Heimskringla

Dagsetning
  • fyrri mánuðurdesember 1938næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    27282930123
    45678910
    11121314151617
    18192021222324
    25262728293031
    1234567

Heimskringla - 28.12.1938, Blaðsíða 2

Heimskringla - 28.12.1938, Blaðsíða 2
2. SÍÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 28. DES. 1938 ÞORSTEINN GISLASON RITSTJÓRI OG SKÁLD Eftir prófessor Alexander Jóhannesson Þorsteinn Gíslason varð tæpra 72 ára að aldri (f. 26. jan. 1867 að Stærra-Árskógi í Eyjafirði). Þeir, sem þessum aldri ná, eru venjulega búnir að ljúka dags- verki sínu og svo mun og að mestu hafa verið um Þorstein. Han"n hafði raunar í smíðum stórt skáldverk, er átti að lýsa baráttu íslenzku þjóðarinnar á síðustu 40—50 árum og er mér ekki kunnugt um, hvort hann að fullu lauk við þetta rit sitt, er átti að vera í 3 bindum, En til þessa var hann manna bezt fallinn. Hann var bæði skáld og rit- höfundur og hafði um langt skeið staðið framarlega í stjórn- málabaráttunni og kunni því betur en flestir aðrir skil á lífi og högum þjóðarinnar á liðnum áratugum. Hann var mildur maður og sanngjarn og leit á hvert mál frá öllum hliðum, ekki sízt á síðari árum. Kom þetta glögglega í ljós í þáttum úr stjórnmálasögu íslendinga, út- varpserindum þeim, er út komu 1936. Var hann þó einn aðili í þessari baráttu og mundu flest- ir telja erfitt að segja hlutlaust frá stjórnmálaban1,ttu íslend- inga á síðustu árum. En Þor- steinn hafði þá fyrir löngu dreg- ið sig í hlé frá stjórnmálaaf- skiftum, hann var orðinn áhorf- andi og umgekst að jöfnu menn af öllum flokkum. Skoðanir hans voru að ýmsu leyti breyttar og hann gerði sér far um, með ró hins reynda manns, að athuga kjarna hvers máls og benda á höfuðdrættina í atburðum lið- inna tíma. Þessi síðasti kafli æfi hans var eins og eftirmáli langs og viðburðaríks leiks, er hann áður hafði tekið þátt í af miklum áhuga og harðfylgi, er hann stóð framarlega í baráttu Heimastjórnarmanna. Hann má vafalaust telja mesta blaðamann íslands á síðasta mannsaldri, en auk þess var hann í hópi bestu skálda og rithöfunda þjóðarinn- ar. Hann gerðist á unga aldri ritstjóri Sunnanfara (1894—’95 og 96—’98), fslands (1897—’99) Bjarka (1901—’04 og Lögréttu og Óðins frá 1906 og alt til síð- ustu tíma og var auk þess um 3 ára skeið ritstjóri Morgunblaðs- ins (1921 og næstu ár). Var þá 1 raun og veru sú hugarfars- breyting orðin, að honum var ó- Ijúft að standa í stjórnmála- þjarki og blaðaskömmum. Lög- rétta tók þvi stakkaskiftum og varð tímarit, þar sem hann birti margar ritgerðir bókmentalegs efnis, um hugðarefni sín um skáldskap og listir, einkum um íslenzk skáld eins og Jónas og Matthías, Ben. Gröndal, Gísla Brynjólfsson, Grím Thomsen og Hannes Hafstein o. fl. Hvílík- ur munur á Lögréttu síðustu árin og t. d. 1910, er ritstjóra Lögréttu var stefnt í 30 meið- yrðamálum og útlit var fyrir nokkur hundruð meiðyrðamál út af stjórnmálum. Til hinnar víðtæku blaðastarfsemi Þor- steins má telja hið mikla rit hans um heimsstyrjöldina, er kom út 1924, nærri 1000 bls. að stærð. Dró hann saman allar fréttir