Heimskringla - 28.12.1938, Blaðsíða 3

Heimskringla - 28.12.1938, Blaðsíða 3
WINNIPEG, 28. DES. 1938 HEIMSKRINGLA 3. SÍÐA hafskip og halda veizlu. — Jól- in koma á mánudag þann tutt- ugasta og fimta og þá verður glatt á hjalla, ljós í hverju húsi, kjöt á diskum, grautur í skálum, og börn borða lummur, eins og karlinn lýsti þeim forðum. — Árið endar þann þrítugasta og fyrsta og verða allir feignir. — Kl. 12 á lágnætti brennir Arin- björn tunnu við Sambandskirkju að ramm-íslenzkum sið, og ný- ársböllin byrja strax á eftir. — Fæddir: Gústaf Adolf og Beet- hoven. Það verður mesti sægur af surprise-partíum haldin á árinu, þar sem þeim er gefið sitthvað sem eitthvað eiga. Ennfremur mýgrútur af tré-tin — látúns — kopar — silfur — gull — dem- ants — og gamalmenna-afmæl- um; en þar eð þetta skeður í i hverjum mánuði, og stundum mörg í senn, tók eg það ekki upp í hvert sinn — það yrði ofmikil endurtekning. En blöðin geta um hvert eitt út af fyrir sig með tilheyrandi ljóðagerð, og þeim ummælum, að samsætið hafi tekist prýðilega og allir hafi farið heim ánægðir. — Það verða einnig allmargir tag-dagar á árinu til hjálpar öllu og öllum nema þeim, sem ganga sníkjandi um göturnar — þeim verður hjálpað í steininn. Nokkrir stór-þjófnaðir verða framdir og andskotadómur af smá-hnupli, en laun þessara synda er ekki dauðinn, heldur kaghýðingar og tugthúsvist. Eg hefi með vilja hvergi minst á tunglkomur og sólmyrkva — tunglið segir til sín sjálft og fáir verða á fótum meðan sólin er á lofti. Nokkrar meiriháttar bygging- ar verða bygðar á árinu, þar á meðal tómt hús dansk-íslenzka konsúllatsins og íslendingahöll- in á Portage Ave., er Dr. Sig. Júl. Jóhannesson lýsti í afmælis- blaði Lögbergs í fyrra. Eg hefi slept öllum dánar- dægrum merkra manna, en kosið að nefna fæðing nokkra — fanst fregnin meiri er þeir komu en þegar þeir fóru. > Eg tók ekki eftir því áðan, en nú sé eg það á útreikningi mín- um, að sá atburður skeður ein- hverntíma á árinu? að maður sézt renna upp á austurhvel ríðandi sótrauðu vængja-ferlíki, girtur heljarmiklum doðrant á hægri hlið, en átt-tentri gadda- kylfu á vinstri, kveðandi hárri raustu svo undir tekur í skrið- jöklum andfætlinga, þessa vísu úr Göngu-Hrólfsrímum Bene- dikts Gröndals: “í Ameríku er orðafor, Alt er látið fjúka: Kounty, bushel, kontraktor, Kjaftaskúmur og prófessor.” Og þykir mikið um dirfsku þessa. — Þennan atburð bið eg menn að stinga inní þann mán- uð sem við á, því eg nenni ekki að argast í hvenær hann skeður.' Eg hefi reynt að hafa málfær- ið að framanverðu sem líkast landsmáli lands í þessu landi, þar eg geri ráð fyrir að það fari ekki út fyrir landsteinana. Bye, bye! — eg ætla oní bæ. Sveinn Oddsson NÝ REGLUGERÐ UM SÖLU OG YEITINGAR ÁFENGIS Á ISLANDI Ný reglugerð er komin út um sölu og veitingar áfengis, og mun hún innan skamms koma til framkvæmda. Með þessari nýju reglugerð verður tekin upp alveg ný- til- högun, sem mun verða all-þung lamaleg í framkvæmdinni. Hin nýja reglugerð er svo- hljóðandi: 1. gr. Skrásetja skal í öllum útsölum Áfengisverzlunar ríkis- ins nafn, heimilisfang og aldur hvers þess, er kaupir áfengi, á- samt úttekt hans í hvert sinn. — Lögreglu og áfengisvarnar- nefnd skal ávalt vera heimill að- gangur að þessari skrá til af- nota fyrir störf sín. 2. gr. Útsölur Áfengisverzl- unar ríkisins skulu aldrei láta afhenda neinum áfengi nema kaupanda persónulega. Skrif- lega pöntun má þó afgreiða, ef kaupandi býr svo langt frá út- sölustað að hann geti ekki komið þangað sjálfur. Allar slíkar pantanir skal afgreiða sem póst- sendingar. 