Heimskringla - 03.01.1940, Page 4
4. SíÐA
HEIMSKRINCLA
WINNIPEG, 3. JANÚAR 1940
UicimskriniUci f
(StotnríO 1886)
Kemur út á hverjum miBvikudegi.
Eigendur:
THE VIKING PRESS LTD.
853 oq 855 Sargent Avenue, Winnipeg
Talsimis 86 537
Verð blaðsins er $3.00 árgangurinn borglst g
fyrirfram. Allar borganlr sendist:
THE VIKING PRESS LTD.
011 vlSskifta bréf blaðlnu aðlútandl sendist: |
K-nager THE VIKING PRESS LTD
853 Sargent Ave., Winnipeg
RiUtjÓri STEFÁN EINARSSON
Utanáskrift til ritstjórans:
ÉDITOR HEIMSKRINGLA
853 Sargent Ave., Winnipeg
"Helmskringla" ls pubilshed
and printed by
THE VIKING PRESS LTD.
853-855 Sargent Avenue, Winnipeg Man
Telephone: 86 537
WINNIPEG, 3. JANÚAR 1940
ÁRAMÓTA-HUGLEIÐING
(Ræða flutt á aftansöng á gamlárskvöld
1939 í Sambandskirkju af séra
Philip M. Péturssyni)
í bæninni sem Jesúis kendi lærisveinum
sínum, standa orðin: “Tilkomi ]>itt ríki”.
Á tímamótum sem þeim er við nú stöndum
á, ætlum vér enga bæn túlka betur hugs-
anir vorar en þá, er í þeim orðum felst.
Um leið og við kveðjum gamla árið heils-
um við með von og fögnuði hinu nýja.
Eins og nú horfir við, getur verið, að mörg-
um af oss finnist von sú veik og á litlu
bygð. En þrátt fyrir það stendur henni
að baki djúp siðgæðisþrá. Og það bezta
og fegursta sem mennina dreymir um,
hlýtur einhverntíma að rætast. Það er
sem við komu hvers nýs árs, eflist æ vonin
og styrkist um þetta. Og koma nýs árs er
ef til vill mikilsverðust fyrir þetta.
Við komum saman á þessari stundu til
þesis að biðjá þess, að friður og kærleiki
einstaklinga og þjóða á meðal, og alt það
sem háleitast er og fegurst, eflist á kom-
andi ári, en að draumurinn illi endi, um
það sem andstætt er þessu, svo sem hatur
og ofsóknir, stríð, böl og fár. Þrátt fyrir
hörmungarnar sem yfir heiminn var
steypt á árinu sem er að líða, biðjurn við,
einis örugg og nokkru sinni áður í trúnni á
það að guði sé ekkert ómögulegt, bænar-
innar nú við komu nýs árs sem við höfum
ávalt beðið: “Tilkomi þitt ríki.”
Liðna árið sem við erum að kveðja, hefir
verið ár ömurleika og erfiðleika yfirleitt.
Því hefir fylgt mikið böl og óhamingja.
Það hefir margt átt sér stað, sem við hefð-
um af öllu hjarba óskað að aldrei hefði
komið fram. Þjóða á milli hefir margt
gerst, sem er í beinni andstöðu við guðs-
ríkishugsjónina eða þ'að sem við nefnum
réttlæti, sanngirni, kærleika, góðvild og
bræðralag. Og isek um þetta, er í víðtæk-
um skilningi ekki ein þjóð annari fremur;
við gætum þar ekki hvað vel sem við vild-
um undanskilið vora engin þjóð, þjóð
þessa lands.
Oss mun flestum koma saman um það,
að betra land getum við ekki hugsað oss
að búa í, en Canada. En þrátt fyrir það
verðum við að viðurkenna hitt, að ýmis-
legt sé hér að, sem ekki þyrfti að vera og
margs sé umbóta vant. Til dæmis er hér
. ennþá um alvarlegt atvinnuleysi að ræða.
Ennþá ríkir ójöfnuður mikill í mannfélag-
inu. Ennþá á sér ranglætið hefðarsæti
og frelsið þó mikið sé, er enn takmiarkað
og ófullkomið eins og kærleikur vor, um-
burðarlyndi, samúð réttlæti og bróðerni, í
bezta og fegursta skilningi. Vér getum
vel tekið undir með Matthíasi Jochums-
syni, er í jólasálmi einum kveður svo að
orði:
Ennþá vantar ást og grið,
Ennþá ró og sálarfrið: _
Enn isem fyrri, himinn hár,
Hrópar til þín synd og fár,
Ánauð, blindni, — ógn og blóð. —
Ennþá hærri friðarljóð!
