Heimskringla - 28.12.1938, Blaðsíða 6
6. SíÐA
heimskringla
WINNIPEG, 28. DES. 1938
RISADALURINN
Og athygli hans mínkaði ekkert við það, að
hún fór af lestinni á sama stað og hann, því að
hann þekti Red Bluff, og þó að það væri langt
frá honum að gera lítið úr blómarósunum;'
sem áttu heima í þeim framfarastað, þá fanst
honum það næsta ólíklegt, að nokkur stúlka,
sem þaðan væri, hefði hugrekki til að flytja
þangað heim með franska herbergisþernu.
Þessi skoðun hans var ennfremur styrkt með
því, að enginn af flutningsmönnum bæjarins
kannaðist við þessa hefðarfrú, og hann féll auð-
sæilega í stafi, þegar hún kom til hans, með þá
frönsku í eftirdragi og spurði hann á hreinni
ensku, sem var borin fram með dálitlum ítölsk-
um málhreim, hvar besta gistihúsið í bænum
væri að finna, og hvenær flutningsbíllinn legði
af stað til San Hedrin. Ungi maðurinn hafði
svarað fyrri spurningunni, og var í þann
veginn að svara hinni, er George Sæ-Otur, bú-
inn öllu sínu villumannlega skrauti, rendi
hægt og tígulega fyrir stöðvarhornið í hinum
konunglega bíl gamla Cardigans.
Hennar Hágöfgi, fór að dæmi burðar-
sveinsins, sem hjá þeim stóð og sneri sér við
til að líta á bílinn. Það var enginn vafi á því,
að bílstjórinn var úr vesturlandinu. Hún hafði
heyrt að bílstjórarnir í Californíu væru eftir-
tektaverðir að útlitinu til, og var auðséð að nýi
tíminn og nýju vagnarnir höfðu engu breytt í
búnaði þeirra. Hún sá byssuskaftið, sem stóð
út úr slíðrinu, og fyrir hugskotssjónum hennar
blasti við fyrirsát og póstrán. Já, auðvitað
þurftu þeir á vopnum að halda. Hún sannfærð-
ist enn meira um þetta, er hún sá aðdreifuna á
rúðunni, að þetta væri bíllinn, sem flytti fólk til
Sequoia.
Hún sendi því burðardrenginn brott með
náðarsamlegu brosi og sneri í áttina til Georgs
Sæ-Oturs styrk í sinni sannfæringu, að þetta
væri almennings farartæki sem hann æki, því
að ungi maðurinn, sem hún var að tala við hélt
nú til bílsins. Hún heyrði hann segja:
“Hallo, Georg, eldrauði, prúðbúni þrjótur-
inn þinn! Mér þykir vænt um að sjá þig. —
Hérna er hönd mín upp á það.”
Þeir heilsuðust með handarbandi, en svörtu
augun í Sæ-Otri ljómuðu og hann brosti svo
að skein í hvítar tennurnar. Bryce fleygði
töskunni sinni inn í bílinn, kynblendingurinn
opnaði fremri dyrnar og hinn ungi húsbóndi
hans var að setjast í framsætið er stúlkan á-
varpaði ekilinn með sinni þýðu rödd.
“Vagnstjóri, þetta er fólksflutningsvagn-
inn til Sequoia, er ekki svo?”
George Sæ-Otur gat tæplega trúað sínum
eigin eyrum. “Þessi bíll,” sagði hann þóttalega,
“fólksflutningsbíll! Lítið þér á hann frú.
Þessi hérna Napier bíll er innfluttur hingað frá
Englandi* Hann er einkabíll húsbónda míns
þarna,” og hann benti á Bryce.
“Mér þykir leiðinlegt að eg niðraði þannig
bílnum yðar,” sagði hún hæversklega. “Eg sá
þessa oddveifu á rúðunni og hugsaði-------”
Bryce Cardigan sneri sér við og tók ofan.
