Heimskringla - 01.11.1939, Page 4

Heimskringla - 01.11.1939, Page 4
4. SíÐA HEIMSKRINCLA WINNIPEG, 1. NÓV. 1939 lícrmslmmila \ (Stofnuð 1S96) KemuT út á hverjum míSvikudeffL Elgendur: THE VIKING PRESS LTD. IS3 og 355 Sargent Avenue, Winnipet Taltimia 36 537 Verð blaðslns er $3.00 trgangurlnn borglst tyrirfram. Allar borganir sendlst: THE VIKINa PRESS LTD. 3U vlðskifta bréí blaðlnu aðlútandi sendlrt: jj Mcnager THE VIKINQ PRESS LTD. 853 Sargent Ave., Winnipeg Ritstjóri STEFÁN EINARSSON Vtanáskrift til ritstjórans: EDITOR HEIMSKRINOLA 853 Sargent Ave., Winnipeg “Heimskringla” is publisbed and prlnted by THE VIKINQ PRESS LTD. 853-855 Sargent Avenue, Winnipeg Man. Telephone: 86 537 WINNIPEG, 1. NÓV. 1939 KOM HEILL! Hverjir eru allir þessir “óttalega” fallegu menn, sögðu sumir, er þeir sáu Heimskringlu með stóru myndinni á fyrstu síðu s 1. viku. Þó ekkert væri sérlega einkennilegt við þá, eins og oft er þó með hljómlistarmenn, sem nálega altaf eru grettir í framan, ef ekki beint ljótir, með úfið hár og pírandi, fuglsleg augu, voru þessir fallegu menn í einkennisbún- ingnum á myndinni úr þessum flokki manna, hljómlistarmanna. Þeir eru “ís- lenzki karlakórinn frá Dakota.” Það var ekki von að menn grunaði það um svo fríðan hóp, snyrtilegan í allan handa máta og með vel strokið hár. En svo hefir verið sagt, að Dakota íslendingar væru allra manna ásjálegustir arfar hins bjarta norræna kyns hér vestra, svo á þessu er ekkert að furða, jafnvel þó söngmenn og listamenn séu. En þess skal líka getið að þeir búa í einu bezta og frjálsasta landi undir sólunni, sem eflaust yá sinn þátt í þessu, enda þótt þeir séu ekki einir Vestur- ísleninga af gömlum og góðum íslenzkum höfðingjum komnir. En það sem mestu skiftir nú um þessa landa syðra, er það, að þeirra er von til Winnipeg 6. nóvember. Þeir hafa ákveðið að syngja í Fyrstu lút. kirkju og láta til sín heyra. Tekur Karlakór fslendinga í Winnipeg á móti þeim fyrst og fremst, en Winnipeg íslendingar yfirleitt bjóða þá heila koma og bíða með eftirvæntingu eftir að heyra þá syngja. Vakti fréttin af komu Dakota-kórsins svo mikla eftirtekt hér og þótti svo mikilsverð, að einstöku félög, eins og t. d. stúkan Hekla, sem auglýst hafði ‘tombólu’ hér sama kvöld, skaut sam- stundis á skyndifundi til að fresta “tom- bólu” sinni. Það sagði sig sjálft, að svo góðir gestir sem hér um ræðir, hefðu alt vald um skemtanir í félagslífi fslendinga þennan eina dag og þeim væri helguð stundin hér nyrðra, svo heimsóknin yrði þeim sem ánægjulegust. Þannig eru Win- nipeg-íslendingar stemdir í þessu efni og er vonandi að gestunum verði ferðin sem eftirminnilegust. íslendingar hvar sem eru, ættu að meta viðleitni Ianda þeirra í Dakota, að koma á fót kór sem þessum. Við Winnipeg-landar vitum hve sterkur þáttur Karlakórinn hér er orðinn í félagslífi voru. Og það fer ekki hjá'því að Dakota-kórinn verði því í sínu umhverfi hin sama lyftistöng. Vegna þess meðal annars hlakka Winnipeg ís- lendingar til komu kórsins og viðkynn- ingar hér nyrðra og bjóða hann einlæg- lega velkominn. Botnar þú nokkuð í þessu sálnaflakki, sem þeir eru að