Heimskringla - 01.11.1939, Síða 2

Heimskringla - 01.11.1939, Síða 2
2. SíÐA HEIMSKRINCLA WINNIPEG, 1. NÓV. 1939 UNDIROKUN ESTLANDS Föstudaginn 29. september var undirritaður í Moskva vináttu- samningur milli Rússlands og Estlands, sem raunverulega ger- ir Estland að leppríki Rússlands og setur það í sömu ríkjatölu og t. d. Slóvakíu. í sáttmála þessum lofa ríkin hvort öðru gagnkvæmri hernað- arhjálp og Rússar fá að hafa flota- og flughafnir með tilheyr- andi setuliði á þremur stöðum í Estlandi. Viðskifti landanna skulu margfölduð og Rússar fá stórum aukin fríðindi við flutn- inga um Estland. Síðan 1920 hafa Rússar þó haft fríhöfn í Tallinn og enga tolla þurft að greiða af vöruflutningum um Estland. Það er vitanlegt að Estlend- ingar hefðu aldrei gengið ónauð- ugir að þessum afarkostum, enda höfðu Rússar dregið saman ó- grynni liðs við landamærin. — Estlenzki yfirhershöfðinginn, Johan Laidoner, hafði lýst yfir því, að Estlendingar myndu verjast, ef þörf krefði, en þegar til alvörunnar kom, munu þeir hafa gert sér ljóst, að vopnuð mótstaða var þýðingarlaus. — Hefir þessi undirokun Estlend- inga með hótun um vopnavald hvarvetna mælst illa fyrir og þykir aðferðin ekki ósvipuð inn- limun Bæheims og Mæri í þýzka ríkið s. 1. vetur. Að vísu eru Rússar enn ekki farnir að beita samskonar harðræði í Estlandi og Þjóðverjar hafa gert í Tékkó- slóvakíu, en margar spár hníga í þá átt, að þess muni skamt að bíða. Estlendingar eru fyrir ýmsra hluta sakir merkileg þjóð og mun því framferði Rússa í Est- landi verða fullur gaumur gef- inn af hinum mentaða heimi. — Þegar víkingaferðirnar hófust frá Norðurlöndum höfðu Est- lendingar, sem eru náskyldir Finnum að ætterni, tekið sér bólfestu á þessum slóðum. Þeir voru þá bændur góðir, talsverð- ir sjófarendur og dugmiklir her- menn. Landi þeirra var skift í allmörg smáríki líkt og Noregi fyrir daga Haralds hárfagra og sameinuðust þessi ríki aldrei í eina heild. Erlendum þjóðum var því auðvelt að ráðast á land- ið og byrjuðu Þjóðverjar innrás sína þangað um 1200. Valdimar II. Danakonungur náði landinu undir sig um skeið og um tíma var því skift milli Dana og Þjóð- verja. Danir eiga þann heiður að hafa grundvallað Tallin (Re- val), sem nú er höfuðborg lands- ins og var um langt skeið ein helzta hafnarborg við Eystra- salt. Áhrif Þjóðverja urðu hins vegar miklu varanlegri og náðu þeir m. a. yfirráðum yfir mest- um hluta jarðeignanna og héldu þeim að miklu leyti þangað til Estlendingar heimtu sjálfstæði sitt 1918. Um 1560 náðu Svíar Estlandi undir vald sitt og hófst nú blómatíð í sögu Estlendinga, því Svíar unnu talsvert að bætt- um kjörum bændaalþýðunnar á kostnað þýzku jarðeigendanna. Árið 1710 lagði Pétur mikli Est- land undir Rússa og var það háð þeim þangað til byltingin hófst 1917. Sættu Estlendingar oft miklum ólögum á þessu tímabili. Þrátt fyrir þessa langvinnu yfirdrotnun erlendra þjóða hafði