 — 367 Carlton St. Winnipeg * * * Hljómboðar, I. og II. Nýkomið er heiman af íslandi II. hefti af sönglögum Þórarins Jónssonar. Bókin er af sömu stærð og blaðsíðufjölda og fyrsta heftið. í þessu hefti eru 26 lög — sum að mun lengri en í fyrra heftinu. Öll eru lögin frumleg og hljómþýð, og standa framar flestu, sem nú er út gef- ið á íslenzku af sama tæi. Bæði heftin hafa hlotið einróma lof heima á föðurlandinu. Aðeins örfá eintök hafa borist hingað vestur. Þeir sem keyptu fyrra heftið, geta fengið það síðara fyrir $1. En þeir, sem vildu eignast bæði heftinu í einu, fá þau fyrir $3.00 — alls 66 lög. (f lausasölu kostar hvort hefti um sig $2.00). Er það innan við 5c lagið — sjálfsagt ódýrasta fyrsta útgáfa, sem nokkursstað- ar hefir verið gefin út. í þrumuveðri í Finnlandi á dögunum sló eldingu niður í fjár- hóp. Svo enikennilega vildi til að allar svörtu kindurnar dráp- ust, en þær hvítu sakaði ekki, segir sænskt blað. Kaupið Heimskringlu Lesið Heimskringlu Borgið Heimskringlu Valin Jólagjöf 7-WAY WONDER LAMP < J Bezta tilboð sem við höfum nokkru sinni get- að gert, er þessi undra nýi lampi Þessi undra nýi lampi, gefur hvaða birtu sem þú kýst þér . .. og að vinna honum er eins auð- velt og hægt er að hugsa sér ... fagurlega útlítandi með brors eða gullslit gömlum. Fullgerðir með fíngerðu skerur af hvaða lit sem óskað er. Alveg eins og myndin. Verð Q JT með öllu saman.... $ I WILSON Furniture Ltd. 352 Main St. Just South of Portage “You’ll Do Better at Wilson’s” lansandi satin, við- kvæmasta silki, — mýkasta flauel eða fín- ustu kniplingar—ZORIC vekur upp hina fornu feg- urð þess. Reýnið ZORIC — sendið kveldkjólana yðar til Rumford’s. ALVEG ÞEFLAUST Símið 86 311 ZORIC Dry Cleaners

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.