Ennþá er mörgu ábótavant í heiminum
— og það er vonin ein um bjartari og betri
framtíð, sem gerir oSs mögulegt að líta
með fögnuði fram á nýja árið og með bæn
á vörum til guðs um það, að það sem
hjarta vort þráir mest, rætist á komandi
tíð, að guðsríki verði á jörðu.
Vér kveðjum ávalt gamla árið glaðir í
bragði og fögnum eins komu hins nýja —
hinu ókomna! Við áraskifti, verðum við
fyrir einkennilegum áhrifum. Við erum
sem snert töfra sprota, og árið liðna blasir
við huganum, í fjarlægð að vísu, en nógu
nærri til þeisis, að geta vegið og metið það
sem gerst hefir. Og við sjáum og skiljum
að sumt af því hefir ekki það ævarandi
gildi, sem við æsktum; En þá kemur nýja
árið með von að minsta kosti um, að betur
takist næst. Það fer varla hjá því, að ný-
árshugsunin er í því fólgin. Það er
sem þá byrji nýtt líf, hvað sem því liðna
líður.
Richard Byrd, aðmíráll og heimskauta-
farinn nafnkunni, hefir ef til vill orðið
fyrir svipuðum áhrifum, er hann dvaldi
einn um nokkra vikna skeið í tjaldi sínu á
ísbreiðum Suðurheimskautsins. Hann
hafði með höndum ýmsar rannsóknir, en i
tómstundum hans hvarflaði hugur hans
að mörgu öðru, en einna mest þó, að mann-
félagsmálum þjóðanna. Hann skoðaði alt
úr f jarlægð, eða eins og hann sjálfur isagði,
að nokkru leyti eins og maður sem á heima
á öðrum hnetti. Hann var nú ekki lengur
hluti af því mannfélagi eða neinu, sem þar
var að gerast. Honum flanst að ekkert af
því gæti nú náð til sín eða haft nokkur
áhrif á sig.
Er hann skrifaði um þau áhrif, sem
hann varð fyrir iog þær hugsanir, sem
komu honum í huga, sagðist hann hafa
undrað sig mest á því, hve lítilfjörlegt og
yfirborðislegt margt sýndist vera í lífinu,
sem bæði einstaklingar og þjóðir gerðu
mest veður úr, og hve honum fanst þjóð-
irnar verða oft fyrir æsingaráhrifum í
málum sínum og að þær stjórnuðust sjald-
an af beinni skynsemi eða viti. Er hann
hugsaði um þessa hluti, aleinn í tjaldi sínu
um hávetur á ísnum í suður íshiafinu,
margar mílur frá hinum leiðangursmönn-
unum og enn fleiri mílur frá skipinu, sem
þeir sigldu með suður, — er hann hugsaði
um þessa hluti, ákvað hann með isjálfum
sér, að gera sitt ítrasta, er heim væri
komið aftur til að vinna að þeim málum,
sem honum fundust mestu varða, og að
gera það, sem hann gæti sem einstaklingur
til að skapa betri heim. En það sem hon-
um fanst vera mikilvægast allra mála, er
hann hugsaði um þettla alt, á meðan að
vetrar istormar geysuðu og nístandi kuldi
og frost tóku alt á sitt vald, var friðarmál-
ið þjóða á milli. Hann skrifaði greinar
um þetta, og niðurstöður sínar. Og fyrir-
stöðulaust gerði hann það, sem hann g&t,
til að sannfæra aðra um það, sem hann
var þegar sannfærður um sjálfur.
En að lokum fanst honum að verk sitt
bera engan eða lítinn árangur. Réðist
hann því aftur í aðra rannsóknarferð isiuð-
ur til íshafsins við, Suðurheimsskaut, er
hann þar nú, og gerir rannsóknir, sem
bera ef til vill meiri árangur en friðartil-
raunir hans virðast hafa borið!
Nú stöndum vér eins og segja mætti á
þröskuldi nýs tímabils. Vér istöndum við
áramót, — og er vér komum hér saman,
um miðnætti, verðum vér ekki einnig að
einhverju örlitlu leyti fyrir líkum áhrifum
og Byrd aðmíráll sagðist hafa orðið fyrir?
