Heimskringla - 04.10.1939, Blaðsíða 4

Heimskringla - 04.10.1939, Blaðsíða 4
4. SíÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 4. OKTÓBER 1939 "Heimskrlngla” is publlshed and printed by THE VIKlt/a PRESS LTD. 153-555 Sargent Avenue, Winniveo Man. Telephone: 86 537 niiimiuiiiiMMillllHlliri d „ . i ■>{ WINNIPEG, 4. OKTÓBER 1939 'píimakringla (StofnuO 1*8«; Kemwr út á hverjum miOvikudegi. Eigendur: THE VIKING PRESS LTD. 8SÍ oo tS5 Saroent Avenue, Winnipeo Talsimia 86 537 VerO blaðsins er $3.00 árgangurlnn borgist fyrirfram. Allar borganir sendist: THE VIKING PRESS LTP._____ tJll viðskifta bréí blaðinu aðlútandl sendlst: Menaoer THE VIKINO PRESS LTD. 853 Saroent Ave., Winnipeg Ritstj&ri STEFAN EINARSSON Vtanáskrift til ritstjórans: EDITOR HEIMSKRINGLA 853 Saroent Ave., Winnipeo MINNINGARRÆÐUR um séra Ragnar E. Kvaran fluttar í Sambandskirkjunni í Winnipeg 1. október 1939. Ræða séra Guðm. Árnasonar forseta Sameinaða kirkjufélagsins Vér Vestur-íslendingar höfum á síðari árum eignast marga góða vini á íslandi. Sumir þeirra hafa dvalið hér með oss um lengri eða skemri tíma og tekið þátt í margskonar starfsemi á sviði félagslegra og andlegra mála, þeir hafa unnið hér mörg sín beztu starfsár og hafa lært að þekkja og skilja til hlítar öll vor áhugamál og baráttu vora fyrir þeim. Þó að þeir hafi horfið aftur heim til ættjarðarinnar, hafa þau vináttubönd, sem bundust hér, ekki slitnað, og áhrif þau, er þeir hafa orðið hér fyrir, og eins þau, er þeir hafa eftir skilið, hafa varað og munu vara um mörg ókomin ár. Allra þessara vina er oss bæði ljúft og skylt að minnast með djúpu þakklæti fyrir starf þeirra hér með oss og þá einlægu vináttu og trygð, sem þeir hafa til vor borið eftir að þeir voru farnir burtu frá oss. Af öllum þessum góðu vinúrn hefir eng- inn verið mörgum af oss eins kær og sá maður, sem vér minnumst hér í dag. Hann átti að eg hygg, óskiftastan hlut í vináttu vorri og virðingu af öllum þeim, sem hér hafa dvalið til lengdar og horfið heim aftur. Á þeim mánuði, sem liðinn er síðan andlátsfregn hans barst hingað vestur, hefi eg orðið var við svo almennan og ein- lægan söknuð út af dauða hans að eg get hiklaust sagt, að enginn sem dáið hefir á ættjörðinni nú um margra ára skeið, muni hafa verið syrgður hér af fleirum en Ragnar E. Kvaran. Stjórnarnefnd hins Sameinaða kirkju- félags íslendinga í Norður-Ameríku fanst því mjög tilhlýðilegt að hans væri minst með sérstakri minningarathöfn hér í þess- ari kirkju. Allan þann tíma, sem hann dvaldi hér vestra, um ellefu ár, veitti hann félaginu heillvænlega og áhrifaríka for- stöðu, og meiri hlutann af þeim tíma var hann prestur þessa safnaðar. Það féll í minn hlut við skiftingu verkefnanna, að segja eitthvað frá starfi hans og áhrifum sem forseta þessa kirkjufélags og andlegs leiðtoga meðal vor. Þar sem aðrir tala á eftir mér um ýmsar hliðar á starfi hans, og af nánari persónulegri viðkynningu en eg hafði af honum, verð eg að leitast við að lýsa starfi hans í færri og stærri drátt- um en annars hefði þurft að vera. Ragnar E. Kvaran kom hingað vestur, eins og yður er öllum kunnugt, árið 1922. Hann var þá fyrir fáum árum útskrifaður úr guðfræðisdeild háskóla íslands, en hafði ekki tekist á hendur prestsembætti í hinni íslenzku þjóðkirkju. Mun hann bæði þá og síðar hafa verið fráhverfur því að tak- ast á hendur prestsembætti í þjóðkirkj- unni. NámsferilL hans við guðfræðis- deildina var'einmitt á þeim árum er kenn- aralið hennar var hið valdasta sem