Heimskringla - 23.08.1939, Blaðsíða 4

Heimskringla - 23.08.1939, Blaðsíða 4
4. SíÐA HEIMSKRINCLA WINNIPEG, 23. ÁGÚST 1939 ^TcimshrÍttglá (StofnuO 1886) Kemur út á hverjum miOvikudegt. Eigendur: THE VIKINQ PRESS LTD. 853 og 855 Sargent Avenue, Wínnipeg Talsimis 86 537 VerS blaðslns er $3.00 árgangurlnn borglst fyrirfram. Allar borganir sendist: the viking press ltd. öll vlðskifta bréí blaðinu aðlútandl sendlst: Uanager THE VIKINO PRESS LTD. 853 Sargent Ave., Wlnnipeg Ritstjórí STEFAN EINARSSON Vtanáskrijt til rítstjórans: EDITOR HEIMSKRINGLA 853 Sargent Ave., Winnipeg 'Helmskringla” ls publlshed and printed by THE VIKING PRESS LTD. 853-855 Sargent Avenue, Winnipeg ttan. Telephone: 86 537 lltlUIIBtllllllilUllllJlllililllllllllllllUllllllUMIIIIHlllllllllllllUtlHlllllilllllllHlllllUUIllllUIIHIUUllJUIlIlll^ WINNIPEG, 23. ÁGÚST 1939 DAKOTA-MINNI í byrjun þessarar viku hófust hátíðar- höld í Norður-Dakota, er standa yfir fram í vikulok. Það sem verið er að minnast, er að 50 ár eru liðin frá því að ríkið var tekið upp í ríkjasambandið. Hátíðahöld- in fara fram í Bismarck, höfuðstað ríkis- ins, og kvað bærinn hafa verið prýddur hátt og lágt og líta út sem töfraheimur. Um 25 skrúðvagnar verða þar á ferð og um 100 gluggar eru hlaðnir sögulegum minjum og lýstir margvíslega; eru þeir nokkurskonar Aladíns-lampar, er bregða upp fyrir sjónum hátíðargesta bæði fom- um og nýjum undrum í list og sögu. Þar koma og fram alt að þúsund leikarar og söngmenn með listir sínar. Hefir alt verið miðað við að gera hátíðina eigi síður sögulega og fræðandi en skemtilega. Grímur dómari Grímsson minnist í bréfi til Heimskringlu, á að landar syðra séu að starfa að því, að fá leyfi til þátttöku í hátíðahaldinu, bæði með því, að íslenzki kórinn á Mountain syngi og að hafa skrúðvagn í förinni. Mun þetta hafa fengist og verður síðar frá því skýrt. Manitoba samfagnar Dakota-búum á þessari hátíð. Það er margt sameiginlegt með þessum fylkjum frá fyrstu tíð. Hud- son’s Bay og North West Fur félögin frá Canada gerðu fyrstu tilraunina að byggja Norður-Dakota, þó það færist fyrir. Enn- fremur aðstoðaði Selkirk lávarður hóp Skota til að setjast að í Pembina 1810; hann hélt að vísu að héraðið heyrði Canada til; landamærin voru þá ekki eins glögg og nú og ekki eins vel eftir þeim litið. En þetta varð til þess að hvítra manna bygð hófst þar. Samt var mj tala hvítra manna þar 1870 ekki nema 2,405, í þeim hluta sem nú er Norður Dakota. Áður en ríkið gekk í sambandið, var það miklu stærra, náði þá yfir bæði Suður-Dakota og lengra vestnr en nú og hét þá einu nafni, Dakota. Og það ríki var stofnsett (organized) 1861. En þegar það gekk í ríkjasamband- ið 1889, eða fyrir 50 árum, var því skift í Norður- og Suður-Dakota. í ríkjasam- bandið gekk Suður-Dakota, sama árið og minnist þess nú sennilega einnig. Það sem ennfremur má sameiginlegt heita með Manitoba og Norður-Dakota, er að frjóasta land beggja er í Rauðárdaln- um, sem einu sinni var á botni Agassiz- vatnsins og sem Rauðáin rennur nú eftir sunnan frá Traverse-vatni — á landa- mærum Suður-Dakota og Minnesota og norður í Winnipegvatn. Þó Norður-Dakota sé ekki nema rúmur einn fjórði að stærð við Manitoba er íbúatalan nálega hin sama og eins þó engar stórborgir séu í Norður-Dakota; Fargo hinn langstærsti bær hefir aðeins 28,000 íbúa og höfuð- borgin, Bismarck ekki nema 11,000. Einnig eiga þessi fylki sameiginlega garð í Turtle Mountain, sem Canada og Bandaríkin hafa helgað friðarhugsjóninni og heitir Peace Garden. Á sama tíma og hann er minning um hundrað ára frið milli þessara landa og tákn ævarandi friðar, er hann öðrum nágrannaþjóðum fögur fyrir- mynd. Og svo er það eitt ennþá, sem líkt er með þessum fylkjum og það er að í þeim búa fleiri ísl. en annars staðar hér vestra. Frá N.