Heimskringla - 13.12.1939, Síða 3

Heimskringla - 13.12.1939, Síða 3
WINNIPEG, 13. DES. 1939 HEIMSKRINGLA 3. SÍÐA ISLAND — FYRSTA AMERÍSKA LÝÐYELDIÐ Hinn frægi íslendingur, dr. Vilhjálmur Stefánsson, hefir skrifað bók, sem hann nefnir: ísland — fyrsta ameríska lýð- veldið (Iceland — The First American Republic). Bók þessi er nýlega komin út í New Yorkl og vekur mjög mikla athygli. Tvö af kunnustu blöðunum í New York birta um hana langar greinar í bókmentavikuritum sínum. Það er ánægjulegt ogj hefir mikla þýðingu, þegar á- gætrar bókar um land okkar og þjóð er getið á svo áberandi hátt. New York Herald Tribune skrifar um hana á fyrstu síðu í bókmentariti sínu undir fyrii-- sögninni: “ísland, hinn glæsi- legi útvörður nýja heimsins. Vil- hjálmur telur það hið sigursæla föðurland lýðræðis okkar.” Nevv York Times notar fyrirsögnina: “ísland var fyrsta lýðveldið í nýja heiminum.” Bæði blöðin birta nokkrar valdar myndir úr bókinni. Ritdómararnir fara um hana mjög lofsamlegum orðum: Hún er bæði fróðleg og skemti- leg. Við lesum hana með vax- andi áhuga á þessu lítið þekta landi. Þeir rekja efni bókarinn- ar all ítarlega. Hér fara á eftir nokkur helztu atriðin í frásögn þeirra og ummælum: — Vilhjálmur Stefánsson gaf út fyrstu bók sína árið 1913. — Síðan hefir hann verið mjög vin- sæll rithöfundur vegna skrifa sinna um Norðurheimsskautið. Við getum þess vegna vænzt góðrar bókar frá honum, þegar hann ritar um annað eins land og ísland. — Þessi bók er líka ágæt.— Vilhjálmur telur ísland til Ameríku, af því að það er svo skamt frá Grænlandi, sem er aftur mjög nálægt meginlandi Norður-Ameríku. Þess vegna kallar hann það fyrsta ame- ríska lýðveldið. Þar var lýð- veldisstjórn fyrir meira en þús- und árum. Margir landnáms- mannanna voru norskir höfð- ingjar eða herkonungar, sem heldur vildu yfirgefa ættland sitt en lúta stjórn Haralds kon- ungs hárfagra. Það var því eðlilegt, að þeir sköpuðu sér frjálsmannlega stjórnarhætti, en kærðu sig ekki um konungs- stjórn í sínu nýja heimkynni. — Þeir lifðu í samkomulagi, en áttu þó ósjaldan í deilum eins og þeim, er leiddi til þess, að Eirík- ur rauði varð að flýja land. Þess vegna fann hann Grænland og settist þar að. Það er einnig skoðun Vilhjálms, að Columbus muni hafa komið til íslands í fyrstu sjóferðum sínum, áður en hann fann Ameríku. “Fundur fslands var fundur Ameríku eða hins nýja heims,” segir Vilhjálmur í bók sinni. — Hann bendir á með rökum, að það var maður fæddur á íslandi, og þegn íslenzka lýðveldisins á Grænlandi, sem fann meginland Norður-Ameríku. Hann minnir á mótmæli Norðmanna gegn þessu og vekur athygli á, að Norðmönnum ber aðeins heiður- inn af fundi Leifs heppna á sama hátt og Bretland getur eignað sér afrek George Washington vegna ættar hans. Vilhjálmur veitir gömlum staðreyndum nýtt gildi með því að benda á, hvern- ig ísland ruddi veginn fyrir lýð- ræðið í hinum nýja heimi, fyrir kristnina og hina fyrstu skráðu amerísku bókmentir af evróp- iskum uppruna og hversu það hefir verndað sambandið milli gamla og nýja heimsins frá fyrstu tíð til vorra daga. ísland var lýðveldi frá 930 til 1261. Það hefir altaf varðveitt ’ sérkennilegt andlegt sjálfstæði. , í hinum snörpu átökum nútím- ans milli einræðis- og lýðræðis- , ríkjanna hefir saga íslenzkra þjóðfélagsstofnana öðlast nýja þýðingu. — Það er sérstaklega athyglisvert, að þetta litla ey- land hefir sjálft fóstrað sumar þær stofnanir, sem frægastar eru í engilsaxneskri menningu. fslendingar stofnettu löggjafar- þing í tveim deildum löngu fyrir i árið 1000. En þeir voru aðeins lýðræðis- ! vinir í sínu eigin landi. í vík- ingaferðunum komust þeir alla leið til Miðjarðarhafsins og ^ fluttu jafnan heim aftur mikil auðæfi. Fljótlega byrjuðu þó friðsamleg verzlunarviðskifti. ísland var um þetta leyti frið- samt land samanborið við önnur lönd. Einvígi voru bönnuð árið 1006. Tryggingum var komið á gegn eldsvoða og eignamissi. — Lög um sakamál voru sett og dómstólar stofnaðir þrem öldum fyrr en í Englandi. -----íslendingar tala norrænu enn í dag. Tunga þeirra er lítið frálbrugðin máli hinna gömlu víkinga. Norsk börn verða að lesa fomsögurnar í þýðingum. íslenzk börn þurfa slíks ekki. Eiríkur rauði myndi geta lesið