Heimskringla - 27.12.1939, Side 7
WINNIPEG, 27. DES. 1939
HEIMSKRINGLA
7. Si'ÐA
“hrakfarir
ISLENDINGA”
Svo heitir grein eftir herra
Gunnlaug Jóhannsson sem birt-
ist í næst síðasta blaði Lögbergs.
Nafnið er allvel valið eftir efni
greinarinnar. Hún er að nokkru
leyti andmæli gegn grein er
Heimskringla flutti frá mér fyr-
ir skömmu, svo eg verð að gera
við hana dálitlar athugasemdir.
Höfundur greinarinnar álítur
Það ógerandi að halda íslend-
ingadaginn á Gimli framvegis,
vegna Winnipeg-búa, því þangað
hafi þeir farið “hrakfarir” síð-
astl. sumar.
-ástæður fyrir því telur hann
þessar:
L Vegna fjarlægðar, fer að-
eins lítill hluti af Winnipeg-bú-
UIn(!) á hátíðina.
2. Kostnaður við ferðina of
hár.
3. Garðurinn á Gimli ílla til
hafður, og girðing sama sem
engin.
4. Ekkert skýli fyrir sól eða
Wgni og sæti sárfá.
5. Fartæki íll og óábyggileg.
6. Kostnaðarsöm ferðalög
fyrir undirbúningsnefndina að
threiða staðinn, og ófullkomin
hluttaka Gimli-búa.
7. er of löng til að endurtaka
hana, en hún er um eitthvað sem
u Gimli hafi bakað þjóð okkar
skaða og skömm.
Mér dettur ekki í hug að svara
öhum þessum athugasemdum
Sumar þeirra eru stílaðar til
Gimli-búa, og er líklegt að þeir
svari þeim, einkum þeirri síð-
ustu.
Fyrstu athugasemdinni þarf
varla að svara. Það er eflaust
rétt athugað, að það er aðeins
lítill hluti af Winnipeg-búum
sem hefir sótt hátíðirnar á
Gimli(!). En hafa allir Winni-
peg-búar sótt hátíðirar sem þar
voru haldnar? Mér er nær að
halda að það hafi aldrei verið
stór meirihluti af íslendingum í
Winnipeg, sem hefir sótt þær,
hvað þá allir bæjarbúar.
2. Kostnaðarhliðina á ferð-
inni til Gimli get eg ékki dæmt
um, en séð hef eg auglýst niður-
sett fargjald þangað þann dag,
og margar ferðir fara Winnipe'g-
búar þangað að gamni sínu þótt
engin hátíð sé.
3. Ekki hef eg séð þess nein
merki að garðurinn á Gimli sé
stórum ver hirtur, en garðar þeir
sem notaðir hafa verið í Winni-
peg við sömu tækifæri. Og ekki
veit eg hvað á að kalla girðingu,
fyrst hann telur þann garð sama
sem ógirtan. Eg gæti fremur
trúað því að sumum Winnipeg-
búum hefði orðið tafsamt að
stökkva yfir girðiguna þegar
þeir voru að flýja undan rign-
inunni í sumar.
4. Það er ekki rétt að ekkert
skýli sé þar fyrir sól, en ekki
veit eg hvort þau eru regnheld.
Sæti eru þar auðvitað langt of
fá, handa slíkum mannfjölda, en
hvorttveggja þetta hefir líka
vantað í Winnipeg.
INNKÖLLUHARMENN HEIMSKRINGLQ
I CANADA:
Amaranth..
Antler, Sask.
Árnes.....
Baldur.............
Beckville............
Belmont............
Bredenbury.........
Brown..............
Churchbridge.......
Cypress River.......
Dafoe..............
Ebor Station, Man...
Elfros.............
Eriksdale..........
Eishing Lake, Sask,
Foam Lake..........
Gimli..............
Geyslr.............
Glenboro...........
Hayland............
Hecia..............
Hnausa.............
Húsavík............
Innisfail..........
Kandahar...........
Keewatin...........
Langruth ..........
Leslie.............
Lundar.............
Markerville........
Mozart.............
Oak Point..........
Otto...
Piney..........
Ked Deer.......
Heykjavík......
Rivcrton.......
Selkirk, Man...
Binclair, Man...
» oteep Rock......
Stony Hill.....
Tantallon......
Thornhill....
Víðir...........
Vancouver......
Winnipegosis...
Winnipeg Beach.
Wynyard........