Læsa ekki einhver áhrif sig um huga vorn,
og lyfta oss upp yfir alt hið tímanlega
>og leiða oss fyrir sjónir alt, sem varanlegt
er og eilífðareðlis ? Og er vér verðum
fyrir þesisium áhrifum, getum vér ekki
ákvarðað með sjálfum oss að leggja mesta
rækt við það, sem varanlegt er, en að veita
hinu 'aðeins það athygli eða þá eftirtekt
sem það verðskuldar, en ekki meira! Það
getur verið, að oss finnist eins og Byrd
aðmírál, að það sem vér viljum að taki
framförum komi alt of seint, — að vér
sjáum lítinn eða engan árangur! Eða eins
og einn maður hefir s'agt er rætt var um
áþekka hluti: “Þetta á alt harla langt í
land og er ekki fyrir höndum á nálægum
tíma.” En svo getum vér svarað: “Já,
það er sannleikur, fullkomnun mannkyns-
ins á vissulega langt í land. Það er eðli
hins góða, að spretta seint og fara hægt.
Það sem alt af sprettur fljótast, er illgres-
ið, eins og vér vitum. En fyrst mann-
kynið á von á þvílíkum gæðum, þá ríður á
nú þegar að beina öllu, sem bezt í áttina.
Nú þegar ríður á að ástunda sann-
leik og frelsi, réttlæti, kærleik og alt ann-
að gott, einmitt af því að þessir hlutir færa
mann óyggjandi áfram í rétta átt.”
Og vér getum stigið inn í nýárið með
þessa vissu. Hver maður leggur sinn skerf
til byggingar guðsríkis til þess að það
komi, þó að iseint gangi. Það nálgast
með fullkomnun mannkynsins, og mann-
kynið fullkomniast með nálgun þess.
Þetta er vissan sem fylgir oss fram á
nýárið. Árið sem liðið er, bar með sér
marga blessun, en einnig marga dimma og
kvíðafulla daga, og vér sjáum lítið eftir
því, og stefnum því nú fram, með von um
bjartari framtíð og blessunarríkara ár.
Guð gefi, að vér getum eitthvað unnið
þar að, á því ári sem í hönd fer. Byrjum
það, með því að segja af öllum hug og
hjarta: “Til vor komi þitt ríki.” Að sönnu
er eitt ár ekki nema dropi í hafi tímans,
en margir dropar hola steininn. ' Eins
verður þetta ár eitt af þeim mörgu, sem
miða til að leiða guðsríki fram. Biðjum þá
hinn lalvalda föður, að það verði oss og
öllu mannkyninu farsælt og gott ár. Biðj-
um einnig, að það bæti úr líkamlegum
þörfum vorum. Biðjum um gott ár fyrir
hvern einstakling sem þjóðir. Biðjum
um framfarir og frið innan landis1 og utan.
Himneski faðir, heyr bæn vora, og vertu
oss náðugur.
SÍÐASTA BóK BERTRAND
RUSSELS
Bertrand Russell er einn af nafnkend-
ustu og bezt þektu brezkum rithöfundum,
þeirra er rita um heimspeki og félags-
fræði. Hann hefir ritað margar bækur,
sem eru lesnar af mjög mörgum, og fjalla
þær um ýms efni _alt frá stærðfræði og
metafýsiskum hugleiðingum til uppéldis-
mála. Síðastliðið ár (1938) kom út bók
eftir hann, sem heitir “Vald” (Power, A
New Soc. Anal.). f henni gerir hann grein
fyrir skoðunum sínum á hinum meiri hátt-
ar hreyfingum í félagslífi mannanna og
orsökum þeirra. Bókin er hin fróðlegasta
og full af frumlegum og skarplegum at-
hugunum á helztu félagslegum staðreynd-
um, og viðhorfið er alt annað'en hið venju-
lega. Auk þess er hún prýðilega rituð,
eins og alt annað, sem frá hans hendi
kemur, og skemtileg aflestrar. Eftirfar-
andi ritgerð drepur aðeins á það helzta,
sem hann hefir að isegja í bók þessari.