Estlendingum tekist að varð- veita þjóðareinkenni sín furðu vel og á 19. öldinni fór sjálfstæð- isvakning þeirra mjög í aukaná. Þeir notuðu tækifærið, þegar rússneska byltingin hófst, til að segja skilið við Rússa og 24. febrúar 1918 var Estland lýst sjálfstætt lýðveldi. Bæði kom- múnistar og Þjóðverjar reyndu að brjóta hið nýja ríki á bak aftur og mestalt árið 1918 ríkti fullkomin ógnaröld í landinu. Með aðstoð Breta og Finna, sem m. a. sendu þangað 2000 sjálf- boðaliða, tókst Estlendingum að hrekja óvinina úr landi og 2. febrúar 1920, var saminn friður við Rússa. Árið 1924 reyndu kommúnistar að gera byltingu í Estlandi, en hún mishepnaðist. Hefir kommúnisminn líka átt litlu fylgi að fagna þar. Þrátt fyrir þann atburð hafa Estlend- ingar kappkostað að hafa góða sambúð við Rússa. Um nokkurt skeið hafa þeir haft tollbandalag við Lettlendinga og tekið þátt í bandalagi þriggja Eystrasalts- ríkjanna. Bæði Estlendingar og Lettlendingar hafa óskað eftir bandalagi við Pólverja, en Lit- hauar hindruðu það. Mörg verkefni biðu hins est- neska ríkis. Meginverkefnin voru skifting hinna stóru jarð- eigna milli leiguliða og sveita- verkafólks og sköpun heil- steyptrar alþýðumenningar. — Hvorttveggja hefir gengið von- um framar. Mentun Estlend- inga, bæði æðri og lægri, má nú teljast í góðu lagi og kjör sveita- ELDIÐ við RAFMAGNS-HITA Það er TRYGGARA • HREINNA ÓDÝRARA Það eru svo mörg hagræði sem rafmagns-eldamensku fylgja, að þú mátt ekki án hennar vera. Rafmagns- eldavél sparar tíma, vinnu og léttir áhyggjur. Sjálf- virkir ofnar stjórna hita svo, að bökun í þeim bregst aldrei. Sjáið hinar fögru nýju gerðir af Hotpoint, Moffat, McClary, Gurney, Westinghouse og Findlay í Hydro sýningarskálanum. Það er auðvelt að eignast þær, ef tækifærið er tekið, sem veitt er með hinum auð- veldu borgunarskilmálum, sem City Hydro býður. CITY HYDRO Portage Ave. við Edmonton—Sími 848-131 55 Princess St.—Sími 848 182 fólksins eru gerólík þeim, sem það bjó við á dögum stóru jarð- eigendanna. Meginhluti skóg- anna, sem hylja 25% af yfir- borði landsins, eru ríkiseign. — Margar merkilegar verklegar framkvæmdir hafa verið gerðar að tilhlutan þess opinbera. íbúar Estlands, sem er 48 þús. ferkm., eru um 1.2 milj. Af| þeim eru um 90 þús. Rússar, 20, þús. Þjóðverjar og 7 þús. Svíar. Aðbúnaður minnihlutaþjóðflokk- anna er talinn mjög til fyrir-' myndar og sennilega hvergi | betri, nema ef vera kynni í Dan-1 mörku. í Rússlandi búa 300 þús. Estlendingar og 200 þús. í Ame- ríku. Fluttu Estlendingar aðal- lega úr landi síðustu áratugi 19. aldar, en þá var bændaánauðin þar með versta móti. Landbúnaðurinn er höfuðat- vinnuvegur þjóðarinnar. Námu- vinsla er sama og engin, fisk- veiðar litlar og iðnaður ekki mikill. Fyrir 1917 fór mest af landbúnaðarvörunum, sem út voru fluttar, til Rússlands, en fara nú aðallega tiP Bretlands og Þýzkalands, og þar gera Est- lendingar