Heimskringla - 13.12.1939, Síða 6

Heimskringla - 13.12.1939, Síða 6
6. SfÐA HEiMSKRINGLA WINNIPEG, 13. DES. 1939 Dauði gamla Guðmundar stúdents Eftir Stephan G. Stephansson Gamlárskveldið var indælt vetrarkveld; veðrið notalegt eins og vorblíða, en andrúms- loftið léttara og hreinna; andvarinn frá jökl- inum lék um mann eins og fjörgandi ylur. manni jafnvel fanst, að snjórinn sjálfur myndi hlýr og voðfeldur, eins og mjúk og hrein dún- sæng. Birta tungls og stjarna var mildari en nokkurt sólskin, þó hún væri ekki eins skær. Hálfþíður úth’aginn blasti við manni, snævinn eða auður, eins og jólahlákan hefði gert hann að tryggum sáttmála milli sumarsólbruna og vetrarharðinda. Gamlárskveldið var bjart og blítt. Hefði maður átt að velja um það og fegursta sumar- daginn, sem maður mundi eftir, og ekki getað hrept nema annaðhvort, mundi maður helst hafa dregið um þau blindandi. Enginn veður- næmur mannshugur gat gert mun þeirra öðru- vísi. — Séra Hákon fann það líka á sér; hann var hress og léttur í spori. Þó hann væri orð- inn hálf-sjötugur. Bæjarleiðin frá Garði ofan að Gerði var örstutt, enda óaði honum ekki við henni, þó nótt væri komin og hann einsamall. Hann þurfti heldur ekki að prédika í Garðs- kirkju að morgni. Sveinbjörn, aðstoðari hans, átti að gera það; því varð hann líka feginn, uppgefinn og úttæmdur eins og hann var, á fjörutíu ára prédikunum, öllum um sama efm. Jafnvel meðalskynsemi felst á, að það muni vera þreytandi að kveða sömu vísuna alla æfi, ef ekkert mætti skifta um nema róminn, þó maður tryði, að hún væri allra vísna fallegust. Hugur séra Hákonar var allur fanginn af endurminningum og von, þetta gamlárskveld. Gamli séra Guðmundur stúdent í Gerði, hafði sent til hans og beðið hann að vitja sín þessa nótt. Guðmundur hafði legið rúmfastur all- lengi og var talin aðfram kominn. Marga nótt- ina höfðu þeir saman verið um æfina, jafn- aldrar, skólabræður, nærri aldavinir. í mörgu höfðu þeir þó farist á mis um dagana. Ham- ingjan hafði gefið Hákoni þetta farsæla meðal- vit, sem gerði hann að sómamanni, sveitaröðl- ing, og nú loks að prestaöldungi. Æfi Guð- mundar hafði gengið slörkulega. Enginn frýði honum vits, þó ágreiningur væri um, hver mað- ur hann var. Einstaka maður mintist hans til góðs; flestum stóð stuggur af framkomu hans og vitsmunum; þeir sáu ekki, að aðrir en hrekkjamenn þyrftu á svo miklu viti að halda. Það var almenningsgrunur, að hann væri mis- endis-karl, þó enginn gæti sagt með vissu, hvað helst ílt hann hefði gert. Endurminningarnar í huga séra Hákonar runnu frá því, hve raunalegt það væri, að Guðmundi varð lítið gagn að miklum hæfileik- um. Svo rifjaðist upp æfisaga Guðmundar, frá því hann var gálaus en drenglyndur ungl- ingur, sem þótti ósköp vænt um móður sína. Þeir ólust upp nágrennis. Svo fóru skólaárin í hönd. Framan af var Guðmundur öfundlaust uppáhald allra bekkja- nauta sinna. Það var eins og það lægi í með- vitund þeirra allra að treysta honum til nærri alls, eins og honum væri ekkert ofvaxið og væri ákvarðað mikilmenni. . Seinastá náms- árið fór það samt mínkandi. Það leit út eins og .hann hefði orðið fráskilinn skólabragnum, væri ekkí lengur fullorðið barn, sem lærir það, sem því