Heimskringla - 13.09.1939, Blaðsíða 5

Heimskringla - 13.09.1939, Blaðsíða 5
WINNIPEG, 13. SEPT. 1939 HEIMSKRINGLA 5. SÍÐA stöðum. Sýndi það ótrúlega góðan vilja og samtök. Þá komu Ukrainíu menn, líka í þjóðbúningi. Sómuðu stúlk- urnar sér vel í nærskornum kjólum, öljum útsaumuðum, en karlmennirnir miður í bolviðum togleður stígvélum hnéháum, víðum buxum og síðum kápum með loðhettu á höfði. Þá skálmuðu fram þýzk-rúss- neskar konur, (hvar karlarnir voru veit eg ekki), breiðar og bústnar, í skósíðum kjólum með skuplu á höfði. Hafði hver þeirra gulbrúna leirkönnu í hendi, veifuðu þær þeim og létu all ófriðlega. Þar næst kom 36 ára gamall bíll, þá annar nokkru yngri, svo hver af öðrum sá síðasti splunku nýr. Hornleikara flokkar voru nokkrir í skrúðgöngunni. Sér- staklega man eg eftir einum afar góðum frá Hebron, og lúðra- og trumbukór frá Oaks. Voru það alt ungar stúlkur og leiðtoginn tíu ára telpa, öll glansandi í silkiskrúða, og bar sig forkunnar vel. Nú þustu allir til sönghallar- innar og voru íslendingar þar fyrstir á dagskrá. Var byfjað á “Ó, Guð vors lands”. Hefir það /guðdómltega lkg aldrtei hriifið mig sem í það sinn, því hin gull- fagra rödd Mrs. Sigmars (Fjall- konunnar) gnæfði rétt mátulega yfir kórsönginn. Marga fagra rödd hefi eg heyrt meðal ætt- menna og afkomenda Lovísu konu Þorláks Jónssonar frá Stórutjörn, en engin þeirra jafnast á við prestskonuna á Mountain. Miss Anderson, frændkona Mrs. Sigmarg, söng “Bí bí og blaka” og kórinn söng nokkur lög. Fóru öll vel, þó öðruvísi hefði eg sum þeirra valið, vegna þess, hvað höllin var stór en flokkurinn tiltölu- lega smár. Komu nú fram sömu þjóð- flokkarnir aftur og sungu og dönsuðu. Fór það misjafnlega sem vonlegt var. fslendingar sungu bezt en Ukrainíu menn dönsuðu bezt, Norðmenn þar næst og þá Skotar. Eg hafði tekið eftir því áður og svo var enn, að í dansi hafa Ukainíu meyjar þann léttleik og fegurð í limaburði sem engar aðrar jafn- ast við Karlmennirnir gerðu mjög vel líka, sérstaklega þegar bolvíðu stígvélin, sem slettast fram og aftur með hverri hreyf- ingu, eru tekin til greina. Var líka óspart fyrir þeim klappað. Milli dansanna kom fram ung- ur maður skolbrúnn á hár og hörundslit, í hnéstígvélum, dökk- fjólubláum pokabuxum, græn- leitri kápu (hvorutveggja úr silki) og girtur bugsverði í krotuðum hjöltum. Hann las eitthvað sem enginn skildi. Hef- ir víst verið nafnið á næsta dansi. Líka komu þýzk-rússnesku kerlingarnar með könnur sínar ,og sungu “Little Brown Jug”, textanum þannig breytt að í könnunum var mjólk í staðinn fyrir gin og romm. Þær dönsuðu líka nokkurskonar færeyinga dans. Nú var kominn matmálstími og var okkur sagt að í norskri kirkju þar skamt frá væri ágæt- an mat að fá. Fórum því þang- að með Grímson dómara og konu hans. Þar var að finna ríkisstjórann John Moses og konu hans, norska konsúlinn Johnson frá Fargo, sem var aðal ræðumaður á sam- komunni og fleiri stórmenni. — Þar hitti eg norskan prest sem eg hafði mjög gaman af að spjalla við. Hann var 86 ára gamall, en samt ern og fjör- ugur og með öll skilningarvit ósködduð. Hafði verið skóla bróðir séra Hans Thorgrímsens og lærisveinn séra Jóns Bjarna- sonar þegar hann var kennari við Luther College, Dechora, Iowa, í 1876. Einu