Heimskringla - 15.03.1939, Blaðsíða 6

Heimskringla - 15.03.1939, Blaðsíða 6
6. SíÐA HEIMSKRINCLA WINNIPEG, 15. MARZ 1939 “Þá er eg viss um að haun er vitlaus. — Þegar hann fær þér peningana þá sannfærist þú um að það eru suðurríkja seðlar, sem hann lánar þér. Því skoti með fullu viti lánar jafnt sVona mikið fé án þess að hafa meiri tryggingu fyrir því og hann lætur sarga á mænuna í sér með beina sög.” Bryce hló. “Félagi,” sagði hann. “Ef þú og eg höfum nokkra heila í höfðinu, þá hljóta þeir að hringla eins og högl í blikkskál, og snúast hringinn í kring. Hér höfum við setið í þrjá mánuði og sogið á okkur fingurnar, eða legið andvaka og reynt að finna leið út úr vandræðunum, en ef við hefðum þá skynsemi, sem guð gaf gæs, ihefðum við fundið ráðning- una fyrir löngu síðan og hætt að bera áhyggjur út af þessu. Hlustaðú nú á mig eins vel og þú getur. Þegar Bill Henderson bygði jámbraut- ina sína, sem síðar var seld Pennington, og sem Pennington notar nú fyrir barefli á okkur, hafði hann þá fé til að byggja hana?” “Nei” “Hvar fékk hann peninga til þess?” “Eg lánaði honum þá. Hann þurfti ekki að byggja nema átta mílna langa braut, svo eg gat hjálpað honum.” “Hvernig borgaði hann þér.” “Nú, hann flutti stofnana mína, og borg- aði brautina með flutningsgjöldum smátt og smátt, höfuðstól og vöxtu.” “Jæja, fyrst Bill Henderson gat borgað jámbraut á þann hátt, því förum við þá ekki eins að og byggjum okkar eigin braut við hlið- ina á Penningtons brautinni ?” John Cardigan sat nú alt í einu uppréttur í stólnum. “Þrumur og eldingar!” tautaði hann, það voru mestu stóryrðin, sem hann not- aði nokkurntíma. “Þrumur og eldingar! Það datt mér aldrei í hug! En eg er orðinn of gamall, og margt, sem eg gat séð fyrir tuttugu árum síðan, er mér nú dulið.” “Gott og vel, John Cardigan. Eg fyrirgef þér. Hlustaðu nú á. Fyrir norðan hið mikla skógarsvæði, sem þið Pennington eigið, eru skógar Trinidad rauðviðarfélagsins.” “Hefi aldrei heyrt um þá fyr.” “Skógarnir þar inn í landinu hafa aldrei verið auglýstir mjög vegna þess, að það þótti ógemingur að ná til þeirra. Með því að lengja járnbrautina sína og fjölga vögnunum gæti Pennington náð til þeirra, en hann vill ekki gera það. Hann hugsar sér að kaupa alla þessa skóga fyrir gjafvirði, þegar hans tími kemur, vegna þess að Trindad félagið getur ekkert gert við þá fyr en jámbraut tengir þá við um- heiminn. Þeir geta haldið þessu þangað til félagsleyfið þeirra er uppi, en þessir skógar aukast ekki að verði, svo að þeir borgi skattana sem á þá falla.” “En því keyptu aumingja flónin þessa skóga ?” “Þegar þeir keyptu þá, leit ekki svo illa út. Þú manst eftir að járnbrautarfélag eitt var stofnað til að byggja jámbraut gegn um Grants skarðið í Oregon frá Suður-Kyrrahafs- brautinni, suður gegn um Oregon, Californíu- ströndina og rauðviðarbeltið.” “Já, eg man það. Það stóð mikið til, en þetta varð ekkert nema hávaðinn. Verkfræð- ingarnir fundu það, að kostnaðurinn varð of mikill.” “Jæja, en áður en félagið dó út, héldu þeir Gregory og félagar hans, að þetta fyrir- tæki mundi lifa. Þeir ákváðu því að nota sér þær upplýsingar, sem þeim höfðu verið gefnar og þeir keyptu því, svo að lítið bar á, þrjátíu þúsund ekrur af góðum skógi og biðu svo eftir járnbrautinni. Og þeir bíða ennþá. — Gregory er forseti Trinidad rauðviðarfélagsins. Hann er frá Edinborg. Hinir amerísku félag- ar hans fengu hann til að leggja fram féð fyrir skóginn,' og veðsettu honum sinn hluta til tryggingar. Hann innheimti þetta veð fyrir fimm árum síðan.” “Og nú situr