3. gr. Óheimilt er að afhenda pantað áfengi frá póstafgreiðslu eða öðrum stað, nema viðtak- andi sýni skilríki frá áfengis- varnarnefnd kaupstaðar eða hrepps, þar sem hann á heima, fyrir því að hann hafi rétt til þess að fá það (samkv. áfengis- lögunum). 4. gr. Engum er heimilt að panta, kaupa eða veita viðtöku fyrir aðra áfengi í útsölum Á- fengisyerzlunar ríkisins til af- hendingar síðar gegn þóknun. Varðar það við lög sem önnur leynivínsala. 5. gr. útsölumenn eða af- greiðslumenn í útsölum Áfengis- verzlunar ríkisins skulu heimta skilríki af kaupanda, ef vafi get- ur leikið á, að honum megi af- henda áfengi samkvæmt ákvæð- um áfengislaganna og reglu- gerða um sölu og veitingar á- fengis. 6. gr. Hver útsölumaður Á- fengisverzlunar ríkisins ber á- byrgð á að öllum fyrirmælum á- fengislaganna og reglugerða, sem útsölu hans varða, sé hlýtt. Brjóti hann eða einhver undir- manna hans í bág við nefnd á- kvæði laganna eða reglugerða, og geti ekki sannað, að það hafi verið óviljaverk, varðar það missi stöðunnar. 7. gr. Sé að ræða um mann, sem sannanlega er ósjálfbjarga, eða stofnar fjölskyldu sinni í voða sökum drykkfeldni, getur eiginkona, foreldrar eða full- veðja börn hans, lögreglan eða fátækrastjórn krafist þess, að honum sé ekki selt áfengi, og ber útsölumönnum Áfengisverzl- unar ríkisins að taka það til greina.—Mbl. 4. nóv. |fyrir 112 farþega, á öðru far- rými 60 og þriðja farrými 48. — Skipið verður 3700 brúttó smálestir. Frystirúm verður í skipinu 30 þús. teningsfet, sem nægir til að flytja 500 smálestir af flökuðum fiski eða 17 þús. skrokka af dilkakjöti. Að því er entrtir útvegun gjaldeyris til skipakaupanna, þá verður ekkert um það sagt hver aðstaða félags vors verður í því efni fyr en séð verður sam- kvæmt væntanlegum tilboðum hinna erlendu skipasmíðastöðva, í hvaða landi skipið verður smíð- að. En ríkisstjórnin hefir gert það að skilyrði fyrir tilögum til Alþingis um styrk til skipsins, að slík lausn fáist á gjaldeyris- hlið málsins, sem ríkisstjórn og gjaldeyrisnefnd telja fram- kvæmanlega. Virðingarfylst, H. F. Eimskipafélag íslands G. Vilhjálmsson BRÉF TIL HKR. Reykjavík^ 25. nóv. 1938 Til ritstjóra Heimskringlu, Winnipeg, Man. Vér leyfum oss að mælast til þess að þér birtið í blaði yðar það, sem hér skal greina: Svo sem kunnugt er hefir Eimskipafélag íslands undanfar- ið verið að vinna að því að smíð- að yrði handa félaginu farþega- og flutningaskip, miklu stærra og hraðskreiðara en þau skip, sem nú eru í förum milli íslands og útlanda. Undirbúningi þessa máls er nú það langt komið að stjórn Eim- skipafélagsins hefir leitað til- boða hjá 18 skipasmíðastöðvum á Norðurlöndum, í Þýzkalandi, Hollandi, Frakklandi, ítalíu og Stóra-Bretlandi og eiga tilboð að vera komin fyrir 15. janúar næstkomandi. Stærð skipsins á að vera sem hér segir: Lengd 320 fet, breidd 45^ fet, dýpt 26i/2 fet og djúprista 16 fet. Til samanburðar má geta þess að “Gullfoss” og “Goða foss” eru 230 fet að lengd en “Brúarfoss” og “Dettisfoss” 237 fet. Skipið verður motorskip með einni vél? 11 cylindra, með 5000 hestöflum. Hraði skipsins í reynsluför, með stykkjavöru (3/5 dw.), á að verða 17míla á vöku. Með þessari stærð skipsins