Heimskringla - 14.02.1940, Síða 2

Heimskringla - 14.02.1940, Síða 2
2. SíÐA HEIMSKRINCLA WINNIPEG, 14. FEBR. 1940 Þýðingar úr Kviðlingum Horazar (TRANSLATIONS FROM THE ODES OF HORACE) á ensku (úr frummálinu) eftir próf. Skúla Johnson og á íslenzku eftir ýmis íslenzk skáld HORACE. ODES II. 10. To Licinius. The Golden Mean. Better, Licinius, will your life be led, If you not always put out on the deep, Nor while, o’ercautious, you the storm-squalls dread, Too close to coast false keep. Whoever loves the Golden Mean, lo, he Avoids the foul hut tott’ring to its fall, And is secure; and in sobriety Shuns the invidious hall. More oft isi agitated by the blast The pine-tree lofty; turrets towering Have heavier fall; ’gainst mountain-crests are cast Levin-bolts thundering. Mid fortune dreads, and hopes in fortune dire The heart for either lot that’s warded well, The shapeless winters brings the mighty Sire: Them he, too, does dispel. ’Twill otherwise be some time if now ill It fares with you; Apollo will one day Awaken strains upon his strings now still, Nor bends his bow for aye. HORACE. ODES II. 11. To Hirpinus. Wine and Music while we may! What plan the warlike Cantabri to do, And Scythians sundered by the Hadrian main, Strain not to seek out eagerly, nor you Make much ado to gain Means for a life that little asks. Our grace And youth unwrinkled backward haste in flight, While wanton loves hoar Eld with wizened face Expels, and slumbers light. Not always have the self-same loveliness The flow’rs of spring; one mien the moon bedecks Not ever: why with plans your mind that’s less Than plans eternal, vex? Why not ’neath tall plane, or this pine-tree’s shade, Thus heedless lying have our hoar locks spread With roses while we may, and fragrant made And well anointéd With Syrian nard, drink? Bacchus does dispel Devouring cares. What lad more quickly will With water, cups of hot Falernian quell, Procured from passing rill? Be mettlesome amid adversity And manifest your boldness, but when gales Too-favouring follow, then, too, wise you’ll be And'furl your swollen sails. Who will the coy mistress Lyde lure From home ? Go bid her haste with ivory lyre, Having her hair in neat knot made secure As Spartan maids them tire. RECTIUS VIVES Stefán Ólafsson 1620—1688 Hvert sinn á haf blá halda maður ei má, eða af ótta bá öldum sneiða svo hjá, að hann leggi í lá landinu svo skamt frá, að skip megi á grunn gá. Hver sem með geð hægt hóf elskar gullvægt, hansi fær ei hug lægt hreysið fult af órækt, eða sér að krækt, öfundina við flækt kongshalla hoffrækt. Opt vindar eik þjá, ef hún er mjög há, stórir turnar föll fá frekari en hús smá, tindar fjöllum upp á, er í loptið hærst ná af skruggum skell fá. Við mentað brjóst bjó sá bíður eptir hugfró, þá amar neyð og óró; en ef lukkan mót hló kvíðir fyrir flatsjó, færir vetur og snjó guð, á og af þó. RECTIUS VIVES “Bp. hr. Árni” = Árni biskup Þórarinsson á Hólum, d. 1787. Lízt, vinur, leið vönd láta færa segl þönd háa út á hafsrönd, hina vant og á hönd flýja storm en fá lönd, fara nærri við strönd í skerklasa skæð bönd. Eða:Ef varast vill grönd veðra nærri með strönd illri ber um lönd. Mætu hver mjög ann meðalhófi ógjaman skortur, er ört kann aka þeim í skarnrann, aldrei fær höll hann hálu glysi veiddan, ef gáður er mann. Eða:Hvergi fá hal þann hofa stræti feldan, ef vitur (gáður) er mann. Opt (ótt) hretin eik hrjá ofur (afar) háa grund á, turnar og hús há hruni þyngra mætt fá, finna stór fjöll þá freka bifun upp frá, er þrumur ört slá. Eða:Þrumur, er þétt slá. QIJID BELLICOSUS Steingrímur Thorsteinsson 1831—1913 Spyr eigi, Kvintus kær! Kantabra vígsnörp þjóð Hver spell oss hugað fær, Né* hvern á Skýþa slóð Fjærlendri fyrr handan Adríahaf menn ala móð. Né þú með þraut um fást Þörf lífs, er heimtir fátt, Burt hrekur æsku og ást Ofkætisfulla brátt, Slétt hörund, svefnsæla, Ellin hruma með hárið grátt. Síst ávalt sama hind Sumarblóm prýðir skær, Rjóð breytist mánamynd Mild sem í fylling hlær, Hví, stundarbara, þú stritar Við ráð, sem eilífð að eins nær. Hví við ei héraa’ und trjám Hvílumst á grænum teig, Und platan