Heimskringla - 28.12.1938, Blaðsíða 5

Heimskringla - 28.12.1938, Blaðsíða 5
WINNIPEG, 28. DES. 1938 HEIMSKRINGLA 5. SÍÐA lestri sínum um Emerson, voru þeir með annan fótinn í þeirri heimspeki, sem rétttrúnaðurinn hafði notað sér til styrktar; það var hin enska heimspeki, sem kend er við John Locke. Megin- atriði þeirrar heimspeki var það, að alt yrði að byggjast á skynj- uninni, þ. e. a. s. það var nauð- synlegt að finna grundvöll fyrir sannleikann í eintómum ytri staðreyndum. Hvaða staðreynd- ir voru það, sem sönnuðu gildi kristindómsins? Það voru eink- um og sér í lagi kraftaverkin. Menn voru þá ekki farnir að efast neitt að ráði um sannsögu- legt gildi frásagna nýja testa- mentisins, og gátu þess vegna skoðað þær sem áreiðanlegar sannanir. Þetta var aðstaða hinna frjálslyndari á þessum tímum; hinir rétttrúuðu vitan- lega efuðust ekki um neitt, sem hin kalvinska prótestanta guð- fræði kendi. Emerson neitaði kraftaverk- unum, þ. e. a. s. sérstökum kraftaverkum, sem hefðu verið skráð fyrir lö'ngu. “Lífið er kraftaverk”, sagði hann. “Kraft- averk, eins og það er sett fram af kirkjunni, gefur algerlega ranga hugmynd, það er óhæfa.” Kristindómurinn, fanst honum að hefði lagt alt of mikla á- herslu á hið sögulega og per- sónulega. . . “Hann hefir með leiðinlegum ýkjum dvalið við persónu Jesú. . . En sálin þekk- ir engar persónur.” Hver ein- staklingur getur haft sömu með- vitund um Guð og Jesús hafði. Jesús vai; ekki ólíkur öllum öðr- um mönnum; sá andi, sem bjó í honum, getur líka búið í oss. Kraftaverkin verða þess vegna hindrun en ekki hjálp til sannrar trúar. Eg vil tilfæra hér orðrétt og án þess að þýða úr “the Divinity School Address” nokkur orð Emersons um Jesúm. . . . “Jesus Christ belonged to the true race of prophets. He saw with open eye the mystery of the soul. Drawn by its severe harmony, ravished with its beauty, he lived in it, and had his being there. Alone in all history he estimated the greatness of man. One man was true to what is in you and me. He saw that God incarnates himself in man, and evermore goes forth to take pos- session of his World. . . . The idiom of his language and the figures of his rhetoric have usurped the þlace of his truth; and the churches are not built on his principles but on his tropes. Christianity became a Mythus, as the poetic teachings of Greece and of Egypt before. He spoke of miracles; for he felt that man’s life was a miracle, and all that man doth^ and he knew that this daily miracle shines as the character ascends.” Til þess að skilja þessi orð Emersons og mörg önnur í þess- um áminsta fyrirlestri, verður maður að vita við hvað hann átti með orðinu “sál.” Hann átti ekki við einstakar sálir og þaðan af síður við sálarlífið eða með- vitundarlífið, eins og það er rannsakað nú af sálarfræðingun- um, sem sundurliða innihald_ þess og tala um hinar ýmsu hlið- ar þess og sálarlífs fyrirbrigði; hann átti við allsherjar sál, al- heims-sál, sem merkir hér um bil sama og orðið Guð. Ef vér lesum ritgerð hans um “The Oversoul”, eins og hann nefnir alheimssálina þar, verður þetta nokkurn vegin ljóst, þó að orð hans í þeirri ritgerð séu oft langt frá því að vera ljós. Þetta er aðalatriði 1 þeirri heimspekis- stefnu, sem náði miklu gengi í Ný-Englands ríkjunum um daga Emersons, og sem hann var langmerkasti talsmaðurinn fyrir, transendental-ismanum, eins og h*n er nefnd. Þessi heimspeki byrjaði að vissu leyti með þýzka heimspekingnum Kant, sem not- aði orðið “transcendental” mjög mikið til að tákna það^ sem er fyrir utan og ofan við mannlega reynslu. Eftir hans daga út- færðu