Heimskringla


Heimskringla - 01.11.1939, Qupperneq 1

Heimskringla - 01.11.1939, Qupperneq 1
LIV. ÁRGANGUR WINNIPEG, MIÐVIKUDAGINN, 1. NÓV. 1939 NÚMER 5. HELZTU FRETTIR Quebec-kosningarnar Fyrir rúmum mánuði vaknaði Maurice Duplessis, forsætisráð- herra Quebec-fylkis einn morg- uninn með þá hugmynd í höfð- ^nu, að nú væri tími fyrir sig að efna til fylkiskosninga. Og svo tilkynti hann að kosn- ingar færu fram 25. okt. Hvernig á því stóð að nú var tíminn kominn til þessara kosn- inga áttuðu menn sig ekki á í fyrstu. Union Nationale stjórn- in, var kosin 1936 og gat því set- ið ein tvö ár lengur í ró og næði. Hún hafði yfirfljótanlegan nieirihluta þingatkvæða, eða 76 (árið 1936), en andstæðingar hennar sem aðallega voru liber- alar aðeins 14. Union Nationale stjórnin samanstóð af íhalds- mönnum og liberölum, sem yfir- gefið höfðu þáverandi liberal- stjórn, Taschereau stjórnina, Vegna óreiðu. Duplessis var í- haldssinni. En þegar út í kosningarnar Var komið, hélt Duplessis og Hokkur hans fram, að lög sem í stjórnarráðinu í Ottawa hefðu Verið löggilt, riðu bág við vald Quebecfylkis eftir stjórnar- skránni og hvað kjósendur fylk- föins hefðu þar um að segja, V0eri bezt að kosningarnar skæru úr. Sambandsstjórnin skoðaði sér skorað á hólm með þessu og und- lr forustu Mr. Lapointe, dóms- ^alaráðherra sambandsstjórnar ^yrjaði einn hinn harðvítugasti kosningabardagi í fylkinu sem sögur fara af. Allir frönsku J'aðherrarnir í Sambandsstjórn- lani, óðu fram í kosningunum. Héldu þeir fram, að Duplessis ^ær á mót herráðstöfun sam- andsstjórnar og skoraði á landa sina í Quebec, að láta ekki spyrj- a?t, að þeir væru á móti því að ^auada veitti Bretlandi og andaþjóðum þess að málum. — Qaebec sinti ekkert herskyldu í S'ðasta stríði. En með hermálin ®fst á blaði, að því er kjósendur éídu, unnu liberalar stórkost- egan sigur í fylkinu. Fyrir lokki þeirra var Hon. Adelard odbout. Fylgismenn hans urðu T 1 þessum kosningum, en niop Nationale aðeins 16. Tap aplessis-flokksins er því afar aiikið. Hrslitin í Quebec-ifyllki jeru Pökkuð Mr. Lapointe aðallega. Mr. King forsætisráðherra anada, fagnaði útkomunni ^tur á hana sem sigur fyrir stefnu sína í hermálunum. ^r- Godbout lítur á úrsltin sem velþóknun á liberalstjórn í fylkinu. Liberal blöð á Englandi og 'rakklandi flytja mynd af Mr. lng brosandi með greinum sín- j111! um úrslitin í Quebec og telja au sigur fyrir bandaþjóðirnar 1 stríðinu. Mr. Duplessis er orðlaus, segir e kert. En einn af fylgismönn- Uln hans sagði: “Við buðum y kur frelsi, en þið kusué helsi.” rslitin sýna þó, að fjöldinn e5lr ekki litið þeim augum á Pialin. ^*na Sæmundsson sæmd Hunnar Björnsson í Minne- ls hefir sent Hkr. blað frá i ?s -^ngeles í Californíu, sem rr®tt flytur að ungfrú Nína v^ndsson myndhöggvari hafi Uð sæmd riddarakrossi af Va°ri? ^s^an(ts- Heiðursmerkið r henni afhent í Los Angeles, þar sem hún á heim, á Leifs Eiríkssonar-deginum, en hann er lög-ákveðinn 8. október í Banda- ríkjunum. Greinin í Los Ang- eles blaðinu er skrifuð fyrir þann dag, en segir frá því, að þetta hafi verið í vændum og að danskur kvennaklúbbur (Dan- ish-American Women’s Club) hafi haldið ungfrú Sæmundsson veglegt og fjölment samsæti urn sama leyti í tilefni af