sinni sagð- ist hann hafa komið til Winni peg og hafði þá hitt þar séra Jón. Hafði margt að segja frá þeirri ferð. Söngmaður hafði hann verið um dagana. Einu sinni sagði hann að séra Hans, þegar hann var prestur í Sioux Falls, S. D., hefði beðið sig að koma þangað og syngja með sér “Friðþjóf og Björn” á einhverri samkomu, en hann hefði ekki getað orðið við þeirri bón. Ekki var karl búinn að kasta frá sér öllum gæðum þessa heims, því nokkrir vindlar gægðust upp úr brjóstvasanum. Eftir kvöldverð fórum við Jón og sáum sýninguna “Wagons West”, og svo í rúmið. Framh. Fréttir 12. sept. — Pólverjar veita Þjóðverjum enn viðnám þó sprengjur rigni yfir Varsjá og skamt burtu þaðan sé ákaft barist. STRIÐS-ANNÁLL Frh. frá 1. bls. viðnám við ána Vistula sem er langt inn í landi, en styttir víg- línu þeirra; hún var upphaflega um 3000 mílur, eða eins löng og frá Wínnipeg til Vancouver. Stjórnin í Varsjá hefir flutt sig til Lublin, um 100 mílur suð- austur af Varsjá. línuskipi (Athenia). Eitt skip frá Hollandi og annað frá Grikk- landi hafa farist af því að rekast á sprengidufl. Fyrir Þjóðverj- um hafa Bretar sökt 4 skipum, en kvíað inni 54 í Vigo hlut- lausri höfn á Spáni; ennfremur 9 á japönskum höfnum. Frá Moskva kom sú frétt í gærkveldi, að þar sé litið svo á, sem sókn Þjóðverja inn á Pól- land muni fara að réna; þeir hafi tekið fulllangt stökk í einu og eftir því sem víglína Pólverja styttist,'verði vörn þeirra meiri og her Hitlers eigi ef til vill eftir að hörfa til baka. Rússar eru að fjölga hermönn- um á vesturlandamærunm sín- um. Mun þeim þykja það viss- ara, ef Hitler skyldi bráðlega taka Pólland. hún mun áreiðanlega vekja fögnuð um allan heim, og ekki hvað sízt hjá læknum og lækna- vísindamönnum.” —Alþbl., 12. ág. Ásgeir Ásgeirsson fer utan i erindum ríkisstjórnarinnar Það mun hafa verið afráðið í morgun, að Ásgeir Ásgeirsson bankastjóri fari 1 erindum ríkis- stjórnarinnar utan með “Brú- arfossi” á mánudagskvöldið. Stendur för hans í sambandi við síldarverksmiðjumálin. —Alþbl. 16. ág. HITT OG ÞETTA Bretinn er sem 1914, að reyna að hreinsa höfin af neðarsjávar- bátum og sprengiduflum. Er nú sagt að 18 brezkum skipum hafi verið sökt; 5 af þeim á síðasta sólarhring. STÖRMERKILEG UPPGÖTVUN á sviði læknavísindanna Fréttir 8. sept.—í dag er talið að nazistar hafi sökt í alt 7 vöru- skipum fyrir Bretum og einu gert uppgötvuT1) sem vel^r at Hinn heimsfrægi sænski gerlafræðingur Carl Kling hefir Þýzkir hermenn í Siegfried- virkjum Þjóðverja á vesturvíg- stöðvunum, kvörtuðu undan knöppu fæði, loftleysi og ýmsum óaðbúnaði, segir í frétt frá Lon- don. Fréttir 9. sept.—Franski her inn veður fram margar mílur og inn í Saar-héraðið; kemst mjög nálægt Saar-ánni. Þjóðverjar skríða inn í Siegfried-virkin. — Warndt-skógurinn tekinn. Hann var þeirra land á milli hinna miklu varnarvirkja. Frakkar hafa þarna um 200 fermílur af landi frá Þjóðverjum í sinni hendi. Warndt-skógurinn er sagður um 20 fermílur að stærð. En Frakkar telja þetta ekki nema undirbúning eða fyrsta sporið til að nálgast Siegfried- virkin. Frétt frá Sviss hermir að Frakkar hafi sótt með loft og landher fram í grend við Wis- semburg í gærkvöldi; það er sunnan til á vígstöðvunum og skamt frá Rín; þar er skamt milli aðal varnarvirkjanna; Sprengjur þeirra buldu lengi á Siegfried-virkinu. Mannfall var þar sagt nokkuð mikið borið saman við tölu þeirra, er þátt tóku í þessu áhlaupi. Frétt 11. sept.