Heimskringla - 28.12.1938, Blaðsíða 4

Heimskringla - 28.12.1938, Blaðsíða 4
4. SÍÐA HEIMSRRINCLA WINNIPEG, 28. DES. 1938 Uicimsknniila (StofnuD 1S8S) Kemur út i hverjum miBtrikudegi. Elgendur: THE VIKING PRES8 LTD SS3 oo SSS Sargent Avenue, Winnipeg Talsimia SS 537 Verð blaðslns er $3.00 árgangurlnn borglst fyriríram. AUar borganir sendist: THE VIKING PRESS LTD. — --------—— -------------- ’ m 1U viðskifta bréf blaðinu aðlútandl sendlst: K -nager THE VIKINO PRESS LTD S53 Sargent Ave., Winnipeg Ritstjóri STEFAN EINARSSON Utanáskri/t til ritstjórans: EDITOR HEIMSKRINOLA S53 Sargent Ave., Winnipeg 'Helmskrlngla” is pubUshed and printed by THE VIKIMG PRESS LTD «53-855 Sargent Avenue, Winnipeg Man Telephone: 86 537 ...............lillllllllllltlllllllimilllllllllliliuillllllilllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllinillllllllllllllillllffl WINNIPEG, 28, DES. 1938 GLEÐILEGT NÝÁR Að jólunum liðnum, sem vonandi er og margt ber með sér að hafi verið að venju skemtileg, byrjar nú önnur hátíð, ára- skiftin. Eins og eftirvænting barnanna, er mikil eftir jólunum eða því að vakna á jóladagsmorguninn og sjá böglana með gullunum í sem Sankti Kláus hefir hlaðið upp við rúmgaflinn þeirra, svo er það með fullorðna á nýársdag. í æfibók þeirra blasir við þeim ný óskráð síða, sem á kom- andi ári verður skráð. Hvað það er, sem á þá síðu verður skrifað er þeim ráðgáta. En þeir vona eins og börnin, að það verði þeim að árinu liðnu eitthvað, er vott beri um uppfyllingu einhverra af eftirþráðustu vonunum, sem þeim búa í brósti. Hvernig verður þeim vonum bezt full- nægt? Með því að ráða ráðum sínum fyr- irfram, með því að setja sér takmark og vinna sleitulaust að því að ná því, hafa menn sagt. Og tíminn til þess að ákveða þetta, sé áraskiftin, eða með hverju nýju ári. Þetta er óefað gott heilræði. Til forna stigu menn á stokk og strengdu heit um að vinna eitthvert það verk, er nafni þeirra héldi á lofti. Og hversu ó- framkvæmanlegt sem verkið oft virtist leystu þeir það af hendi. Þau dæmi úr fornsögum vorum eru sláandi vottur þess, hvað maðurinn getur, þegar viljinn og mátturinn vinna vel saman. Maður heyrir oft í daglegu tali sagt, að hver sé sinnar gæfu smiður. Það kemur vel heim við þetta sem minst er á hér að framan. Og í athafna-heiminum enska, heyrir maður einnig oft sagt, að orðið “ómögulegt”, sé ekki til í málinu. f þessu getur mikið verið, en íslenzka orðtakið ætlum vér ekki hljóða þannig, heldur, að enginn sé sinn lukku smiður. Skáldskap- arlegt gildi þess virðist meira þannig. Og hitt mun oft satt reynast, að öllum geti skjátlast. En þrátt fyrir það, er það ekki ástæða til að láta hugfallast. Flestir menn, sem að lokum hafa á einhverjum þrautum sigrast, hefir orðið það á að mishepnast og stundum oftsinnis tilraun sín. En ósigrarnir hafa ekki dregið úr vilja þeirra, heldur þvert á móti stælt hann. Svo jafnvel þó maðurinn reyni það, að orðið “ómögulegt” sé ekki eins ó- hluttækt í málinu og Englendingurinn heldur, er það ekki sönnun þess, að það sé einskis vert að stíga á stokk og strengja sín heit. Að því er- Vestur-íslendinga sérstak- lega áhrærir, er það ein heitstrenging sem vér vildum sjá þá