mest innkaup. Aðal- útflutningsvörurnar eru trjá- vamingur og ýmsar landbúnað- arafurðir. Um fjórði hluti lands- ins eru akrar, 28% engjar og 20% beitiland. Aðeins sjöundi hluti af landinu er óræktanlegur og ekki vaxinn skógi. Estlendingar eru yfirleitt tal- in dugandi og athafnasöm þjóð. Þeir eru mjög hneigðir fyrir söng og leiklist og ver ríkið all- miklu fé til styrktar söngskólum og leikhúsum. íþróttir eru í há- vegum hafðar, einkum grísk- glíma og lyftingar. Hafa Est- lendingar oft átt heimsmeistara í þessum íþróttagreinum. Estland er lýðveldi. Á síðari árum hafa verið gerðar breyt- ingar á stjórnarskrá landsins, sem uku stórlega vald forsetans og má telja, að núverandi for- seti, Konstantin Pats, hafi litlu minna vald en einræðisherra. Þektustu mennirnir í sjálf- stæðisbaráttu Estlendinga eru Pats og Laidoner. Pats er fæddur 1874, var mjög róttækur á yngri árum, líkt og Pilsudski, tók þátt í uppreisn gegn keisarastjóminni 1905 og var dæmdur til dauða. Hann komst þá úr landi, var náðaður, kom heim aftur 1909 og fékst eftir það við blaðamensku. Um skeið sat hann í fangelsi í Pét- ursborg. 1916 byrjaði hann að skipuleggja estlenzkar herdeild- ir. 1917 var 1 fyrsta sinn kallað saman þing í Estlandi og var Pats kosinn forseti þess. Hann varð fyrsti forsætisráðherra estlenzka ríkisins. í óeirðunum 1918 var hann um tíma fangi Þjóðverja. Hann var oft for- sætisráðherra á árunum 1920— 32, en þá voru miklir flokka- drættir í Estlandi. Síðan hann varð forseti 1932 hefir hann unn- ið að því, að breyta stjórnar- skránni þannig, að flokkadrætt- ir í þinginu gerðu ekki stórfeld- an skaða og hefir hann gert það á þann hátt að auka vald- svið forsetans. Hann er formað- ur bændaflokksins. Laidoner er fæddur 1884. — Hann gekk ungur í rússneska herinn, varð brátt liðsforingi og gat sér mikinn orðstír í heimsstyrjöldinni. 1917 tók hann við stjóm estlenzku her- deildanna og gegndi því starfi meðan verið var að friða landið. Hann bældi niður kommúnista- uppreisnina 1924. —Tíminn, 3. okt. BRÉFASKIFTI y ís a Mammons-þjóna mögnuð flón, Missa sjón á efsta trón, Úlfar og ljón nú æða um frón Og efla tjón með djöflasón. Magnús Einarsson KAUPIÐ HEIMSKRINGLU— stærsta íslenzka vikuhlaðið Egill Bjarnason í Reykjavík á íslandi, formaður Vökumanna- hreyfingarinnar, sendir Heims- kringlu nöfn þeirra ungmenna, er æskja að komast í bréfaskifti við íslenzka jafnaldra sína hér. Birtum vér nöfn þessara ung- menna í von um, að það beri einhvern árangur. Það er ómet- anlegur hagur að því fyrir ís- lenzk ungmenni hér vestra, að eiga bréfavini heima. Þau geta margs orðið fróðari um fsland, auk þess sem þar er ágætur skóli fyrir þau, að æfa sig í að skrifa íslenzku. Kynningin sem fæst með bréfum, hefir eins og allir vita, oft orðið mönnum ómetan- leg. Vestur-fslenzk ungmenni ættu ekki að setja fyrir sig þó þeim sé ótamara að skrifa ís- lenzku en ensku. Skólafólk