þessum heiðri. Síðan listakonan kom vestur um haf, hefir hún ekki haldið kyrru fyrir. Er nokkuð af verk- um hennar til sýnis bæði á sýn- ingunni í New York og San Francisco. En eitt af hennar nýrri verkum er stytta af Leifi Eiríkssyni, er sett var upp á “Leif Erikson Square” í Los Angeles í október á síðast liðnu ári. fsland hefir keypt þrjár eða fjórar af höggmyndum listakon- unnar. Dr. Beck heiðraður A. J. Johnson, vara-konsúll Norðmanna í Fargo í Norður Dakota, tilkynti 23. október að dr. Richard Beck hefði verið sæmdur af Hákoni Noregkon- ungi með því að vera veitt St. ólafs orðan, sem er eitt mesta heiðursmerkið, sem Norðmenn hafa að bjóða. Dr. Beck hefir verið yfirkenn- ari í skandinaviskum málum á háskóla Norður Dakota ríkis í 10 ár. Hann hefir einnig skrifað mikið um bókmentir Norðmanna í blöð og tímarit og flutt fyrir- lestra um norrænar bókmentir oftar en tölu verði á komið. f félagslífi Norðmanna hefir hann einnig tekið góðan þátt og er formaður margra félaga þeirra. Hann er forseti þjóð- ræknisfélags þeirra “The Sons of Norway”. Hann hefir verið í móttöku- nefnd hvenær sem norsk stór- menni hafa að garði borið í Norður Dakota eins og t. d. er Ólafur krónprins og Martha krónprinsessa heimsóttu ríkið s. 1. sumar, eða þegar C. J. Ham- bro, forseti norska þingsins var þar á ferð. íslendingar árna hinum at- orkusama landa sínum, dr. Beck heilla með heiðurinn. Að sambandskosningar í Can- ada verði í maí eða júní á kom- andi vori, er talið mjög líklegt, nema að eitthvað sérstakt hamli áhrærandi stríðið. Þingið kem- ur saman í janúar og það er síð- asta þing stjórnarinnar. Til þess að stjórnin haldi áfram, þarf að sækja um samþykki brezka þingsins fyrir því. En það er haldið, að það verði ekki gert. SAMANDREGNAR F R É T T I R » f ræðu, er V. Molotoff, sem bæði er forsætis og utanríkis- málaráðherra Rússa, hélt í þing- inu (Supreme Soviet Russian Parliament) í gær í Moskva, lýsti hann því yfir, að óhugsandi væri að Pólland yrði endurreist og átti þar við þann hlutann, er Rússlandi féll í skaut. Þess- vegna væri stríðið sem Bretar og Frakkar héldu uppi ástæðu- laust og fávitalegt. Menn héldu að ráðherrann mundi við þetta tækifæri skýra stefnu Rússa í utanríkismálum, lýsa yfir hvort að þeir ætluðu í stríðið með Þjóðverjum eða vera hlutlausir. En hann gerði hvorugt af þessu. Af sumum ummælum hans um Breta, mátti þó ráða, að honum lá ekki góður hugur til þeirra. Hitlerisma líkti hann helzt við andlegar hreyfingar, sem glæpi eða að minsta kosti miðaldar- hugsunarhætti gengi næst, að ætla sér að kveða niður með sverði. Stefnu Rússa í málum Finnlands, kvað hann þó hina sömu og í málum Eystrasalts- landanna. ♦ ♦ ♦ Liberalar höfðu aðeins 55% allra atkvæða í kosningunum 25. október í Quebec-fylki. ♦ ♦ * Hitler skipaði fyrir nokkru þriggja manna nefnd til að rannsaka, hvaða hug þeir beri til nazistastefnunnar, sem í fangelsum og vinnuverum eru á Þýzkalandi. Er sagt, að síðan 12. október hafi árangurinn af því orðið sá, að 1,000 manns hafi verið líflátnir. ♦ ♦ ♦ Á ftalíu var í gær að miklu leyti nýtt ráðuneyti myndað. Fjöldi ráðgjafanna, yfirmanna í hernum og í ýmsum stjórnar- stöðum, hafa orðið að rýma, fyrir nýjum embættismönnum. í stjórninni mega fáir