Heimskringla - 18.10.1939, Blaðsíða 7

Heimskringla - 18.10.1939, Blaðsíða 7
WINNIPEG, 18. OKT. 1939 HEIMSKRINGLA 7. SÍÐA ANNAÐ LÍF í ÞESSU LIFI Eftir Stgr. Matthíasson Framh. Eg.bý við sjóinn og það er in- dælt. út að flæðarmáli ekki lengra en svo, að eg gæti kastað steini í æðarkollurnar, sem vappa þar (hvað eg þó ekki geri). Útsýnið úr gluggum mínum, (sem horfa í suðaustur) er svo dýrðlegt, að eg má til að reyna að lýsa því skáldlega (sbr. vísu Símonar: “Sonur Hjálmar ef eg er, sem allan tálma greiðir” o. s. frv.) Það er málverk, fegurra og verðmætara en nokkur menskur málari hefir gert; og eg hefi fengið það gefins. — Það er, sem sé, lifandi mynd, lifandi málverk, af guði almáttugum &ert, ef eg undantek neðsta part- inn og fleira smávegis eins og nú skal sagt. Neðst er gatan hlaðin úr grjóti gráu. Svo er mölborinn gang- stígur, móbrúnn á lit, fyrir gang- andi og hjólandi. Þar næst er iðagrænn grasblettur 30 faðma breiður. Þá tekur hafið við, þ. e- Eystrasalt, dimmblátt eins og Miðjarðarhafið, þegar veður er gott. Það nær út að sjóndeild- arhring, og er til að sjá þrefalt beiðara á myndinni en grasborð- inn. Loks tekur við ljósblár bimininn, upp úr öllu valdi. Þetta er nú aðeins uppistaðan en ívafið er þetta: Á götunni vagnaumferð, bílar og hestvagnar, en á gangstétt- inni hjólandi og gangandi fólkið, og gleður þá augað einkum að sjá laglegar, léttklæddar, silki- sokkaðar, ungar stúlkur, sem á hverfandi hveli líða fram hjá. En meðfram gangstígnum standa linditré í röð, með fárra faðma millibili, prýðilega bein- vaxin, með breiðri laufkrónu en svo hátt uppi að hún skyggir ekki á útsýnið. Á græna balanum eru börn að leika sér, og hér og þar hoppa og fljúga krummar, sem mikið er af, en þeir eru ýmist alsvartir eða grásvartir, minni en okkar heima og krunka viðvaningslega milli þess sem þeir tína orma og korn úr grasinu. Á grasblettinum eru á víð og dreif lágvaxin birkitré og víði- runnar. Þar sitja krummarnir, annað slagið og spjalla saman. Svo er dimmbláa hafði, stór- blessað, með allri sinni til- breytni, með rjómalogni, eða bárum, og brimi, sem aldrei verður þó ægilegt en ætíð til prýði. Við flæðarmálið sitja eða fljúga máfar og skeglur og æðarkollur og ýmsar endur, og Þórshana sé eg stundum, en þeir eru gráskjóttir og náfrændur óðinshananna hjá okkur. Skipin sigla út og inn, ofur- litlar duggur eða mótorbátar eða stór seglskip og eimskip. Og lengra burtu fara fram hjá vöru- byrðingar og farþegaskip á leið milli Þýzkalands og Svíþjóðar eða annara Eystrasaltlanda. Og INNKOLLUNARMENN HEIMSKRINGLU í CANADA: Amaranth..............................J. B. Halldórsson Antler, Sask.........................K. J. Abrahamson Árnes...............................Sumarliði J. Kárdal Árborg................................ G. 0. Einarsson Baldur...........................................Sigtr. Sigvaldason Beckville...............................Björn Þórðarson Belmorit...................................G. J. Oleson Bredenbury.............................H. O. Loptsson Brown...............................Thorst. J. Gíslason Churchbridge.........................H. A. Hinriksson Cypress River............................Páll Anderson Oafoe...................................S. S. Anderson Ebor Station, Man...................K. J. Abrahamson Elfros..............................J. H. Goodmundson Eriksdale..............................ólafur Hallsson Pishing Lake, Sask.....................Rósm. Árnason Poam Lake..............................H. G. Sigurðsson Gimli.................................. K. Kjernested Geysir.............................................