Heimskringla - 08.05.1940, Side 3

Heimskringla - 08.05.1940, Side 3
WINNIPEG, 8. MAí 1940 HEIMSKRINGLA 8. SÍÐA Og Evrópa hrifsaði happsemis fund, frá Hafsbotnum suður um Stólpasund, hver iþjóð slóst í landkosta leitir. Og norræna og suðræna sundur- leit mjög í samvinnu gengu og bandalög um útjaðra og íslenzkar sveitir. Þá er þess getið, að þjóðirnar blandast, renna saman. \ Samt lýsa hér eldar hins að- komna manns, við arinhlóð glæddir föðurlands í bygða og héraða heitum. Þetta bendir til þess, að ís- lenzk örnefni koma upp úr kaf- inu. Þessi kona er t. d. kend við Tindastól, fjallið skagfirska. — St. G. St. verður klökkur, þegar hann tekur Margréti í kjöltu sína, fallna í valinn. Þá rifjast upp fyrir honym alt stríðið, sem landnemamir hafa kannað í Vesturheimi. En liðinn er margur sá hugur og hönd, sem heimilin festi og nam þessi lönd, og landnema lestirnar þynnast. Það kveður sitt hljóðfall í hörpustreng minn. Úr hálffyltum grafreit eg ómana finn í vísum, sem Margrétar minnast. Sú frásögn er í Landnámu, að kona lét gera skála um þvera þjóðbraut og lét þar vera mat- borð ókeypis. — Margrét land- námskona hagar sér líkt því sem fornkonan gerði. Er ísienzkan valdi sér bygðir og ból, varð bær hennar Margrétar ferðamannssk j ól og viðnám gegn veglúa meini, því oft var þá geilsinn frá sum- arsól mann sveitunginn næsti við Tindastól og norðanhríð nágranninn eini. Vegirair voru þá ókomnir og vörðurnar ófæddar á vestrænu sléttunum. Og ágiskuð stefna var þjóð- brautin þá og þungkleifur straumur í vaðslausri á og andsvalt á auðnunum flötu. In vestræna, strjálbygða vega- lengd Var vinarhúsleiðum um bæ hennar tengd, því gestrisnin lagði þar götu. Það felst í þessu, að Margrét laðaði gesti. En hún var heim- ilisrækin, þó að hún væri gest- fisin. Svo segir iskáldið: Og af því að vinna heimilis hag ftieð hlýlegri árvekni sérhvern dag varð bærinn æ bjartari og hlýrri. ^g allaf var heimilið héraðsbót húsaskjól fjölguðu og vegamót v°g bygð væru nágrenni nýrri. Það felst í þessari frásögn, að ^argrét hélt virðingu sinni til ^filoka. Ekki verður á betra kosið en þetta hlutskifti. Það faast með ástundun, þar sem ^annkostir eru fyrir. En þó að ^argrét hafi gert vel, hefir hana fró skort tækifæri til að njóta teirra gæða, sem hún þráði, — £æða mentunar og tómstunda. Hver býr sig til fundar við lær- ' dóm og list 1 landi, sem heimtar öll búverkin fyrst? bros hennar leit eg því lýsa: aÓ það átti í sál hennar ættgengi alt, Sem ört var og djarfmannlegt, frjálslegt og snjalt, Saarpt gagnyrði, vel kveðin vísa. Brosið getur verið mælskt, þó ^gt fari og hljótt sé. Þessar tVaer ljóðlínur: Hver býr sig til fundar við ræddar í þessu erindi. En lærdóm og list Stephan drepur á það í öðru í landi, sem heimtar öll búverk- kvæði, hverskonar menn kven- in fyrst? — skörungar elska: þær opna í hálfa gátt margan bóndakonu bæ, sem er lítið ann- ríki og þó stórt. Og skilningur skáldsins á þessu er nærfærinn. Stephan þekti af eigin raun þetta efni; hann vissi vel, að bú- sýsla gefur litlar tómstundir til bókalesturs eða þeirra hugsana, sem tilheyra listum. Hann skil- ur aðstöðu Margrétar: | i En samt veit eg Margrét að isaga vors lands mun svíkja að flétta minningar krans um lífsstarf þitt hógværa hljóða. Þetta