Féliagsfræðingarnir og hagfræðingarnir
hafa of mikið haldið fram hinni hags-
munalegu útskýringu á hinum stærri og
þýðingarmeiri hreyfingum í þjóðfélögun-
um og mannfélagsheildinni. Fylgjendur
Jeremy Benthams og Karls Marxs hafa
reynt að útskýra þær á þann hátt, að það
sem einkum lægi til grundvallar fyrir þeim
væri löngun mannanna til þess að hafa nóg
til að bíta og brenna, þ. e. a. s., löngunin
til að ná yfirráðum yfir auðæfum og auðs-
uppsprettum jarðarinnar. Þeasi skoðun
er einhliða og ónóg. Þráin eftir valdi —-
yfirráðum yfir öðrum mönnum og dauðum
hlutum, til þess að hafa vald yfir þeim, er
sterkasta aflið í framvindu hinna féliags-
legu staðreynda, og hún birtist í ótal
myndum.
Eitt af því mikilsverðasta, sem aðskilur
menn og dýr, er það, að dýrin eru ánægð,
þegar þeirra líkamlegu þarfir eru upp-
fyltiar. Kyrkislangan er ánægð, þegar hún
hefir gleypt bráð sína, og liggur og sefur
þangað til hungrið rekur hana af stað aft-
ur til að leita að nýrri bráð. Maðurinn er
ekki ánægður þó að líkamlegar þarfir
hans séu uppfyltar. Xerxes hafði nógan
mat og nóg klæði og nógar konur áður en
hann fór í hernaðarleiðangurinn á móti
Aþenumönnum, og Newton leið vel áður en
hann fann þyngdarlögmálið. Þrár manns-
ins eiga sér engin takmörk, og eitt af því,
sem hann þráir mest, er vald og orðstír.
Að vísu eru flestir þannig settir í mann-
félaginu, að þeir hafa ekki tíma til þess að
leita eftir valdi og orðstír, en allir, sem
geta, gera það; aðeins þeir lötustu gera
sig ánægða með aJð vera án þess og reyna
ekki að ná í neitt vald. Þeir framtaks-
sömu, sigurvegararnir, stjórnendurnir og
frægir menn af öllu tæi leita stöðugt
valdsins og eru ekki ánægðir nema þeir
Óðlist það.
Valdaþráin er ekki aðeins einkenni leið-
toganna, hún birtist líka hjá fylgjendum
þeirr.a Jafnvel í trúarbragðahreyfingum,
þar sem hógværð og lítillæti voru aðal
dygðirnar, var takmarkið að sigra og eign-
ast vald. “Sælir eru hógværir, því að þeir
munu landið erfa”. Áhrifamestu leiðtog-
arnir hafa komið fram á byltingatímum,
þegar flestir hafa fundið til þess, að þá
vantaði leiðtoga, til þess að brjóta niður
eitthvert vald og eignast vald sjálfír, t. d.
Cromwell, Napoleon og Lenin. Aðeins í
fáum tilfellum verður mönnum haldið
samian án leiðtoga; félagsskapur Kvekara
og ættar-samheldnin í Kína eru dæmi þess.
Leiðtogar og fylgjendur eru nauðsynlegir
í öllum félagsskap og fyrirtækjum. Örugg-
asta ráðið til að gera menn að hlýðnum og
auðsveipum fylgjendum er að halda þeim
hræddum við einhverja hættu, verulega
eða ímyndaða. Þegar stríðshætta er í
vændum, fylgja allir flokkar stjórninni,
hversu mikið sem þeir eru á móti henni
endranær. En fylgjendurnir búast ávalt
við, að eitthvað af því valdi, sem leiðtog-
arnir öðlast, nái til sín. Sumir vilja ekki
vera leiðtogar, af því að þeira finna van-
mátt hjá sér til að leiða aðra, og enn aðrir
eru þannig gerðir, að þeir eru hvorki hæfir
flestir siðbótarfrömuðirnir héldu
franj algerðri undirgefni þegn-
■anna við þjóðhöfðingjana. Nú-
tímaríkjunum stafar mest hætta
af innbyrðis sundrung og upp-
reisnum að afloknum stríðum,
það er að segja þeim, sem ósigur
I til að vera leiðtogar né fylgjend-
| ur. Það eru þeir sem draga sig
út úr mannfélaginu og verða
einsetumenn eða munkar eða
sérvitringar, sem ekki geta kom-
ist af við aðra menn.
