Heimskringla - 06.03.1940, Síða 3
WINNIPEG, 6. MARZ, 1940
HEIMSKRINGLA
3, SÍÐA
Men Marsian and Apulian with a king
Who was a Mede! No more th’ undying fire,
The shields, the gown, the name remembering
Though Rome was safe, and safe the mighty Sire!
Against this had the spirit prescient
, Of Regulus forewarned; foul terms spurned he
And drew disaster from the precedent
For days to come, unless unpitied be
The captive youth and uncompassioned die.
“In Punic fanes hung have I eagles seen,
And weapons seized from warriors viewed have I,
Won without struggle; hands of men who’d been
To freedom born, behind their backs fast bound
Have I beheld”, he said, “and every gate
Of Carthage wide unflung, and tilled I found
The fields our war had rendered desolate.
Forsooth the man whom back for gold you buy
Returns more mettlesome! To baseness you
Are adding loss: the wool, once dipped in dye,
Does ne’er again display its native hue.
Nor does true worth, when once it takes to flight,
E’er care to creatures worsened to return.
If from the meshes freed the hart will fight,
The name of valour will that warrior earn
Who has to faithless foes entrusted him,
And he will tread on Carthage overthrown
In new war, who, inert, on every limb
Has fetter felt, and fear of death has known.
This man, not knowing what price should be paid
For life, mixed peace with war. What shame it be!
O, mighty Carthage, who are loftier made
Upon the shameful ruins of Italy!”
’Tis said his chaste wife’s kiss he put from him
And children young, as though he were debased
In civic worth, and turned his visage grim
Unto the ground, and on it sternly gazed.
Till he the Fathers falt’ring might make strong
With weighty influence, unexampled rede,
And till he might his mourning friends among—
An exile splendid!—his departure speed.
He, knowing what for him the torturer
Barbarous was preparing, from his way
Put cumbr’ing kinsmen, and the crowds that were
Attempting his returning to delay,
Just as if, putting tedious business by
Of client-throngs, with all the issues cleared,
To fields Venafran he were fain to hie
Or to Tarentum Lacedaemon reared.
VI.
PIETY AND CHASTITY
You, Roman, guiltless shall for sires’ guilt
Atone till you the temples have repaired,
And have the falling fanes of gods rebuilt,
And purged their statues, by black smoke impaired.
You, by obedience to the gods, command;
Hence rose your sway, its issue here refer.
Ills many on our woeful Western land
Bestowed the gods because they slighted were.
Monaeses and the band of Pacorus
Now twice have crushed our impetus unblest;
Their joy that they to torques exiguous
Have added booty, their bright brows attest.
Out City, by seditions seized and rent,
The Dacians and the Ethiops nigh laid low,
These for their fleet feared, those more eminent
For arrows winging from unerring bow.
Early the damsel joys to be taught
Ionian dances; moulded by their art,
E’en now the youthful lassie dwells in thought
On loves adult’rous in her inmost heart.
Soon younger paramours seek out will she
Amid her consort’s cups; nor does she choose
One whom, with lights removed, she hurriedly
May for her pleasures unpermitted use;
But ordered openly, and not without
Her husband’s knowledge, does the matron rise
If captain of brig Spanish calls her out,
Or broker, who dishonour dearly buys.
Warriors, not from these for fathers sprung,
Coloured the sea with blood that Carthage bled,
And great Antiochus in ruin flung,
And Pyrrhus, too, and Hannibal the dread;
They, manly sons of yeomen-soldiers were,
Who the hard soil had been taught to tum
With hoes Sabellian, and trained home to bear
The faggot-bundles hewn as mother stern
Had bidden when the shadows shifts within
The upland-glades the Sun, and gives release
From yokes to wearied oxen, ush’ring in,
As off his car whirls, hours of kindly peace.
What has not worsened Time injurious?
Our fathers’ generation, more accurst
Than was their fathers’, us more vicious
Bore, soon to bear a race of all the wiorst.