\Tím. Böðvarsson Glenboro..................................G. J. Oleson Hayland................................Slg. B. Helgason Hecla.................................Jóhann K. Johnson Hnausa.................................Gestur S. Vídal Húsavík................................John Kernested Innisfail............................ófeigur Sigurðsson Kandahar................................S. S. Anderson Keewatin................................Sigm. Björnsson Langruth...................................B. Eyjólfsson Leslie.............................................Th. Guðmundsson Lundar.....................,....Sig. Jónsson, D. J. Lfndal Markerville......................... Ófeigur Sigurðsson Mozart...................................S. S. Anderson Oak Point..............................Mrs. L. S. Taylor Gtto......................................Björn Hördal Piney...................................S. S. Anderson Red Deer.........................................Ófeigur Sigurðsson Reykjavík.................................Árni Pálsson Riverton...........................................Björn Hjörleifsson Selkirk........................... Magnús Hjörleifsson Sinclair, Man.......................K. J. Abrahamson Steep Rock.................................Fred Snædal Stony Hill................................Björn Hördal Tantallon..............................Guðm. Ólafsson Thornhill............................Thorst. J. Gíslason Víðir..................................>Aug. Einarsson Vancouver............................Mrs. Anna Harvey Winnipegosis....................Finnbogi Hj álmarsson Winnipeg Beach.........................John Kernested Wynyard................................S. S. Anderson I BANDARÍKJUNUM: Akra...................................Jón K. Einarsson Bantry..................................E. J. Breiðfjörð Bellingham, Wash..................Mrs. John W. Johnson Blaine, Wash...................Séra Halldór E. Johnson Cavalier.............................Jón K. Einarsson Crystal..............................Th. Thorfinnsson Edinburg.............................Th. Thorfinnsson Garðar................................Th. Thorfinnsson Grafton..............................Mrs. E. Eastman Hallson................................Jón K. Einarsson Hensel..................................J. K. Einarsson Ivanhoe............................ Miss C. V. Dalmann Los Angeles, Calif....Thorg. Ásmundsson, 4415 Esmeralda St. Milton.....................................S. Goodman Minneota........................... Miss C. V. Dalmann Mountain.............................Th. Thorfinnsson National City, Calif......John S. Laxdal, 736 E 24th St Point Roberts........................Ingvar Goodman Seattle, Wash.........J. J. Middal, 6723—21st Ave. N. W. Svold.................................Jón K. Einarsson Upham..................................E. J. BreiðfjörO The Viking Press Lmúted Winnipeg, Manitoba flugvélar fara daglega framhjá, ýmist lágt eða hátt í lofti. Himininn hefir nú um langa hríð verið ljósblár og heiður, en vitanlega getur hann skipt litum og orðið allavega flekkóttur af gráum skýjum, en stundum geta þau orðið biksvört, þegar ganga þrumur og eldingar og drottinn reiðist. Eg yrði nú aldrei búinn, ef eg ætti að lýsa því, hvernig sól og máni og stjörnudýrðin á kvöldin kóróna dýrðina með litum og birtubrigðum, og verður góðfús lesari að geta