Heimskringla - 14.02.1940, Qupperneq 8
8. SÍÐA
HEIMSKRINGLA
WINNIPEG, 14. FEBR. 1940
FJÆR OG NÆR
MESSUR f ÍSLENZKU
SAMBANDSKIRKJUNUM
Messur í Winnipeg
N. k. sunnudag fara fram
guðsþjónustur í Sambandskirkj-
unni í Winnipeg eins og vana-
lega, á ensku kl. 11 f. h. og á ís-
lenzku kl. 7 e. h. Við morgun-
guðsþjónustuna flytur prestur
safn. nokkur minningarorð
um fyrv. landstjóra þessa lands
Lord Tweedsmuir seni dó s. 1.
sunnudagskvöld í Montreal. Við
kvöld guðsþjónustuna fer fram
ungmenna mesisa á íslenzku und'
ir umsjón Ungmennafélagsins.
Ræðuna flytur Mr. Ingi Stefáns-
son og aðstoðarmaður hans
verður Miss Ólöf Sigmundsson.
Fjölmennið við báðar guðsþjón-
usturnar.
* * *
Séra Eyjólfur J. Melan messar
í Hecla, Man. sunnudaginn 18.
þessa mánaðar.
* * *
Vatnabygðir:
Fimtud. 15. febr.: Föstumessa
í Mozart kl. 7.30 að kvöldi. —
Menn hafi passíusálmana með-
ferðis.
Sunnud. 18. febr.: Messa í
Leslie kl. 2. e. h. — Ensk messa
í Wynyard kl. 7 e. h.
Jakob Jónsson
* * *
Mr. W. W. Kenneddy hefir
verið útnefndur af hálfu íhalds-
manna sem þingmannsefni í
sambandskosningunum í suður-
mið-Winnipeg.
0 * m
Dánarfregn
S. 1. föstudag, 9. þ. m. andað-
ist á Gimli Kristmundur Sæ-
mundsson, 84 ára að aldri. Hann
var fæddur 21. nóv. 1855, á
Gautshamri á Seliströnd í
Kaldranessveit í Strandasýslu.
Foreldrar hans voru Sæmundur
Björnsson og Anna Einarsjlótt-
ir. Hann kom til þessa lands ár-
ið 1888 og settist að í Winnipeg,
en undanfarin 35 ár hefir hann
búið á Gimli, þar sem meðal ann-
ars hann hafði, umsjón lengst
framan af með vitanum auk
þess að stunda smíðar og aðra
algenga vinnu.
Stuttu eftir'hann kom til þessa
lands sendi hann heim til ís'
lands eftir konu sinni og tveim-
“Young Icelanders”
CO N C ERT
Monday, February 19th, 1940, 8.30 p.m. Sharp
In the I. O. G. T. Hall
•
1. O. Canada.
2. Chairman’s Address
3. Vocal Solo.....................Eric Sigmar
4. Speech.....................Mrs. W. J. Lindal
5. Accordion and Marimbaphone.Steve Solvason and
William Mulhearn
6. Speech...................Capt. Einar Arnason
7. Vocal Solo.....................Eric Sigmar
8. Presentation of Millennial Hockey Trophy.
God Save the King.
Admission 25c
Samkoma Þjóðræknisfélagsins
Miðvikudagskvöld, 21. febr. í Sambandskirkjunni
Sargent og Banning St.
SKEMTISKRÁ:
Fyrirlestur.....Dr. Richard, Beck
Kvæði.............Kristján Palsson
Piano solo.Miss Snjólaug Sigurðsson
Karlakór íslendinga
- Valdimar J. Eylands
Philip M. Pétursson
Programs-nefnd
SARGENT TAXl
Light Delivery Service
SIMI 34 555 or 34 557
724'/i Sargent Ave.
ur börnum, sem veiktust samt er
þau komu hingað og dóu öll. —
Kristmundur isjálfur lá lengi á
spítalanum með sömu veiki. —
Hann hefir verið einbúi síðan.
Af systkinum hans eru tveir
hálf bræður á lífi, — Björn Sæ-
mudnsson Líndal og Lýður Sæ-
mundsson Líndal báðir til heim-
ilis í Winnipeg. Hálf systir,
Guðrún Mikaelsdóttir dó í Rvík
á íslandi í fyrra.
Jarðarför hans fór fram í gær,
(þriðjudaginn 13. þ. m.) frá út-
fararstofu Bardals. Séra Philip
M. Pétursson jarðsöng. Jarðað
var í Brookside grafreitnum.
* * *
Þorramót verður haldið í Par-
ish Hall, Riverton, laugardags-
kveldið 24. febr. n. k. kl. 7.30 e.
h. Á borðum verður íslenzkur
matur, hangikét, rúllupylsa, svið,
o. s. frv. Á skemtiskrá verða
ræður og hljóðfærasláttur. Mót'
inu lýkur með dansi.
