Heimskringla - 04.10.1939, Síða 5

Heimskringla - 04.10.1939, Síða 5
WINNIPEG, 4. OKTÓBER 1930 HEIMSKRINGLA 5. SÍÐA iseinkenni, sem sagt er að einkenni marga beztu menn af brezkum aðli. Hann var einmitt þess konar maður sjálfur, göfug- lyndur, nokkuð stórbrotinn, en um leið fullur samúðar og vorkunnsemi með öllum líðandi mönftum. Þannig hygg eg að hann hafi komið fyrir sjónir flestum þeim, sem höfðu nokkur náin kynni af honum. Hér meðal vor verður ávalt bjart yfir minningu hans. Fregnin um andlát hans var oss öllum mikil sorgarfregn, og vér hugsuðum til fjölskyldu hans og hans nánustu ástvina, sem svo mikið höfðu mist. En vér þökkum að hafa átt hann fyrir vin og starfsbróður nokkur beztu starfsárin af lífi hans. Ræða Dr. M. B. Halldórsonar fyrv. forseta Sambandssafn. í Winnipeg Þegar vér minnumst séra Ragnars Kvar- an höfum vér margt að syrgja: Ræðuskörunginn og rithöfundinn með svo oddhvöss orð og setningar að þau bitu sig djúpt inn í minningar vorar og sitja þar enn; söngmanninn með svo fögur hljóð að vér þurfum enn ekki annað en loka aug- unum til þess aftur að heyra rödd hans, röddina sem hvað eftir annað söng sig inn í hug og hjarta bráð ókunnugra manna og kvenna; foringjann sem flestum mönnum betur fór öll stjórn vel úr hendi; liðs- manninn sem vér ætíð vissum hvar vér mundum heima hitta og hvernig mundi snúast við hverju máli sem var; lærdóms- manninn með víða og breiða þekkingu; vitmanninn sem oft sá lengra og dýpra en við sem eldri vorum og gleðimanninn sem ætíð var ánægja að í hverjum mannfagn- aði. Alt þetta var að finna í einni per- sónu séra Ragnars, og eg sem var forseti safnaðar hans flest ef ekki öll árin er hann var prestur hér í Winnipeg, hefi sérstaka ástæðu til að syrgja þessa miklu og góðu hæfileika. Orðið heiðsær, sem þýðir bláeygur, kem- ur aðeins einu sinni fyrií" í íslenzkum ritum í hinni gullfögru vísu Jökuls Bárðar- sonar sem hann kvað meðan honum var að blæða til ólífis, og sem á sér engan jafn- ingja í nokkrum bókmentum, var það haft um ólaf konung helga. Mér finst það lýs- ingarorð eiga afar vel við séra Ragnar Kvaran. Aldrei sáust tvískinnungs ský yfir enni hans. Yfir hans heiðbláu augum var ætíð að íinna hina sömu heiðríkju hreinskilninnar og trúmenskunnar sem aldrei leitaði samninga né sló af á nokkurn hátt, en hreint og hiklaust hélt fram rök- um og rétti í hvaða máli sem var. Fleiri slíka menn höfum vér haft og eigum enn, en þeirra er rétt að minnast hvenær sem er og hvar sem er. Þegar vér kvöddum séra Ragnar í þess- ari byggingu í síðasta sinn sagði eg í ávarpi mínu til hans að gáfum hans og gæfu sómdi aðeins eitt embætti á íslandi — biskupsembættið. — Gáfum hans og gæfu — gáfurnar tók hann með sér þegar hann héðan fór, en gæfa hans var vernd- arvættur þessa meginlands og þverneitaði að fylgjá honum til íslands. Þverneitaði svo gersamlega að hann átti ekki aftur- kvæmt til Ameríku. Hún átti hér heima í þeim bæ þar sem hann var fæddur, og hvergi breiddi hún faðminn móti honum sem einmitt [ þessum ræðustól þar sem eg nú stend. Með öllum sínum miklu og margvíslegu gáfum var hann þó framar öllu öðru prédikari — kennimaður, til þess fæddur og í heiminn borinn að flytja hið guðdómlega erindi Krists, eins og hann flutti það sjálfur, ekki eins og síðari alda menn fluttu það eftir að þeir fóru að trúa á hann en neita að trúa honum. Það er af þessari oftrú á hann en vantrú á það sem hann kendi, samfara afneitun á öllu góðu og fögru, sem heimurinn sýpur af þann dag í dag. Og verksvið séra Ragnar var í