Heimskringla - 01.11.1939, Side 3

Heimskringla - 01.11.1939, Side 3
WINNIPEG, 1. NÓV. 1939 HEIMSKRINGLA 3. SÍÐA enda var það áður álit lækna, að í dökka kjötinu væri meira af “krafti” (ekstraktiv efnum), sem væru óholl fyrir líkamann. Nútíma læknavísindin gera eng- an greinarmun á dökku og ljósu kjöti í mataræði, nema því að eins, að um sé að ræða mjög við- kvæmt fólk, sem hefir sjúkdóma í maga eða þörmum. Báðar teg- undirnar eru jafn ágætar. Þegar um hollustu er að ræða, er eigin- Iega eingöngu hægt að gera mun á því, hvort kjötið er af ungu eða gömlu. Kjöt af ungum dýr- um er ákjósanlegra, af því að í því er minna af bandvef, og er því meirara og meltanlegra. Það kemur líkamanum að betri not- «m yfirleitt, en seigt, bandvefs- ríkt kjöt af gömlum skepnum. Þá er sú skoðun einnig al- menn, að fiskur sé hollari eða léttari en kjöt. Þetta er að því leyti rétt, að fiskurinn hefir ekki eins þéttan bandvef og spendýrakjötið og er því lausari í sér. Hann er því léttari, bæði að tyggja og melta. Fiskur er því yfirleitt tekinn fram fyrir kjöt við meltingarsjúkdóma. — Við alla aðra sjúkdóma standa kjöt og fiskur jafnfætis með öðr- um orðum, kjötið er jafn heil- næmt og fiskurinn. Þar sem andúð hefir verið móti sláturafurðum, hefir hún altaf verið einna mest móti inn- ýflunum. Því hefir verið haldið fram um þau, að í þeim væri sérstaklega mikið af purinefn- um, og myndi því þvagsýran aukast í líkamanum ef þau væru ®tin. Heilbrigðu fólki geta eng- in óþægindi af því stafað að ^orða lifur, nýru, lungu eða önn- ur innri líffæri dýranna. Við vitum nú, að innri líffærin hafa í sér fólgna dýrmæta fitu og bætiefni. Mega þau því teljast mjög dýrmæt að næringargildi. Pisklifur og fiskhrogn hafa öld- um saman verið dýrmæt fæða vegna bætiefna sinna, einkan- iega hér á Norðurlöndum. Þegar ^apparnir halda veizlur á merg °g lifur hreindýranna, þá neyta Þöir bætiefnanna í óhófi, sem hlýtur að vera þeim mikill afl- gjafi á hinum sólskinsvana slóð- Um þeirra. Það er ástæða til að ^tla, að heilbrigðar eðlishvatir leiði Lappana til óhófs í þessum efnum. Á sorphaugum þeirra fínnast vanalega eingögu bein, er klofin hafa verið til mergjar. Sú trú, að óholt sé að éta inn- ýfli dýranna, tekur til þjóðar- hagsmuna. Meiri hagsýni í notkun á þessum líffærum hefir °g þýðingu fyrir heilbrigði þjóð- nninnar. Ef litið er á næring- argildið, þá eru innýflin ódýrari en kjötið. Eg hefi orðið þess Var í starfi mínu sem læknir víðsvegar um land vort, að al- múginn hefir víða enga þekk- iugu á að hagnýta sér innýfli úýranna eins og þau eiga skilið eftir næringargildinu. Fræðsla i tessum efnum er nauðsynleg. Mótstöðumenn kjötáts hafa um langan aldur borið fram þær röksemdir, að ýmiskonar efni uiynduðust í líkamanum við bruna kjötsins, sem eitrað gætu hann, einkum nýru, æðakerfi og hjarta gætu orsakað kölkun, aukið blóðþrýsting og yfirleitt gert menn skammlífa. Einkum hefir gigtin verið talin sá draug- Ur> sem fylgdi kjötáti, vegna hess að í kjötinu eru þessi svo- hölluðu purinefni. En þau breyt- ast í þvagsýru, sem er lokaefnið I þeim efnaskiftum og skilst úr líkamanum