Heimskringla - 23.08.1939, Blaðsíða 6

Heimskringla - 23.08.1939, Blaðsíða 6
6. SÍÐA WINNIPEG, 23. ÁGÚST 1939 HEiMSKRINGLA ’"i|| Brögð í tafli Hún þagði og hörfaði eitt eða tvö skref frá staðnum, sem hún stóð á, en hann stóð kyr eins og hann væri í þungum þönkum. “Eg veit mjög lítið um hann af eigin reynslu,” sagði hún, “en eg hefi heyrt hvað aðrir segja, sérstaklega Chelsford lávarður. Þeir segja að prinsinn sé maður með tvenns konar orðstír. Hann hefir verið mikill gleði maður næstum því leikari, en eins og þér vitið gengur það í augun á frönsku þjóðinni. Þeir segja að það sé alt yfirskin og undir niðri hafi hann djúpt og alvarlegt ráðabrugg með hönd um. Hann er alt af að ráðgera eitthvert bragð, sem geri hann eftirlætisgoð franska lýðsins. Einn dagur væri nóg, því hann gripi tækifærið þegar — Prinsi, gætið að yður, kallaði hún. “Ó!” Við heyrðum hátt hljóð og sáum prinsinn riða á bergbrúninni. Hann baðaði út höndun- um, en það var of seint fyrir hann að ná jafn væginu. Við sáum bakkan brotna undir fótum hans og með öðru örvæntingar ópi hvarf hann ofan fyrir brúnina. Grooton, Lady Angela og eg komum til jafn snemma fram á brúnina og störðum fram af henni orðlaus af hræðslu. Lady Angela greip um handlegginn á mér og í svo litla stund var mér alveg sama hvað varð um Prinsinn. “Verið óhræddar,” sagði eg, “það er ekkert bratt hérna. Hann getur ekki hafa lent alla leið niður. Eg ætla að klifra niður og sjá hvernig þetta er.” “Það megið þér ekki,” hrópaði hún. “Það er alls ekki óhætt. En hvað það er hræðilegt að horfa þarna niður!” Eg hrópaði niður til prinsins og rétt sam- stundis svaraði hann: “Eg er hérna vinur minn, fastur í runna. Eg þori ekki að hreyfa mig, því að hér er svo dimt að ekki sér handa skil. Getið þið rent ljóskeri niður til mín og þá get eg séð til að klifra upp.” Grooton flýtti sér heim í kofann. “Eg held að þér séuð úr allri hættu, þetta er ekki nærri eins bratt og það sýndist,” kallaði eg til hans. “Eg held að eg geti séð stíginn, en samt ætla eða að bíða þangað til ljósið kemur, svai- aði hann. Ljóskerið kom í þeim svifum og rendum við því niður til hans á kaðli. Hann rannsakaði klettinn við ljósbirtuna. “Eg held eg komist upp en mér þætti betra að styðja mig við kaðalinn, getið þið báðir haldið í hann?” sagði prinsinn. “Já, við höldum í hann” svaraði eg. Hann klifraði upp bakkann með dásam- legum fimleika, en er hann kom upp á brúnina þá stundi hann þungan. “Eruð þér meiddur?” spurði Lady Angela. “Já, í vinstri fætinum. Eg sneri hann um leið og eg datt,” svaraði hann. Við Grooton hjálpuðum honum heim í húsið. Hann haltraði og beit saman tönnunum. “Eg verð líklega að biðja um vagn og hest til að komast heim að húsinu. Mér þykir mjög leiðinlegt að gera yður alt þetta ómak, Mr. Ducaine,” sagði hann. “Ómakið er ekkert. En mér er það alveg óskiljanlegt hvernig þér fóruð að d$tta fram af bakkanum,” svaraði eg. “Eg veit það varla sjálfur,” svaraði hann og sötraði brennivínið, sem Grooton hafði fært honum. “Mig svimar stundum og eitt þessara aðsvifa kom yfir mig þegar eg leit fram af brúninni. Mér fanst alt hringsnúast fyrir augunum á mér og man svo ekkert meira. Mér þykir það mjög leiðinlegt að gera yður alt 'þetta ómak, en eg er hræddur um að eg geti ekki gengið.” “Við skulum senda eftir vágni, Það verður slæmt að aka eftir hrúfóttum stígnum, en það er eina ráðið,” svaraði eg. “Þér eruð mjög góður mér og eg sár- skammast mín fyrir