það nokkurn tíma hefir verið, og frjálslyndi og víðsýni voru þar ríkjandi. Mintist hann oft sumra kennara sinna þar með mikilli aðdáun og talaði um hin vekjandi áhrif, sem þeir hefðu haft á sig og aðra nemendur. Þegar hingað kom varð hann prestur Sambandssafnaðarins í Winnipeg og forseti hins Sameinaða kirkjufélags, sem var stofnað sama árið og hann kom. Hann þjónaði söfnuðinum fimm ár, var síðan útbreiðslustjóri kirkjufélagsins önn- ur fimm ár eða þar um bil og svo að lokum prestur safnaðarins aftur eitt ár áður en hann hvarf alfarinn til íslands árið 1933. Nokkuð af þeim tíma, sem hann var út- breiðslustjóri þjónaði hann sambandssöfn- uðunum í Nýja-fslandi og var þá búsettur í Árborg. Sem forseti kirkjufélags vors ferðaðist hann um flestar íslenzkar bygðir í Canada og Bandaríkjunum og starfaði af miklum áhuga að útbreiðslu hinnar frjálslyndu trúmálastefnu. Átti hann stundum svo annríkt að hann gat naumast sint öllum þeim kvöðum, sem til hans voru gerðar. En hann var ávalt reiðubúinn að sinna hverju kalli, sem honum barst, ef það var mögulegt. Auk þess sem hann flutti guðs- þjónustur og fyrirlestra um ýms efni, sem hann bar áhuga fyrir, var hann stöðugt. beðinn um að skemta á samkomum með upplestrum og söng. Þar að auki gaf hann sig mikið við leiklist, bæði sem stjórnandi leikflokka og leikari. Eg þarf ekki að lýsa fyrir yður, hvernig honum fórst þetta úr hendi. Hann var einn sá fjölhæfasti maður, sem eg hefi þekt. Það var sama hvort hann stóð í ræðustól, las eða söng, hann hreif alla áheyrendur sína. Ræður hans voru ávalt þrungnar af heil- brigðu viti, skörpum skilningi á þeim efn- um, sem hann ræddi um, staðgóðri þekk- ingu og djúpri samúðarkend með mönnum og málefnum, en um leið djarfri og hik- lausri gagnrýni á því, sem hann var mót- fallinn, hvað sem það var. Ræðuflutning- ur hans var frábær. Orðin á vörum hans gátu verið hvöss sem stál eða mjúk sem hinn þýðasti blær. Og þegar hann las, færðist nýtt líf og nýr andi í jafnvel hin hversdagslegustu efni, svo að unun var á að hlusta. Eg er ekki fær um að dæma um sönglist, en eg veit að söngur hans hreif mig oft bæði til gleði og sorgar, eftir blæbrigðunum í hans fögru rödd, og það sama hygg eg að margir aðrir, sem oft hlustuðu á hann syngja, muni segja. Sama er og að segja um leiklist hans, hún lýsti miklum skilningi á viðfangsefnunum og túlkaði frábærlega tilfinningar mannlegra sálna frá leikandi gleði niður í dýpstu ör- væntingu. Er það furða þó að maður, sem var svona fjölhæfur, heillaði áheyrendur sína og næði hylli manna og áltit? Enda var það, eins og eg hefi sagt, að stöðugt var til hans leitað til að fræða, til að vekja með hvetjandi orðum og til að skemta. Hjá mörgum svo fjölhæfum og vel gefn- um manni hefðu kraftarnir og áhuginn dreifst við það að gefa sig við svo mörgu og ólíku. En svo var það ekki með hann. Þrátt fryir svona margvíslega starfsemi, var hann hinn skylduræknasti maður í sínu aðalstarfi sem var starf leiðtogans á sviði andlegra mála. En þar áleit hann það ekki eingöngu skyldu sína, að tala eða prédika fyrir öðrum, heldur líka að læra sjálfur, að bæta stöðugt við þann forða andlegra verðmæta, sem hann miðlaði öðr- um af með svo miklu örlæti. Hann var maður, sem las mikið og braut til mergjar það sem hann las. En hann gróf sig ekki niður í bækur, og eg held að honum hafi fundist lítið til um þá fræðimensku, sem er eingöngu grúsk og leit í bókum eftir þekk- ingarmolum um eitt sérstakt efni. Lestur hans var alhliða og á mörgum