Heimskringla - 24.01.1940, Side 6

Heimskringla - 24.01.1940, Side 6
6. SÍÐA ME.MSKRINGLA WINNIPEG, 24. JANÚAR 1940 SVO ERU LOG, SEM HAFA TOG “Við hvað áttu?” hrópaði hann með vax- andi reiði. Það var aukin fjandskapur í fram- komu hans, því að honum virtist að þessi þjófur sem hefði stolið munum hans, og hann hafði látið fá makleg málagjöld, ætlaði sér að gera sig heimakomna við hann. Hann reiddist yfir þessum grun, en leynd forvitni hélt skapi hans í skefjum. “Við hvað áttu?’ endurtok hann svo hátt, að hin mikla rödd hans bergmálaði í herberginu. Svar stúlkunnar var þýtt og hljómfagurt er hún svaraði: “Eg á við þetta: Gefið þeim tækifæri til að lifa og vera heiðarlegar.” “Tækifæri til að lifa!” Hann sagði þessa setningu með ofsalegum krafti. ósvífni þess- arar uppástungu fylti Gilder með svo sterkri andúð að um talsverða stund var hann alveg mállaus af reiði. Stúlkan lét reiði hans ekkert á sig fá. “Já,” hélt hún áfram með hægð, “það er alt sem það þarf. “Gefið þeim tækifæri til að lifa og fá nægilegt fæði, og þokkalegt herbergi að sofa í, og skó á fæturna í vetrarkuldanum. Haldið þér að nokkra stúlku langi til að stela? Haldið þér að nokkur stúlka vilji hætta á— ?” “En þegar hér var komið hafði Gilder fengið máttinn til að mæla og tók nú harka- lega fram 1 fyrir henni. “Og það er til þess arna, sem þú hefir eytt tíma mínum. Þig langar til að biðja fyrir sek- um ófrömum stúlkum, þegar eg hélt að þú ætl- aðir að fræða mig um einhverjar staðreyndir.” En þrátt fyrir þetta hélt María áfram ræðu sinni. Það var einhver svo einkennilegur þróttur, sem fylgdi þessari ræðu hennar að jafnvel þykka húðin á lögregluþjóninum stóðst það ekki, og þótt að hann héldi að hún væri að rugla, þá lét hann hana rugla áfram, sem var alls ekki venja hans, og kom honum til að verða hissa á sjálfum sér. Hvað Gilder snertir, þá fanst honum hann vera ráðalaus á svo einkenni- legan hátt, að hann kannaðist hreint ekki við sig. Hann var ennþá fokreiður yfir því, að hafa komið sér til að veita stúlkunni áheyrn, en þrátt fyrir gremjuna fékk hann sig samt ekki til að senda hana að svo búnu i burtu. Vegna einhverra óskiljanlegra töfra sat hann og hafðist ekki að. , “Við vinnum níu tíma á dag,’ helt hun áfram rólega með einkennilega átakanlegum hljóm í fallegu röddinni; “níu tíma á dag, sex daga vikunnar. 'Það eru staðreyndiri, eða hvað? Og vandræðin eru þessi, að heiðarleg stúlka getur ekki lifað á sex dölum á viku. Hún getur það ekki og keypt fæði og föt, og borgað herbergisleigu og strætisvagna far- gjald. Það er önnur staðreynd, eða hvað?” María horfði á búðareigandann og fjólu- bláu augun hennar voru alvarleg og spyrjandi. Vegna geðshræringarinnar, sem hún var í, læddist dálítill roði í vanga hennar, og nú var andlit hennar mjög fagurt, í raun og veru svo fagurt, að rétt sem sönggvast greip hinn töfr- andi yndisleiki þess eftirtekt mannsins, og hann horfði á hana með virðingu, sprottinni af tilfinningunni fyrir kvenlegum yndisleika henn- ar. Þessi áhrif vörðu aðeins skamma stund. Gilder var ekki neinn dómari um kvenlega feg- urð. Verzlunarvitið