hann með verðlausa eign, aumingja skozka flónið,” tautaði John Cardigan hugsandi. “Hann er enginn aumingi. Féð sem hann lagði í þessi kaup munaði hann engu. Hann er niðursuðu kóngur. Skjólstæðingur konungsins og alt mögulegt, en hann langar til að selja þessa eign, og þar sem hann er Skoti vill hann auðvitað iselja hana með ágóða. En til þess að geta það verður hann að geta bent á möguleika til að koma viðnum á markaðinn. Þann mögu- leika getum við veitt honum með hans hjálp; og hvað kemur þá fyrir? Þúsund fetin í skóg- unum hans stíga úr hálfum dal upp 1 hálfan þriðja dal og kannske meira.” Cardigan gamli sneri sér við í stólnum og leit blindum augunum á son sinn. “Og svo,” sagði hann óþolinmóður. “Lánar hann okkur fé til að leggja járn- brautina okkar út í skógana okkar og hans. Tryggingin, sem við gefum er tuttugu og fimm ára samningur að flytja trjábolina hans niður að sjó, fyrir hálfan annan dal þúsund fetin og tuttugu og fimm cent sem aukaborgun fyrir hver þúsund fet næstu fimm árin eftir þann tíma, auk tryggingar fyrir því að samningamir verði endurnýjaðir, er þeir renna út, með sömu skilmálum og þeim er nú eru taldir. Einnig tryggjum við honum nóg land niðúr við sjóinn fyrir viðinn og sögunarmylnur og bryggju þar sem dýpið er nóg.” “Þannig öðlast Gregory það, sem hann hefir ekki nú, fluntninga fyrir viðinn sinn á heimsmarkaðinn, eftir sjónum frá Sequoia og þegar járnbrautin kemur hingað að sunnan tengist hún við þessa braut okkar norður á bóginn, svo að hann getur notað járnbrautina líka. Hann getur auðveldlega fengið sér góðan umsjónarmann og rekið fyrirtækið sjálfur, þangað til hann finnur kaupanda, en við borg- um honum smátt og smátt með flutningnum.” “Hefir þú talað við þennan Gregory?” "Já, eg hitti hann í San Francisco. Hann kom á félagsfund timbursalanna þar og eg hremdi hann eins og uglan músina.” Carigan gamli lagði hendina bliíðlega 1 hendi sonar síns. “Þetta hefði verið dásam- legt fyrir ári síðan,” hvíslaði hann raunalega. “En þú gleymir því, sonur minn, að við getum ekki haldið áfram fyrirtæki okkar og höfum því ekki nægan tíma til að leggja þessa járn- braut, jafnvel þótt Gregory legði fram féð. Renturnar af lánum okkar falla í gjalddaga fyrsta----” “Við getum borgað þær.” “Já, en við getum ekki goldið fimtíu þús- und dalina, sem við höfum lofað að greiða sem afborgun á lánum okkar, og þetta fellur í gjalddaga fyrsta júlí hvert ár. Með því að neyta allra bragða tókst okjtur að gjalda helm- inginn þetta ár og höfum lofast til að greiða eftirstöðvarnar innan sex mánaða.” “Það er aðferð Penningtons, hann leikur með okkur eins og köttur að mús til þess að gleypa okkur þegar hann þreytist á leiknum. Og nú þegar skuldirnar eru meiri en nokkru sinni fyr, og viðar verðið lægra en nokkru sinni á hinum síðustu fimtán árum, þá er það mér um megn að vonast eftir því, að við getum staðið við loforð okkar um greiðsluna, því að það verður ómögulegt, Bryce. Járnbrautin yrði aðeins hálfgerð þegar við verðum gjald- þrota, Pennington mundi meira að segja ráðast á okkur samstundis og hann sæi, að við legðum járnbraut samhliða hans járnbraut. Þú mátt trúa mér að þetta er ómögulegt.” “Þetta er hægt,” svaraði Bryce alvarlega. “Gregory veit ekkert um fjárhagsástæður okk- ar. Mannorð okkar í viðskiftaheiminum er eins hreint og það hefir alt af verið. Og maður er aldrei gjaldþrota fyr en einhver verður var við það.” “Því segir þú það?” “Eg á við, að ef við förum af stað með þessia járnbrautarlagningu og höfum hana hálfgerða, þegar Pennington