Heimskringla - 08.05.1940, Page 7
WINNIPEG, 8. MAÍ 1940
HEIMSKRINGLA
7. SIÐA
EINAR BENEDIKTSSON
Frh. frá 3. bls.
ari meistaranum, glata þeir sál
sinni til hans að loknu námi. ís-
lendingurinn, Sæmundur, ber
lausa kápu á báðum öxlum, leik-
ur á myrkravaldið, kemst heim
til íslands, með hámenning sinn-
ar samtíðar og ykir eddukvæðin.
Einar Benediktsson lýsir ver-
unni 1 Svartaskóla:
Hér er þróttur heilans æfður,
hjartað gert að andans þjón,
vonir deyddar, kvíði kæfður,
kæti þögguð, harrnur svæfður.
Lægð í duptið sálarsjón.
Sundrað, brotið alt í kjarnann.
Virt að sorpi, sólin stjarnan.
Sælu og friði búið tjón.
Næst kemur skýring á yfir-
burðum Sæmundar fróða og rétt-
læting hans fyrir að hafa sótt
hina mestu þekkingu á mestu
háskaslóð tilverunnar:
Djöfuls afls og engils veldi
eru af sömu máttarlind.
Hann sem dómur himinis feldi
hefir ljósið gert að eldi
og sitt guðdómseðli að synd,
en í skuggasvipsins dráttum,
böls og hels í blökku gáttum
birtist öfug drottins mynd.
Lífsins æðsta, insta speki
af sér sjálfri bannið þvær;
hálfkuklarinn sálarseki
sakleysis á hærra reki.
Eins og ljóssins líking nær
loks hjá smiðnum iskuggamynd-
in,
komist andinn upp á tindinn
aftur svip síns guðs hann fær.
Skýringar skáldsins á ljós-
myndareðli syndarinnar eru ef
til vill bæði vafasamar og nokk-
uð torskildar. En á hinu er eng-
inn vafi, að Einar Benediktsison
taldi Sæmund hafa haft fullan
rétt til að stunda hin myrku
fræði í Svartaskóla, til að geta
orðið slíkur yfirburðamaður,
sem hann var:
Rúnir hans og rammi óður
runnu af dýrri frónskri æð;
enda hvarf hann aftur góður,
andaður til sinnar móður
Stef hans eru ei endurkvæð.
Aldrei dýpra skygndist landinn.
Stríðs og sigurs sterki andinn
istendur efst í sólarhæð.
Og það sem Sæmundi var fært
og leyfilegt hlaut líka að geta
lánast íslenzku skáldi á 20. öld-
inni:
Komist andinn upp á tindinn
aftur svip síns guðs hann fær.
XXIX.
Einn af góðvinum Einars
Benediktssonar spurði hann eitt
sinn, hvort hann hefði ort kvæð-
ið Pundið, um sjálfan isig eða
aðra. Hann svaraði: “Enginn
yrkir slíkt kvæði nema um sjálf-
an sig.”
Enginn mun efast um að þetta
svar hafi verið rétt. Shakespeare
lagði beiskustu sorg og von-
brigði æfinnar í isorgarleikinn
um Lear Konung. Einar Bene-
diktsson gaf í Pundinu það sem
hann í kvæðinu Snjór kallaði
fjársjóð harmsins.
Pundið hefst með þessum orð-
um:
Sólbjarmans fang vefst um alt
og alla;
æska iog fegurð á loftbránni
hlær.
