Heimskringla - 15.03.1939, Blaðsíða 5

Heimskringla - 15.03.1939, Blaðsíða 5
WINNIPEG, 15. MARZ 1939 HEIMSKRINGLA 5. SfÐA minningardegi Bandaríkjanna, 4. júlí, en þá var “hersveitin” á staðnum, þar sem hátíðin var haldin, í blálituðum einkennis- búningi úr ódýru lérefti, og hleyptu af byssum sínum púð- urskoti, um leið og hátíðin var sett, og svo aftur eftir að lesin var “Declaration of Indpend- ence”. Eitthvað fleira sýslaði “hersveitin” yfir daginn en að- allega var það að sýna hergöngu og fylgja slætti bumbunnar er borin var fyrir henni. Þessar minmngar rifjuðust upp fyrir mér, er eg sá láts Bjarna getið í “Cavalier Chron- icle” 3. marz s. 1. Bjarni and- aðist á bæjarspítalanum í Dray- ton 27. febr. Margar fleiri minningar gætu þeir sagt, frá þessum fyrri árum, er eldri eru og kyntust honum betur. Árið 1888 misti Bjarni Sigríði konu sína, frá fjórum ungum börnum, er svo hétu: Guðmund- ur, Karl, Jón og Rósa. Undi hann þá ekki á þeim stöðvum þar sem hann hafði búið um sig, seldi land sitt þeim hjónum Halldóru og ólafi Árnasyni Dal- man (frá Hamri í Eyjafirði) er tóku Róísu, yngsta barnið, í fóstur. Flutti hann þá norður að Svold, þar sem hann dvaldi æ síðan. Nokkrum árum síðar kvongaðist hann aftur: Þóru, dóttur Þorsteins Jóhannessonar smiðs, og hagyrðings. Hana misti hann 1917. Börn þeirra eru 3 á lífi, ólafur í Grafton, Þorsteinn í Walhalla og Mrs. J. Olson við Backoo. Eftir lát seinni konunnar hafði Bjarni at- hvarf hjá börnum sínum. Bjarni heyrði til þess, sem nú má kalla, hinum gamla skóla, skóla, landnemanna og fyrri daga frumbýlinganna. Hann var glaður og reifur jafnan, bjartsýnn og kveið ekki morg- undeginum. Hann var ágætur íslendingur, fróður og minnugur um forna hætti, og lipurmenni hið mesta. Hann var hinn bezti drengur. Af afkomendum hans eru á lífi 7 börn, 36 barnabörn, og 22 barna-barnabörn. Fjórir sonar- synir hans og tveir dóttursynir báru hann til grafar. Hann var jarðsettur að Péturs kirkjunni við Svold 2. þ. m. Dakota-bygð- in á honum margt að þakka, og vinir hans munu minnast hans með hlýjum huga fram til dæg- urslita. R. P. “MERKIR SAMTÍÐARMENN” Merkir samtíðarmenn, eitt bindið af ritgerðasafni Jónasar Jónssonar, er fyrir nokkru kom- ið út. Þessi útgáfa er, svo sem kunnugt er, á vegum Sambands ungra Framsóknarmanna. Enda þótt upplag bókarinnar væri miklum mun stærra heldur en venja er til um bækur hér á landi, er það senn á þrotum; svo mikið hefir verið sótzt eftir bókinni og ör salan. f þessari bók er fjallað um æfi rösklega þrjátíu manna, margra hverra hinna fremstu manna í íslenzku þjóðlífi á sein- ustu áratugum. Tíminn vill taka upp úr bók- inni nokkur ummæli um þessa menn sem sýnishorn af því, er þar er sagt: Ásgeir Finnbogason (gullnem- inn í Alaska): . . . . Þannig líðúr æfin fyrir flestum. Lítið fin3t af gulli, en heilsan bilar, jafnvel hinn hraustasti líkami lætur á sjá af slíkum ókjörum. — Eftir nokkur ár fær Ásgeir tæringu. Læknar segja að batavon sé eng- in. Heimþráin magnast enn meira. Vonin um farsæla heim- komu hefir haldið honum upp- réttum öll þessi