ræðst á okkur, verður Gregory neyddur til að bjarga fjárhag okkar. Hann hefir engin önnur úrræði. Eg mun sjá um það er vi<5 semjum um þessi atriði að hann megi til.” John Cardigan lyfti upp hendinni. “Nei, eg leyfi þér ekki að fara þannig að. Þetta er aðferð Penningtons. Ef við förum á höfuðið, sonur minn, skulum við fara það eins og heið- ursmenn, en ekki eins og þorparar. Við skul- um ekki nota okkur vanþekkingu þessa Greg- orys. Gangi hann í samband við okkur skal hann fyrst fá að vita alt um ástæður okkar.” “Þá gerist hann aldrei félagi okkar.” “Við erum ekki með öllu uppgefnir ennþá sönur minn. Ein leið er okkur opin og hana tek eg þín vegna. Ennfremur veit eg að móðir þín mundi óska þess.” “Þú átt við----” “Já, eg ætla selja Pennington Risadalinn. Til allrar lukku heyrir hann ekki til félaginu okkar, en er séreign mín og óveðsettur. Pen- nington getur aldrei tekið hann, og á meðan eru skógarnir hans á bak við ónýt eign. Hann þarf dalsins með og eg veit að hann kaupir hann á góðu verði.” Hann vildi ekki heyra nein mótmæli, sem sonur hans reyndi að bera fram. “Leiddu mig að símanum,” sagði hann við Bryce og sá hann að fyrirætlan gamla mannsins var óhagganleg. “Fyndu númer Pennigtons og hringdu í hann fyrir mig.” Er hann hafði fengið sam- band við ofurstann, mælti hann með hásum rómi: “Pennington, þetta er John Cardigan að tala. Eg hefi ákveðið að selja þér Risadal- inn, sem hamlar þér leiðina að skógunum þín- um.” “Er það svo,” tautaði ofurstinn rólega. “Eg hélt að þú ætlaðir að gefa ríkinu hann fyrir trjágarð.” “Eg hefi breytt um áætlun og hefi á- kveðið að selja þér hann fyrir það verð, sem þú bauðst síðast.” “En eg hefi breytt áætlan minni líka og ákveðið að kaupa hann ekki á því verði, sem eg bauð síðast. Góða nótt.” John Cardigan stóð hægt upp frá símanum og fálmaði eftir hendi sonar síns. Er hann fann hana, faðmaði hann son sinn að sér rétt sem snöggvast, að því búnu, sagði hann: “Leiddu mig upp á loftið, sonur minn. Eg er þreyttur og ætla að fara í rúmið.” Þegar Seth Pennington ofursti sneri sér frá símanum og leit framan í frænku sína, Shir- ley, sá hún sigurhrósið skína í andliti hans. “Cardigan gamli lét loksins undan,” sagði hann glaðlega. “Við biðum og unnum. Hann símaði mér rétt núna og sagðist taka tilboði mínu að kaupa Risadalinn hans, eins og þetta gamla flón kallar skógartoppinn í dalnum, sem liggur að skógunum mínum.” “En þú ætlar ekki að kaupa hann. Þú sagðir honum það, Seth frændi.” “Auðvitað ætla eg ekki að kaupa hann á því verði, sem eg bauð síðast. Undir venjuleg- um kringumstæðum er hann aðeins fimm þús- und dala virði, og eg bauð honum einu sinni fimtíu þúsund fyrir hann. Nú skal eg gefa honum fimm. “Hversvegna skyldi hann vilja selja hann,” sagði Shirley. “Bryce Cardigan sagði mér einu sinni, að faðir hans hefði ást mikla á þessum bletti. Konan hans er jörðuð þar, og þetta er — eða réttara sagt var helgur blettur í huga þessa gamla herra manns.” “Hann selur hann vegna þess að hann er í slæmri klípu. Ef hann riðaði ekki á barmi gjaldþrotsins, léti hann mig aldrei leika svona með sig,” sagði Pennington gleiður mjög. “En það verð eg að segja um þennan gamla mann, að hann kemur til dyranna eins og hann er klæddur. En þar sem eg veit upp á hár hvern- ig fjárhagsástæður hans eru, þá álít eg það heimsku af mér að kaupa Risadalinn hans núna. Eg ætla að bíða þangað til að hann er kominn á höfuðið og spara tuttugu og fimm eða þrjátíu þúsund dali.” “Eg held að þú seilist um hurð til lokunn- ar, Seth frændi. Laguna Grande