er sett fyrir, eins og hinir, sem voru honum samtíða. Vit sem efar hið viðtekna, er allatíð einrænt og sjálfbirgingslegt í augum sprenglæðrar einfeldni. Hann lenti í deilum og kepni og einangraðist æ meir. Þó það sýndist auðunninn leikur, að sýna ekki meiri garp, með viðurkendri, samlagðri, óhaggandi vizku, ótal kenningu og kennifeðra, sem skólafræðin hvíldi á, var Guðmundur stundum svo skarpseigur í hugsunum og örðugur viðfangs að verja sitt mál og svör hans voru svo keimlík heilbrigðri skynsemi, að þó andstæðingar hans vissu að hann hlyti að hafa haft miður, fundu þeir þó til þess, að sinn eigin sigur var ekki eins auð- sjáanlegur eins þeir bjuggust við, og voru því ekki alskostar ánægðir með hann. . Guðmundur útskrifaðist þó og hefði getað orðið prestur, en það vildi hann með engu móti, jafnvel þó unnustan sliti við hann heitorð; því foreldrar hennar sáu henni engan farborða, nema hún yrði prestskona að minsta kosti. Séra Hákoni var það enn minnisstætt, hvemig hann lagði að Guðmundi að breyta slíkri fyrirætlun, og hversu Guðmundur tók af um það, því sér hnykti við prestaeiðnum. Hvernig sem Hákon reyndi að færa honum rök að því, að loforð manns um að vinna hið æðsta og háleitasta lífsstarf í heiminum, gæti aldrei verið varhugavert, þó kraftar manns gætu ef til vill ekki haldið það alt, brosti Guð- mundur að heilræðum hans og daufheyrðist, en hélt því fram, að það, sem væri rétt gert af Hákoni sjálfum, gilti ekki jafnt um alla menn. Enn mundi Hákon gerla hverju Guðmund- ur svaraði, þegar hann spurði loks í einlægni sinni, h'vort hann hefði náð í bækur Aríusar og Zvinglis? Voðalegri villitrúarmenn þekti Há- kon ekki í þá daga og ekki að öðru en því, sem eftir þeim var haft og hrakið fyrir þeim — löngu þáverandi dauðum; honum kom ekki til hugar, að Guðmundur gæti verið orðinn ka- þólskur, protestisk sál að ætt og uppeldi, sem sú óguðlega kirkja gat ekki hafa gert neitt peningaboð í. Guðmundur lagði krumluna á öxlina á honum: “Heyrðu, Hákon sv.eitungi,” sagði hann, “manstu eftir honum Skúla skottu- lækni, sem aldrei vissi, hvað að neinum sjúkl- ingi gekk og sagði svo altaf, að það mundi vera tegund af ormaveiki — eða honum Finni gamla á Fjórvanka, sem æfinlega svaraði, ef hann misti skepnu og var spurður um tildrög- in: “0, hún hefir víst étið gras og eitrast af því!” Eins ætlar þér að fara. Eg veit ekki hvort eg man, hvað Aríus og Zvingli eiga að hafa sagt, nema eg fletti upp á því. Það eru atvikin, sem mig hafa leitt afvega, ef þú vilt svo. Manstu þegar það datt upp úr mér, að Edda og Biblían væru innblásnar á líkan hátt, þegar við piltar nokkrir sátum saman í fyrra og viðtalið lenti af hendingu á goðafræðinni. Kappið, sem úr því varð, og eftirsögurnar ? í fyrstunni slepti eg þessu af rælni, án þess nokkru sinni að hafa hugsað um það. Eg var viss um að það var rangt mál og óverjandi, og ætlaði sjálfum mér að rekast í vörðurnar við fyrstu mótmæli. Þegar eg svo fór að verja það, blöskraði mér sjálfum alt, sem eg fann og með því mælti; það var eins og að sjá að óvöru gegn um holt og hæðir. f huga mínum opnaðist nýr heimur af samböndum og rök- semdum, sem eg vissi ekki áður að neinsstaðar væri til. Nú nær hann út yfir öll