aðeins gegnum nýr- Uu- Hjá einstaka manni vantar uýrun getuna til þess að losna við þvagsýruna. Safnast hún þá fyrir í líkamanum og veldur g^gt með bólgu og verkjum í liða- mótum og hitaveiki. (Eg skal geta þess til skilningsauka, að Uer er átt við ^lt aðra tegund glgtar, en það, sem við í daglegu tali köllum gigt — og heldur svo Prófessorinn áfram). um þessa gigt má það segja, að hún er mjög sjaldgæf hjá °ss, og þar Sem hún sýnir sig, þá valda því ætíð meðfæddir gallar. Hún er svo sjaldgæf, að á lyf- læknisdeildinni í Lundi, en þang- að koma um 9000 sjúklingar ár- lega, þá hefir gigtveiki þessi ekki fundist með vissu oftar en einu sinni til tvisvar á ári. Sama er að segja víða annarsstaðar. Hið aukna kjötát, sem orðið hef- ir á síðustu áratugum, hefir því ekki aukið gigtina. Kenningin um að kjötát skapi sýrueitrun í líkamanum, eins og haldið hefir verið fram af einum prófessor í Þýzkalandi, hefir sýnt sig að vera hreinar öfgar. Samkvæmt reynslu læknanna höfum við því enga ástæðu til að hafa nokkra ótrú á kjötáti, sízt þeim skömt- um, sem venjulega eru riotaðir í einu til matar. Þegar menn í ræðum og ritum eru að andmæla kjötáti, þá verður að gá að því. að það getur aldrei komið til mála, að almenningur geti nokk- urn tíma gert sig sekan um ofát af kjöti. ▲ Merkir læknar hafa nú alveg nýlega ritað, að kjötmeti sé “æs- andi” matur fyrir líkamann, en jurtafæðan saklausari. Einnig er ritað um það, að kjötmeti eigi að “æsa” eða erta taugaveiklað fólk, gera það ennþá viðkvæm- ara og geðverra, yfirhöfuð að auka sjúkdómseinkennin, en jurtafæðan hafi aftur á móti ró- andi áhrif á taugarnar. Slíkar kenningar ganga áreiðanlega alt of langt og mega alment séð, teljast óleyfilegar. Eg hika ekki við að lýsa yfir, sem minni sannfæringu, að víða eru tauga- veiklaðir sjúklingar beinlínis kvaldir, af því farið er eftir slík- um einhliða kenningum. Það er fjölda af taugaveikluðum sjúkl- ingum, sem líður ágætlega, þó þeir neyti fæðu úr dýraríkinu 1 ríkum mæli, minsta kosti mikl- um meirihluta þeirra, ef þeir þá ekki áður hafa þjáðst af ofáti. Það er því ekki rétt að segja að kjötát eigi að sjálfsögðu að telja með ýmsum óhollum lífs- venjum, svo sem ofáti, tóbaks- og áfengisnautn. En þetta er þó oft gert.—Mbl. KLETTAFJÖLL OG KYRRAHAF Eftir Sig. Júl. Jóhannesson Framh. Fegursti bletturinn í öllum Klettafjöllum er talinn dalur, sem Yoho heitir. Er það Indí- ánanafn og þýðir “fegurð”. — Þessi dalur liggur frá norðri suður í Kicking Horse dalinn. Þessi fagri þverdalur blasir við þegar lestin er á leiðinni á milli álmanna á tölunni 8, þegar brautin myndar skrúfugöngin. Hundrað þrjátíu og sex mílur fyrir vestan Calgary er bær, sem Field heitir. Þar breytist tím- inn frá fjallatíma til sjávartíma. Þrjátíu og fjórar mílur þar fyrir vestan er smábæ, sem Golden heitir. Er sá bær kunnur fs- lendingum úr kvæðinu hans Steph. G. Stephanssonar: “Á ferð og flugi.” Þar átti heima íslenzk stúlka, sem Ragnheiður hét og var söguhetjan í þessu langa og merkilega kvæði. Hún var tæld og afvegaleidd af manni og eftir það ofsótt og fyrirlitin; flýði úr bænum