gera; hún er ekki í því fólgin, að segja þeim að sá miklu eða litlu hveiti, heldur sú, að þeir sameinist á komandi ári betur en nokkru sinni fyr um að stuðla að því, að halda við íslenzku máli í Vesturheimi. í því er fólgið að kenna íslenzkum æskulýð að tala hana á heimilum sínum og nema hana í skólum, þar sem þess er kostur. Ennfremur að styðja af ráði og dáð öll íslenzk félög, sem að viðhaldi feðra tungunnar lúta og efla þjóðrækni hjá eldri sem yngri. Vér mun- um ekki eftir neinni verðmætari og göf- ugri heitstrengingu sem þeir gætu gert við morgunsár komandi árs, en þessari. Um leið og Heimskringla þakkar einum og sérhverjum vina sinna fyrir allan þeirra stuðning, bæði með greiddum á- skriftargjöldum og öðrum efnalegum stuðningi, ásamt þeim, er til lesmáls hennar hafa bæði mikið og vel lagt, óskar hún þeim gleðilegs og farsæls nýárs. Á s. 1. 10 árum, hefir fólksf jölgun í Can- ada numið 18%. Á sama tíma hafa útgjöld stjórna aukist um 45%. Af hverjum $100, sem menn unnu sér inn árið 1935, varð að gjalda til allra stjórna $26.60. FRÁ ÞJÓÐAÞINGINU 1 LIMA Einn af þeim viðburðum ársins sem er að kveðja, sem mestur og sögulegastur mun verða talinn vestan hafs, er samþykt- in sem gerð var á þinginu í Lima í Peru síðustu dagana, sem það stóð yfir, um að öll lýðríki Ameríku, 21 að tölu, mynduðu bandalag sín á milli um að vernda álfu þessa fyrir hernaðar-árásum annara þjóða jafnframt því, að veita aðstoð sína ef mál út af minni hluta þjóðerna í nokkru ríki risi upp, eins og nýlega átti sér stað í Sudeten-héruðunum í Tékkóslóvakíu. Tillöguna og ákvæðin um þetta mál, sömdu Cordell Hull, ríkisritari Bandaríkj- anna, Afranio Mello Franco, formaður nefndarinnar frá Brazilíu á þjóðaþinginu og Carlos Concha frá Peru og forseti Lima þingsins. Þegar tillögu þessari var fyrst hreyft á þinginu, er sagt, að Peru-stjórnin hefði ekki talið sig henni samþykka vegna á- kvæðanna um hernaðar-samtök í henni. Og Brazilíu-stjórninni virtist einnig um og ó um þetta atriði. En hvort orðalagið hefir eitthvað verið mildað eða stjórnir þessar hafa síðar séð sig um hönd og breytt skoðun sinni skal ósagt látið. Til- lagan hefir ekki verði birt ennþá í heild sinni. En að hún hafi verið samþykt í einu hljóði í gær af öllum lýðræðis þjóð- unum, sem þarna voru saman-komnar, var skýlaust haldið fram í blaðafréttum í gær. Og að þar sé um bandalag að ræða til verndar lýðræðisríkj um þessarar álfu fyrir árásum annara þjóða, er fullyrt í fréttinni. Á þinginu er sagt að hafi verið fult af agentum frá Þýzkalandi og ftalíu til að reyna að koma í veg fyrir að tillagan yrði samþykt. En það virðist ekki hafa dugað. Þýzk blöð ná ekki upp í nefið á sér af reiði út af þessu. Fara þau hraklegum orðum um utamríkismáíástefnu Roose- velts forseta; telja þau Bandaríkjunum stjórnað af Gyðingum. Og svipaður var tónninn í blöðum Mussólinis. f Bandaríkjunum og á Bretlandi er fréttinni af þessu fagnað og þykir sem þarfa spor hafi með þessum samtökum verið stigið til verndar lýðræðinu í heim- inum. RALPH WALDO EMERSON Fyrirlestur fluttur á kirkjuþingi 1938. Á þessum síðustu og verstu dögum, þeg- ar allir bíða með álíka spenningi og ó- þreyju, eins og þeir væru