um heimsstyrjöldina og samdi úr þeim alþýðlegt fræði- rit, greinargott og skilríkt, eins og vænta mátti. En jafnframt þessum afkastamiklu blaða- skrifum og stjórnmáladeildum, lifði Þorsteinn alt sitt líf í heimi skáldskaparins. Sjálfur var hann ágætt skáld, orðhagur og snjall á íslenzka tungu, vandvirkur í besta lagi, svo að varla er blett- ur eða hrukka á flestum kvæð- um hans. Þau eru að vísu fæst stór eða fyrirferðarmikil, en Ijúf og mild eins og höfundurinn. Gaf hann út 3 söfn eftir sig, fyrst Nokkur kvæði 1904, þá Ljóðmæli 1920 og loks Önnur ljóðmæli 1921 (og eru í því safni ýmsar ágætar þýðingar), en 1925 hafði hann gefið út Dægur- flugur er voru einkum gaman- kvæði, er þá voru víða sungin. Þorstenin kyntist á unga aldri á stúdentsárum sínum í Kaup- mannahöfn höfuðskáldritum heimsbókmentanna í nálægum löndum og hefir þýtt á íslenzku margar sögur eftir ýmsa höf- unda (Björnson, Zola, Maupass- ant, Chamisso, Kipling, Sienkie- wicz, Walter Scott o. fl.) og engu síðri eru ljóðaþýðingar hans margar eftir Shelley, Ib- sen, Björnson,-Goethe, Fröding, Heine, Th. Moore, Musset o. fl. Þessi kynni hans af erlendum skáldskap og einkum þýðingar hans urðu til þess að skerpa skilning hans og næmleika á ljóðræna fegurð. Var hann því y) Vín Vísdómur $ eftir BRIGHT Það er eitthvað sem góð vín hafa við sig. Tvefaldaðu máltíðar gleð- ina í kvöld. Hafið HERMIT PORT eða HERMIT SHERRY á borðum. Með því að bragða það, skiljið þér hvernig á því stendur að svo marg- ir taka Bright’s vínin fram yfir önnur. V Sri<s ‘óhtS W I N E S HERMIT PORT C O N C O R D HERMIT SHERRY CATAWBA This advertisment is not inserted by the Government Liquor Control Commission. The Commission is not responsible for statements made as to quality of products advertised. um langt skeið talinn meðal helstu ljóðskálda þjóðarinnar, en formfegurð hans, víðsýni og snild í framsetning varð til þess, að hann var jafnan kjörinn til þess að yrkja hátíðaljóð við ýmis tækifæri, t. d. háskóla- ljóðin, er enn eru sungin í hvert sinn við háskólasetningu. Þorsteinn var mikill vinur 1 ýmissa skálda og gerðist hann eitt skeið allmikill bókaútgefandi og gaf þá út rit þeirra Jóns Trausta, Einars H. Kvarans og annara og á því sinn þátt í þeim miklu vinsældum, er bækur þess- ara manna hlutu. Það var í raun og veru undravert, hve miklu hann fékk áorkað af rit- störfum, er litið er á hin um- fangsmiklu störf hans, skáld- skaparrit og stjórnmáladeilur, bókaútgáfu og bókaverzlun um eitt skeið auk allra þeirra blaða og tímarita, er hann veitti for- stöðu. Hann var hæglátur og rólegur að eðlisfari og virtist ætíð eiga nógan tíma til rabbs og ráðagerða, þótt prófarkalest- ur og prentsmiðjuheimsóknir væri aðkallandi. Hann hefði því vel getað valið sér að kjör- orði festina lente (flýttu þér; hægt). Nú er hann horfinn eftir langt og mikið dagsverk. Tímans rás heldur áfram og ný kynslóð er • tekin við störfum hans. En þeg- ar saga þjóðarinnar verður rit- uð um síðustu áratugi, um þáj mestu framfaraöld, sem yfir ís-l land hefir gengið, verður einnig; minst þeirra manna, er stóðu framarlega í fylkingu, manna