tala um nú upp á síð- kastið? Eiginlega ekki. En líklega er það helzt svo að skilja, að sálir flokkaranna geti ekki felt sig við kyrsetuna í öðru lífi. TVÖ ÞÝZK HERSKIP ÚTI Á RÚMSJó Brezki sjóherinn hefir ýmislegt á hönd- um sér. Eitt erfiðasta verkefni hans þessa stundina, er að leita uppi tvö þýzk herskip, sem úti á rúmsjó eru. Heita skipin Admiral Scheer og Deutschland. Þau hafa verið einn mánuð út um höf, skimandi eftir bráð. En brezka flotann hafa þau getað forðast til þessa. Þau hafa sökt þrem skipum alls, 2 brezkum og 1 norsku, hið fjórða tók annað þeirra (Deutchland) nýlega. Það var bandaríska skipið “City of Flint”. Hvort þessara þýzku skipa hefir 6 byss- ur 11 þumlunga hlaupvíðar. Hraði þeirra er 26 mílur (knots) á klukkstund. Þau geta gert sig út með eldsneyti til 20,000 mílna ferðar. Með byssum sínum geta þessi skip skotið 15 mílur og draga því miklu lengra en herskip þau, sem vöruskip- um fylgja er um sjóinn sigla. En Bretar eiga þrjú skip, sem við þessi þýzku geta átt. Það eru herskipin Hood, Repulse og Renown. Hood hefir 8 byssur með 15 þumlunga hlaupvídd og 32 mílna hraða; hvort hinna skipanna hefir 6 byssur af sömu stærð; hraði þeirra er 31 míla. En það er að komast í námunda við þessi þýzku skip og vita hvar þau eru áður en þau verða þess vör, sem erfðileikunum veldur. En að vísu aðstoða nú flugskipin við það, sem ekki varð gripið til í síðasta stríði til þessara hluta; eiga Frakkar tvö herskip, með 13 þumlunga stórum byssum, sem við þýzku ræingjaskipin geta átt, en þau geta ekki haft eldsneyti með sér til lengri ferðar en 7,500 mílna. Það er talið víst, að eldsneyti sitt hafi þýzku skipin nú alt notað, er þau lögðu upp með, en að þau eigi í seli og nái í forða einhvers staðar, helst í Suður-Ame- ríku, svo þau geti haldið áfram spell-virki sínu. Þegar Deutchland náði bandaríska skip- inu, City of Flint, lét það nokkra menn sína taka þar við stjórn og sigla því til Murmansk á norðanverðu Rússlandi. En sjálft forðaði það sér burt, enginn veit hvert. Þessi þýzku herskip eru því mestu vá- gestir á sjónum. En það getur samt dreg- ist, að þeim verði náð. Maður frá Wales og einn af hinum ó- trauðu fylgismönnum Lloyd George var í fyrri daga að hrósa foringja sínum, er andstæðingur einn greip fram í: “Þetta getur enginn nema guð, en við vitum það þó, að Lloyd George er ekki guð.” “Nei, getur verið,” sagði Wales-maður- inn, “en hann er ungur enn!” HLUTLEYSI RÚSSA YAFASAMT Rússar hafa til þessa lýst sig hlut- lausa í þessu stríði. Samningur þeirra við Þjóðverja, vakti að vísu illan bifur í fyrstu, en síðar litu flestir á hann sem tækifæris giftingu. Nú ber þó ýmislegt með sér að góðar ástir hafi tekist með Stalin og Hitler. Síðast liðna viku bar Stalin t. d. sakir á Breta fyrir innilokun Þýzkalands. Kvað hann það brot á al- þjóðalögum, að kalla allar vörur bann- vörur. Og ef þeir tækju skip með vörum til Rússlands, yrði Bretum fært það til skuldar. Brezkir lögfræðingar litu í al- þjóðalögin og svöruðu Rússum því, að þeir hefðu ekki lesið þau til hlítar. Staiin fjasaði og talsvert um hvaða tjón almenn- ingi á Þýzkalandi