Heimskringla - 12.04.1939, Blaðsíða 2

Heimskringla - 12.04.1939, Blaðsíða 2
SfÐA HEIMSKRINCLfl WINNIPEG, 12. APRfL 1939 RAUSNARLEGT TILBOÐ Eftir Ragnar ólafsson (í grein þessari lýsir Ragnar ólafsson lögfræðingur, sem nú dvelur í Ameríku, starf- semi félagsins “The American Scandinavian Foundation” og þýðingu þess fyrir ísland.) Maður að nafni Carl Lorent- zen, danskur að uppruna, pró- fessor við New York háskólann, hreyfði því, árið 1907, að þörf væri á aukinni kynningu milli Bandaríkja Norður-Ameríku óg Norðurlanda-þjóðanna. Málinu var vel tekið. 1908 heimsóttu for- setar Columbia háskólans og New York háskólans háskóla Danmerkur, Noregs og Svíþjóð- ar og héldu þar fyrirlestra. í kjölfar þeirra fylgdu fljótlega prófessorar1 frá Norðurlanda há- skólunum til fyrirlestraferða í Jlandaríkjunum. 1908 var enn- fremur stofnað félag í New York til að vinna að nánari kynnum milli Skandinavíu og Bandaríkj- anna og til að halda uppi sam- bandi milli Skandinava búsettra í Bandaríkjum Norður-Ameríku. Stofnendurnir voru flestir af skandinaviskum ættum. En auk þeirra voru nokkrir aðrir Ame- ríkubúar, sem áhuga höfðu fyrir menningu Norðurlanda. gagn bæði með starfi sínu og með ríflegum fjárframlögum, því að hann er vel auðugur mað- ur. Að undirlagi Mr. Leach voru stofnuð sjálfstæð félög í Dan- mörku, Noregi og Svíþjóð, til að vinna að aukinni kynningu milli Norðurlanda og Bandaríkjanna á sviði vísinda, menta og verk- legra framkvæmda. Þessi félög vinna í samvinnu við “The Ame- rican-Scandinavian Foundation”. Tilgangi sínum reyna þau aðal- lega að ná með stúdentaskiftum. Félögin skifta með sér verkum. Ameríska félagið styrkir ame- ríska stúdenta og mentamenn til náms eða kynningarferða á Norðurlöndum og vinnur að því að kynna skandinaviska menn- ingu í Ameríku. En Norður- landa félögin styrkja námsmenn hvert frá sínu landi til dvalar í Ameríku og vinna á annan hátt að því að kynna ameríska menn- ingu á Norðurlöndum. Norðurlanda félögin afla sér tekna með frjálsum framlögum frá verzlunar og- og iðnfyrir- tækjum, sem skifta við Ameríku, og með framlögum frá áhuga- mönnum. Þannig hefir sænska félagið trygt rúmlega tíu náms- styrki árlega, hvern að upphæð 1,000 dollara, danska félagið að- eins færri og norska félagið fjóra eða fimm. Einn af stofnendum félagsins var danskur maður að nafni Niels Poulsen, forstjóri stórs iðnaðarfyrirtækis í New York og vellauðugur maður. Hann gaf félaginu árið 1910 hundrað þúsund dollara. Eftir það var félagið kallað “The American- Scandinavian Foundation”. — Vexti af þessari upphæð skyldi nota til að greiða kostnað af stúdentaskiftum, fyrst og fremst til verkfræðisstúdenta, milli Bandaríkjanna og Norður- landa. Poulsen dó 1911. í erfða- skrá sinni hafði hann enn á- nafnað “The American-Scandi- navian Foundation” um 500,000 dollara. Þessar gjafir eru und- irstaðan að því fé, sem félagið hefir yfir að ráða, þó að aðrir hafi seinna bætt þar við. Árið 1922 var ungur amerísk- ur norrænufræðingur, Mr. Henry Goddard Leach ráðinn forstjóri fyrir félagið. Hann hefir lengst af síðan annaðhvort verið for- stjóri eða formaður þess. Mr. Leach hefir unnið félaginu mikið Ameríska félagið veitir árlega nokkrum stúdentum styrk til