eins og Þorsteins Gíslasonar, er áttu sinn verulega þátt í því að vekja þjóðina af aldagömlum svefni til dáða og framsóknar á j öllum sviðum. íslenzkri menn-i ing var þröngur stakkur búinn' langt fram á 19. öld. Skáld og hugsjónamenn ;risu upp, einn eftir annan, er reyndu að opna gluggana í hinum þröngu and-j legu húsakynnum þjóðarinnar að Evrópumenningunni, svo að hressandi andblær sunnan úr, löndum fengi vakið þjóðina. — Starfi þeirra er nú haldið áfram af enn meiri áhuga en nokkru sinni áður og í því eru fólgin fegurstu laun þeirra forystu- manna, þeirra vormanna íslands, er ruddu brautina, en í þeim hópi var Þorsteinn Gíslason, — Requiescat in pace. —Mbl. VIÐBURÐA REGISTER YFIR ANNO 1939 sem er þriðja ár eftir hlaupár er leyfilegt, að bæta við eftir vild, og eins, að flytja atburðina frá einum mánuði til hins, fram og til baka, eins og bezt hentar. Janúar— Nýársdagur kemur á fyrsta sunnudaginn. — Þann dag hand- langa Upham-búar blessuð jólin í endurfæddri útgáfu frá séra Karli. — Þrettáncjinn yerður þann sjötta. — Prestar og toll- heimtumenn skiftast á heillaósk um eins og undanfarið. — Allir mæna á næstu þing, vonandi þau verði stutt og snubbótt. — Keli heldur veðurguðinum bankvit í þakklætisskini fyrir gott tíðar- far. — Það verða aðeins fjórir borgunardagar í mánuðinum en þyrftu að vera sex. — Heims- kringla minnist fyrverandi stjórnarformanns skælandi. — Jón forseti aftur kjörinn forseti. — Nafngreindir ' merkismenn eiga afmæli: Tennyson, Sweden- borg, Friðrik mikli og — eg. Febrúar— Dagarnir lengjast en eru að- eins 28, svo ekkert hefir áunnist. — Heimilisfeður panta meiri eldivið. — Kvenfélögin senda hvert öðru valentine þann fjórt- ánda. — Þingið skiftist í þrjú horn og gerir alla ánægða. — Salóme herðir róðurinn. — “Ladies first,”' segir Oddur. — Þjóðræknisþingið sett, búist við hvelli, forsetinn tekur í nefið og ræður sínum ráðum. — Frénsmót: Karlakórið syngur, Ragnar slær taktinn, Gunnar sit- ur við hljóðfærið, svo byrjar ballið. — Fæddir eru: Edison, Lincoln, Kopernikus, Longfel- low og Dickens. Marz— Norðanvindur af vatninu ger- ir alla óánægða nema Kela. — Gjaldendafélagið sendir bæjar- stjórninni þakkarávarp fyrir sparsemi í bæjarþarfir. — Sánkti Patrekur haldinn helgur þann seytjánda. — Útlit fyrir að þingið verði sammála um skatta málin, en þá tekur stjómin til sinna úrræða og semur nýtt skattafrumvarp og hrærir öllu saman, og vinnur hylli kjósenda. — Jafndægur þann tuttugasta og fyrsta. — Lögberg litli ber þyngdarlögmál stjórnarinnar fyrir brjóstinu. — Júði rekur augun í Steina og heldur að Hitler sé kominn; áttar sig þó er málið skýrist. Sá eini sem getið er um að fæðst hafi er Sigurður Breiðfjörð. Apríl— og fimta ár eftir sumarauka. Eg svaf órólega aðfaranótt Imbrudagsins, en með aftureld- ingunni steinsofnaði eg. Dreym- ir mig þá, að ljómandi falleg stúlka í skínandi klæðum, hald- andi í hægri hendi á gullroðnum tólfgreina kertastjaka, með log- andi ljósi á hverri grein, stend- ur við rúmstokkinn hjá mér og sækir ákaft upp í til mín. Og þar endaði draumurinn. Eg ræð hann þannig, að mér beri að taka