þennan klaufaskap minn,” sagði hann. Eg gaf honum vindlinga, en Lady Angela sagði hikandi: “Eg held prins, að eg ætti að bíða hér hjá yður meðan Mr. Ducaine sækir vagninn.” “Það er sannarlega vel boðið af yður Lady Angela en það get eg ekki þegið. Mér þykir leiðinlegt að játa að mér líður ílla og þá fellur mér ætíð best að vera einsamall. Þarfnist eg nokkurs þá er þjónn Mr. Ducaine hér við hendina. Svo við skildum hann eftir. Hefði öðruvísi staðið á hefði þessi gönguför ásamt Lady Angelu verið mér unaður en strax og eg hafði yfirgefið húsið fyltist eg kvíða. “Hvaða álit hafið þér á þessum manni, eg á við persónulegt álit?” spurði eg hana. “Eg hata hann,” svaraði hún rólega. “Hann er einn þessara manna, sem undir svip sínum, augnaráði og orðum felur eitthvað móðgandi þótt yfirbragðið sé siðfáguð kurteisi. Eg á örðugt með að vera kurteis við hann í viðmóti. “Vitið þér hvaða álit Rey ofursti hefir á honum?” spurði eg. Hún varð dálítið önug í rómnum er hún svaraði: “Rey ofursti er einn besti vinur minn, en eg er eigi trúnaðarvinur hans.” Eg stalst til að líta framan í hana; andlit hennar var fölara og fínlegra en nokkru sinni fyr. Hún var hörkuleg um munninn en augun voru góðleg. Mig langaði svo mikið í samúð hennar að eg veiklaðist í ásetningi mínum og sagði: “Lady Angela, eg verð að tala við ein- hvem. Eg veit ekki hverjum eg á að treysta. Eg veit ekki hver er heiðarlegur. Þér eruð hin eina manneskja, sem eg þori að tala við yfir höfuð.” Hún horfði í kring um sig gætilega. Við vorum komin út úr lundinum svo að ómögulegt var að standa þar á hleri. “Þér hafið erfiða stöðu Mr. Ducaine,” sagði hún, “og þér verðið að muna*—” “Ó, eg man það. Þér vöruðuð mig við að taka við henni. En hugsið til þess hvílík staða það var. Eg hafði enga stöðu, var félaus. Hvernig gat eg varpað frá mér slíku tækifæri ?” “Það hefir eitthvað komið fyrir í morgun eða hvað?” spurði hún. “Já.” Hún beið eftir því að eg héldi áfram, og mig langaði til þess, en þorði það ekki, en sagði aðeins: “Spyrjið mig ekki um það. Vitneskjan um það mundi aðeins rugla íþyngju yðar. Þetta hvílir eins og farg á mér.” Við gengum hlið við hlið. Eg fann að hún tók um handlegg minn og hinn mjúka andar- drátt hennar á vanga mínum. “En ef þér segið mér ekki alt eins og það er, hvernig getið þér þá búist við samúð minni og kannske hjálp frá mér?” spurði hún. “Eg bið kannske um hvorugt,” svaraði eg dauflega. “Vitneskjan um sum þessara atriða verður að vera leyndarmál föður yðar og mitt.” “Leyndarmál föður míns og yðar?” endur- tók hún. Eg var hljóður og þá hrukkum við bæði við. Við heyrðum bak við okkur að einhver kom hlaupandi á eftir okkur og fór hratt. Fóta- tak hans heyrðist varla á grasgrónum sverð- inum. XIII. Kap—Mútur. Eg sneri mér snögglega við og starði út í myrkrið. Lady Angela hélt fast utan um hand- legginn á mér. E_g fann að hún skalf ákaft. Sá sem kom á eftir okkur var Grooton. Hann var berhöfðaður og stóð á öndinni af mæði. “Hvað gengur á,” spurði eg ákafur. “Eg held að það væri best fyrir yður að snúa við herra minn,” sagði hann. Hann benti yfir öxl sér í áttina til Brands- ins og jafnskjótt skildi eg hvað hann átti við. í sömu andránni var eg kominn af stað heim og hljóp eins fljótt og eg gat. Eg hafði ekki hlaupið eins hart síðan á skólaárum mínum. Er eg nálgaðist húsið hægði eg á mér og fór gætilegar. Eg fór fast að glugganum og gægðist inn. Grooton hafði farið rétt að er hann sótti