Heimskringla - 18.10.1939, Blaðsíða 2

Heimskringla - 18.10.1939, Blaðsíða 2
2. SíÐA HEIMSKRINCLA WINNIPEG, 18. OKT. 1939 * BLAÐASTRÆTIÐ í LONDON— þar sem miljónablöðin hafa aðsetur Átta Lundúnablöð eða blaða- samsteypur ráða mestu um skoð- un Breta á heimsmálunum. Þau brýna lesandann 6 daga vikunn- ar og ýms hin ágætu vikublöð Breta, sem áhrifamikil eru er- lendis, svo sem “Observer” Johns Garvins, hafa því ekki í fullu tré við þau heima fyrir. — Hér segir dálítið frá þessum stórveldum prentsvertunnar. ▲ Ekki hefir verið skrifað meira um nokkra götu veraldar en um blaðastrætið í London, Fleet Street. En þó veit almenn- ingur úti í frá næsta lítið um þessa götu og blöðin ensku, um fram kannske nafnið á þeim og ef til vill stjórnmálalitinn á þeim helstu. Það gæti því verið fróð- legt að fara í stutta kynnisferð til hlnna átta “þjóðlegu” blaða í London, sem koma út í 10,500,- 000 eintökum á dag. — Sem at- vinnufyrirtæki eru blöð þessi ekki neitt smáræði, því að út- gáfukostnaður hvers þessara blaða er að meðaltali 30,000 kr. á dag eða um 100 miljón krónur á ári. í hvert blað fer að meðal- tali 300 tonn af pappír á nóttu, eða um 10,000 enskar mílur af borðanum. Meðal auglýsinga- tekjur eru um 200 þúsund krón- ur á dag og fremsta síðan á “Daily Mail”, sem er hið eina af þessum blöðum, sem selur hana kostar 1500 sterlingspund í hvert skifti. ▲ Abraham Lincoln sagði einu sinni að Times væri voldugasta aflið í veröldinni, máske að und- anteknu Mississippi-fljóti. Vit- anlega eru þetta öfgar, en dæm- in eru nærtæk til þess að sanna, að blaðið hefir mikil völd, og fylgist vel með bak við tjöldin. Þegar blaðið varð fyrst allra enskra blaða til þess að segja, að hin réttasta lausn Sudetadeil- unnar væri sú, að Þjóðverjar innlimuðu Sudetahéruðin, kváðu ópin við um alla veröldina. En hvernig fór? Og þó er “The Times” alls ekki vinveitt Þjóð- verjum, og Göbbels hefir hvað eftir annað látið gera blaðið upp- tækt í Þýzkalandi og fréttiritari þess hefir verið gerður land- rækur. “Times” hefir í þau 150 ár, sem það hefir lifað, verið mál- pípa Englands út á við, og nú er' þannig ástatt um það, að það er eina blaðið í heiminum, sem trygt er að enginn einstakur maður geti náð fullum ráðum yfir. Þegar Lord Northcliffe, blaðakonungurinn frægi dó árið 1922, hafði hann haft ráðin yfir “The Times” í 14 ár og blaðið sett ofan í ýmsu tilliti. Var þá skipuð nefnd ýmsra ráðandi em- bættismanna þjóðarinnar til þess að vaka yfir hvað yrði um hlutabréfin í “Times” “og varð- veita góðar erfðahefðir blaðsins og stjórnmálalegt sjálfstæði þess’ Og nú var “Times” selt J. J. Astor majór og John Walter, sem var fimti maðurinn frá Wal- ter þeim, sem stofnaði Times, fyrir 30 miljón krónur, eftir skæðan bardaga við Rothermere lávarð, bróður Northcliffes og félaga. Árstekjurnar af blað- inu eru um 3 miljón kr. Álit Times byggist á áreiðan- legri nákvæmi og fyrirmensku. Það kemur sjaldan fyrir, að blaðið setji tvídálkaða fyrirsögn á grein. Þó brá blaðið því fyrir sig, þegar Edward VIII. sagði af sér. Blaðið hefir 150 útsenda fréttaritara erlendis eða þrisvar sinnum fleiri en hin ensku stór- blöðin að meðaltali, en þó hefir blaðið ekki enn — 22 árum eftir sovjetbyltinguna — einn einasta fréttaritara í Rússlandi. Marg- ir halda, að Times sé