náms á Norðurlöndum. Það jleggur einnig fram mikla vinnu ; til að greiða götu norrænna i mentamanna í Ameríku, bæði ; þeirra, sem eru við nám, og fyr- irlesarp. og annara, sem eru um } skemmri tíma. í New York I starfrækir það norrænt bóka- safn. Það gefur út vandað tíma- rit, “The American-Scandinavian Review”, sem kemur út árs- fjórðungslega. í tímaritinu eru birtar valdar greinar um nor- ræn efni. Hafa öðru hvoru birst í því greinar um ísland. Hanna Astrup Larsen, kona af norskum ættum, hefir verið ritstjóri tímaritsins um mörg undanfarin ár. Auk þessa hefir félagið með jhöndum útgáfu skandinaviskra bóka. Af 'íslenzkum bókum, sem félagið hefir gefið út, má nefna: Enskar þýðingar af Eddunum báðum, Völsungasögu, nokkrum íslendingasögum, þýðingu á !Fjalla-Eyvindi, Bóndanum á Hrauni og fleiru. Síðastliðið ár This advertisment is not inserted by the Govemment Liquor Control Commission. The Commission is not responsible fo/r statements made as to quality of products advertised. Sigríður Isaksson Fædd 18. júlí 1863—Dáin 15. nóv. 1938 (Tileinkað vinum hinnar látnu) I. Máttviðir hrynja—hljóðnar í sölum Hretvindar dynja á laufreittum bölum Landnema kallar—lokið er störfum Leiðsagnir allar, samt bæta úr þörfum Hverjum er man þeirra mætustu kendir, —Mannlyndis viðhorf á þroskastig bendir. Víðsýni andans—auðlegðin mesta, Áþjánar grandans sigrar þraut flesta. Boðunum fækkar, brautgengið styður, Brimsörfið lækkar, þagnar út kliður. Kveldroðinn glitrandi geislabaug krýnir, Genginn hvern ástvin í minningum sýnir. 9 I II. Sigríður mörgum þú sólgeislum skreyttir, Sorganna hörgum í gleðilund breyttir. Fjölskrúðug naumast að fjármuna högum Félagsbús draumarnir réðu samt lögum Samhverfi reyndist hin margbýlda móðir Margvís í hættu, um óruddar slóðir. Snælenzku fræðanna snilli þú dáðir, Sniðgöngu hæðanna að jafnaði smáðir. Brattsækin reyndistu framyfir fjölda, Fjörmagnið treyndist þótt tæki að kvölda. Mannúðar glitperlum varðaði vegi, Vinarbros hlýindin glötuðust eigi. Framarla stóðstu og hugsaðir hærra Hreggi mót óðstu, því sigraðir stærra, Vininum lýstu æ leiðsagnir þínar —Lífsvörnum fýstu í þrautreyndir sínar. Verkin þín goymast hjá saknandi samtíð, Sólhrifin auðgast í minninga framtíð. Jóhannes H. Húnfjörð lét félagið þýða og gaf út bók prófessors Hjálmars Lindroths: “Island Motsaternas Ö”. Hefir sú bók selst vel. Það er gaman að geta þess, að sú bók, sem mest hefir selst af, af öllum bók- um, sem félagið hefir gefið út, er Sæmundar Edda. Til að kynna skandinaviska list, hefir félagið öðru hvoru gengist fyrir norrænum listsýningum víðsveg- ar um Ameríku. Eins og áður er getið, hefir ameríska félagið gefið út þýð- ingar á nokkrum íslenzkum bók- um. Það hefir og birt greinar' um ísland og íslenzka menn- ingu í tímariti sínu. Ennfremur hefir það greitt götu listamanna, sem heimsótt hafa Ameríku. Það átti t. d. þátt í því, að Phila- delphia fékk Einar Jónsson til að gera myndastyttu af Þorfinni Karlsefni. Sigurður Nordal kyntist og félaginu veturinn sem hann dvaldi í Ameríku. En sök- um þess, að ekki hefir verið stofnað íslenzkt-amerískt félag, sem vinnur í samvinnu við “The American-Scandinavian Founda- tion”, hefir ísland ekki notið góðs af