Heimskringla - 13.09.1939, Blaðsíða 4

Heimskringla - 13.09.1939, Blaðsíða 4
4. SíÐA HEIMSKRINCLA WINNIPEG, 13. SEPT. 1939 ffíimskrittgla: (StofnvO 1Í86) Kemur út i hverjum miOvikudeat. Elgendur: THE VIKING PRESS LTD. 853 og 85$ Sargent Avenue, Winnipeg Talsimis 86 537 Verð blaðslns er $3.00 árgangurlnn borglst tyrirfram. Allar borganir sendlst: THE VIKING PRESS LTD. ÖU vlðskifta bréf blaðinu aðlútandl sendlst: Manager THE VIKINO PRESS LTD. 853 Sargent Ave., Winnipeg Ritstjórt STEFÁN EINARSSON Vtanáskrift til ritstjórans: EDITOR HEIMSKRINOLA 853 Sargent Ave., Winnipeg "HelEBskringla” is published and printed by THE VIKINQ PRESS LTD. 853-855 Sargent Avenue, Winnipeg Man. Teleptoone: 86 537 ............................. WINNIPEG, 13. SEPT. 1939 HLUTLEYSI BANDARIKJANNA Roosevelt forseti og Cordell Hull, ríkis ritari, hafa birt tilkynningu, samkvæmt hlutleysislögum landsins, um að banna að senda nokkur vopn eða hemaðarvörur frá Bandaríkjunum til eftirfarandi landa sem í stríði eiga: Þýzkalands, Frakklands, Póllands, Bretlands, Indlands, Ástralíu, og Nýja-Sjálands. Hjá þessu varð ekki komist, vegna nú- verandi hlutleysislaga Bandaríkjanna. — Roosevelt forseti átti engan annan kost, en þennan, eftir að út í yfirlýst stríð var komið í Evrópu. Á þetta er vert að benda, því þeir virðast margir sem ekki sjá, að nein þörf hafi verið á þessu nú og allra sízt, þar sem ekkert var gert af hálfu Bandaríkjanna í þessa átt í stríðinu í Kína, en sem ennþá hefir ekki verið lýst yfir og sem frá sjónarmiði vísra laga getur því ekki skoðast stríð, heldur einhvers- konar “tilviljun” (incidence). Þetta var einmitt hættan sem Roosevelt forseti sá að vofði yfir, ef Bretland og Frakkland skyldu lýsa yfir stríði. Þess vegna fór hann fram á það við þingið, í júnímánuði s .1. að hlutleysislögunum væri breytt. En þingið var ekki þeirrar skoð unar og kaus í þess stað, að eiga ekkert við endurskoðun eða breytingu laganna. Það er full ástæða til að ætla, að þing verði kallað saman til þess að íhuga endur bætur á lögunum. En það hefir enn ekki verið gert og getur dregist að gert verði. Á fundi fregnrita nýlega, sagði Roosevelt forseti þeim, að skeð gæti að sérstakt þing yrði kallað .saman einhvemtíma á þessu ári. Breytingin á lögunum sem forsetinn vék að, var í því fólgin, að stríðsvörur yrðu seldar fyrir peninga út í hönd stríðs- þjóðunum, í landinu sjálfu, svo að eigna réttur þeirra væri alls ekki í höndum Bandaríkjamanna er vörurnar væru send- ar, en þjóðirnar sem keyptu, sæu um flutning þeirra á sína ábyrgð til Evrópu Á meðal margra annara breytinga, sem um er talað, er þessi líklegust til að verða ofan á. Það ber margt vitni um það, að Banda- ríkjamenn hallist ákveðið á sveif lýðræðis- ríkjanna í þessu nýbyrjaða stríði og finni sárt til þess, að hlutleysislögin, eins og þau nú eru, séu í raun og veru hliðstæðari einræðisríkjunum, sem hugsjónum Banda- ríkjanna séu fjandsamleg, en lýðræðis- löndunum. Það bólar talsvert á almennri óánægju út af þessu og að á þessu vgrði sem fyrst að ráða bætur. Hull ríkisritari og forsetinn hafa upp aftur og aftur bent á í