sviðum. Og hann flutti með-sér upp í ræðustólinn oft og einatt efnið úr því sem hann las, og gerði það að uppistöðu, sem hann óf inn í sínar eigin hugleiðingar og viðhorf. Ef til vill hefir þetta átt ekki lítinn þátt í því, hversu ræður hans voru ferskar og hrífandi, lausar við óþarfa málskrúð, að eg ekki tali um innihaldslausa mælgi, sem er ásteitingarsteinn margra, sem mikið fást við ræðuhöld. Hann hefir víst aldrei sezt niður til þess að semja ræðu án þess að hafa eitthvað ákveðið til að segja. Og hann sagði það hreinlega og djarflega með skýr- um og máttugum orðum, en án þeirrar sviknu orðgnóttar, sem hjá sumum flug- mælskum mönnum hylur fátækt hugsun- arinnar og er eins og glæsileg föt, sem menn bregða sér í við hátíðleg tækifæri. Eg hefi bent á sumt af stárfi hans sem forustumanns í vorum trúarbragðalega fé- lagsskap, en aðeins á sumt. Vér munum mörg ef til vill einna bezt eftir honum á vorum árlegu samkomum, sem vér köllum kirkjuþing. Það er óhætt að segja, að hann var oft lífið og sálin í þeim. Sem fundarstjóri var hann ákveðinn, óhlut- drægur og sanngjarn. Hann gat hlustað með mikilli þolinmæði á óþarfa málaleng- ingar, sem oft hjálpuðu lítið til þess að skýra þau málefni, sem fyrir lágu. Hann vildi að hver maður fengi sem bezt og fylst tækifæri til þess að setja fram sína skoðun, hvort sem hann var henni sam- dóma eða ekki. Eg veit að hann leit aldrei á þessi þing sem þurra og leiðinlega starfsfundi, þar sem menn kæmu saman til þess að ræða «m og gera út um þessi eða hin málefni, sem fyrir lágu eða upp kynnu að koma, heldur sem frjálslegar og lífgandi samkomur, þar sem bæði skiln- ingur og áhugi gætu glæðst við að málin væru rædd frá sem flestum hliðum, sann- gjarnlega og drengilega. Ekkert mundi hafa verið fjær skapi hans en að beita að- stöðu sinni á nokkurn hátt til að þvinga nokkurs manns skoðun eða sveigja hana á nokkurn annan hátt en með réttum rökum og fullkominni viðurkenningu á rétti hvers manns til að hafa sína skoðun, ef hann gat sýnt fram á að hún væri á einhverjum rökum bygð. Eg minnist í þessu sam- bandi ofurlítils atviks, sem fyrir kom á einu kirkjuþingi, sem eg var á með honum, og eg segi frá því í þeirri von að enginn taki það sem nokkurt sjálfshól frá minni hálfu. Við vorum að ganga á fund. Það lá fyrir eitthvert mál, sem hann bjóst við að nokkuð langar umræður mundu verða um. Um leið og við gengum inn í kirkjuna sagði hann við mig: “Reyndu nú að segja eitthvað “geníalt” í þessum umræðum.” Það var einmitt -þetta sem hann vildi að einkendi allar umræður, að í þeim væri eitthvað, sem mætti kalla andríki, eitthvað sem lyfti þeim upp yfir alt smámunalegt þjark. Sjálfur hafði hann ávalt eitthvað til mála að leggja, sem lyfti þeim upp á hærra svið en venjulega vill verða, þegar menn eru að ræða um félagsmál á fundum. Ræður hans við slík tækifæri voru oft þrungnar af miklum sannfæringarhita, en hann var samt ávalt hinn óhlutdrægi og drenglyndi maður, sem gat hlustað á mál- andstæðinga sinna, þó honum rynni í skap ef ósanngirni var beitt. Að tala um áhrif hans yfirleitt sem andlegs leiðtoga meðal Vestur-íslendinga er vitaskuld erfiðara. Það er ávalt erfi .t að meta áhrif nokkurs manns fyr en að all-Iangur tími er umliðinn, og vitanlega verða áhrif manna á hugsun og skoðanir annara aldrei að fullu metin. En það er ekki of mikið að segja, að áhrif Ragnars Kvarans á trúarbragðalegar skoðanir Vestur-fslendinga hafi verið meiri en nokkurs annars manns á því tímabili, sem hann var