INNKÖLLUNARMENN HEIMSKRINGLU
I CANADA:
Amaranth................................J. B. Halldórsson
Antler, Sask...........................K. J. Abrahamson
Arnes................................Sumarliði J. Kárdal
Árborg...................................G. O. Einarsson
Baldur.............................................Sigtr. Sigvaldason
Beckville................................Björn Þórðarson
Belmont.................................. G. J. Oleson
Bredenbury................................H. O. Loptsson
Brown................................Thorst. J. Gíslason
Churchbridge.......—-í~................H. A. Hinriksson
Cypress River.............................Páll Anderson
Dafoe_____________________________________S. S. Anderson
Elbor Station, Man...................K. J. Abrahamson
EJfros--------------------------------J. H. Goodmundson
Ehlksdale................................ólafur Hallsson
Fishing Lake, Sask.......................Rósm. Árnason
Poam Lake--------------------------------H. G. Sigurðsson
Glmll......................................K. Kjernested
C«ysir..................................Tím. Böðvarsson
Glenboro....................................G. J. Oleson
Hayland..... ..........................Slg. B. Helgason
Hecla..................................Jóhann K. Johnson
Hnausa...................................Gestur S. Vídal
Húsavík..................................John Kernested
Innisfail........................................ófeigur Sigurðsson
Kandahar----------------------------------S. S. Anderson
Keewatin.................................Sigm. Björnsson
Langruth....................................B. EyjóKsson
Leslie...............................................Th. Guðmundsson
Lundar.........................Sig. Jónsson, D. J. Líndal
Markerville......................... ófeigur Sigurðsson
Mozart...................................S. S. Anderson
Oak Point.............................. Mrs. L. S. Taylor
Otto........................................Björn Hördal
Finey.....................................S. S. Anderson
Red Deer......................................„..Ófeigur Sigurðsson
Reykjavík....................................Árni Pálsson
Riverton..............................Björn Hjörleifsson
Selkirk, Man............Mrs. David Johnson, 216 Queen St.
Sinclair, Man.........................K. J. Abrahamson
®teep Rock...................................Fred Snædal
Stony Hill..................................Björn Hördal
Tantallon................................Guðm. ólafsson
Thomhill..............................Thorst. J. Gíslason
....................................Jiug. Einarsson
Winnipegosis......................Finnbogi Hjálmarsson
Wlnnipeg Beach...........................John Kernested
Wynyard..................................S. S. Anderson
í BANDARÍKJUNUM:
Bantry...............
Bellingham, Wash.....
Blaine, Wash.........
Eavalier and Walsh Go.
Grafton..............
Ivanhoe..............
Los Angeles, Calif....
Mdton................
Minneota.............
Mountain.............
National City, CaHf..
Roint Roberts........
Seattle, Wash........
Hpham................
....................E. J. Breiðfjörð
.............Mrs. John W. Johnson
...........Séra Halldór E. Johnson
...................Th. Thorfinnsson
...................Mrs. E. Eastman
...............Miss C. V. Dalmann
...............................—.—..—.S. Goodman
................Miss C. V. Dalmann
..................Th. Thorfinnsson
....John S. Laxdal, 736 E 24th St.
...................Ingvar Goodman
J. J. Middal, 6723—21st Ave. N. W
.....................E. J. Breiðfjörð
The Viking Press Ltd.
Winnipeg Manitoba
Moldarundrið glitrar og grær.
Gullbros af náð yfir jörðina
falla.
Ljósherrann breiðir fegurð
lífisins á veg mannsins. Hann
lætur jafnvel gullbros falla á
leið hans.
En myrkrið felur sig helkalt og
hljótt
í hjarta mannsins með nagandi
þrautum.
Skáldið lýsir þessu myrkri:
Eitt skipsbrotslíf starir í sorg-
arsæinn,
sökkvir augum í hjarta isíns
eymd,
þess auður er týndur, þess
ákvörðun gleymd.
Hann á ekki neitt, sem vermist
við daginn.
Hann leitar í eðlis síns leynd-
asta djúpi,
hver lind þess er streymd
í sand og á dreif undir haf-
borðsins hjúpi.
Hann leitar á víðavangi síns
anda
sem visnar í sumarandans blæ,
og sér aðeins öræfi og eyðisæ,
þar aldini lífsins í blóma standa,
agndofa, þögull í heimsins
hjörðu,
eitt helkalið fræ,
sem dó fyrr en það fann jarðveg
í jörðu.