timburfélagið þarf þessa dals með. Hvers virði.er hann fyrir félagið ?” • “Ef eg vissi ekki að eg fengi hann frá Cardigan eftir fáeina mánuði, þá mundi eg gefa hundruð þúsund dali fyrir hann í kvöld,” svaraði hann kuldalega.” “Fyrst svo er ráðlegg eg þér að kaupa hann nú fyrir fimtíu þúsund. Það er hræði- lega þungt fyrir Mr. Cardigan gamla að selja hann, jafnvel fyrir það.” “Þú skilur ekki þessi pnál, Shirley. Reyndu það ekki heldur. Og ekki skaltu eyða með- aumkun þinni á þetta gamla flón. Hann þarf á fimtíu þúsund dölum að halda fyrir afborgan- irnar og gengur örðugt að ná í þá. Hann er að klóra í bakkann, en hann tapar samt.” Ofurstinn dró stólinn sinn að arninum eins og til að sýna að þessu máli væri lokið, tók upp tímarit og fletti því eins og í hugsunarleysi. Shirley horfði á hnakkann á honum svolitla stund og tók svo útsauma sína og vann að þeim um hríð. Er hún saumaði, datt henni atriði í hug, sem fyrst í stað var mjög óljóst og þoku- kent, en skýrðist smám saman, uns hún sagði við sjálfa sig svo hátt að ofurstinn heyrði það: “Eð skal gera það.” “Gera hvað ?” spurði Pennington. “Góðan greiða þeim, sem mér gerði gott,” svaraði hún. “Er það McTavish stúlkan ?” spurði hann. “Aumingja Moira! Er hún ekki yndisleg Seth frændi? Eg ætla að gefa henni svarta kjólinn minn. Eg hefi varla komíð í hann----” “Þetta hugsaði eg,” sagði hann og geisp- aði. “Jæja, góða mín, gerðu hvað sem gerir þig hamingjasamari. Til þess eru peningarnir, og til einskis annars.” Eitthvað klukkan tvö eftir hádegi næsta dag reikaði yfirdómarinn, hinn aldraði Moore inn í skrifstofu Bryce Cardigans, settist niður óboðinn og rétti löngu skankana upp á næsta stól. “Jæja, Bryce, drengur minn,” sagði hann. “Eg hefi hlerað það einhverstaðar, að faðir þinn ætli að selja Risadalinn sinn. Er það satt?” Bryce horfði á hann spyrjandi svolitla stund og kvað það satt vera ef nægilegt verð fengist fyrir hann. “Jæja, fyrst svo er svaraði dómarinn þá er eg hér í þeim erindum að ræða um kaup á hon- um. Hvert er verðið?” “Áður en eg segi það, langar mig til að þú svarir spurningu minni,” svaraði Bryce. “Láttu hana koma,” svaraði Moore dómari. “Ert þú beinlínis eða óbeinlínis að vinna fyrir Pennington ofursta?” “Það kemur þér ekkert við, ungi maður. Að minsta kosti kæmi þér það ekkert við, hvort eg væri beinlínis eða óbeinlínis í þjónustu þess þjófs, sem því miður gengur ódæmdur ennþá sem komið er. En eftir því sem eg bezt veit, þá kemur Penningaon ofursti hvergi við þessi kaup, beinlínis né óbeinlínis, og eins og þú veist hefi eg verið vinur pabba þíns í þrjátíu ár.” “En Bryce var nú samt ekki sannfærður, þótt hann hinsvegar hefði þorað að leggja heiður sinn að veði, hvað sannsögli dómarans snerti. Bryce var það öllum mönnum kunnug- ast hvaða krókaleiðir ofurstinn gat farið, til að ná hinum fagra tilgangi sínum. “Jæja,” sagði hann. “Þetta erindi þitt kemur dálítið flatt upp á mig, dómari, en verð- ið get eg samt sagt þér, þótt eg búist við að þér þyki það of hátt. Við höfum nokkrum sinnum neitað að selja ofurstanum Risadalinn fyrir hundrað þúsund dali.” “Auðvitað er þessi skógartoppur honum meira virði en nokkrum öðrum. En samt sem áður hefir skjólstæðingur minn falið mér að bjóða alt að hundrað þúsund dölum fyrir hann.” “Hvað?” “Eg sagði það. Eitt hundrað þúsund dali góða og gjaldgenga og löghelgaða af ríkinu.” Þessi yfirlýsing dómarans vék öllum efa úr huga Bryce. Hann þurfti engrar frekari sönn- unar með, þótt hann vissi ekki hver skjólstæð- ingur dómarans væri, því að það gat ekki