Heimskringla - 01.11.1939, Side 5

Heimskringla - 01.11.1939, Side 5
WINNIPEG, 1. NÓV. 1939 HEIMSKRINGLA 5. SÍÐA FRÉTTAMOLAR FRÁ CHICAGO Það hefir dregist lengur en skyldi að láta heyra frá íslend- ingum hér í Chicago á þessu ári. Þó ekki.séu þeir hávaðamenn miklir, þá láta þeir samt tölu- vert til sín taka á ýmsum svið- um mannfélagsmálanna, bæði verklega og andlega, eiga þeir því skilið að þeirra sé getið að einhverju. Það er líka skylda eins og eg hefi sagt áður, að ís- lendingar láti heyra frá sér í íslenzku blöðunum af og til; ekki sízt þar sem einhver félagsskap- ur lifir á meðal þeirra, bæði til fróðleiks fyrir söguritara okkar í framtíðinni, og einnig í frétta- skyni fyrir þá sem enn lesa ís- lenzku blöðin. Ekki svo að skilja að það hafi nokkrir stórviðburðir ártt sér stað hér, það sem snertir okkur íslendinga persónulega. Þó stór- viðburðir séu auðvitað að gerast yfir allan heiminn alt í kring um okkur, og sem í sjálfu sér snertir alla lifandi menn, og mun að lík- indum snerta um ókomna ára- tugi. En um það ætla eg ekki að skrifa heldur um okkar litla íslenzka flokk hér í Chicago. fslendingafélagið Vísir er nú aftur tekið til starfa eftir sum- arfríið, og hafði fyrsta fund sinn 6 okt., var hann vel sóttur, eitthvað um 120 manns; við hér köllum það vel sótt, af ekki stærri hóp en við höfum, eitt- hvað um eða yfir 300 manns. Það sýnist töluvert fjör í þeim félagsskap nú þetta haust, hafa starfsnefndir verið kosnar fyrir komandi ár sem hafa hver sín hlutverk, svo sem fjárhags og útbreiðslunefnd — auglýsinga- nefnd — ungmennanefnd — kaffinefnd — sjúkranefnd og prógramsnefnd; eru þrír til fimm í hverri. Sýnir þetta strax áhuga og að eitthvað muni starf- að á komandi ári. íslendingadag sinn hélt Vís- ir sunnudaginn 30. júlí á sama stað og áður (Harmswood For- est Preserve). Það hefir oft verið reynt að fá utanaðkomandi r*ðumenn, en að þessu sinni var heimafólk fengið til að halda þar ræður. Mrs. Alex Benson og Victor Árnason héldu þar stutt- ar ræður, var goður rómur að þeim gerður. Mrs. Benson er vel þekt hér meðal fslendinga sem greindar kona, og oft hefir látið til sín heyra á prógrammi, aftur hefir Victor Árnason ekki komið fram áður, hann útskrifaðist frá II- linois háskólanum á síðasta vori, er> heldur þar áfram námi við að lesa lög. Einnig var sungið wikið af íslenzkum söngum, og fólk skemti sér hið bezta, enda var veðrið hið ákjósanlegasta. “Sport” var líka um hönd haft, og góðir prísar gefnir fyrir hæstu vinninga. Árni Helgason tók þar nokkr- ar hreyfimyndir. Voru þær Sýndar á síðasta Vísis-fundi. — Hann er forseti Vísis nú síðan J- S. Björnsson hætti stjórn fé- lagsins vegna heilsubilunar, — hann hafði verið forseti þess frá hyrjun. Mjög vinsæll maður; er nú á góðum batavegi. Árna Helgason munu margir íslendingar kannast við, ekki sízt vegna hreyfimyndanna frá íslandi sem hann hefir verið að sýna norður í Canada og eins sunnan línunnar, hann er mesti úugnaðarmaður og væntum við Sóðs af honum sem forseta fé- ^agsins. Hann hefir verið