hverju óréttlæti núverandi hlutleysislaga sé fólgið. Þau koma í bága við eðlileg viðskifti milli Ameríku og Evrópu. Bretland og Frakk land eru fær um að halda uppi skipaferð- um yfir Atlanzhafið. En hvað skeður, ef þau þurfa að fara að beita hörðu við hlut- lausar þjóðir til þess að halda í þessi dýr- keyptu réttindi sín, vegna óheppilegra iaga af hálfu Bandaríkjanna, sem þau eru knúð til að gera eins og með hlutleysis- lögunum er í pottinn búið? Það hefir verið haft orð á því, að Can- ada sé ekki á skrá stríðsþjóðanna hjá Bandaríkjunum. Ástæðan fyrir því er engin önnlir en sú, að Canada hafði ekki lýst yfir stríði á hendur óvinaþjóðinni eða þjóðunum. Og það hefir einnig verið um það rætt, að Canada ætti ekki lýsa yfir stríði, til þess að geta orðið milliliður Breta í vopnakaupum frá Bandaríkjun- um. Fyrir því er nú engin vissa, að Can- ada muni ekki senn lýsa yfir stríði. En jafnvel þó það væri ekki gert, mun löggjöf Bandaríkjanna hafa reglur fyrir því, að vörur þaðan, sendist ekki undir nafni neinnar hlutlausrar þjóðar beina leið til stríðsþjóðanna hver svo sem þær kaupir. Og með því er sama lykkjan lögð á leið Canada og annara þjóða, er þar kaupa fyrir stríðs-þjóðirnar, svo með því er ekki um neitt sérstakt hagræði eða hagkeypi að ræða. Það er jafnvel óbeinna að senda vörurnar fyrst til Canada og afferma þar, en fyrir áðrar Evrópuþjóðir, sem kaupa mundu fyrir Þjóðverja. Frá hvaða sjónamiði sem á núverandi hlutleysislög Bandaríkjanna er litið, eru þau því lýðræðisþjóðunum, sem í stríði eiga, enginn greiði, og sízt þó að því leyti, eins og Roosevelt og Hull benda á, að þau gera eftirlit Breta á hafinu erfiðara en það annars væri. (Síðan ofanskráð grein var samin, hef- ir Canada lýst yfir stríði á hendur Þjóð- verjum). HÆKKANDI VÖRUYERÐ Eins og bent var á í síðasta tölublaði, var þess ekki lengi að bíða eftir að stríðið hófst, að vörur hækkuðu í verði. Það var nú það sem við mátti búast. Það var leikið heldur frekt í stríðinu 1914—1918, eða að minsta kosti til 1917, er nokkrar hömlur voru lagðar á þetta af sambandsstjórn- inni. Og það eitt er víst, að almenningur þessa lands er nú ekki í þeirri há, að sætta sig við, að sömu stríðsgróða-hneyksl- in og uppljóst varð um í síðasta stríði, endurtaki sig. Með öll forðabúr landsins nú full upp í rjáfur, virðist lítil ástæða í stríðsbyrjun til að skrúfa verðið upp, hvað sem kann að hafa verið 1914. Yfirlýsing stjórnarinnar í Ottawa um að hún hafi skipað nefnd manna til þess að líta eftir vöruverði, er því tímabær. Er svo frá verkefni nefndarinnar skýrt, að það sé fólgið í því, að koma í veg fyrir ósanngjarnan gróða, hafa eftirlit með því, að birgðir safnist ekki í hendur fárra, að útbýting og sala sé eðlileg á öllum nauð- synjum, matvöru, eldivið o. s. frv. Og fjársekt og fangelsi er lagt við, ef út af þessu bregður. Stjórnendur stóriðnaðar- ins bera ábyrgð á rekstri hans og beri nokkuð út af, verða þeir persónulega á- kærðir, sem hverjir aðrir einstaklingar, er brotiegir verða við lögin. Þetta munu nú þykja hörð lög, en hvað skal segja. Það var ekkert, sem þjóðina gerði bitrari í stríðinu 