................J. B. Halldórsson
...............K. J. Abrahamson
..............Sumarliði J. Kárdal
................G. O. Einarsson
..............Sigtr. Sigvaldason
................Björn Þórðarson
...................G. J. Oleson
.................H. O. Loptsson
..............Thorst. J. Gíslason
...............H. A. Hinriksson
..................Páll Anderson
..................S. S. Anderson
..............K. J. Abrahamson
..............J. H. Goodmundson
.................ólafur Hallsson
.................Rósm. Árnason
.................H. G. Sigurðsson
..................K. Kjernested
...............Tím. Böðvarsson
....................G. J. Oleson
...............Slg. B. Helgason
............Jóhann K. Johnson
.................Gestur S. Vídal
.................John Kernested
...............Ófeigur Sigurðsson
..................S. S. Anderson
................Sigm. Björnsson
...................B. EyjóKsson
...............Th. Guðmundsson
.......Sig. Jónsson, D. J. Líndal
............. Ófeigur Sigurðsson
.................S. S. Anderson
................Mrs. L. S. Taylor
...................Björn Hördal
..................S. S. Anderson
..............Ófeigur Sigurðsson
....................Árni Pálsson
...............Björn Hjörleifsson
Mrs. David Johnson, 216 Queen St.
..............K. J. Abrahamson
....................Fred Snædal
...................Björn Hördal
................Guðm. ólafsson
..............Thorst. J. Gíslason
.................-Áug. Einarsson
..............Mrs. Anna Harvey
..........Finnbogi Hjálmarsson
.................John Kernested
.................S. S. Anderson
( BANDARÍKJUNUM:
P^ra..................................Th. Thorfinnsson
.................................E. J. Breiðfjörð
r.f . Sham, Wash.................Mrs. John W. Johnson
^laine. Wash...................Séra Halldór E. Johnson
Lavaher..............................Th. Thorfinnsson
kvr Sía..............................Th. Thorfinnsson
dmburg..............................Th. Thorfinnsson
~arðar...............................Th. Thorfinnsson
rafton..............................Mrs. E. Eastman
SaUso,n..............................Th. Thorfinnsson
"ensuel..............................Th. Thorfinnsson
vanhoe............................Miss C. V. Dalmann
V?.® Ángeles, Calif....Thorg. Ásmundsson, 4415 Esmeralda St.
í?.llton...................................S. Goodman
Mmneota............................Miss C. V. Dalmann
ountain.............................Th. Thorfinnsson
^ationai City, Calif.....John S. Laxdal, 736 E 24th St.
q01nt Roberts.........................Ingvar Goodman
|eattle, WaBh.........J. J. Middal, 6723—21st Ave. N W
r7old................................Th. Thorfinnsson
Uphain......-..........................E. J. Breiðfjörð
The Vlking Press Lmúíed
Winnipeg, Manitoba
5. Fartæki get eg ekki dæmt
um, því eg hefi farið þangað í
bíl, en eg hygg að vagnarnir j
sem þangað ganga þessa daga
séu álitnir sæmileg farartæki. j
Og fjöldi manna mun fara þang- j
að í sínum eigin bílum.
Það eru örðugleikarnir í að
sækja hátíðina að Gimli, sem
höf. vaxa mest í augum fyrir
Winnipeg-búa. Auðvitað eru þær
ferðir dálítið dýrari en á skemti-
garða bæjarins, og taka lengri
tíma; en þó mun dagurinn fara
í þær fyrir flestum.
En þá er eftir að athuga sam-
anburð á öðrum atriðum í sam-
bandi við hátíðina. Eg hefi nú
verið á tveim hátíðum á Gimli og
nokkrum í Winnipeg, og álít að
Gimli hátíðarnar hafi verið stór-
um mun tilkomumeiri og um-
fram alt íslenzkari en þær sem
eg hefi verið á í Winnipeg. —
Fundarstjórn hefir verið betri.
Fundarstaðurinn fegurri en
flestir í Winnipeg. Aðsókn betri
af íslendingum yfirleitt, og eg
hygg eins fjölmenn eins og nokk-
ur önnur, eða svo hafa blöðin
látið af.
Eg var eitt sinn á íslendinga-
degi í River Park þar sem ræðu-
höld fóru fram á sama stað og
tíma sem kapphlaup og íþróttir.'