útlegðarár. Gestur Einarsson: .... Það var yndislegt að sjá anda hans starfa, hrífandi á sama hátt og fegurð náttúrunnar og ágætra listaverka seiðir hugann. Við hverja raun sá hann tíu úrræði, þar sem meðalmaðurinn sá eitt. Og út frá hverri leið sá hann ó- tal sambönd og líkingar, sem skýrðu málið. Ályktanir ög dómar urðu til á augnabliki, eins og eldingablossar í þrumuveðri. Þá voru innskot og andsvör í samræðum skjót og skörp, snilli- yrði og smellin vísuorð á reiðum höndum. . . . Þessi einkennilega tegund gáfna gerði Gest að eins- konar listamanni. Yfirburðir hans voru fólgnir í skáldlegri andagift, sem var sístreymandi eins og fossarnir, sem hann trúði svo mikið á. . . . En til hvers er að spá, hvað hefði orð- ið? Mjúka og stælta stálfjöðrin er brostin í miðju. Eldingar Gests á Hæli leiftra ekki lengur. í hinum fámenna flokki ís- lenzkra frægðarmanna hefir fækkað um einn. Stefán Stefánsson: . . . . En þegar svo væri komið (að Möðruvallaskóli yrði viðurkend- ur mentaskóli), .þá myndu menn óska að endurheimta til forstöð- unnar Stefán Stefánsson, eins og hann var, þegar hann kom að Möðruvöllum, ungan, hraustan, mælskan, glæsilegan og áhuga- saman um að lyfta þjóðinni með valdi þekkingarinnar og hug- sjónanna. . . . En sjálfur Baldur varð eigi endurheimtur úr Helju. En Norðlingar munu vænta manns í manns stað. Sá, sem er fallinn frá, hefir rutt til hálfs eina braut í uppeldismálum landsins. Væntanlega lætur nú- lifandi kynslóð merkið ekki falla niður á miðri leið. Hallgrímur Kristinsson: . . . . Menn, sem hafa mikið slfapandi afl, sjá 1 huga sér fagrar mynd- ir, sem ekki eru til í hinum sýni- lega heimi. Ef þeir, sem sjá þessar myndir, eru skáld, verða myndirnar að fögrum ljóðum, leikritum eða myndasmíðum, verða sýnir andans. En ef feg- urð sú, sem þeim birtist, snertir mannlegt líf, verða þeir endur- bótamenn og brautryðjendur nýrrar og hærri menningar. — Þessa listagáfu hafði Hallgrím- ur á háu stigi. Hann sá í and- ans heimi nýtt og betra skipu- lag, og gerði það að veruleika. En þegar verkið var fullgert, hrifu nýjar sýnir hug hans. . . . André Courmont: . . . . Að lok- ákvað hann að flytja heim, og gera föður og móður þá ánægju að vera í nánd við þau hin síð- ustu ár þeirra. Stjórnin hafði haft við orð að flytja hann suð- ur .í lönd til meira starfs og hærra valds. Laust fyrir miðjan október fór hann alfarinn héðan heim. Bókasafn hans, eitt hið stærsta, sem einstakur maður átti hér á landi, og hin dýru málverk Ásgríms, voru komin á undan til Frakklands. Faðir hans hafði ætlað honum fyrir þá hluti mikil húsakynni í stórhýsi á æskustöðvunum við Marne. En dvölin heima hjá foreldrum og systur hefir varla verið nema hálfur mánuður. Heimkomni sonurinn hafði eignast tvö fóst- urlönd, en verið að hálfu leyti gestur og framandi í báðum. En nú hefir sterkara vald en stjórn Frakklands gefið honum hið þriðja föðurland. Sigurður Jónsson: .... Sig- urður var karlmenni mikið, um þrjár álnir á hæð, beinvaxinn og rammur að afli, höfuðstór, enn- ið hátt og hvelft, augun blá. — Svipurinn í einu