að bíða eftir lokaþætti í sjónleik í leikhúsi, eftir næstu fréttum í blöðum og útvarpi um ný og áður óheyrð níðingsverk, sem framin eru til þess að greiða götu hinni hærri menn- ingu stórþjóðanna, þá getur það verið að minsta kosti tilbreyting einstöku sinnum, að hverfa aftur í tímann og kynnast mönn- um, sem hafa ekki gert neitt annað en að hugsa. Einn af þeim er maður sá, sem eg ætla að tala um hér í kvöld, Ralph Waldo, Emerson, spekingurinn frá Con- cord, eins og hann hefir verið nefndur. Emerson var fæddur í Boston 25. maí 1803. Faðir hans var William Emerson, prestur við eina kirkjuna þar, “Fyrstu kirkjuna”, sem svo var nefnd. Hann var af prestaættum kominn langt aftur í ættir; ekki færri en átta prestar höfðu verið í ættinni í Ný-Englands ríkjunum. Þessi prestamergð minnir á sumar meiriháttar prestaættir á íslandi; og það þótti víst ekki minni heiður í þá daga að vera af prestum kominn í Nýja-Englandi heldur en þótt hefir á íslandi til skamms tíma. Það virðist sem að William Emerson hafi verið í miklu áliti. Hann var maður fríður sýn- um, hafði hljómmikla og fagra rödd og var einkar þægilegur maður í viðmóti. Hann var fyrst prestur í smábæ, sem Harvard heitir; og þegar hann var kallaður þaðan til Boston, var tekið fram í köllunarbréf- inu, að “sökum hinna hræðilegu árása lærðra, fyndinna og vondra manna á vora heilögtt trú, einkanlega í fjölmennum hafnarbæjum (Boston var auðvitað hafn- arbær) væri óhjákvæmilegt að ljós slíkra manna sem William Emersons væri ekki lengur falið undir mælikeri, heldur væri þeim boðið og hjálpað til að sannfæra og yfirbuga vonda menn með röksemdum, og laða þá til sín með elskulegu framferði.” Söfnuðurinn í Harvard hafði ekkert á móti því að gefa prestinn eftir, til þess að “lærðir, fyndnir og vondir menn” mættu betrast; en þeir báru ofurlítinn kvíðboga fyrir því, að þeir þyrftu ef til vildi að borga eftirmanni hans dálítið hærri laun, og þeim fanst ekki nema sjálfsagt að söfnuðurinn í Boston bæri einhvern hluta af þeim kostnaði. Þeir fóru fram á, að fá 1300 dollara; en það þótti Boston söfnuðinum fullmikið. Eftir langa samn- inga komu þeir sér saman um að hafa þóknunina eitt þúsund dollara. Kona Williams Emersons og móðir' Ralphs Waldos hét Ruth og var dóttir Johns Haskins nokkurs, sem var af svo smáum ættum kominn að ætt hans varð jafnvel ekki rakin neitt að ráðL En það bætti úr að hann hafði gifst konu af góð- um ættum. En John var þéttur á velli og þéttur í lund, og hélt fast við sína feðra- trú, þegar söfnuðurinn í konungskapell- unni (King’s Chapel), sem hann heyrði til, snérist til Unitaratrúar. Samt var hann ekki óumburðarlyndari en það, að hann bauð vantrúarprestum í Boston stundum heim til sín á sunnudagskvöldum og skenkti þeim “sangaree”, (einskonar púns) úr silfurkönnu. Dóttir hans, Ruth, var ákaflega blíðlynd og jafnlynd kona. Það er sagt, að hún hafi aldrei verið'óá- nægð með neitt. Hún var dugnaðarkona hin mesta, og eftir dauða manris síns 1811, barðist hún áfram með syni sína fjóra og setti þá alla til menta. Fimti sonurinn var aumingi, og ein dóttir^ sem þau höfðu eignast, dó -ung. Fjölskyldan var ákaf- lega fátæk og næstum því leið skort