“Það var ekki nema eðlilegt að þér hélduð
að þetta væri fólksflutningsbíllinn frá Se-
quoia,” svaraði hann. Hann leit ásakandi á
Sæ-Otur. “George,” sagði hann í áminningar
rómi, en drap um leið til hans titlinga, “ef þig
langar til að hafa starf þitt áfram, þá skaltu
svara kurteislega, jái eða neii, þegar stúlka
spyr þig einhverrar spurningar, og sleppa öllum
háðglósum. Láttu ekki hrifningu þína fyrir
þessum bíl leiða þig þannig í gönur.” Hann
vék máli sínu aftur til stúlkunnar. “Var það
ætlun yðar að fara til Sequoia með næstu ferð
þangað ?”
Hún hneigði sig því til samþykkis.
“Þá verðið þér að bíða hér þrjá daga þang-
að til fólksflutningsbíllinn kemur hingað frá
Sequoia,” svaraði Bryce.
“Eg vissi það auðvitað, að við komum
hingað of seint til að ná í vagninn til Sequoia,
en eg bjóst við að hann biði eftir lestinni, eg
hélt að áætlan þeirra flutningsmannanna væri
fremur teyjanleg.”
“ó, þeir hafa svo að segja næstum því
ekkert ímyndunarafl,” svaraði Bryce af mestu
sannfæringu,” en með sjálfum sér hugsaði hann
að hún væri vön að láta aðra bíða eftir sér.
Dálitlum óánægju skugga brá fyrir á hinu
fríða andliti hennar. “Ó, hamingjan góða, hvað
þetya er óþægilegt,” sagði hún. “Nú verð eg
að fara með lestinni aftur til San Francisco og
fá mér skipsferð til Sequoia — og Marcelle er
svo sjóveik.”
Bryce datt ráð í hug og flýtti sér að segja
frá því.
“Við erum að leggja af stað til Sequoia, en
af því að við förum svona seint af stað, verðum
við að gista í nótt í veitingahúsi við suður-
kvíslar Trinity fljótsins, og halda svo áfram
næsta dag. En gistihús þetta er ágætt og fæðið
líka, eftir því sem gerist uppi í fjöllum. Svo
ef yður finst það ekki framhleypni af mér að
bjóða yður far í bílnum með mér, þá er yður
velkomið að fá far, j*étt eins og þetta væri fólks-
flutningsbíllinn, sem var svo ónærgætinn að
bíða ekki eftir yður í morgun.”
Hún horfði rannsakandi á hann svolitla
stund, en brosti svo mjög þýðlega og sagðist
taka boði hans með þökkum.
“Það er langt frá því, svaraði hún, “eg er
yður mjög þakklát. Þetta er svo fallega gert af
yður.”
“Eg þakka yður fyrir það traust, sem þér
sýnið mér ókunnugum manninum, og þessvegna
tek eg mér það leyfi að segja yður hver eg er.
Eg heiti Bryce Cardigan, og á heima í Sequoia
þegar eg er hér í landi.”
“Mr. Cardigan úr Rauðviðarskógunum?”
spurði hún. Hann hneigði sig til samþykkis, en
hún bætti við: “Eg held eg hafi heyrt yðar
getið. Eg heiti Shirley Sumner.”
“Þér eigið ekki heima í Sequoia?”
“Nei, en eg mun búa þar framvegis. Eg
kom þangað fyrir tíu árum síðan.”
Hann brosti og rétti henni hendina, sem
hún tók í eftir dálitla umhugsun. “Eg var rétt
að hugsa um,” mælti hnan, “hvort eg þyrfti að
flytja yður í hvert skifti, sem þér komið til
Sequoia? Þegar þér komuð þar síðast fenguð
þér mig til að lána yður hest, hryssu sem hét
Ögn. Getið þér munað eftir því atviki?”
Hún horfði á hann með undrunarsvip.
“Hvað þá, svo þér eruð drengurinn með
fallega rauðbrúna hárið,” hrópaði hún. Hann
tók ofan hattinn og sýndi henni hárið.