-Dakota hafa margir beztu sam- tíðarmenn íslenzkir komið til Canada eins og skrifað hefir verið og mjög réttilega og sem Manitoba er Norður-Dakota þakklátt fyrir og vildi sjá meira af hér, því það er enn engin þurð á góðum íslendingum í Norður-Dakota. Og þeir hafa átt fylli- lega sinn þátt í hinum öra vexti og fram- förum fylkisins, í búnaði, iðnaði og stór- kostlegri menningu, á síðast liðnum 50 árum. Þeir munu eins oft hafa átt þar forustuna og nokkrir aðrir þjóðflokkar. Heimskringla óskar Norður-Dakota til heilla á 50 ára ríkis-afmælinu. KVEÐJA FRÁ ÍSLENZKUM BÆNDUM Flutt á Iðavelli, 5. ágúst 1939 af Árna G. Eylands Kæru landar, íslenzkir menn og konur! Hvar sem spor íslendinga hafa legið hefir altaf fylgt þeim nokkur fróðleikur sögu og sagna, og eg veit að svo hefir einnig verið, og er, hér í Vesturheimi. Þið vitið deili á sögu kynstofnsins engu síður en við á íslandi. En eg vil ekki heilsa ykkur sem söguþjóð, eins og svo algengt er að útlendingar heilsa okkur íslendingum í okkar ísl. umhverfi. Eg heilsa ykkur sem mönnum hins nýja tíma, hins nýja landnáms og hins nýja starfs — hér í ykkar eigin sveitum, sem landnáms- mönnum í V.heimi. Um leið og eg þakka ykkur að við hjónin fáum að vera viðstödd í dag er þið komið saman sem íslendingar, ber eg ykkur kveðjur frá hinu nýjasta landnámi okkar þjóðstofns, landnemunum sem nú eru að nema íslenzka frjómold um sveitir íslands frá bændunum og bænda- konunum — frá bændabýlunum á fslandi. Ykkur hafa gist margir góðir menn frá íslandi, mentamenn, listamenn og stjórn- málamenn, og borið ykkur fregnir frá breytingum og framförum á ýmsum svið- um bókmenta og andlegrar þekkingar. — Mitt erindi er nokkuð annars eðlis og nokkuð nýstárlegt. Eg kom sem fulltrúi landnámsmannanna á sviði jarðræktarinn- ar í hinum ísl. sveitum, til að reyna að tengja saman, ef verða mætti hagnýta þekkingu landnemanna beggja megin hafs- ins. Fyrst og fremst með það fyrir augum að það megi verða að gagni fyrir bænd- urna heima á íslandi, en um leið vona eg að það geti orðið til gleði fyrir ykkur, því eg veit að það fylgir gleði gefandans öllu því sem þið getið miðlað til heimalandsins af reynslu ykkar og þekkingu. Eg var að tala um landnám heima á fslandi. Þetta þarf ef til vill skýringar við. Landnám hins ísl. ættbálks eru nú orðin 4 eða 5 eftir því hvernig talið er. Eg nefni þau án þess að fara inn á svið sögu og sagna. Fyrst er nú hið forna landnám íslands, mest frá Noregi en nokkuð úr öðrum áttum. Mikið landnám og glæsilegt, oft ranglega nefnt landnám víkinga og sægarpa, í raun og veru fyrst og fremst landnám góðra bænda og bú- hölda er stofnuðu á íslandi eitt hið merki- legasta bændalýðveldi er sögur fara af. Hið annað landnám er landnámið á Græn- landi, sorgarsögu þess þarf ekki að rekja. Hið þriðja er fundur Vínlands, sem raunar getur tæplega landnám talist, sökum þess að þar varð okkur ekki þeirrar gæfu auðið að ná fótfestu í hinu nýja landi. Hið fjórða landnám er landnám ykkar í Vest- urheimi, á þessum slóðum þar sem nú stöndum við, og víðar annarstaðar. Sögu þessa merkilega landnáms ætla eg mér ekki að rekja, hún hefir enn eigi verið rituð svo fullvel sé. En þið sem hér eruð saman