drengilegur og gáfulegur. Enginn maður hefir með okkar litlu þjóð mint meira á Abraham Lincoln en Sigurður í Yztafelli, hvort sem litið er á vöxt og yfirbragð eða gáfur, uppeldi, lífsvenjur, miklar mann- bætandi hugsjónir, traust góðra samtíðarmanna og veraldlegan frama. . . Magnús Kristjánsson: . . . . Magnús Kristjánsson og Friðrik bróðir hans efndu til innlendrar verzlunar á Akureyri og fóru vel og drengilega með vald sitt í þessu sambandi að nefna Hannes verzlunarmálum. Dæmi, sem Hafstein, Björn Jónsson, Skúla kom fyrir síðar, sumarið 1914, Thoroddsen, Jón Magnússon, sannar, að í verzlun “Eldri bræðra”, eins og hún oft var kölluð, ríkti ekki algengt milli- liðasiðgæði. Þegar heimsstyrj- öldin skall á í byrjun ágúst 1914, hækkuðu nálega allir kaupmann á íslandi vörur sínar þegar í stað og sumir stórlega. En Mag-1 nús Kristjánsson, er þá sat á þingi, símaði í þess stað norður til Akureyrar og bað að breyta í engu verðlagi í sinni búð, hvað sem aðrir kynnu að gera. . . . Hólmfríður Pálsdóttir: .... Það verður með sanni sagt, að Hólmfríður Pálsdóttir hafði. barnalán. Fáar íslenzkar mæður hafa alið svo marga þýðingar- mikla sonu. Sjálfri fanst henni það ekki sérlega þýðingarmikið, að eiga fræga sonu, ef til vill ekki einu sinni verulega æski- legt. En hitt þótti henni mestu skifta, að eiga góða sonu og drengilega. Henni varð þar að ósk sinni. . . . ólöf Bjarnadóttir: .... Ólöf Bjarnadóttir horfir nú til baka yfir hina miklu kvikmynd, er liður fyrir augu hennar, sögu heillar aldar. Ef til vill sér hún að lokum eldlegan vagn, sem líður mjúklega yfir tjaldið. Hún finnur að henni er þar boðið til sætis og að vagninn ber hana sviflétt áfram, inn í annað land — til þeirra, sem hún óx upp með starfaði með, þjáðist með og gladdist með. En á Héraði, og miklu víðar, geymist minn- ingin um hina sterku konu, sem með starfi sínu og lífi sannaði lífsmátt þeirrar þjóðar, sem vaknaði eftir aldalanga hvíld. Jón Þorláksson: .... Annað séreinkenni í framkomu Jóns Þorlákssonar mátti rekja til hinna stærðfræðilegu gáfna og verkfræðináms. Honum var tamt að beita stærðfræðikendum rök- semdaleiðslum og að álykta út frá föstum lögmálum hinnar dauðu náttúru um mannleg mál- efni. En það átti ekki altaf við. Mannssálin er kvikul, lítt þekt og torskilin, og gátur hennar torleystar með kaldri glögg- skygni. Var þessi eðlismunur mjög skýr í fari þeirra samherj- anna Jóns Magnússonar og Jóns Þorlákssonar. Jón Magnússon var minni stærðfræðingur og hvergi nærri jafn markviss. En hann þekti dularheima manns- sálarinnar flestum betur, og átti gengi sitt að þakka glöggri inn- sýn í skapgerð manna. Jón Þorláksson leit á mannfélagið eins og óbrúað fljót, þar sem eingöngu þyrfti að beita þekk- ingu á náttúrulögmálunum til að sigra efnisheiminn. Guðrún Björnsdóttir: . . . . f þessum hópi voru hin mörgu og efnilegu systkini frá Grafar. holti í fremstu röð. Og í þeirra hópi var ein systirin beinlinis foringi í málum æskunnar. Það var Guðrún, þriðja barnið í röð- Bjarna frá Vogi, Jón Þorláks- son og nú síðast Tryggva Þór- hallsson. . . . Jón Árnason: . . . .