réði öllu í huga hans. Er hann hafði um stutta istund starað forviða á þennan óvænta yndisleika, flugu hugsanir hans aftur á ný að því efni sem hún hafði talað um svona hlægilega heimskulega. “Eg óska ekki eftir að ræða þessi mál,” sagði hann hryssingslega er stúlkan þagnaði sem snöggvast. “Og mig langar ekki til að ræða neitt,” svaraði María með þolinmæði. “Mig langaði bara til að segja yður fáeinar staðreyndir, það sem þér báðuð mig um,” dálítið bros, eins og minningarnar vekja, lék um varir hennar. “Þegar þeir settu mig fyrst inn,” sagði hún eins og hálf tilfinningarlaust, “þá hataði eg yður.” “Og auðvitað!” svaraði Gilder háðslega. “Og svo hugsaði eg að þér kannske skilduð þetta ekki,” bætti María við. “Og ef eg segði yður frá þessu hvernig ástandið væri í raun og veru, þá kynnuð þér að breyta því einhvern veginn.” Er eigandi búðarinnar heyrði þessa kæn- legu yfirlýsingu saup hann hveljur af undrun. “Eg!” hrópaði hann eins og hann tryði ekki sínum eigin eyrum. “Eg ætti að breyta verzl- unarstefnu minni vegna þess, að þú bæðir mig þess!” Það var eitthvað óumbreytanlegt í rödd- inni, er stúlkan hélt ákveðin áfram skýringum sínum. Það var eins og hún væri að rækja skyldu, isem ekki yrði umflúin og engir örðug- leikar mættu hamla, jafnvel ekki sú vitneskja að öll fyrirhöfnin yrði að lokum árangurslaus. “Vitið þér hvernig æfi okkar stúlknanna er? — en auðvitað vitið þér það ekki. Þrjár okkar í sama herberginu, eldum matinn okkar sjálfar yfir gasvélinni, sem aðeins hefir tvo elda, og verðum svo að þvo af okkur á kveldin, eftir að hafa staðið á fótunum í níu tíma á dag.” Upptalningin á atriðum þessa basls, hafði alls engin áhrif á húsbóndann, því að hann skorti alveg ímyndunaraflið sem nauð- synlegt var til að finna til með hinu þrautafulla böli, sem stúlkan hafði þekt. Hann svaraði með svip sjálfsréttlætingarinnar, rétt eins og ákær- ur stúlkunnar væru vísvitandi rangar. “Eg hefi látið hverja stúlku hafa stól fyrir innan búðarborðið.” Það var engin breyting á rödd stúlkunn- ar, er hún svaraði þessum varnar orðum hans. Hún hélt áfram í hljómfögrum og lágum rómi, en það var enn meiri einlægni í honum. “En hafið þér nokkru sinni séð stúlku setj- ast í einn þeirra?” spurði hún kuldalega. “Gerið svo vel og svarið mér. Hafið þér séð það? Auðvitað ekki,” sagði hún eftir svolitla þögn, en búðareigandinn svaraði engu. Hún hristi höfuðið til að gefa neituninni áherslu. “Og skiljið þér hversvegna? Það er af þeirri einföldu ástæðu, að hver einasta stúlkan veit, að ef forstjórinn í deildinni hennar sæi hana sitja, þá hugsaði hann að hann gæti verið án hennar. Hún væri að svíkjast um, sjáið þér til, og svo væri hún rekin. Eftir dagsverkið, að hafa staðið í níu tíma á fótunum, þá gengur stúlkan heim til að spara sér fargjaldið. Já, hún gengur hvert sem hún er sjúk eða heil- brigð. En maður er svo þreyttur hvort sem er, að maður finnur ekki hvert maður er heil eða veik.” “Gilder froðufeldi næstum því af reiði, því að honum fanst þetta ástæðulaus árás á sjálfan sig. Andúð hans óx stöðugt gegn þessari stúlku, dæmdum