sér í eyðurnar, og ekki þarf hann þá að furða sig á, þó eg oft standi við gluggann og stari á þetta mikla málverk og “drottins verkin ríku” — stór- hrifinn og glaður í hjaila, ekki sízt, þegar sumar fríðu stúlkurnar fara fram hjá og fjörga myndina með því að brosa til mín, (en sumar þeirra hafa hjálpað drottni með því að mála sjálfar dálítið varir sínar og vanga). ▲ Eg óskaði mér þess, meðan eg var en óráðinn í, hvar eg mundi setjast að í Danmörku, að það yrði út við sjó, með frjálsu út- sýni út á sjóinn og til beggja handa. Þessi ósk uppfyltist, að því viðbættu, að hér reyndist mér sjórinn fagurdimmblárri en nokkursstaðar annar í Dan- mörku. Einnig fylgdi það í kaupunum, að hér var brimið svo snoturt og aldrei ofsagengið, svo röskum manni er að sumri til unun að því að vaða gegnum það og láta það leika við sig. Hérna fram- udan brýtur það ekki við sjálfa ströndina, heldur við mar- bakkann, þar sem grunnsævis- pallurinn rís upp frá djúpinu, svo sem 20 faðma frá flæðarmál- inu. Þar innan við er ætíð lyngt, og þar halda sjófuglar til; og við fjöru er þetta svæði nærri þurt, og fá þá fuglarnir nóg að borða af sjávardýrum og fjörugróðri líkt og á Leirunum á Akureyri (“sett er borð, en sægur fugla, syngur hátt, að veitt sé nóg”, eins og faðir minn orðaði það). á Á austanstormi er brimið hið prýðilegasta, sem orðið getur, og ætíð þykir mér brimhljóðið notalegt. Það rifjar upp fyrir mér vísu Snæbjarnar: “Hratt kveða hræra grótta, hergrimm- astar skerja”, o. s. frv. (Og allar fornvísur minna mig á föður minn, því hann hafði þær svo oft yfir og kendi mér margar). — Sjónarspilið er venjulega þann- ig, að fjórar, fimm, sex öldur, langar, langar, koma aðvífandi og reisa kambinn alt að því mannháan og brotna síðan, nærrí samtaka, hvítfyssandi, og verða allar eitt í sömu andránni, og hjaðna og deyja. “Bára blá” — indæla lagið okkar — ómar í eyrum mér, alla tíð frá því við Hafnarstúdentar forðum sungum það við góðan orðstír undir ágætri stjórn Sig- fúsar Einarssonar (blessuð sé hans minning!) Framh. HÁTÍÐAHÖLD undir umsjón miðskólans á Mountani, (The Mauntain High School) í tilefni af 20 ára afmæli miðskólans þar, og 58 ára afmæli alþiýðuskólans. í haust eru 58 ár liðan síðan séra N. S. Thor- láksson stofnaði alþýðuskóla hér og var sjálfur fyrsti kennarinn. Og í haust eru 20 ár liðin síðan miðskóli var hér stofnaður. Hátíðahöldin byrja á föstu- daginn 20. október kl. 8 e. h. Fyrst verður “bonfire” úti á vellinum norður af samkomu- húsi bæjarins, síðan danstökur í samkomuhúsinu. Meðan á dansleiknum stendur verður drotning hátíðahaldsins (“The Homecoming Queen”') krýnd; fer sú athöfn fram kl. 10.30, þar í samkomuhúsinu. Þær sem keppa um drotningar-hlutverkið eru: Ingibjörg ÓJafson, fyrir hönd fjórðu deildar í miðskólan- um, Emily Kristjánsson fyrir hönd annarar deildar, og Hilda Holm fyrir hönd fyrstu deildar. Veitingar verða seldar á staðn- um að kveldinu. Laugardaginn 21. okt. kl. 2 e. h. verður skrúðför með ýmsum táknsýningum (floats) sem fara um allan bæinn. Þar á eftir verður samsæti í samkomusaln- um, þar sem reynt verður að sýna þroska skólasitartfsljns á liðnum áratugum; og þar sem ýms listræn verk nemenda verða þá einnig til sölu í kjallarasaln- um. Aðgangur ekki seldur að samkomunni. Sunnudaginn 22. okt. verður guðsþjónusta í kirkju Víkur- safnaðar kl. 11 f. h. Fer guðs- þjónustan fram á ensku. Söng- urinn verður undir umsjón skólafólksins, en séra H. Sigmar prédikar. Við þessa messu mæta meðal annara sem flestir er hafa útskrifaþt úr miðskólanum