dagblöðin, sem nú koma út á ís- landi. —• Menningaráhrif íslands KÓRMAKUR From the Icelandic of Einar Benediktsson He sings alone in the brawling court Of the everlasting secret of hearts. But unlike as th'e ale and the wine Is the accompaniment to Kórmak’s part. Hear an ancient, steadfast in sorrow and love, With a firm touch on the softest string, See the mighty minstrel rise and sing In a knightly fashion the crowd above. One did the song to his soul impart, The fair one who was his guiding star, Th'e one who was fated death to bring T-o his noble nature, his spirit to mar. Oh, the sorrows and joys of the songs of old! Over the heroes in armour clad Sounds the old and new, forever sad, Story of love so simply told. Earthbound fate and orbits of stars By one hand guided, near and far. A light touch on those golden strings, And God builds for souls a mansion fair. Heaven’s light shines in dreams of the flesh. The sorrows of earth become ashes and dust. One endless moment . . . . a lightning bursts Erom the currents of two hearts afresh. His story was written by a woman’s hand, She was rhythm and theme in his proud song, and Sh'e rose and descended as a flaming sun Ih the sea of his woes and strength unmanned. Through lowering clouds and darkened waves ®he shone like a beacon ... . no haven he found. In life divided, but dead they were bound Ey the saga together beyond their graves. The Fates pursued him with ruthless h'ate. His courage and genius did abate a battle ’gainst scheming and magic. ^ven his songs did foully upbraid And wounded Steingerd, whom he loved. Kórmak’s presence were fear and trernbling. His silence cut, a sword resembling. And the eye’s hard glitter no mercy showed. His song was oft tainted by mocking scorn, His will was fickle, his mind was torn, And his thoughts by his tongue were thwarted, ^o deeds his loyalties adorned. ^rave dangers were marked upon his mien. A foe to himself, his sword he raised, ^hd struck where Fate the way had blazed, ^here wounds are left to bleed unseen. But proudly the bard would sing his song As tempests that whistle the shrouds among Of a labouring sh'ip. As darts from the gods Were the words by Kórmak flung. And more is surmised than ever was told Of the swarthy poet’s adventurous life, Of smouldering fires and futile strife, Of songs forgotten and ventures bold. Unfortunate love him power gave To sing and the unattainable crave. Sorrows and steel did chisel deep Lines that remained on his features brave. His will was erring, but never weak. Toils and strength he did not compare, But aimed too high. And still we share His grief which our hearts doth seek. His temper was changeful as April showers. Both friehds and foes felt the haughty power Of his words. Thoughts and deeds did prove His kinship with the Celtic manhood’s flower. His strength and weakness were entwined In the weapon’s thrust and the touch of the string. But his honor and courage did truly ring With the war-like spirit of Saga-land. The crowd he sought, there he sang his song To the one devoted his lifetime long. But like a mask were the pride and the mirth Which hid his feelings in the throng. All of a sudden his eyes would grow dim And alone in gloomy silence he stood. They looked at each other, all knowing this mood, And pitied, and trembled with fear of him. To the land of the rising sun they went. Then fame to their love the king’s grace lent. In the glamour of courts and noise of streets Was Harald’s keen vision on mildness bent. He was no judge where the gods dispute The rights of him who guiltily loves, Or the hapless affection’s errant move Which for joy brings tears and sorrow mute. Then flowed the rich vein of the Northern mind Where the heart beat fast with passions con- fined, Then the words sounded loveless and cold, Though beneath the sacred fire burned. But Kórmakur soars like swans a-flying, The poet fair from the age of song. Serene and bright was his last day long. He knew one song, and he sang it a-dying. X. hafa verið mikil. í hinni ensku alfræðisorðabók, Encyclopedia Brittanica, skipar það hlutfalls- lega meira rúm en nokkurt ann- að land, að undanskildu Eng- landi og