þjóf, sem dirfðist þannig að standa uppi í hárinu á hionum. “Hvað kemur alt þetta við þjófnaðinum í búðinni?” spurði hann af móði miklum. “Þú komst hingað undir því yfirskini, og í stað þess að segja mér frá því, þá þvælir þú um gassuðu vélar og strætisvagnafargjald.” En istúlkan hélt áfram að tala í sama tón og hún hafði gert, án þess að hirða um innskot kaupmannsins. “Og þegar maður er reglulega veikur og verður að hætta vinnunni. Hvað er þá til ráða? Vitið þér hvað, Mr. Gilder, heiðvirð stúlka leiðist oft til að stela vegna þess, að hún þarf á læknishjálp að halda, eða einhverj- um þvílíkum munaði? Og sumar þeirra gera það sem verra er, en að stela. Já, það gera þær. Stúlkur sem voru heiðarlegar, og langaði til að halda áfram að vera það, en loksins urðu þær svo þreyttar á öllum þessum þrældómi, að — að —” Maðurinn sem hafði slík vandræðabörn hundruðum saman í þjónustu sinni og heyrði nú um þær blákaldan sannleikann, iðaði órólega í sætinu, og svolítill roði færðist yfir hraust- lega, útitekna litháttinn á vöngum hans er hann hreyfði mótmælum gegn þessu. “Eg er ekki gæslumaður þeirra. Eg get ekki vakað yfir þeim eftir að þær fara úr búð- inni. Þeim er goldið venjulegt kaup — eins mikið og hinar búðimar borga.” Er hann mælti þannig funaði réttlát bræðin upp í skapi hans, tendruð af þessari árás tukthússlimsins, er réðist þ^nnig á hann að óvörum. “Heyr á endemi!” sagði hann með mikilli þykkju. “Eng- inn lifandi maður gerir annað eins og eg fyrir starfsfólk sitt. Hver gaf stúlkunum setstofu uppi á lofti ? Það var eg sem gerði það!” “En þér viljið ekki gjalda þeim nógu mikið kaup til að lifa á. Að þessi staðhæfing var mælt án nokkurs haturs gerði hana, eins sönn og hún var, ógeðfelda manninum, og stælti hann til að staðhæfa hina ósvífnu sjálfsréttlætingu sína. “Eg borga þeim hið sama og hinar búð- irnar,” endurtók hann ólundarlega. En ennþá einu sinni svaraði hin mjúka rödd með þessari óbifanlegu staðfestu gegn manninum, sem leitaðist við að láta orð henn- ar ekkert á sig bíta. “En þér borgið þeim ekki nóg til að lifa af.” Svarið var svo einfalt og augljóst að því varð ekki svarað beinlínis. Gilder kaus því að snúa sig út úr því, með því að víkja að fyrra efninu. “Svo þú heldur því fram að þú hafir neyðst til að stela. Það er vömin, sem þú færir fram fyrir sjálfa þig iog vini þína.” “Eg neyddist ekki til að stela,” svaraði hún, með sömu tilbreytingarlausu röddinni, sem hún hafði talað með lengst af meðan á þessu samtali stóð. Eg neyddist ekki til að stela, og eg stal engu; en þrátt fyrir það, er þetta vörn- in, eins og þér kallið það, sem eg færi fyrir sök hinna stúlknanna. Þær stela hundruðum sam- an vegna þess, að þær fá ekki nóg að borða. Eg sagðist skyldi segja yður hveraig þér gætuð stemt stigu fyrir þessum þjófnaði. Eg hefi gert það. Gefið stúlkunum sanngjarnt tæki- færi til að vera heiðarlegar. Þér spurðuð mig um nöfn Mr. Gilder. Það er aðeins eitt nafn, sem sökin fellur á, fyrir öll þessi vandræði, og nafnið er: Edward Gilder! Viljið þér nú ekki reyna eitthvað?” Er hún bar þessa spurningu fyrir hann án