Heimskringla - 12.04.1939, Blaðsíða 7

Heimskringla - 12.04.1939, Blaðsíða 7
HEIMSKRINGLA 7. SíÐA WINNIPEG, 12. APRÍL 1939 AFMÆLISFÖGNUÐUR Lauslega samandegin umsögn af afmælisfögnuði fyrir B. B. B. í Vancouver, B. C., eftir Þ. K. K. Föstudagskv. 27. jan. 1939, þegar vika var af Þorra, eftir ís- lenzku tímatali, en veðrið var eins og í piaí-mánuði, heima í Reykjavík á fslandi, milt en muggulegt. Og hrímþoku hnoðr- arnir lágu Ijósgráir á fjallahnúk- unum, eins og lognhattur á sifj- uðum og þreyttum sjómanni. Og öðuskeljarnar á þöngulhaus- um um lágfjöruna lágu gapandi og galopnar, og spýttu sjóselt- unni í allar áttir, á sandorpna kufungana, sem gægðust upp úr sandinum að gá til veðurs, áður en aðfallið og náttmyrkrið lokaði útsýninu til næsta dags. Á þessum sama tíma laust eft- ir miðaftan, í ljósaskiftum dags og nætur, var ys og þys á Van- couver borgar íslendingum, því næsta dag, laugardaginn þ. 28. jan. varð einn af okkar velþektu landsmönnum áttatíu ára! Maður þessi var Benedikt B. Bjarnason að 4707 Union St. hér í bænum. Hann var fæddur 28. janúar 1859 á Bakka í Kálfa- tjarnarhverfi í Vatnsleysu- strandarhrepp í Gullbringusýslu, heima á fslandi. Fluttist til þessa lands árið 1906, og lenti fyrst í Winnipeg og dvaldi þar 1 eða 2 ár. Þaðan flutti hann sig hingað til Vancouver, og hefir því dvalið hér full 32 ár. Og er af öllum ‘ alþektur, að góðu einu til orða og verka. — Þessvegna lét einn af vinum hans, ásamt frú sinni (sem ekki er þó íslenzk) þau boð út ganga, að viðkunnanlegt væri fyrir góð- kunningja hans, að •minnast þessa atburðar, með afmælis- fögnuði fyrir hann, eftir svo langa dvöl hans hér á meðal vor, og góða viðkynningu. Allir þeir og þær, sem þessi vinur hans náði sambandi við með stuttum fyrirvara, tóku til- boðinu fegins huga, karlar sem konur. Þessi vinur hans var Bjarni Kolbeins, húsasmiður og samninga atvinnu framkvæmd- arstjóri, um langt skeið hér í bænum. Þeir fóru saman til íslands árið 1930 á 1000 ára þjóðminn- ingarhátíðina, sem haldin var á þingvöllum það ár. Bjarni Kolbeins hafði þetta gestaboð heima hjá sér, í sínu eigin húsi að 826 W. 26th Ave., sem er afarstórt og rúmgott, með nægilegt pláss á fyrsta gólfi fyrir 100 manns. Þegar kl. var um 8 e. h. voru flestir af boðsgestunum mættir og fleiri að koma 1 bílum, og öðrum flutingstækjum, svo sem sporvögnum óg bílakössum “bus- es”, því svona samsæti vildu all- ir taka þátt, sem vetlingi gátu valdið, og var eg einn af þeim. Nú sem kl. var langt gengin 9, og aðkomufólkið búið að heils- ast, og kynnast hvað öðru, og spjallaði saman um hitt og þetta t. d. veðráttuna, lýða og lands- mál, auð og upphefð, jafnvel giftingar, skauta og skíðaferð- ir, dans og stríðsfréttir. Og yfir höfuð alla hluti milli himins og jarðar! Og fanst mér það and- legt sælgæti — óbeinlínis — að hlusta á hjal þeirra og hvísl um alt og ekki neitt, því fríður og fallegur var hópurinn og blessað kvenfólkið í miklum meirihluta, sem eg vissi að átti vel við mig sjálfan, eins og 80 ára höfðingj- ann, sem æfinlega er hrókur alls fagnaðar, þegar konur eru ann- arsvegar. Og sjálfur kyntist eg þarna mörgum nýjum löndum mínum, mér til mikillar ánægju. Húsfreyja Kolbeins og að- stoðar konur hennar voru önnum kafnar í eldhúsinu að skera brauð, ket og ost og brauð og búa til samlokur og hita kaffið og raða