Golden, þar sem hún 'hafði unnið. En svo vildi til að skáldið (samkvæmt efni kvæðisins) var í sama jám- brautarvagninum. Hann hafði þekt Ragnheiði þegar hún var barn og kannaðist við hana aft- ur þegar hann sá hana þarna. Hún hafði verið að leika við ung- barn á lestinni en “heldri” kona, móðir þess, tók það frá henni með þótta og vildi auðsjáanlega ekki láta það koma nærri henni. Skömmu síðar verður slys á lestinni og móðir barnsins er frá sér numin og hamslaus af sorg þar sem hún sér að barnið hennar er í dauðans greipum. En Ragnheiður bjargar lífi barnsins, en deyr sjálf í slysinu við þá björgun. Skáldið sagðist hafa verið staddur í sama bæíloops, milli járnbrautarinnar og tveim árum síðar og gengið út í reitinn þar, sem Ragnheiður var grafin og þá segir hann þetta: “Til framandi landa eg bróður- hug ber, Þar brestur á viðkvæmnin ein. En ættjarðarböndum mig grípur hver grund, Sem grær kring um íslend- ings bein.” Mér fanst eg sjá hreyfimynd þar sem fyrir augum svifi öll sorgarsaga íslenzku stúlkunnar hennar Ragnheiðar litlu þegar lestin fór hjá stöðinni Golden. Var það virkilega satt að þarna vestur í Klettafjöllum lægju jarðneskar leifar eins af oln- bogabörnunum sem litla þjóðin okkar hefir glatað í þessu mikla meginlandi? Hver veit. — Þegar lestin fer eftir Kicking Horse dalnum, fer hún framhjá fjalli, sem Hunter heitir og þar niður í djúp gljúfur; þau dýpka skyndilega og lestin brunar á- fram í heljardjúpri gjá með Suður-Thompson sjást nokkurs- konar jarðhús; eru það leifar af æfagömlum Indíánabústöðum; eru þar miklar gull-, kopar- og járnnámur. Lestin fer fram hjá V AKA Tímarit Vökumanna íslands. Þetta rit hefir nú komið út í tvö ár, og er það í raun og sann- útskipunarstöð; þaðan eru flutt- j le*aásrftÍS rit *>að er uháð, 1 politik, þar sem að þvi standa ir allskonar málmar og renna þeir niður úr fjöllunum í gegn um þúsund feta langar pípur. Þegar lestin kemur vestur fyrir Kamloops íbreikkar Thompson áin og verður eins og vatn, er sá hluti hennar nefndur Thompson- vatn. Þegar horft er norður yfir þetta vatn blasir við berkla- veikrahæli stjórnarinnar í Bri leiðandi menn úr þremur aðal stjórnmálaflokkum íslands. — Vaka hefir flutt og flytur marg- ar ágætar greinar um helstu á- hugamál þjóðarinnar og einnig um viðhorf í heiminum yfirleitt. Hún beitir sér aðallega til þess að kveða niður erlendar ofbeldis og öfgastefnur, sem fáeinir ó- tish Columbia, sem Tranquil riappamenn^hafa^reynt að^gróð heitir (Friðarstaðir). Við þetta hæli minnir mig að Dr. Baldur Olson væri yfirlæknir meðan á stríðinu stóð. Thompson áin rennur lengi í þröngu gljúfri; er þar járnbrautin, áin og ak- vegurinn samhliða hvort öðru, þótt tæplega sé rúm fyrir þau öll. Er straumurinn í ánni af- skaplegur því stórgrýti og háir klettar eru í botninum; vatnið gusast og ólgar yfir klettana snarbröttum hamraveggjum. — með hvl heljarafli að á eirmm stað er kallað Dauðagm (The Há)vaðinn er afskaplegur þar sem áin brýst fram í beljandi fossaföllum; hamraveggirnir skjálfandi og titrandi margfalda hávaðan með drynjandi berg- máli og járnbrautarlestin