stúdentaskiftum milli landanna, sem þó er aðalverkefni félagsins. Nú hefir Mr. Leach, forseti ameríska félagsins, boðist til að ábyrgjast 1000 dollara náms- styrk á ári í fimm ár fyrir ame- ríska mentamenn til náms á ís- landi. Tilboðið er gert með því skilyrði, að á íslandi verði stofn- að íslenzkt-amerískt félag, sem gQti lagt fram jafn háa upphæð til að styrkja íslenzka menn til náms í Bandaríkjunum. Til að greiða fyrir yfirfærslum væri hægt að komast að samningum um að íslenzka félagið mætti á- vísa styrkgreiðslum til íslenzkra námsmanna á ameríska félagið gegn því, að það mætti ávísa sín- um setyrkgreiðslum á íslenzka félagið. Myndi þá hvort um sig greiða í mynt síns lands. Far- gjald yrði þó alt af að greiða í amerískri mynt. Ef við viljum sinna þessu til- boði, þarf fyrst og fremst að stofna íslenzkt-amerískt félag. Þyrfti helzt að gera það í sam- ráði við mentamálaráðuneytið og háskólann. Næst væri að útvega fé. Mætti athuga, hvort háskól- inn ræður yfir sjóðum, sem gætu lagt fram fé í þessum tilgangi. Einnig er líklegt að Alþingi vildi styrkja eitthvað. Jafnframt þarf að fara fram á, að verzlun- arfyrirtæki, sem skifta við Ame- ríku leggi fram eitthvað af mörkum. Áhugamenn yrðu að sjálfstögðu að annast um fram- kvæmdina. Félagsmenn í félagi Vestur-íslendinga og aðrir, sem heimsótt hafa Ameríku, myndu að vonum leggja fram drýgsta skerfinn af starfinu. Styrkinn myndi heppilegast að veita til framhaldsnáms í verk- fræði eða verzlun, svo og til náms í amerískum og enskum mókmentum og sögu. Eg geri ráð fyrir að næsta vor eða næsta sumar verði leitaj5 formlega til áhugamanna um þátttöku í stofnun félags á þess- um grundvelli. Oft hefir verið þröngt í búi á íslandi, fjárfellir, hungurdauði, drepsóttir, en alt frá landnáms- tíð hefir tæplega liðið svo ár, að ekki hafi hópur mannvænlegra íslendinga farið utan til að læra nýjustu tækni sinnar tíðar og til að kynnast siðvenjum framandi þjóða. Það er ekki hægt að vega né mæla hverja þýðingu þetta hefir haft fyrir íslenzka alþýðu gegnum aldirnar. En við trúum því, að námfýsi hins fátæka ís- lenzka fólks, hafi varðveitt þá orku, sem nægði til að lyfta þunga hins erlenda valds af þjóð- inni. Leiðin hefir lengátum legið til Danmerkur, svo sem eðlilegt er. En á seinni árum hefir fjöldi ís- lendinga einnig sótt fræðslu til Noregs, Svíþjóðar, MiðEvrópu, Frakklands og Englands. Þetta hefir víkkað sjóndeildar'hring ís- lenzkrar menningar og jafn- framt aukið þekkingu á íslandi og íslenzku nútímalífi erlendis. Eftir því sem framkvæmd ut- anríkismálanna færist meira og meira yfir á herðar íslendinga sjálfra, verður nauðsynin brýnni að, kynnast menningu þeirra þjóða, sem við skiftum við og kynna þeim menningu okkar. — Því að sjálfstæði okkar verður ekki varið með vopnum. Það verður ekki heldur trygt með samningum. Það byggist á því að sú menning, sem sjálfstjórn okkar grundvallast á, verði al- ment viðurkend þess virði, að hún eigi skilið að þróast óáreitt. Sérstaklega er okkur nauðsyn- legt, að næstu nágrannar okkar, hinar voldugu enskumælandi þjóðir beggja megin Atlants-j hafsins, viðurkenni menningu1 okkar og vilji vernda harna. Við hljótum því að fagna hverju skrefi, sem leiðir til þessa marks