komin, feður ykkar og mæður, systur ykkar og bræður, — hafið lifað þetta landnám með öllum þess mikilleik. Lifað átökin, þrautirnar, sigrana, einnig lrka ósigra, en að lokum mest sigra starfs og óbilandi elju, sem færði ykkur sjálfum og öllu umhverfi ykkar heim sanninn um það að landinn getur lært hvaða starf sem vera skal, orðið hlutgeng- ur í hverjum leik og haldið merki sínu jafnhátt og aðrir, við hvern sem er að eiga. Eitt hið allra merkasta við land- námið hér er í mínum augum það, að hér leysa menn og konur sem komu frá frum- stæðum búskap á íslandi þá þraut að læra á tiltölulega fáum árum að stunda þann búskap akuryrkju og hraðrar viðskifta- framleiðslu, sem keppinautum þeirra frá suðlægari löndum en fslandi var svo að segja í blóðið borinn, sem keppinautarnir voru aldir upp við. — En víkjum huganum heim til fslands — eg veit að hugir margra meðal ykkar leita þangað í dag. Það var dauft um að litast á íslandi um og eftir 1880 er mest var um mannflutninga frá landinu, vofa harðinda breiddi blæju kvíða og efa fyrir sjónir manna svo að varla gaf að líta aðra framtíð en þá sem enginn óskaði sér eða börnum sínum. Það er ekki fjarri sanni að ætla að meðal þeirra er fluttu brott til þess að brjóta nýjar leiðir hafi verið margt hinna kjarkmeiri af börnuiri Fróns, það hefir sýnt sig og ’sannast í hinu nýja umhverfi. Tíminn leið, gullnámurnar í hafinu við strendur fslands “fundust” — getum við sagt, það var farið að vinna þær, og ofur- lítil kvísl af straumi hins “almáttuga” fjármagns sem víða greinist fór að renna um íslenzkar greipar. — En ekki um greip- ar ísl. bænda. Hagur þeirra gerði frekar að þyngjast en léttast, því fólkið heldur þangað sem stundar hags er léttast að leita. Sjávarþorpin og útgerðin tóku við þar sem Ameríkuferðimar þraut. Fram- leiðsla sveitanna varð æ örðugri, það varð ójafn leikur ,annarsvegar að erja auðug- ustu fiskimið heimsins með nýtízku tækni gufu og mótorhreyfla, og hinsvegar að reita “sinumýrar rætnar rýrar” með ein- földustu handverkfærum og við illan að- búnað. En saga ísl. moldar var ekki á enda kljáð sem betur fór. — Bændurnir brugðust seint við að finna úrlausn sinna mála, en loks áttuðu þeir sig — og úr- lausnin varð eðlílega að fara byggja landið og rækta það í hinni eiginlegu merkingu þeira orða. Framleiðsla bændanna gat ekki lengur bygst á útheysskap og miklu mannahaldi, -- þar varð að draga saman seglin fyrir alvöru, og í staðin að koma nýræktar tún, unnin með vélum og hest- afli. í raun og veru hefst ekki þessi breyt- ing fyrri en um og eftir 1920. Þeir 2 ára- tugir sem síðan eru liðnir eru stuttur tími í lífi þjóðarinnar — og ennþá styttri tími þegar miðað er við sögu landbúnaðarins sem er sá atvinnuvegur sem alla jafna þróast hægara, og síður tekur snöggum breytingum, en aðrir atvinnuvegir. Þið hafið heyrt ýmsar fregnir af því sem gert hefir verið á þe'ssum 20 árum. í raun of£ veru er það ekki nema lítil byrjun. Erf- iðleikarnir hafa verið margir fyrir bændur sem voru óvanir öllum ræktunarháttum að brjóta jafn nýja leið eins og hér er um að ræða. Það hafa verið gerð mörg mis- tök, því er ekki að neita, en það verður að dæma slíkt varlega, og leita úrræða til þess að bæta og laga'og gera betur í framtíð- inni — í vaxandi framsókn landbúnaðar- ins. Þið, sem fóruð ung að heiman geymið mörg í huganum mynd af ísl. sveitabæ, á hallandi grund milli ár og fjalls. Gamall bær með burstaþiljum, aðalveggi úr grjóti og torfi og vallgróin þekja á hverju