hinir rómantísku heim- spekingar í byrjun nítjándu ald- arinnar heimspeki Kants og breyttu henni, svo að hún varð óþekkjanleg í höndum þeirra. Þetta rómantíska hugsæi barst til Englands og Amej-íku, og í transcendentalisma Emersons og fylgjenda hans'varð það að kenningu um andlega meðskap- aða vitund, sem er annars eðlis og æðri en sú vitund, sem vér fáum með reynsluþekkingunni. Þessi stefna er nú að mestu leyti undir lok liðin, en áhrif hennar út alla nítjándu öldina voru mikil og komu fram í ýms- um myndum. Þessi skoðun Emersons sætti mikilli mótspyrnu. Menn fundu það að henni, að hún hlyti að leiða til algyðistrúar, panthe- isma, sem er sú skoðun, að Guð sé alt. Hún kom náttúrlega al- gerlega í bága við hina kristnu kenningu um Guð sem höfund og skapara tilverunnar, en utan og ofan við hana. Einkum voru það hinir eldri meðal samtíðar- manna Emersons, sem ömuðust við henni. Sumir hinna yngri, aftur á móti^ sáu í honum nýjan spámann, sem þeir fylgdu með miklum fögnuði. Skoðanir hans færðu nýtt líf í hina fremur köldu reynsluspeki, sem, eins og eg hefi bent á, var runnin frá Locke og öðrum enskum heim- spekingum. Annað, sem Emerson réðist sérstaklega á í þessari frægu Divinity School Address var pré- dikunaraðferðin, sem þá var al- menn. Hann sagði að hún væri þess eðlis, að hún svæfði í stað- inn fyrir að vekja menn. Prest- arnir töluðu um efni, sem kæmu hinu verulega mannlífi ekkprt við; þeir lifðu aftur í tímanum, hugsuðu upp aftur gamlar hugs- anir, eða réttara sagt, hugsuðu ekki neitt, heldur endurtækju eins og páfagaukar það? sem aðrir hefðu hugsað fyrir löngu. Hér eru hans egin orð: “Men have come to speak of the re- velation as somewhat long ago given and done, as if God were dead. . . . Whenever the pulpit is usurped by the formalist, then is the worshipper defrauded and disconsolate. We shrink as soon as the prayers begin, which do not uplift, but smite and offend us. We are fain to wrap our cloaks about us, and secure, as6 best we can, a solitude that hears not. I once heard a preacher who sorely tempted me to say I would go to church no more. Men go, thought I, where they are wont to go, else had no soul entered the temple in the afternoon.” Það er trúlegt, að margir hugsi eitthvað líkt þessu nú á tímum, þegar þeir hlusta á pré- dikanir og bænalestur. Það sem Emerson fann að var andleysið og staglið; hann vildi að prest- arnir prédikuðu eitthvað, sem þeir sjálfir hefðu reynt og lifað, eitthvað, sem í raun og veru gæti komið frá þeirra eigin hjört um. En vitanlega héldu margir þá, eins og margir halda nú, að því andlausari og lélegri sem prédikunin sé, því betra guðs- orð sé hún. Emerson sagði, að prédikararnir litu á áheyrendur sína sem börn, og töluðu til þeirra eins og þeir væru börn, en að það endaði með því að á- heyrendurnir oft og einatt færu að skoða prédikarana sjálfa sern börn. Þótt Emerson yfirgæfi kirkj- una og hætti sjálfur að prédika var hann fyrst og fremst pré- dikari. Hann var maðurinn, sem hreif aðra, þegar hann tal- aði, þótt hann gerði það í fyrir- lestrum, ekki með röksemda- færslu, heldur með andríki og mælsku. Að tileinka sjálfum sér bæði hugsun og lífsreynsluna í víðtækasta skilningi og miðla svo öðrum af því í hrífandi og eggjandi orðum, það var verk- efni prédikarans, eins og hann sá það. En hinn dauði formal- ismi, sem er starfi prestsins svo oft samfara, var í augum hans ekkert annað en steinar í stað- inn fyrir brauð. f einu af kvæð- um sínum segir hann: I like a church; I like a cowl, I love a prophet of the soul; And on my heart monastic aisles Fall like