Það er hægt að ná valdi yfir
öðrum bæði með beinum áhrif- bíða. Það isem stendur allri
um, einjs og þegar leiðtoginn samvinnu meðal hinna stærri
beitir mælsku til þess að sann- ríkja nútímans fyrir þrifum, er
færa aðra um að hans stefna sé hin sterka þjóðernismeðvitund,
rétt, og með tækjum, sem gera sem ávalt hefir verið einkenni
honum mögulegt að hafa líf ann- hinna tevtónsku þjóða og hefir
ara í hendi sér, eins og þegar eflst afarmikið hin síðustu ár
hann hefir her til taks til að vegna samkepninnar milli þess-
skjóta niður andstæðinga sína. ara ríkja á hagsmunasviðinu og
Það eru til margar tegundir ’um yfirráðin í heiminum. Ein-
valds og það má sundurliða það hverskonar heimsríki eða yfir-
á margan hátt. Það má t. d. tala ríki væri ómögulegt, ef að eitt-
um erft vald og fengið vald kvert ríkjanna isigraði öll hin,
(traditional power and acquired 1 eða ef allar þjóðir væru fáan-
power). Erft vald hefir ávalt legar til að aðhyllast einhverja
istuðning einhverra hugmynda pólitíska trúarjátningu, sem
og skoðana, ,sem lengi hafa verið væri æðri en allar þær póli-
til og hafa verið viðteknar af > tísku trúarjátningar, sem nú eru
mörgum, en fengið vald verður, til. f þeim nútímaríkjum, sem
að réttlæta sig sjálft.
Fengið vald verður oft að of-
beldi (naked power). Slíkt vald
hefir ávalt verið mjög þýðingar-
mikið í heiminum. Vald sigur-
vegara eins og Alexanders
mikla, Júlíusar Cæsars og Gen-
gis Kahn var slíkt vald. Vald
kaþólsku kirkjunnar yfir villu-
trúarmönnum miðaldanna • var
ofbeldis-vald, en vald hennar
yfir kaþólsku fólki, sem fylgir
henni af frjálsum vilja, er erft
vald.
Tvær tegundir hins erfða
lent hiafa undir yfirráð diktatora
eru hinar pólitísku játningar
eiginlega annars eðlis en í hin-
um. Ráðandi flokkarnir þar
líkjast, mest leynifélögum, þar
sem undirgefni og hlýðni við
flokksstjórnina eru ekki aðeins
æðstu dygðir, heldur líka óhjá-
kvæmilegt skilyrði fyrir því að
geta haldið lífi og limum. Þar
hafa istjórnirnar stöðug afskifti
af öllu því sem þegnarnir gera
og neyða þá til að viðtaka hinar
fyrirskipuðu skoðanir. Þetta er
Ijósasta dæmið um ofbeldisvald-
ið í stjórnmálum. Og það getur
valds eru einkum eftirtektar-1 0rðið að hefð og þá um leið að
verðar: konungsvaldið og presta- erfðavaldi.
valdið komst á sitt hæsta stig í Samfélag nokkurn vegin sið-
fornríkjunum eins og Babylón þar sem ekkert
og Egyptalandi. f Asíu hefir,^.^ yald> engin stjorn,
ekkert annað vald orðið mjög yær. tn er óhugsandi. Einhvers
oflugt nema vegna utanaðkom- j komir ’stjórn mundi myndast
andi áhrifa, að undanteknu
með tímanum. Ástandið í Cali-
Kína, þar sem kenningrar Kon-1 ^ að gullið famt l>ar
fu-tse hofðu m,iog mikil og var-
f Evrópu aftur á
anleg áhrif.