“Mér er ekki eins illa við að minst sé á það
nú og mér var forðum. Það var leiðinlegt að
við skyldum ekki geta endurvakið hinn
gamla kunningskap á lestinni, Miss Sumner.”
“Betra er seint en aldrei, Mr. Cardigan,.
þegar tekin eru til greina vandræðin, sem þér
finnið mig nú í. En hvað varð um Ögn?”
“Mér þykir slæmt að þurfa að segja frá því
að ögn hagaði sér eins og hít og dó úr ofáti.
Hún át fyrir mér hálfan poka af gulrófum og
vissi samt fullvel, að hún var að éta forboðna
ávexti og galt fyrir syndir sínar eins og eg
hefi sagt. En eruð þér tilbúnar að leggja af
stað? Borðuðuð þér á lestinni?”
Hún kínkaði kolli til samþykkis. “Það
gerði eg líka, Miss Sumner og þá getum við
lagt upp.”
“Já.”
“Jæja, George, kanské þú látir farangur
Miss Sumner upp í aftur sætið og sjálfan þig
og Marcelle líka. Eg ætla að stýra bílnum og
Miss Sumner getur þá verið í hlé við rúðuna.”
“Eg er viss um að þetta verður miklu
skemtilegri ferð en með fólksflutningsvagnin-
um,’ sagði hún náðarsamlega, er Bryce settist
hjá henni og tók stýrishjólið.
“Það er mjög fallegt af yður að segja það,”
sagði hann um leið og hann lagði af stað í
í áttina til hinna bláu Trinity fjalla. “En vel
á minst,” bætti hann við, “hvernig datt yður
í hug að setja mig í samband við Rauðviðar-
skóga Cardigans?”
“Frændi minn, Seth Pennington ofursti,
hefir minst á þá við mig.”
“Seth Pennington ofursti er mér gersam-
lega ókunnugur. Eg hefi aldrei fyr heyrt
hann nefndan, svo að eg er viss um að hann
er nýfluttur á þær slóðir. Eg hefi verið að
heiman í sex ár,” bætti hann við til útskýring-
ar.
“Við erum frá Michigan. Frændi minn var
fyr meir viðar ftamleiðandi þar, en allir skóg-
ar hans eru eyddir þar.”
“Svo að hann kom vestur og keypti heil-
mikið af rauðviðarskógum hér fyrir lítið verð,
af einhverjum gömlum blindingja, sem aldrei
gat séð neina framtíð í rauðviðariðnaði hér.
Mitt álit er að hann hafi gert alveg rétt og
vona eg að eg kynnist honum, er eg skila yður
af höndum mér. Ef til vill verðum við nágrann-
ar. Vona það að minsta kosti.”
Þegar hér var komið samræðunni, tók
Georg Sæ-Otur, sem hingað til hafði fylgt
með athygli því, sem talað var, til máls, og tal-
aði einhver óskiljanleg kokhljóð, og til mestu
undrunar Shirley Sumners, þá svaraði Bryce á
sama hátt. Því næst hélt Sæ-Otur áfram að
tala, og virtist mál þetta næsta auðskilið hús-
bónda hans, því að hann ók hægt næstu fimm
mílurnar og lagði eyrað við. Hann var auð-
sæilega mjög hugfanginn og af frásögninni,
hver sem hún var. Þegar Sæ-Otur hafði lokið
máli sínu, kinkaði húsbóndi hans kolli og tók
að veita starfi sínu meiri athygli og ók nú alt
hvað af tók.
“Hvaða mál var þetta?” spurði Shirley
Sumner næsta forvitin.
“Digger Indíánska,” svaraði hann. —
“Mamma Georgs var fóstra mín, við uxum upp
saman, svo að eg get ekki gert að því, þótt eg
tali málið sem flokkur þeirra talar.”