Vestur- heimi. Aðrir menn hafa komið og farið og hefir mér ekki fundist mikið til um það, þar hafa jafnan staðist á skaði og ábati, en þegar hann fór, sá eg sama skað- ann á báðar hendur, og svo hefir það reynst. Ekki er öll gæfa í því innifalin aldraður að verða. Engar minningar geymir ver- aldarsagan betur en sumra þeirra er ungir önduðust. Þetta er jafnsatt frá elztu tíð til vorra daga. Frá Alexander mikla og Jesú frá Nazaret til Eggerts ólafssonar og Jónasar Hallgrímssonar. “Konung skal hafa til frægðar en ekki langlífis,” sagði Magnús konungur berfætti. Sumir menn eru þannig gerðir að þeim sýnist bein- línis eðlilegt að andast tiltölulega ungir. Einn þeirra var séra Ragnar Kvaran. Nú þegar hann er allur tek eg eftir því að eg gæti hreint ekki hugsað mér hann sem aldraðan mann; og eg held þið gætuð það ekki heldur. En áhrif mannsins hætta ekki þó hann úr heiminum hverfi ef í hon- um er nóg manntak, því er það að aldursins gætir svo lítið þegar til lengdar lætur. Höfundur kristninnar var aðeins rúmlega þrítugur þegar hann andaðist, þó halda áhrif hans áfram enn eftir nítján aldir. ólafur helgi var ekki fertugur þeg- ar hann féll á Stiklastöðum, þó hefir hann verið talinn að nokkru leyti andlegur kon- ungur Noregs í níu aldir og níu ár; þannig mætti lengi telja. Og það er trú mín og sannfæring að enn haldi þessi kirkja á- fram að njóta áhrifa séra Ragnar Kvaran, þó oss sé hann ekki lengur sýnilegur. Annað sem kom fyrir er vér kvöddum hann hér síðast, var það að söngflokkur- inn að endingu söng lagið og sálminn: “Góða nótt”. Lagið eftir Björgvin Guð- mundsson. Ekki veit eg hver réði þessu en svona var nú það. Á eftir sagði ein- hver við okkur Pál Pálsson, þar sem við stóðum saman: “Því syngið þið líksöngs- lag yfir séra Ragnari, þið eruð þó ekki að jarða hann.” Við Páll horfðum hver á annan en sögðum ekkert. Vissum ekki hvað við ættum að segja. Vissum ekki það sem nú er fram komið að við höfðum byrjað sorgarathöfn þá sem við erum nú að Ijúka, að við höfðum boðið séra Ragnari Kvaran góða nótt í síðasta sinni. Ekki hefir þetta lag verið sungið hér síðan og nú syngjum við það ekki. Nú býð eg séra Ragnari góðan dag! — og — hittumst heilir! Ræða séra Philip M. Péturssonar, prests Sambandssafnaðar í Winnipeg Kæru vinir: Sem eftirmaður séra Ragnars heitins Kvarans, sem prestur þessa safnaðar er það mér mjög ljúft að minnast hans við þetta tækifæri með nokkrum orðum, og að endurtaka í anda alt sem þegar hefir verið mælt í minningu um hann. Og er eg flyt þessi fáu orð, — og hugsa til hans sem prest hér — get eg ekki annað en fundið til þess, hve viðkynning mín við hann var stutt, eða lítil. Því þó að eg væri safnaðarmeðlimur hér þegar hann tók að sér að þjóna söfnuðinum, og þó að hann væri hér þjónandi prestur samfleytt í sex ár, og aftur eitt ár nokkrum árum seinna, þá starfaði eg í söfnuðinum ekki nema aðeins þrjá vetur af þeim tíma, vegna fjarveru, fyrst við skólakenslu og seinna við skólanám suður í Chicago. En á þeim stutta tíma sem eg átti því að fagna að starfa undir leiðsögn og for- stöðu hans, í söngflokknum, í leikmanna- félaginu, í ungmennafélaginu, sem sunnu- dagaskólakennari og um stutt skeið í leik- félaginu, varð eg þess var að hæfileikar hans voru þannig úr garði gerðir að verk- svið hans varð að vera rúmgott og víð- tækt til þess að þeir fengu að njóta sín til fulls. En samt fengum vér að njóta þeirra, að svo miklu leyti að vér urðum þess vör, að hér væri um mikilmenni að ræða, sem byggi yfir miklum andlegum gáfum og hæfileikum, sem