á! Mountain. Eftir messuna (kl. 12.30) verður máltíð framborin í kjall- arasal samkomuhússins. Máltíð- in kostar 45c fyrir hvem ein- stakling. Þeir, sem óska eftir að vera þar viðstaddir eru vinsam- - NAFNSPJÖLD - Dr. M. B. Halldorson 401 Boyd Bldg. SÍrlístofusíml: 23 674 Stundar sérstaklega lungnasjúk- dóma. Er að flnnl á skrifstofu kl. 10—12 f. h. og 2—6 e. h. Helmill: 46 Alloway Ave. Talsími: 33 15S Thorvaldson & Eggertson Lögfræðingar 705 Confederation Life Bldg. Talsími 97 024 Offici Phoni Rks. Phoki 87 293 72 409 Dr. L. A. Sigurdson 109 MEDICAL ART8 BUILDINQ Orrici Hotms: 12 - 1 4 P.M. - 6 P.M. »ND BY APPOINTMENT M. HJALTASON, M.D. ALMENNAR LÆKNINOAR Sérgrein: Taugasjúkdómar Lætur útl meðöl í viðlögum Viðtalstímar kl. 2 4 *. h, 7—8 að kveldinu Síml 80 867 666 Vietor St. Dr. S. J. Johannesion 806 BROADWAY Talaimi 30 877 Viötalstlmi kl. 8—5 e. h. A. S. BARDAL selur likkistur og annast um útfar- lr. Allur útbúnaður sá besti. — Ennfremur eelur hann minnisvarða og legstelna. 843 8HERBROOKE 8T. Phone: S8 607 WINNIPEO J. J. Swanson & Co. Ltd. REALTORS Rental, Inturance and Financial Agente Sími: 26 821 308 AVENUE BLDG,—Winnipeg THL WATCH SHOP Thorlakson Baldwin • Diamonds and Weddlng Rlngfl Agents for Bulova Watchea Marriage Licenses Issued 699 Sargent Ave. Jacob F. Bjarnason —TRAN SFER— Baggage and Furniture Moving 591 SHERBURN ST. Phone 35 909 Annast allskonar flutnlnga fram og aftur um bœinn. Rovatzos Floral Shop *0fl Notre Dame Ave. Phone 94 054 Freah Cut Flowers Daily Plants ln Season We specialize in Wedding & Concert Bouquets & Fimeral Designa lcelandlc spoken • DR. A. V. JOHNSON > DENTIST 506 Somerset Bldg. Office 88124 Res. 36 888 MARGARET DALMAN TEACHER OF PIANO SS4 BANNINO ST. Phone: 26 420 lega beðnir að útvega sér að- göngumiða að máltíðinni sem allra fyrst hjá Guðbjörgu Einar- son, Mountain, N. D. Er mjög æskilegt að allir væru búnir að útvega sér aðgöngumiða fyrir 17. okt., svo að nefndin geti vit- að við hvað mörgum hún á að 410 Medical Arts Bldg. Dr. K. J. AUSTMANN Stundar eingöngu Augna, eyma, nefs og kverka sjúkdóma 10 tU 12 f.h.—3 til 5 e.h. Skrifstofusími 80 887 Heimasími 48 551 Maintain The Home Front This year our Community Chest prepares to make their annual ap- peal for funds under trying condi- tions, in darkling skies and facing the grim spectre of the Second World War. The public mind is intensely preoccupied with events overseas, our homes and business- es are all affectd by the sudden change from a peace to a war footing, and uncertainty is abroad. These are things which must make it more difficult to bring the needs of the twenty-six institutions sup- ported by our Community Chest into proper proportions It is all the more urgently neces- sary, therefore, that we should not lose sight of the magnificent work in the relief of suffering perform- ed by our institutions right here at home. The helpless, aged and young children, the blind and the sick, are no iess dependent upon us than in times of peace and it is a duty that no citizen should shirk to see that their needs shall come first. — The Community Chest was, in its origin, and con- tinues to be, a collective pledge from the citizens of Greater Win- nipeg to them that they shall not be forgotten. We must keep our pledge. The campaign objective, by which is meant the minimum amount with which these twenty- six agencies of mercy can carry on for the coming year, is announced as $366,000. In arriving at this figure, which is the same as last year, we