stærsta blaðið í Englandi. En það er öðru nær. Upplag blaðsins er ekki nema um 200 þúsund, en áhrif þess stafa af því, að flestir lesendur blaðsins eru miklir á- hrifamenn. Og hvað verðið snertir, er Times í sérflokki. öll hin stórblöðin kosta penny, en Times kostar tvo pence. Major J. J. Astor er formaður í stjórn Times; hann er forríkur maður og í ætt við Astor-mil- jónamæringana amerísku. Hann er mikill aðdáandi Neville Cham- berlains og er líkur honum í sjón. Þó að hann sé langstærsti hluthafinn í blaðinu, skiftir hann sér lítið af ritstjórn þess. Aðalritstjóri The Times hefir meira vald en jafnframt þyngri ábyrgð en nokkur annar maður í blaðamensku nútímans. Hann heitir Geoffrey Dawson og hefir setið í þessari stöðu tvisvar — samtals 25 ár. Dawson var mörg ár í Suður-Afríku og nokkru eftir að hann kom heim aftur, varð hann aðalritstjóri blaðsins, 1912. Sjö árum síðar dró hann sig í hlé vegna ósam- komulags Við Northclijffe, en 'þegar hann dó 1922 og blaðið varð einskonar þjóðareign, varð hann aðalritstjóri á ný. Dawson er nú 64 ára og er nú talinn vold- ugasti maður utan — og á bak við — stjórnina. Hann er frábær vinnuhestur og fer sjaldan af skrifstofunni fyr en um mið- nætti. A The Daily Telegraph and Morning Post, er annað dagblað Lundúnaborgar “of quality”. — Daily Telegraph var stofnað 1855 og vakti þá athygli fyrir að kosta penny í lausasölu, en þá kostuðu öll önnur dagblöð 5 pence. Eigi að síður gat blaðið haldið bestu blaðamenn sem völ var á og flutti að minsta kosti j eins gott efni og hinir dýrseldari keppinautar, enda náði blaðið afarskjótri útbreiðslu. Fyrir nokkru keypti Daily Telegraph hið gamla íhaldsmálgagn “Morn- ing Post”, sem jafnan hafði þótt virðulegt blað, en var farið að dragast aftur úr. Nú eru bæði nöfnin sameinuð á blaðinu og það er stefnufast íhaldsblað og er talið bundnara í skoðunum en nokkurt annað enskt blað. Hefir það um 700,000 kaupendur. — Eigandinn er Willjam Ewart Berry, sem nú er orðinn lávarð- ur undir nafninu Camrose. — Bróðir hans, Kemsley lávarður, og hann ráku þangað til í fyrra í sanieiningu stærsta blaðaút- gáfufyrirtæki heimsins, en skiftu því á milli sín og nú á Camrose lávarður “Daily Tele- graph” og “Financial Times” og samsteypu, sem gefur út yfir 100 blöð og tímarit. Báðir þessir bræður byrjuðu með tvær hend- ur tómar og þóttu gera “Fleet Street-kraftaverk”, er þeir juku upplag “Daily Telbgriaph7 úr 80,000 upp í 660,000 eintök á 11 árum. Arthur E. Watson heitir aðalritstjóri blaðsins; hann kom að blaðinu 22 ára gamall, sem yngsti maður í ritstjórninni og er nú kominn upp í efsta þrepið. Kemsley lávarður, bróðir Cam- rose, fékk í sinn hlut fjölda af blöðum utan Lundúnaborgar, er þeir bræður slitu samvinnu og að auki “Daily Sketch”, “Sunday Times”, “Sunday Chronicle”, “Sunday Graphic” og “Empire News”. Skömmu eftir skilnað- inn keypti hann í einu prentá- höld fyrir 20 miljón krónur handa blöðum sínum úti á landi, og kvað það vera stærsta pöntun í sinni grein, sem gerð hefir ver- ið í veröldinni. A Daily Sketch er um þessar mundir að hafa sig upp úr móki. Á átta árum, er öll önnur blöð juku upplag sitt, lækkaði upplag blaðsins úr miljón niður í 850,- 000. Eigendurnir iþótti^st of góðir til að reka amerikanska gífurtíðindablaðamensku eins og versti