stundum. Ralph Waldo byrjaði nám í “The Boston Latin School”, þegar hann var tíu ára gamall, og fjórum árum seinna innritaðist hann í Harvard College. Hann útskrifað- ist þaðan árið 1821, átján ára gamall. Hann var ekki neinn sérlegur námsmaður og skaraði ekki fram úr í neinu nema grísku. Kennari hans í þeirri grein var frábærlega mælskur og áhugasamur mað- ur. í stærðfræði var hann svo lélegur að til vandræða horfði. Honum féll ekki skólanámið, en las kynstur af skáldritum eftir enska höfunda, Shakespeare, Swift, Addison, Sterne og fleiri, og ræddi um verk þeirra við skólabræður sína. Á skóla- árum hans virðist ekkert hafa komið í ljós, sem benti á nokkrar sérstakar gáfur hjá honum. Hann var óframgjarn, ró- lyndur, og alt hans framferði var að öllu leyti óútásetjanlegt. Eftir að hann útskrifaðist úr Harvard var hann um tíma kennari við skóla fyrir ungar stúlkur, sem bróðir hans William hafði stofnað og veitti forstöðu. En árið 1825 innritaðist hann í guðfræðisdeildina við Harvard, og ætlaði sér að gerast prest- ur, eins og svo margir af forfeðrum hans. Guðfræðisnámið var alt í molum hjá Emerson. Hann var heilsuveill og gat ekki stundað það stöðugt. Bróðir hans Ed- ward, sem var ákaflega bráðþroska og fljótgáfaður maður, varð geggjaður og náði sér aldrei aftur. Samt varð hann að þremur árum liðnum prestur; en hann var það ekki lengi, eftir fjögur ár sagði hann af sér og var aldrei við prestskap eftir það. Ástæðuna fyrir því að hann hætti prestskap mun eg minnast á síðar. Um sama leyti og Emerson varð prestur kyntist hann kornungri stúlku, Ellen Tuck- er að nafni. Hún var annáluð fyrir fríð- leik og var hvers manns hugljúfi, vegna glaðlyndis síns. En hún var óhraust; hafði tæringu, sem dró hana til dauða þremur árum eftir að þau giftust. Hún var skáld- mælt og orti nokkur smákvæði. Emerson, sem var eitthvað byrjaður ‘að yrkja 'á skólaárum sínum, orti til hennar þetta fagra ljóð, meðan þau voru í tilhugalífinu: “Thine eyes still shined for me, though far I lonely roved the land or sea; As I behold yon evening star, Which yet beholds not me. This morn I climbed the misty hill, And roamed the pastures through: How danced thy form before my path, Amid the deep-eyed dew. When the redbird spread his sable wing And showed his side of flame; When the rosebud ripened to the rose, In both I read thy name.” Ellen dó í febrúar 1831. Eitthvað ári síðar hætti Emerson preststörfum og ferð- aðist til Evrópu. Þegar hann kom heim aftur settist hann að í bænum Conrord og bjó þar upp frá því. 1835 giftist hann í annað sinn. Síðari kona hans hét Lydia Jackson. Þetta síðara hjónaband var mjög farsælt. Tveir bræður hans, Ed- ward og Charles dóu um þetta leyti, og olli fráfall þeirra honum mikillar sorgar; því báðir voru framúrskarandi vel gefnir menn. En hið mesta sorgarefni, að undantekn- um dauða fyrri konu hans, kom þó síðar. j er elsti sonur hans, fimm ára 1 gamall drengur, dð árið 1842. — ' Erfiljóðin, sem hann orti eftir hann, Þrenódían, eru eflaust með merkilegustu sorgarljóðum, sem nokkurntíma hafa verið ort. Þau eru þrungin af djúpum söknuði og spaklegum hugleiðingum. Eg set hér sem sýnishorn af þeim örstuttan kafla: “The wondrous child Whose silver warble wild Outvalued every pulsing sound Within the airs cerulean round, The hyacinthine boy for whom Morn well might break and April bloom,— The gracious child, who did adorn The world whereinto he was born, And by his countenance repay The favor of the loving day.” Emerson lifði svo alla sína löngu æfi (hann dó 1882) í Con- cord. Hann ferðaðist mikið bæði í Ameríku og í Evrópu. Af og til flutti hann fyrirlestra, og menn hlustuðu alstaðar á hann með mikilli athygli. Fyrirlestr- ar þessir eru hinar nafnkunnu Essays, sem hafa verið lesnar og eru enn lesnar með mikilli at- hygli af öllum þeim, sem á ann- að borð geta metið hinn ein- kennilega stíl hans og hina dá- samlegu speki, sem felst í setn- ingum hans. Hann varð frægur maður, var sæmdur nafnbótum og naut vináttu allra hinna bezt mentuðu og vitrustu manna í Boston og nágrenninu, sem voru uppi samtímis honum; og ekki aðeins þar, heldur líka manna eins og Carlyles, Martineaus, Cloughs og fleiri á Englandi og Skotlandi. Hann var viðurkend- ur sem andlegur leiðtogi af fjölda mörgum meðal hinna yngri samtíðarmanna sinna; og fyrirlestrar hans höfðu mjög víðtæk áhrif, bæði meðal þeirra, sem hlustuðu á hann flytja þá og þeirra mörgu, sem lásu þá. Það er næsta sjaldgæft að fyrir- lestrar hafi nokkuð því svipað bókmentalegt gildi og skáldrit eða ritgerðir, sem ekki eru ætl- aðar til að flytjast af munni fram; en fyrirlestrar Emersons hafa fengið sívaranlegt gildi sem snildarverk í amerískum bók- mentum. Veldur því hið fagra mál og hinn fágæti og einkenni- legi stíll. Við fyrsta lestur virð- ast manni setningarnar sundur- lausar og lítið samhengi í efn- inu. Setningarnar eru oft eins og glitrandi perlur, sem dregnar eru upp á band. Þetta gerir lest- urinn nokkuð erfiðan, vegna þess að hugsunin er ekki áfram- haldandi og um rökfestu er ekki að tala. En flestir, sem á annað borð fara að lesa verk Emersons, verða hrifnir af þeim, og meta bæði hið dýra mál og hina djúpu speki, sem í orðunum felst. — Emerson var ágætur fyrirlesari, hafði fagra rödd og var mælsk- ur í bezta lagi; endg, er sagt, að áheyrendur hans hafi drukkið í sig hvert orð af vörum hans. Sem ljóðaskáld hefir Emer- son aldrei náð neinni tiltakan- legri frægð, og eru þó mörg á- gæt kvæði til eftir hann. Hon- um var ekki ávalt sýnt um að hafa formið slétt og áferðar- fagurt; það eru oft gallar á rími hjá honum, líkt og hjá Grími Thomsen. En kvæði hans eru efnisrík, eins og kvæði Gríms, en að öðru leyti eru þeir alveg ólíkir. Það liggur hlutfallslega lítið eftir Emersón í bundnu máli, ÖII kvæði hans fylla að- eins eina litla bók. Að kynnast skoðunum Emer- sons er ekki auðvelti Þær eru, eins og eg hefi tekið fram, oft óljósar. Hann setur skoðanir sín- ar ekki fram í neinu rökréttu sambandi. Margir kaflar í rit- gerðum hans eru “rhapsódíur”, skáldlegar samlíkingar, eitthvað svipað og sumar ritgerðir Matt- híasar Jochumssonar. Til þess að maður hafi full not þeirra, ættu þær að vera lesnar upp- hátt með viðeigandi blæbrigðum raddarinnar. Emerson er ekki eins og vísindamaðurinn eða heimspekingurinn, sem reynir að gera skoðanir sínar sem ljós- astar og rökstyður