Skáldið á til enn fleiri líkingar
til að tákna þjáning mannlífisins.
Honum finst ísvatn renna í æð-
um sér. Hann sér skuggann af
glataðri æfi, og helför þar sem
líkið sjálft svíkst úr leiknum.
Þegar hinn' vanmáttugi maður
leitar aðstoðar í krafti bænar-
innar, eru bænarorðin eins og
hópviltir ungar.
Hann biður um eitt bros. Eitt
blik af tári. Eitt blóðkorn af
trygð. Einn vin. Einn draum.
Eina tálvon. En hann finnur
ekkert nema hyldýpisauðnir ör-
eiga sálar.
Að kvæðislokum minnist hann
æskunnar.
Aldrei skín framar í lífdagsins
ljósi
lokkbjarta sveinsinis vöggugjöf.
Vaxtalaust, óþekt um hauður og
höf
ber hjartáð sitt pund að dauð-
ans ósi.
Pundið er ort skömmu áður en
hinn mikli heimsófriður byrjaði.
Þar hefir skáldið komiist hæst
að lýsa tómleik mannssálarinn-
ar, mitt í glaumi og lífsnautn-
um heimsborganna. .órólegur
andi skáldsins skynjaði á ein-
verustundunum, að í hinni ytri
lífsbaráttu var hann fræ, sem
aldrei var gefinn jarðvegur til
að njóta gæfu lífsins, þó að isól-
bjarminn vefji lífið alt í fangi
sér og gullbros af náð falli yfir
mannheima.
XXX.
Enn liðu átta ár. Stórþjóðir
heimsins luku mesta ófriði sem
sagan kunni þá að herma frá, en
lágu máttvana í blóði sínu. Einar
Benediktsson kom nú heim til
Reykjavíkur, heiðraði konung
landsins með kvæðum og gaf út
fjórðu ljóðabók sína, Voga, sum-
arið 1921. Tvö af beztu kvæðum
bókarinnar, Einræður Starkaðar
iog Messan á Mosfelli, eru óslitið
framhald af hinum þungbúnu
sjálfslýsingum í Hrönnum. —
Starkaður segir:
Minn hlutur er sorg. Við skrum
og við skál
í skotsilfri bruðla eg hjarta míns
auði.
Fótisár af æfinnar eyðimörk
einn unaðsblett fann eg — til
þess að deyja.
Starkaður talar í spakmælum:
En örlætið glatar frændsemi og
fylgd.
Fagna skal hóglega kynni og
vinum.
Svo stopult er margt í venslum
og vild
—vinnirðu einn, þá týnirðu
hinum.
Hugsirðu djúpt, sé mund þín
mild
og mælist þér bezt, verða aðrir
hljóðir.
Öfund og bróðerni eru skyld;
— ótti er virðingar faðir og
móðir.
Starkað grunar að skamt sé
að bíða kvöldisins.
En fullið er tæmt — heyrið
feigðarsvan.
Fastar og nær koma vængjablök-
in.
Feigur svanur vill syngja
lengur:
Synduga hönd—þú varst sigr-
andi sterk,
en sóaðir kröftum á smáu tökin;
að# skilja- við æfinnar æðsta verk
í annars hönd, það er dauða-
sökin.
Messan á Mosfelli er ort út af
þjóðsögu. Presturinn er snauður
og drykkfeldur. Kona hans beygð
af örbirgð og vonbrigðum. Bisk-
upinn kemur með fríðu föru-
neyti til að setja hneykslisprest-
inn af. Hann er ölvaður í rúminu
með kútinn við hlið sér. Hættan
gerir veikan mann sterkan. Hann
fer í kirkjuna, ýtir biskupi til
hliðar, messar sjálfur, og heldur
jónisbókarræðu yfir söfnuðinum
og hinum tignu gestum úr
Reykjavík. — Hann beygir þá
með ræðu sinni. Þeir hverfa
heim og vita sig hafa beðið ósig-
ur.