verið Pennington, sem kvöldið áður hafði neitað að kaupa dalinn fyri helming þessa verðs. Bryce starði á gestinn, en áttaði sig svo strax. “Seldur,” hrópaði hann næstum og rétti viðskiftavin sínum hendina, eins og venja er til í vestrinu er menn slá kaupum. Dómarinn tók alvarlega í hendi hans. — “Drottinn elskar þá, sem fljótir eru í kaupun- um,” sagði hann og seildist ofan í stóra vasann sinn í diplómat frakkanum. “Hérna er kaup- málinn klappaður og klár, gerður út á mitt i' nafn sem meðráðanda,” sagði hann og drap titlinga framan í Bryce. “Mér finst þetta vera óframfærinn skjól- stæðingur,” sagði Bryce. “Heldur en ekki. Eg er auðvitað að geta mér þessa til, en eg giska á að skjólstæðingur minn standi sig við að leggja fram þetta fé, og langi til að vera Pennington til ógreiða, þótt hann mundi síðast búast við honum þaðan. Svo eg sleppi öllu rósamáli, býst eg við að ofurstinn eigi þarna ráðningu í vænd- um frá einhverjum, sem hefir horn í síðu bans.” “Megi hamingjan styrkja það horn,” sagði Bryce með miklum fjálgleika. “Ef skjólstæð- ingur þinn þolir langa bið getur hann hrept skóga Penningtons fyrir lítið verð þegar þar að kemur.” “Mér skilst nú að það sé tilgangurinn.” Bryce seildist eftir samningnum og hatt- inum. “Ef þú vilt gera svo vel og bíða hérna, dómari, þá ætla eg að bregða mér heim og sækja föður minn til að skrifa undir samning- inn. Risadalurinn er einkaeign hans og var ekki löggiltur ásamt öðrum eignum Cardigans rauðviðarfélagsins. Stundarfjórðungi síðar kom Bryce aftur með samninginn undirstkrifaðan og vottfest- an, og því næst fleygði dómarinn vottfestri á- vísun, sem hljóðaði uup á hundrað þúsund dali á borðið og hélt síðan af stað blístrandi. Bryce tók símaáhaldið og hringdi upp Pennington ofursta. “Það er Bryce Cardigan, sem er að tala,” sagði hann, en ofurstinn tók fram í fyrir honum. “Minn kæri ungi vinur,” sagði hann í smeðjulegum uppgerðarrómi, “hve oft þarf eg að segja yður að eg er ennþá ekki við því búinn að kaupa þennan skógartopp?” “ó, eg hringdi yður upp, bara til þess að segja yður, að allir dalirnir sem þér eigið í þessum heimi og ekki blóðið í æðum yðar gæti keypt Risadalinn frá okkur nú.” “Á? Hvað þá? Því ?” “Af því, minn alt of varasami vinur og algerlega samvizkulausi óvinur, að Risadalur- inn okkar var seldur rétt áðan fyrir hundrað þúsund dali, og ef þér trúið mér ekki, þá komið hingað yfir á skrifstofuna og sjáið vottfesta á- Vísunina yður til ánægju og gleði.” Hann heyrði að ofurstinn saup hveljur, en vonum bráðar náði hann sér . “Eg sam- gleðst yður,” sagði hann alúðlega. “Nú býst eg við að eg verði að bíða svolítið lengur. Er ekki svo? Jæja, seinna nafnið mitt er þolin- mæði, svo eg get beðið. Au revoir.” Ofurstinn hengdi áhaldið upp og hið hörku- lega andlit hans var öskugrátt af reiði. Hann starði á mánaðardagana á vegnum, með hinum kuldalegu nöðru augum sínum. En þrátt fyrir alt vantaði hann ekki bjarsýni. “Einhver hefir heyrt um hve hart er í búi hjá Cardigans fé- laginu og notað sér það til að ná þessu út úr gamla manninum. Þeir ætla svo að selja mér þetta með góðum hagnaði. Eg spilaði heldur en ekki af mér í gærkveldi. En nú er ekkert annað til ráða, en að bíða og vita hvað þessi nýi eigandi gerir næst.” En á þessari stundu var glatt á hjalla í herbúðum Caddigans. Bryce dansaði um alla skrifstofuna, en Moira McTavish stóð upp við háa borðið sit og horfði á hann með aðdáun og ást í augunum, en mjúkur roði breiddist yfir hið fríða andlit hennar.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.