Það myndi hafa verið mikið happ fyrir Skagafjörð, ef J6n Árnason hefði tekið sér þar bólfestu á ungum aldri í fylkingu bændanna. En það var enn meira happ, að hann fékk ekki þá bújörð, sem hann vildi þá fá. Vegna þess hefir hann fengið tækifæri til að vinna sitt mikla starf, ekki ein- göngu fyrir Skagfirðinga, held- ur fyrir landið alt. . . . i Karl Finnbogason: . . . . Karl! Finnbogason var alveg óvenju- legur maður. Hann var fríður sýnum og vel vaxinn, hárið hrafnsvart og fór vel, augun dökk og fjörleg, svipmót og alt yfirbragð hlýtt og drengilegt. Hann var hinn mesti atorkumað- ur við alla vinnu, mesta skytta í sýslunni, ræðumaður í bezta lagi, hvort heldur sem reyndi á rök- fimi eða orðríki. Hann var hagsýnn og listrænn, skáld- hneigður en ekki skáld, og rit- fær í bezta lagi. f hæfileikum hans virtust flestar góðar gjaf- ir vera sameinaðar. Hann var manna fremstur bæði í starfi og við gleðileika. . . . Ingólfur Bjarnarson: .... Minning Ingólfs Bjarnasonar mun lengi verða hugstæð vin- um og samherjum. Áhrifa hans mun lengi gæta, þar sem hann lagði fram orku sína. En æfi- saga hans er þó þýðingarmest fyrir bændastéttina. Hann lifði á þeim tíma, þegar stétt hans lendir í harðri samkepni við nýj- ar atvinnugreinar. Margir byrja að efast um gildi bóndans og mátt hans til að verða sterkur menningaraðili í landinu. En á þessari öld efagirninnar, sýna hjónin í Fjósatungu styrk hinn- ar nýju bændastéttar, sem notar alla tækni nútímans. Sameinar hana við sveitalífið, starfrækir fyrirmyndarbúskap í afskektum dal, finnur þar hið hugstæðasta verkefni. En samhliða þessu er starfið út á við. Bóndinn í Fjósatungu er í æskunni glæsi- legur íþróttamaður, sameinar beztu eiginleika hins starfsama bónda og fágun veraldarmanns- ins, eins og hún var bezt og mest í samtíð hans. f þessu liggur meginþýðing þessa forustu- manns samvinnustefnunnar, sem nú er látinn. Hann hefir sýnt, að það takmark, sem hann og samher^'ar hans stefndu að, er ekki fjarlæg draumsjón. Hann hefir sýnt að enn er hægt að sameina lífsbaráttu þjóðarinnar við mikla menningu |og mikla manngöfgi.—Tíminn, 11. feb. ALDÍS MAGNÚSSON (Æfiminning) Þann 24. sept. síðastliðinn andaðist á almenna spítalanum í inni. Hún var ,há og fallega Winnipeg ungfrú Aldís Magnús. vaxin, fríð og sköruleg, gáfuð, son fr£ Lundar, eftir stutta en vel mentuð og áhugasöm. Allir, sem kyntust henni, vissu að hún gat ekki lifað án,hugsjóna. . .. þjáningarfulla sjúkdómslegu. Aldís var fædd á Efri-Brú í Grímsnesi í Árnessýslu á íslandi Tryggvi Þórhallsson: .... ís- þ. 11. sept. árið 1887. Foreldrar land er heimkynni mikilla hennar voru hjónin Magnús Ól- storma. Sjómennirnir eiga í afsson og Eygerður Egilsdóttir, daglegri baráttu við óveðrin ,— sem bæði voru komin af góðum Sum árin farast tiltölulega jafn- bændaættum þar í sýslunni. Hún margir íslendingar af slysförum | ólst upp á íslandi þar til hún var á sjó, eins og stórar þjóðir missa þrettán ára gömul, þá fluttist í grimmum styrjöldum. En á fjölskyldan vestur um haf. — íslandi eru fleiri en sjómenn, I