mig. Prinsinn stóð fyrir framan borðið mitt með skjöl í hendinni. Eg opnaði dyrnar og fór inn í herbergið. Þótt eg væri fljótur í förum, þá hafði þó skráin á hurðinni tafið mig, það gaf prinsinum tækifæri til að jafna sínar sakir. Hann var kominn í hægindastólinn og sat þar með hálflokuð augu og leit upp á mig með ágætlega tilbúnum furðusvip. “Þér komið fljótt aftur Mr. Ducaine,, gleymduð þér einhverju?” spurði hann. “Eg gleymdi að læsa skrifborðinu mínu,” svaraði eg og gat varla komið upp orðunum fyrir mæði. “Það er fyrirtaks varúðarregla hafi maður eitthvað dýrmætt að geyma” svaraði hann. Eg hallaðist upp að borðinu og horfði á hann og sagði: “Mér er forvitni á að vita hvað það er af hinum fátæklegu munum mínum, sem væri nokkursvirði eða, getur vakið forvitni prinsins frá Malors?” Hið þóttalega dramb hans er hann starði á mig var ágætlega leikið. “Þér talið í gátum, ungi maður,” mælti hann. “Gerið svo vel og talið skýrara.” “Orð mín geta varla verið dularfyllri en breytni yðar,” svaraði eg. “Eg var svo heimsk- ur að treysta yður og skilja yður hér einan eftir. En það var litið eftir yður, prins, svo er fyrir að þakka að þjónninn minn er dyggur. Hann sótti mig.” “Er það svo!” tautaði hann. “Eg gæti bætt því við, að eg horfði inp um hliðargluggann þarna um leið og eg kom heim,” sagði eg. “Ef yður þótti gaman að því og settuð þjón yðar til að njósna um mig, hefi eg ekkert út á það að setja,” svaraði hann. “En þér hafið ekki ennþá útskýrt það fyrir mér í hvaða tilgangi þér gerðuð það.” “Mér finst að þér séuð færastur um að gefa þá skrýingu, prins. Eg bauð yður inn í herbergi mitt með þeirri skoðun, að þér væruð prúðmenni, en ekki maður, sem notaði sér tækifærið til að hnýsast í einkaskjöl mín,” svaraði eg. “Þér talið mjög ákveðið Mr. Ducaine.” “Reynslan heimilar mér það. Eg sá yður við skrifborðið mitt.” “Þér ættuð að sjá augnlæknir. Eg hefi ekki staðið upp úr þessum stól, því að fótur minn er of sár til þess,” svaraði hann. “Þér eruð snillinur að ljúga, prins, en þér ljúgið samt ekki nógu vel.” Hann horfði á mig í þungum þönkum og sagði: Eg er að reyna eftir beztu getu að venja mig við siði og venjur þessa dásamlega lands yðar. Hvað gerið þið hér við mann sem kallar ykkur lygara?” “Við förum með hann,” svaraði eg reiður, “eins og þann sem níðist á gestvináttunni og gengur þannig í flokk með venjulegum þjóf- um.” Prinsinn ypti öxlum og kveikti í einum vindlingi mínum og sagði: “Þér eruð mjög ungur Mr. Ducaine. Þér þurfið vafaláust að sjá um yðar framtíð í heiminum eins og aðrir. Þess þarf eg líka bara í ennþá stærri stíl. Það er mjög líklegt að við getum verið hvor öðrum til gagns. Mín hug- sjón er sú að þjóna þjóð minni og vinna mér inn þakklæti hennar, þótt hún sem stendur líti á mig og mína með tortrygni og efasemi. l' Eg er metnaðargjarn og eg mun verða auðveld- ur og örlátur húsbóndi.” “Þér heiðrið mig með þessari hreinskilni yðar, prins, en eg fæ samt ekki séð, hvað þetta kemur mér við,” sagði eg og beit saman jöxl- unum, en hann svaraði: “Með yðar leyfi skal eg gera yður þetta ljósara. Árum saman hefir hermálaráðuneyti yðar óttast innrás í landið. Þér skiljið hvað eg á við?” “Já, fullkomlega, þótt eg sjái ekki hvað það snertir þetta mál,” svaraði eg. “Hermálaráðuneyti ykkar hefir skipað varnamálanefnd, sem er leyninefnd, og hefir hún það hlutverk að finna vamarráð gegn slíkri innrás, ef hún yrði ger. Eg held að þér, | Mr. Ducaine séuð í raun