hér. Bæði var það, að fleiri menn hlustuðu á hann, hvar sem hann flutti prédikanir, en venjulegt er, og svo í öðru lagi kyntist hann fjölda mörgum persónulega á ferðalögum sínum, sem urðu eflaust fyrir meiri eða minni áhrifum af samtölum við hann og viðkynningu. Sá maður, sem hefir jafn mikið til brunns að bera í andlegum skilningi og hann hafði hlýtur að hafa meiri og víðtækari áhrif en þeir, sem ekki eru gæddir jafn áberandi og fjölþættum hæfileikum. Eg hefi átt tal við fjölda manna, sem hafa hlustað á hann, menn, sem voru honum sammála. og menn, sem voru honum ósammála, og hjá öllum hefi eg orðið var við áhrifin frá honum. Menn þurfa ekki að samþykkja alt, sem þeir hafa heyrt einhvern segja, til þess að hafa orðið fyrir áhrifum frá honum. Eitt samtal, eða það, að hafa hlustað á eina ræðu, getur haft löng og varanleg áhrif, þó að þess hafi jafnvel ekki orðið neitt vart á þeirri stundu, er samtalið fór fram eða á manninn var hlustað. Þetta á éinkum við þegar um út- breiðslu þeirra skoðana, sem margir eru andvígir, er að ræða. En mikið af þeim áhrifum kemur ekki sýnilega fram fyr en að löngum tíma liðnum. öll hin frjáls- lynda hreyfing í trúmálum hér meðal vor, og hvar annars staðar sem er, hefir þurft langan tíma til að ná nokkurri útbreiðslu. Þar hefir þurft að yfirstíga margskonar fordóma og misskilning, og það verður ekki gert alt í einu. En ef vér berum saman hugsunarháttinn og skoðanirnar yfirleitt í þeim efnum, eins og þær eru nú og eins og þær voru fyrir tveimur, þremur eða fjórum áratugum, þá sézt glöggast, að þessi áhrif hafa verið að verki, og að þau hafa verið mikil, þó að oft hafi virzt sem að lítið hafi miðað áfram. Það eru örlög allra þeirra, sem berjast fyrir nýjum hreyfingum og vilja veita ljósi inn í myrkrin, að þeir sjá aldrei nema að litlu leyti ávextina af starfi sínu. Þetta var honum líka vel ljóst. Eg man vel eftir einni ræðu, sem hann flutti í þessari kirkju um þetta efni. Hann talaði um það, hversu því starfi, sem hann og aðrir væru að vinna, virtist miða lítið áfram. En hann benti líka á, hversu aðstaðan væri að mörgu leyti erfið, og hversu lítið vér í raun og veru sæum af árangri verksins. Sá mikli misskilningur hefir lengi átt sér stað meðal vor, að starf þeirra manna, sem telja sig frjálslynda í trúarefnum, sé að mestu leyti neikvætt starf, að þeir láti sér nægja, að neita mörgu í trúarskoð- unum annara manna, án þess að byggja nokkuð upp sjálfir. Þessi misskilningur stafar eflaust af því að menn hafa veitt hinu neikvæða meiri athygli heldur en því jákvæða. Það er svo margt, sem orðið hefir að neita áður en unt hefir verið að leggja alla áherzluna á meginatriðin, sem eru fá og einföld. öll nýbreytni er að ein- hverju leyti niðurrifsverk, hjá því verður ekki komist. Þeir, sem sanngjarnlega og fordómalaust líta á hlutina, vita það og viðurkenna. Ragnar Kvaran var frjáls- lyndur maður í orðsins réttustu og beztu merkingu. Hann sá að starf frjálslynds manns í trúmálum er bæði að neita og að játa, neita því, sem ekki er lengur annað en lítilsverð aukaatriði eða ósamrýman- legt sannleikanum, og játa því, sem er aðalatriðin, sem er óhagganlegt, af því að það er kjarni trúarbragðanna, ekki neinn- ar sérstakrar tegundar af trú, ekki kenn- inga einnar kirkju eða fárra, heldur allra trúarbragða, allrar viðleitni mannanna til að mynda sér viðunanlegar skoðanir um tilgang lífsins og samband þess við al- veruna. Hann hefir sett þetta fram í ljós- um og skýrum orðum í ræðu, sem hann flutti