er rétt. Veraldarsagan fjallar mest um styrjaldarmenn og hávaðafólk. Sagnritarar fara sjaldan á þá staði, þar sem þög- ula sagan gerist: Og eins þykir gagnslaust að gefa þeim hljóð, sem gengur um haustnótt og flytur sín ljóð við ókunnu leiðin og lágu. — En vittu það heimur, að hér er það lið, sem hélt þér við, ættjörð, er mest lá við og stórmenni sögunnar sváfu. Þarna er notalega drepið á Hver sköruleg konusál elskar þann einn, sem uppgaf ei vörn fyrir raun- um. Hafi Margrét verið ógfit, mun hún hafa elskað þann mátt í sjálfri sér, sem uppgaf ei vörn fyrir raunum. Sú sjálfselska er göfug. Stephani fer vel úr hendi, að leggja blesisun sína yfir Mar- gréti landnámskonu. Þar stend- ur þroskamaður yfir hetju. I En honum ferst jafnvel eða enn betur að blessa yfir meyna Carly sem hann kyntist 30 árum áður en hann gerir um hana kvæðið og var mærin 6 vetra er þau kyntust. Þess háttar lang- rækni er mikilsháttar. Það kvæði byrjar á náttúrulýsingu, svo | sem kvæðið um landnámskon- una. Skáldið vill hafa umgerð um myndir sínar og eru þær ekki af vanefnum gerðar. ; Sem uppdregið skákborð svo skipuleg var in skógrudda, þéttbygða sveit. Hvert búandans óðal við alfara veg í inngirtum, ferhymdum reit. Þessi bygð mun hafa verið í það, að alþýðan, sá sem sagan Bandaríkjunum, Carly var ensk þegir um, hefir haldið við lífinu mær. i landinu, með iðju og þjóðar- venjum, meðan stórbokkarnir æddu yfir grasrótina og tóku strandhöggin til tjóns og skaða. En hlöðurnar dumbrauðar hilti yfir jörð, sem hraunborgir vítt yfir isveit. Og vorlognið bálkembdi víð- lendið alt, og vorsólin stafaði heit. Hvort urðu ei tjón fyrir lýði og lönd röm lánsælda öftrun og hug- unum bönd j húsglugga lýsti úr lundi, sem mörg þrekvirki er sett voru í [ stóð sögur ? j lyfting við rennislétt frón En þjóðarheill auðgar þó æfi ! Qg honum var afdrep gegn hvers manns illviðrabyl ef eftir hann liggur á bersvæði 0g almennings njósnandi sjón. lands! þarft handtak, hugrenning fögur. Svo er lýst skógi og vegum, ökrum og útsýn. Landið verpur | ljótsi á Carly og hún bregður Landnámskonan lætur eftir birtu yfir landið. sig mörg handartök þörf og bros! hennar báru vott um fagrar Eg veit þessi Ijóð eru svipur hjá hugrenningar, innan verkin. um bú-, sjon j á sumarsins skáldmæru list Svo má að orði kveða, að St.1 í sveit þinni og bæ þar sem G. St. geri bæn sína yfir land- I Karly mín kær námskonunni, svo innilega signir j kyntist þér síðast og fyrst. . . hann Margréti í kvæðinu, eink-! um þó í síðustu vísu: ! Landið Ijómar við minninguna i um hana. Eg kveð ei til frægðar og fæst | ekki um það, Og þín vegna Karly mín kvæðið en framtíðar söguna spyr þessul er gert að: og kveðið í átthaga sinn. var kröftum þeim kastað á Þinn skósveinn, eg man það glæinn, hvern morgun eg varð, sem lýðþroska uppvezti léði um miðdegið leikbróðir þinn. sinn vörð, f heimilisorustum uppreisn gegn og landauðnir gerðu að móður- þér jörð — eg ótrauður merki þitt bar. að heimili búlausa bæinn? Samveran varð þó drýgst á Landauðn gerð að móðurjörð kveldin, þegar dagsverkinu var — hvílík útsýn og yfirsýn. Þarna íokið. Þá hjúfraði verkamaðnr- blaisir við það mikla starf, sem inn útlendi sjálfan sig að barn- þarf til þess, að búslóðarlaus inu: bær verði að heimili, úti