legg- ur til eina röddina í þennan stór- fengilega söng. Þessu heldur á- fram þangað, til komið er út úr gljúfrinu rétt hjá Golden; þá stöðvast söngurinn, alveg eins og allar raddir þagni og þagg- ist niður af lotningu fyrir gröf- inni hennar Ragnheiðar litlu. Á þessu svæði hverfur Kickfrg Horse áin í Columbia ána, sem er 1400 mílna löng. Rétt fyrir vestan Golden að norðanverðu við brautina er þorp, sem heitir Edelweiss. Þar er alt bygt með svissnesku sniði. C. P. R. félagið bygði þorpið fyr- ir svissneska leiðsögumenn, sem það hafa fyrir atvinnu að leið- beina ferðamönnum sem klifra upp fjöll. Áður fóru þessir menn altaf heim til Svisslands að haustinu, nú eru þeir kyrrir árið um kring og eiga þarna heima. Sex mílur vestur af Golden er staður, sem Moberly heitir; — hann dregur nafn af fjalli, sem þar er í grendinni, afar hátt. Tvær mílur J suður frá Moberly er elzti mannlegur bústaður í fjöllunum. Landmælingamenn stjórnarinnar bygðu þar skýli undir umsjón manns er Moberly hét; þeir mældu landið fyrir járnbrautina og voru þarna vet- urinn 1871—72. Um fjörutíu mílur fyrir vest- an Golden er staður, sem Stoney Creek nefnist. Þar eru heljar- miklir fossar og geysileg gljúf- ur. Yfir þá fossa liggur hæsta brúm á leiðinni; hún er 270 fet uppi yfir fossunum; er þar svo fagurt útsýni að því hefir verið valið nafnið: “The Surprise”. Þegar komið er vestur í lægri hluta fjallanna, liggur brautin um stað sem Craicellachie heit- ir; er það sögulegur staður. Þar er steinvarði til minningar um það að brautin var fullkomnuð frá hafi til hafs 7. nóvember 1885. Þar mættust stálin frá austri og vestri. Fór fyrsta lestin eftir brautinni af stað frá Montreal 28. júní 1886 og komst alla leið vestur þangað, sem Port Moody heitir 4. júlí. Kamloops heitir bær þegar komið er vestur undir ströndina. Þar búa 6000 manns. Nafnið Kamloops er Indíánamál og þýð- ir ármót (The Meeting Place of the Waters). Sá staður er meira en hundarð ára gamall. Hudson flóa félagið hafði þar mikla verzlun og var það miðstöð hvítra manna í fjöllunum. Þar mætast árnar Suður- og Norður- Thompson og mynda aðal Thompson ána. Meðfram henni liggur brautin það sem eftir er vestur að hafinu. Tvær mílur vestur frá Kam- ursetja á íslandi. Svo flytur Vaka einnig mikið af ágætum myndum og allur frágangur er mjög vandaður. Hún kemur út í fjórum alstórum heftum á ári og gostar hér $2.00 árg. Eg get sent þeim er óska þess, sýnis- hefti af ritinu ókeypis. Sendið mér póstgjald fyrir það, og skrif- ið bara: “Sendu mér sýnishorf af Vöku ókeypis.” MAGNUS PETERSON 313 Horaee St., Norwood, Man. Jaws of Death). Brautin fylgir stundum gljúfrinu og fer eftir hamraveggjum þess en hún fer oft yfir það. Fraser áin er stærst allra vatnsfalla í British Columbia; lún er 800 mílur á lengd; kemur hún austan úr fjöllum og svelgir í sig Thompson-ána; þær renna svo í faðmlögum til sjávar alveg eins og Union stjórnin okkar í gamla daga þegar conservatívar höfðu gleypt liberala. Báðar oera árnar nafn frægra land- könnunarmanna, sem fóru land- veg yfir Canada og ætluðu sér að komast vestur að Kyrrahafi. 