nokkurra umsvifa, stökk búðareigandinn upp úr stólnum og hvesti augun á stúlkuna, er hafði spurt hann svona niðrandi spurningu. “Hvernig vogar þú að tala svona við mig?” sagði hann með þrumandi rödd. En það virtist engin áhrif hafa á stúlkuna. Þvert á móti. Hún endurtók spuminguna lát- laust og virðuglega, sem reitti hann enn meira til reiði. “Viljið þér ekki gera svo vel að gera eitt- hvað í þessu efni?” “Hvernig vogarðu þér?” öskraði hann aft- ur, og nú lýsti spurningin því hve forviða hann var. ’ “Hvemig eg voga mér þetta?” svaraði María Turner, “er vegna þess að þér hafið gert mér alt það ilt sem þér getið, iog nú er eg að reyna að gefa yður tækifæri til að breyta betur við hinar stúlkurnar. Þér spyrjið mig hvernig eg þori þetta. Eg hefi rétt til að þora það! Eg hefi verið heiðarleg alla æfi. Eg hefi þráð að hafa sæmilegt fæði, hlý föt og — svo- litla, ánægju/alla þá stund sem eg hefi unnið fyrir yður, hefi eg farið alls þessa á mis, til þess að vera heiðarleg. Þessu lýkur svo öllu á þann hátt, að þér sendið mig í fangelsi fyrir Það, sem eg er saklaus af að hafa gert. Eg þori þetta þessvegna!” tassidy, lögregluþjónninn sem átti að gæta aríu Turner, hafði staðið þolinmóður við hlið hennar alla þá stund, sem samtalið varaði, og haldið um úlnlið hennar. Hann veitti þessari orðasennu milli fangans og miljónerans dálitla eftirtekt. óljóst hafði hann furðað sig á hversu vel þessari veikbygðu stúlku, tókst að lýsa því ranglæti, \sern hún hafði orðið fyrir. Auk þess vakti þetta engan áhuga hjá honum, horfði bara á eins maður mundi horfa á ein- hverja sérstaka viðburði. Málefnið sem rætt var kom honum ekert við. Hans skylda var að fara burtu með stúlkuna þegar samtalið væri búið, og datt honum nú í hug að nú mundi vera hæfilegur tími að hafa sig af stað. Það virtist meira að segja að stúlkan hefði gert búðareigandann alveg orðlausan. Þessvegna j yar það ef til vill réttast að fara með hana burtu. Með þessa spurningu í huga, leit hann á Gilder spyrjandi augum og kom honum til að líta á sig. Honum nægði það að miljónerinn kinkaði kolli. Gilder treysti sér í raun og veru ekki til að koma upp einu orði. Hann var í al- varlegri geðshræringu yfir þeim sannleika, sem stúlkan hafði svo góðlátlega sagt honum. Hann var ekki viðbúinn að svara henni neinu, þótt hann^ væri gremjufullur og andvígur hverju °rði í ásökunum hennar. Þegar því lögreglu- þjónninn leit á hana spyrjandi, þá fann hann sér til léttis, þótt hann skammaðist sín fyrir það, að hann varð feginn að svara játandi með þessari hreyfingu. Cassidy sneri sér við og rykti um leið í handlegg stúlkunnar og sneri að dyrunum. Hún sýndi að hún vissi hvað þetta þýddi með því sem hún sagði að skilnaði. “Ó, hann getur farið með mig nú,” sagði hún beiskjulega; og svo reis rómur hennar hærra en hann hafði áður gert og í hann tvinn- aðist blær, sem varð skuggalega heiftúðugur og illúðlega hefnigjam, er hún leit við í dyr- unum, isá maðurinn við borðið að andlit hennar var kuldalega illúðlegt. “Þrjú ár eru ekki eilífðin,” sagði hún hægt. “Þegar eg kemst út, þá skalt þú borga mér