* * *
Rósa Hermanmsson Vernon
kemur til Winnipeg í byrjun
marzmánaðar. Hefir hún ákveð-
ið að syngja hér 19. marz í
Fyrstu lútersku kirkju undir um
sjón Jóns Sigurðssonar félags-
ins. Landar hér bjóða hana vel-
komna.
* * *
Stúkan Hekla heldur skemti-
fund annað kvöld. Kaffi verður
veitt. Sækið fundinn.
Sigurdsson, Thorvaldson Co., Ltd., join with
all His Majesty’s subjects in Canada in mourning
the passing of His Excellency, Baron Tweedsmuir
of Elsfield, and extend sincere sympathy to his
family.
We recall the honor conferred by Lord
Tweedsmuir on the people of Icelandic descent in
Canada, by his visit in the year 1936, to the oldest
Icelandic settlement on the shores of Lake Win-
nipeg. !|i i i
We are also grateful to remember His
Excellency’s interests in the sagas, language and
literature of our race.
Lord Tweedsmuir, besides his accomplish-
ments in the high office of Governor-General of
Canada, will be remembered in the hearts of all
Canadians, by the brilliance of his personal attain-
ments as scholar, statesman and celebrated man of
letters.
S. 1. fimtudag, 8. þ. m. jarð-
söng séra Philip M. Pétursson,
Mrs. Margery L. McMurray,
unga konu sem dó í Ninette. Út-
fqrin fór fram frá útfararstofu
Mordue Bros. Jarðað var í Elm-
wood grafreitnum.
* * *
George Salverson, Ihöfundur
ræðunnar: “Youth in a Con-I
fused World”, sem birt er í
þessu tölublaði, er sonur skáld-
konunnar nafnkunnu, Mrs.
Laura Goodman Sálverson.
* * *
Gjafir í blómasjóð Sumarheinr
ilisins á Hnausum til minning-
ar um Dr. Rögnv. Pétursson
Young Icelanders, Wpg.....$3.00
Mr. og Mrs. Gunnl. Gísla-
son, Wynyard ........... 5.00
Mr. og Mrs. Ástvaldur Hall 3.00
Meðtekið með þakklæti,
Mrs. E. von Renesse,
Árborg, Man.
* * *
Lögreglumaður var skotinn til
bana í Winnipeg ®. 1. laugardag
og annar særðist af skoti. Inn-
brotsþjófar unnu verkið í Mar.i-
toba Motor League skrifstofun-
um í Radio-byggingunni á Fort
St. Lögregluþjónarnir vöktu í
byggingunni því grunur lék á,
að þar myndi innbrot gert. En
bófarnir voru 3 og allir vopnaðir
og lauk viðureigninni þar með
því, að annar lögreglumaðurinn
John McDonald var skotinn til
bana, en hinn Norman Stewart
lá særður á gólfinu, en bófarnir
sluppu. En þeir hafa nú samt
sem áður fundist. Skaut foringi
þeirra sig, er Mike Atamonchuk
hét, er lögreglan hafði slegið
hring um hann í bústað sínum á
Logan Ave. Hann var nýkom-
inn út úr Stony Mountain. Hinir
hafa einnig náðst.
* * *
Laugardagsskólinn
Við erum að leitast við að
kenna þar íslenzku, og sumir
“ganga framhjá” eins og forð-
um, en þangað kemur hópur sem
hefir yndi af íslenzkri tungu.
Það færir okkur gleði. Drengur
einn úr 11. bekk í einuip mið-
skóla borgarinnar bættist nýlega
við í hópinn. Hann er ekki ís-
lenzkur en hann hefir gaman af
að læra tungumálið okkar. Sum-
ir íslendingarnir gerðu vel í því
að feta í hans fótspor.
-Skólinn er að búa sig undir
samkomuna sem halda á 6. apríl.
Um hana hefir þegar verið get'
ið. Gott er að menn hafi það í
huga. Aðsókn að smokmum
laugardagsskólans hefir ávalt
verið góð. Við skulum hlynna
að þessarþ stofnun.
R. M.
* * *
Á kosningafundi Goodtempl-
ara í Winnipeg, 15. febrúar, voru
þessir kosnir í fulltrúanefnd
stúknanna Heklu og Skuldar:
J. Th. Beck
S. Eydal
G. Bjarnason
Karl Finnbogason
G. E. Halisson
Mrs. V. Magnússon
Mrs. G. Jóhannsson
Eyv. Sigurðsson
Hringur ísfeld.
* * *
Dr. A. B. Ingimundáon verður
staddur í Riverton þann 20. þ.m.
THEICELANDIC
HOMECRAFT SHOP
698 SARGENT AVE.
Selur allar tegundir af heima-
munum, ullarvörum, svo sem
sokka, sport vetlinga, trefla,
vélband og einnig islenzk flögg
og spil, ágæt til jólagjafa. —
Sérstakur gaumur gefinn pönt-
unum utan af landi.
Halldóra Thorsteinsson
Ph. 88 551 Heimili: 662 Simcoe
Sá sem getur gefið upp-
Iýsingar um Elizabet Sig-
urðardóttur (Sigurðsson?)
frá Skeggstöðum í Svart-
árdal, geri svo vel og geri
undirrituðum aðvart.