og erum þakklátir þeim erlendu mönnum, er leggja fram sína hjálp til þess. En sér- stakt gleðiefni er að auknu sam- bandi við menningu Bandaríkj- anna, vegna þes gifturíka skerfs, i sem Vestur-íslendingar hafa lagt til amerísks þjóðlífs. New York 1. febrúar 1939. Ragnár ólafsson —Tíminn, 11. marz. RÉTTMÆTI LETINNAR Eftir Pál Bjarnason Framh. II. Starfs-hnossið Árið 1770 var gefinn út í Lundúnum ofurlítill nafnlaus ritlingur sem fjallaði um við- skifti og verzlun. Olli hann talsverðum styr og umtali um tíma. Höfundurinn, sem var víð- frægur mannvinur (philanthrop- ist), lýsti þykkju sinni yfir því “að vinnufólkið í verksmiðjun- um á Englandi áliti sig, afrun ans vegna eiga heimting á meira einstaklgings frelsi en iðjumenn annara þjóða álfunnar.” “Sú skoðun,” sagði hann, “kann að hafa eitthvert verðmæti, sé hún starfandi í hugum hermannanna, af því hún örfar hreysti þeirra og sómatilfinning; en þess minna, sem vinnulýðurinn er haldin af þeim misskilningi, þess betra fyrir bæði hann sjálfan og þjóðfélagið í heild sinni. Vinnu- lýðurinn má aldrei skoða sig 5- háðan sínum yfirboðurum. í þjóðfélagi, sem rekur iðnað og verzlun í stórum stíl, og þar, sem sjö áttundu hlutar alþýðunnar hafa eðlilega litlar eða engar eignir, er afar hættulegt að ala þvílíkar gryllur. En það lækn- ast ekki fyr en vinnufólkið er orðið ásátt með að erfiða sex daga fyrir sama gjald, sem það nú fær fyrir fjóra”. Þannig, ná- lega hundrað árum fyrir daga Guizots, var vinnunni haldið fram sem ákjósanlegu deyfilyfi á eðlishvatir manna. “Þess meir, sem fólk mitt vinnur, þess færri ódygðir elur það,” sagði Napoleon einu sinni. “Eg er ríkið,” sagði hann, “og það er næst mér að fyrirskipa, að verkstæðin séu opnuð á hverj- um sunnudegi svo fólkið geti far- ið til baka til vinnu sinnar strax á eftir messu.” Til þess að uppræta letina og bæla niður frelsis tilfinninguna og sjálfsálitið, sem hún vekur, leggur höfundur áðurnefnds rits til, að hinir fátæku séu lokaðir inni í verkstofunum og látnir þræla í fjórtán klukkustundir á dag, að snæðingstímanum ein- um frádregnum. Svona var nú hugsjón mann- vinanna og siðfræðinganna á átjándu öldinni, en hvað hefir okkur þá áunnist á hinni nítj- ándu ? Það, sem einn af stærstu iðjuhöldum álfunnar lýsir svo hróðuglega á þingi einu árið 1857 með þessum orðum: “Við höfum innleitt ýmsar aðferðir til að gera börnin ánægðari. Við kennum þeim að syngja við vinnu sína og einnig að hafa yfir tölur í sífellu. Það styttir þeim stundir og gefur þeim kjark til að standast tólf tíma dagsverk- in, sem nauðsynleg eru þeim til framfáerslu.” Og fullorðnu þrælarnir, sem enn líta á vinnuna eins og bjarg- ræði sitt og frelsara, hafa, síðan 1848, sætt sig við að fá hið lög- skipaða dagsverk bundið við tólf stundir, í staðinn fyrir fjórtán og þar yfir. Og þeir hafa fengið viðurkendq þá byltingarkröfu sína, að hver maður eigi heimt- ing að fá að vinna. Hvílíkur sigur! Skömm hafi hin frakk- neska atvinnustétt! Einungis þýlundaðir þrælar geta fallið svona lágt í mannfélags stigan- um. Á dögum sinnar upphefð- ar hefði frjálsborinn Grikki þurft tuttugu ár af kapitalist- iskri menningú til þess að geta fætt svo viðbjóðslegar hugsjónir. Og hafi þrældómsbölið og