Fyrstu þrjú árin hér vestra sem eiga skamma æfi vegna1 dvaldist hún í Siglunesbygðinni mikilla storma. Ef litið er yfir1 og við Narrows við Manitoba- sögu íslands síðan þjóðin fékk | vatn, en árið 1903 settist hún að innlenda stjórn og þingræði,! vestarlega í Grunnavatnsbygð- laust eftir aldamótin, kemur í inni, sem svo var nefnd, hér um ljós, að nálega allir helztu leið- bil fjórar mílur fyrir austan College. Síðan var hún við barna- kenslu nokkur ár og vann svo sjö ár í pósthúsinu á Lundar. Um það leyti veiktist móðir hennar, svo að hún gat ekki ann- ast um heimili sitt lengur. Fór Aldis þá heim til foreldra sinna og vann á heimilinu eftir það í j þrettán ár, eða þar til hún dó. Móðir hennar andaðist skömmu eftir að hún kom heim, en faðir hennar lifði þar til fyrir rúmu ári; var hann blindur orðinn og mjög farinn að heilsu hin síð- ustu árin. Systkini Aldísar voru fjögur, bræður þrír og ein systir. — Tveir eldri bræðurnir, Jón og Ólafur að nafni, eru dánir fyrir löngu; féll annar þeirra í stríð- inu en hinn dó skömmu eftir að hann kom heim úr því. Yngsti bróðirinn, sem Ámundi heitir, var altaf heima, þar til hann brá búi eftir dauða systur sinnar á síðastliðnu hausti. Hann er nú til heimilis að Narrows. Syst- irin, Þorkelína, er gift Ragnari Eyjólfssyni, nuddlækni, og eiga þau heima í Prince Rupert. Var hún, ásamt börnum þeirra, nokk- ur ár til heimilis'hjá systkinum sínum. Aldís sál. var sérlega vel gef- in, hún hafði skarpa námshæfi- leika og las mikið. Hún var ein- beitt, viljaföst og framúrskar- andi skyldurækni, sem sýndi sig einna-bezt í því, að hún tók að sér hússtjórn á heimili foreldra sinna, þegar mest lá á, enda þótt hún yrði að sleppa góðri atvinnu, sem frá hagsmunalegu sjónar- miði var henni meira virði, til að geta gert það. Systur sinni og börnum hennar reyndist hún á- gætlega meðan þau dvöldu á heimilinu. Hún tók mikinn þátt í félagsmálum og var með af- brigðum dugleg og skyldurækin í hverju starfi, sem hún tók að sér að leysa af hendi. Hún var meðlimur Sambandssafnaðarins á Lundar og tók einkum mikinn iþátt í starfsemi kvenfélags hans. Fjölskyldan öll heyrði frá önd- verðu til Unitarasöfnuðinum í Grunnavatnsbygðinni og svo Sambandssöfnuðinum á Lundar, eftir að hann var myndaður. Eitt af því sem Aldís heitin lagði nokkra stund á, eftir því sem ástæður leyfðu, var leiklist; tók hún oft þátt í sjónleikum á Lundar og fórst það vel úr hendi, enda hafði hún mikla hæfileika í þá átt, sem henni auðvitað gafst ekki tækifæri til að þroska nema að mjög litlu leyti. Annað, sem hún hafði mikla skemtun af, var blóma- rækt. Stundaði hún hana heima fyrir af miklu kappi og bar mjög gott skyn á alt þar að lútandi. Eins og margar aðrar konur, sem hingað komu með fátækum foreldrum á landnámsárunum, gat hún ekki notið sín til fulls, vegna erfiðra lífskjara, en hún hafði óvenjulega góða hæfileika. En það sem mest og bezt^ ein- kendi líf hennar var skyldurækn- in við foreldra og heimili og alla sér skylda, og þá ekki síður við þau málefni og þann félagsskap, sem hún léði fylgi sitt með alúð