allskonar sælgæti á disk- ana. Jafnframt því að skreyta afmæliskökuna! En á meðan fór húsbóndinn í bíl sínum að sækja brennivínskútinn. Að öllum þessum undirbúningi loknum kemur veizlustjóri Bjarni Kolbeins inn í gestastof- una og biður heiðursgestinn Ben B. Bjarnason að taka sér sæti við háborðið. Þar næst biður hahn alla að standa á fætur og syngja, “Hvað er svo glatt” og mörg fleiri íslenzk þjóðlög voru sungin. Frammistöðu við slag- hörpuna hafði húsfrú Frank Friðriksson en söngstjórarnir þeir Brynjólfur Guðmundsson, eh kvennamegin þær Emily Thorson, Jónína Jakobsson ög Þorbjörg Anderson og margar INNKOLLUNARMENN HEIMSKRINGLU I CANADA: Amaranth........... Antler, Sask...... Árnes.............. Árborg.......v..... Baldur............. Beckville.......... Belmont............ Bredenbury.......... Brown............... Churchbridge........ Cypress River..... Dafoe.............. Ebor Station, Man... Elfros............. Eiriksdale.......... Fishing Lake, Sask. Foam Lake.......... Gimli............... Geysir............. Glenboro............ Hayland............ Hecla.............. Hnausa............. Húsavík............ Innisfail........... Kandahar........... Keewatin............ Langruth........... Leslie............. Lundar............. Markerville........ Mozart............. Oak Point........... Oakview............. Otto............... Piney.............. Red Deer........... Reykjavík........... Riverton............ Selkirk............. Sinclair, Man...... Steep Rock......... Stony Hill.......... Tantallon........... Thornhill.......... VíÖir............... Vancouver.......... Winnipegosis....... Winnipeg Beach...... Wynyard............ .........J. B. Halldórsson ........K. J. Abrahamson .......Sumarliði J. Kárdal .........G. O. Einarsson .......Sigtr. Sigvaldason .........Björn Þórðarson ............G. J. Oleson ..........H. O. Loptsson .......Thorst. J. Gíslason ........H. A. Hinriksson ...........Páll Anderson ...........S. S. Anderson ........K. J. Abrahamson .......J. H. Goodmundson ..........ólafur Hallsson ..........Rósm. Árnason ..........H. G. Sigurðsson ............K. Kjernested .........Tím. Böðvarsson .............G. J. Oleson ........Slg. B. Helgason ......Jóhann K. Johnson ..........Gestur S. Vídal ..........John Kernested ........Ófeigur Sigurðsson ...........S. S. Anderson .........Sigm. Björnsson ............B. Eyjólfsson ........Th. Guðmundsson Sig. Jónsson, D. J. Líndal ...... Ófeigur Sigurðsson ..........S. S. Anderson .........Mrs. L. S. Taylor .............S. Sigfússon ............Björn Hördal ...........S. S. Anderson .......Ófeigur Sigurðsson .............Árni Pálsson ........Björn Hjörleifsson .....Magnús Hjörleifsson .......K. J. Abrahamson .............Fred Snædal .............Björn Hördal .........Guðm. ólafsson .......Thorst. J. Gísiason ..........Aug. Eicarsson .........Mrs. Anna Harvey ...Finnbogi Hjálmarsson ..........John Kernested ..........S. S. Anderson f BANDARÍKJUNUM: Akra......................................Jón K. Einarsson Bantry.....................................E. J. Breiðfjörð Bellingham, Wash.....................Mrs. John W. Johnson Blaine, Wash......................Séra Halldór E. Johnson Cavalier.................................Jón K. Einarsson Crystal..................................Th. Thorfinnsson