væri með þessu unnið. En á hitt mintist hann ekki, hvað almenn- ingur í Póllandi líður fyrir aðgerðir Hitlers þar, að ekki sé minst á þær 50 þúsundir varnarlausra borgara, sem lífi týndu í sprengj u-hernaði hans. Þá fann Stalin Bandaríkjunum til saka, að þau sendu bannvörur til Englands. En um kafbáta- iðju Þjóðverja og eyðileggingu á skipum hlutlausra þjóða, segir Stalin ekkert. Hún kemur ekki í bága við alþjóðalög, fremur en önnur svívirðing í frammi höfð af Hitler við smærri nágranna þjóðir sínar! Og kommúnista blöð í Englandi, birtu áskoranir síðast liðna viku um, að aðhyil- ast friðartilboð nazista. Það segir til hvaðan vindurinn blæs. Alt ber þetta með sér, að Rússar séu ekki eins hlutlausir og þeir segjast vera. Að náin viðskifti eigi sér stað milli Rússa og Þjóðverja, efar nú enginn. Þjóðverjar senda verkfræðinga hópum saman til Rúss- lands til að koma iðnaði þar á rekspöl og Rússar láta Þjóðverja hafa bæði vörur og gull í staðinn. Það eru sjáanlega sameiginleg áform Rússa og Þjóðverja, að þröngva sem flest- um hlutlausum þjóðum til að verzla við Rússland eða Þýzkaland, ekki sízt þeim, er við Bretland skifta. Það er nú talin ástæðan fyrir því, að Rússar fóru eins að í Eystrasaltlöndunum og raun varð á og sem í engu er frábrugðið aðferðum Hitlers í Austurríki og Tékkóslóvakíu. Og Rússar hnekkja áreiðanlega viðskiftum Breta við Norðurlönd, einkum Sviþjóð, með aðstöðu sinni nú á Austursjónum. Og þessa stundina er sagt að Stalin hafi ekki augun af Bessarabíu, sem er hluti af Rúmaníu, er Bretar og Frakkar hafa heitið vernd. Stígi Stalin fet inn í Rúmaníu, er hann kominn í stríð við vestlægu banda- þjóðirnar, Frakka og Breta. Og þar mun hann fremur fara af stað en að senda lið á vesturvígstöðvarnar, ef ástin á Hitler og athæfi hans er honum orðin ómótstæðileg og hann hefir gleymt orðunum, sem Hitler velur Rússum í bók sinni (Mein Kampf) þar sem hann kallar þá úrhrök mannkyns- ins og foringjana glæpamenn með blóðug- ar hendur til axla! En Hitler hefir verið þrálátur biðill. Fyrir nokkru er stór nefnd rússneskra iðn- aðar og viðskiftamanna heimsótti Þýzka- land, var farið með þá aftur og fram um alt landið. Þeim var sýnd hver verk- smiðja, farið með þá í siglingatúr á her- skipunum þýzku og Siegfried-hervamar- virkin voru þeim sýnd. Eftir þessa yfir- skoðun völdu Rússar svo verksmiðjurnar, er þeir gáfu pantanir sínar. Og Hitler vonar vissulega að af þessu leiði þá sam- vinnu, að Þýzkaland finni ekki mikið til þess, þó Bretar loki viðskiftum þeirra við aðrar þjóðir. Hann þreytist aldrei á að benda Stalin á að velferð þessara landa sé svo sameiginleg, að fyrir því megi ekki loka augum. Hitier þykist með Rússum geta lokað Breta inni, því með þeim sé hægt að brjótast gegnum Dardanella-sundin til Miðjarðarhafsins og ná fótfestu í Vestur- Asíu. Suður-Evrópa falli þá og brátt að fótum þeirra fóstbræðranna. Þetta er nú draumur Hitlers. Að Stalin hætti sér út á ísinn, er enn ekki hægt að fullyrða neitt um. Verði Þýzkaland yfir- unnið, sem engin efi er á að bíður þess, hvað sem fóstbræðurnir taka til bragðs, getur vörnin orðið erfiðari síðar