og veru ritari þessarar nefndar. Þér hafið það starf að vinna úr öllu, sem gert er á nefndarfundunum og steypa úr því heild. Færa í stílinn áætlanir um varnar- virki og herbúðir; í einu orði sagt niðurstaða ^.allra þessara funda fer í gegn um hendur yðar. Eg ætla ekki að vera myrkur í máli um tilgang minn Mr. Ducaine. Þér sjáið nú að þér hafið það í yðar vörslum, sem gæti hjálpað mér að ná tilgangi mínum, ef eg næði því. Herinn neyddist til að verða við kröfum mínum, þjóðin mundi heyra um þetta.” “Jæja,” svaraði eg. “Setjum svo að alt sem þér segið sé satt. Hvað svo?” “Þér eruð dálítið sljór, Mr. Ducaine,” sagði prinsinn blíðlega. “Ef tuttugu þúsund pund gætu skerpt skilning yðar-----” “Eg greip upp litla blekbyttu af borðinu og fleygði henni í hann. Hann stökk til hliðar en hún hitti hann öðru megin á ennið og hann hljóðaði upp af sársauka. Hann greiddi mér heljarhögg, sem eg bar af mér og samstundis vorum við búnir að taka hvorn annann fang- brögðum. Eg hugsa að við höfum verið jafnir að afli, því að við bárumst fram og aftur um herbergið og gekk ýmsum ver, en hvorugum betur. Eg fann,að eg var að mæðast og mig svimaði, en engu að síður fann eg að eg var að vinna á. Tök mín á hálsi hans voru að styrkj- ast. Eg hafði náð í kragann hans og háls- bindið og hefði getað hengt hann ef eg hefði snúið upp á með hendinni. Rétt í því opnuðust dyrnar og heyrði eg einhvern hrópa upp yfir sig með hræðslublandinni undrun. Eg vissi hvað það var. Eg hratt honum frá mér svo að hann skeltist á gólfið og sneri mér við. Lady Angela stóð á þrepskildinum. XIV. Kap.—Hálfvolg afsökun Lady Angela horfði á okkur báða með kulda- legri undrun. “Mr. Ducaine! Prins!” hrópaði hún. “Hvað á þessi óskiljanlega glíma að þýða?” Prinsinn sem £tti ekki sinn líka í að dylja tilfinningar sínar, stóð upp af gó.lfinu og þurkaði sér um ennið með mjallahvítum vasa- klút úr dýrasta líni. “Kæra Lady Angela,” tók hann til máls, “mér þykir það framúrskarandi leiðinlegt að þér skuluð hafa séð þetta einkennilega atriði. Verði nokkrum um þetta kent, þá er sökin mín. Mr. Ducaine virðist hafa misskilið mig frá upphafi. Eg held að þetta litla uppþot hans hafi stafað af altof mikilli trúmensku við yfir- boðara hans. Eg óska honum til hamingju með hana þótt eg hljóti að harma aðferðina sem hann hefir til að sýna iiana.” “Og þér, Mr. Ducaine,” sagði hún og sneri sér að mér, “hvaða skýringu gefið þér á þessu framferði yðar?” “Enga,” svaraði eg móðgaður yfir lát- bragði hennar og svip, er hún yrti á mig. “Eg fann prinsinn frá Malors þar sem hann var að rusla í skjölum mínum og þegar eg kom að honum fór hann að reyna að múta mér svo eg tók svona fram í fyrir honum.” En prinsinn svaraði um leið og hann lagaði á sér hálsbandið: “Eg hefi enga löngun til að ásælast persónulegar eignir Mr. Ducaines. Eg býst við að prinsinn frá Malors geti leitt hjá sér slíkar ákærur. Hvð mútum við víkur, þá er slíkt vitleysa. Eg veit ekki til að hann hafi neitt til sölu, og eg vil ekki líta á hann sem rógbera, heldur vil eg líta á hann sem skapbráðan mann og einfaldan, sem hleypur yfir allar réttar forsendur að röngum niður- stöðum. Lady Angela, eg finn að eg er betri í fætinum. Má eg njóta þeirrar ánægju að fylgja yður heim að húsinu?” Eg þagði, þyí eg vissi vel að prinsinn lék þetta hlutverk til þess að fá mig til að tala af mér. En Lady Angela virtist forviða á þögn minni. Hún horfði á mig spyrjandi með blíðlegu dökku