saman viðburða-almanak fyrir næsta ár. — Einu sinni í firnd- inni samdi eg viðlíka dokúment, og sendi það þá samstundis til vinar míns Gunnars Björnsson-; ar. Tókst það svo snildarlega, að eg hefi aldrei heyrt neitt um það meira, sem varla mun held- ur von, því athuganir mínar munu hafa verið talsvert á reiki, því þá bygði eg mest á gangi reyk- og halastjarna, og það mun Gunnar strax hafa komið auga á. En í þessu hérna er öðru máli að gegna, því nú hefi eg eingöngu farið eftir hringsóli fasta- og lausastjarna^ með nákvæmum samanburði við sec- tionirnar, townshipin og range-[ in í Thorgeirsson’s almanakinu undanfarin ár. Og það gerir all- j an muninn. Vil eg því mælast til, eins og Hallgrímur Péturs- son, að góðfús lesandi láti þetta óbreytt standa. En aftur á móti: Austanrigning í stað kulda- J slyddu gerir alla ánægða nema Kela. — Fyrir sérstaka beiðni tískukvenna verða páskar í þessum mánuði. — Hænur hætta að verpa og egg hrapa í verði. — Konur trimma gamla páskahatt- inn í tíunda sinn. — Haldið upp á sumardaginn fyrsta með pró- grami af eldri konum. — Frétt frá Árborg hermir að Gísli muni leggja Nýja-ísland undir prent- verkið. — Þingið fýkur um koll af rifrildi eins og fyrri. — Fundur hjá Social Credit; Hjálmar vatnar músum yfir flónsku og þjösnaskap landans sem flutti frá Edmonton. — Fæddir eru: Lister, Zola og Kristján IX. Maí— Sökkursveiði fyrir alvöru byrj- ar hjá öllum. — Havarí í hverju húsi útaf stormhurðum og gluggum eins og undanfarin ár. — Allir skifta um nærföt og iðr- ast þess næsta dag. — Þingmenn lofa öllu fögru, hver í sínu kjör- dæmi, næsta ár. — Sigfús hættir að mála. — í þessum mánuði hefst New York-sýningin, og sézt þá enginn landi í öllu Norð- vesturlándinu nema doktor Sig- urður — hann situr aðgerðalaus heima. — Flaggað verður þann tuttugasta og fjórða og kemur engum saman um hvernig flagg- ið á að snúa. — Afmæli eiga: Viktoría drotning^ Þormóður Torfason og Hannes biskup Finnsson. Júní— # Hlýrra veðri spáð. — Flestir vinnulausir, lofað vinnu seinna. — Allir bílaeigendur flytja til Gimli, almennur fögnuður í bæn- um. — Sólstöður þann tuttug- asta og annan. — Kirkjuþingin sett hvert í sínu lagi; alt fer friðsamlega; allir endurkosnir; ræður fluttar um umönnun missónera og blágrýti í hjörtum utanveltubesefa. — Þeir sem geta, og ekkert hafa annað að gera, trúlofast í þessum mánuði. Þá kveður Gísli þessa vísu, eftir skáldið á Sandi4 svo undirtekur í púlrúminu: “Margur blásinn belgur sprakk —bljúgur laut aið fróni, í sem glettin ungfrú stakk ástar títuprjóni.” Afmæli eiga: George VI., Jón Sigurðsson og Sveinbjörn Svein- björnsson. Júlí— Frídagur þann fyrsta, eins og í fyrra; pólitíin biðja um róleg og hávaðalaus hátíðahöld. — Arinbjörn heldur ræðu og sýnir myndir. — Einhver rakst á Can- ada 1534 í fyrsta sinn. — Svar- dagar í Kópavogi fyrir löngu. — Sílagangur í Winnipeg-vatni svo mikill að öll net rifna; Beita verður Ijóð að munni. — Æskan streymir til Hnausa. — Gúttar halda pikknik og ræðu; Ásbjörn situr iheima — engin kendur sem hann kemur ekki; Joe stýrir söngnum á heimleiðinni, allir taka undir, ber ekki