þau trúar- brögð, sem eg þekki, og sjálf byrjunin stendur á höfði hjá mér, svo: að í upphafi skapaði mað- urinn guð. Svona strönduðu trúar-lærdómarn- ir. Svona er kenning og breytni; til skamm3 tíma hefði eg dáið upp á, að það væri eitt og sama, og kent ófullkomleik trúaðra um áhall- ann, eins og aðrir. Kenningin er nógu trúuð alstaðar, það vantar ekki; svo var Júdas líka, en breytnin selur hana fyrir verð, eins og hann gerði. Á þetta hefi eg rekið mig nýlega, og þá hvarf mér virðingin sem eg bar fyrir henni. Svo eru til fáeinir menn — þú ert t. d. einn, því er mér vel við þig. Gæti ekki átt í illdeilu við þig, né þú við mig — þessir fáeinu menn eru vondir og góðir. Siðferðis tilfinning þeirra styðst við alt, sem göfugt er og fagurt í kenn- ingunni; hún er ekki nógu þroskuð til að standa ein, en vefur sig utan um fallegu boðorðin og fögru loforðin, af því þau eru eðli þeirra sanf- kvæm, þó þau væru ekkert nema ímyndun ein. En það er til meðal við allri skynsemi; það heitir sultur; þegar eg hefi tekið inn nóg af því, sæki eg um brauð.” Hákon hafði ekki gleymt, hve h'onum of- bauð þá af Guðmundi og sjálfum sér: fjarstæð- ur Guðmundar, sem gengu guðleysi næst, og ráðaleysi sitt að átelja og leiðrétta. Honum hugkvæmdist ekki neitt nema að spyrja: Hvað ætlar þú þá að gera? “Kirkjunni get eg ekki þjónað í bráðina,” sagði Guðmundur. “Eftir eðli sínu getur hún ekki verið siðferðislega hreinlynd. Presturinn má ekki segja við Brota-Björn af stólnum: Þú ert bófi Björn; það væri rógur, trúi eg. Hann verður einungis að kenna: “að heimurinn liggi í hinu vonda”, svo Björn taki það ekki sérstaklega að sér, sem hann þyrfti þó helst að gera. En af því eg er lærður maður, alinn upp til embættis og ónýtur til líkamsvinnu, nema helst að fljúgast á, verð eg að ná í eitthvað, sem laun hanga við. Rétt- vísin er blind, það er satt, en hún má skera upp úr með skoðun sína og segja við þjófinn: Þú ert þjófur! að minsta kosti við þá allra smæstu. Eg held eg reyni að verða böðull.” — En svo varð Guðmundur aldrei böðull. Eftir tíu ára flækings-basl h'ans, könnuðust margir við “Guðmund stúdent”. Þegar hann var orðinn prestur, var “séra Guðmundur stúd- ent” nafnkendur maður í sínu héraði, þó menn gætu varla sagt hvers vegna; það lá ekki neitt betra né verra eftir hann en hvern meðal prest, sem menn gætu greinilega bent á. Á þessum árum féll séra Hákoni hann einna verst í geð; þó varð honum aldrei nema hlýtt til hans. Skynsemis-grillur Guðmundar höfðu heldur ekki lagast. “Því tókstu prests- skap?” spurði séra Hákon hann eins og hann hefði aldrei eggjað hann á það. “Til að borga skollanum í hans eigin mynt,” svaraði Guð- mundur, eða þessu, hvað sem það nú er, sem einskorðaði atvinnu mína, tók frá mér konu- efnið og bætti mig upp í duggara-peysu.” Séra Guðmundur stúdent varð undarlega ó- notaleg flís íhaldinu á sinni eigin stétt. Naum- ast var þó hægt að fetta fingur út í embætti3- færslu hans; hann gerði alstaðar lögskil. En viðræður hans og sögur af sjálfum sér, jafnvel í heyranda hljóði fjölmennis, gengu yfir alla prestslega hæversku. Það var naumast sú hrösun um öll boðorðin tíu, að undanskildu hinu fimta, sem h'ann ekki gæfi í skyn, að væri dagleg