—f byrjun þess- arar viku barst frétt af því að Þjóðverjar hefðu gert mikið á- hlaup á vesturvígstöðvunum. — Er sagt að þeir hafi sótt fram með þeim tryllingi, að þeir hefðu meðfram svonefndum Sierck- Saarburg þjóðvegi ekki verið steinsnar frá Frökkum. Héldu Frakkar þar samt sínu og ráku þá til baka. Þetta var á löndum þýzkra bænda, er flúið hafa burtu úr áðurnefndu héraði. — Mannfall er talið að þarna hafi verið nokkurt af báðum en hvað mikið getur ekki um. Frá Varsjá kemur nú einnig fyrsta fréttin af því, að Pól- verjar séu að veita Þjóðverjum öflugt viðnám og að þeir hafi orðið að hverfa frá við svo búið að taka höfuðborgina. Á öðrum stöðum eða sunnar, er sagt að Þjóverjum hafi einnig farið að ganga ver. Veldur því ef til vill rigning mest, en vegir eru þann- ig í Póllandi að ófærir eru hin- um þungu tönkum Þjóðverja. hygli um allan heim. Hann hefir fundið sýkil lömunarveik- innar. Sýklarnir, sem hann hefir rannsakað, eru frá Brend á Skáni. Kling hefir reynt þá á dýrum með þeim árangri, að aðaltauga- kerfið lamaðist alveg á sumum, og limirnir urðu máttlausir. Tilraunadýr, sem dóu, höfðu á sér sömu sjúkdómseinkenni og börn, sem hafa tekið lömunar- veiki. Hefir hann af því álykt- að, að hér sé um þann sýkil að ræða, sem veldur lömunarveik- inni í mönnum. Þessi stórmerkilega uppgötv- un gefur von um, að nú loksins muni finnast ráð við þessari ægilegu veiki, þegar menn nú vita, hvað veldur henni. Alþýðublaðið sneri sér í dag um hádegi til Jóhanns Sæmunds- sonar læknis, og spurði hann nokkurra spurninga af tilefni þessarar stórmerku fréttar. — Barnalömunarveikin er skæður sjúkdómur? “J:, mjög skæður. Hann hef- ir verið landlægur hér á landi um fjölda ára skeið, og ekki aðeins hér, heldur og í flestum löndum öðrum. — Þetta er mjög hættulegur sjúkdómur, og allir óttast hann, vegna þess — fyrst og fremst, að læknar standa, eða hafa staðið, alveg ráðalausir gagnvart honum. — Þessi sjúk- dómur hefir aðallega lagst á börn, 1—5 ára, og flest hafa þau, sem lifað hafa, borið menj- ar hans alla æfi upp frá því með máttlausum eða kreptum limum og líka hvoru tveggja. Annars kemur sjúkdómurinn fram 1 mörgum myndum. Hann hefir einnig gripið eldra fólk og eyði- lagt líf þess.” — Hafa læknavísindin ekki lengi barist við að finna sýkil- inn? * “Jú, það er aðalatriðið að finna sýkilinn, því að þegar hann er fundinn, er léttara að finna meðalið gegn honum. Það hefir verið ómögulegt að finna sýkilinn í smásjá, svo lítill er hann. Það hefir verið reynt að ákveða stærð hans með því að taka vessa úr nefi sjúklings, sía hann í þéttum síum og sprauta svo því, sem komið hefir niður úr síunni, í apa. Fyrst sýktust aparnir, en svo var notað enn smærra net og þéttara, og þá sýktust aparnir ekki. Þannig hefir nokkurn veginn verið hægt að áætla stærð þessa undursmáa en skæða sýkils.” — Teljið þér ekki þessa upp- götvun Carl Klings, hins sænska gerlafræðings, stórmerka ? “Jú, svo verður að telja, og | Vín liggur á hafsbotni í 131 ár Dönsk blöð skýra frá því um þessar mundir, að vélbátafor- maður einn