á þeirra aldri heima skilur ástæð- una fyrir því. Mörgu ungmenni heima þætti sjálfsagt heldur ekkert að því, að fá bréf á ensku við og við og svara á því máli aftur sér til gamans og gagns. Skrifist því á og kynn- ist. Hér með fylgja nöfn fjölda þjóðbræðra og systra ykkar heima á Fróni sem eftir því bíða: Jóhann Hlíðar, Lækjargötu 3, Akureyri, 20 ára. Jón Sigtryggsson, Hrappstöðum, Laxárdalshreppi, Dalasýslu, 21 árs. Leo Júlíusson, Langavatni, Reykjahverfi, S.-Þingeyjar- sýslu, 19 ára. Alma Thorarensen, Hafnarstræti 104, Akureyri. Alpha Hjálmarsdóttir, Glerár- götu 4, Akureyri. Kristján Eiríksson, Aðalbóli, Sauðárkróki, Skagafjarðar- sýslu, 16 ára. Halldór Þorsteinsson, Hafnar- stræti 98, Akureyri, 17 ára. Þórir Halldórsson, Aðalgötu 25, Siglufirði, 18 ára. Kjartan Árnason, Vigdísarstöð- um, Vopnafirði, N.-Múlasýslu, 16 ára. Guðm. Ingvi Sigurðsson, Póst- hólf 51, Akureyri, 16 ára. Brynjólfur Ingólfsson, Öldugötu 13, Seyðisfirði, N.-Múlasýslu, 18 ára. Aðalsteinn Sigurðsson, Aðal- stræti 76, Akureyri, 17 ára. Magnús Fr. Árnason, Aðalstræti 15, Akureyri, 17 ára. Þórður Gunnarsson, Kljáströnd, Grenivík, S.-Þingeyjarsýslu, 20 ára. Sigríður Jónsdóttir, Aðalstræti 72, Akureyri, 17 ára. Ásta Hallgrímsdóttir, Brekku- götu 9, Akureyri, 14 ára. Petrína Eldjárn, Brekkugötu 2, Akureyri, 17 ára. Björn Bjarnason, Hafnargötu 91, Bolungarvík, N.-ísafjarð- arsýslu, 19 ára. Ólafur F. Hjartar, Box 106, Siglufirði, 20 ára. Jörundur Oddson, Hrísey, Eyja- firði, 20 ára. Jón Hjaltalín Gunnlaugsson, Holti, Súðavík, N.-ísafjarðar- sýslu, 21 árs. Egill Sigurðsson, Höfn, Siglu- firði, Eyjafjarðarsýslu, 20 ára. Halldóra Eggertsdóttir, Suður- götu 18, Siglufirði, 22 ára. Guðjón Kristinson, Hólmavík, Strandasýslu, 20 ára. Hólmfríður Sigurðardóttir, Odd- eyrargötu 36, Akureyri, 22 ára. Hulda Kristjánsdóttir, Ráfstöðv- arstíg 3, Norðfirði, S.-Múla- sýslu, 17 ára. Þorsteinn Gunnarsson, Hafnar- stræti 3, Akureyri, 21 árs. Emil Björnsson, Hrafnagils- stræti 12, Akureyri, 23 ára. Bergur Sigurbjörnsson, Staðar- seli, Þórshöfn, N.-Þingeyjar- sýslu, 21 árs. Helgi H. Árnaison, Geirsieyri, Patreksfirði, Barðastrandar- sýslu, 17 ára. Ari Kristinsson, Prestsholti, Húsavík, S.-Þingeyjarsýslu, 17 ára. Hjalti Þórarinsson, Hjaltabakka, Blönduós, A.-Hún. 18 ára. Skarphéðinn Njálsson, Leirhöfn, Kópasker, N.-Þing. 20 ára. Júlíus Magnússon, Lauganesspít- ala, Box 194, Reykjavík, 18 ára. Benedikt Gunnarsson, Hafnar- stræti 3, Akureyri, 17 ára. Kristófer Vilhjálmsson, Eiðs- vallagötu 9, Akureyri,. 18 ára. Þorsteinn E. Jónsson, Holtsgötu 7, Reykjavík, 17 ára. Jóhann Georg Kristjánsson, Suð- urgötu 37, Siglufirði, 20 ára. Þórunn Baldursdóttir, Þúfna- völlum, Hörgárdal, Eyjafjarð- arsýslu, 19 ára. Sigurbjöm Bjarnason, Strand- gata 29, Akureyri, 17 ára. Jóhann Jakobsson, Spákonufelli, Skagaströnd, A.