Skotlandi. Bryce lá- varður sagði, að áhrif íslenzkra | bókmenta fram til endurreisnar- tímabilsins gangi næst áhrifum hinna sígildu grísku bókmenta. íslenzku Eddubækurnar fræða okkur um Þór og Óðinn, Ásgarð og Valhöll. Þar kynnumst við hinni norrænu goðafræði, sein var efnið í margar af óperum Wagners. — Þessar bækur eru bæði í bundnu og óbundnu máli. Þar fléttast saman staðreyndir og skáldskapur. Enn í dag eru j þær hið ágætasta lesefni. Theo- dore Roosevelt Bandaríkjafor- seti var vanur að lesa þær fyrir börn sín og þótti mjög vænt um, þegar hann gat fengið einhvern til að spjalla við sig um efni þeirra. — Vegna legu sinnar hefir ís- land verið áfangastaður milli Ameríku og Evrópu. Með bætt- um flugsamgöngum hefir þaö líka mikla hernaðarlega þýð- ingu.--------- Áhuginn fyrir íslandi er ekki aðeins tengdur Ameríku, Bret- landi eða Norðurlöndum. Nú- verandi stjórn Þýzkalands reynir að endurlífga “hin upprunalegu og þjóðlegu trúarbrögð allra j sannra Þjóðverja” með því að benda á “að þýzka þjóðin á ekki aðeins að láta Eddurnar koma í staðinn fyrir Biblíuna, heldur eiga nú einnig Þjóðverjar, sem áður fóru pílagrímsferðir til Gyðingalands, að fara til fs- lands, því að ísland er hið helga land trúarbragða okkar”. Þó er vafasamt, hvort hinir þýzku þjóðernissinnar myndu finna enis margt sér að skapi eins og Ameríkumenn hjá þessum hraustu einstaklingum, sem vilja treysta ættarböndin milli hins fyrsta og annars ameríska lýð- veldis. — Á fslandi er hvorki örbirgð né mikill auður. Þar eru allir læs- ir, þrátt fyrir erfiðleika strjál- býlisins. Hlutfallstala dáinna nálgast að vera meðal hina lægstu. Hráefni til iðnaðar verður að miklu leyti að flytja inn. Iðnao- urinn vex þó hröðum skrefum. Til þess að skilja þá miklu aukn- ingu, verður að kynnast sam- vinnuhreyfingunni. — “Sú stað- reynd er einstæð í sögu sam- vinnunnar, að á íslandi eru framleiðendur og neytendur sameinaðir í eitt félag og þann- ig farsællega komið í veg fyrir hagsmunaárekstra, sem rísa í samvinnufélögum annara landa milli framleiðenda og neytenda.” Samvinnufélögin selja allar vör- ur jafnt til félagsmanna og ann- ara. Arðsúthlutunin til neyt- enda er eins og hæst annars staðar í Evrópu, því að hún er að meðaltali 8 af hundraði. Jarðmyndun íslands er ung. Þar er mikið um gjósandi hveri. Á 13. öld leiddi Snorri Sturluson vatn frá heitri uppsprettu í laug, sem enn þá er til. Heita vatmð er líka notað mikið við ræktun blóma og grænmetis og nú er talað um að hita með því heilar borgir. Hverirnir draga líka ferða- menn að landinu. f bókinni er sérstakur kafli, sem einkum er skrifaður fyrir þá. — Annar ritdómarinn endar frá- sögn sína með þessum orðum: Vilhjálmur Stefánsson hefir gert mikið fyrir fyrsta ame- ríska lýðveldið, sem er ættar- heimkynni hans, og einnig fyr- ir hið annað, þar sem er heimili hans. J. E. G. —Tíminn, 11. nóv. ISL AN DS-FRÉTTIR “Hart er í heimi” Jóhannes úr Kötlum hefir nú gefið út sjöttu ljóðabók sína og valið henni nefnið “Hart er í heimi.” Nafnið er ljóðlína úr frægu kvæði, sem kent er í mentastofn- unum landsins. Mátti þar ekki stíga feti framar og var það hin mesta hepni, að höfundurinn skyldi ekki lenda á næstu ljóð- línu, en þá hefði sennilega orðið bragð að. Jóhannes úr Kötlum framleið- ir nú meira en nokkurt annað ljóðskáld á landinu. — Hann gefur út ljóðabók annað hvert ár. Allmörg kvæða hans eru “byltingakvæði,” en því er ein- hvernveginn þannig farið, að Jóhannes er ekki sjálfur “í storminum” og eru því þau kvæði fremur litlaus og bragð- dauf. Aftur á móti tekst honum betur að yrkja um hinar lagð- prúðu, hvítu kindur, um sig og Kötu, ásamt lind fyrir vestan, sem hjalaði og söng við hann á vorin, þegar hann var ungur. Hann ætti að yrkja fleiri kvæði um vorin, árnar, lækina, grund- irnar, holtin, móana og fólkið í Breiðafjarðardölum. Þar er hans akur og efni nóg í góð ljóð. —Alþbl. 