Allir sem vilja eignast póst-
kort af landnema lendingunni
að Gimli 1875, geta pantað þau
^já Davíð Bjömsson, 853 Sar-
&ent Ave., (Heimskringla) og
sent hvort sem þeir vilja heldur
frímerki eða peninga. Hvert
póstkort kostar 10c og er tekið
af málverki eftir Friðrik Sveins-
son listmálara, en hann var einn
í þessum hóp, sem lenti við
Gimli 21. október 1875.
ABRAHAM LINCOLN
LAND OG LÝÐUR
Eftir Náttfara
Það sem einkum einkendi
þjóðlífið nyrðra var hin foss-
andi framrás þess, hin síkvika
starfsemd, hin uppihaldslausa
leit eftir einhverju nýrra og
betra. Árið 1930 voru 544 einka-
leyfi veitt fyrir nýjar uppfynd-
ingar. Þær komu nálega allar frá
Norðurríkjunum. Suður frá leit-
uðust menn við að veita öllum
straumum í foma ífarvegi, í
morðrinu leituðu menn nýrra
leiða. Þar lifði eldur vonarinn-
ar í ótal brjóstum. Hinn óbrotni
háseti þurfti aðeins að sýna
framtak og hæfileika til þess að
gerast skipstjóri. Fleiri og fleiri
skip voru árlega bygð svo tæki-
færin gáfust. Duglegir skip-
stjórar urðu oftast meðeigendur
í skipum sínum og gátu, ef gæf-
an var með, gerst voldugir út-
gerðarmenn, að lokum. Dugleg-
ur verkamaður gerðist tíðum
forstjóri verksmiðjanna og loks
eigandi þeirra. Einhleypingar
keyptu sér smá vöru fyrir fá-
eina dali. Þeir lögðu svo land
undir fót með malin á baki sér til
að selja; nálar, skæri, hnífa, töl-
ur o. þ. 1. út í strjálbygðinni. —
Þessir menn urðu stundum stór-
kaupmenn í borgunum. Bónd-
inn, sem byrjaði sem einyrki
bætti við sig landi og gerðist
stórbóndi og græddi fé á vinnu-
liði sínu og leiguliðum. Isaac
Funk frá Bloomington átti sex-
tíu og fjögra þúsund dollara
virði af nautgripum og Ford
Sullivant, í Champaign sýslu átti
áttatíu þúsund ekrur af landi en
Salomon Sturges eitt hundrað
þúsund ekrur.
“Menn leituðu dollarins með
veiði hug”, eins og John Dewey
kemst að orði. Með vígreifum
ákafa leituðu þeir hans, sem á-
arnir er sveimað höfðu um mörk-
ina eftir villudýrum. Að bera
mikið úr býtum sýndi manndóms
merkin.
Sumir urðu ríkir án þess að
hafa nokkuð fyrir því. Auður
þeirra óx af sjálfu sér, með vax-
andi verðgildi lands og áhafnar.
Þannig var það t. d. með suma
afkomendur gömlu Bollending-
anna í New York borg. Borgin
breiddi sig yfir kúahaga frum-
byggjanna. Brevorst erfði 10
ekrur af landi og á þeim voru
stórhýsi reist og lóðir komust í
voða verð. Brevorst varð mil-
jóna mæringur alveg fyrirhafn-
arlaust. Sama gilti um Stuy-
vesant og Van Renssalaer fjöl-j
skyldurnar. Whitney nældi
nokkrar miljónir á brennivíni. j
Astor snuðaði grávöru út úr
Indíánum fyrir púður, byssur og
brennivín, þangað til hann þén-
aði fjóra dali á hverri einustu
mínútu, Lvert sem Astor var
sofandi eða vakandi. Aðrir
græddu á járnbrautum, bönkum
og kauphallar braski o. s. frv.
Því fór fjarri að almenningur
þátíðar hefði ímugust á þessum
fjárafla mönnuð eða skoðuðu þá
sem þjóðfélags féndur. Fólkið
dáðist þvert á móti að atorku
þfeirra og hyggindum. Þeir
skoðuðust sem þjóðhetjur og
skapmegin hinnar ungu álfu.
Þeir veittu fé til framkvæmda,
opnuðu auðlindir landsins, lögðu
járnbrautir, lífþræði viðskifta
lífsins um héruðin. Fyrir þeirra
aðgerðir hækkuðu landeignir
bændanna í verði. Þeir voru
bjargvættir hins nýja landnáms.