þær, svo að aðrir fallist á þær. Hann talar ekki til hugsunarinnar og skiln- ingsins. Hann lítur á alt með augum skáldsins og dulspekings- ins; hann er kennarinn, sem hrífur með orðgnótt, en ekki með sannfærandi rökum; sann- leikurinn í orðum hans er eins og eldingaleiftur, sem snögglega ljóma upp myrkrið umhverfis; hann logar ekki eins og bjart og stöðugt ljós, sem slær jafnri birtu á hlutina. í þessu á hann skylt við alla dulspekinga allra alda. Eg mun víkja ofurlítið nánar að því í lok þessa máls, hversu dulspekiskendar skoðan- ir hans eru. Eg vil fyrst taka til íhugunar í fáum orðum trúarskoðanir hans; því að það voru þær, sem vöktu hvað mesta athygli og mótspyrnu og aðdáun meðal samtímamanna hans. Fyrir réttum hundrað árum, vorið 1838', flutti hann ræðu fyrir nemendunum, sem útskrif- uðust úr guðfræðisdeild Har- .vard háskólans. Þessi ræða er hin svokallaða “Divinity School Address”, sem vakti þegar í stað felkllega mikla athygli. Þái voru sex ár liðin frá því Emer- son lét af prestskap; en það gerði hann vegna þess, að hann gat ekki lagt sama skilning í altarissakramentið og safnaðar- menn hans vildu hafa. Það yrði alt of langt mál að fara út í það hér hvernig trúmálaástandið var í Boston og þar í grend á dögum Emersons, en aðstaða hans verð- ur alls ekki skilin nema að nokk- uð sé á það minst. Menn skift- ust í tvo flokka: öðru megin voru hinir hárétttrúuðu en hinu- megin Unitarar. Hvorir tveggja voru Congregationalistar, þ. e. a. s. þeir heyrðu til þeim hluta kirkjunnar, sem hafði safnaða- stjórn og lýðræði í sínu kirkju- lega fyrirkomulagi. Þetta var það fyrirkomulag, sem Púrítan- arnir^ ,forfeður þeirra höfðu að- hylst. Biskupakirkjan hafði haft áhangendur úr flokki hinna hærri stétta, eða ensku embætt- ismanna meðan nýlendurnar voru undir enskri stjórn. Það sem hafði upprunalega aðskilið únitarana og hina rétttrúuðu Congregationalista voru vissar kenningar, svo sem kenningin um gjörspillingu mannsins og þrenningarkenningin o. fl. úni- tararnir höfnuðu þeim smám saman, og það varð til þess að þeir mynduðu sérstakan kirkju- flokk. “The American Unitar- ian Association”, aðalfélagsskap- ur Únítara kirkjunnar í Banda- ríkjunum, var stofnuð árið 1825, þremur árum áður en Emerson varð prestur. Emerson heyrði vitanlega tfl þe/m flokknum. Fyrst framan af héldu Únitar- arnir ýmsum siðum hinnar eldri kirkju, sem þeir höfðu skilið við, og einn af þeim siðum var altarissakramentið. Fyrir þá var athöfnin verulegt sakramenti en ekki eingöngu minningarathöfn, eins og hún er nú í þeim Úni- tarakirkjum, þar sem henni er enn haldið við. Emerson færðist undan að hafa þessa athöfn um hönd; og það varð, í orði kveðnu, til þess að hann lagði niður prest skapinn. En í raun og veru var það miklu fleira, sem honum og mörgum hinum frjálslyndu vin- um hans bar á milli. Leiðtogar Únitaranna, menn eins og William Ellery Channing, voru mjög frjálslyndir menn á sínum tíma. Þeir höfðu skilið við rétttrúnaðinn vegna þess að þeir gátu ekki lengur aðhylst margar af kenningum þeim, sem hann hélt fram. En eins og John Haynes Holmes hefir bent á nýlega í hinum ágæta fyrir-

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.