-Húnavatns- sýslu, 18 ára. Erna Árnadóttir, Þingvallastræti I, Akureyri, 16 ára. Jónas G. Rafnar, Kristneshæli, pr. Akureyri, 18 ára. Árni Árnason, Hafnargötu 66, Bolungavík, N.-ísaíjarðar- sýslu, 17 ára. Sigurður Guðmundsson, Aðal- stræti 50, Akureyri, 18 ára. Iðunn Eiríksdóttir, Aðalstræti II, ísafirði, 17 ára. Axel Ó. ólafsson, Box 104, Vest- mannaeyjum, 22 ára. Bjarni Rafnar, Kristneshæli, pr. Akureyri, 17. ára. LÍKAMI DÝRANNA — FRAMLEIÐANDI ÞJÓÐARFÆÐIS Eftir próf. Sven Ingvar (Síðari grein) Tj'inhliða jurtaát, ef allar fæðu- tegundir úr dýraríkinu eru útilokaðar, verður frá heilsu- fræðilegu sjónarmiði að teljast hættuspil. í hreinustu mynd finnum við þetta jurtaát hjá þeim, sem eingöngu vilja neyta hrárrar jurtafæðu. Um þetta mataræði má segja, að það of- hleður mjög meltingarfærin og hefir því í för með sér hættu á þarmasjúkdómum. Þar sem nú hitaeiningar grænmetisins eru prósentvís mjög fáar, þá yrði sá, sem lifa vildi á hreinni jurta- fæðu, og ná fullri tölu hitaein- inga, að éta ótrúleg ósköp. Með öðrum orðum, það þarf mjög sterk meltingarfæri til þses að þola til lengdar að lifa eingöngu á hráu grænmeti. Þetta er þó ekki svo að skilja, að það geti ekki í einstöku tilfellum haft ýmsa kosti að Iifa mestmegnis á jurtafæðu. — í jurtafæðu er nefnilega mjög lítið af matar- salti og er talið að hún geti þessvegna haft bætandi áhrif á ýmsar bólgur í líkamanum þeg- ar svo á stendur. Ekki hefir þó þetta verið neitt verulega notað af nútíma læknum. Jurtafæða er helst notuð við hjarta- og nýmasjúkdóma, offitu o. s. frv. Einnig við sjúkdóma, sem það fylgir að vatn safnast fyrir ein- hversstaðar í líkamanum. Vegna þess hve lítið er af salti í jurta- fæðunni, þá verkar hún þvag- leysandi og getur bætt vatns- sýki. Áhrifamiklir þýzkir læknar, þeir Hermans Dorffer og Sauer- bruch, hafa nú á seinni árum fundið upp á að nota saltlitla jurtafæðu t. d. við meðferð á berklum. Eg held að þetta mat- aræði sé mjög misráðið. Sama er að segja um Gersons-fæðið, sem mikið hefir verið ritað um og mikið auglýst, einnig hér í Sví- þjóð. Þó hrein jurtafæða eigi þann- ig, frá læknisfræðilegu sjónar- miði, að skoðast með mikilli gagnrýni, þá má undirstrika það, að grænmeti er mjög mik- ilsverð viðbót í mataræði þjóð- arinnar sem sjálfsagt er að nota. Grænmetið er helsti og besti steinefnagjafi líkamans. Yfirleitt má segja það, að í fyrirskipunum lækna um matar- æði gætir nú miklu meira um- burðarlyndis við kjöt og fisk en áður. Fyr álitu menn að banna ætti öllum sjúklingum með nýrnaveiki, kjöt- og fiskmeti, eiginlega allan þann tíma, sem eggjahvíta fyndist í þvaginu. Nú er þetta álitið alt of strangt og ástæðulaust. Kjöt- og fisk- meti er nú leyft í sæmilegum skömtum, hvort sem eggjahvíta finst í þvaginu eða ekki. Kjöt og fiskmeti er nú aðeins bannað, ef hin köfnunarríku úrgangsefni eru aukin í blóðinu. Sumir álíta, að kjötmeti skapi háan blóðþrýsting, en hann má nú teljast nýtízkusjúkdómur. — Orsakir hans eru óþektar. — Helstu ástæðuna, auk ofreynslu, má sjálfsagt telja einhverskon- ar meðfædda veiklun. Þó kjöt- át sé minkað, þá lækkar hár blóðþrýstingur mjög lítið við það. Við höfum því enga ástæðu til þess, að gera mikið úr kjöt- áti sem orsök þessa kvilla. Tilraunir, sem gerðar hafa verið á mönnum, benda ekki til þess, að eggjahvítan sé skaðleg í sjálfu sér, þó ofmikið sé af henni étið. Hinn þekti ísl.