meir fyrir Rússlandi einu. En til þess að lengja stríðið, er eina vonin fyrir Hitler, að draga Rússa inn 1 það. Og í því skyni hefir hann nú nýlega sent eina nefndina enn til Moskva. Fáist Stalin ekki í stríð, verður eflaust farið fram á, að hann hlutist ennþá til um frið. Til hvers Stalin liggur góður hugur, er því ekki að efa. Að hann hafi verið að leika á Hitler með því að ræna Eystra- saltslöndunum, eins og sumir ætla, er fá- sinna mesta. Sá kaupskapur hefir allur verið áætlaður. Það var ekki til einskis að vinna, að fá hann til að leggjast á sveifina með sér. Hitler hefir haldið sinni eigin þjóð í skefjum fyrir það, að hann náði vináttu Stalins og heldur henni enn sem komið er. Með henni ætlaði Hitler sér fyrst og fremst, að ná hagfeldum friði fyrir sig. Hvort að hún reynist eins örugg eftir að í það skjól er fokið, hlýtur bráð- lega að koma í Ijós. Nýir tímar: Vertu blessaður, nú þarf eg að fara heim, að búa til matinn. Er konan þín veik? Nei, en hún er orðin svöng. KYNÞÁTTA-KENNINGIN Eins og kunnugt er, hefir kynþátta- kenningin svonefnda verið í miklu afhaldi í Evrópu um æði langan tíma. Hún er ein af meginstoðunum undir allri hugmynda- smíð Nazistanna þýzku um ágæti og yfir- burði hins svokallaða aríska kynþáttar og ýmsum öfgum og algerlega ósönnuðum hugmyndum um vissa kynþátta eiginleika, sem hinir og aðrir svokallaðir fræðimenn hafa haldið mjög á lofti og pólitískir lýð- skrumarar hafa notað sér til framdráttar. Kenning þessi byggist á þeirri skoðun, að það séu til nokkurn vegin hreinir og óblandaðir kynþættir meðal jarðarbúa. — Einkum er það hinn svonefndi aríski kyn- þáttur, sem á að vera hreinn og öllum öðrum kynþáttum fremri að viti og mann- kostum. Náttúrlega fylgir slíkri skoðun sem bein ályktun, að hann eigi að drotna yfir öðru mannfólki á jörðinni og fara með hin æðstu völd, þar sem hann sé sérstökum 'hæfileikum gæddur, sem geri hann einkan- lega hæfan til slíkra starfa. Tveir nafnkunnir enskir vísindamenn, Julian Huxley og A. C. Haddon hafa ritað bók um þetta efni, sem heitir We Euro- peans. Þeir sýna fram á með óhrekjandi rökum, að öll þessi kynþátta-kenning sé í alla staði óvísindaleg og ekkert annað en heilaspuni ýmsra rithöfunda, sem hafi haft mjög lítið vit á mannfræði og þjóða- fræði. Upphafsmenn kenningarinnar um hinn aríska kynþátt má telja málfræðinginn mikla Max Muller, sem var Þjóðverji en ól mestan sinn aldur á Englandi. Skömmu eftir miðja nítjándu öldina fór hann að rita um arísk tungumál og arískan kyn- flokk. Skoðun hans var í stuttu máli sú, að hin svonefndu arísku tungumál, pers- neska og sanskrit, með þeim málum, sem frá henni eru komin, í Asíu, og flest Evrópu tungumálin, væru öll komin frá einu frummáli, sem hefði verið talað af fólki, sem upprunalega hefði búið í Mið-Asíu. Hann var ekki sá fyrsti, sem notaði orðin “ar- ískur” og “aríanar”, en hann kom þeim fyrst verulega á gang með ritum sínum. Orðin eru lánuð úr sanskrit og er merking þeirra í því máli: ágætur, heið- arlegur. t Skoðun Mullers hefir mjög mikið verið dregin í efa, og það hefir verið sýnt fram á, að hún er að sumu leyti