fyrir hverja mínútu þeirra. Eg mun ekki gleyma því einn dag né eina stund, að það varst þú, Mr. Gilder, sem sendir mig í fangelsi, og það skaltu gjalda mér fyrir. Þú skalt líka gjalda mér fyrir fimm árin, sem eg svalt svo að þú gætir grætt. Þú skalt gjalda mér fyrir alt sem eg hefi tapað í dag, og------” Stúlkan rykti til vinstri hendinni, þeim megin sem lögregluþjónninn stóð. Svo hraust- leg var þessi hreyfing að Cassidy misti takið á úlnlið hennar en taugin sem tengdi þau var samt ekki slitin, því á milli úlnliða þeirra sást stálkeðja, sem sýndi að þau voru hlekkjuð saman með handjárnum. Stúlkan hristi hlekk- ina á þann hátt sem var miklu kröftugri em orð. í þessu síðasta ávarpi til hins æsta manns við skrifborðið var spádómur um ógæfu. Frá merkinu um niðurlægingu hennar, leit hún á manninn, sem hafði sett það á hana. Er þau horfðust í augu leit hann- undan hinu ógnandi augnaráði hennar. “Þú skalt líka borga mér fyrir þetta!” sagði hún. Rödd hennar var næstum hvíslandi, en hún lét eins og óp í eyrum og hjarta hans. “Já, þú skalt borga mér fyrir—þetta!” VI. Kap.—f Víti Þau voru andstyggileg árin þrjú, sem María Turner vann í betrunarhúsinu Burnsing. Tími hennar var ekki styttur, þótt hún hagaði sér vel. En istúlkan komst brátt að raun um, að hylli þeirra sem þar höfðu völdin varð ekki unn- in nema fyrir gjald, sem kvenlega velsæmistil- finning hennar hrylti við. Þess vegna fór hún gegn um þetta víti nætur og daga með þján- ingum, þrautum, sem voru banvænar. Það þarf ekki að taka það fram, að tilveran þar var öll ill. Það var líkamlega ill tilvera, sem aldrei lét gleyma sér, og minti á sjálfa sig með sífeldum þrældómi, grófri og ógeðslegri fæðu, hörðu og þröngu rúmi, hinum stöðugu iog nag- andi leiðindum fangavistarinnar, útilokuð frá Ijósi og lofti, fráskilin öllu sem gerir lífið ein- hvers virði. En þó voru þetta ekki verstu þrautirnar sem lögðust á tilveru stúlkunnar. Það sem hvíldi þyngst á henni og stöðuglegast, var nið- urlægingin sem umhverfi þetta leiddi af sér, en hún varð ekki umflúin nokkurt augnablik, né hið lostafulla andrúmsloft þessa staðar, sem henni hafði verið varpað í án þess að hún ætti það skilið. Andstygðin var alstaðar. Hún stafaði út úr andlitum margra og freyddi frá sálum enn fleiri, slægðarlega hræðileg. Stúlk- an hélt sér ákveðin frá nokkrum persónulegum kunningsskap við samfélag sitt. Hún gat að minsta kosti að sumu leyti skilið sig frá spill- ingunni hvað persónulega viðkynningu snerti, en þar var ætíð alstaðar nálægð þessara leyndu orku lastanna, se mekkiv ar eins auðvelt að forðast, eða heldur að finna ráð til að forðast. Því að þetta var blandað sjálfu andrúmslofti umhverfisins. Þessi ósýnilegi deyndardómsfulli og hræðilegi máttur syndarinnar, fylti fangels- ið eins og eiturloft. Hann var alt af að reyna að hertaka sálina og slá eign sinni á hana. Þó að hún engu að síður héldi lyndiseinkunn sinni ósnortinni, þá dró hún samt dám af andrúms- loftinu. Smátt og smátt óx utan um hið við- kvæma tilfinningalíf stúlkunnar skel af harð" úð, sem með tímanum mundi vissulega sljófga