augunum sínum. Eg hreyfði mig ekki. Hún sneri sér að prinsinum og sagði: “Ef þér haldið að þér þolið það. Þér þurfið ekki að ómaka yður, Mr. Ducaine,” bætti hún við er eg gerði mig líklegan til að opna dyrnar. Hún skildi mig þannig eftir og var eg ekki viss um hver okkar hafði sigrað. Hann hafði aldrei eitt augnablik mist hið rólega látbragð sitt né verið hlægilegur þegar hann lagaði hálsbindið eins og ekkert væri um að vera. Eg hló beiskjublandinn hlátur með sjálfum mér þegar eg fór út á eftir þeim. Eg var ákveðinn í þvi að leggja þetta mál fyrir hertogan tafar- laust. Er eg kom upp á hjallann fyrir framan höllina sá eg að maður gekk þar fram og aftur. Hann var að reykja pípu. Hann stóð við efsta stiga þrepið og beið mín þar. Það var Ray ofursti. Hann tók um handlegg minn og sagði: “Eg hefi verið að bíða eftir yður, Ducaine. Eg var hræddur um að við færumst á mis, annars hefði eg komið heim til yðar.” “Eg er að fara til hertogans,” svaraði eg, “og mér liggur á.” “Mér liggur líka á,” sagði hann hörkulega. “Eg vil fá að vita hvað fór á milli ykkar prinsins frá Malors og yðar.” “Eg veit ekki, Rey ofursti hvort eg hefi rétt til að segja yður frá því, að minsta kosti ætti eg að sjá hertogann fyrst,” svaraði eg. Hann varð svartur í framan og augu hans gneistuðu ógnandi. Hann reykti svo ákaft að neistarnir fuku úr pípunni hans. “Drengur,” sagði hann, “það eru til tak- mörk fyrir þolinmæði minni. Þér eruð þar sem þér eruð fyrir mín orð, og ef eg vildi þá gæti eg auðveldlega komið yður á verðgang aftur. Eg segi þetta ekki til að ógna yður, en eg krefst þess að mér sé sýnd venjuleg virðing. Eg skýrskota því til heilbrigðrar dómgreindar yðar. Er það rétt að breyta við mig eins og eg væri óvinur yðar?” “Eg veit ekkert hvert þér eruð vinur minn eða óvinur,” svaraði eg. “Eg er farinn að læra það að tortryggja alla sem lífsandann draga. En eg sé ekki að það geri mikið til hver veit um það, sem okkar fór á milli, prinsins og mín. Hann lét sig hrapa ofan fyrir klettana og þóttist hafa snúið á sér öklann. Við Lady Angela fórum af stað heim að húsinu, til að fá vagn handa honum, en áður en við vorum komin hálfa leið kom Grooton og sótti mig. Eg kom að prinsinum þar sem hann var að rann- saka skjöl mín og þegar eg bar það upp á hann reyndi hann að múta mér.” “Og hvað gerðuð þér?” “Eg sló hann.” Ray stundi við. “Þér slóuð hann! Og þér höfðuð hann á yðar valdi og áttuð alls kostar við hann. Og þér bara gáfuð honum á hann. ó, Ducaine, mikið barn getið þér verið. Eg er vinur yðar drengur. Eða réttara sagt vil vera vinur yður ef þér viljið leyfa mér það. En eg er hræddur um að þér séuð amlóði.” Eg horfði á hann náfölur og mælti: “Eg virðist vera genginn inn í skrítið mannfélag. Eg hefi hvo'rki vit né kænsku til að greina sundur heiðvirða menn og svikara. Eg mundi hafa treyst yður, en þér eruð morð- ingi. Eg mundi hafa treyst prinsinum' frá Malors, en hann reyndist þá að vera auðvirði- legur æfintýramaður. Eg hefi því ákveðið að gera öllum jafn hátt undir höfði. Eg ætla ekki að vera vinur né óvinur nokkurs lifandi manns, en trúr föðurlandi mínu. Eg ætla að fara mína leið og gera skyldu mína, Ray ofursti.” Hann reykti og blés út úr sér þykkum reykjarskýjum um hríð. Hann virtist þurfa margt við mig að tala en gekk svo til hliðar og sagði hörkulega: “Þér getið farið yðar eigin leið en skaparinn má vita hvert þér lendið.”

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.