1914—1918, en munurinn á hag hermannsins, er líf og limi lagði í sölurnar og mannsins, sem heima sat, rakaði saman fé á stríðinu og keypti fyrir það skattfrí verðbréf. Lexía þes’- ara ára, er ekki gleymd. Þar sem Canada er nú aftur komið í stríð, er það alls ekki að ófyrirsynju, að það láti það verða eitt af sínum fyrstu sporum að skipa nefnd með fullu valdi til þess, að líta eftir því, að einstakir menn rífi ekki upp stór- gróða í komandi stríði á kostnað hins ó- gæfusama heims. hann þó borginni það sem hún frekast þurfti með, dálítið hérað af Póllandi. Og ástæðan fyrir því var sú, að tuttugu árin, sem borgin hafði verið aðskilin frá Pól- landi, hafði verzlun og viðgangur hennar stórhnignað. Þriðja skifting Póllands, 1795, gaf Prússum yfirráðin bæði 1 Danzig og Varsjá. Við höfum sannanir Dr. Hermanns Rauschning, fyrverandi forseta nazista í senatinu í Danzig fyrir því að það séu nazistar og innflutningur stormsveita þeirra til Danzig, sem sé að þrengja upp á þýzku íbúana í Danzig skoðunum, sem þeir sjálfir hati. Hann birti nýlega tilkynningu um það fyrir hönd föðurlandsvina, sona og <jætra þeirra manna, sem öld fram af öld höfðu búið í Danzig og héruðunum í nánd við hana, þess efnis, að raddir þeirra, vilji og óskir, væru niðurbældar með lögleysum og harðri hendi af hálfu þýzkra einræðis- sinna. Að lesa þessar tilkynningar, er eftirtektavert. Þá hélt Col. Beck, utanríkisráðh. ’Pól- lands því fram í ræðu nýlega, að Pólland hafi ekki vísvitandi sýnt Danzig-búum í nokkru yfirgang, að þar hafi öllum leyfst að halda við tungu sinni, þjóðerni og þjóðernis-erfðum, eins og þeim bezt geðj- aðist að og þætti hagkvæmast, og Pólland liti á það sem sjálfsagðan hlut og fylgdi í því efni aldagömlum venjum. Enginn sem hefir séð, eins og eg hefi gert, pólska og þýzka minnisvarða hlið við hlið á gólfi hinnar miklu Marien- kirche í Danzig, eða að helmingur allra eldri bygginga í Danzig eru prýddar pólska eminum, eða stytturnar og gjafirnar frá pólskum konungum, sem borgin ennþá á og gætir, sem hina mestu minjagripa — enginn sem þetta hefir séð, getur efast um það, að þessi þýzka borg, á margar sameiginlegar minningar með Pólverjum og eðlilegar, sem alveg óþarft er að slíta til þess að bjarga Þjóðverjum í Danzig undan kúgun og ofbeldi Pólverja, eins og Hitler heldur fram. Bezta sönnun þess að Hitler sjálfur bar engar áhyggjur út af þessari kúgun fyrir nokkrum árum, er 10 ára samningurinn, sem hann gerði þá við Pólverja, en sveik og braut eins og aðra samninga til að svala löngun sinni að hneppa eina smáþjóðina Cnn í náziskt stjórnarhelsi. SOVÉT-RÚSSLAND D A.N Z I G (Eftir MitcheJl Huxley—lauslega þýtt úr Montreal Star) Hversvegna leggur Hitler svo mikið kapp á að ná í Danzig? Vegna þess að íbúamir mæla á þýzka tungu ? Ef svo er, má Sviss fara að gá að sér! Eg hefi oft orðið hissa á því um þessar mundir að heyra mentaða menn halda fram, að “pólska hliðið” og fríborgin Dan- zig, séu uppgötvun samningsnefndar Þjóðabandalagsins 1919. Hið svonefnda “pólska hlið” var aðeins til sem óskiftur hluti Póllands, með frí- borginni Danzig rétt hjá, í 300 ár