þar sem óbygðin lá, frumskógurinn og Hvern aftan er logkyntur foröðin. Mikil saga hlýtur að loftstrauma sjór gerast, þótt lágt fari, þar sem stóð lygnast og kófheitti svörð, öræfin verða að ökrum og veg-1 sem oft hefði brennandi leysur að vináttu leiðum. Sú bar- sólgeisla svæft átta er oftast nær engu þökkuð. í svartnættisfanginu á jörð, Þarna kemur þakklæti frá land- þú manst okkar veraldir vítt nema sem var skáld, sé og skildi1 yfir sól baráttuna og gat komið þakk- og víðbláins stjömuhvel öll; lætinu í góðan búning. S á kné mínu isastu, uns heið- Bros Margrétar voru ekki lokkað hné gerð fyrir spegilinn, þau voru þitt höfuð við draumlanda fjöll. gerð fyrir lífið, eins og bros sól- ar. Þarna sannaðist það, að börn- Þess er ekki getið í þessu in' eru til þéss hæf að opna guðs- kvæði, að Margrét hafi elskað ríki yndis og fegurðar. Carly karlmann. Það skiftir mestu lyftir fullorðna manninum — sál máli, að hún elskaði mennina. hans — til himins, í draumljúfri Verið getur að hún hafi átt vöku. lítilmenni, sem hvarf við hennar Nú eru þáttaskifti í kvæðinu hlið. Það hendir stundum kven- og segir næst frá haustinu og skörunga að bindast lítilmenn- skemmdeginu þegar róisgresið um. Orsakir til þess verða ekki skrælnar í varpa og kornstöng- in skrjáfar dauð á akrinum. — Þá kveður skáldið þenna búgarð. Þú stóðst út í glugganum Karly mín kær, uns hvarf eg og hugðir til mín. Ið einmana sumarblóm uppi þú varst, ein óbreytt, með sex árin þín. Þann kaldlýsta haustmorgun höfðum við kvaðst, þú hrygg; eg með fáyrða ró, úr kveðjunnar eymslum með hangandi hönd úr handisali nauðugu dró. Við sáumst ei tíðar .... En Carly heimsækir huga skáldsins um jólaleyti og hann heimsækir hana, og veit þó ekki hvort hún er lífs eða liðin. Skáldið segir að það sé fallvalt- ast, sem er fagrast. En það sem er ágætast þroskast og fyrst og þarf ekki áranna með. Landnámskonan þurfti þó á langri æfi að hald^. Og skáldið sjálft sótti í sig veðrið fram að sextugu. Þannig geta spekimál- in leikið á tveim tungum. Höf- undurinn gerir þó ráð fyrir í aðra röndina, að Carly lifi og búi í litlum húsakynnum, en þröng- ur kostur getur naumast gert hana að engu. Og eins er það sama, þó sjálfsmensku þræll þú sért eins og fjöldinn og eg: Þín snild breytir hreysum í hallir og skort í heimkynni allsnægjuleg; því kóngborin sál gerir kima að sal, að kastala garðshornið svalt. — Þó hafin isé dyrgja á drotningar stól tók dáminn af kotinu alt. Meira lof en þetta verður naumast um konu sagt — að hún geri kot að konungsríki. Þessi látlausa aðdáun hittir í mark. Þó frú sértu göfug og skrýðist í skart, sá skrúði þér maklega fer. Þá prýðir svo gullið og demanta . djáisn er dýrmætt í hárinu á þér. Carl fegrar gullið sjálft, þó það sé í hennar hári og vegna þess að það er þar. Stephan G. Signir Carly að lokum með þessum orðum: í gröf þína Carly mín kveð eg um jðl, í feot þitt, í höll þína inn. í fásinni áranna ekki er þér gleymt því enn er eg riddari þnin. Þetta mætti útlista þannig að skáldmæringurinn þeysi með Carly á skáldfákinum inn í ver- öld ódauðlegra bókmenta. Kona sem verður aðnjótandi slíkra gæða, má vel við una sitt hlut- skifti. A Það má með sanni segja, að skáldin lýsi konum með ýmsu móti. — Bjarni fer með konuna, sem hann dáist