22. nóv. — Eigum við ekki að gleyma allri gamalli óvináttu? — Það getum við gert, en um hvað eigum við þá að tala? HUDSON’S BAT SCOTCH WHISKY H B C r^/i/u/ó This advertisment is not inserted by the Govemment Liquor Control Commission. The Commission is not responsible for statements made as to quality of products advertised. Sænski þjóðbankinn hefir á- kveðið að gefa út 10,000 króna seðla. LESIÐ HEIMSKRINGLU— bezta íslenzka fréttablaðið INNKOLLUNARMENN HEIMSKRINGLU I CANADA: Amaranth.............................J. B. HaUdórsson Antler, Sask.........................k. J. Abrahamson Araes.............................Sumarliði J. Kárdal Árborg................................G. O. Einarsson Baldur.........................................Sigtr. Sigvaldason Beckville.............................Björn Þórðarson Belmont...................................q. J. Oleson Bredenbury.............................h. O. Loptsson ®rowiþ""; -.........................Thorst. J. Gíslason Churchbndge------------------------- H. A. Hinriksson Cypress River............................Pán Anderson T^a^oe..................................S. S. Anderson Ebor Station, Man....................K. J. Abrahamson ®Ifros...............................J. H. Goodmundson Eriksdale..............................ólafur Hallsson Fishing Lake, Sask.....................Rósm. Árnason Foam Lake..............................h. G. Sigurðsson .....................................K. Kjernested Geysir...........................................Tím. Böðvarsson Glenboro......................................... J. Oleson Hay]and..............................Slg. B. Helgason Hecla...............................Jóhann K. Johnson Hnausa.................................Gestur S. Vídal Husavik................................John Kernested Inmsfail......................................Ófeigur Sigurðsson Kandahar..................................S. S. Anderson Keewatin...........................................Sigm. Björnsson Langruth................................... EyjóKsson Lcslle...............................Guðmundsson Lundar.. .....................gig jónsson, D. J. Líndal Markerville........................ ófeigur Sigurðsson ................................S. S. Anderson Oak Pomt..............................Mrs. L. S. Taylor £tto..............................................Björn Hördal ^in,ey"-...............................S. S. Anderson Red Deer......................................Ófeigur Sigurðsson Reykjavík..........................................Árni Pálsson Riverton ............................Björn Hjörleifsson Selkirk, Man...........Mrs. David Johnson, 216 Queen St. Sinclair, Man.......................k. J. Abrahamson Steep Rock.......................................Fred Snædal Stony Hill............................. Björn Hördal Tantallon.............................Guðm. ólafsson Thornhill.........................Thorst. J. Gíslason ^I®ir..................................~Aug. Einarsson Vancouver............................Mrs. Anna Harvey Winmpegosis..................................Finnbogi Hjálmarsson Winnipeg Beach.........................j0hn Kernested Wynyard................................S. S. Anderson I BANDARIKJUNUM: Akra................................................Th. Thorfinnsson Bantry.................................E. J. Breiðfjörð Bellingham, Wash.................Mrs. John W. Johnson Blaine, Wash...................Séra Halldór E. Johnson Cavalier.............................Th. Thorfinnsson Crystal-------------------------------Th. Thorfinnsson Edinburg.............................Th. Thorfinnsson Garðar...............................Th. Thorfinnsson Grafton..............................Mrs. E. Eastman Hallson...,..........................Th. Thorfinnsson Hensel................................Th. Thorfinnsson Ivanhoe............................Miss C. V. Dalmann Los Angeles, Calif....Thorg. Ásmundsson, 4415 Esmeralda St. Milton.....................................S. Goodman Minneota...........................Miss C. V. Dalmann Mountain.............................Th. Thorfinnsson National City, Calif.....John S. Laxdal, 736 E 24th St. Point Roberts........................Ingvar Goodman Seattle, Wash.........J. j. Middal, 6723—21st Ave. N. W. Svold................................Th. Thorfinnsson Upham...................................E. J. Breiðfjörð The Yiking Press Limited Winnipeg Manitoba

x

Heimskringla

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.