121 mílur fyrir vestan Kam- loops heitir North Bend. Átta mílur þaðan er staður í gljúfri, sem heitir Heljarhlið. Sé horft austur þegar komið er fram hjá Heljarhliði, blasir við öskr- andi foss með ólgandi * hring- iðum, sem kallaður er þvotta- skál djöfulsins (The Devil’s Washbasin). Skömmu áður en komið er til Vancouver sézt hvar Indíáhar hafa laxveiðastöðvar sínar, og grindur sjást í klett- unum, þar sem þeir þurka lax- inn og reykja hann. Tuttugu og sjö mílur fyrir vestan North Bend er Yale; var það einn fyrsti löggilti staðurinn á meginlandinu og voru þar 7,000—10,000 íbúar. Á bak við járnbrautarstöðina í Yale er óheflaðnr steinn og plata á með þessu letri: “Hér oyrjar Cariboo brautin, sem náði 400 mílur norður í Cariboo gull- námurnar. Vegurnin var lagð- ur 1862—65. Á Cariboo tímunum fóru eftir þessum mikla vegi þúsundir námamanna og miljón- ir dala virði af gulli.” Það er eins og maður sjái þarna í huga sér hópana á ferð norður í gull- og gæfuleit, og sjái þá aftur hverfa heim — þá sem ekki fórust í baráttunni — suma í hásigldum og hlöðnum hamingju skipum; aðra sem ó- sjálfbjarga skipbrotsmenn. — Þannig er gullleitin æfinlega og þannig er lífið sjálft. Þetta er orðið miklu lengra en til var ætlast; en þegar eitt- hvað þunt er borið á borð, verður að jafna það upp með vöxtun- um. Það sem eg hefi sagt um Klettafjöllin og sérstaka staði, er samsuða úr “púnktum”, sem eg setti niður í minnisbók á leið- inni, og glepsur, sem eg hrifsaði út úr ferðabók C. P. R. félagsins. ----ENDIR------ DR. KELLY Smásaga eftir Sig. Sölvason Árla morguns, sat Bell banka- ^stjóri í þungum þönkum á skrif- stofunni í bankanum, en enginn vissi hvað hann var að hugsa, nema hann sjálfur. Bell var um fimtugt, meðal- maður á hæð, nokkuð feitlaginn, fríður sýnum og hið mesta prúð- menni. Hann var skyndilega vak- inn frá hugsunum sínum við það, að bankað va hurðr á:ðþí að bankað var á hurðina. Maður stór og karlmennlegur opnaði hurðina og gekk inn. Bell þótt- ist ekki hafa séð fallegri og tígu- legri mann. Hann hélt á tösku I vinstri hendinni setti hana á gólfið gengur að Bell og býður góðan daginn. “Þú munt vera Bell banka- stjóri? Mitt nafn er Pat Kelly. j Eg er nýlega kominn heiman af, írlandi”. Bell stóð á fætur og heilsaði. komumanni vingjarnlega. “Dr. Kelly! . Eg átti von á þér. Mér er það ánægja að, bjóða þig velkominn til Mani- toba, og eg vona að þú ílengist hér hjá okkur. Hér skortir góð- an læknir. Læknirinn, sem við höfum haft hér í mörg ár, fór alfarinn héðan í fyrradag, aust- ur til Ontario, til barna sinna, og erum við því, sem stendur læknislausir”. “Já, eg er að hugsa um að setjast hér að,” sagði dr. Kelly. “Það var síðasta ósk föður míns, að eg yrði læknir í þeim bæ, sem þú og Purdy dveljið í.” “Föður þínum og okkur, kom altaf vel saman,” sagði Bell fjör- lega. “Við lékum okkur saman heima á gamla landinu, þegar við vorum drengir. Við gengum allir í skóla saman, bæði barna- skóla og háskóla. Faðir þinn fékk stóra verzlun eftir föður sinn, og varð því eftir heima, en við Purdy áttum engan að, því foreldrar okkar voru báðir dán- ir. Svo við yfirgáfum írland og fórum til Canada. Við kom- um hingað til B........ Og eg fékk strax vinnu í þessum banka, og hefi unnið í honum síðan. Purdy fékk aftur vinnu hjá Thompson kaupmanni, sem þá hafði hér stóra verzlun. En nokkru seinna fékk hann fyrir konu, dóttir Thompsons verzlun- arstjóra og verzlunina með. — Kona Purdy, var einkabarn þeirra Thompsons hjóna. Purdy hefir gengið vel verzlunin, þang- að til fyrir ári síðan, að hann varð mjög veikur, og nú er har.n nær dauða kominn. Hann á eina dóttir barna tuttugu ára, og einn fósturson tuttugu og fjögra ára. Myndar piltur. Hann heit- ir John Ross. Það er sagt að hann og Bella, dóttir Thomp- sons séu trúlofuð. Þegar Thomp- son lagðist veikur, vildi hann selja verzlunina því hann þurfti á miklum peningum að halda. En eigurnar voru ekki annað en verzlunin og húsið sem hann bjó í. Hann vildi helst láta Ross hafa verzlunina, en hann treysti sér ekki til að kaupa hana sökum peningaleysis. í búðinni vann annar maður, sem hét Henry Smith. Hann var búinn að vinna þar í tvö ár. Hann var óþektur öllum í B..... þegar hann kom þangað. Verzlunin átti að kosta fimtán þúsund dali. Og fimm þúsund dalir áttu að greiðast út í hönd. Smith kom til mín og bað mig að lána sér fimm þús- und dali. Hann hélt að ef hann næði verzluninni að sér mundi þá ganga betur að ná ungfrú Thompson frá Ross. Honum var illa við Ross, af því að hann frh. á 7 bls. I Þjónustu Námamannsins Það var mikið um að vera vorið 1896, þegar gull fanst í Kion- dyke; samgöngum voru erfiðar og seinfara og þrautir ferða- laganna tóku þungan skatt í mannslífum. Vöruverð var geysihátt, og hvorki hægt að kaupa varning né aðstoð nema við frágangsverði — reykt svínakjöt og egg hljóp upp á $3.50 máltíðin, og flutnings— gjald yfir sex mílur af Chilkoot Pass nam 50c á pundið. Lifið á námasvæðunum er nokkuð öðruvísi í dag. Hröð og fullkomin samgöngutæki hafa rofið múra vegalengdanna, og nú fær námaleitarinn við Red Lake, radium námamaðurinn við GreatBear Lake og gull- neminn að Dawsan EATON verðskrá, er rýfur múrana á vegi viðskiftalífsins. Aðeins stór póstpantanaverzl- un eins og EATON getur veitt dreifðu fólki það mikla úrval af vöriun, er EATON verðskráin sýnir. Þessvegna er það, að við flugvelli, hafnir og jártn- brautarstöðvar, er til námanna liggja, sjáið þér póstpoka og vörubirgðir frá EATON — 6- yggjandi sönnun þess trausts, er fjarlægir viðskiftavinir bera til vor. EATON’S Tveir skipbrotsmeim eru á timburfleka úti á hafi. Alt í einu segir annar þeirra: — Vertu hughraustur, viö nálgumst menninguna. Eg sé tvær sprengjuflugvélar á sveimi fyrir ofan okkur! BORGIÐ HEIMSKRINGLU— því gleymd er goldin skuld Borgarabréf, Fasteignabréf, Tryggingar Skírteini eru verðmæt skjöl—geymið þau á óhultum stað! • Þér megið ekki við að missa eignarbréf sem þessi. Fyrir minna en lc á dag, getið þér geymt þau í stálskúffu við Royal Bankann. Biðjið um að fá að skoða þessa öryggisskúffu á útibúi bankans næsta við yður. THE ROYAL BAN K O F CANADA =Eignir yfir $800,000,000:

x

Heimskringla

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.