heita eftir aðrir en Mussolini og tengdason- ur hans Ciano. Er álitið að á- stæðan fyrir þessari breytingu sé sú, að afstaða stjórnarinnar til Hitlers sé algerlega breytt og ftalía sé að slíta sig úr lest öxulsins og ætli sér að ráða sín- um ráðum óháð hér eftir. Mack- ensen, sendiherra Þjóðverja, fór um hæl til Þýzkalands, að láta Hitler vita um þetta. ik sk í gær voru fyrst birtar tölur yfir mannfall Rússa, er þeir tóku Austur-Pólland. Það hefir verið haldið, að þeir hafi tekið landið þegjandi og hljóðalaust og án þess að beita vopnum. — Tala fallinna rússneskra her- manna er 737, en 1862 særðust. Það var í Vestúr-Ukraníu, sem Rússar mættu harðastri mót- spyrnu. * * * Eftir blaðinu Yorkshire Post á Englandi var haft í gær, að Walter von Brauchitsch yfir- manni alls þýzka hersins, verði ekki falin herstjórnin á vestur- vígstöðvunum, heldur ætli Hitl- er sjálfur að taka hana að sér. Hitler er sagt að verði aðstoð- aður af Wilhelm Keitel herfor- ingja og ráðherra í nazi stjórn- inni. * * * Með nýrri aðferð við kælingu véla í flugskipum, sem í Banda- ríkjunum hefir verið uppgötvuð, er haldið fram að auka megi hraða loftskipa um helming, eða upp í 500 mílur á klst. Að finna ráð til þess að leiða hitan nógu skótt burtu frá vélunum, er sagður allur galdurinn við þetta. Elizabeth Englandsdrotning er sagt að flytji ræðu í útvarpið á vopnahlésdaginn, 11. nóv. — Ávarpar hún aðallega kvenþjóð- ina innan Bretaveldis. Ræðuna flytur hún kl. 2 e. h. og stendur hún yfir í 5 mínútur. * * * Carol konungur í Rúmaníu hefir boðið Búlgaríu landshlut- ann sem áður heyrði henni til og Búlgaría hefir stöðugt krafist. Héraðið heitir Dobruja. Rú- manía náði í það eftir stríðið mikla. Þetta er horn af landi við Svarta hafið. * * * Rússar eru að fara fram á það við Búlgaríu, að fá þar land fyrir flugstöð. Er ítalíu illa við þetta, sem fram á svipað hefir farið í ríkjunum á Balkanskaga. * * sH G. H. Williams, sambandsþm. frá Regina, hefir skrifað Hon. Norman Rogers bréf og farið fram á, að sambandsstjórnin myndi vátryggingarfélag fyrir hermenn og fjölskyldur þeirra. Nokkuð af gjaldinu greiði stjórnin sjálf, en hermennirnir nðkkuð og verði það tekið af launum þeirra á hverjum borg- unardegi. . * * * Snemma í októbermánuði, gaf vísiráð Breta á Indlandi, mark- greifinn af Linlithgow, til kynna, að Bretar ætluðu eftir þetta stríð að íhuga sjálfstæðis- kröfur Indlands, en Indverjar höfðu áður farið fram á, að í því máli væri eitthvað nú þegar gert. Lýsti Gandhi strax yfir ónægju sinni út af þessu. Hafa nú nokkur ráðuneyti í Congress- sambandinu sagt af sér í mót- mælaskyni. * * * Frétt barst frá Noregi um það í gær, að bandaríska skipið City of Flint, sem Þjóðverar eru með á leiðinni frá Murmansk til Þýzkalands, hafi staðið við út of Trömsö í Noregi í gær og í það hefði vélbátur flutt mikið af matvælum úr landi að fara með til Þýzkalands. Með skipinu er haldið að tvö þýzk herskip hafi verið. Inn á höfn þorði það ekki, enda ólöglegt, en það kom all-nærri landi. Það hafði þýzkt flagg uppi. ♦ ♦ ♦ Nýja herskipið sem verið er að bæta við flota Canada á að heita H. M. C. S. Assiniboine, eftir Assiniboine-ánni í Mani- toba. Er fylkið og Winnipeg- borg upp með sér af þessu og eru að hugsa