og hraða í reynsluför er gengið út frá að meðal sigliíigahraði þess á hafi, geti orðið rúmelag 16 mílur á vöku. Verður skpiið þá rúma 2 sólarhringa milli Reykjavíkur og Leith, rúman Vfc sólarhring milli Leith og Kaupmannahafnar, en Beina leið milli Reykjavíkur og Kaupmannahafnar rúmlega 3 sólarhringa. Á fyrsta farrými verður rúm FRIÐUR ER FJARLÆG- ARI EN NOKKRU SINNI ÁÐUR Eftir H. W. van Loon Þó að Mirabeau greifi væri viðurkendur að bera höfuð og herðar yfir alla samtíð sína í hinni frönsku stjórnarbyltingu og væri hið skapandi afl innan hreyfingarinnar^ þá var þess eigi lengi að bíða, að Maximilian Robespierre legði leið sína inn á yfirstjórnarráðsstofu þ e s s a mikla manns, og að áhrifa hans gætti þar á skömmum tíma. , Mirabeau lifði eigi til að sjá Robespierre, er hann hafði náð hámarki sínu sem hinn mesti böðull er sögur fara af, en hann gerði þá viðvörunar athugun um hann, er geymst hefir sí og æ í sögunni: “Varið yður ;á þessum unga manni, því að hann trúir nákvæmlega öllu sem hann seg- ir.” Hr. Charmberlain virðist ekki hafa verið kunnugur þess- ari frásögn úr veraldarsögunni, og nú er það um seinan að kynna honum hana. Adolf Hitler hefir nú í svipinn fengið öll þau á- kvæði samþykt er hann æskti eftir, og hr. Chamberlain verður nú að verja því sem eftir er æf- innar til að útskýra, hvernig hann keypti stundarfrið við þeirri fórn, er notuð verður til undirbúnings stórfelds og hættulegs stríðs. Og þó, ef enski forsætisráðherrann hefði haft eins mikinn áhuga fyrir sögulegum viðburðum eins og hann er slunginn við silungsveið- ar, þá hefði hann getað orðið þess vís fyrir tíu árum síðan, þar sem hann sat í makindum á skrifstofu sinni í Downing stræti, sem nú hefir honum til ömurleika opnað augu hans á hinni tómlegu skrifstofu þýzka ríkisstjórans í Berchtesgaden. Til er bók, sem heitir: “Mitt stríð”. Hún var skrifuð fyrir tíu árum. Það er mjög ein- kennileg bók, og lesandinn verð- ur bæði að skilja þýzka tungu vel og hafa yfir mikilli þolin- mæði að ráða til að geta notið innihalds hennar. Til illra heilla fyrir hr. Chamberlain, sem er trúr hinni brezku hefð, að hinir konunglegu brezku utanríkisráð- herrar megi alls eigi ræða við stéttarbræður sína hinumegin sundsins á neinu af þeirra eigin tungumálum, og til illra heilla fyrir aðrar þjóðir þá er engin nákvæm þýðing til af þessari biblíu nazistanna þýzku. Hin ameríska útgáfa sem snið- in er eftir hinni ensku frum- þýðingu, er vægast sagt mjög villandi. Þar er slept öllum at- riðum, þar sem hinn þýzki leið- togi opnar hjarta sitt og lýsir sinni hreintrúuðu skoðun sinni á Frakklandi, Englandi og öðrum þjóðlöndum, þar sem ennþá eim- ir eftir af einhverri réttlætis- meðvitund um lýðstjórnar skipu- lag. Ef hr. Chamberlain hefði haft einhverja þekkingu og skilning á þessum Messíasar boðskap hr. Hitlers, þá hefði hann einnig haft réttari skilning á því yfirskjni er fram kom í kröfu Hitlers á hendur Czecho- Slóvakíu, og sem leit út fyrir að ætlaði að verða ásteitingarsteinn að öðru heimsstríði. Chambei’- lain hefði þá vitað, að þjóðernis- skyldan gagnvart Sudeten Þjóð- verjunum átti ekkert skylt við kröfuna að leggja ríki Czech- anna í rústir. Honum hefði þá skilist, að land þeirra var dauða- dæmt^ ekki sem harðstjóri gegn þjóðbræðrum þýzku heimaþjóð- arinnar, heldur af þeirri ástæðu, að ríki þeirra var eina lýðstjórn- arríkið, sem eftir