Edinburg.................................Th. Thorfinnsson Garðar...................................Th. Thorfinnsson Grafton..................................Mrs. E. Eastman Hallson..................................Jón K. Einarsson Hensel.....................................J. K. Einarsson Ivanhoe................................Miss C. V. Dalmann Los Angeles, Calif....Thorg. Ásmundsson, 4415 Esmeralda St. Milton......................................S. Goodman Minneota.............................Miss C. V. Dalmanh Mountain...............................Th. Thorfinnsson National City, Calif......John S. Laxdal, 736 E 24th St. Point Roberts..........................Ingvar Goodman Seattle, Wash..........J. J. Middal, 6723—21st Ave. N. W. Svold..................................Jón K. Einarsson Upham..................................E. J. Breiðfjörö The Viking Press Limited Winnipeg. Manitoba fleiri. Sjálfur er eg ekki söngfróður maður, en söng þó með, og fanst samsöngurinn takast allvel, þó sumar raddirnar væru máske dá- lítið hjáróma, á hæstu nótunum. En í svoná samkvæmi, tekur enginn til þess, þó hver syngi með sínu nefi, og hljóðpíprunar séu ekki sem bezt samstiltar, því góðhugur og vinsemd var okkar allra aðalsmerki. — Að söngnum loknum, settust allir aftur í sæti sín, eftir að hafa klappað saman höndum vel og lengi, fyrir söngnum og heið- ursgestinum. Þar næst bað veizlustjóri þann sem þetta ritar að segja nokkur orð til heiðurs gestsins, og flutti eg þá skrifað ávarp og kvæði, sem eg svo efhenti honum. Kvæðið læt eg fylgja þessari umsögn til birtingar. Þá stóð heiðursgesturinn upp og þakkaði mér fyrir lesturinn og skjölin. Að öllum þessum gleðilátum gengnum hjá, rís frú Kolbeins úr sæti, ásamt frú Jónínu JacK- son til að sækja afmæliskökuna. og setja hana á háborðið, hjá heiðursgestinum. Kakan var mjög haglega tilbúin og skraut- mikil til að sjá, síðan röðuðu þær 80 kertum um hana alla og kveiktu ljós á þeim, sem leiftr- uðu og blikuðu eins og norður- ljósin um hánótt, heim á gamla Fróni. En á meðan á þessu stóð gengu stúlkur og ungar konur um beina, að útbýta dúkum og diskum í hvers manns kjöltu, svo kom kaffið og brauðmatur, sykrið og rjóminn, og allir fengu tvisvar í bollana og nægju sína af öllu því sælgæti sem á boðstólum var. Þegar allir voru mettir, og allra andlit ljómuðu af ánægju eins og kvöldsól í heiði, eða tungl í fyllingu, þá kemur veizlustjóri með fagurbúna vínflösku og glös, útdeilir staupi til allra af gómsætu víni, sem öllum smakk- aðist vel. En ekki vissi eg hverr- ar tegundar það var, nema það var óáfengt. Þegar allir voru búnir að meðtaka kaleikinn kem- ur frú Jónína Jackson með hár- beittan hníf og segir að heiðurs- gesturinn eigi sjálfur að skera afmæliskökuna því nú voru öll ljósin á henni útbrunnin, og á- hættulaust að leika sér við hana. En hann baðst undan þeim vanda en stakk þó vopninu í hana Dale’s Agætu Geirlauks Töflur haía undraverð áhrif á. niðurbæida menn, andlega þreytta eða Bem hætt- ir við svima, afileysi og ekki r'inna sdg vel. Menn og konur hvar sem eru, eru undrandi af áhrifum þessa !yfs. 100 töflur á $1.50 og 400 töflur á $5.00 (póstfritt). — Dorchester Drug Co„ Graham & Kennedy, Winnipeg, Man. miðja, og bað Jónínu að leysa sig af hólmi, því henni mundi fara það betur úr héndi en sér. Og