röng. Bæði er það, að asíönsku málin af aríska málaflokknum eru ekki eldri en hin evrópisku, eins og hann héJt fram, og, það sem er meira um vert, engin sönnun er til fyrir því, að það hafi nokkurn tíma verið til nokkur mannflokkur, hvorki í Asíu né nokkurs staðar annars staðar, sem hafi haft alveg sérstök og ákveðin ættar- einkenni og hafi talað þetta ar- íska frummál. Muller tók það og sjálfur fram, þegar skoðun hans varð fyrir mótspymu, að með orðinu aríanar ætti hann eingöngu við tungumál, en ekki við nokkur kynflokka einkenni. En aðrir rithöfundar tóku upp skoðun Mullers og gerðu mjög mikið úr henni. Þar á meðal voru brezkir rithöfundar efns og Thomas Carlyle, J. A. Froude og fleiri. Tveir franskir rithöfundar, Gobineau og La- pouge, gerðu allra manna mest til þess að útbreiða hana, og ýmsir þýzkir rithöfundar tóku feginsamlega við henni og not- uðu hana til að ala á óvild til Gyðinga. f nánu sambandi við þessa kenningu um aríanskan kynþátt stendur hugmyndin um hinn ar þjóðverjans Gustav Koss- inna, sem þóttist hafa fundið sannanir fyrir því með forn- menja rannsóknum, að allar framfarir í Evrópu áður en saga þjóðanna var skráð hefðu verið að þakka þessum nordisk-ger- manska-aríanska þjóðabálki. — Hann hélt fram að hið uppruna- lega heimkynni hans hefði verið kringum Eystrasaltið og við Norðursjóinn. Álíka viturlegar eru ályktanir annara þýzkra rit- höfunda, sem hafa reynt að telja sjálfum sér og öðrum trú um, að Jesús frá Nazaret og Dante ha|fli veriið germanskir eða tevtónskir menn. Og jafn- vel í Bandaríkjunum hefir þessi þjóðfræðis speki haft áhrif á innflytjenda lögin. Um Gyðingana segir Huxley, að þeir séu ekki fremur hreinn og óblandaður þjóðflokkur held- ur en Englendingar eða Þjóð- verjar. Gyðingar voru blönduð þjóð, þegar þeir fyrst komu fram á sjónarsviðið á Gyðinga- landi. Og um allar þær aldir, sem þeir eru búnir að lifa víðs- vegar um heiminn innan um annað fólk, hafa þeir blandast saman við þá, sem þeir hafa dvalið með. Það, sem heldur Gyðingum saman er ekki skyld- leiki eða ættartengsl, heldur trúarbrögð og félagslegur þjóð- ararfur. Gyðingar í Afríku, í Austur-Evrópu, á Spáni og í Portúgal eru næsta ólíkir í út- liti. Á Þýzkalandi hafa verið til Gyðingar síðan á fyrstu öld- unum eftir Kr., og það er lík- legt, að það sé enginn núlifandi Þjóðverji til, sem ekki eigi Gyð- ing einhvers staðar meðal for- feðra sinna. Alt tal um hreint frumnorræna stofn (nordic . race). Þessi kynstofn er alger- ^yn “* WoS-erfð.r er e.ntomnr lega ímyndaður og enginn veit i 'nfun- . . enn el a. e 1 ... .a ,neitt bloð íra íorfeðrum smum, neitt um tilveru hans eða upp-1 runa. Það eina, sem menn vita með nokkurri vissu um þennan kynstofn er, að á Norðurlönd- um, á Skotlandi og Norður-Eng- landi, á Frakklandi og Þýzka- landi og svo nokkuð víða annars staðar er til hávaxið, ljóshært og langhöfðað fólk, sem er í útliti óll0<t hinu íágvaxnará, idölkk- hærða og breiðhöfðaða fólki í Suður-Evrópu, sem heyrir til Miðjarðarhafs- og Alpa-kyn- flokkunum, sem svo eru nefndir. Víðast hvar er þetta fólk orðið blandað saman við hinn suð- rænni og dekkri