Þau mösuðu saman um mörg atriði næstu
tuttugu og fimm mílurnar, þá þrengdist vegur-
inn og gerðist brattur mjög og veitti Bryce nú
keyrslunni meiri athygli en fyr, því að þar
mátti ekki feti muna, svo að bíllinn steyptist
ekki niður í hin djúpu skógargil mörg hundruð
fet fyrir neðan. Vegurinn lá yfir hrjóstrug
öræfi, margbreytileg að útliti og skínandi fög-
ur, og þótti stúlkunni vænt um að mega horfa á
þau þegjandi. Auk þess, þar sem Bryce leit
aldrei af véginum framundan bílnum, gafst
henni tækifæri til að virða hann fyrir sér með
velþóknun, er hún þóttist vera að líta framhjá
honum á snæþakta fjallgarðana hægra megin
við veginn.
Hún sá stóran og sterklegan mann, hraust-
lega bygðan, eitthvað tuttugu og fimm eða sex
ára gamlan, en leit út fyrir að vera miklu
eldri. Hann var hárprúður mjög og var hárið
rauðbrúnt að lit og hrokkið, hann var móeygð-
ur og átti sá litur vel við háralitinn. Andlits-
drættirnir voru skýrir og greinilegir og báru
vitni um hreint og heiðarlegt hugarfar. Nefið
var hátt og mátulega þykt, lítið eitt of langt —
og bar vott um hugsandi mann. Eyrun voru
stór eyrnasneplarnir sömuleiðis, og báru vott
um höfðinglyndan mann. Varimar voru þykk-
ar, en samt staðfestulegar, hakan mikil og
kjálkarnir sterklegir, hendurnar voru stórar
og einkennilega hvítar og fréknulausar og báru
vott þess, að eigandi þeirra var óhræddur við
að berjast ef til þess kæmi. Þegar stúlkan
horfði þannig á hann, sá hún að hann beit sam-
an tönnunum og reiðiglampi leiftraði í augunum
sem henni höfðu virst háðsleg hingað til. —
Ósjálfrátt slepti hann hendinni af hjólinu og
krefti hnefann og hreyfði höfuðið til hliðar, er
bar vott um, að hugsanir hans voru langt í
burtu, en fyrir einhverjar ástæður, sem henni
voru ekki ljósar, hefði hún viljað að þær hefðu
verið nálægri. Venjulega voru ungir menn
ekki í þönkum í nærveru hennar; þessvegna
hugsaði hún sér að vekja athygli hans á nær-
veru sinni.
“En hvað þetta er dásamlega yndislegt
landslag!” hrópaði hún. “Getum við ekki
stansað eins og augnablik til að dáðst að því?”
“Jú,” sagði hann eins og úti á þekju um
leið og hann steig niður úr vagninum og settist
við fætur hennar meðan hún teygaði fegurð
útsýnisins. “Þetta er karlmannlegt land; eg
elska það og þykir vænt um að vera kominn
heim.”
Er þau komu að gistihúsinu glaðnaði
yfir Bryce, og meðan á máltíðinni stóð var
hann umönnunarsamur, ræðinn og dálítið
fyndinn, þó að Shirley fyndi það af hyggjuviti
sínu að þetta var uppgerð, sem féll honum
þungt að sýna. Þessvegna afsakaði hún sig,
og kvaðst vera þreytt og bauð honum góða
nótt. Hún var tæplega gengin í burtu er hann
kallaði á Georg.
Kynblendingurinn leið út úr myrkrinu og
settist hjá Bryce. Stuttu síðar heyrði Shirley
hann segja við kynblendinginn:
“Georg, hvenær tókstu fyrst eftir því, að
faðir minn væri að missa sjónina?”
“Hér um bil fyrir tveimur árum síðan,
Bryce.”
“Hvernig veittir þú því eftirtekt?”
“Hann fór að rétta hendurnar fram fyrir
sig þegar hann gekk, og stundum tók hann
fæturnar of hátt upp.”
“Getur hann ekki séð neitt, Georg?”
“ó, jú, svolítið, nóg til að komast á skrif-
stofuna og heim.”