tilfinningu hennar fyrir réttu og röngu. Já, venjulega er lyndiseinkunn mannsins hin sama alla æfi hans í öllum aðaldráttunum, og í þessu tilfelli var María Turner, er fangels- isvist hennar lauk, næstum alveg eins andlega heilbrigð og daginn sem hún var sett í fangels- ið. Breytingin var aðallega á yfirborðinu. — Hjartagæðska hennar og löngun til að njóta saklausrar gleði lífsins var hin sama. En yfir beztu eiginleika hennar var runnin hjúpuf hörkunnar, svo að þeir nutu sín ekki. Þarna var ástæða, sem gat komið henni til að geraist ánægður samverkamaður glæpastefnunnar. Bezta sönnun þess að sál Maríu Turner var ekki spilt, var það að hún ákvað, er hún kom út úr fangelsinu að lifa heiðarlegu lífi, þótt henni væri það fullkomlega ljóst hverjir örðug- leikar voru á þeirri leið, og líka freistingarnar sem buðu léttari leið. Þar var til dæmis Aggie Lynch, samband- ingi hennar, sem hún hafði kynst aðeins laus- lega. Þessi unga stúlka var alin upp sem glæpa kona, drap á ólöglega atvinnuvegi, sem þeim stæðu opnir þegar þær fengju frelsi sitt. María leið hana vegna þess, að hún fann það eins og ósjálfrátt, að þessi stúlka var ósiðleg fremur en ósiðferðileg og á því er mikill munur. Af þeim ástæðum var Aggie Lynch ekki eins and- styggileg og margar hinna. Hún var snotur og ljóshærð, með sakleysislegt barnsandlit, þeirrar ^egundar sem ber undrunarsvip yfir flestum atriðum sem við bera í þessum furðulega og spilta heimi. Hún hafði verið sett í fangelsi fyrir það að neyða fé út úr mönnum, og hún reyndi ekkert að halda fram sakleysi sínu. — Þvert á móti hrósaði hún sér af hæfileikum sínum, að koma karlmönnunum til við sig eftir vild sinni. Hún hafði mikla leikara hæfi- leika og gat sett upp barnslegan sakleysissvip- Með þeim hætti tókst henni æfinlega að snara hjörtu mannanna hversu veraldarvanir, sem þeir annars voru. Maður sem kynt hefir sér svipfræði, hefði kannske fundið ástæðu fyrir þessum siðlætis' svip, sem hún bar, ástæðan var kannske fólgin í loðnum og beinum brúnum, sem vörpuðu skugga á hinn blíða sakleysissvip andlits henn- ar. Annars var hún heldur meinleysislega rangsnúinn, kunni svolítið í málfræði og staf- setningu. Hafði fjörlegan skilning á fyndni, eins langt og vitsmunirnir náðu, en hafði sér- staklega litla vitsmuni í aðrar áttir . Hún var bara listfeng á einu sviði. Hún var leikari á þann hátt, sem hefir áhrif á einstaklinginm Hún var þar óviðjafnanleg. Hún hafði verið alin upp hjá glæpafjölskyldu, og var það henni mjög til afsökunar. Löngu isíðan hafði hún týnt föður sínum; móður sína hafði hún aldrei þekt. Eini ættinginn, sem hún átti var einn bróðir, og var hann nafnfrægur vasaþjófur. Ein af aðal ástæðunum fyrir því hve vel henni gekk að koma karlmönnunum til að elta sig, svo að þeir gerðu sig að flónum og sáu eftir því sefl' langt, var það að þrátt fyrir hina miklu óreglu á lifnaðarháttum hennar var hún skírlíf. Hún átti ekkert hrós skilið fyrir það, það var henni meðfæddur kostur, en kom ekki af neinum sið- ferðilegum ásetningi.

x

Heimskringla

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.