varð hún við bón hans, enda er hún alvön frammistöðukona í íslenzkum stórveizlum. Fengu svo allir væna sneið af kökunni, sem smakkaðist vel með víninu. Þessu næst kemur veizlustjóri með forkunnar fagurt peninga- veski, með talsverðri upphæð í canadiskum seðlum, sem hann sagði að væri ofurlítil afmælis- gjöf frá viðstöddum vinum og góðkunningjum. Nú stóð heiðursgesturnin á fætur, og bað sér hljóðs — til að þakka öllum vinum sínum fyrir svó höfðinglega gjöf, og vinar- þel sér auðsýnt, hér í kvöld, og væri þetta ein sú skemtilegasta kvöldstund sem hann hefði lifað, og sagðist mundi geyma minn- ingu hennar og nöfn vina sinna til æfiloka. Settist hann síðan niður, því ekki sagðist hann vera útlærður í ræðuhöldum, samt sem áður klappaði fólkið vel og lengi, honum til ánægju og þakk- lætis. Nú var undirrituðum litið yfir mannfjöldan og sá hann þá einn, sem bar höfúðið hátt yfir flesta í hópnum og sem hann vissi að sá hinn sami er vel máli farinn, að minsta kosti á enska tungu. Kallaði hann á herra Frank Fredrickson, sem allir þekkja fyrir afrek hans í skautaskilm- ingum í gamla daga, og bað hann að segja nokkur orð heið- ursgestinum og öllum öðrum við- stöddum til ánægju, og varð hann vel við þeirri bón og hélt snjalla tölu á ensku máli, sem góður rómur var gerður að. — Enda er hann skemtilegur og orðheppinn, og alstaðar velkom- inn á okkar mannamótum, þegar hann hefir tíma til að taka sinn þátt í okkar íslenzka félagsskap. Hann hefir áður skemt okkur með fíólín spili og ræðum á okk- ar helztu samkomum, og er altaf góður gestur. / Næst stóð veizlustjórinn upp og sagði fólkinu að nú væri kom- ið að endalokum á skemti- skránni, nema eitt atriði. Og það væri, að hann gerði það að skilyrði, Qg skipaði svo fyrir í fullri alvöru, að alt kvenfólk sem viðstatt væri í heiðursskini við gest sinn, kæmu nú ein sem allar og kystu hann einn eða fleiri kossa, eftir eigin vild. Og gerðu þær það flestar ef ekki allar, með mestp ánægju. Og kon- urnar voru fullar 40 að tölu. Og ef eg deili því með 4-—5 þá hafa það érðið um 200 hraðkossar! í slíku kossaflóði hefði eg farist, og er eg þó sæmilega kossakær. Og eitt er víst, að margir við- staddir öfunduðu “gamla Ben”,, og mikið var hlegið að þessari I nýtízku í veizlulokin, og reynd- ’ ist þetta aðal rúsínan í veizl- unni. Nú var komið nálægt mið- nætti, svo fólk fór að hugsa til heimferðar. En sumir stöldruðu við nokkuð lengur og skemtu sér við að hlusta á ísl. hljómplötu- spil gegnum “radio” eftir ýmsa okkar frægu íslenzku söngv- ara, svo sem Eggert Stefánsson, Sigurð Skagfield, Pétur Jónsson og marga fleiri, ^>ar til kl. var orðin hálf tvö næsta morgun. Yfir 70 manns tóku þátt í þessu samsæti og var það eitt með þeim skemitlegustu, sem hér hafa verið haldin s. 1. 3 ár. Lýk eg svo þessari umsögn og bið alla hlutaðeigendur velvirð- nigar, hafi eg eitthvað látið of- sagt eða ósagt. Með þakklæti til allra, sem íslenzkum félagsskap unna vor á meðal, hér í Vancou- ver, B. C. Vinsamlegast, Þ. K. K. - NAFNSPJÖLD - — «. Dr. M. B. Halldorson 401 Boyd Bldg. Skrifstofusími: 23 674 Stundar sérstaklega lungnasjúk- dóma. Er að flnnl á skriísrtofu kl. 10—12 f. h. og 2—6 e. h. Helmlll: 46 Alloway Aye. Talsími: 33 ÍSS Thorvaldson & Eggertson Lögf ræðin gar 705 Confederation Life Bldg. Talsími 97 024 Orric* Phonb Res. Phonx 87 29S T2 409 Dr. L. A. Sigurdson 109 MKDICAL ART8 BUILDINQ Orric* Hou«s: • 12 - 1 4 r.H. - 6 p.m 4ND BT APPOINTMENT W. J. LINDAL, K.C. BJÖRN STEFÁNSSON ISLENZKIR LÖGFRÆÐINOAR á öðru gólfl 325 Main Street Talsimi: 97 621 Hafa etnnig skriístofur að Lyndar og Gimll o« eru þar að hitta, fyrsta miðvlkudag i hverjum mánuði. Dr. S. J. Johannesion 272 Home St. Talslml SO 877 ViOtalstimi kl. S—5 e. h. M. HJALTASON, M.D. ALMBNNAR LÆKNINGAR Sérgrein: Taugasjúkdómar Lsetur ÚU meðöl I vlðlögum Viítalstfmar kl. 2 4 e. o 7—.8 a» kveldlnu Sfmi 80 857 665 Vfctor St. J. J. Swanson & Co. Ltd. REALTORS Rental, Insurance and Fínanctal Agents Slml: 94 221 600 PARIS BLDO.—Winnlpeg A. S. BARDAL selur likkistur og annast um útfar- lr. Allur útbúnaður sá besti. — Enníremur selur hann allskonar minnisvarða og fegsteina. 843 SHERBROOKE ST. Phone: 66 607 WINNIPBG ' Gunnar Erlendsson Pianokennari Kenslustofa, 796 Banning St. Simi 89 407 THL WATCH SHOP Thorlakson Baldwinx Diamonds and Wedding Rlnga Agents for Bulova Watches Marriage Licenses Issued 699 Sargent Ave. Jacob F. Bjamason —TRANSFER— Baggage and Furniture Moving 691 SHERBURN ST. Phone 35 909 Annast allskonar flutnlnga fram og aítur um bœinn. Rovatzos Floral Shop 806 Notre Durae Ave. Phone 94 954 Freah Cut Flowers Dally Plants in Season We specialize in Wedding & Concert Bouquets & Funeral Designs lcelandlc spoken DR. A. y. JOHNSON DENTIST 506 Somerset Bldg. Office 88124 Res. 36 888 MARGARET DALMAN TEACHER OF PIANO 654 BANNING ST. Phone: 26 420 BENEDIKT B. BJARNASON Afmæliskveðja flutt í 80 ára af- mælis-samsæli hans 27. janúar 1939 í Vancouver, B. C. Við áttatíu ára vegamót Með einum vorum bezta ferða- manni! Þó þetta sé ekki ‘Eyfirskt Þorrablót’ Eru ótal margir vinir, í þess- um ranni; Að þakka honum samleið síðstu árin. Hans sál er ung, um lit þó skifti hárin. Og hann hefir verið hreinn og beinn og trúr Og hispurslaus og vinum sín- um tryggur. Og starfsamur, i þó stundum kæmi skúr; Við störf sín, jafnan kappsam- ur og dyggur. Og nú er hann hættur, náðar- vinnu hnjaski, En naumast sínu gamla kvennabraski. Hann vildi aldrei, vita í nokkr- um hlut Sitt vamm né hneysu, hvorki á sjó né landi. Við stjórnartauma í æfiskipsins skut Óskelfdur situr hann enn, þó það sé vandi Að stýra rétt í elli ólgu boðum í æðri höfn, með nýja tímans- voðum. 410 Medical Arts Bldg. Dr. K. J. AUSTMANN Stundar eingpngu Augua, eyrna, nefs og kverka sjúkdóma 10 til 12 f.h.—3 til 5 e.h. Skrifstofusimi 80 887 Heimasími 48 551 Við gestir þínir segjum lifðu sæll, Á sigling þinni, gegnum rúm og tíma. Þú verður aldrei vanans heimsku þræll, En viðbúinn við sérhvern draug að glíma. Og þegar dauðinn, bana boðorð syngur, Mun Benedikt deyja, sannur íslendingur. Þórður Kr. Kristjánsson íslendingar! Þér sem eruð bókamenn og bókavinir! Munið eftir því, að þér aukið þægindi yðar, og prýðið alt í kring um yður, með því, að láta binda og gylla bækur yðar. Þá þurfið þér ekki annað, en að renna augunum yfir kjöl- inn á bókunum, til þess að finna bókina, sem þér þurfið á að halda. Sendið því bækur yðar, sem fyrst, í band eða viðgerð, til Davíðs Björnssonar að “Heimskringlu”. — Stafirnir þryktir í gull eða silfur á kjöl- inn, eftir því sem óskað er. — Miklu efni úr að velja í mörgum litum. Verkið vel af hendi leyst.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.