um gjöf einhverja til skipsins fyrir nafnið. Þau skip sem við flotann bætast kváðu eiga að heita eftir ám í Canada. ♦ ♦ ♦ Her Hitlers á vesturvígstöðv- unum, er nú sagður þessi: 12 herdeildir við landamæri Sviss- lands, 18 á landamærum Hol- lands og Belgíu og 75 herdeildir á móti Ma„ginot-varnarvirkjun- um. Við miklu áhlaupi hefir lengi verið búist og er ennþá, þó veður fari nú og hafi þegar aftr- að því. Bardagar hafa sama sem engir verið á orustusvæðinu s. 1. viku. * * * Col. Charles Lindbergh er sagt að hafi í hyggju að heimsækja Canada og ferðast hér um. — Erindi hans telja blöð syðra að muni vera að ræða um stríðsmál- in. Sambandsstjórnin var hissa á fréttinni, og trúði henni varla; kvaðst enga vitneskju hafa af þessu frá Lindbergh. Færi hann að tala hér í sama anda og syðra, væri ekki efi á hvernig færi; lög- in væru skýr er að því litu. Eitt af því sem Duplessis kvartaði undan í kosningunum við sambandsstjórnina var að Quebec gæti ekki tekið lán í New York vegna ráðsins, sem sambandsstjórnin skipaði til að líta eftir peningaviðskiftum landsins (Dominion Exchange Control). Fyrir fleiri fylkjum getur verið og er líkt ástatt. Þau þurfa á margvíslegum fjárvið- skiftum við Bandaríkin að halda, bæði lántökum og greiðslum á lánum. Stingur blaðið Winni- peg Tribune upp á því, að Sam- bandsstjórnin og öll fylki lands- ins efni nú til fundar og greiði fram úr þessu máli. ♦ ♦ ♦ Efri-málstofa Bandaríkja- þingsins samþykti s. 1. föstudag, að afnema hlutleysislögin, er bönnuðu sölu á hernaðarvörum til þjóða í stríði. Atkvæða- greiðslan fór þannig að með af- námi laganna voru 63, en 30 á móti. Á nú neðrideildin eftir að greiða atkvæði um málið, en það er sagt, að þar hafi afnám lagana ávalt haft gott fylgi. Eftir lagabreytingu þessa geta stríðsþjóðrinar keypt alt sem þær girnir í Bandaríkjun- um, en þó ekki nema fyrir pen- inga út í hönd. Ennffremur verða þær sjálfar að sjá um flutning vörunnar yfir hafið. Bretar og Frakkar eru ánægð- ir með þessi úrslit málsins, en í þýzkum blöðum var ekki á frétt- ina minst. ♦ * * í New Brunswick fara fram fylkiskosningar 20. nóv. n. k. Þar er liberalstjórn við völd, en forsætisráðherrann A. A. Dy- sart, er ekki sagður sem ánægð- astur með alt sem sambands- stjórnin gerir. íhaldsflokkur- inn í New Brunswick telur kosn- ingarnar óþarfar og kveðst hæst ánægður rtieð starf sambands- stjórnarinnar. * * * í Prag í Tékkóslóvakíu urðu uppþot s. 1. laugardag og um 800 manns hneptir í varðhald. Tékk- arnir voru að minnast 21 árs af- mælis ríkis síns og höfðu kröfu- göngur og aðra viðhöfn. Þýzka stjórnin hafði bannað þetta; lenti því brátt í ryskingum út af því, er lauk þannig að hundruð manna voru hnept í varðhald. * * + S. 1. föstudag tóku Bretaf 2 skip hlaðin olíu (tankers) er voru á leið frá Mexikó til Þýzka- lands. Skipin voru sögð á leið til Svíþjóðar, en Bretar halda þeim þar til hið sanna kemur í Ijós um það. Sá er skipin sendi heitir W. R. Davis; hefir hann verið qð koma á vöruskiftum við Þýzkaland undanfarið. ♦ ♦ ♦ Þýzkur flugmaður, úr flugfari sem skotið var niður s. 1. föstu- dag, staðfesti söguna um það, að af 12 flugskipum, sem gerðu árás á brezk skip á Norðursjón- um 21. okt., hafi 7 verið skotin niður. * * * Fréttir