keppinautur blaðsins — Daily Mirror — hafði gert og aukið upplagi sitt á. Nú er ver- ið að gera “Daily Sketch” að fjölskyldublaði með rólegu efni og miklu af myndum. Ef kon- ungsfjölskyldan er t. d. stödd einhversstaðar við opinbert tæki færi, þá er óhætt að veðja hverju sem er um það, að það kemur mynd af atburðinum í . “Daily Sketch” daginn eftir. í stjórnmálum styður blaðið ein- dregið stjórnina, en leggur sem sagt aðaláhersluna á myndir. — Aðalritstjórinn er A. F. W. Sin- clair, hann er 38 ára og byrjaði æfibrautina sem sendill, en hefir verið starfsmaður við 15 blöð. Við “Daily Sketch” hefir hann starfað í tvö ár. A Daily Mirror, er eins og áður var sagt, versti keppinautur Daily Sketch og hefir 1,600 þús- und kaupendur og gaf í fyrra 336,584 sterlingspund í arð. — Blaðið var stofnað af Northcliffe lávarði 1903 og Rothermere lá- varði bróður hans, og átti að verða “dagblað fyrir konur, eft- ir konur”. Sú tilraun var dauða- dæmd í fæðingunni og innan tveggja mánaða höfðu bræðurn- ir tapað tveim miljónum króna á fyrirtækinu. Eigi að síður bættu þeir við fjórum miljónum, lækk- uðu lausasöluverð ofan í hálfan penny, breyttu nafninu í “Dailv Illustrated Mirror” og gerðu þá breytingu á efninu, sem heitið iofaði —og nú var grundvöllur- inn lagður að því gengi, sem blaðið hefir haft síðan. Aðalrit- sjtóri blaðsins, Cecil E. W. Thomas er rafmagnsverkfræð- ingur og lítur út eins og bóndi í sparifötunum. Hann hefir gegnt þessu starfi í 4 ár og sagði ný- lega í viðtali, að Lundúnablöðin væru að hans hyggju mikils til of kurteis. —“Þau eru svo prúð og vel upp alin, að sum þeirra vilja heldur þegja yfir fréttun- um en segja lesendum sannleik- ann”. Formaður í stjórn “Daiiy Mirrors” heitir John Cowley, hefir fengið stærri ágjafir en flestir menn í Fleet Street. Fyrir stríðið og á styrjaldarárunum stofnaði hann hvert blaðið eftir annað, og meðal fréttaritara hans var Edgar Wallace, sem skrifaði um veðreiðar. öll þessi blöð drápust úr peningaleysi eft- ir skamma æfi. A New Chronicle er hið fimta af átta stórblöðum í London. Upp- lag þess er 1.4 miljón eintök, en blað þetta hefir engan stjórn- málaflokk að halla sér að. Hins- vegar hefir það að sama skapi meira áhrifafrelsi, en í aðalat- riðum er það frjálslynt blað. Það hefir oft skift um eigendur og einn af þeim var Lloyd George, sem seldi eign sína í blaðinu 1926 fyrir 60 miljón krónur. Það er Lloyds Bank sem eiginlega á blaðið nú. Aðal- ritstjóri þess er Gerald Barry, 39 ára gamall, og kom að blaðinu 1935, eftir að hafa starfað margt við blöð, en ritstjóri þess varð hann 1936. — Blað þetta er sam- steypa úr blöðunum “Daily Chronicle og “Daily News” sem voru sameinuð 1930. Formaður eigendastjórnarinn- ar í News Chronicle er hinn kunni fjármálasérfræðingur Sir Walter Layton, sem gegnt hefir fleiri opinberum trúnaðarstörf- um en nokkur annar af leiðandi mönnum í Fleet Street. Hann er ákafur fylgismaður frjáls- lynda flokksins og hefir hvað eftir annað fallið við þingkosn- ingar fyrir hann. A Nú víkur sögunni til Harms- worth-bræðra (Northcliffes og Rothermeres) og hins fræga Sparaðu við sjálfan þig —EKKI ÞAU! Sýndu ad ÞÚ LÁTIR ÞIG ÞAÐ SKIFTA nmr CHEST blaðs þeirra, “Daily Mail’,, sem Salisbury lávarður kallaði á sín- um tíma “blað fyrir blaðastráka og eftir