húsi. Gripahúsin eru dreifð um túnið. Utan túns taka við slægjurnar — engjarnar —, grasmóar, mýrasund og flóar. Bærinn “brosir í hvammi” — og “bakkafögur á” þvær nú túnfót og engjafit, þegar “hlíðin mín fríða” er böðuð geislum vorsólar- innar, og “lömbin skoppa hátt með hopp” út um hagann. Slík sjón getur verið svo fögur bæði í sjón og minningu, að hún kalli fram hugsunina: “Hér vil eg una æfi minnar daga alla sem Guð mér sendir.” En lífsbarátta einyrkjans sem þarna býr mótast af því að túnið er ekki nógu slétt til þess að slá það með sláttuvél, engjarn- ar því síður. Það vantar akveg heim að bænum. Allir aðdrættir eru á hestbaki. Heyið er flutt heim á sama hátt. útheyið er lélegt fóður og seintekið. Bærinn er erfiður fyrir konuna o. s. frv., o. s. frv. — Eg vildi eg gæti sýnt ykkur mynd hinna nýju bændabýla sem eru að byrja að leysa hin gömlu af hólmi. Nýju bændabýlanna sem enn eru ekki fullbygð nema á stöku stað, og sem því geymast víðar í hugsjá vona og ætlana en í minningunni. Bærinn er bygður upp, steinhús — ein hæð og kjallari, vatnleiðsla og frárensli, mið- stöðvarhitun og ef til vill rafurmagn. Fjós og hesthús heima við bæinn með tilsýarandi hlöðu. Fjárhúsin færð saman á einn stað í túngarðinum. Húnið er brot- ið og gert að einni sáðsléttu, og það er grætt út; móarnir eru ræktaðir, eru gerðir að túni, mýrin ræst fram og henni gerð sömu skil á 2—3 árum. Akvegurinn nær heim að bænum. Allur, eða mest allur, heyskapur er tekinn af ræktuðu landi, sláttuvélin, rakstrarvélin, snúningsvélin. heyvagnarnir, hagkvæmar hlöður og vot- heysgryfjur, létta störfin svo bóndinn nær miklij meiri, og betri feng í garð með einum eða tveimur unglingum til hjálpar, heldur en hann gat áður aflað með all- mörgu vinnufólki. Og það sem mest er um vert: þrátt fyrir erfiða önn — annars væntir bóndinn aldrei, — finnur bóndinn við þessa aðstöðu tnátt sinn og getu, hann er ekki lengur svo háður veðri og vindi að vonlaust sé. Bóndinn veit hvað hann er að gera og hvers árangurs hann má vænta SILFURBRÚÐKAUPSKVÆÐI til ANDREU og EDWARD JOHNSON Vér hlustum í fjarlægð á fótspor hans Sem felur vorn minningasjóð Þau snerta vorn huga sem djúpsins dögg Er drýpur svo létt og hljóð Af sumarsins nætursvala væng Á sofandi blómalund. Og ylinn vér finnum í annað sinn Frá æskunnar morgunstund. Ylinn vér finnum í annað sinn Sem ungbarn við móðurskaut Vér leggjum á ný út í liðna tíð Langt inn á farna braut. Því sjálfir eigum vér alt vort líf Ein er vor saga og þrenn í fortíð, nútíð og framtíð jafnt, Ef finnum oss heila menn. f fortíð, nútíð og framtíð jafnt, Er fólginn sá kjarni í skel, Sem finnur sitt afl við hver ný og nið Og nær yfir líf og hel. Því hann er Ijósbrot frá lífsins þrá, Lífdögg í húmsins sæng, Er snertir hugskot og hjartaslög Með himinsins geislavæng. Og þið hafið gengið hönd í hönd Og hlustað á tímans nið, í sameining fundið sálarró, f söknuði lífsins, frið. Þið fögnuð eigið í andans þrá Og yndi við ræktun lands, Með iðni, dugnaði, ást og trú f árvekni hjónabands. Því er í sannleika ástin ein Á aldanna bjargi reist, f hættum öllum er hefta för, Hún ein fær böndin leyst. Um frjóðung aldar sem fótspor eitt f framsókn vors unga lands, Aldabjargið skal einnig reist Á ástríki hjónabands. S. E. Björnsson -Árborg, 23. júlí 1939. af starfi sínu. Heildarútkoma landbúnaðarins er mjög aukin framleiðsla þrátt fyrir það þótt færri hendur vinni nú að fram- leiðslunni en áður var. Til þess að koma á þeirri breytingu í búnaðarháttum sem eg