s. 1. föstudag frá Mos- kva, geta um vöruskort í borg- inni. T. d. virtist erfiðleikum háð að fá mjólk, kjöt og sykur. Er þó slæmum og óreglulegum samgöngum innanlands um þetta kent, fremur en að það sé ekki til í landinu. Við lærum það af sögunni, að af henni verður ekkert lært. Georg W. F. Hegel * * * Lok mannkynsins verða þau, að það deyr af menningu. R. W. Emerson BAHÁ’U’LLÁH f fjarveru séra Philips Pét- urssonar síðasta sunnudag mess- aði séra Eyjólfur Melan að kvöldinu í Sambandskirkjunni í Winnipeg, en við morgun guðs- þjónustuna prédikaði ungur Englendingur frá Chicago, sem heitir Rowland Estall og er út- breiðslustjóri nýrr^r trúar- bragðahreyfingar sem Mahá’u’- lláh er nefnd, sem uppruna sinn átti í Persínu fyrir áttatíu ár- um síðan, og sem að sumu leyti minnir á upprunasögu Kristn- innar. 1844 kemur Persi af göfugum ættum er síðan hefir verið kall- aður Báb (Hliðið) fram á sjón- arsviðið og boðar að hann hafi orðið fyrir nýrri guðlegri opin- berun og að hann sé fyrirrenn- ari annars og meiri manns sem eftir sig muni koma. Hann var auðvitað ofsóttur frá byrjun og líflátinn þegar hann var 31 árs gamall 1850. Hann var skotinn til dauðs. Líkama hans náðu lærisveinar hans og komu hon- um eftir mikla hættuför og þrengingar til landsins helga. Loks var honum komið fyrir í grafhvelfingu í Haifa. Spádómur Bábs rættist 1863. Þá auglýsti annar ríkur og vel- borinn Persi að hann væri eftir- maður Bábs og stofnaði trúar- hreyfinguna. Hann var ekki íflátinn en eignir hans gerðar upptækar og hann sjálfur hrak- inn úr einum stað í annan. And- aðist hann loksins í Akka í Gyð- ingalandi 1893. Hann hefir af fylg’jendum sínum verið nefndur Bahá’u’lláh, sem þýðir Guðs dýrð og það nafn hefir trúar- hreyfingunni verið gefið. Eftir Bahá’u’lláh tók við for- stöðu trúar-hreyfingarinnar son- ur hans Ábdu’l-Baba sem fylgst íafði með föður sínum í útlegðar hrakningum hans. Lifði hann sangað til 1921. En þá tók við sonar sonur hans Shogi Effendi sem enn er forstjóri hreyfingar- innar. Enga nýja guðfræði hafa þess- ir menn boðað, þeim er nóg trú- in á alföðurinn, enda voru þeir upphaflega Múhameðstrúar, sem aldrei -hefir gert sig seka í fjöl- gyðistrú á nokkurn hátt. Ekki hafa heldur fylgjendur þeirra reynt að gera þá að guðum enda ekki eins hægt um vik í því til- liti sem fyrir 1900 árum síðan. Þeir eru frámunalega víðsýnir, halda því fram að öll trúarbrögð eigi sama guðlega upprunann, og eigi að sameina mannkynið í staðinn fyrir að sundurdreifa því. * Undirstaða kenningar þeirra er sem fylgir: 1. Eining mannkynsins. 2. óhindruð rannsókn allra sanninda. 3. Sami uppruni allra trúar- bragða. 4. Nauðsyn sameiningar allra trúarbragða. 5. Nauðsyn þess að trúar- brögð séu ekki í mótsögn við rök eða vísindi. 6. Jafnrétti karls og konu. 7. Nauðsyn þess að allir hleypidómar séu niðurlagðir. 8. Algerður friður á allri jörðu. 9. Almenn mentun. 10. Andleg úrlausn hag- fræðislegra vandamála. 11. Alþjóða tungumál. 12. Alþjóða réttur. Með ellefta atriðinu er átt við að hver maður sem nokkra ment- un hefir læri fyrir utan sitt móð- urmál tungu sem sé sameign allra þjóða eins og Latínan var Frh. á 5. bls.

x

Heimskringla

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.