að, upp á snjó- bólstra í loftinu. Jónas greiðir við Galtará hárlokka ástmeyjar sinnar, þegar þeirra er milli fjarski landa og hafs og fjanski tíma og rúms. Engra ástríðna kennir í ljóðum þessara stall- bræðra listarinnar. — Stephan fer á samskonar kos‘tum í ljóðagerð sinni um hefðarkonur. Eldurinn í brjósti hans er óskyldur villieldi; hann er áþekkur loga lýsigullsins. IStephan gtetur þess í einu kvæði að skáldskapurinn sé djúp- ur eldur falinn í grunnri ösku. Ástakvæði hans eru á þá lund. Hann kveður um Carly eftir þrjátíu ár og veit þá ekki hvort hún er lífs eða liðin. Þegar hann kvaddi Carly sex vetra mey, réttir hann hönd, isem er afllaus og dregur með því móti úr eymslum skilnaðarins. Hann kallar þetta handsal nauðugt. Minningin um Carly varpar, eft- ir mannsaldurs tímalengd, ljósi yfir þær konur, sem gera lítil húsakynni að höll, með kven- sóma sínum. Konurnar hefjast fyrir tilstilli skáldsins með því móti, að það ann þeim sannmæl- is, þar sem þær sitja við arin- hellu lífsins og gegna skyldu sinni. Þegar svo er teflt frá hálfu skálds, má með sanni segja að guðir og díisir fallist í faðma á jörðinni og að jarðneskir kraftar stígi þá upp til himins. —Vísir. EINAR BENEDIKTSSON Eftir Jónas Jónsson Framh. XXVIII. í eðli íslendinga er undarleg mótsögn. Engin þjóð er jafn út- leitin eins og við og engin þjóð er jafn heimelsk að landi sínu. í fornöld voru íslendinar sífelt á ferðalagi erlendis. Þeir héldu þeirri venju eftir því isem frek- ast var unt á hinum myrku mið- öldum, og eftir að þjóðin fékk sjálfstjórn og aukin f járráð hafa ferðir til útlanda aukist, jafnvel meira en hóf er á. En þetta er aðeins önnur hliðin. íslending- urinn unir ekki langdvölum er- lendis. Landið býr ýfir ein- hverju ótrúlegu seiðmagni, sem dregur til sín hugi þeirra sem þar hafa fæðst, þó að þeir hafi tekið sér bygð við hin yztu höf. í Einari Benediktsisyni var út- þráin og heimþráin á óvenjulega háu stigi. Hann þurfti að vera utan til að njóta gæða hámenn- ingarinnar, sem hann nefnir svo í einu af kvæðum sínum. En þegar hann var ytra leitaði hug- urinn heim. Viðfangsefni hans 1 fjármálum snerta ætíð land hans, og skáldskaparíþrótt sína notaði hann eingöngu til vegs- auka móðurmálinu og þjóð sinni. Einu ári áður en heimsstyrj- öldin braust út var Einar Bene- diktsson að sumarlagi í Reykja- vík og gaf þá út þriðju ljóðabók sína, Hrannir. Hann var þá orð- inn breyttur maður á margan hátt. í stað hinna bjartsýnu og djörfu ættjarðar- og hvatningar- ljóða horfði skáldið nú löngum inn í isína eigin sál. Flest af beztu kvæðunum, sem Einar Benediktsson orti, eftir að hann flutti úr landi, eru djúpvitrar og alvöruþrungnar sjálfslýsing- ar. Einni öld fyr hafði Byron, útlægur frá ættjörð sinni, ort fegurstu ljóð sín um hina ein- stæðu hetju, með sterka, þrjózkafulla lund og kalda lítils- virðingu gagnvart öðrum mönn- um. Einar Benediktsson var líka slitinn frá ættjörð sinni. Hann var hinn mikli einstæði útlagi, lítið skilinn og lítið treyst af þjóð sinni. í Æfintýri hirðingj- ans segir hann um hetju Ijóðs- ins: Hann var hinn sami horski sveinn, en hádagur lífsins þó runninn; frækinn og sterkur, frár og beinn, frjáls og þó bundinn, í glaum og þó einn, og gæfa hans visin við grunninn. Með gull og kransa