sweet strains, or pen- sive smiles; Yet not for all his faith can see Would I that cowled churchman be. Eg gat þess áður, að Emerson hefði átt mikið skylt við dul- spekismenn allra alda. Dulspek- ismaðurinn, (the mystic), hvort sem hann hefir verið indverskur, grískur, miðalda kristinn munk- ur eða nútíma maður, hefir alveg sérstaka trúarreynslu^ sem öðr- um mönnum er ekki gefin. Og sem er þannig í eðli sínu, að hún verður ekki skilin til fulls af öðrum. Þessi reynsla er fyrst og fremst bein meðvitund um samband mannssálarinnar við Guð, sem varir ekki nema stutt- an tíma í hvert sinn, og sem veitir þeim, sem hefir hana, ó- umræðilega sælu, ekki aðeins meðan hún varir, heldur ávalt. öll rit dulspekinganna eru full af frásögnum um þessa reynslu. Enginn þeirra reynir að útskýra hana með nokkrum rökum, eng- inn getur útskýrt hana. Þetta er sálarlífs-fyrirbrigði, sem er þessum mönnum eiginlegt. — Emerson var dulspekingur, þó að hann segi ekki frá persónu- legri reynslu sinni. Það var hið beina samband milli alheims- sálarinnar og mannssálarinnar, sem frá hans sjónarmiði var kjarni trúarbragðanna. Um það, að þessi reynsla sé veruleg, sé sönn, verður ekki efast, þó að flestir menn hafi hana aldrei; og það eins fyrir því þó að í sambandi við hana sé margt, sem er sjálfsagt óheilbrigt, og sumir dulspekismenn hafi notað ýms ytri meðul til þess að kom- ast í þetta ástand. Áhrif Emersons voru bæði mikil og víðtæk, og þau hafa varað til þessa dags, og vara ef- laust enn um langan tíma, eng- inn veit hvað lengi. Hann hafði mikil áhrif á hugsunarhátt manna á mörgum sviðum. Upp- reisn Nýlendanna gegn móður- landinu var að mestu leyti af pólitískum og hagsmunalegum ástæðum; óréttlátar skattaálög- ur og fleira misrétti var það sem að kom íbúum nýlendanna fyrst og fremst til þess að krefj- ast réttar síns og berjast fyrir honum. Hugmyndirnar um mannréttindi í víðtækari merk- ingu voru ekki mjög áberandi þar. En síðar þroskuðust þær og urðu undirstaðan að stjórnar- farinu, að minsta kosti í þess hugsjálegu mynd. Emerson leit svo á, að réttur og frelsi ein- staklingsins til þess að lifa sínu lífi í samstarfi við aðra menn, eða í mannfélagi, væru afleið- ing þess að hann er hluti af heildinni, hans sál er brot af sál heildarinnar. Einmitt vegna þess að hann er svona tengdur lífsheildinni, verður hann óað- skiljanlegur hluti hennar með skyldum til hennar og jafnframt réttindum til þess að lifa sínu einstaklingslífi í samræmi við sitt einstaklings eðli. Sérhver maður er “nýfætt skáld heilags anda”, segir hann á einum stað. Hugsanir Emersons yoru eins og súrdeigið, sem sýrir alt mjölið; þær gegnsýrðu hina félagslegu heimspeki hinnar ungu og þróttmiklu þjóðar. Það má nefna þrjá menn sér- staklega, sem hafa bersýnilega orðið fyrir miklum áhrifum frá Emerson, einn beinlínis og tveir óbeinlínis; en allir höfðu síðan mikil áhrif út frá sér. Hinn fyrsti af þessum mönnum var Theodore Parker, hinn mikli pré- dikari og andans frömuður um Víglundur A. Davíðsson Fæddur 10. nóv. Dáinn 21. okt. 1884 1938 Vestur-íslendingar hafa átt og eiga marga dugandi menn og framtakssama sín á meðal; marga, sem hafa rutt sér glæsi- lega braut til vegs og virðinga, auðs og álits. Hér er um einn slíkan mann að ræða; en hann var að ýmsu leyti alveg einstakur í sinni röð; skal á það drepið lauslega síðar. Víglundur A. Davíðsson var fæddur 10. nóvember árið 1884 í Reykjavík á íslandi. Foreldrar hans voru þau Andrés Davíðs- son, sem istundaði lengi smá- skamtalækningar, fyr í Reykja- vík og síðar hér vestra, og Stein- unn Jónsdóttir kona hans frá Búðum. Faðir