sé að láta kafara athuga flak af enskri freigátu, sem fórst undan Lönstrup á Vendilskaga árið 1808. Skipið rak á landi í ofviðri og fórust allir skipverjar — 240 að tölu — og voru lagðir í eina gröf. En nú þykist vélbátfor- maðurinn hafa komist að því í gömlum ritum, að skipstjóri freigátunnar, “The Crescent”, hafi haft laun skipverjat með- ferðis og langar til þess að ná í þau, því að það mun ekki vera nein smáræðis upphæð. Peningarnir hafa ekki fundist ennþá, eftir síðustu fregnum dönsku blaðanna, en kafarinn hefir komið upp með allmargar stórar vínflöskur, alveg óskemd- ar. Þeir, seih hafa fengið að bragða á víninu þykir það ágætt og hafa komið allhá boð í það. —Vísir, 9. ág. ið gaf út fyrir mörgum árum síðan, að enn gefist því kostur á að eignast bókina, því fáein ein- tök eru enn eftir óseld hjá for- seta félagsins, Mrs. J. B. Skapta- son, 378 Maryland St., Winni- peg. Bókin kostaði upphaflega $10.00 í góðu bandi, en er nú færð niður í þriðjung þess verðs, auk burðargjalds. Pant- anir ætti að gera sem fyrst, því ólíklega endist upplagið lengi úr þessu. * * * Gefin saman í hjónaband á prestheimilinu í Árborg, Man., þann 9. sept., Sigurjón Karvels- son, Árborg, Man., og Guðrún Jönasson, Geysir, Man. Fram- tíðarheimili ungu hjónanna verður í grend við Árborg. S. Ó. * * * SAMS KO T Vestur-íslendinga fyrir eir- líkan Leifs Eiríkssonar, fslandi til auglýsingar í Ameríku. inn á bókunum, til þess að finna bókina, sem þér þurfið á að halda. Sendið því bækur yðar, sem fyrst, í band eða viðgerð, til Davíðs Björnssonar að “Heimskringlu”. — Stafirnir þryktir í gull eða silfur á kjöl- inn, eftir því sem óskað er. — Miklu efni úr að velja í mörgum litum. Verkið vel af hendi leyst. 35 kökugerðarmenn gengu ný- lega í fylkingu á fund ólafs rík- iserfingja og afhentu honum feikna stóra “tertu”, sem þeir höfðu meðferðis, en hún var í laginu eins og landabréf af Nor- egi og vegur 80 kg. Marzipanskrautið aðeins vóg 10 kg. Krónprinsinn kvaðst aldrei hafa séð neitt þessu líkt — ekki einu sinni í Ameríkuferðinni. * * * Á tímum franska skáldsins Voltaire var hinn mesti fjand- skapur milli Breta og Frakka. Einu sinni var Voltaire á gangi á fjölfarinni götu í London og varð þá fyrir aðsúg manna, sem voru sérstaklega fjandsamlegir Frökkum og létu sumir sér þau orð um munn fara, að réttast væri að stytta honum aldur. Vol- taire lét sem ekkert væri, en þegar honum fundust samt horf- urnar orðnar mjög ískyggilegar sneri hann sér að mönnunum, sem veittu honum eftirför og voru þá orðnir mjög fjölmennir, og hrópaði: “Heiðursmenn! Þið viljið hengja mig, sökum þess að eg er franskur. En hafa ekki örlögin refsað mér nógu mikið með því að láta mig ekki vera Englend- ing.” Þessi fyndni Voltaire hafði svo góð áhrif að hann slapp ó- skaddaður og munaði minstu að hann yrði ekki borinn burt á gullstól. * * * Sá atburður gerðist nýlega á veitingahúsi í París að kærustu- pör ein veðjuðu um það, að þau gætu kyst hvort annað 10 þús. kossa á 10 klst. Þessi athöfn fór fram nokkrum dögum síðar að viðstöddum tilheyrandi vott- um. Fyrsta klukkutímann kyst- ust þau yfir 2000 kossa, annan 1150, þriðja 775 og á fjórða tím- ’anum gáfust þau upp. Stúlk- unni lá við yfirlið og pilturinn hafði fengið varakrampa. Gjafaskrá nr. 25. Washington, D. C.: Leifur Magnússon .......