tilviljun hjá sér, og fann þó æfinlega samskonar dæmi hjá öðrum helgum mönnifm, forfeðrunum, postulunum, kirkjufeðrunum, jafnvel Kristi sjálfum í að tala virðingarlítið um lærða menn og andlega leiðtoga. En eins og hver maður er við sína heimsku bundinn, þannig hafði hver stéttarbróðir hans sinn galla, og þektu, að sögurnar voru reyndar af sjálfum þeim og fleiri en ein af sumum. Samt gátu þeir ekki látið á því bera og annaðhvort reyndu að finna honum einhverja líklega af- sökun fyrir öllum breiskleika hans, eða látast skilja ,að h'ann einungis væri að spauga. Lakast var, að flestar sögurnar um afbrot sín, að dæmi hinna helgu manna, líktust mörgu því, sem hnaut í mönnum um prófastinn sjálfan. Við Hákon hló Guðmundur að öllu þessu. “Oft hefi eg nú skorað á þá, í allra heyrn, að kasta fyrsta steininum,” sagði hann. “En enginn þeirravþorir það, hræddir við að hitta sjálfa sig.” Séra Guðmundur var óvinsæll, nema hjá fáeinum einstæðingum, sem höfðu lágt um sig og enginn mat hvað sögðu. Loksins komst prófasturinn í langt og flókið útbygg- ingarmál við fátækan og lítilsigldan bónda. — Vissi enginn hvaðan bóndanum kom kapp sitt og lögmenska; grunaði marga, að séra Guð- mundur væri traust h'ans og ráðgjafi. Og hvað sem málavöxtum leið, tortrygðu þeir Guðmund allir, sem minna vit höfðu. “Nú hefi eg sagt af mér prestsskapnum,” sagði Guðmundur við Hókoh vin sinn, eftir nokkur ár. “Mikill vandræðamaður ertu, Mundi,” svaraði séra Hákon. “Með gáfum þín- um, og nokkru meiri varkárni, hefðir þú orðið prófastur á undan séra Jóni.” “Manstu hvernig trén völdu sér konung, Hákon stallbróðir,” sagði Guðmundur og glotti að því, “fíkjutréð þverneitaði tigninni, sedrusinn afsagði hana, en þyrnirunninn var fíkinn í konungdóm og lét ekki dekstra sig. Sá ,sem sjálfur er frjáls, heíir óbeit á mannaforráðum. Við vorum ekki gerðir til að stjórna.” Séra Guðmundur losnaði hæglega við em- bættið. Verst féll honum þó, að sá orðrómur lagðist á, að_það hefði vreið fyrir prófasts til- stilli og gagnstætt ætlun hans sjálfs. Héraðs- búar óttuðust svo þenna dagfarsprúða, lagkæna undirhyggjumann, prófastinn sinn, enn meira eftir en áður, þó útbyggingarmálið félli á hann. Svo flutti séra Guðmundur stúdent að Gerði, næsta bæ við Garð. Þar bjó hann sem óbreyttur bóndamaður. Stundum kom hann til kirkju, en var aldrei til altaris. Sóknarfólk- ið hneykslaðist ekkert á því, það vissi, að Guðmundur var eins vel lærður og séra Hákon og fanst það ekkert tiltökumál, þótt tveir beikirar væru ekki að kaupa kút hver af öðr- um. Séra Hákon vissi, hvað gekk að, en gaf sig ekki um, þó hann reyndar harmaði það. Hann óraði fyrir því að það væri ekki nein utanað kredda né upphugsuð lífsskoðun, sem þar var að tæta við, heldur samgróið eðli, heilt sálarlíf, og það þeirrar sálar, sem sjálfum hon- um var innilega vel við. Séra Guðmundur hvorki féll né sté í tign- inni hjá heldra fólkinu, eftir embættislausnina. Það leið hann eins og gemling af lakara sauða- húsi, sem uppeldi og venja hefði ófyrirsynju sett á sama garða með því, og yrði svo að þol- ast þar. Hjá sjóslörkurum og heimilisleysingj- um var hann helst í metum; nokkrum óláns- mönnum var vel við hann, eins innilega og séra Hákoni