Andrésar var Davíð bóndi að Giljá í Vatnsdal, síðar að Káradalstungu og Kötlustöð- um, Davíðssonar hreppstjóra og fræðimanns að Marðarnúpi í Húnavatnssýslu. Víglundur var 16. maður frá Þorsteini lögmanni Eyjólfssyni, sem dó 1404; var hann einn hinna allra merkustu manna; er sagan getur um á íslandi á þeim og eftir miðbik nítjándu aldar- innar. Annar var Abraham Lin- coln, sem varð fyrir miklum á- írifum af ræðum Parkers. Sá ?riðji var Walt Whitman, sem lefir verið nefndur skáld lýð- ræðisins, og sem þótt hann hafi ekki verið eins mikið lesinn og sum hin eldri skéld Bandaríkj- anna, hefir haft mjög mikil á- hrif. Allir þessir. menn voru andlega skyldir Emerson. John Haynes Holmes segir að það væri mikið rannsóknarefni, að rekja áhrif Emersons í lífi og hugsunarhætti Bandaríkjaþjóð- arinnar í þau hundrað ár, sem liðin eru síðan hann fyrst byrj- aði að flytja mönnum hugsjón- ir sínar og skoðanir. Áhrifa hans sem dulspekings gætir einnig mikið í ýmsum trúar- bragðalegum og hálf bragðalegum hreyfingum l Bandaríkjunum. Og engin mót- mælenda kirkjudeild í landinu hefir verið laús við áhrif frá honum. Hann er og verður jafn an einn hinn mesti andans skör ungur, sem uppi hefir verið i Ameríku. Og hann er það þrátt fyrir það þótt hann væri allra manna lítillátastur og ljúfastur, eða ef til vill mikið vegna þess. Hann barðist aldrei á móti nein- um; hann svaraði ekki, þótt á hann væri ráðist; hann átti aldrei í deilum við neinn. Hann sagði sína skoðun og lét þar við sitja. Hvort aðrir féllust á hans mál eða ekki, virðist hafa legið honum í léttu rúmi; hann hefir eflaust trúað því, að ef skoðanir hefðu ekki í sér falinn þann kraft, að ná tökum á sálum annara manna, þá mundi ekki barátta fyrir þeim með vopnum röksemdanna fá miklu áorkað. Hann var ávalt spekingurinn, sem miðlaði öðrum af auði andr síns, treystandi því, að sum fræ- in féllu í frjósaman jarðveg, og bæru ávöxt; en hann sáði, hvort sem jarðvegurinn var grýttur eða frjór. G. Á. tíma. Hann átti heima í Urðum 1 Svarfaðardal og síðar á Víði- mýri. Var hann einn þeirra fjögurra manna, sem um það leyti höfðu alt ísland á leigu með sköttum og skyldum. Hann var skipaður lögmaður yfir alt land um fjögra ára bil og fjölda mörg ár yfir Norður- og Vesturum- dæmin. Auk þess var hann um langt skeið hirðstjófi yfir fs- landi. Mætti ætla að maður með öll þessi völd og konungshylli hefði verið illvígur og ofbeldis- samur. En svo var þó ekki. — Honum er þannig lýst að hann hafi verið vel metinn maður og einn af göfugustu höfðingjum lands síns á þeim tíma. Heima á fslandi halda menn við stöðugri og óslitinni þekk- ingu á ættum sínum; það ætti að vera eitt af þjóðræknisstörfum okkar Vestmanna að halda því á lofti af hvaða stofni við erum sprottin. Hér er litið upp til þeirra manna af enskum upp- runa^ sem talið geta sig til aðals- ætta. Hví skyldi það þá ekki vera Oss metnaðarefni að vera af Norðurlandakonungum komn- ir, sem í raun og sannleika voru merkari menn en konungar flestra annara landa. * | Um það er stundum efast, þegar talað er um íslendinga, að þeir séu af konungum komnir. Jafnvel sumir fslendingar sjálfir efast um það. Það er þó sann- arlega ekkert um að villast. — Kemur það greinilega fram í ætt þess manns, sem hér er um að ræða. Víglundur var 23. maður frá Sæmundi presti fróða, sem allir kannast við; en Loptur son- ur Sæmundar átti Þóru dóttur Magnúsar konungs berfætta í Noregi; Magnús var sonur ólafs konungs kyrra, Haraldssonar harðráða; eru því allir þessir konungar ættfeður Víglundar, Sonur Lopts Sæmundssonar og Þóru konungsdóttur var Jón Loptsson í ’Odda, einn