blaðastráka”. Eigi að síður var viðgangur þess blaðs stórkostlegur undir eins frá fyrstu stundu og varð það stærsta blað heimsins svo að segja í einni svipan. Þeir bræð- ur komu t. d. á hjá sér frétta- þjónustu, sem fór fram úr öllu ér þá þektist, og á Búastríðsár- unum gat blaðið flutt fréttir frá stríðinu lesandanum á götunni áður en embættismennirnir í hermálaráðuneytinu fengu þær. Síðustu árin hefir “Daily Mail” fengið orð fyrir að vera dálítið fasistiskt á litinn. Af “patriot- iskum” ástæðum studdi það svartkuflunga Sir Oswalds Mos- leys um nokkurt skeið og var eina enska blaðið sem mælti Mussolini bót er hann lagði und- ir sig Bláland. Blaðið hefir einnig verið vinsamlegt í garð Þjóðverja og hinn frægi utan- ríkismálaritari blaðsins, Ward Price, er vinur og Málpípa Hit- lers og Mussolinis. En þessi stefna blaðsins hefir haft áhrif á hag þess. — “Daily Express” hefir aukið upplag sitt um eina miljótn síðustu átta árin, en “Daily Mail” hefir mist 300,000 kaupendur. Rothermere lávarður var mjög afskiftasamur um stefnu blaðs- ins um langt skeið, en síðustu árin hefir hann dregið sig nokk- uð í hlé, en sonur hans, Esmond Harmsworth tekið við, og er hann nú formaður útgáfufyrir- tækisins. i Esmond er aðeins fertugur, en eigi að síður komst hann á þing sem íhaldsmaður árið 1922 og sat þar tíu ár, en dró sig þá í hlé frá stjórnmálum. A. L. Cranfield, aðalritstjóri “Daily Mail” hefði getað orðið frægur málaflutningsmaður, en kaus heldur að feta þyrnibraut blaðamenskunnar. Hann vann fyrst við ýms blöð utan Lundúna þangað til hann kom að “Star”, sem er kvöldblað “News Chron- icle” og var þar í nokkur ár. Þaðan fór hann að kvöldblaði Rothermeres láivarðar, “Even- ing News” 0g þótti duga svo vel þar, að hann varð annar aðal- ritstjóri “Daily Mail” 1930, en 1935 varð hann hæstráðandi blaðsins, 43 ára gamall. A Stærsta blað Englands og allr- ar vereldar í dag er “Daily Ex- press”. Þegar William Max- well Aitken, sem nú heitir Beav- slotaði styrjöldinni. Auk “Daily Express” hefir Beaverbrook tek- ist að auka stórum útbreiðslu tveggja annara blaða sinna, — “Sunday Express” og “Evening Standard”. í stjórnmálum styður Beaver- brook lávarður þjóðstjórnina, en leggur sérstaklega áherslu á ein- angrunarstefnu Englands — splendid isolation — og að styrkja enska heimsveldið. Það líður varla nokkur dagur svo, að forustugrein í Daily Express ljúki ekki með innilegri áskorun til stjórnarinnar .um, að draga sig út úr evrópisku flækjunni og einbeita sér að “our own busin- ess.” Aðalritstjóri blaðsins er Ar- thur Christensen og var afi hans danskur. Christensen varð hægri hönd Beaverbrooks er hann var 29 ára. Nú er hann 34 ára og er yngsti og hæstlaun- aði aðalritstjórinn í Fleet Street. Hann vinnur 15 tíma á sólar- hring og keppinautar hans lifa í sífeldum kvíða um hverju hann taki nú upp á næst, til þess að þoka blaðinu nær þremur milj- ónunum. Það sem lyfti honum meira en nokkuð annað var hve viðbragðsfljótur hann var þeg- ar enska loftfarið R101 hrapaði og brann í Norður-Frakklandi. “Cris”, sem hann er venjulega kallaður, náði sér þá í bifreið um nóttina og ók á ritstjórnina á náttfötunum og lét fyrstu síðu blaðsins bíða þangað til hann hafði fengið ítarlegar fréttir af slysinu — og sneri á öll hin blöðin. “Daily