kynstofn og það er algerlega óvísindaleg hugmynd, sem er komin frá Ari- stótelesi, og hefir verið endur- vakin með öðrum úreltum hug- myndum, til þess að breiða út nazistiska þjóðrækni. Allar nútíma þjóðir eru bland- aðar, það er enginn hreinn og ó- mengaður kynflokkur til í heim- inum, jafnvel japanítar, sem um langan aldur voru eins afskekt- ir og nokkur stór þjóð gat verið, eru blönduð þjóð. Blöndunin er góð og hefir víða haft þau áhrif, að sýnilegar framfarir hafa orð- ið af völdum hennar. En það finst helzt hvergi óblandið nema'er að mestu leyti að hahha menn- sums staðar á Norðurlöndum. Iingarlegum áhrifum og örfandi Það að þessi týpa er svo dreifð, félaSsleSum hreyfingum, þar og blönduð saman við hina ev- í sem tvelmur slær sam- rópisku kynflokka bendi til þess!an’ eða >ar sem að útlendingar að einhverntíma hafi verið mikil falía ser Lóifestii meðal annara innrás þessa flokks til Vestur-1Þjóða- Sagan sýnir ótvíræðilega Evrópu. En hvenær hún var|að. þess konar heiUavænleg á- hrif hafa margoft átt sér stað. Það, sem því myndar eina þjóð er ekki sameiginlegur upp- ið af sléttunum á Suður-Rúss- íruni allra meðlima hennar, ekki landi. En hvað sem því líður þá,nein kynþáttar-hreinræktun — er margt, sem bendir til þess að alt slikt er ímyndun — en það hann sé ekki mjög gamall í ,sem myndar hana er menning, Vestur-Evrópu, t. d. benda forn j1ÖS- trúarbrögð, hagsmunir, hættir og siðir og ótal margt fleira, sem gefur hverri þjóðar- heild sín einkenni og meðvitund um að hún sé stjórnarfarsleg og menningarleg heild. G. Á. eða hvaðan flokkurinn koip veit enginn, sumir fræðimenn hafa getið þess til, að hann hafi kom mannvirki eins og Stonehenge á Englandi á suður-evrópiskan uppruna. Kenningin um þennan frum- norræna kynstofn eða nordiska mannflokk hefir verið notuð þannig, að það hefir verið gert ráð fyrir, að hann hafi risið upn | Bretland og Bandaríkin eru hreinn og óblandaður einhvers j £éð lönd að búa í fyrir hvern staðar í Norður-Evrópu endur ;mann sem fýsir að hafa ofan af fyrir löngu, og að hann hafi verið gæddur frábærum hæfi- leikum, einkum að því er snertir forustu og áræði til nýrra at- hafna. Og hvar sem að svo þessir hæfileikar finnast meðal hinna blönduðu þjóða Evrópu þar á það að vera að þakka norræna hlutanum af þjóðinni. Hvað mikil firra þetta er sézt bezt af því að ýmsir mestu menn á Englandi, Frakklandi og Þýzkalandi hafa alls ekki til- heyrt langhöfðunum, heldur ver- ið af breiðhöfða kyninu. Sem dæmi þess út í hvaða öfgar talsmenn hinnar nordisk- aríönsku kynþátta hugmyndar hafa lent, má benda á kenning- fyrir sér með vinnu, áhættuspili eða prettum. Einstaklingurinn er hvergi, ekki einu sinni í lönd- um sem skipulagðara eða vís- indalegra stjórnfyrirkomulag hafa, frjálsari en þar. James Birdie Við ættum að reyna að hafa ekki áhyggjur af nema einu í einu. Sumir hafa áhyggjur af þrennu samtímis: fortíðinni, nú- tíðinni og framtíðinni. Edward Everett Hale Margir menn senda eftir lækni þegar þá langar til, að einhver taki þátt í mæðu þeirra. C. Price.

x

Heimskringla

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.