$5.00 Áður auglýst .....$2,610.65 Samtals ..........$2,615.65 —Winnipeg, 12. sept. 1939. - Rögnv. Pétursson, forseti Ásm. P. Jóhannson, féhirðir. * * * Bréf Stephans G. Stephanssonar, fyrsta bindi, er nú komið vest- ur. Er bókin til sölu hjá Mag- núsi Peterssyni bökaala, 313 Horace St., Norwood, Man., og hjá dr. R. Péturssyni á skrif- stofu Heimskringlu. Verðið er $1.75. Ágætari og verðmætari bók er ekki hægt að hugsa sér, en þessa. Skrifið sem fyrst eft- ir henni. * * * fslendingar! Þér sem eruð bókamenn og bókavinir! Munið eftir því, að þér aukið þægindi yðar, og prýðið alt í kring um yður, með því, að láta binda og gylla bækur yðar. Þá þurfið þér ekki annað, en að renna augunum yfir kjöl- Náttúrulækningar eru efldar í Þýzkalandi Blaðinu er skrifað frá Hamborg: f gær (28. júlí) var hér í borg- inni opnað stórt, nýtizku sjúkra- hús, sem verður með 350 rúm- um, fyrir lífeðlislegar (biolog- iskar) eða svokallaðar náttúru- lækningar. Þetta er annað nátt- úrulækningasjúkrahúsið, sem er stofnað og starfrækt af því opinbera í Þýzkalandi. (Fyrir fáum árum var stofnuð deild í “Rudolf Hess sjúkrahúsinu” í Dresden fyrir náttúrulækning- ar, en mörg slík heilsuhæli eru nú rekin af félögum og prívat- mönnum). Þetta nýja tsjúkrahús, sem stendur í fögrum trjágarði (park) var nefnt eftir fyrver- andi læknaforingja Þýzkalands “Gerhard Wagner sjúkrahús” og er sagt, að það sé að öllum útbúnaði og innréttingum full- komnasta heilsuhæli og jafn- framt heilbrigðisskóli í Þýzka- landi. Yfirlæknirinn, próf dr. Kunstmann, er einn af þektustu brautryðjendum á sviði hinnar nýju stefnu í lækningum, sem eru mikið studdar af núverandi stjórnarvöldum í sambandi við aukna almenna heilsuvernd og íþróttalíf fólksins, en áttu mjög örðugt uppdráttar og miklum mótblæstri að mæta áður. —íslendingur. FJÆR OG NÆR Jóns Sigurðssonar félagið I.O. D.E., hefir beðið “Heimskr.” að minna fólk á, sem ekki hefir enn eignast bókina “Minningarrit íslenzkra hermanna”, sem félag- ONE MONTH’S FREE TUITION to the flrst 3 Students beginning a Business Course, enrolling Monday, Sept. 18, with The Winnipeg Commercial School (Above Brathwaites) Exceptionally Easy of Access by Bus and Car from AU Parts of the City and Environs Students receive INDIVII^UAL INSTRUCTION Bookkeeping Office Houtine Pitman Shorthand Spelling Speedwriting Rapid Calculation Gregg Shorthand Burroughs Calculator Typewriting Comptometer Penmanship Dictaphone Business Correspondence and Punctuation Review students, as well as beginners will receive every attention. Our Special Introductory Offer to students enrolling this Fall: ^ t Day School .........-...$15.00 per month Half Day .............. 8.50 per month Evening Classes ........ 4.00 per month Evening Classes are conducted on Monday and Thursday of each week, from 7;30 to 9:50 All our typewriters are the new Master Underwood Machines. We invite you to visit our exceptionally bright, clean, airy premises. PHONE US—24 680 WRITE US—203 Sterling Securities Building ENROLL NOW Winnipeg Commercial School 203 Sterling Securities Bldg. 425 Vi Portage Ave. at Vaughan t

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.