frá landi til lands hans leikarasigur var unninn. Þetta var endurminning frá ferðum í Suðurlöndum. En nú átti þessi lýsing við hann í mjög ríkum mæli. Hann var enn frækinn og sterkur, þó að kom- ið væri yfir hádag æfinnar. — Hann hafði að vissu leyti fremur en nokkur annar af löndum hans farið sigri hrósandi frá landi til lands. En hann varð oft að sigla þröng sund milli skers og báru. För hans minti stöðugt á ferða- mann, sem heldur djarflega leið- ar sinnar yfir ís, sem er svo veik- ur, að vatn kemur upp í öðru hvoru spori. Burtveran frá landinu, áhættan og óvissan í fjármálataflinu setti djúpt mark í sál hans. Á einverustundum lífsins fanst honum eins og hirð- ingjanum frá Austurlöndum, að gæfa hans væri í raun og veru visin við grunninn. í kvæðinu Gamalt lag minnist hann glaðra vordaga í hinni glæsilegu höfuð- borg Svíþjóðar. Mitt í glaum og gleði gildaskálans heyrir hann lag, sem sungið var í æsku hans í þröngum göngum Latínuskól- ans í Reykjavík. Þá bárust mér tónar af öldnum óði frá einum streng yfir hljómanna flóði, um áranna haf, um alt sem var liðið, sem inst mína lund og minning skar. Hann lítur yfir æfiskeiðið og heldur áfram: Þessi einfaldi, sanni og hreini hljómur, mitt hjrata snart eins og sakar- dómur, Því braust eg frá sókn þeirra vinnandi vega, í vonlausu klifin um hrapandi fell? Það hlóðst að mér eins og haf af trega, sem holskefla sannleikinn yfir mig féll. Einar Benediktsson lýsti oft þessari sömu óttablöndnu kvíða- kend, en aldrei sannara eða með meiri snertingu við ættland sitt. Hvað gagnaði honum, hinum mikla fjölgáfaða íslending, að vinna gull og kransa á fjárafla- sviðinu með leikarasigrum frá landi til lands? Hvers vegna vann hann ekki heima í því landi, sem hann unni svo heitt, við hin framkvæmanlegu þjóðnýtu verk, í stað þess að brjóta sér leið í framandi löndum í vonlausum klifum, þar sem urðin hrundi við hvert fótspor, sem hann steig? Svanurinn er hið mikla ein- stæða skáld: Því er sem duftið dauða þrái að hrærast við djarfa, sorgarblíða rómsins kvak. Því er isem loftið bíði þess að bærast við bjarta himinfleyga vængsins tak. En svaninn sjálfan dreymir lífsins draum. Hans dáð og ósk í brögum saman streyma. Hann loftsins skáld, á hjá sér sjálfum heima af heilli sál hann kveður hvern sinn óð. Svanurinn er heima, ekki í út- legð eins og skáldið. í niður- lagserindi kvæðisins kemur ljós- lega fram, að Einar Benedikts- son lýsir hér sínum eigin til- finnnigum: Hve sælt, hve sælt að líða um hvolfin heið með hreina, sterka tóna — eða enga, að knýja fjarri öllum stolta strengi, að stefna hæst og syngja bezt í deyð, að hefja rödd, sem á að óma lengi í annars minni, þó hún deyi um ( leið. Er nokkur æðri aðall hér á jörð, en eiga sjón út yfir hringinn þröngva, að vekja, knýja hópsins veiku hjörð til hærra lífs — til ódauðlegra söngva. í kvæðinu Svartáskóli fæst skáldið við sama efni undir nýju formi. Sæmundur fróði er eftir þjóðsögunni hið mikla höfuð- skáld norrænna þjóða í fornöld. Ungur fer hann utan, nemur myrk og dulin fræði í frægustu kenslustofnun þeirrar aldar. — Sjálfur myrkrahöfðinginn er æðsti skólameistari. Ef læri- sveinarnir verða ekki yfinsterk- Framh. á 7. bls.

x

Heimskringla

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.