prýði hám Eða pinju krýndir sveig Sællar rósar um silfrað hár, Og drekkum smurðir dýra veig? Burtfælir Bakkus hress Bitnæma sorgafjöld, Hver sveinn er hér til þess Að hella á staupin völd, Falers vín fársterkt byrla Við lind, sem fram hjá líður köld. Hver Lýde langt um býr Lokkar á gleðifund? Fljótt bið þú fálan hýr Með fílbeins hörpu í mund Og fagurfesta komi Lokka í hnút sem lakverskt sprund. ODES II. 20. HORACE. The Poet’s Prophecy of his Immortality. Not on accustomed nor weak wings I’ll fare— A bard of twofold form,—through liquid air; Amid the haunts of men I’ll dwell no more, But high o’er mortal envy I shall soar Þó áður þjáði og enn lýð örðug mótgangshríð, kemur þæg og þýð, þess linun um síð, hörpu vekur hljóð blíð, en herðir ei bogann í stríð alvaldur altíð. Hugprúðum halt þér ef hjarta þitt böl sker, en ef lukkan lér lán, byr og nóg kjer, ofdrambið af sker, og segl, ef hátt fer, síga láttu sem ber. Gáður og gagnskír getur von þá neyð lýr, vel sig og við býr voða, þó sé blær hýr, eins gefur guð dýr gríma (gremi) vetrar órýr að kemur og flýr. ílt sefast um síð eyðir harmi glöð tíð, þagnar er þung klíð, þar á eptir hljóð fríð, alföðurs ást þýð yfirhafið um hríð enda mun öll stríð. flMHERST This advertisement is not published or displayed by the Liquor Cnntrol Board or by the Government of Manitoba. And leave the burgs of men. Not I, the son Of parents poor, not I you call upon, Shall ever die, beloved Maecenas mine, Nor me shall e’er the Stygian stream confine. Now, now does rough skin down my ankles steal; I’m changed above, so that I now reveal A snow-white bird; now springs to light in sooth O’er fingers1, shoulders mine, the feathers smooth. More fleetly than Daedalean Icarus 1*11 fly to shores where sighs the Bosphorus; Gelonian Syrtes I shall see as well, And fields where folk beyond the northwind dwell. Me will the Colchian, Dacian who conceals The fear of Marsian cohort that he feels, And furthest Scythians learn; to Spaniards known, I’ll make them wise, and those who drink the Rhone. Be distant from my feignéd funeral, Dirges, disgraceful griefs, and wailings all; A truce to clamour for my fancied doom, And grant no heedless honours of a tomb. NON USITATA Hannes Hafstein 1861—1922 Yfir vang á vængjum veikum ei nje smeikum skáld um skýlaust veldi skjótur mun jeg þjóta. Held jeg fljótt af foldu, fer af torgum borga, hafinn öfund yfir, ekki finn eg hlekki. Vittu, eg er eigi — ef þá skoðun hefur — kotungskyni getinn, kæri vin, hinn mæri. Deyja eg mun eigi, ekki hel mig felur. Stygar-aldan æga aldrei mun mjer halda. Setst mjer sigg á leggi, svanur Ijóðum vanur verð jeg óðar orðinn UTSÆÐIS KORN Ef yður fýsir að bæta gæði útsæðis yðar, þá hafið tal af Federal agentinum. útsæði þetta er hægt að kaupa eða fá í skiftum. Fyrir starf vort er ekkert sett. alhvítur að líta; mjer um fang og fingur fjaðrir ljettar spretta. Glaður glöðum ljóðum gisti’ eg strandir ytstu. Austurveg og vestur vitja mun jeg, og flytjast út um allar sveitir. Eg mun finna vegu. Kunna munu’ og kenna kvæði mín og fræði ríkir menn, og rakkir rekkar skáldið þekkja. Burt með sorg og syrging, söngvar skulu öngvir eða kveinstafs-kvæði kumli tómu óma. Ei skal heldur halda hátíð að mínu láti. Þurfa’ ei þvílíkt erfi þeir, sem eigi deyja. ÍSLENZKT MANNTAL í VESTURHEIMI I. Frá því íslendingar byrja að flytja til Canada og Bandaríkja, er þeirra ekki getið sem sér- stakrar þjóðar í manntölum þeirra landa, fyr en 1921 í Can- ada, og 1930 1 Ríkjunum. Að minsta kosti nefna Ríkin þá ekki 1920. En menn fædda á íslandi, hafa Canada manntölin greint að nafninu til síðan 1901. Heimskringla og öldin, 14. desi., 1892, flytur á ritstjórnar síðu grein á ensku: “Why Ignore the Icelanders?” Fjallar hún fyrst um manntals skýrslur Can- ada fyrir árin 1881 og 1891, og birtir heildar tölur þjóðanna í Canada, þar sem fslendinga er ekki minst, og segir síðan: “Now we want to ask the Census De- partment of our Government one question, and that is: Where did they put the Icelanders?” f greininni segir, að þegar manntalið var tekið 1891, muni um tíu þúsund íslendingar hafa verið í Canada, og