aðeins einstök- um manni er gefið að ráða yfir. Þess vegna hefir mér stundum fundist að það vera til mikils ætlast að eg eða aðrir prestar, hverjir sem þeir kunna að vera, geti fetað í fótspor hans, sem var svo vel hæfur til alls, sem hann tók sér fyrir hendur að gera. Vér erum því eigi vaxnir, og getum aðeins gert tilraun til að fylgja honum í anda. En það var aðeins vegna þess, að hann bjó yfir svo miklum hæfileikum, að hans er nú svo mikils saknað, og að oss finst að viðkynningin hafi verið alt of stutt, að samveran hér hafi orðið of fljótt á enda, og að þau andlegu tengsli sem binda oss við alla vini í þessum heimi hafi slitnað of fljótt. En þetta er saga lífsins, sem endur- tekst sí og æ. Vér erum ætíð að mætast og að kveðja. Vinir koma og vinir fara. Eða eins og skáldið vort kvað: “Altaf er einhver að kveðja, og annar sem verður kyr.” Vér getum öll tekið undir með hon- um í þessari hugsun, nú við þetta tæki- færi og einnig í orðunum í sama kvæðinu, sem lýsa nákvæmlega tilfinningu flestra hér staddra, þar sem svo er kveðið: “Tveir vinir voru hér áðan í viðræðum glaðir á brá. Nú annar-er horfinn á hafið, en hinn—bíður ströndinni á.” (P. S. P.) En menn hafa oft hugsað sér dauðan, eins og gefið er í skyn í þessu kvæði, sem sjóferð. Og þessi hugmynd er svo rík í hugum manna, að iðulega er talað um dauðamóðuna eða dauðadjúpið, og faðir séra Ragnars heitins, Einar H. Kvaran, eitt af miklu skáldum vorum hefir notað þessa sömu hugmynd eftir nýlátinn vin sinn, og komist svo að orði: “Nú ertu þá sigldur á ókunnan sæ —Þú ægilegt djúpið þráðir æ. En hér sit eg eftir hljóður. Og grátskyld viðkvæmni grípur mig um glaumlausa nótt, er eg hugsa’ um þig sem breyskan, en hjartfólginn bróður.” Og vér, sem kyntumst séra Ragnari að- eins þau fáu ár sem hann dvaldi hér, og þá ef til vill alt of lítið, því þau voru ekki mörg árin sem hann var hér vestra, get- um ekki annað en einnig hugsað oss sam- veruna hér, ímynd kvæðis sem lýsir lífinu sem hafi og mönnunum sem fljótandi með straumi í hafinu. Þeir rótast til og frá, sumir koma saman, og fylgjast um tíma á lífsleiðinni en skiljast aftur og hittast ef til vill aldrei framar. Viðkynningin er stutt í lífsins straumi. Menn hittast og menn kveðja. Samveran verður aldrei til lengdar. Og einu sinni enn hefir þetta sannast. En þó að svo sé, þá eru minningarnar um samveruna ætíð eftir, fagrar og fagnað- arríkar minningar. Hversu úfinn sem sjórinn kann að vera, og hversu miklar hættur sem vér erum stödd í í hafi lífsins, getur ekkert raskað þeim né svift oss þeim. Og nú, er vér komum saman hér til að minnast séra Ragnars E. Kvaran, sem var þessi fáu ár hér meðal vor, og starfaði með oss í svo mörgu, og sýndi svo mikinn áhuga fyrir hinum sömu málum, sem vér vinnum að, rísa minningarnar í huga vorum hver á fætur annari, um dvöl hans hér og starf á mörgum sviðum, og vér finnum hversu mikið vér söknum hans, og hversu mikil þörf er á öðrum eins manni og honum, með hans gáfum og hans hæfileikum til að vinna í þjónustu þeirra mála sem vér fylgjum. Og þessi tilfinn- ing getur ekki annað en hvatt oss til starfs í þjónustu þeirra mála sem hann hafði áhuga fyrir. Hann var einlægur í trú sinni. Frelsis- þráin var sterk. Hann aumkvaðist yfir þeim sem bágt áttu, hann hataði fátækt og eymd, eins og eg heyrði hann oftar en einu sinni segja, og hann leitaði ætíð sannleikans í öllum hlutum. Hann vildi ætíð leita að meiri þekkingu og meiri sannindum, og engu síður í trúmálum en á öðrum sviðum lífsins. Og af öllum þeim