SIGURÐUR ÓLASON
lögfræðingur, Aust. 3.
Reykjavík, ICELAND
f byrjun þessarar viku, kom
herdeild frá Ástralíu til Pale-
stínu til þess að efla her sam-
bandsþjóðanna þar og vera með
Tyrkjum og Balkan þjóðunum
við því búnar,4 ef Rússar eða
Þjóðverjar hefðu sig í frammi í
Vestur-Asíu eða í Suður-Evrópu.
MESSUR og FUNDIR
i kirkju SambandssafnaOar
Messur: — á hverjum sunnudegi
Kl. 11 f. h. á ensku
Kl. 7 e. h. á islenzku.
SafnaBarnefndin: Functlr 1. föstu-
deg hvers mánaðar.
Hjálparnefndin: — Fundir íyrata
mánudagskveld i hverjum
mánuSi.
KvenfélagiS: Fundir annan þrlðju-
dag hvers mánaðar, kl. 8 að
kveldinu
Söngæfingar: Islenzki song-
flokkurinn á hverju fimtu-
dagskvöldi.
Enski söngflokkurinn A
hverju föstudagskvöldi.
Sunnudagaskólinn: — Á hveirjum
sunnudegi, kl. 12.15 e. h.
ÞJÓÐRÆKNISFÉLAG
ÍSLENDINGA
Forseti: Rögnv. Pétursson
45 Home St. Winnipeg, Man.
Allir fslendingar í Ameríku
ættu að heyra til
Þjóðræknisfélaginu
Ársgjald (þar með fylgir
Tímarit félagsins ókeypis)
$1.00, sendist fjármálarit-
ara Guðm. Levy, 251 Furby
St., Winnipeg, Man.
ÍSLENZK FRIMERKI
til sölu hjá
MAGNÚSI ÁSMUNDSSYNI
Túngötu 27,
Siglufirði — ICELAND
VIÐ KVIÐSLITI
Til linunar, bóta og styrktar
reynið nýju umbúðirnar, teyju-
ausar. Stál og sprotalausar. —
skrifið: Smith Manfg. Company,
Dept, 160, Preston, Ont.
H. F. EIMSKIPAFÉLAG ISLANDS
AÐALFUNDUR
Aðalfundur Hlutafélagsins Eimskipafélag íslands
verður haldinn í Kaupþingssalnum í húsi félagsins í
Reykjavík, laugardaginn 8. júní 1940 og hefst kl. 1 e. h.
DAGSKRÁ:
I. Stjórn félagsins skýrir frá hag þess og fram-
kvæmdum á liðnu starfsári, og frá starfstilhög-
uninni á yfirstandandi ári, og ástæðum fyrir
henni, og leggur fram til útskurðar endurskoð-
aðarekstursreikninga til 31. desember 1939 og
efnahagsreikning með athugasemdum endur-
skoðenda, svörum stjórnarinnar og tillögum til
úrskurðar frá endurskoðendum.
2. Tekin ákvörðun um tilfögur stjórnarinnar um
skiftingu ársarðsins.
3. Kosning fjögra manna í stjórn félagsins, í stað
þeirra sem úr ganga samkvæmt félagslögunum.
4. Kosning eins endurskoðanda í stað þess er frá
fer, og eins varaendurskoðanda.
5. Umræður og atkvæðagreiðsla um önnur mál,
sem upp kunna að verða borin.
Þeir einir geta sótt fundinn, sem hafa aðgöngumiða.
Aðgöngumiðar að fundinum verða afhentir hluthöf-
um og umboðsmönnum hluthafa á skrifstofu félagsins í
Reykjavík, dagana 5. og 6. júní næstk. Menn geta fengið
eyðublöð fyrir umboð til þess að sækja fundinn á aðal'
skrifstofu félagsins í Reykjavík.
Reykjavík, 10. janúar, 1940.
STJÓRNIN.
ISLENDINGAMOT
Þjóðræknisdeildarinnar “Frón”
1 GÓÐTEMPLARAHÚSINU, SARGENT AVE.
ÞRIÐJUDAGSKVELDIÐ 20. FEBRÚAR 1940
SKEMTISKRÁ :
, O, Canada Ó, Guð vors lands
Soffanías Thorkelsson, forseti.....'.....Ávarp
Prófessor Richard Beck...................Kvæði
Alec Johnson........................Einsöngvar
Dr. B. J. Brandson........................Ræða
Karlakór fslendinga í Winnipeg......Kórsöngvar
Einar P. Johnson.. i.....................Kvæði
Pearl Pálmason....................Fiðlu einleikur
Lúðvík Kristjánsson...........„..........Kvæði
Karlakór íslendinga í Winnipeg......Kórsöngvar
VEITINGAR DANS
Aðgöngumiðar til sölu hjá S. Jakobson kaupmanni,
Sargent og Victor.
Samkoman hefst stundvíslega kl. 8 e. h.
Aðgangur $1.00