Express” er ekki aðeins prentað í London heldur kemur stafrétt útgáfa af blað- inu líka út í Manchester og Glas- gow. A Síðasta stórblaðið er verka- mannablaðið Daily Herald, sem — þó margt æfintýralegt megi um hin blöðin segja — á æfin- týralegustu þroskasöguna í blaðamensku veraldarinnar. — Blaðið var stofnað 1912 með 4000 króna starfsfé, en tókst eigi síður að hjara. En blaðið var sífelt á heljarþröminni og einu sinni varð þáverandi rit- stjóri þess, George Landsbury, að fara út á laugardagskvöldi til þess að útvega blaðinu nýtt húsnæði svo að það gæti komið út næsta mánudag. — Blaðinu tókst að ná í 250,000 kaupendur, en það var mikils til of lítjð til þess, að það gæti náð í lífvæn- legt auglýsingamagn. erbrook lávarður og er 59 ára gamall, keypti blað þetta árið 1918, hafði gengið á ýmsu fyrir því og það hafði um 350,000 kaupendur. í dag er upplagið 2.5 miljón og eigi alls fyrir löngu tilkynti Beaverbrook að hann hefði sett sér það mark, að koma upplaginu í 3 miljónir. Og þeg- ar á það er litið, hve vel honum hefir orðið ágengt hingað til, er sízt fyrir að synja, að þetta geti tekist. En það kostar ærið fé, að reka auglýsingastarfsemi fyrir stóraukinni kaupendatölu, og þrátt fyrir hið gífurlega upp- lag blaðsins, sem er 400,000 ein- tökum meira en þess blaðs sem næst gengur (Daily Herald), gefur “Daily Express” ekki nema 3% í arð. Beaverbrook lávarður á 75% af hlutafénu. Stærsti viðburðurinn í sögu blaðssins var hin fræga upplags- styrjöld, sem kostaði blöðin í Fleet Street margar miljónir sterlingspunda árið 1931. Stór- blöðin neyttu allra hugsanlegra bragða til þess að koma upplagi sínu upp í tvær miljónir eintaka og sóuðu svo miklu fé í þetta, að við lá að þau springi á því fjár- hagslega. Lauk fyrstu atrenn- unni svo, að þau sömdu vopnahlé með sér. Árið 1933 hófst styrj- öldin á nýjan leik og yfir miljón króna fór í “herkostnað” á hverri viku. Loksins þegar “Daily Express” vann — flest- um á óvart — og gat sannað, að það hefði selt 2,034,000 eintök Árið 1929 keypti útgáfufélag- ið Odhams meirihlutann af hlutabréfunum í blaðinu. For- stjóri Odhams var þá J. E. Elias, sem nú heitir Southwood lávarð- ur, og vildi hann óður og upp- vægur verða keppinautur stór- blaðanna í Fleet Street. Hið nýja “Daily Herald” kom á markaðinn 1930 og tæpum hálf- um mámiði síðar, hafði kaup- endafjöldinn hækkað úr 250 þús. upp í rúma miljón! f árslok 1932 kom blaðið út í 1.5 miljón eintökum og hálfu ári síðar komst blaðið upp í tvær miljónir, en hefir síðan staðið nokkurveg- inn í stað. Southwood lávarður varð blaðastrákur tíu ára gamall, lauk skólavist sinni þremur árum síð- ar og fékk svo atvinnu í prent- smiðju Odhams sem þá var smá- hola. “The Little Man”, sem hinar 15,000 manns, sem starfa í brauði hans, kalla hann, er nú allsráðandi í forlaginu Odham Press og getur stært sig af að hafa komið meira en einu blaði upp úr skítnum, og upp í stór- kostleg upplög. Hann er hálf- sjötugur, én stendur samt sjald- an upp frá skrifborðinu sínu fyr en um miðnætti. Aðalritstjóri “Daily Herald” er “rödd verkamannaflokksins” Francis Williams, sem Beaver- brook lávarður “uppgötvaði” á sínum tíma. Hann gerði alla forviða er hann skrifaði grein sína árið 1931, þar sem hann

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.