hungursneyðin lagst með meiri þunga á vinnustétt nútíðarinnar en plágurnar er féllu yfir þrælana 'í Egyptalandi forðum daga, er henni sjálfri um að kenna. Þeir sem áunnu sér atvinnuréttinn með vopnurn, 1848, hafa nú fært hann yfir á fjölskyldur sínar aukreiti^ Þeir hafa afhent iðju- höldunum konur sínar og börn og með sínum eigin verknaði eyðilagt heimili sín. Konur þeirra með brjóstmylkinga á örmum sér hafa neyðst til að ganga í námur og verksmiðjur og slíta sér út, bæði á sál og lík- ama. Og þeir hafa ekki skirst við að fórna lífi og heilsu barna sinna á blótstalli þessarar á- stríðu. Hafi þeir eilífa skömm fyrir þrællyndi sitt! Hvar eru nú hinar alúðlegu og glaðværu húsmæður, svo beyg- lausar og blát áfram, sem sagan getur um að skáldin rómuðu? Og hvar eru hinar hraustlegu yngismær, sem sungu við dag- legu störfin og fæddu sín blóð- ríku afkvæmi án þjáningar og án kvíða? í stað þeirra sjáum .vér daprar og blóðlausar þrælynjur, sem aldrei hafa kent eðlilegra ástríðna, né notið þeirr- ar gleði og fegurðar, sem lífið ætlaðist til. Og börnin? Tólf stunda vinnuþjökun fyrir börn innan tólf ára! Hvílík hörmung. Jules Simon og aðrir spekingar frá stjórn- og siðferðisskólun- um, og allir kynvillingar jesú- ítareglunnar, hefðu ekki getað upphugsað löst, sem væri meira spillandi fyrir eðlishvatir, hug- arfar og líffæri barna en þrælk- un í hinu eitraða umhverfi í verksmiðjum kapitalismans. öld vor hefir verið kölluð öld starfrækslunnar. Hún er í sann- leika öld þjáninganna, vansæl- unnar og spillingarinnar. Og altaf hafa stjórnfræðingar og spekingar borgarstéttarinn- ar — frá hinum grátlega ruglaða August Comte til hins hlægilega opinskáa Leroy-Beaulieu; frá hinum kotroskna, rómantíska Victor Hugo til hins einlæga skrípis, Paul de Kock — kveðið velgjulega lofsöngva til heiðurs Framfaraguðinum, elzta syni Þrældóms. Eftir lofræðum þeirra að dæma mætti ætla að endurlausnar og alsnægta tíma- bilið væri nú rétt fyrir hendi, í fullri augsýn. Þeir hafa ruslað í skúmaskotum liðinna alda og grafið upp hryllilegustu dæmin úr sögu lénsstjórnar áranna til óverðugs samanburðar við “sælu- ástand” nútímans. En þeir hafa þreytt okkur, þessir fyrverandi styrkþegar aðalsins, nú vel laun- aðir skriffinnar kapitalista klikkunnar. Og uggi þá að okk- ur sé farið að leiðast bóndinn, eins og La Bruyere lýsir honum, þá er við hendina heillandi úiynd, af sælu ástandinu í iðnað- arhverfum kapitalismans fram- fara árið 1840, eftir einn af stéttarbræðrum þeirra, Dr. Vill- ermé. Hann, ásamt Thiers, Cou- sin, Passy, Blanqui og öðrum, átti sæti í vísindastofnun þeirri, er einna ötulast útbreiddi stjórn- mála- og siðfræðisskoðanir bur- geisanna. Sagan gerist í iðnaarhverfinu Alsace — hverfi mannvinanna og frelsishetjanna Dolfuss og Kestners. En áður en mynd Villermés er dregin upp er við- eigandi að fá lýsingu af hverf- inu eins og það upphaflega var. Th. Meig, einn af hluthöfum Dolfus, Meig & Co., segir frá: “í þorpinu Mulhouse og grendinni fyrir fimtíu árum síð- an voru allir íbúarnir börn nátt- úrunnar, er stunduðu jarðrækt og áttu nálega allir sín eigin hús, og flestir nokkurn land- blett.” En, vel að merkja, þá

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.