hinr.a allra merkustu og vinsælustu manna á íslandi á sinni tíð. Móðir Víglundar var Steinunn dóttir Jóns Vigfússonar frá Búð- um og Katrínar Gísladóttur konu hans> en systir konu Þórð- ar alþingismanns á Rauðkolls- stöðum. Víglundur fluttist vestur um haf árið 1903, nítján ára gamall. Vann hann fyrst daglaunavinnu og lærði málningu. Kom það brátt í ljós að hann var fram- sækinn, ráðdeildarsamur og þeim hæfileikum gæddur, sem að beztu haldi koma í baráttu lífs- ins. Þér sem notið— TIMBUR KAUPIÐ AF THE Empire Sash & Door CO., LTD. lUrgfflr: Henry Ave. East Sími 95 551—95 552 Skrlfstofa: Henry og Argyle VERÐ - GÆÐI . ÁNÆGJA Árið 1910 byrjaði hann á húsabyggingum á eiginn reikn- ing-, og bygði allmörg hús í Win- nipeg. Kom það í ljós að hér var um sjálsftæðan hug að ræða, en ekki hitt að feta að öllu leyti trúar-^í fótspor annara; voru hús han fjölbreyttari og meira í þau bor- ið en venjulegt var á þeim tím- um. Eru þau enn til sýnis og bera þess glöggan vott að hér er með engar öfgar farið. í félagi við hann var Metú- til. Þeir bygðu síðar í félagi fjölbýlishús (Blocks); þar á meðal: Mount Royal 1926 og Astoria 1927 \ eru það hinar myndarlegustu og vönduðustu byggingar. Árið 1929 bygði Víglundur einn saman stórhýsið New Castle. Félagsskapur og samvinna manna strandar oft á því að hvor um .sig vill mestu ráða, og þykist einkis þurfa frá hinum. f félagsskap þeirra Víglundar og Metúsalems var því ekki þannig farið: Þeir voru frábærlega samhentir félagar; lagði annar til þá hæfileika, sem hinn átti minna af, og notaðist þannig fullkomlega alt, sem báðir áttu yfir að ráða. Víglundi var gefið það jafn- vægi, sem fáum hlotnast; hann sameinaði það að vera hagsýnn gróðamaður og hitt að láta ekki vinstri höndina vita af því þegar hin hægri var útrétt í líknar- skyni. Þegar um annaðhvort var að ræða: að hjálpa einstök- um mönnum, er liðs þurftu eða stuðnings góða og nýtra mála, þá stóð sjaldan á honum. Víglundur Davíðsson var hið mesta ljúmenni í umgengni og prúður í allri framgöngu; hann var laus við alt tildur og yfir- skin. Hann veitti jafnan fylgi sitt lútersku kirkjunni, en var víðsýnn og frjálslyndur í skoð- unum. Það er í sannleika eftirtekta- vert hversu miklu þessi maður kom í framkvæmd þegar tillit er tekið til þess að hann var lengst af æfinnar heilsubilaður. Hann slasaðist og meiddist svo mikið að honum var ekki hugað líf; bar hann þessa meiðslis alvar- legar menjar til dauðadags. — Minti hann að því leyti á Frank- lin Roosevelt, að hann gegndi köllun sinni, en daufheyrðist við öllum þeim röddum, sem löttu eða kvörtuðu. Víglundur kvæntist aldrei. — Móðir hans stjórnaði heimili hans alllengi meðan h»nni entist heilsa til, en hún var alvarlega veik og þungt haldin um langt skeið. Er það bezta sönnun fyr- ir drenglyndi Víglundar hversu góður og nærgætinn hann reyndist henni þá. Þeir, sem bezt þektu til — og eg var einn þeirra — hafa oft vitnað í það ástúðlega samband^ sem þar átti sér stað milli móður og sonar. Það er nálega einstagt í sinni röð nú á dögum. Annað atriði langar mig til þess að nefna í sambandi við Víglund. í fornum sögum er oft getið um órjúfandi vináttu og salem Throarinson^ er síðar trygð milli manna. Einhverjir kvæntist systur hans; unnu þeir tveir menn höfðu svarið hvor svo vel saman að fá munu dæmi Frh. á 8. bls. Vs, KÖ tsi HUDSON’S BAY Wr s,-. C/uvi/ H B C c)f2lUÍ$ Thit advertisment is not inserted by the Govemment Liquor Control Commisnon. The Commission is not responsible for statements made as to quality of products advertised.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.