Alþýðublaðið - 09.03.1921, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 09.03.1921, Blaðsíða 2
2 ALÞYBUBLAÐÍB 4JH 1 Munið eftir hlj ómleikunum á Fjallkonunnl bUðsinr er i Alþýðuhúsínn við IngólfsstræLi og Hverfisgötn. @ími 988. Angiýsingum sé skilað þangað eða í Gutenberg í sídasta lagi ki. lO árdegis, þann dag, sem þær eiga að koma f biaðið. Áskriftargjaid ein kr. á ooáauði. Augiýsingaverð kr. i,$o cm. eindálkuð. Utsölumenn beðnlr að Jgera skii tii afgreiðsluuuar, að minsta kosti ársfjórðungslega. Alþingi. (t gær.) Efrl dellð. Frumv. til fjáraukaiaga fyrir ár- in 1918 og 1919 var vísað tii 2. umr. umræðulaust. Neðri deild. Frumv. til laga um breyting á bæjarstjórnarlögum ísafjarðarkaup- staðar vísað til 3. uraræðu. Frv. til laga ura verzlun með tiibúinn áburð og fóðurbæti vísað til 2. umræðu. 3. mái á dagskrá voru fyrir- spurnir tii landsstjórnarinnar um framkvæmdir í landbeigisgæzlu- málinu. Hafði Pétur Ottesen fram- sögu í málinu, og rakti sögu land- helgisgæzlunnar í stórum dráttum. Fór hann mörgum orðum um það, bve brýn nauðsyn bæri tii þess, að lasdhelgisgæzlan væri f góðu lagi, vegna þess, hve ágengi tog- ara spilti veiðum iandsmanna úr landi. Benti hann á, að þegar botn- vörpungaveiðarnar lögðust niður á striðsárunum, sáust þess brátt mnerki, í auknum fiskiveiðum á grunnmiðum. Vildi hann láta land- ið taka í sfnar heudtir iandhelgis- igæzluna hið allra bráðasta, og benti á, að Alþingi hefði 1919 samþykt að heimlSa stjórninni, að kaupa eða leigja skip til þess að annast landheigisgæziuna. Sama mái var til umræðu 1920 og hert á þvi þá, en til einskis, að því er virtist. Las Pétur ýmislegt upp máii sínu tii stuðnings. Forsætisráðherra (J. M) kvaðst í raun og veru varia þurfa að svara fyrirspurn þingmanna, þvf framsögumaður hefði að nokkru svarað henni sjálfur. Aðaiástæðan til þess, að málið hefir ekki kom- ist f framkvæmd, er dýrtíðin, að því er bezt varð skilið af ræðu ráðherrans. Fanst honum yfirleitt ástæðulaust að fyrirspurnirnar skyldu fram koma, þar sem sjáv- arútvegsnefnd hefði til meðferðar aukning landheigisgæzlunnar. Gunnar Sigurðsson tók f sama strenginn og P. O. og vítti að- gerðarieysi stjórnarinnar í máiinu. Fór hann allmörgum orðum um „l?ór“, björgunarskip Vestmanna- eyinga, og afstöðu stjórnarinnar til þess. Umræðum máisins frestað. Straumhvörf. Peningar — og aftur peningar! Þetta hefir kveðið við hér á Vest- urlöndum í lifsbaráttu þjóða sem einstaklinga, ýmLt beinlínis eða óbeinlínis. Peningarnir hafa verið gerðir að mælikvarða á manngildi manna. Þeir hafa oft ráðið úrslit- um þar sem sanngirni og heii- brigð skynsemi báru skarðan hlut frá borði. Þeim var borgið, sem hafði auðmagnið. Hann hafði „rétt hins sterkasta“. Ekki kyn, þó ó- hlutvandir og samvizkuiausir mezm fyiktu sér undir merki hins al- máttuga Mammonsi Auðmagnvarð í þeirra augum hið eftirsóknar- verðasta af verðmætum lffsins. Og þjóðfélagið heldur þessari fjárafla- hvöt við með því að vernda auð- magnið eins og helgan dóm, og með sffeldu daðri við auðmennina og ait þeirra athæfi! Lifi samkepn- inl Hún er svo dýrmætt skálka- skjóli Olnbogabörnin, þeir sem ekki hafa peningana, mega sjálf- um sér um kenna. Og það á aidrei að hjálpa þeim, sera sjálfir eiga sök á ógæfu sinni. Þess vegna eru sjálfskaparvítin verst! Hitt, hvort þjóðfélagsfyrirkomulagið á sök á ógæfu manna eða ekki, kemur ekki máiinu við. Þessi oln- bogabörn guðs og manna gátu svo flúið á náðir kirkjunnar, kirkj- unnar, sem að m. k. í orði kveðnu komst út í gagnstæðar öfgar, með þvf að gera ekkert úr jarðneskum gæðum, þó hún að vísu sýndi oftast eitthvað annað í verkii Fá- tæklingarnir gátu líiað í voninni um eilfft Himnarfki, ef þeir trúðu kirkjunni fyrir sálarheiil sinni, eða farið til Helvítis, ef svo vildi verk- asti Heiidin má eiga sig. Hún er aðeins hugtak. Þeir, sem dugleg- astir eru að sparka sig áfram og gefa öðrum olnbogaskot, eiga miklu meiri rétt á sér en hinir, sem engum vilja mein gera! „Mein- leysingi", — það er í meira lagi óvirðulegt nafnl Eitt af þvf sem heimsstríðið ætti að hafa fært okkur heim sanninn um er það, hvert hin svokallaða frjáisa samkepni stefnir, ef ekkert eða lftið taumhald er á henni. Kapphianpið eftir peningunum náði hámarki sfnu með ófriðnum. Suðu- marki hinna auðvirðiiegu fjárafla- hvata var náð, og þess vegna hlaut að sjóða upp úr þeim pottil Svo var misklíðin útkljáð með vopnum. Þá var ekki lengur synd að drepa mann! Þá var það orð- in skylda, helguð og viðurkend af kirkjunni 1 Og guðirnir urðu margir. Guð „bandamanna" var alt annar guð en guð Þjóðverja, til dæmis, Æðsti guðinn var nú reyndar Mammon — eða maginn — og ölium kom saman um að tigna hannl Þetta gerist alt sam- an á tuttugustu öldinni eftir Krists burðl Hvernig ifst mönnum á á- standið? Er engin þörf umbóta? Þarf engin stefnubreyting að eiga sér stað? Heimurinn hefir altaf átt menn, sem voru vitrir, framsýnir menn, sem stóðu óháðir og föstum fót- um í öldurótinu, óreiðunni og ó- iátunum kring um þá, nokkurs- konar straumbrjóta, brautryðjend- ur. Sem betur fer, eru slíkir menn til enn. En þeir eru oft kallaðir draumóramenn og skýjaglópar. Og

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.