-amerikanski norðurfari, Vilhjálmur Stefáns- son, lifði í full 7 ár meðal eski- móa í norðurvegi, eingöngu á kjötmeti. Og eftir að hann kom heim aftur til New York, lét hann og félagi hans gera á sér tilraunir, undir ströngu vísinda- legu eftirliti, með því að lifa eingöngu á feitu og mögru kjöti, ásamt innýflum, ýmist hráu eða framleiddu á venjulegan hátt. Þeir notuðn ekki einu sinni mjólk. Eggjlahvítusikamturinn var daglega alt að 120 gr. Ekki urðu þeir varir við nein óþæg- indi meðan á tilraununum stóð, altaf vellíðan. Þrátt fyrir mjög nákvæmar rannsóknir var ekki hægt að finna, að þetta gerði hjarta, æðakerfi eða yfirleitt líkamanum nokkurt mein. Sér- staklega skal á það bent, að pur- inefni eða þvagsýra jukust alls ekki í blóðinu. Einn af helstu næringarfræð- ingum Englands, Drummond, lætur svo ummælt, að þó mikils sé neytt af eggjahvítu með kjöt- áti, þá geri það ekkert mein, en auðvitað verður mataræðið þá að öðru leyti að fylla upp venju- leg skilyrði. Gallarnir á altof einhliða kjötáti eru þeir, að í kjötinu er lítið kalk. Kjötið er heldur ekki eins bætiefnaríkt og t. d. mjólk, smjör og egg. Það má telja, að ótrú sú á kjötáti, sem er tals- vert útbreidd meðal almennings, sé að nokkru leyti einnig lækn- unum að kenna. Þegar skað- semi kjötsins hefir verið pré- dikuð, þá hefir það verið gert í sambandi við sjúkdóbia, sem kjötinu hefir með réttu eða röngu, verið umkent. Það má að vísu telja sannað, að sjúkl- ingar, sem eru þungt haldnir af nýrna- eða æðakerfissjúkdómum geti haft ilt af kjötáti, en af þessu má engar ályktanir draga um gildi kjötsins í mataræði þjóðarinnar. í læknisritum finn- ast ennþá fram á síðustu ár vel meintar aðvaranir um að fólkið eigi að borða minna kjöt og meira grænmeti. Þetta gæti ver- ið rétt, ef það væri gert í þeim tilgangi, að auka áhuga fyrir grænmetisræktun í landinu, en hann hefir aldrei verið sérlega mikill. Það þarf ekki annað en líta á hve grænmeti er lítið haft um hönd í sænskum veitinga- húsum. Það er aðeins ein teg- und grænmetis, sem víst er um að sézt á hverju veitingahúsi, það er pétursseljan, sem er not- uð til prýði, þegar smjör er borið fram. Svo sem kunnugt er, er al- gengt, að þessi spurning sé lögð fyrir læknana: “Má eg borða kjöt?” Ef svarið er játandi, þá er oft spurt aftur: “En má eg þá líka borða dökt kjöt?” Það er sem sé mjög almenn skoðun, að ljósa eða hvíta kjötið, sé ekk: eins skaðvænlegt og það dökka,

x

Heimskringla

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.