hefi dvalið við þarf meðal annars: áræði, dugnað og þekk- ingu. Þekkingarinnar er hægt að afla á margan hátt. Búnaðar- skólar og tilraunastöðvar leggja sitt af mörkum. En í landi þar sem svo margt er nýtt og ný- byrjað eins og á íslandi verða altaf ótal spurningar á döfinni, sem skortir skýr svör við. Eg hefi verið svo gæfusamur — vil eg segja — að síðastliðin 20 ár hefi eg unnið allmikið að leið- beiningu og fræðslustarfsemi í þágu ísl. bænda. Flest það sem þeir hafa þurft að afla sér til nýbreytni og umbóta í jarðrækt sinni hefi eg verið meira eða minna riðinn við að flytja til landsins, og leiðbeina um notkun þess, og framkvæmdir þar að lútandi. Þannig veit eg vel af eigin reynslu, og bændanna al- ment, að varla getur maður hreyft við neinu atriði svo ekki vakni vafi og spurningar. Sumir vilja telja fæst svör gild önnur en þau, sem sprottin eru afx ísl. reynslu innanlands. Eg vil leita svara alstaðar þar sem eg veit von fróðleiks og þekk- ingar. Margan fróðleik búfræði- j legs efnis höfum við sótt til hinna Norðurlandanna og Skot- lands, þar sem staðhættir og veðurfar eru ekki órafjarri okk- ar staðháttum. En við höfum líka leitað lengra og oft með á- rangri. Eg gæti nefnt mörg dæmi þess að við höfum fengið nytsama þekkingu frá suðlægari löndum. Ein er sú átt sem við höfum leitað minna í en skildi, það er til ykkar bræðra okkar hér í Vesturheimi. Nú munu margir halda að ólíklegt sé með öllu að í jafn fjarlægu landi sé fróðleik að finna sem geti orðið okkur að gagni á fsl. En þetta er misskilningur, hér stendur fjölmennur hópur ísl. bænda, er stunda landbúnað í einu mesta og bezta landbúnaðarlandi heimsins, með nýjustu sniði og i fullri samkepni við þjóðir sem eru að heiman búnar arfi alda- gamallar búnaðarmenningar. Og þessir ísl. bændur hafa haldið hlut sínum í þessari samkepni. Hér nær landbúnaður lengst norður á við á vesturhveli jarð- ar, og teygir sig sífelt lengra og lengra norður eftir studdum rannsóknum og vísindum. Það þarf ekki að gera sér nánari grein fyrir þessu til þess að gera sér vonir um að hér megi finna þá hluti á sviði landbún- aðarins sem líklegir séu til þess að verða að gagni á íslandi. Eg skal aðeins nefna tvö dæmi: Æfi margra landnema hér í Nýja-fslandi hefir verið þrot- laus barátta við skóginn, á ísl. er skógleysið — að búið er að eyða skógunum, eitt hið mesta vandamál. Að planta skóg, að minsta kosti umhverfis bæina, til skjóls og prýðis og menning- arauka, er eitt mesta framtíðar- mál ísl. bænda og ísl. þjóðarinn- ar í heild. Hvergi er líklegra að finna hæfar trjátegundir til vaxtar á íslandi en við norður taikmörk skóganna í Norður- Ameríku, t. d. í Alaska. Hvergi er gert meira að því að leita eftir og ala upp nýjar nytjajurt- ir en í Ameríku. Margt af þeim með það fyrir augum að þær þróist norðar og við erfiðari kjör en áður var. Þetta er einmitt jeitt af því allra líklegasta á sviði landbúnaðar og landbúnaðar- rannsókna til þess að verða okk- ur að gagni á íslandi. Því betur sem það er athugað, þess fleira bendir til þess að við getum sótt búfræðilega þekkingu og reyn- slu til Ameríku og þá sérstak- lega til Norður-Canada. Hver styrkur er okkur þá ekki að því að hér búa þúsundir ísl. bænda, boðnir og búnir að greiða götu alls er má verða ísl. að liði. Mér er það mikið ánægjuefni að fá tækifæri til þess að leggja einna fyrstur manna út á þá braut að leita hingað búfræði- legrar reynslu og þekkingar, eg

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.