og sannfæringu. Minning henn- ar lifir í þákklátum huga allra, sem með henni störfuðu og þektu hana bezt. G. Á. UM UTANRÍKISRÁÐ- HERRA ITALÍU togar þjóðarinnar í stjórnmálum hafa fallið frá fyrr en vænta mátti, eftir áratölu. Og svo að segja allir þessir menn hafa bor- ið með sér í gröfina merki eftir hin pólitísku óveður í heimi ís- lenzkra félagsmála. Það nægir í Lundar, og þar bjó hún í þrjá- tíu ár, eða þar til á síðastliðnu hausti. Eftir að Aldís hafði lokið al- þýðuskólanámi, stundaði hún nám um tíma við Collegiate In- stitute í Winnipeg og Wesley Ciano utanríkisráðherra ítalíu heitir fullu nafni Galeazzo Ciano de Cortelazzo. Hann er hálf- fertugur að aldri. Hann er kominn af einni elstu aðalættinni í ítalíu. Faðir hans var einn fyrsti aðalsmaðurinn, sem gerðist fylgismaður Musso- lini. Sjálfur gekk Ciano korn- ungur í flokkinn. Eftir að hann hafði lokið lagaprófi varð hann blaðamaður um skeið og ritaði aðallega um bókmentir og leik- sýningar. Árið 1925 hætti hann blaðamenskunni og starfaði nokkur tíma á ítölsku sendi- sveitarskrifstofunni í Peking. Er hann kom heim aftur var hann skipaður sendiherra ftala í páfa- ríkinu. Á þessum árum byrjaði kunningsskapur hans og Eddu, elstu dóttur Mussolini, fyrir al- vöru og leiddi af sér giftingu þeirra. Nokkru eftir giftinguna varð Ciano aðalræðismaður ítala í Shanghai og fór Edda þangað með honum. Þau dvöldu þar ekki lengi, því að Mussolini gerði tengdason sinn að útbreið- slumálaráðherar. Þegar Abes- siníu-styrjöldin hófst fór Ciano þangað og1 var þar stjórnandi helstu flugsveitarinnar. Stjórn- aði hann fyrstu flugárásinni, sem gerð var á Addis Ababa. Að styrjöldinni lokinni gerði Mussolini hann að utanríkisráð- herra og þeirri stöðu hefir hann gegnt síðan. Þó það sé ljóst, að Ciano greifi á tengdum sínum fyrst og fremst að þakka hinn skjóta frama sinn, dylst ekki að hann hefir marga ágæta hæfileika sem stjórnmálamaður. Hann er starfssamur í bezta lagi, virðist vera athugull og skjótráður, er fyrirmannlegur í útliti og fram- göngu og er málamaður góður. Eins og nú standa sakir er hann talinn líklegasti eftirmaður Mus- solini. Edda kona hans er sögð hafa gáfur og skaplyndi Mussolini og telja margir að hún hafi mikil áhrif á föður sinn og mann. Bezta skemtun Cianos er sögð sú, að aka bíl með miklum hraða. Mussolini iðkar sömu íþrótt. —Tíminn, 11. feb. Lögreglustjórinn í Búkarest hefir bannað að hafa útvarps- tæki í bílum. Segir hann að bíl- stjórarnir truflist við aksturinn við að hlusta á útvarp. Verið Velkomin A Laugardags spilakvöldin í Sambandski-kjusalnum Næsta spilaskemtunin verður laugardagskvöldið 18. marz. Byrjar á slaginu kl. 8! Takið eftir: Spilaðar verða 20 hendur. Verðiaun veitt á hverju kvöldi fyrir hæztu vinninga. Að Bridge-spilinu loknu, verða frambornar kaffi- veitingar. Þar á eftir fara fram ýmiskonar skemtanir. Munið eftir hvað vel þér hafið skemt yður undan- farna vetur á þessum spilakvöldum. Undir umsjon yngri deild kvenna í Sambandssöfnuði. The Saturday Night Club

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.