“Aumingja gamli faðir minn! Georg, eg
vissi ekkert um þetta þangað til þú sagðir
mér frá þessu í dag. Hefði eg vitað þetta, þá
hefði eg aldrei farið að eyða tveimur árum í
að ferðast kring um hnöttinn.”
Það rumdi í Georg Sæ-Otur. “Það sagði
nú faðir þinn líka. Hann vildi ekki segja þér
frá þessu, og hann bannaði öllum að láta þig
vita það. Hvað mig snertir — jseja eg vildi
ekki láta þig vera óafvitandi um þetta þegar
þú kæmir heim.”
“Það var mjög nærgætnislega gert, Georg.
Og þú segir mér að þessi Pennington ofursti
eigi í illdeilum við föður minn?”
“Já, —” Hér stansaði frásögnin og Georg
Sæ-Otur létti á samvizkunni með því að bölva
þessum föðurfrænda Shirley í sand og ösku, en
þá hvarf unga stúlkan frá glugganum og vildi
ekki heyra meira.
Þau löögðu af stað klukkan átta næsta
morgun, og rétt þegar eimblístran í mylnu Car-
digans var að blása klukkan sex, stansaði Bryce
bifreiðina við strætið, sem lá ofan að sjónum og
myllunni. “Eg ætla að láta þig aka eftir þetta
Georg^” sagði hann við hinn þögula þjón. Bryce
sneri sér að Shirley Sumner. “Eg ætla að
kveðja yður hér,” sagði hann. “Þakka yður
fyrir samfylgdina frá Red Bluff. Faðir minn
fer aldrei úr skrifstofunni fyr en blístran
blæs, svo eg ætla að flýta mér niður að litlu
byggingunni þarna við endann á strætinu og
koma honum að óvörum.”
Hann steig út úr bílnum og rétti fram
hendina. Shirley hafði með vel völdum orðum
þakkað fyrir sig, þegar George mælti:
“Þarna kemur Mr. John Cardigan.”
“Keyrðu Miss Sumner heim að húsi Pen-
ningtons ofursta,” sagð Bryce og jafnvel áður
en hann hafði slept hendi stúlkunnar hafði hann
litið við, til að horfa á föður sinn. Shirley leit
líka í sömu áttina og sá stóran og sterklegan
öldung koma niður götuna með hendur fram-
undan sér eins og hann byggist við einhverri
ósýnilegri árás.
“Æ, aumingja gamli pabbi minn,” heyrði
hún að Bryce hvíslaði. “Elsku gamli vinurinn
minn, og eg hefi látið hann fálmast áfram í
myrkrinu í tvö ár!”
Hann slepti hendi hennar og hljóp frá bíln-
um. “Pabbi!” kallaði hann. “Það er eg, Bryce.
Eg er loksins kominn heim til þín!”
John Cardigan, sem var dálítið lotinn, stóð
nú teinréttur á svipstundu. Hann breiddi út
faðminn, titrandi af ákafa og er bíllinn hélt
áfram áleiðis til Penningtons-hússins leit Shir-
ley við og sá að Bryce lá í faðmi föður síns.
En hún heyrði samt ekki hið sára vein sem
gamli maðurinn rak upp er hann faðmaði son
sinn.
“Sonur, sonur — æ, mér þykir svo vænt
um, að þú ert kominn heim. Eg hefi saknað
þín svo sárt, Bryce, eg hefi beðið ósigur og
tapað arfleifð þinni. Æ sonur minn, eg er orð-
inn gamall — eg get ekki bariöt lengur. Eg er
blindur og get ekki séð fjandmenn mína. Eg
hefi tapað rauðviðarskógunum, jafnvel Risa-
dalnum hennar mömmu þinnar.”