Ein saga er geymd og er minn-
ingarmerk
um messu hjá gömlum sveita-
klerk.
Hann sat á Mosfelli syðra.
Hann saup; en hann smaug um
Satans garn,
í sál bar hann trú, en dró kjólinn
í iskarn,
— einn herrans þjónn og eitt
heimsins barn,
með hjarta, sem kunni að iðra.
Messufólkið er komið, en stóð
á presti. Hann .var enn í sæng-
inni.
Með koddann við herðar, kútinn
við hlið,
en kraga og hempu við fætur.
Drykkjupresturinn tók vínið
fram yfir skyldustörfin.
Svo hristi hann kútinn. Þar
kendi ei grunnis.
“Ó, kvöl og sæla míns eitur-
brunns!” * *
Hann bylti sér við og bar sér til
munns
sína bölvun og einustu huggun.
Prestskonan réttir honum
skrúðann:
Svo litust þau á eina augna-
bliksstund.
“Enginn af hinum fékk stærra
pund.”
—“Eg á mitt stríð—og mín opnu
sund,
aleinn á beru svæði.”
Mosfellspresturinn snýr sér
að gestunum:
Þið hofmenn, sem skartið með
hefð og fé,
hingað var komið að sjá mig á
kné.
En einn er stór. Hér er storma
hlé.
Hér stöndum við jafnt fyrir
drottni.
Og drykkfeldur prestur á líka
isína afsökun:
Eg drekk, það er satt. En eg ber
minn brest.
Eg bið ei um hlífð. Hér sjáið þið
prest,
sem saup sér til vansa og sorgar.
En einmitt þá fann eg oft það
mál,
- NAFNSPJÖLD -
—
Dr. M. B. Halldorson 401 Boyd Bldg. Skrifstofusíml: 23 674 Stundar sérstaklega lungnasjúk- dóma. Er a5 flnná á skrifstofu kl. 10—12 f. h. og 2—6 e. h. Heimili: 46 Alloway ATe. Talsimi: 33 15t Thorvaldson & Eggertson Lögfræðingar 705 Confederation Life Bldg. Talsíml 97 024
Office Phone res. Phoni 87 293 72 409 Dr. L. A. Sigurdson 109 MKDICAL ARTS BUTUDINO Office Horms: 12 - 1 4 P.M. - 6 P.M. »ND BT APPOINTMENT M. HJALTASON, M.D. ALMENNAR LÆKNINOAR Sérgrein: Taugasjúkdómar Lætur úti meSöl 1 viðlögum Vititalstímar kl. 2—4 e h. 7—8 ab kveldlnu Sími 80 867 666 Victor Bt.
Dr. S. J. Johannesion 806 BROADWAY Talaíml 30 877 ViOt&latími kl. 3—6 e. h. A. S. BARDAL selur likkistur og annaat um útfar- ix. Allur útbúnaður sá besti. Knníremur selur hann ailakonar minnisvarð'a og legsteina. 843 SHERBROOKE 8T. Phone: 80 007 WINNIPEO
J. J. Swanson & Co. Ltd. REALTORS Rental, Insuranee and Finaneial Agents Sími: 26 821 308 AVENUE BLDG,—Winnipeg Rovatzos Floral Shop 206 Notre Dame Ave. Phone 94 954 Fresh Cut Flowers Dally Plants in Season We specialize in Wedding & Concert Bouquets & Pimeral Designs lcelandlc spoken
Jacob F. Bjamason —TRANSFER— Baggage and Furniture Atoving 691 SHERBURN ST. Phone 35 909 Annast ailskonar flutnlnga fram og aítur um bœinn. MARGARET DALMAN TEACHER OF PIANO 864 BANNINO 3T. Phone: 26 420
DR. A. V. JOHNSON DENTIST 506 Someraet Bldg. Office 88 124 Res. 27 702 410 Medical Arts Bldg. Dr. K. J. AUSTMANN Stundar eingöngu Augna, eyma, nefs og kverka sjúkdóma 10 til 12 f.h.—3 til 5 e.h. Skrifstofusími 80 887 Heimasími 48 551
sem endurhljómar í fólksins sál. Þá setjast þeir hjá mér og iskenkja mér skál: —“Þá skuld sínum guði hann borgar.” Um höfðingjana við messuna THL WATCH SHOP Thorlakson Baldwln Dlamonds and Weddlng Ringe Agents for Bulova Watcheg Marriage Licenses Issued 699 Sargent Ave.