are told that every in- stitutional budget has been cut to the bone and with the certainty of increased operating costs and greater demands on their services, it must indeed be so. Towards this objective the Win- nipeg Foundation has already an- nounced that it will contribute $28,000, as it did last year in the form of direct grants to certain of the agencies. The Provincial Government and the City of Win- nipeg, will in all probability make the same contributory grants as they did a year ago, totalling $33,000 to the General Hospital. This leaves $305,000 to be raised by public subscription during the coming drive. Last year 42,000 contributors brought the public subscriptions to $292,000. This year the call is for $305,000 ($13,000 more) from 50,000 generous giv- ers. On Monday, October 23rd, the first day of the campaign, fifteen hundred voluntary workers, sacri- ficing time and energy, will take up the task of collecting Winni- peg’s generous offerings to the Chest. We bid them be of good Cheer in the confidence that the reception and response to their calls will more than realize the amount asked for. búast. Rúmið leyfir ekki að selja meira en 150 aðgöngumiða, ! þessvegna líka þörf að útvega þá í tæka tíð. Eftir máltíð þessa á sunnu- 1 daginn verður opinber samkoma í efri sal riamkomuhúsins, byrjar hún kl. 2.30 e. h. Aðgangur að þeirri samkomu ekki seldur. All- ir velkomnir. Frjáls samskot. Ýmsir sem hafa sérstaklega komið við sögu skólans á Moun- tain munu taka til máls á þess- ari samkomu. Dr. R. Beck mun .flytja þar erindi um mentamál. Ýmislegt mun þar fram fara til skemtunar og fróðleiks. Veit- ingar verða þá líka til sölu á staðnum. Fólk minnist þess að við þessi hátíðahöld sem standa frá föstu- dagskveldi, 20. okt. til sunnu- dagskv. 22. okt., eru allir boðn- ir og velkomnir á samkomurnar. Aðal tilgangur hátíðahaldanna er að leggja sterkasta áherzlu á gagnsemi og nauðsyn miðskól- anna jafnvel í hinum mannfáu bæjum og skólahéruðum. Sérstaklega er skólanum og forstöðunefndinni það mikið á- hugamál að viðstaddir geti verið sem allra flestir: (1) úr hópi þeirra sem hafa nokkurn tíma sótt miðskólann á Mountain, síð- an hann var stofnaður; (2) úr hópi þeirra, sem hafa verið kenn- arar í miðskólanum síðan hann var stofnaður; (3) úr hópi þeirra, sem hafa verið í embætt- um fyrir skólahéraðið hér síð- ustu tuttugu ár; (4) úr hópi þeirra sem voru nemendur á al- þýðuskólanum hér fyrsta árið (fyrir 58 árum). Gleymið ekki stað og stund. Hjálpið til að gera hátíðahöldin sem hátíðlegust. fslendingar! Þér sem eruð bókamenn og bókavinir! Munið eftir því, að þér aukið þægindi yðar, og prýðið alt í kring um yður, með því, að láta binda og gylla bækur yðar. Þá þurfið þér ekki annað, en að renna augunum yfir kjöl- inn á bókunum, til þess að finna bókina, sem þér þurfið á að halda. Sendið því bækur yðar, sem fyrst, í band eða viðgerð, til Davíðs Björnssonar að “Heimskringlu”. — Stafirnir þryktir í gull eða silfur á kjöl- inn, eftir því sem óskað er. — Miklu efni úr að velja í mörgum Itum. Verkið vel af hendi leyst. * * * Bréf Stephans G. Stephanssonar, fyrsta bindi, er nú komið vest- ur. Er bókin til sölu hjá Mag- núsi Peterssyni bóksala, 313 Horace St., Norwood, Man., og hjá dr. R. Péturssyni á skrif- stofu Heimskringlu. Verðið er $1.75. Ágætari og verðmætari bók er ekki hægt að hugsa sér, en þessa. Skrifið sem fyrst eft- ir henni. KAUPIÐ HEIMSKRINGLU LESIÐ HEIMSKRINGLU BORGIÐ HEIMSKRINGLU

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.