á neinum. — Calvin bara fæddur en fjöldi dáinn. Ágúst— Hundadagar enda þann tutt- ugasta og þriðja. — Fimm hundruð og seytján bílar of- hitna af tollhækkun á gasolíu. — Winnipeg-búar hæla loftslaginu í bænum. — Mýið er svo mikið á Gimli að allir fara í vatnið. — Þjóðminning íslendinga á lei- bordaginn; heiðursgestir hæla þeim á íslenzku og eru langorðir^ en ákaflega spennandi og fram- úrskarandi kitlandi; dans að kveldinu við yngismeyjar þjóð- flokksins. — Afmæli er talinn að eiga Jón Eiríksson. September— Verkamannadagur með til- héyrandi skrúðgöngu fyrsta mánudag mánaðarins. — Skóla- og mæðra-andstreymi byrjar. — Keli spáir hörðum vetri. — Mik- il uppskera en ekki nóg fyrir flutningum. — Fyrsta skuld vetrarins hafin. — Séra Baker prédikar um kargaþýfi í vín- garðinum undir,,berum himni. — Jafndægur þann tuttugasta og þriðja. — Bara tveir fæddir: Björn Gunnlögsson og Kristján X. Október— Mikið af húsmunum krambúl- erað í flutningi. — Tré fella lauf og hofróður fara að dæmi þeirra. — Tóbak og brennivín og aðrar nauðsynjavörur falla óskaplega í verði. — Havarí í hverju húsi út af skrínhurðum og gluggum eins og undanfarin ár. — Vetur- inn kemur þegar honum sýnist. og— Nikk fer á fisk-, fugla- og dýra-veiðar. — Halloween með sama formála og í fyrra frá pólitíunum. — Columbus lenti á Ameríku þann tólfta. — Haldið upp á Thanksgiving með pró- grami af yngri konum. — Tyrkj- ar ófáanlegir. — Fæddir eru: Pétur Pétursson biskup og Jón Thoroddsen. Nóvember— Vopnahlésdagurinn þann ell- efta; allir sem gengið geta fara í skrúðgönguna. — Bæjarráðs- kosningar; gífurleg hátíðahöld í vesturbænum yfir sigurvinn- ingum landans. — Heimskringla kemur út í 54. árgangi í sama broti og góðu árferði. — Arin- björn sýnir myndir og ræðu. — Prestur safnaðarins vex upp úr söfnuðinum og fer á vergang. — Oddvitinn útvegar kaupendur að heyi; öfund yfir bjargráðum sveitarinnar magnast. — Nikk kemur aftur með fullfermi. — Mesti sægur afmæla: Luther, Fiske, Herschel, Jónas Hall- grímsson, Albert Thorvaldson og Pétur Guðjónsson. Desember— Fullveldisdagur íslands þann fyrsta; víxskeytum skifst á; lofsöngur og þakkargjörð frá báðum hliðum. — Húsfrúr skera niður jólalistann. — Palli aug- lýsir reykt sauðakjöt af íslend- ing. — Sólhvörf þann tuttugasta og annan. — Mikleyingar kaupa Holiday Delivery Service For the convenience of our customers we will accept orders for delivery Until 11 p We will be closed all day January 2nd Phone 57 241 The Riedle Brewery Limited WINNIPEG, MAN. Independently Owned and Operated [BoTTLED BeErW Bníír™- ^ CuutsmsiiSw “OTTLWfc, ^ |Bmtish EKf-IRS ('.ITkeEek.eEBBíto! . l»37/W/iXVv LTa Jfá AWARDCO THE OOLO CHAMPIONSHIP MEDAk •ILVER AND BRON2C MC0AL9 LONDON ENGLAND 1937 This advertisment is not inserted by the Government Liquor Control Commission. The Commission is not responsible for statements made as to quality of products advertised.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað: 13. tölublað (28.12.1938)
https://timarit.is/issue/153759

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

13. tölublað (28.12.1938)

Aðgerðir: