Heimskringla - 24.05.1939, Blaðsíða 8

Heimskringla - 24.05.1939, Blaðsíða 8
8. SÍÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 24. MAÍ 1939 FJÆR OG NÆR Fermingarathöfn fer fram í Sambandskirkjunni íj Winpipeg n. k. sunudag 28. þ. m. (Hvítasunnudaginn) kl. 3 e. h. Engin kvöldguðsþjónusta fer fram þann dag, og engin sunnu- dagaskóla verður, en morgun- guðsþjónustan á ensku fer fram eins og vanalega kl. 11. Verða allir foreldrar og börn velkomin á þessa fermingarathöfn. * * * Fegurst Miss Mildred Andei4on, 800 Lipton St., sem vinnur við ís- lenzku sýningardeildina í New York, var kosinn af Norðmönn- um til að sýna vöru gerða úr platinum refaskinnum á sýning- unni í New York. Hún var skoð- uð fegursta stúlkan á allri sýningunni til þessa. — Þessi loðvara er*svo dýrmæt að Martha krónprinsessa af Noregi og her- togainnan af Windsor skreyta sig henni. Miss Anderson er eini kvenntaðurinn í Norðuír-Ame- ríku, sem skreytt sig hefir með þessari dýru loðvöru! * * * Dánarfregn S. 1. sunnudagskvöld lézt Páll Sigfússon Dalman ap heimili sínu 854 Banning St., eftir langa og stranga legu. Útförin fer fram á fimtudaginn kl. 2 frá Sambandskirkjunni á Banning St. Hans verður minst síðar. * * * Eiríkur Jóhannsson, Árborg, Man., lézt s. 1. sunnudag á Al- mennasjúkrahúsinu í bænum. Hann var 76 ára. Líkið verður flutt til Árborgar í dag (þriðju- dag) til greftrunar. * * * Almennur safnaðarfundur var haldinn í Sambandskirkjunni s. 1. sunnudag, að aflokinni guðs- þjónustu. Aðal umræðuefni fundarins var að kjósa erindreka á kirkjuþing hins sameinaða kirkjufélags fslendinga í Vest- urheimi, sem haldið verður í Winnipeg dagana 29. og 30. júní og 1. og 2 júlí næstkomandi. Þessir meðlimir safnaðarins voru kosnir til að mæta á þing- inu: B. E. Johnson, Dr. M. B. Halldórsson, Ó. Pétursson, Ingi Stefánsson og Ella Hall. Til vara voru þessir kosnir: Friðrik Sveinsson, Hlaðgerður Kristjánsson, Davíð Björnsson, Rósa Vídal, Jón Ásgeirsson og Stefán Einarsson . * * * ANDVÖKUR KOMNAR Þetta er 6. og síðasta bindið af ljóðum Fjalla- skáldsins þjóðfræga, Stephans G. Stephansson. Er það í sama formi og hin fyrri bindin, og band og allur frágangur er í bezta lagi. Bókin er alls 312 bls., með gagnorðum- for- mála ertir Dr. Rögnvald Pétursson, en hann einn hefir leyst af hendi það stórvirki að gefa út þrjú síðustu bindin af ljóðum Stephans. Þetta síðasta bindi prýðir mynd af höfundinum og leiði hans í Markerville með legsteininum. Þar sem Andvökur eru ógleymanlegt minnis- merki og listaverk eins hins frægasta skálds og andans manns af íslenzkum kynstofni, þá má þess vænta að bókin seljist ört hér, og því fékk eg nægar birgðir svo að hægt verður að afgreiða allar pantanir tafarlaust. En eg verð að biðja fólk afsökunar á því, hve lengi hefir dregist að hægt væri að auglýsa þessa bók hér. Hún átti að vera komin hingað vestur um síðustu áramót, en ýms ófyrirsjáanleg atvik hömluðu því. En eigi var þetta mín skuld. Mun eg nú tafarlaust senda bókina til þeirra er þegar hafa prentáð hana. Verðið hér er $2.25 póstgjald meðtalið. MAGNUS PETERSON 313 Horace St. Norwood, Man. SARGENT TAXI StMI 34 555 or 34 557 7241/2 Sargent Ave. Séra Eyjólfur J. Melan og frú frá Riverton voru stödd í bænum fyrir -helgina. * * * Frú Valdimar J. Eylands, sem var fyrsti íslendingurinn héðan úr bæ að heimsækja New York sýninguna, kom heim úr ferð sinni s. 1. miðvikudag. Lætur hún hið bezta af íslenzku sýn- ingardeildinni og telur hana svara sér vel, borið saman við hvað sem er. Staðinn við hlið Bandaríkja sýningarskálans, skoðar hún ágætlega valinn fyrir íslenzkú sýninguna. Vegna þess að þetta tölublað “Hkr.” kemur út degi fyr en' vant er, verða frekari fréttir er blaðinu hafa borist af sýningunni, að bíða næstu viku. * * * í vikunni fyrir helgina voru stödd í bænum Hr. S. Thor- valdson M.B.E., frá Riverton, frú Thorvaldson og börn þeirra þrjú, Stefán Friðrik, Lára og Mrs. McGowen. Þau komu til að vera við uppsögn The Winni- peg General Hospital School cf Nursing, en frá þeim skóla út- skrifaðist dóttur þeirra ólína. Thorvaldur Pétursson flutti erindi í Gordon Bell-miðskóla þessa bæjar um fund íslands. stofnun alþingis o. s. frv. Áheyr- endur voru flestir miðskólanem- ar. * * * Soffonías Thorkelsson kom heim úr ferð sinni til Bandaríkj- anna s. 1. miðvikudag. Hann fór vesturÁil Vancouver, suður eftir ströndinni, steig á skip í Los Angeles og hélt þaðan yfir Pan- ama skurðinn til Kúba, New York, Boston, Chicago 0. s. frv. Birtist upphaf af fjörugri ferða- sögu hans í þessu tölublaði Hkr. SVEFNVEIKI I HESTUM Rétt bólusetning hesta tveim vikum áður en sýkin gerir vart við sig, með anti-encephalomyelitis vaccine (chick), veitir fulla vernd. Hesta eigendur eru því hvattir til að leggja fram beiðni um bóluefni hjá sveita- ráðinu UNDIR EINS, til þess að hægt verði að hafa nægar birgðir við hendina, þegar með þarf. Þeir sem ætla sér að færa sér þetta í nyt, eru beðnir AÐ FRESTA ÞVÍ EKKI. Bólusetning tvisvar af 10 cc. kostar að öllu leyti 75 cents hver. Því fleiri hestar sem bólusettir eru, þeim mun minni er hættan af þessari illkynjuðu sýki. Og þetta er manninum eigi síður en skepnum einnig vernd. D. L. CAMPBELL, Ráðherra akuryrkju 0g innflutningsmála í Manitoba Blaðið “Minneota Mascot” sem út kom s. 1. viku, flytur dánar- fregnir tveggja landnámsmanna í Minneota-bygðinni. Eru það Sturlaugur Gilbertsson er um 60 ár hefir búið í Minneota-bygð- inni og var einn af frumherjum hennar, merkisbóndi og fram- faramaður. Hann lézt 13. maí að heimili dóttur sinnar, Mrs. E. F. Leland; átti þar heima síð- ustu árin. Hann'var fullra 88 ára að aldri, fæddur að Hvitadal á íslandi 29. des. 1850. Vestur um haf kom hann 1878, settist að í Lyon County og hefir búið í bygðinni síðan. Konu sína, Áslaugö Jónsdóttir er hann gift- ist 25. nóv. 1877 á fsandi, misti hann 1921. Þau eignuðust ö börn og eru þrjú af þeim á lífi og fullorðin. Gunnar Björnsson, fyrrum ritstjóri og eigandi blaðsins “Minneota Mascot” minnist Sturlaugs heitins með á- gætri grein í því blaði. Hinn nýlátni landnámsmaður- inn er Jón Magnús Strand, 86 ára að adri. Hann dó að heimili sonar síns, Carls í Canbey, 15. Maí. Hann var ættaður frá Djúpalæk á íslandi, kom til Ame- ríku 1880 settist að í Lincoln County og bjó í þeirri bygð unz hann fyrir þrem eða fjórum ár- um flutti til Canby. Hann gift- ist árið 1883 Guðnýju Margréti Guðmundsdóttur í Lincoln County. Hún dó 17. nóv. 1935. Þau eignuðust 8 börn og lifa þau öll nema eitt. Jarðarförin land- námsmannanna fór fram með tveggja daga millibili frá St. Paul’s Icelandic Lutheran Church; séra Guttormur Gutt- ormsson jarðsöng. Mánudaginn 5. júní n. k. efnir íkvenfélagið “Eining” að Lundar 1 til útsölu á heimatilbúnum mat jí kjallara Sambandskirkjunnar. Til sölu verða: vínartertur, pies og allskonar sætabrauð, mysu- ostur, skyr og candy og ísrjómi. Einnig dálítið af útsaumuðum munum og svuntum til sölu, og kaffi og brauð með. Byrjar kl. 11 f. h. og svo spilað að kveldinu “Bridge og Whist”. Fjórir góð- ir prísar gefnir eins og undan- farna mánuði. * * * Mrs. Ingigerður Einarsson, kona Jóns Einarssonar, að 773 Lipton St., dó s. 1. þriðjudag. Hún var kominn undir áttrætt, ættuð frá Hellum í Mýrdal. Út- förinni ekki ráðstafað enn. * * * Útskrifaðar hjúkrunarkonur Uppsögn skóla þess er hjúkr- unarfræði kennir (The Winnipeg General Hospital School of Nurs- ing) fór fram í Grace kirkjunni í Winnipeg s. 1. fimtudag, með viðeigandi og ánægjulegri við- höfn. v Útskrifuðust 56 hjúkr- unarkonur alls. Af þeim voru þrjár íslenzkar; fara nöfn þeirra hér á eftir: Ólína E. Thorvaldson dóttir Mr. og Mrs. S. Thorvaldson, Riverton. Lillian Jónsson dóttir Mrs. B. B. Jónsson og sr. Björns heitins B. Jónssonar. Dagmar Jóhannesson dóttir Mr. og Mrs. Valda Jóhannesson- ar, Víðir, Man. Miss Jóhannes- son haut $100 verðlaun í pen- ingum og $150 verðlaun í náms- styrk (scholarship). * * * Leikurinn “Stapinn”, var sýndur á Gimli s. 1. föstudag við góða aðsókn og orðstír. Hann var og sýndur í Winnipeg s. 1. mánudag. Var allgóð aðsókn og töluvert af utanbæjar gestum. * * * Úr bréfi frá Lundar Alt fréttalaust héðan. Heilsa fólks alment góð og batnar hljóðið í mönnum við hvern regnskúr sem kemur, alt svo afar þurt að seint grænkaði jörð og allur gróður stóð í stað og eldaf geisuðu hér á sléttum; eitt- hvað af heyi brann og nokkur heimili voru hætt komin en tókst að bjarga þeim því mesti mann- fjöldi var í bardaga við eldinn. * * * Karlakór fslendinga söng að Mountain, N. D. s. 1. föstudag að fjölmenry viðstöddu; segja Mountain-búar það hafa verið hina beztu s'kemtun. sjí 5jS The Young Icelanders I will hold the last meeting of the season Satuijday, June 3rd, at the Pétursson’s Farm, Head- ingly. Transportation will be pro Prestakall Norður Nýja-fslands Áætlaðar messur' um nokkra næstu sunnudaga: 28. maí, Árborg kl. 2 e. h.: Offur til erlends trúboðs. 28. maí, Víðir kl. 8.15 e. h. Offur til erlends trúboðs. 14. júní, Hnausa kl. 2 e. h.: Ferm- ing og atarisganga. 4. júní, Riverton kl. 8 e. h.: Ensk messa. 11. júní, Árborg kl. 2 e. h.: Ferming og altarisganga. 11. júní, Geysir kl. 8.30 e. h.: Offur til eflends trúboðs. vided and all members and 18. Júní, Riverton kl. 2 e. h.: friends are requested to meet at, the Jón Bjarnason Academy at 3 p.m. To accomodate more who cannot leave town at that hour, cars will be available at 5 p.m. at the J. B. A. Ferming og altarisganga. 25. júní, Geysir kl. 2 e. h.: Ferm- ing og altarisganga. 25. júní, Árborg kl. 8 e. h.: Ensk messa. S. ólafsson ROLLER SKATE WINNIPEG ROLLER RINK Langside and Portage Special Rates to Parties 30 838 Séra Guðm. Árnason messar á Steep Rock sunnudaginn þann 28. þ. m. kl. 2 e. h. Allir vel- komnir. * * * G. J. Oleson og G. Lambertsgn frá Glenboro voru staddir í bæn- um í gær; þeir sóttu leikinn “Stapinn”, er sýndur var í fjórða sinni í Sambandskirkju salnum s. 1. mánudag. Mr. Oleson kom til að sækja son sinn, Tryggva, er stundað hefir nám á Toronto- háskóla í vetur, en var kominn hingað á leið heim til sín. * * * Fundur í Heklu n. k. fimtu- dagskvöld. * * * Bréf Stephans G. Stephanssonar, fyrsta bindi, er nú komið vest- ur. Er bókin til sölu hjá Mag- núsi Peterssyni bóksala, 313 Horace St., Norwood, Man., og hjá dr. R. Péturssyni á skrif- stofu Heimskringlu. Verðið er $1.75. Ágætari og verðmætari bók er ekki hægt að hugsa sér, en þessa. Skrifið sem fyrst eft- ir henni. * * * MESSUR og FUNDIR i kirkju SambandssafnaBar Messur: — á hverfum sunnudegi Kl. 11 f. h. á ensku Kl. 7 e. h. á íslenzku. Safnaðarnefndin: Fundlr 1. föstu- deg hvers mánaðar. Hfálparnefndin: — Fundir fyrsta mánudagskveld í hverjum mánuði. KvenfélagiO: Fundir annan þriðju- dag hvers mánaðar, kl. 8 að kveldinu. Söngæfingar: Islenzki song- flokkurinn á hverju fimtu- dagskvöldi. Enski söngflokkurinn & hverju föstudagskvöldi. Sunnudagaskóltnn: — A hvarjum sunnudegi, kl. 12.15 e. h. Jóns Sigurðssonar félagið I.O. D.E., hefir beðið “Heimskr.” að minna fólk á, sem ekki hefir enn eignast bókina “Minningarrit íslenzkra hermanna”, sem félag- ið gaf út fyrir mörgum árum síðan, að enn gefist því kostur á að eignast bókina, því fáein ein- tök eru enn eftir óseld hjá for- seta félagsins, Mrs. J. B. Skapta- son, 378 Maryland St., Winni- peg. Bókin kostaði upphaflega $10.00 í góðu bandi, en er nú færð niður í þriðjung þess verðs, auk burðargjalds. Pant- anir ætti að gera sem fyrst, því ólíklega endist upplagið lengi úr þessu. Brezka útvarpið hefir nýlega birt reikninga sína fyrir síðasta fjárhagsár. Á reikningunum sézt að til dagskráratriða hefir verið varið 2% milj. sterl. punda á árinu. íslendingar! Þér sem eruð bókamenn og bókavinir! Munið eftir því, að þér aukið þægindi yðar, og prýðið alt í kring um yður, með því, að láta binda og gylla bækur yðar. Þá þurfið þér ekki annað, en að renna augunum yfir kjöl- inn á bókunum, til þess að finna bókina, sem þér þurfið á að halda. Sendið því bækur yðar, sem fyrst, í band eða viðgerð, til Davíðs Björnssonar að “Heimskringlu”. — Stafirnir þryktir í gull eða silfur á kjöl- inn, eftir því sem óskað er. — Miklu efni úr að velja í mörgum iitum. Verkið vel af hendi leyst. * * * DVÖL—I. hefti, 7. árg., er ný- komið út. Árgangur þessa á- gæta tímarits kostar nú aðeins $1.50. Útsölumaður Dvalar í Vestur- heimi er: Magnús Peterson 313 Horace St., Norwood, Man. Eg undirritaður óska eftir að komast í bréfasamband við ís- lenzka pilta og íslenzkar stúlkur á aldrinum 14 til 18 ára. Skrifa íslenzku. Valdimar B. Ottósson, Bíldudal, Arnarfirði, Iceland ROSE THEATRE --Sargent at Arlington- THIS WED. & THURSDAY Matinee VVed. at 4.30 p.m. Thurs. Mat from 1 to 12 p.m. Showing Ronald Colman—Frances Dee in “IF I WERE KING” also “Touchdown Army” ^ ’r=rFRIDÁÝ_& SATURDAÝ Robert Preston—Mary Carlisle in “ILLEGAL TRAFFIC” also Zane Grey’s “MYSTERIOUS RIDER” Cartoon Fri. Nite and Sat. Matinee Final Chapter of “HAWK of the WILDERNESS” Starting Next Friday Flash Gordon’s Trip to Mars “APINN” Hinn afar vinsæli gamanleikur verður sýndur FÖSTUDAGINN 26. MAÍ af Árborgar Leikflokknum í SAMKOMUSAL SAMBANDSKIRKJU, Sargent Ave. óg Banning St. Byrjar kl. 8.15 e. h. Aðgangur 35c ÞINGB0Ð Seytjánda ársþing hins Sameinaða Kirkjufélags fslendinga í Vesturheimi verður sett í kirkju Sambandssafnaðar í Winnipeg FIMTUDAGINN 29. JÚNí næstkomandi, kl. 8 síðdegis og stendur yfir til sunnudagskvölds 2. júlí • Söfnuðir, sem eru í kirkjufélaginu, eru kvaddir til að senda fulltrúa á þingið, einn fyrir hverja fimtíu safnað- arfélaga eða brot af þeirri tölu. Á þinginu mæta einnig fulltrúar fyrir hönd sunnu- dagaskóla og ungmennafélaga. Samband íslenzkra frjálstrúar kvenfélaga heldur þing sitt föstudaginn 30. júní. Starfsskrá þingsins verður auglýst síðar. Guðm. Árnason, forseti Sveinn Björnsson, ritari

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.