var. Hann hefði nærri getað safnað um sig flækingum og vandræðamönnum og komið þeim til manns, hefði — já, hefði hann getað margfaldað fiskinn sinn og brauðið sitt með kraftaverki. En skyldu ekki trúarskoðanir Guðmundar hafa breyst til betra, um elleftu stund, nú þegar hann var líklega dauðvona? Þess var óskandi. Það var eflaust erindið. Svipaðar þessu voru hugleiðingar séra Há- konar, á leiðinni frá Garði ofan að Gerði. Þær höfðu aðeins tæpt á meiningunni sumstaðar, og vafist meir hver innan í aðra. Hann var nú kominn að bæjardyrum á Gerði. í þrönga afhýsinu í norðurendanum í lágu baðstofunni í Gerði lá gamall maður í þilrúm- inu, sem þar var inni; það var Guðmundur gamli stúdent, séra Hákon settist við rúm- stokkinn. Það voru lítil gugnunarmerki að sjá á höfðinu, sem lá þar á koddanum, með langa, þunna hárið, sem lagðist niður með vöngunum, eins og slétt og silfurgrá silkislæða utan um stóra ennið, jafnvaxið, nærri eins og sveigður tígull, á þessu föngulega höfði með mikilleita andlitið og löngu kinnarnar, sem elli og bana- lega höfðu svo litlu getað breytt á, nema blæ og yfirlit; þar hafði verið svo hörðu af að tálga, nærri tómri húðinni yfir sterklegum beinum. Nefið var hátt og bogið, augun myndu hafa verið kölluð dökk, vegna skorts á nákvæm- ara orði yfir hnökrana af svellbláma og sól- skinsblettum í fjallshlíð-, þennan sambreysking af ljósgulu og steingráa, sem einstaka manns- auga er gert af. Brýrnar voru loðnar og mikl- ar; hrukkumar á enninu kringum þær sýndu, að þær höfðu oft ýmist verið léttar eða þungar; nú voru þær ekki orðnar kviklátar undir veik- indaþreytunni. Annað stóð ekki útundan rúm- fötunum en höfuðið og hægri höndin, sem vafð- ist ennþá umfangsmikil og hnútaber utanum höndina á séra Hákoni. Samt bar á því jafnvel gegnum sængurklæðin, að maðurinn var stór- vaxinn, eins og menn verða varir við stærð fall- ins trés í skógi, þó það sé orðið innskorpnað og hálfsokkið í jörðina. “Eg sendi til þín, fomvinur, sagði Guð- mundur, “til að vera hjá mér seinustu gamlárs- nóttina, sem við eigum eftir að vera saman, og til að gera þig að ráðsmanni mínum við nýja árið, yfir því litla, sem eg og það, eigum saman að skifta. Eg endist ekki til þess sjálfur. Eg hefi alla tíð sofið væran með morgunsárinu.” Séra Hákoni hálf hnykti við við þessari spá, en gat ekki svarað öðru en því, að almætti guðs væri auðvelt það, sem mönnum sýndist vonleysa, og að hann sjálfur hefði búist við, að Guðmundur myndi vera óhressari; nú þætti sér líklegt að h'ann myndi endast nokkuð enn. Guðmundur þrýsti fast og alúðlega um höndina á séra Hákoni, eins og máttur hans leyfði. “Þreytum engar vöflur um dauðann, félagi,” sagði hann. “Hefði tréð í skóginum mál, gæti það oft sagt með vissu, að eitt högg til feldi sig, þegar það finnur sig riða á stofn- inum. Tvisvar hefir veikin sorfið svo að mér, að eg hefi nauðlega raknað við aftur. í nótt gerir hún það í þriðja og seinasta skifti, og svo er það úti. Við höfum marga skemtilega gaml- ársnótt saman átt og svo er gott að klykkja út. Þarna á borðinu er gamla flaskan okkar og silfurstaupið og tóbakspípan mín: Gerðu það fyrir mig, haltu gamlársnóttina eins og við höfum æfinlega gert, síðan við vorum