hafi þeim sjálfsagt verið skift niður á Skandinava(sem voru samt mjög fáir pá í Canada) og “önnur lönd.” Þykir greinar-höf. það skrítið réttlæti, að telja ítali og Spánverja (þeir taldir saman), sem séu margfalt fámennari í landinu en íslendingar, sem er algerlega slept úr því, en sem — þótt þeir ekki hafi sjálfstjórn — séu þó sérstæð þjóð með sér- stæða tungu og bókmentir. Lengst af urðu íslendingar að þola alt með þögninni eins og sá múlbundni. En verst er, að síð- ustu manntals skýrslurnar sem geta þeirra, virðast sleppa úr mörgum íslendingum, en sér- staklega fjölda þeirra, sem blandast hafa annara þjóða blóði og afkomendum þeirra. Má vel vera, að sumar þessar skekkjur, séu á einhvern hátt eins mikið að kenna fslendingum sjálfum eins og nafn-smölunum, og skýrslu formið eigi líka einhvern hlut að máli. Um það skal ekki dæmt. Sama ónákvæmni og slumpa- reikningur er á innflytjenda skýrslunum, yfir þau árin, sem þær eru fáanlegar. Og sannan- legt er, eftir íslenzkum blöðum og ferðasögum, að sum árin eftir 1901, þegar fslendingum er ekki lengur steypt saman við aðra, týnast stundum all-margir úr tölunni. Hvað lengi á það annars að líðast, að íslenzkir vestanmenn eignist ekki sitt eigið manntal, en hverfi hér eins og grasið á grundinni og hjörðin í hagan- Safnbréf vort inniheldur 15 eða fleiri tegundir af húsblóma fræi sem sér- staklega er valið til þess að veita sem mesta fiölbreytni þeirra tegunda er spretta vel inni. Vér getum ekki gefið skrá yfir það eða ábyrgst vissar og ákveðnar tegundir því innihaldinu er breytt af og til. En þetta er mikill peningaspamaður fyrir þá sem óska eftir indælum húsblómum. Bréfin 15c; 2 bréf 25c, póstfrítt. ótovnic Stór 1940 útsæðis LiHCVpiS og ræktunari,6k. DOMINION SEED HOUSE Georgetown, Ontario um ? Við — sjálf Sögu-þjóðin frá Sögu-eynni — höfum ekki hugmynd um hvað margir fs- lendingar eru í Vesturheimi, því síður hverjir það eru, sem þar hafa lifað og dáið, því við getum ekki farið í kirkjubækurnar hérna eins og á íslandi, þar sem hægt er að fletta upp á nafni hvers einasta manns, einnig í manntölunum og víðar. Og þó að blöðin okkar og Almanakið hafi flutt marga dánar-minningu og dánar-skýrslu, þá eru samt ekki líkt því allir taldir þar. Okkur er sagt í manntölunum hér, að 1930 hafi 7,413 íslending- ar búið í Bandaríkjum Ameríku, og lð31 hafi tala þeirra í Sam- bandsfylkjum Canada verið 19,- 382, eða allir Vestmenn saman lagðir 26,795. En við trúum ekki þessum tölum. Við höldum að við séum tíu til tuttugu þúsund fleiri vestan hafs, ef öll kurl koma til grafar og allir þjóð- blendingar okkar og afkomendur þeirra væru taldir, sem sjálfsagt væri að gera í íslenzku manntali, hvort sem það heldur hafa verið íslenzkar konur eða karlar, sem gengu í hjónaband með annara þjóða fólki. Annars má rétt geta þess hér, að árið 1921 álítur J. G. Holme (Icelanders in the United States), að íslendingar séu um 40,000 í Vesturheimi. Þrem ár- um seinna telur Knut Gjerset (History of Iceland, 1924) þá að vera 20,000. Og í Tímariti Þjóð- ræknisfélagsins, 1932, ætlast rit- stjórinn, séra Rögnvaldur Pét- ursson : (“Tala íslendinga í Canada”), að þeir hafi í árslok, 1931, verið 37,101 í Canada. — Að viðbætutm þeim 7,413 íslend- ingum í Bandaríkjunum, sem manntalið 1930 telur, yrðu þeir alls 44,514. En líklega kring um 50 þúsundir alls vestan hafs, ef fjölgun fslendinga í Ríkjun- um væri reiknuð eftir sömu hlut- föllum og áætlunum og dr. Rögnvaldur gerir í Canada. Hvað við vöðum í mikilli villu og svima með tölur okkar hér, sýna bezt þessi orð: “Nokkrir hafa haldið því fram, að hér (í Canada) muni vera um fjörutíu þúsnndir fslendinga, og hefir það þótt full djörf staðhæfing; aðrir að eigi muni fleiri vera en svari fimm til tíu þúsundum.” (“Tala fsl. í Canada”.) Við, sem nú lifum, megum ekki skiljast svona við þessi mál. Ekki verður léttara að byrja að tíu til tuttugu árum hér frá. En okkur, sem að heiman komum, kennir seinni tíminn trassaskapinn íslenzka. n. í Vestmönnum (útvarps-erind- um í minningu 60 ára landnáms ísl. í Vesturheimi, 1935), þar

x

Heimskringla

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.