Þar heyrðist oft ekki til ræðu-
manna fyrir ysi og háreysti. í
öðru sinni var eg á hátíð á sama
stað þar sem allir voru lokaðir
inni meiri hluta dags, því veð-
reiðar fóru fram í hringbraut-
inni kringum garðinn. Þar
fengu ræðumenn góða áheyrn,
því ekkert var annað að gera. Þá
var það allmargt af unga fólkinu
sem mat meira að horfa á veð-
reiðarnar, en að hlýða á ræðu-
höldin. í Elm Park var eg eitt
sinn á hátíðinni. Þar er um-
hverfi fagurt, og vel um hirt, en
þá var þar lítið um fundarstjórn.
Menn dreifðust þar um alla
buskana ,en fáir sintu ræðu-
höldum. Þessu líkt mun hátíða-
haldið hafa verið sem oftast, og
hvergi hefi eg verið þar á fs-
lendingadegi, þar sem ekki voru
sömu gallar á eins og þeir sem
hr. Gunnl. Jóhannsson telur
verst á garðinum og umhverfinu
á Gimli. Það er aðeins vega-
lengdin og ferðakostnaðurinn
sem hægt er að kalla óþægindi
fyrir Winnipeg-búa.
Þó hygg eg að þeir íslending-
ar, sem annars hafa nokkurn á-
huga fyrir íslenzkum málum láti
það ekki letja sig frá að sækja
hátíðina. Eg leit svo til að há-
tíðin væri yfirleitt betur sótt af
eldra fólki en yngra. En höf-
undurinn telur hana betur sótta
af yngra fólkinu frá Winnipeg.
En hann segir að það sæki hann
“aðallega vegna vatnsins”. Um
það erum við samdóma að hátíð-
inn sé lítill fengur í þeirri að-
sókn. Og af líkum ástæðum mun
allmargt af yngra fólkinu hafa
sótt hátíðirnar í Winnipeg. Þar
er það dansinn að kvöldinu, sem
hefir aðdráttaraflið.
Að endingu getur höf. þess að
það hafi komið rigning síðastl.
íslendingadag sem hafi gert sig
og fleiri óhæfa til vinnu næstu
daga. Enginn getur gert að því
þótt rigni þennan dag sem aðra,
og varla mun fást staður í Win-
nipeg þar sem aldrei getur kom-
ið rigning. Og eg efast um að
þar sé til nokkur sá skemtigarð-
ur sem hefði húsrúm fyrir slíkan
mannfjölda sem verið hefir á
Gimli undanfarin ár. Því mun
verða svarað að þar sé svo skamt
heim að Winipegbúar geti bjarg-
að sér undan rigningunni, þar
verði ætíð fullkomnari farar-
tæki og ábyggilegri. Þó er hætt
við að margir yrðu bjórvotir áð-
ur en þeir kæmust í vagna ef
þrumuveður kæmi á miðjum
degi, eins og síðastl. sumar.
Það ber víst öllum saman um
að íslendingadagurinn hafi verið
eins vel sóttur á Gimli síðastl.
sumar, eins og áður í Winnipeg,
og enda betur. Svo mikið er víst
að hann hefir verið betur sóttur
úr sveitunum en oftast áður
þrátt fyrir annir og örðugleika
þá sem eg hef áður getið.
fslendingadagurinn þarf að
vera eins íslenzkur eins og kost-
ur er á, og það verður hann bezt
í íslenzkri bygð. Þar verður
hann fyrir minstum áhrifum af
öðrum þjóðflokkum. Garðurinn
þarf að vera íslenzk eign, eða
undir yfirráðum íslendinga, svo
ekki þurfi að lifa á bónbjörgum
og hrekjast með hátíðina af ein-
um stað á annan árlega. Enginn
staður hér nærlendis mun betur
fallinn til þess en Gimli. Þar er
umhverfið frá náttúrunnar
hendi eins fagurt og fjölbreytt
eins og kostur er á. Þar er elsta
og fjölmennasta nýlenda íslend-
inga og eg hygg íslenzíkasta
bygðin í þessu landi.
Þar verður hátíðinni og fs-
lendingum meiri gaumur gefinn,
en í fjölmenninu í Winnipeg.
-Það er að sönnu margs vant í
garðinum á Gimli.' En hann er
nýgræðingur og stendur til bóta.
Verði hann valinn fyrir hátíða-
garð framvegis, sem eg vona að
verði, þá ættu þjóðræknir ís-
lendingar að rétta Gimli-búum
hjálparhönd til að laga hann svo
hann yrði sem fegurstur og til-
komumestur. Hann gæti þá orðið
minnismerki um þjóðrækni ís-
lendinga í framtíðinni.