heiðr- aður af konungi íslands og Dan- nierkur með riddarakrossi ís- lenzka fálkans. Prófessor Sveinbjörn Johnson, nafnkendasti íslendingurinn hér um slóðir, sem allir íslendingar vestan hafs munu kannast við, var einnig heiðraður af konungi íslands og Danmerkur, með stór- riddarakrossi íslenzka fálkans. Eins var hinn frægi uppfynd- ingamaður og rafurmagnsfræð- ingur, H. C. Thordarson, heiðr- aður með stórriddarakross. — Þessi heiðursmerki bera vott um að þessir menn hafa skarað fram úr hver á sínu sviði, og ættu ís- lendingar að gleðjast yfir þeim heiðri sem þeim hefir hlotnast og árna þeim heilla yfir þeim sigri sem þeir hafa unnið. íslenzka taflfélagið hefir aft- ur tekið til starfa eftir sumar- fríið, hafði sinn fyrsta fund 14. okt. Það hefir 15 meðlimi. Á síðasta ári tefldu þeir kapptöfl við tvö önnur taflfélög, 19. maí við Oak Park klúbbinn, var teflt á 8 borðum og varð jafntefli. ís- lendingarnir unnu 4 og töpuðu 4. 3. júní tefldu þeir við taflfélagið í Evanston, sem hefir 120 með- limi eða fleiri. Var telft á 12 borðum, og unnu íslendingarnir 7 en töpuðu 5. 27. ágúst s. 1. var kapptafl háð á milli Illinois-ríkis og Wis- consin. Telft var á 40 borðum. Vann Illinois 25 en tapaði 15. Þrír íslendingar frá okkar tafl- félagi tóku þátt í því tafli fyrir hönd Illinois og unnu tvo og gerðu jafntefli á einu. íslenzku þáttltakendurnir voru Ei^ikur Vigfússon, Ágúst Anderson og Júlíus Anderson. Ágúst og Ei- ríkur unnu og Júlíus gerði jafn- tefli, er það vel að verið af svo fámennum hóp, má heita að ís- lenzku taflmennirnir hér í Chi- cago hafi gert vel á þessu síð- asta ári. Fyrir stuttu síðan var sam- sæti haldið þeim Mr. og Mrs. W. H. Taylor, 3111 North Kolmar Ave., í tilefni af því að þau höfðu keypt sér hús, var fjöldi fólks þar samankomið og skemti sér vel, var þeim hjónum gefin sijfurborðbúnaður af veizlugest- um. Mrs. Taylor er íslenzk, ættuð frá Winnipeg, dóttir Mr. og Mrs. Árna Anderson klæð- skera, nú dáinn fyrir mörgum árum en Mrs. Anderson til heim- ilis í Winnipeg. Þessi hjón eru mjög vel kynt hér og taka mik- inn þátt í félagsmálum íslend- inga. Mrs. Taylor er nú í stjórn- arnefnd Vísis. Annað samsæti var haldið síð- asta laugardagskvöld (21. okt.), þeim hjónum Mr. og Mrs. Mc- Leod, líka í tilefni þess að þau höfðu keypt sér hús, það má ekki skilja það svo, að það sé stórviðburður þó einhver kaupi sér heimili, en þessi litli flokkur íslendinga hér í Chicago notar sér þessi tækifæri til að sýna þessum hjónum þann vinarhug sem til þeirra er borinn, og láta á þann hátt í ljósi þakklæti sitt til þeirra fyrir þá góðu viðkynn- ingu sem við höfum af þeim. — Mrs. McLeod er íslenzk líka, var Miss Búason áður en hún giftist. Það nafn munu margir íslend- ingar norðan línunnar kannast við frá fyrri tíð. Maður hennar er skozkur, þau hafa tekið mik- inn þátt í öllum íslenzkum fé- lagsskap. Mrs. McLeod er einn- ig í stjórnarnefnd Vísis. Þeim var gefið “dinner set” við þetta tækifæri. Um nokkrar undanfarnar vik- ur hafa staðið yfir fundarhöld á milli fulltrúa