Og hann tók að gráta í þriðja sinn á
fimtíu árum, en ekkert er átakanlega, en þegar
bjargarlaust gamalmenni grætur. Bryce Car-
digan mælti ekki orð frá vörum, en þrýsti föður
sínum að brjósti sér, og lagði vanga sinn blíð-
lega að andliti hans eins og kona mundi gera,
og brátt öðluðust báðir styrk fyrir þetta þögla
samband andans, og er kveldskuggarnir féllu
yfir borg John Cardigans, héldu þeir heim til
hússins upp á hvalnum.
VII. Kapítuli.
Augu Shirley Sumner voru ennþá tárvot^ er
Georg Sæ-Otur lét hana, frönsku herbergis-
þernuna og farangur þeirra niður á gangstétt-
ina fyrir framan hús Seth Penningtons ofursta.
Kynblendingurinn hikaði svolítið við, óákveð-
inn í því, hvert hann ætti að bera inn flutning-
inn eða ekki, eða láta þjón Penningtons um það.
En er hann sá tárin á vöngum hins fagra far-
þegar síns, þá greip hann samstundis upp
töskurnar, rak fótinn í járnhliðið, svo að það
opnaðist og fór á undan Shirley eftir stein-
steypu gangstéttinni upp að dyrunum.
“Bíddu svolítið, George,” sagði hún, er
hann lét niður farangurinn og bjóst til að
snúa til bílsins. Hann sneri sér við og sá út-
rétta hendi hennar, er rétti að honum fimm
dala seðil. “Þetta er handa þér Georg,”
sagði hún, “og kærir þakkir fyrir ómakið.”
Georg Sæ-Otur hafði aldrei orðið fyrir
öðru eins á æfi sinni. Hann var til allrar
hamingju alinn upp í landi, þar sem enginn, að
undanteknum þjónum og alræmdum landeyð-
um, þiggur eða býst við drykkjupeningum frá
kvenfólki. Hann tók við seðlinum og þumlaði
hann forvitnislega, en því næst náði hvíta ætt-
ernið yfirhöndinni og hann rétti stúlkunni
aftur peningana.
“Þakka yður fyrir,” sagði hann kurteis-
lega. “Væruð þér karlmaður væri ekkert út á
þetta að setja, en þar sem þér eruð kona þá
þygg eg það ekki. Eg er eins og húsbóndi
minn. Eg þjóna yður án endurgjalds.”
Shirley skildi ekki þessi mótmæli hans, en
meðfædd mannþekking hennar, varnaði henni
að þrátta um þetta. Hún lét því seðilinn ofan
í budduna, þakkaði honum á ný og sneri sér
undan í snatri til að dylja vandræðasvipinn,
sem á hana kom. Georg Sæ-Otur veitti þessu
eftirtekt.
“Frú,” sagði hann með miklum tignar-
svip, “fyrst ætlaði eg ekki að bera farangurinn
yðar, því að eg vildi ekki stíga fæti á þessa
landareign”, og hann veifaði hendinni til að
benda á Pennington landareignina. “En af því
að þér grétuð svolítið, vegna þess að húsbónda
mínum tekur sárt til pabba síns, þá fellur mér
betur við yður. Gamli maðurinn. —< Jæja,
hann hefir gengið mér í föðurstað, og eins
móður minni, og við erum Indíánar. Eins
hefir hann verið bræðrum mínum — þeir vinna
fyrir hann. Svo ef yður fellur vel við hús-
bónda minn og pabba hans, þá mun Georg Sæ-
Otur fara fyrir yður til vítis og það fjandi
skyndilega, ef á þyrfti að halda. Þér getið
veðjað lífi yðar upp á það.”
“Þú ert góður drengur, Georg,” sagði hún
og átti örðugt með að verjast brosi, er hún
heyrði þessa skýlausu yfirlýsingu hans. “Mér
þykir vænt um að Cardigans feðgarnir hafa
jafn dyggan þjón og þig.”
Bjart gleðibros breiddist yfir hið dökka
andlit kynblendingsins. “Þetta er næg borgun
fyrir mig,” sagði hann og hélt út í bílinn.
Dyrnar opnuðust og sænsk vinnukona opn-
aði hurðina og horfði þegjandi á hana.