móti meðal tevtónskra þjóða
hefir konungsvaldið aldrei náð
sömu hefð og í Asíu. Presta-
valdið var í byrjun imjög óákveð- j'
um miðja nítjándu öldina, var
> stjórnleysisástand ,og þegar
lagaleysið gekk svo úr hófi að
jenginn var óhultur um líf sitt
eða eignir, risu upp sjálfkjörn-
eftirlitsmenn (vigilantes)>
, ir
ið og bygðist á þeirri trú, að j .,, * . * , á
prestarnir etœðu í beinu sam- se"' toku a? 5" aS, kTa “
bandi við yfirnáttúrleg öfl, en 1 teglu I lama nkjum fyr a tvm
, * . * r 4..., 1 um, ems og a Gnkklandi og a
þegar prestarmr urðu serstok „ ’ , . ,..e*
stétt í þjóðfélaginu, óx vald;ltahu ajniðoldunum, var hof -
þeirra afar mikið. Prestavaldið j mgJ.a^ JonV ° ^arC. y S€„
náði hámarki sínu í kaþólsku1 venjulega feH fynr emveldi ein-
kirkjunni á dögum Gregoríusar hvers sigurvegara sem solsaði
páfa sjöunda. f trúarbrögðum, i vfldlð undlr S1*' 1 auuðvaldl nU'
sem hafa átt uppruna sinn í tlmans (Pl»tocracy) hofum ver
kenniriguim og starfi einstakra að nokkru sama fynrbrigJ'
mannia, eins og í kristindómin- lð> að bvl undanskildu, að au
um, Búddha-trúnni* og Múham-1 valdið stjórnar ekki beinlíms,
eðstrúnni, var valdið fynst upp- heldur stjórnar það stjórnunum.
reisnarvald, en snérist upp í erft j Bæði einveldið og höfðingja-
vald, þegar þessi trúarbrögð stjórnin hafa nokkra koisti; en
urðu útbreidd og mynduðu vold- stærsta veila alls slíks fyrir-
ugar félagsstofnanir. j komulags liggur í því, að stjórn-
Hagsmunavald eða auðviald irnar verða fyr eða síðar skeyt-
nútímans er afar-sterkt í lönd- ingarlausar um hag þegnanna og
um, þar serh iðnaður er á háu óskir þeirra; en það leiðir aftur
stigi, eins og t. d. á Bretlandi, til uppreisna, eins og á Frakk-
Þýzkalandi og í Bandaríkjunum. landi fyrir stjórnarbyltinguna.
Áður fyr var þetta vald nær ein- j Lýðræðið hefir ýmsa mikla
göngu bundið við landeignir, en : kosti, þó að á því séu líka miklir
nú er það að mestu leyti bundið j gallar. Það er þáð eina stjóm-
við framleiðslu í verksmiðjum
og yfirráð yfir ýmisium mjög
þýðingarmiklum auðsuppsprett-
um. Þetta vald er nú að me?tu
leyti orðið erfðavald. Alt erfða-
vald verður að hafa samþykki
þeirra, sem undir því eru, ann-
aðhvort þannig að þeir séu sátt-
ir með það, eða vegna þess að
þeir beygi sig undir það af vana.
Án samþykkis þeirra verður það
að ofbeldis-valdi.
Starf vísindanna í þágu valds-
ins hefir verið afarmikið. Nú-
tíma-ríkin eru óhultari fyrir
innbyrðis isundrung heldur en
lin voldugustu ríki voru fyr á
tímum, mest vegna þess að vís-
indin hafa gert allar samgöngur
svo margfalt hraðari og auð-
veldari en þær voru áður. Stjórn-
ir eiga hægt með að fylgjast
með öllu sem gerist jafnvel í
neim hlutum ríkjanna, sem eru
fjærst stjórnarstöðvunum. Hin
miklu þjóðlönd Evrópu efldust
stórkoistlega eftir siðbótina að
kví er snertir hið verulega vald
ríkisstjórnanna, vegna þess að
arfyrirkomulag, sem enn hefir
verið reynt, sem hefir dugað til
þess að vernda hag þegnanna-
Lýðræðið felur í sér möguleika
fyrir þegnana að hafa áhrif á
stjórnarfarið, þó að þátttaka
hvensi einstaklings sé smá, og til
þess að koma óskum sínum frari1
við þá, sem með völdin fara-
Lýðræðið getur líka venjuleí?a
komið í veg fyrir borgarastríði
vegna þess að stjórninni &
kunnugt um vilja meirihluta
þegnanna, og er venjulega ekk1
bundin svo fast við nokkra sér-
staka stefnu, að hún ekki geti
breytt til og tekið nægilegt tillit
til vilja allra flokka í landinri-
Erfiðleikar lýðveldisins einkuri1
í hinum stærri ríkjum, liggur i
hinum margbreyttu og flókriu
hagsmunum þegnanna og
rekstrum milli þeirra. Höfuð'
óvinir lýðveldisins eru auðval^
og stríð. Þar sem það hefi1,
verið við lýði um nokkuð langari
tíma og menn eru orðnir þ^1
vanir, stafar lýðveldinu lít’1
hætta frá innbyrðis sundrun#'