allra skandinava þjóðarbrotanna hér 1 Chicago. Hugmyndin er sú að koma á nánari samvinnu á milli þeirra, ef einhver þau mál kynnu að koma upp er snertu þá sameigin- lega og eins til að kynnast betur hver annari. Einnig er ætlast til að í það minsta ein samkoma sé haldin á ári, þar sem allir þjóðflokkarnir taki þátt í með ýmsu þjóðlegu svo sem söngum ásamt fleiru. Fimm fulltrúar eru frá hverj- um þjóðflokk, svo nefndarmenn eru 25 að tölu. Fulltrúar fyrir- hönd íslendinga eru J. S. Björns- son, Árni Helgason, S. Storm, Egill Anderson og S. Árnason. Félagsskapur þessi er nefnd- ur “Scandinavian American Al- liance.” Um þennan félagsskap skal eg ekkert segja að svo stöddu, því hann er aðeins í myndun, en eg mun minnast hans síðar, ef hann nær að ein- hverju leyti tilgangi sínum. Aldraður íslendingur, Jóhann Sveinsson að nafni, dó hér í Ghi- cago í sumar, um ætt hans er mér ekki kunnugt, hann hafði lítið verið á meðal íslendinga síðan hann kom hingað, þangað til á síðasta ári að hann hafði komið á nokkra fundi vísis. — Hans var vitjað af íslendingum á meðan hann lá á spítalanum, og um útför hans var séð af Vísi. Annað markvert man eg ekki að sinni, en mun reyna að senda línur seinna ef vel viðrar. S. Áranson BAHÁ’U’LLÁH Frh. frá 1. bls. á miðöldunum, ættu allir að geta séð hvað mikil nauðsyn það er. Hefir líka verið reynt með Es- peranto. En það er alhægt að skapa nýtt mál, hitt er erfiðara að skapa bókmentir á því máli, enda hefir lítið orðið af þessum tilraunum hingað til. Töluverða útbreiðslu hefir þessi hreyfing fengið. Eru bæk- ur hennar nú komnar á 25 tungu- mál þar á meðal íslenzku. Er nú verið að prenta fyrstu bókina í Reykjavík og er byrjunin á fyrsta kaflanum sem fylgir: BAHÁ’U’LLÁH OG NÝI TÍMINN I. KAFLI Fagnaðarboðskapurinn “Hann, sem allar þjóðir heims- ins hafa fengið fyrirheit um, hefir birst. Allar þjóðir og öll samfélög manna hafa vænst opinberunar, og Bahá’u’lláh er | mannkynsins mesti kennari og! uppeldisfræðingur”. — ’Abdu’l- Bahá. Mesti viðburður veraldarsögunnar Lesum vér söguna um þroska- braut mannsins, eins og hún er sögð í veraldarsögunni, verður oss það ljóst, að við og við koma fram menn, sem með yfirburð- um sínum og fyrir opinberun áður óþektra sanninda, lyfta mannkyninu hærra á þroska- braut þess. Uppfyndingamenn, brautryðjendur á ýmsum svið- um, andlegir afburðamenn, spá- menn — það eru mennirnir, sem hafa lyft mannkyninu og um- skapað heiminn. Carlyle segir um þetta: “Auðsæ sannindi, mjög auðsæ, að oss virðist, eru það, að mað- ur, sem gæddur er æðri visku, sem hefir eignast áður óþekt, andleg sannindi, er eigi einung- is sterkari en tíu menn, sem ekki þekkja þau, eða tíu þúsund, heldur er hann sterkari en allir menn; á meðal þeirra stendur hann íklæddur ljósvakans engla orku, eins og hann hefði í hönd- um sér sverð úr vopnabúri him- insins sjálfs, sem engin herklæði eða vígturn stenst til lengdar fyrir”. — Signs of the Times. Sannindi þessara orða eru ber- sýnileg í sögu vísinda, tónlistar og annara lista, en á engu sviði