áður en Friðrik mikli breytti þessu, er Pólland var fyrst limað sundur 1772. Afleiðingunum af þessu fyrir Pólland má í stuttu máli lýsa með orðum hans: “Sá sem ræður við mynni Vistula árinnar og yfir borginni Danzig, er meiri herra Póllands en konungurinn sem þar ríkir.” Til sjálfra íbúa Danzig borgar, þó Þjóð- verjar væru flestir, var hinn nýi herra alt annað en aufúsugestur. Hefir móðir Schopenhouers, sem fædd var í Danzig, lýst því svo vel, að það verður ekki rengt. Á fimtándu öld áttu forfeður hennar mestan þátt í því að koma yfirráðum teu- tónskra riddara fyrir kattarnef, og sam- eina Danzig Póllandi. Pólland virti ávalt hið forna frelsi borgarinnar. En árið 1793, þegar Pólland var í annað sinn limað sundum, sættu íbúar Danzig kúgun af Friðriki. En á sama tíma veitti (Eftrifarandi grein birtist 23. ágúst í Alþýðublaðinu á íslandi, dagblaði verka- og jafnaðar-manna, einu fjöllesnasta og stærsta blaði á landinu. f greininni er svo skarplega tekið til máls um það efm sem öllum er nú ofarlega í huga, út af því •sem nýlega hefir gerst í Evrópu, að vér væntum að lesendum Hkr, þyki ómaksins vert að lesa hana, hverjar svo sem skoð- anir þeirra kunna að vera í pólitík Ev- rópu.—“Hkr.”) Á rauða torginu í Moskva, rétt norðan við Kremlmúrinn, sem skilur Stalin og sovétstjórn hans frá þegnum sovétríkis- ins og umheiminn, hvílir Lenin, hinn mikli foringi rússnesku verkamanna- og bænda- byltingarinnar fyrir rúmum tuttugu ár- um, í eilífri ró. Hann veit ekkert af því, þótt balsamerað lík hans og grafhýsið, sem bygt hefir verið yfir það, hafi árum saman verið misbrúkað til þess að blekkja þúsundir öreiga víðsvegar að úr heiminum til blinds fylgis við stjórn, sem með ári hverju hefir leitt þá lengra og lengra burt frá hug- sjónum verkalýðshreyfingarinnar og sósíalismans áleiðis' yfir í herbúðir ein- ræðisins og fasismans. Hann veit heldur ekkert af því, þótt á stalli grafhýsisins standi í dag í stað hinna afvegaleiddu öreiga, einn argasti stríðs- æsingamaður auðvaldsins, von Ribbentrop utanríkisráðh. Hitlers, svo sem til merk- is um það, að auðvaldið og nazisminn standi nú loksins, eftir samkomulag Hitl- ers og Stalins, yfir hans höfuðsvörðum. Mætti hann heyra fótatak nazistaforingj- ans yfir höfði sínu, myndi hann áreiðan- lega snúa sér við í gröf sinni og hylja á- sjónu sína fyrir slíkri heimsókn. í lifanda lífi hefir hann vissulega aldrei órað fyrir því, að sovétstjórnin, sem hann setti á stofn til þess að^ vera sverð og skjöldur sósíalismans og verkalýðshreyfingarinnar í heiminum, gæti sokkið svo djúpt, að taka höndum saman við þýzka hervaldið og auðvaldið, einmitt þegar það er að búa sig undir það að ganga milli bóls og höfuðs á öllu frelsi, lýðræði og allri verkalýðs- hreyfingu í Evrópu. En nú fer margt að skýrast, sem mörgum hefir á undan- förnum árum virst óskiíjanlegt í athöfnum sovétstjórnarinnar. — Nú skilja menn, hvers vegna Stalin hefir lagt svo mikið kapp á það, að koma lærisveinum og samverkamönnum Lenins, Buk- harin, Rykov, Pjatakov, Sino- vjev, Kamenjev og hvað þeir nú allir hétu, hverjum á eftir öðr- um undir græna