var í Mið-Ev- i rópu, og því hinn eini þröskuld- í ur á vegi Hitlers til að ná drottnandi yfirráðum yfir öllu hinu gamla meginlandi Mið-Ev- rópu. Um þessi atriði fjallar fyrsti kaflinn í hinni pólitísku trúarjátningu hans. Það sem hér fer á eftir, styðst við hin ótvíræðu merki, er fram hafa komið síðastliðin fimm ár, en alls eigi við fréttaglundroða þann er borist hefir til vor yfir stormöldur úthafsins. Þau merki tákna aðeins eitt — stríð. Mér þykir fyrir að þurfa að staðhæfa þetta, því að eg veit gerla, að það er algerlega gagn- stætt vilja fj'ölda manna, en hinu brezka stórveldi. Hann mun halda áfram að hervæðast, og mun innan skamms verða svo öflugur, að hvorki England og Frakkland í bandalagi mundu nægja til að hindra ákvörðum hans frá að stofnsetja þýzkt stórveldi sem næði yfir megin- hluta Mið-Evrópu, og yrði þann- ig upprisa keisaradæmis Karls hins mikla. Til að þessi ákvörð- un nái framgangi, verður hlífð- arlaust að fótum troða allan þann lýðræðisgróðuur og hug- sjónir, er nú í öld og hálfa hafa þroskast á hinu gamla megin- landi. Lýsingin er eigi fögur en miklu betra er að horfast í augu við bitrann sannleikann, er ekk- ert sýnir annað en hættulega of- beldisstefnu gagnvart öllum um- heiminum sem lætur eigi staðar numið unz einhver hefir hug- rekki til að rísa upp og segja: “Nei^ þúsund sinnum nei.” Betra að falla með heiðri en lifa við skömm og skila að erfð- um til komandi kynslóða heimi fullum af hatri og ránshyggju. Hr. Chamberlain hefir nú að- eins frestað þeim höfuðdegi, sem hlýtur að skera úr, hvort bróð- urþel eða hatur, einlægni eða undirferli, góðvild eða illgirni, eiga að verða leiðarljós í lífi heimsþjóðanna. Sakir úrræða Chamberlains, þá hefir England látið af for- ystu, sem vörður lýðræðishug- sjóna á meðal hinna vestrænu þjóða. Nú er það Bandaríkja- þjóðarinnar að gera skyldu sína. bregðist hún þeirri skyldu, þá megi guð hjálpa mannkyninu. G. SL íslenzkaði Til skamms tíma hefir Stalin ekki haft nema einn titil: Rit- ari Kommúnistaflokks Ráð- stjórnarríkjanna, en nú hefir það verið ákveðið, að hann skuli jafnan ávarpaður: Vold Stalin. Það þýðir: Hinn mikli foringi, Stalin. Fyrirmyndin er auðsjá- anlega sótt til Þýzkalands. THE R0YAL BANK 0F CANADA Ársreikningur, 30. nóvember 1938 dæmin eru deginum ljósari, og þau veita aðeins eitt úrlausnar- svar — stríð. Hin vingjarnlega framkoma hr. Chamberlains, hversu virð- ingaverð sem hún gæti skoðast, var með öllu árangurslaus. — Honum hafði aldrei komið til hugar að gefa gaum að ,skap- ferliseinkennum mótstöðumanns síns. Hann hagaði sér gagnstætt j málefninu og andstæðingi sín- um eins og hann væri af sama ssauðahúsi og hann og honum andlega skyldur, þeir væru aðeins tveir stjórmálamenn, sem hvor um sig æskti eftir að ná sem haganlegustum skilmálum fyrir land sitt og þjóð. En slík er | eigi afstaða Hitlers gagnvart umheiminum. Adolf Hitler er j eitt af hinum sögulegu fyrir- brigðum. Þó að hann sé karl- maður, þá er hann haldinn af i sjúkdómi þeim, er móðursýki nefnist. Er sjúkdómur sá þekt- ur á ýmsu stigi með kvenþjóð vorri, en svo sjaldgæfur með karlmönnum, að þekkist vart. Er því eðlilegt að mönnum verði ráðfátt, er slíkt kemur fyrir. | Hinn fyrverandi undirliðsfor- ingi í hinum þýzka her rétt fyr- ir sólsetur Keisarastjórnarinn- ar, hefir engann áhuga fyrir því sem hr. Chamberlain æskir eftir að ræða um við