prestum sem komið hafa hingað frá fs- landi, hefir enginn þeirra gert meira en hann, til að efla og útbreiða réttan skiln- ing meðal manna, hér vestra um þýðingu skynsemisstefnunnar í trúmálum. Hann leitaði sannleikans, og því mætti segja um hann, eins og sagt hefir verið um annan mann: “Hann leitaði og kafaði og kom með perlur að landi.” Hann hélt áfram alla æfina að vera stúdent, að vera maður í sannleiksleit, í anda frelsisins sem hann elskaði. Og nú er hann kominn frá skólanum hérna, sem var honum altaf háskóli, og inn í nýtt musteri sannleiksleitarinnar, er bíður allra þeirra, sem elskað hafa sannleikann og hafa leitað hans. “Ein er þar kirkja undra há, sem öllum býður rúm kærleiks að hlýða kenning á komnum af ýmsum trúm; frá hverri tíð og úr hverjum stað, hver sem hann vera kann, engum er þaðan útskúfað elski hann sannleikann.” Vér vitum öll sem þektu hann, hvort sem það var langt eða skamt, að hann var trúmaður mikill, kreddulaus í samræmi við beztu nútíma trúarþekkingu, í sam- ræmi við stefnuna sem gerir meira og meira vart við sig í þjóðkirkju íslands, og hann var einlægur, hann vildi vera sam- kvæmur sjálfum sér. Hann unni kenn- ingu kærleikans og elskaði sannleikann. Þessvegna var hann guðstrúarmaður í bezta og fegursta skilningi. Hann er horfin úr þessu lífi. En þessar minningar lifa allar hjá oss. Það er oss nú, er vér minnumst hans, mikið fagn- aðarefn^ að hafa haft þessa viðkynningu við hann, og að hafa haft hann hér sem prest í þessari kirkju. Það er mér per- sónulega mikill heiður að vera eftirmaður hans þó að eg viti að eg geti aldrei fetað í fótspor hans, né jafnast á við hann að nokkru leyti. Vér þökkum guði fyrir góða og fagnaðarríka viðkynningu, og lofum hann fyrir margar fagrar og hug- næmar endurminningar, sem hrærast nú í hugum vorum. Heimurinn hefir mist mik- ils, en eilífðin er rík orðin við komu hans. Sál hans var tímabundin hér í þessu lífi, en nú hefir hún hlotið lausnina sem hún þráði. BRUNAR í CANADA í Canada verður eldur einum manni að bana og veldur eigna- tjóni er nemur $100,000 á dag til jafnaðar á ári. Þetta mann- og eignatjón er þeim mun viðurlitameira, sem það er að mestu leyti, eða sem næst 80%, skeytingarleysi einu að kenna. Til þess að vekja athygli á þessu og reyna að koma mönn- um í skilning um hvað af þess- ari óvarkárni leiði, hefir stjórn Canada skipað svo fyrir, að helga eina viku því starfi, er nefnd skuli “brunaverndarvika.” Hefir hún á þessu ári verið lög- skipuð frá 8. til 14. október, eða öll næstkomandi vika. Það fyrsta sem stjórnin vill draga athygli að, er að öll eld- færi, hitunarofnar, rör og reyk- háfar séu í lagi, séu nógu traust og örugg og næst því að eldfær- unum sé haldið hreinum. Ösku skal geyma í ílátum úr járni, svo neistar úr henni geri ekki neinn skaða. Þessu eru allir húsráðendur hvattir til að gefa fylsta gaum. Og til þess að líta eftir hvernig það sé gert, er gert ráð fyrir að sem flest heimili verði heim- sótt af eftirlitsmönnum frá stjórninni. Að svara fyrir það, sem ógert er látið, verður þá hver og einn að gera. Húsaeig- endur hafa mikið fyrir að svara, ef eldvörn er ekki rækt, sem skyldi. Næst þessu er eldvörn fólgin ? því, að bréfa — eða annað rusl sé hvergi látið safnast fyrir í húsinu. Að halda húsi hreinu frá öllu þessháttar, er mikil hjálp. Eldspítur eiga að vera á þeim stað er börn ná ekki til þeirra. Fyrir óvarkárni í því efni, hefir mikið tjón hlotist. Á árinu 1938, dóu 118 börn í Can- ada af þessum völdum. Börnin náðu í eldspítur og kveiktu í