Eg endurtek það því. íslend-
ingadagurinn þarf að vera eins
íslenzur eins og kostur er á,
og það verður hann hvergi eins
vel eins og á Gimli.
Guðm. Jónsson frá Húsey
NORNIRNAR OG EG
Urður var mér erfið
oft í stimabraki.
Verðandi nú virðist
við mér snúa baki.
Tvær þó trölla-meyjar
títt mér ásókn veita,
skæðum skeytum meður,
Skuld og Elli heita.
Skuldar skeytin beittu
skera og stinga hjarta;
fyrir drýgða flónsku
fæst ei bót að kvarta.
Muninn segir sökin
sé hjá mér aleinum.
Skuldar heljar-hendur
hlífa ekki neinum.
Elli að öðrum þræði
á mig sigar púkum:
gigt og fleiru er gömlum
glepur afl í kjúkum;
hold og sinar hennar
hrika-krumlur spenna,
heyrn og sjón og sinni
syrpu átök kenna.
Þó Skuld og Elli skjóti
skörpum að mér böndum,
hopa hyggst eg eigi,
horfi beint mót fjöndum.
Hlægjandi skal hníga,
hjör þá veld ei lengur;
hefir margur meiri
mér, svo fallið drengur.
Guðjón S, Friðriksson
- NAFNSPJÖLD -
Dr. M. B. Halldorson 401 Boyd Bldg. Skrlfstofusiml: 23 674 Stundar sérstaklega lungnasjúk- dóma. Er að flnní á skrifatofu kl. 10—12 f. h. og 2—6 e. h. Helmili: 46 Alloway Aye. Talsími: 33 lit Thorvaldson & Eggertson Lögfræðlngar 705 Confederation Life Bldg. Talsími 97 024
Ornc* Phoni Res Phoni 87 293 72 409 Dr. L. A. Sigurdson 109 MKDICAL ARTS BUILDINQ Orric* Houhs: 12-1 4 P.M. - 6 P.M. «lND bt appointmbnt M. HJALTASON, M.D. ALMBNNAR LÆKNINGAR Sérgrein: Taugasjúkdómar Lætur útl meðöl í viðlögum Viítalstímar kl. 2—4 •. h. 7—8 ati kvaldlnu Síml 80 857 665 Victor St.
Dr. S. J. Johannes ion 806 BBOADWAT Talsími 80 877 VlOtalstlml kl. S—ð e. h. A. S. BARDAL selur likkistur og annast um útfar- lr. Allur útbúnaður sá bestl. — Ennfremur selur hann allskonar minnisvarða og Iegsteina. 843 SHERBROOKE 8T. Phone: 86 607 WINNIPEG
ÍSLANDS-FRÉTTIR
J. J. Swanson & Co. Ltd. REALTORS Rental, Insurance and Firlandal Agents Simi: 26 821 308 AVENUE BLDG.—Winmpeg Rovatzos Floral Shop 206 Notre Dame Ave. Phone 94 954 Fresh Cut Flowers Dally Plants ln Season We specialize in Wedding & Concert Bouquets & Funeral Deslgns lcelandic spoken
Jacob F. Bjamason —TRANSFER— Baggage and Furniture Moving 591 SHERBURN ST. Phone 35 909 Annafit allskonar flutninga fram og aftur um bæinn. MARGARET DALMAN TEACHER OF PIANO 854 BANNING ST. Phone: 26 420
DR. A. V. JOHNSON DENTIST 606 Somerset Bldg. Office 88124 Rea. 36 888 410 Medical Arts Bldg. Dr. K. J. AUSTMANN Stundar eingöngu Augna, eyma, nefs og kverka sjúkdóma 10 til 12 f.h,—3 til 5 e.h. Skrifstofusími 80 887 Heimasími 48 551
Frændi Churchills í Reykjavík
Hér hefir dvalið í bænum um
nokkurt skeið enskur blaðamað-
ur, Mr. Giles Romilly, systur-
'sonur Churchills flotamálaráÖ-
herra. Er hann starfsmaður
hjá útbreiddasta dagblaði Eng-
lands, “Daily Express” í Lon-
don og sendur hingað til þess
að rita greinar um fsland og
ófriðinn.