hann. Hann hlustar jafnvel eigi á það. Hann gefur engann gaum að hvað for- sætisráðherra Frakka Daladier né Roosevelt forseti Bandaríkj- anna, né páfinn hafa að segja; hann lætur sér jafnvel fátt um finnast, það sem hinn viður- j kendi vinur hans og stéttarbróð- ir Signor Benito Mussolini hefir að ,segja, Þessi dmumsjúki æfintýramaður, sem um þrjátíu ára skeið hafði svo að segja hvergi höfði sínu að að halla, hefir fengið þá miklu, opinberun að hann eigi aðeins að hlýða á rödd síns innra manns, sem hann trúir að sé rödd örlaganna — rödd guðs. Og þessi rödd mun halda á- fram að segja honum, að hann sé sá Moses eða Mohamet, sem eigi að leiða þjóð sína út úr í- myndaðri eyðimörk vanrækslu og fyrirlitningar og leiðbeina henni inn í Gosenland dýrðar og frægðar. Adolf Hitler virðir ekkert vinahót Chamberlains. Þvert á móti, hann fyrirlítur þau. Hann skoðar þau sem auðsæ merki lít- ilmagnans, sem lætur undan síga og hann styrkist í þeirri trú, að hann geti öruggur haldið áfram ofbeldisstefnu sinni, án nokkurr- ar hindrunar eða mótstöðu frá SKULDIR Hlutafé uppborgatS Sparisjóbur Afgangsá.góBi á hlaupareikningi (Profit and Loss Account) _______________—................... AgótSi sem ekki er krafist .........-......... Agóbi nr. 205 (at 8% á ári), er fellur í gjalddaga 1. desember 1938 ____________________-____________ $ 20,000,000.00 2,721,409.82 $ 22,721,409.82 16,831.66 700,000.00 $ 35,000,000.00 Inneignir og afgangur sem skuldab er Dominion stjórninni ...................................... $ 1,446,609.61 Inneignir og skulda-upphæb til fylkisstjórna.......... 9,001,230.56 Inneign almennings án vaxta ......................... 356,626,649.64 Inneign almennings meb öllum v|xtum .................. 422,500,481.66 Inneignir og skuldir hjá ötSrum bönkum í Canada 278,077.25 Inneignir og skuldir til banka í útlöndum ............ 14,355,708.25 23,438,241.48 $ 58,438,241.48 BankasetSlar í veltu ..................— Reikningar ....................—......... VitSurkend lán .......................... Skuldir til almennings ekki átSur taldar- 804 26, 18, 108,766.97 396,638.74 46,627.40 532,001.88 542,445.14 908,064,711.61 EIGNIR Gull, i Canada ....................................... $ Verö-peningar í Canada ............................ Gull — annarstatSar ................................ VertS-peningur erlendis __________________________ SetSlar Canada banka ..................-.......... Inneign Canada banka ...............—............... 60,949,061.65 SetSlar annara banka ............................... 1,273,185.81 Stjórna og banka seölar erlendis ---------------—. 22,994,508.22 12,979.82 1,314,935.16 323,479.95 3,035*810.57 12,093,077.75 Avísanir á atSra banka ..............-................. $ 26,394,958.81 Inneignir og skuldir hjá ötSrum bönkum i Canada 4,002.09 Skuldir erlendra banka ................................ 71,891,264.92 $l,01,997i038.93 Bein og ábyrgst lán tll fylkis- og sambands- stjórnar .................................... önnur lán fylkis- og sambandsstjórnar ........... Sveitalán ................................-..... Lán ábyrgst utan Canada ........................ Önnur vertSbréf ................................ Allskonar lán í Canada greidd innan 30 daga .... BrátSabirgtSalán (ekki yfir 30 daga) i ötirum löndum .......................................... Yfirstandandi lán í Canada ekki átSur talin, atS frádregnu metnu tapi ............................ $198,202,903.27 Lán til fylkisstjórna .........,..................... 1,169,796.12 Lán til bæja, þorpa, svelta og skólahératSa ......... 18,848,358.65 Yfirstandandi lán annarstatSar en í Canada, ekki átSur talin, atS tapi áætlutSu töldu ..._......... 101,629,915.30 önnur lán — áætlatS tap talitS ...................... 2,704,226.83 98,290,226.82 106,368,311.03 153,333,715.19 7,687.405.60 20,924,704.31 34,019,951.18 12,964,423.50 7,651,625.32 $543,237,400.88 Bankabyggingar, eins og þær kostugu, fyrning tekin af ......... Fasteignir atSrar ............................................. VetSskuldir á eignum seldum af bankanum ....................... Skuldlr skiftavina samkvæmt vert5bréfum ....................... Hlutir og lán til félaga undir stjórn bankans ................. Inneign hjá fjármálarátSgjafadeild, trygging fyrir setSlum í veltu AtSrar eignir ekki taldar í hinu ofanskrátSa .................. 322,645,200.17 14,756,029.06 2,473,530.44 751,206.68 18,532,001.88 3,787,881.34 1,475,000.00 506,461.16 $908,064,711.61 ATHS:—Royal bankinn í Canada (franski) er löggiltur samkvæmt lögum í Frakklandi og hefir leyfi til bankareksturs í París og eru eignir og útgjöld þess banka í Frakklandi innifaldar í ofanskrátSum reikning. M. M. WILSON, S. G. DOBSON, Forseti og stjórnandi bankarátismatSur SKÝRSLA YFIRSKOÐUNARMANNA Til hlnthafa Royal Bankans i Canada: ViS höfum yfirfaritS ofanskrátSan reikning um tekjur og gjöld bankans, eins og þau eru 30. nóvember 1938, og boritS þau saman vit5 bækur á atSal- skrifstofu bankans, metS undirritutSum nöfnum stjórnenda útibúa hans. VitS höfum talits peninga bankans, rannsakatS öll vertSbréf og tryggingar í lok fjár- hagsársins og höfum auk þess á ýmsum tímum rannsakatS vertSbréf og trygg- ingar á útibúunum. VitS höfum fengitS svaratS öllum spurningum er oss fýsti atS fá svaratS og atS skotSun vorri, hefir bankareksturinn veritS eftir hinum ströngustu reglum. OfanskrátSur reikningur er atS vorri skotSun réttur og sýnir hag bankans ná- kvæmlega eins og hann er 30. nóvember 1938, enda i samræmi vitS bækur bankans. M. OGDEN HASKELL, C.A. ) of Haskell Elderkin & Company | JAS. G. ROSS, C.A., of P. S. Ross & Sons Montreal, Canada, 20. desember 1938. PROFIT AND LOSS REIKNINGUR UpphætSin á Profit og Loss reiknlngi, 30. nóv. 1937 ................................... $ 2,325,176.14 AgótSi fyrir áritS er lauk 30. nóvember 1938, eftir atS hafa gert af fyrir sambands- og fylkja- sköttum, er námu $1,201,765.36 og eftirx at5 hafa gert af fyrir öllum ötSrum tilfallandi etSa bráöabirgtSa útborgunum, og fyrlr öllum slæmum skuldum, upphæS er nemur ____________ 3,696,233.68 Auditors. $ 6,021,409.82 UPPGERT SEM FYLGIR: AgótSi nr. 202 á 8% á ári ....................... $ 700,000.00 AgóSi nr. 203 á 8% á ári ......................... 700,000.00 AgóSi nr. 204 at 8% á ári ....................... 700,000.00 AgóSi nr. 206 á 8% á ári ...................... 700,000.00 $ 2,800,000.00 Veitt i eftirlauna sjóS —........—................ 300,000 00 Til banka-bygginga ............................... 200,000 00 Afgangur, eSa Profit og Loss, flutt ............. 2 721 409 82 $ 6,021,409.82 M. W. WILSON, Forseti og stjórnandi Montreal, 20. desember 1938. S. G. DOBSON, bankaráSsmaSur

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.