fötum sínum og oft í húsinu sjálfu. Eldspítur eru mesti barnavoði. Að skilja börn ein og eftirlitslaus eftir í húsum, eins og margar húsfreyjur gera, meðan þær skreppa í búð eða eru á myndasýningu eða eru í heimsóknum, er mjög áminning- arvert. En svo eru það sígarettu- reykingarnar, sem lang var- hugaverðastar eru af öllu. Þær hafa mjög aukist síðari árin, sem kunnugt er, meðal annars fyrir það að kvenþjóðin tók einnig upp þann sið, og tjónið hefir að sama skapi vaxið. Brun- ar af þeim völdum að sígarettur hálfreyktar eru skildar eftir hér og þar og að í stúfunum er ekki drepið þegar sígarettan er út- reykt, eru nú orðnir svo tíðir að þeir orsaka meiri húsbruna en nokkuð annað. Sem sýnishorn i af þessu má geta þess, að á síð- j ast liðnu ári, urðu 13,719 brunar! af völdum þessa í Canada og! eignatjónið sem af því hlaust, nam 2V& miljón dollara. Skeyt- ingarleysið um það hvað við sígaréttur er gert, sem lifandi er í, fer svo í vöxt, að fyrir svo sem 10 árum voru brunar af því hirðuleysi ekki yfir 3000 á ári. Kæruleysið í þessu efni hefir því vaxið um 430% og hér er orðið um númer eitt óvin þjóð- félagsins að ræða í þessu efni. Haldi slíkt áfram og fari sí- vaxandi, eins og það gerir nú, kemur brátt að því, að strangari skorður verður við þessu hirðu- leysi að reisa. Nokkur dæmi eru þess, að brunar hafi enn hlotist af því, að kveikt var upp í eldfærinu með steinolíu eða jafnvel gas- olíu. Afleiðingarnar oft af því ættu flestum að vera orðnar svo Ijósar, að ætla mætti að því væri með öllu hætt. Á straujárnum sínum skyldu konur hafa gætur. Það hefir orðið orsök nokkurra bruna, að frá þeim var gengið heitum á klæðinu á strauborðinu. Með varkárni er hægt að draga mikið úr þessu hryllilega manntjóni og mikla eignatapi af völdum bruna, ef ekki að taka fyrir það að mestu eða öllu. Þar sem illum vana er mest um þetta að kenna, ætti það og að vera hverjum skylt, að uppræta hann. ISLANDS-FRÉTTIR Þrjú þýzk skip komin hingað Hingað eru komin þrjú þýzk skip, en þýzk skip leita nú óðum hlutlausra hafna, þau sem ekki hafa komist heim. Hið fyrsta, sem kom, heitir Sardinien og er 8000 smálestir. Annað heitir Erika Hendrik Fisher og er 4000 t. Á því eru 17 Hollendingar og vilja þeir ekki vera lengur á skipinu. Tveir þerira sem fyrst- ir komust í land fengu leyfi til þess að fara héðan í vikunni sem leið á skipinu Susanne Mærsk til Canada, en það skip er danskt. Nutu þeir aðstoðar hollenska ræðismannsins hér, herra Ar- ents Classen. Hann hefir ekki enn tekið við hinum Hollending- unum. Bæði skipin eru á leið frá Hollandi til Canada. Þau eru tóm og áttu að taka þar timbur- farm. Þá er hér lítil skemtisnekkja þýzk, með 6 manna áhöfn, frá Bremen.—Vísir, 5. sept. * * * Þrjú Eimskipafélagsskip kvrsett Þrjú af skipum Eimskipafélags- ins hafa um stundarsakir verið kyrsett erlendis vegna ófriðar- ins og þeirrar hættu, sem skip- um er búin á siglingaleiðum af þessum sökum. Þessi skip eru Brúarfoss, sem er í Kaupmanna- höfn, Dettifoss, sem er í Grims- by, og Selfoss, sem er í Leith. Hin skipin þrjú eru hérlendis,' Gullfoss og Goðafoss í Reykja- vík og Lagarfoss í Fáskrúðs- firði.—Tíminn, 5. sept. Þér sem notið— TIMBUR KAUPIÐ AF THE Empire Sash & Door CO., LTD. BlrgSlr: Henry Ave. East Sími 95 551—95 552 Skrifstofa: Henry og Argyle VERÐ - GÆÐI - ÁNÆGJA RMHERST D.STIUUERS U.M.-.SD -T- This advertisement is not published or displayed by the Liquor Control Board or by the Government of Manitoba.

x

Heimskringla

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.