Mr. Romilly er ungur maður,
aðeins 23 ára, en hefir samt víða
farið. Hann var t. d. eitt ár
með her spönsku stjórnarinnar
í borgarastyrjöldinni og var í
orustunum á Jaramavígstöðvun-
um og í orustunni við Brunette.
Mr. Romilly kom hingað frá
Noregi.—Mbl. 29. nóv.
vöru, samtals 1050 smál. Auk
þessu voru með því 6 farþegar.
Aðalvörutegundir farmsins
voru sem hér segir: 250 smál. af
sykri, 90 smál. af kaffi, 300
smál. af hveiti, haframjöli og
annari matvöru, 58 smál. af
smurningsolíu, 150 “standardar”
af timbri o. s. frv.
Meðal farþega voru ólafur
Gíslason, Carl Olson, Árni Páls-
son, Magnús Brynjólfsson og
Sig. Jónasson.—Vísir 20. nóv.
* * *
Tóbakið
Með Dettifoss, sem kom frá
Ameríku um helgina, komu um
500 mille af Camel-sígarettum
og um 2000 pund af reyktóbaki.
Var ekki hægt að fá rúm í skip-
inu fyrir meira magn, að því er
Vísir hefir verið tjáð.
f gær var tóbakið flutt í versl-
anir hér í bænum og hafði einka-
salan skift því milli þeirra svo
að allir fengi hlutfallslega jafn-
an skamt. En undir hádegið
voru sígaretturnar búnar í þeim
verslunum, sem höfðu fengið
þær fyrst um morguninn. Enda
er mánaðarneysla af sígarettum
3000 mille, svo að þetta, sem af
þeim kom, er raunverulega ekki
nema sex daga birgðir.
Frá Ameríku munu engar tó-
baksvörur væntanlegar (aftur,
fyrri en um miðjan næsta mán-
uð.—Vísir, 21. okt.
* *
Sæmundar Edda þýdd
á tékknesku
Fréttariíari ríkisútvarpsins í
Kaupmannahöfn h^fir fengið
vitneskju um það, að tékknesku
mentamaður, Dr. Emil Walter,
er í þann veginn að gefa út
kvæðin úr Sæmundar-Eddu í
tékkneskri þýðingu.
Dr. Emil Walter var sendi-
THL WATCH SHOP
Thorlakson Baldwin
Diamonds and Wedding
Rings
Agents for Bulova Watches
Marriage Licenses Issued
699 Sargent Ave.
Þjóðverjar gerðu Tékkóslóvakíu
að þýzku verndarríki. Auk þess
var hann á þeim tíma fulltrúi
tékknesku stjórnarinnar um það
að kynna Tékkóslóvakíu í blöð-
um á Norðurlöndum.
Dr. Emil Walter hefir sjálfur
þýtt kvæði í Sæmundar-Eddu,
enda er hann prýðisvel að sér í
íslenkum fræðum, að dómi
lærðra manna. Hann hefir áður
þýtt á tékknesku Gunnlaugs-
sögu ormstungu, Vatnsdæla-
sögu, Gylfaginningu Snorra-
Eddu, skrifað fjölda greina um
fsland, og flutt fyrirlestra um
landið bæði í Tékkóslóvakíu og í
öðrum löndum.—Alþbl. 29. okt.
Dettifoss kom með
1050 smál. af vörum
Dettisfoss kom hingað í nótt
frá New York, með viðkomu í sveitarfulltrúi í tékkneska sendi-
Halifax. Skipið var fullhlaðið sveitrráðinu í Stokkhólmi þang-
matvöru og annari nauðsynja- [ að til það var lagt niður, er
íslendingar!
Þér sem eruð bókamenn og
bókavinir! Munið eftir því, að
þér aukið þægindi yðar, og
prýðið alt í kring um yður, með
því, að láta binda og gylla bækur
yðar. Þá þurfið þér ekki annað,
en að renna augunum yfir kjöl-
inn á bókunum, til þess að finna
bókina, sem þér þurfið á að
halda. Sendið því bækur yðar,
sem fyrst, í band eða viðgerð,
til Davíðs Björnssonar að
“Heimskringlu”. — Stafirnir
þryktir í gull eða silfur á kjöl-
inn, eftir því sem óskað er. —
Miklu efni úr að velja í mörgum
itum. Verkið vel af hendi leyst.
KAUPIÐ HEIMSKRINGLU
LESIÐ HEIMSKRINGLU
BORGIÐ HEIMSKRINGLU