eru áhrif ofurmennis og boð- skapur hans bersýnilegri og þýðingarmeiri en á sviði trúar- bragðanna. Hvað eftir annað, eftir því sem aldirnar liðu, þeg- ar andlegt líf var í hnignun og siðferði spilt, birtust meðal mannanna spámenn, öllum öðv- um fremri og leyndardómsfyllri. Þeir hafa risið gegn heiminum, einir, án nokkurrar mannlegrar aðstoðar, hluttekningar eða full- komins skilnings, eins og sjá- endur meðal blindingja, til þess að flytja mönnunum guðspjall réttlætis og sannleika. Nokkrir meðal spámannanna gnæfa hæst. Með fárra alda millibili birtast miklir, guðlegir boðberar — á Austurlöndum Krishna, Zóróaster, Móses, Jesús, Múhamed — eins og and- legar sólir, til þess að bera birtu inn í myrkrið í sálum mannanna og vekja þá af svefni. Hverjar sem skoðanir vorar á kenningum þessara miklu trúarhöfunda kunna að vera og á þýðingu þeirra hvers um sig, verðum vér að viðurkenna, að þeir hafa átt méstan þátt í andlegum þroska mannkynsins. Allir þessir spá- menn fullyrða, að orð sín séu guðleg opinberun, að þeir mæli það ekki af sjálfum sér, heldur séu þau guðlegur boðskapur, sem þeir flytji mönnunum. Hvort sem maður felst á alt það sem hér er sagt er ekki hægt að neita því að hér er úr hlaði riðið með meira víðsýni en í rétt- trúnaði eldri trúarbragða er að heilsa. Munu frjálslyndu deild- ir kristninnar, unitarar og uni- versalistar, vera þar eina und- antekningin. Enda byrjaði Mr. Estall ræðu sína með eftirfylgjandi orðum: “Þetta er sannarlegt guðs hús þar sem.flytja má hvern þann boðskap sem Guð hefir blásið sínum andans mönnum í brjóst frá upphafi vega.” Gekk ræðan út á það sem hér á undan hefir á verið drepið, en auðvitað farið mikið lengra út í þá sálma en hér er gert. Öll var guðsþjónustan hin virðulegasta því ekki spilti unitariska messu- formið ná hinir andríku sálmar Samuels Longfellows er sungnir voru. Sannarlega má fagna yfir guðstrúnni hvaðan sem hún kemur. Alt er betra en hin sið- lausa flagðkona efnishyggjunn- ar, sem er svo kjaftstór að hún má hann aldrei opna svo hún detti ekki ofan í hann sjálf; svo rangeygð að ef hún tárfellir renna tárin niður eftir bakinu og svo nautheimsk að henni er ó- mögulegt að leggja saman tvo og tvo nema annar tölustafurinn sé fyrir ofan hinn. Ef þeir eru samhliða verður summan annað- hvort 3 eða 5. Fylgjendur henn- ar eru þeir er séra Matthías á við þar sem hann segir: “Þótt þú sýnir sumum mönnum Sex og tveir eru átta ei meira Sex og tveir, það er svika tala Segja þeir það er einum fleira.” í !k . . m B H * Bahá’u’lláh er framborið baháulla með áherzlu á öðru at- kvæði og 1-in lin eins og í milla. MóÐIR MIN Það var laust fyrir hád. 18. okt. 1939, að mér varð gengið út að póstkassanum okkar — þungt var loftið og skýjað, haustið var í nánd, það var auð- séð á öllu. Lauftré skógarins voru farin að skifta litum, þeir voru orðnir rauðfölir, brúngulir, Eilíf-grænu trén stóðu fagur- leg í baksýn, tignarleg baktjöld þeirra voru með bláum og svört- um litum. Stóð eg þarna og teigði í mig, þessa unaðsfögru mynd hausts- ins, þegar