Þeir veittu gróðrarmagni menn-
ingarinnar lengra og lengra inn
í landið. Svo það var ekki að
undra þótt bændakonurnar
blessuðu þá í bænum sínum.
Konungs nafnið hlutu þeir hjá
almenningi. Hvað gerði það til
þótt gullstraumurinn flyti í
fjárhirslur þeirra meðan þeir
bættu lífskjör almúgans. —
Já, konungar voru þeir, í augum
almúgans — konungar með kon-
unglegar hugsanir. Þarna voru
járnbrautar-konungar, kola-kon-
ungar, kopar-konungar, kúa-
konungar, kinda-konungar, timb-
ur-konungur og peninga-konug-
ar. Allir þessir konungar vildu
auka ríki sitt, eins og Alexander
frá Macedóníu. Þeir vildu verða
ennþá stærri og voldugri — og
peningarnir veittu völd. Þess
vegna voru menn á stöðugum
þönum eftir þeim kringlóttu,
þessvegna stóð eilíf barátta um
auðinn og völdin. Sumir sigr-
uðu, aðrir féllu í valinn. En ó-
sigurinn var ekki svo hættuleg-
ur meðan ennþá gafst tækifæri
til viðreisnar með nýjum tilraun-
um, á nýjum sviðum.
Sunnlendingarnir voru ánægð-
ir með sitt og lentu í kyrstöðu.
Norðlendingarnir voru landvinn-
ingamenn í eilífri framsókn. —
— Svefnhöfgi aðgerðaleysisins
hvíldi yfir sólar landinu. Alt var
iðandi af starfi og spriklandi
fjöri í veldi vetrarhjarans. Hvað
er að fást um það þótt svertingj-
arnir beygi bökin undir svip-
unni,' “meðan glæsimenska og
hofmanna hættir höfðingjanna
vara”, sögðu þeir syðra. “Hvað
gerir það til þótt öreigarnir
svelti, meðan framfarirnar halda
áfram,” sögðu þeir nyrðra.
Hinn skapandi máttur þess-
arar ungu þjóðar birtist ekki
einungis í verklegum fram-
kvæmdum heldur einnig í sígild-
um bókmentum. Þess munu fá
1 dæmi að nokkur þjóð hafi, á ein-
um og sama tíma, átt jafn
! marga snillinga, sem Ameríka á
' fyrri hluta hinnar nítjándu ald-
i ar. Eg get aðeins minst á þá
I allra helstu: skáldsagna höf-
'undana: Hawthorne, Irvlng,
Cooper og Melville; ljóðskáldin:
Poe, Lowell, Longfellow, Bryant,
Whitman og Whittier; speking-
jana: Franklin, Paine, Emerson
og Thoreau; sagnfræðingana:
Bancrof t, Parkman, Prescott;
I náttúru-fræðingana: Asa Gray,
| Audubon, Burroughs og Le
j Conte; ræðugarpana: Clay,
Webster, Calhoun, Choate,
Sumner, Tooms, Douglas og Lin-
| ooln; prestana: Beecher, Parker
og Channing. Hvílíkur skari af
Ijómandi nöfnum; mönnum,
sem mælast vel á alþjóðar mæli-
kvarða, á öllum öldum. Það er
nærri því gaman að geta slöngv-
að þessum nöfnum framan í
þröngsýna, þekkingarsnauða
menn, er ganga með þá grillu að
að Ameríka hafi altaf verið fá-
tæk af andlegum verðmætum.
Á þessum tímum sérstaklega,
er hér um ræður, leggur hún
drjúgan skerf til heimsbókment-
i anna og áhrifa hennar gætir
í víða.
I “Hvert sinn er veltandi vestan
úr geim
að virkjunum bárurnar ríða,
. þá braka við hlekkir á þúsund-
um þeim,
er þegjandi frelsisins bíða.”
Skiljanlega er hér ekki staður
né stund fyrir bókmenta gagn-
jrýni, en eg verð að styðja þessa
staðhæfingu með nokkrum stað-
; reyndum.