torfu. Honum mun ekki hafa þótt líklegt, að hægt yrði um vik að svíkja stefnu verkamannabyltingarinn- ar heima fyrir og taka höndum saman við nazismann með slíka menn við hlið sér. Hitt ónáðaði ekki samvizku harðstjórans, þótt þeir væru allir skotnir fyrir sakir — samsæri við þýzka nazismans — sem þeim vissu- lega hefir aldrei dottið í hug að gera, en hann sjálfur var að undirbúa! Nú er það samsæri með hlut- leysissamningi Hitlers og Stal- innan með sjáldséðum viðarteg- undum sem gerir þær undur við- kunnanlegar og aðlaðandi.Neðstu gólfin eru prýdd með belgiskum marmara kolsvörtum og gljá- andi. Fleiri marmara tegundir er þar að finna þó ekki muni eg nú betur frá að skýra. Með lyftuvél kemst maður upp sey- tján hæðir og gengur upp þá átjándu en þar uppi er salur þar sem horfa má yfir umhverfið í allar áttir. Er það fagurt og til- komumikið útsýni, sérstaklega í suður og vestur. Þinghús Norður Dakota kost- aði tvær miljónir dollara, og er hvert cent borgað. Það er tutt- ugustu aldar hugsjón, hagkvæm og fögur, svo ekki þarf spádóms- gáfu til þess að sjá að þess stíl verður fylgt í framtíðinni. Framan við capitolið er stór grænn flötur sem hallar niðun til bæjarins og austan við hann War Memorial byggingin. Lag- og sovétstjórnin þar með búin að svíkja síðustu loforðin, sem hún hefir lifað á 1 hugum miljóna verkamanna úti um all- an heim, loforðin um það að verja frelsið, lýðræðið og verka- lýðshreyfinguna gegn fasisman- um á stund hættunnar. Nú er gríman fallin fyrir fult og alt. Þegar standa varð við stóru orð- in lét Stalin Hitler vita það, að hann gæti hirt Danzig og Pól- land, farið í stríð við England og Frakkland og troðið niður lýð- frelsið og verkalýðshreyfinguna um alla Evrópu, án þess að ótt- ast það að verða ónáðaður frá Moskva. Hilter mun áreiðanlega ekki láta segja sér slíkt tvisvar. Sovétstjórnin er komin langt frá þeim hugsjónum, sem hún var borin fram af í upphafi, þeg- ar verkamenn og bændur risu upp undir forystu Lenins til þess að velta af sér oki keisaravalds- ins og auðvaldsins árið 1917. — Undir herópi Karls Marx: ör- eigar í öllum löndum sameinist! var hún stofnuð. í dag, tuttugu og tveimur árum seinna, sam- einast í Moskva Stalin og von Ribbentrop til þess að svíkja ör- eigana í öllum löndum í hendur Hitlers.—Alþbl. 23. ág. DAKOTA Eftir Dr. M. B. Halldórson Framh. Næst var lagt á stað til að skoða þinghúsið (capitolið). -— Auðvitað hafði eg séð það nokkru áður en eg kom inn í bæ- inn því það er 241 fet á hæð og gnæfir yfir Bismarck og alt um- hverfi frá dálítilli hæð norðan við bæinn. Hafði eg heyrt það kallað fáránlegt uppátæki að byggja skýjakljúf úti á auðri sléttunni, því það er í beinni mótsögn við það sem áður hefir verið alment byggingarlag á 3Ínghúsum og öðrum opinberum jyggingum. Hipgað til hafa ’ær byggingar vanalega verið ferhyrndar með steinsúlum, myndastyttum og öðru útflúri alla kanta. Inni með stórum gímöldum til þess eins að hita upp og halda hreinum, og uppi yfir turn fullan að innan af ryki og öðrum óþverra. Hér er öllu snúið við. Bygging- in er slétt og útflúfslaus að utan. 5egar gengið er inn