bifreið stanzar fyrir framan mig, maður stígur út og fær mér skeyti frá Rvík. ísl. Þar standa þessi orð: Móðir okkar skyldi við í morgun. Þegar heim kom var farið að rigna ákaflega, það var mikill léttir fyrir mig, því mér fanst himininn vera að gráJta með mér. Ó mamma, þú gast ekki beðið — Það var ekki von; þú máttir eigi lengur bíða — þitt skeið var á enda runnið. Eg veit þú fyrirgafst mér á- valt, þegar eg tjáði þér ár hvert (úr fjarl.) eg mundi koma heim, já og að ári mundi eg áreiðanl. koma. Vonbrigði okkar beggja gat víst engin skilið —‘jú. ó jú, presturinn sem ávarpið skrifaði í “Árdísi” 1938, hefði hans góða hugarfar hrifið hugi lesandans og verið rétt skilið hefði ef til vill öðruvísi farið, blessun fylgi ávalt starfi hans þess góða og göfuga manns. Eg tileinka hon- um eina af mínum myndum er eg kalla “Bæn”. Við erum enn níu systk. sem syrgjum þig, (ásamt barnaböm- um) — þú dóst á afmælisd. burt- kölluðu öllu (Aðalheiðar) okkar — fagnar hún þér í guðs friði. Við erum mjög þakklát að hafa haft þig á meðal okkar á níunda tuginn. Þökk fyrir samveruna elskaða móðir, þökk fyrir alt á- gætt er þú kendir okkur. Sofðu að síðustu vært á svæflinum er þú lézt okkur öll tólf systkinin blunda á. Eg man þína mjúku og fögru hendur — þær hafa margt ynd- islegt verk unnið. Og eg minn- ist þíns hljómfagra hláturs: Og þar sem eg skyldi við þig, fyrir nítján árum síðan, . þá í fullu fjöri lífsins — á eg tregt með að trúa, — að horfin sértu mér. Og áreiðanlega er mikið tóm- legra í heiminum eftir burtför þína. Nú kveð eg þig hinstu kveðju með íslenzka fagra kveðjuorðinu. Ástríka móðir vertu sæl, Ásta Norman Þegar menn verða ríkir og voldugir, fá þeir andstygð á fá- tæklingunum, sem áður voru vinir þeirra. S. Morris. LESIÐ HEIMSKRINGLU— bezta íslenzka fréttablaðið The Best Fuel Buy In Town / INNECO COKE 100% CANADIAN Ideal For Cold or Mild Weather STILL $14.00 PER TON Phone Your Dealer HVER HÚSFREYJA VFIT NÚ UM GÆÐI VÖRUNNAR ÞESSVEGNA VELUIt HtJN SftRSTAKLEGA Caitada Bread “Gæði þessa brauðs eru sett í það áður en nafnið er sett íi það” REYNIÐ HLEIF af nýju BUTTER-NUT BREAD “Ríkt sem smjör—Sætt sem hnotur” , fæst í umbúðum, án umbúða, skorið og í umbúðum. Önnur mjög eftirsótt brauð • GRAPEFRUIT • CB4 • HALF and HALF Agætustu brauð gerð i Canada. NÚ ERU TIL—Dr. Robt. G. Jackson’s frægu ROMAN MEAL BRAUÐIN Við höfum verið útnefndir bakarar og salar þessa fræga, holla brauðs. Bakarar vorir fara eftir himun viðurkendu reglum Dr. Jackson’s, sem fela i sér þau efni, sem hans vel þekta rómverska mjöl er frægt fyrir. Engin breyting á. sér stað á þessu brauði. Nafnið sem það hefir fengið bæði fyrir bragð- gæði og hollustu er svo dýrmætt heilsu manna, að gerð sliks brauðs verður skiljanlegá að halda óbreyttri. 33 064 S í m i 39 017 Canada Bread Company Limited FRANK HANNIBAL, ráðsmaður “Gæði þessa brauðs eru sett í það, áður en nafnið er sett á það” GIFTINGAR- OG AFMÆLISKÖKUR GERÐAR EFTIR PÖNTUN

x

Heimskringla

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.