Amerískar bókmentir hafa sin
sérkenni, lífsviðhorf Vínlend-
ingsins sín einkenni. Stíllinn
er léttur, kryddaður góðlátri
gletni. Þar kennir hins von-
| hreifa unglings viðbragðs,
þroskandi þjóðar. Þessi kímni er
undirtónninn í sögum Washing-
ton Irvings, glitrar eins og fág-
aður demant í óði Olivers Wen-
dels Holmes og nær hámarki
sínu hjá Samuel Clemens (Mark
Twain) er vafalaust má telja
fjölvitrasta kímnisskáld heims-
bókmentanna.
Þessi skáld störfuðu í aftan-
skini hugsæisstefnunnar (ró-
mantíkinnar) en eru langt um
raunsærri en samtíðarskáldin í
öðrum löndum. Það ber sérstak-
lega mikið á sálrænni eftir-
grenslan í sögum Nathaniels
Hawthorne og margir bókmenta-
menn telja “Blóðrauða stafinn”
(The Scarlet Letter) beztu
skáldsöguna er nokkru sinni hef-
ir verið samin.
Með því að gerast félagi í
þessari stofnun hlotnast þér;
SPÍTALA HJÁLP
HEILSULEYSIÖ STYRKUR
GAMALMENNA STYRKUR
STYRKUR TIL FJÖLSYKLDU HINNA FRAM-
LIÐNU MEÐLIMA
Niðurborgun $8.00 eða $11.00. — Aldurstakmark 60
Takið fram aldur og atvinnu.
The CENTRAL CANADA BENEVOLENT Assn.
325 Main Street Winnipeg, Manitoba
Umboðsmaður—P. K. Bjarnason
167 Vaughan St., Winnipeg, Man.
Mannréttinda hugsjónir hafa
aldrei fundið snjallari, ná raun-
hæfari málsvara en í stjórnmála
skörungunum: Thomas Jeffer-
son og Abraham Lincoln, skáld-
inu Walt Whitman og amerísku
heimspekingunum: Thomas
Paine og Henry David Thoreau.
Áhrif þeirra náðu til allra jarð-
búa. Skáldið Edgar Allan Poe
náði ekki einungis heimsfrægð á
fáum árum heldur hafði hann
stórmikil áhrif á bókmentir um-
heimsins, sérstaklega í smá-
sagnagerð. Allir íslendingar
kannast við kvæðið Hrafninn,
sem frónsku skáldin hafa verið
að reyna að þýða, þótt misjafn-
lega hafi það tekist. Engin
lyrikus tekur honum fram þótt
ef til vill megi telja þá Shelley
og Keats honum jafn snjalla —
ja Heine sjálfsagt líka. Auk
þess var Poe ágætur smásagna
höfundur og ritdómari.
ÞjóðskáldSð okkar igóða og
göfuga, Matthías Jochumsson,
var á æfilöngum gægjum eftir
andlegum verðmætum og allra
manna fundvísastur á þau. í
hópi kennimanna fann hann
engan, sem betur kunni að túlka
guðsríkis kenningar Krists, en
ameríski únítara presturinn Wil-
liam Ellery Channing, enda var
hann spekingur að viti og Krists
vinur i líferni sínu. Ef klerk-
arnir ættu samlíðunar tilfinn-
ingu Theodores Parkers, sem
einnig - var únítara prestur í
Ameríku, mundi guðskristninni
betur vegna. “Meðan bróðir
minn er í fangelsi er eg ekki
frjáls, þegar hann hungrar er eg
ekki saddur,” var upphrópun
hans.
Jú, stundum getur mafmi
fundist hin ameríska mælska,
að minsta kosti í nútíð, vera dá-
lítið froðukend. En sannleikur
er nú samt sá, að mælsku listin
hefir hvergi náð slíkum þroska,
síðan á dögum Peraclesar og
Demosþenusar, sem í Ameríku.
Nægir þar að benda á Gettys-
burg ræðu Lincolns og Bunker
Hill ræðu Daniels Websters —
og hver er það nú, sem jafnast á
við Franklin D. Roosevelt eða
Borah (nú dáinn), á ræðupalli.
Nei, það er aldeilis óþarfi að
fyrirverða sig fyrir kjörlandið.