í þessari kirkju 30. sept. 1928, og sem hann nefnir “Trú og samvizka”. Þar kemst hann að orði á þessa leið: “Trúar- bragðanna eina hlutverk er þetta, að koma skipulagi á lífsskoðunina, fylla hana virð- ingu fyrir sannleikanum, trú á gildi mannssálarinnar og trausti á það, að vér getum komist í samræmi við vilja almætt- isins, og að í því samræmi sé fólgin gæfan og fullkomnunin.” Eg held að þessi orð lýis betur trú hans heldur en nokkur orð mín eða annara geta gert. Og síðar í hinni sömu ræðu segir hann þetta: “Það er í raun og veru afar fátæklegt trúarlíf, sem getur nærst á hugsuninni, að allur galdur lífsins sé fólginn í því að þræða þau fyrirmæli, sem frá öndverðu hafi verið gefin.” Þarna er þá bæði hið jákvæða og nei- kvæða í trú hans. Atriðin, sem hann játar eru fá, eins og hjá öllum sannfrjálslyndum mönnum, en þau eru það eina, sem nokkru máli skiftir; það sem hann neitar er alt, sem ekki felst í þeim, þó að það hafi verið kallað trú og sé enn kallað það af mörgum, Tíminn leyfir ekki að eg segi meira um þetta, enda býst eg við að fleiri víki að því. Hér við mætti bæta þeim mikla áhuga, sem hann hafði á rannsóknunum á framhaldi lífsins eftir dauðann. En einnig þar vildi hann að heilbrigt vit og ná- kvæmni vísindalegrar þekkingar sætu í öndvegi. Eitt af því síðasta, sem eg hefi eftir hann séð, er ritgerð um embættisveitingu við háskóla íslands, sem olli talsverðum deilum á íslandi. Munu margir hafa venð honum ósamdóma í því máli, eftir öðru, sem um það var ritað, að dæma. Hann sagði að skoðanir manna, sem sæktu um kennaraembætti við þá stofnun, ættu aldrei að verða gerðar að skilyrði fyrir embættisveitingu, heldur aðeins þekking umsækjendanna og hæfileiki þeirra að kenna. Háskólinn sagði hann, að hefði frá byrjun verið frjáls stofnun og það væri nauðsynlegt að hann yrði það framvegis. Þessi orð bera vott um mikla virðingu fyrir þekkingunni og andlegu frelsi. Kenn- arinn á að vera frjáls og óhindraður að því að kenna það eitt sem hann veit sann- ast, hvort sem að skoðanir hans í einu eða öðru eru taldar að vera heppilegar af mörgum eða fáum. Eg verð að segja, að af öllu því sem eg las um það mál, fanst mér það sem hann hafði til þess að leggja vera einarðlegast, hreinskilnast og sann- gjarnast, þó að þar kæmi til greina allgóð rök frá öðrum, sem voru honum ekki sam- dóma í þessu máli. Af persónulegri viðkynningu við hann get eg minna sagt en margir aðrir, sem voru honum handgengnari en eg þau ár, sem hann dvaldi hér. En allir sem nokkuð kyntust honum munu hafa fljótt tekið eftir þeim einkennum, sem gerðu hann að svo vinsælum manni, þótt hann ekki virt- ist gera sér sérstakt far um að ná hylli manna með fljótri viðkynningu. Og þessi einkenni voru einurð hans og hreinskilni ásamt drenglyndi, sem lýsti sér svo vel í allri umgengni hans við fólk. Það var ekki aðeins að hann væri glæsilegur maður að ytri ásýndum, heldum átti glæsimenska hans sér djúpar rætur í eðlisfarinu, hún var honum meðsköpuð. Hann var látlaus maður og laus við að vilja sýnast. Því betur sem maður kyntist honum, því betur komu þessir ágætu kostir hans í ljós. Hann var maður, sem að hver og einn sem kyntist honum vel, hlaut að bera fullkomið traust til. Vinátta hans var einlæg og varanleg og prúðmenska hans var ekki uppgerð heldur veruleiki, sem var sprott- inn af drenglyndi og djúpri réttlætismeð- vitund. Eg minnist þess að eg heyrði hann einu sinni tala með aðdáun um lynd-

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.