í hana að sunnan, sem er aðal inngangur- inn, verður fyrir manni mjög hár og prýðilegur gangur (kall- aður memorial hall) frá austri til vestur. Við vestur endann eru þingstofurnar mjög smekk- ega útbúnar og lýstar með huld- um Ijósum. Við austur endann rís átján lofta turn þar sem í eru að finna allar skrifstofur ríkisins. Eina rúmið (space) sem ekki er beinlínis notað er gangurinn sem áður var lýst og öll er byggingin jafn hrein utan sem innan. Margar skrifstof- urnar þó aðeins hæfilega stórar eru mjög prýðilegar, þiljaðar . . * , leg en ekki mjog stor og mun _________________________* uaí- I hafa kostað nkið bysna mikið þegar alt er tekið til greina. Þar er að finna gripasafn ríkisins. Er það merkilegt safn en því miður hafði eg ekki tíma til að skoða það að neinu ráði. Á fletinum framan við Capi- tolið var hvert kvöld hátíðarinn- ar, sýndur sögulegur táknleikur, “Wagons West”. Hann var í átján þáttum (episodes), og sýndi helstu atriðin í sögu rík- isins frá byrjun. í þessum leik komu fram 800 leikendur, kór með 200 meðlimum og 65 hljóð- færa leikendur. Fór öll sýn- ingin mjög prýðilega fram og endaði með því allur mannfjöld- inn söng “The Star Spangled Banner.” Eftir hádegi á þriðjudaginn hófst skrúðganga hinna ýmsu þjóða er ríkið byggja. Kom fyrst flokkur ungra hermanna og báru marga af fánum þeim er okkur höfðu verið sýndir kvöldið áður. Þar næst kom tjaldaður vagn með uxum fyrir til að sýna flutningsaðferð fyrstu innflytjendanna. Þá komu þjóðflokkarnir og voru Norðmenn fyrstir. Var það fallegur hópur, piltar í hvítum buxum og skyrtum með rauðum bol, stúlkur í hvítum pilsum og skyrtum, rauðum upphlut og með rauðar, borðalagðar húfur. Næst komu íslendingar og var það hin ásjálegasta fylking. — Fjallkoma og meyjar hennar, fríðar og tignarlegar og karla- kórinn, sem eftir fylgdi, mjög smekklegur í hvítum buxum og dökkbláum treyjum. Ekki sýnd- ust “landar kunna að labba í takt,” eins og Stefán Scheving komst að orði, og var það orsök- in að trumbur voru barðar bæði á undan og eftir sem ekki stemdu með taktínn. Hagði ein- hver maður sem hjá mér stóð °rð á þessu, en eg svaraði að það væri vegna þess að íslendingar hefðu lagt niður hernaðar ósóm- ann rétt eftir 1260 því fipaðist þeim hergangur. Næst komu Skotar, var það pípuflokkur (pipe band) frá Brandon, Man. Ungar stúlkur í skozkum búningi, mjög ásjá- legar, því aldrei er sá búningur eins fallegur eins og á börnum eða unglingum. Með þeim voru fjórir karlar, tveir á undan, tveir á eftir, líklega nokkurs- konar verðir. Þeir voru líka í háum sokkum, stuttpilsum (kilts) með “sporran” og í rauð- um aðskornum treyjum, hnept- um upp í háls. Víst hefir þeim verið heitt, því það glitraði á rauðu sveittu skallana í sólskin- inu. Grikkir kflmu næst. Höfðu þeir látið útbúa mjög smekklegan skrautvagn (float) og gengu í fylking á eftir í sínum skjall- hvíta þjóðbúningi. Var til þess tekið hvað þeirra þátttaka væri myndarleg, vegna þess hvað þeir væru fáir og dreifðir út um alt ríkið, aðeins einn eða tveir í hverjum bæ og engir í háum

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.