Vesturlandið
Svo nefndist landflæmið alt
fyrir vestan strandfylkin fornu.
Lengi vel vissu menn lítið um
það; ógnar stærð þess lá ókönn-
uð og auðæfi þess dulin. Veiði-
menn og loðvöru kaupmenn urðu
fyrstir til að hætta sér inn í ör-
æfin. Indíánar veittu þeim sjald-
an aðfarir því þeir komu ekki til
að spilla jörðinni, taka frá þeim
landið, heldur til að byrgja þá
upp að betri vopnum. Þegar
langferða mennirnir komu svo til
baka sögðu þeir undarlegar sög-
ur af dásamlegum undraheimi.
Þeir höfðu séð sitt af hverju.
Þeir höfðu verið þar sem “Missi-
sippi megin djúp fram brunar, í
myrkum skógum vekur strauma
nið.” Þeir höfðu séð grasið
bylgjast sem hafsjó á gresjun-
um. Þeir höfðu séð spegilskygð
veiði vötn og elfur, er líktust
fjörðum. Þeir höfðu gengið um
risa skóga innanum músdýr,
elgi, rádýr, hirti, hreindýr, úlfa
og birni. Þeir höfðu séð vísunda
í þúsunda tali dreifast um slétt-
urnar. Þeir höfðu komið í fagra
fjalladali, þar sem villuhestarnir
vaða grasið upp á miðjar síður.
Þeir reyndu að lýsa straumnið
stórfljótanna, sífrandi bunublá-
um fjallalækjum og hvíslandi
laufblænum með skáldlegum orð-
um. Það voru undarlegir menn.
Mitt í mannlífs klaumnum virt-
ust þeir hálf dáleiddir af ein-
hverju fjarrænu, hálf dularfullu
og seiðmagnandi, eins og manns
börn endurheimt úr álfheimum.
Árið 1805 komu tveir ferðlún-
ir menn til höfuðborgarinnar,
Washington. Þeir komu úr
tveggja ára ferðalagi til Kyrra-
hafsstrandar. Þessir menn,
Lewis og Clark urðu fyrstir allra
hvítra manna til þess að ferðast
þvert yfir landið frá hafi til
hafs. Þeir höfðu séð ennþá
stærri undur en allir hinir. Þeir
höfðu séð sólroðnar jökulhettur
Klettafjallanna. Þeir höfðu séð
Golumbusar ána þrengja sér í
hvítflissandi boðum gegnum
dimm og dunandi hamragljúfr-
in. Þeir höfðu séð gjósandi
hveri þeyta sjóðandi vatnssúlum
upp í loftið. Þeir höfðu séð
laufprúðar bjarkir teygja sig
yfir freyðandi flúðir og þrum-
andi fossa. Þeir höfðu gist ó-
kenda Indíána, er lifðu friðsam-
lega á akuryrkju. Þeir höfðu
tínt blóm um hávetur vestur við
haf. Þeir höfðu séð iðandi laxa-
torfur á blikandi sundum, milli
iðgrænna eyja. Þeir höfðu séð
ofurlitla rönd af úthafinu, sem
aðskilur álfur og látið sig
dreyma um hafskipin, er leggja
þar að landi hlaðin kryddjurtum
frá Austur-Indversku eyjunum
og silki frá Japan og Kína.
Slíkar frásagnir kveikja bál,
brennandi áhuga í brjóstum
mannanna. Það er eitthvað að-
laðandi við þessi þöglu öræfi,
þessa ósnortnu jörð, er býður
landnemans eins og mærin
manns. Æfintýra áhuginn gríp-
ur menn og þeir hleypa heim-
draganum, halda í vesturátt.Hún
frh. á 7 bls.
\ S
Byrjið sparisjóðs innlegg
við Bankann—
Peningarnir eru óhultir og þér getið
tekið þá ,út hvenær sem þér viljið.
Á 12 mánuðum gerðu viðskiftamenn 10,500,000
innleggingar á The Royal Bank of Canada;
vottur um það traust sem almenningur ber til
þessarar stofnunar, sem að eignamati fer yfir
$800,000,000.
THE
ROYALBANK
O F CANADA
--- Eignir yfir $800,000,000-