drenghnokkar og reyndum okkur í tvísöng, í herberginu hjá henni mömmu. Það er ekki af því að illa liggi á mér, að eg get nú ekki verið j með.” Séra Hákoni var engin glaðværð í hug, en þó kom hann sér ekki fyrir að neita um það, sem hann var beðinn að gera. Svo kveikti hann í pípunni. Það var eins og hann yrði ró- legri, ef til vill af að hafast eitthvað að. “Nú er eg ánægður með þig,” sagði gamli Guðmundur og brosti, nærri eins og hann væri orðinn heilbrigður. “Svona á það að vera. Það minnir mig á tímana í æfi minni, þegar þú varst eini maðurinn af öllum, sem mig þektu, sem ekki áleit að eg væri týndur sauður; eini maðurinn stundum, síðan hún mamma dó, sem treysti drengnum í mér, svo eg brást honum aldrei alveg heldur, jafnvel þegar eg átti við aðra eins óhræsismenn, eins og hann séra Jón prófast, sem kaup-kaups tilfinningunni minni fanst ekkert ilt sparandi við.” “Nei, nei,” sagði séra Hákon, “nú ertu ekki með sjálfum þér. Á banasænginni hatai' þú engan; þú h'efir fyrirgefið — fyrirgefið alt.” “Fyrirgefið!” endurtók Guðmundur. — “Veistu hvers þú ætlast til, Hákon? Fyrirgefa, afsaka illmenskuna! Skrökva því upp á það. sem göfugast var í eðli mínu, að eg sé ásáttur við varmenskuna. Nei, nei, séra Jón prófastur mætti verða æðsti höfuðengill hinumegin mh1 vegna; eg skyldi ekki hamla því, þó eg gæti, fyrir þetta litla misjafnt, sem hann lagði til mín sjálfs; það var nú velkomið. En hann vaf tuddi fram í andlátið. Ef eg segði annað, væri eg að miðla málum við ódrengskapinn, og það vil eg ekki gera á banasænginni. Þó alluf mannheimur bæri mig atkvæðum, með fyrir- gefningunni sinni, og yrði sáluhólpinn fyrir það, færi eg heldur norður og niður með sann- leikann og huggaði mig við, að við værum þ® heiðarlegur minnihluti. En svo kemur nú ekki til þess, séra Jón er nú líklega orðinn engill — hann þurfti þess við — og eg fæ vonandi hvíld.’- “Engan vegin,” svaraði séra Hákon, “þú flyzt sjálfur yfir 4 landið, þar sem allur mis- skilningur okkar mannanna hverfur, þar seh1 engin kvöl né söknuður mun lengur til vera.” “Og hvað svo sem ætti eg þangað að gera> þar sem allir eru sælir, einskis málstað a® taka, né neinum rétta hjálparhönd og við enga11 fordóm að fást. Hann Guðmundur gannii stúdent yrði fljótt leiður á því móki. Hanfl kvæði spaugvísu um það, rétt upp úr miðju T0 Deum. Hann Guðmundur gamli stúdent, sein heldur misti af konuefninu en að vígjast ti| prests, þegar honum var það samvizkusök, vseri illa settur í skauti Abrahams, sem vildi fórna syni sínum, þó hann hafði fundið, að það vaf rangt. Slíkur misskilningur getur aldrei jafh' ast. Guðmundur gamli stúdent, lenti þar 1 skærum við hann Jakob fsaksson, eins og við prófastinn sáluga, út af því, hvernig Jako’O okraði á dauðhungruðum bróður sínum leifunum af bauna-grautnum sínum forðum. svo er ekki neitt hætt við því; eg er þrotinn °$ þreyttur á stimabraki; fyrir mér liggur ekk* nema hvíld.” “Langt frá, langt frá,” sagði séra Hákoh* sem var ráðalaus með svar í svona kröggum vildi svo ekki trúa þeim. “Þér er ekki alvaríl með þessar gífurlegu hugsanir.” “Eg hefi aldrei spaugað við þig um þeSS' Frh. á 7. bls.

x

Heimskringla

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.