er þetta sagt:
Þar heyrðu þeir prest við eitt
bláfátækt brauð
og brjóst þeirra eigin fundust
svo snauð,
en bróðirinn brotlegi ríkur.
Níu árum síðar var Alþingis-
hátíðin haldin. Þá gaf Einar
Benediktsson út fimtu og síð-
uistu bók sína, Hvamma. í henni
er meðal annars ljóð, er hann
orti vegna þúsund ára afmælis
alþingis. Hann hafði enn mikið
af þeirri málsnild og sterka
formi, sem einkent hafði fslands-
Ijóðin og aldamótakvæðið mikla
fyrir þrjátíu árum. En hið eld-
lega fjör var að mestu sloknað.
í tveim fyrstu ljóðabókum hans
var hann hamrammur í sókn
isinni, méð stórfengleg og óper-
sónuleg viðfangsefni. í Hrönnum
byrjar hann hina dapurlegu
sjálfsprófun, sem heldur áfram
í Vogum, en hverfur í mistri
kvöldsins í Hvömmum.
Einar Benediktsson stendur á
hátindi skáldmáttar síns í Haf-
blikum. í sumum kvæðum í
Hrönnum isjást fyrstu hnignun-
armerkin. í Vogum eru nokkur
mjög góð kvæði, en hin þó fleiri,
þar sem hið þunga, sterka form
ber ofurliði efni og anda. Við
að kynna sér Hvamma kemur
lesandanum ósjálfrátt í hug
Grettir í Drangey. Hetjan er að
bana komin. Sterka höndin
hefir haldið heljartaki um saxið
þar til fingurnir réttast af með-
alkaflanum um leið og orka lífs-
ins hverfur.
Framh.
íslendingar!
Þér sem eruð bókamenn og
bókavinir! Munið eftir því, að
þér aukið þægindi yðar, og
prýðið alt í kring um yður, með
því, að láta binda og gylla bækur
yðar. Þá þurfið þér ekki annað,
en að renna augunum yfir kjöl-
inn á bókunum, til þess að finna
bókina, sem þér þurfið á að
halda. Sendið því bækur yðar,
sem fyrst, í band eða viðgerð,
til Davíðs Björnssonar að
•Heimskringlu”. — Stafirnir
þryktir í gull eða silfur á kjöl-
inn, eftir því sem óskað er. —
Miklu efni úr að velja í mörgum
iitum. Verkið vel af hendi leystí
* * *
Baldursbrá
Nú fást keyptir 3 árgangar af
barnablaðinu Baldursbrá fyrir
$1.00, sent póstfrítt. Það eru til
6 árgangar og eru 3 þeir fyrri
innheftir. Ætti fólk að nota
þetta tækifæri á meðan upplagið
endist. Pantanir sendist til:
B. E. Johnson,
1016 Dominion St., Winnipeg
* * •
Allir sem vilja eignast póst-
kort af landnema lendingunni
að Gimli 1875, geta pantað þau
hjá Davíð Björnsson, 853 Sar-
gent Ave., (Heimskringla) og
sent hvort sem þeir vilja heldur
frímerki eða peninga. Hvert
póstkort kostar lOc og er tekið
af málverki eftir Friðrik Sveins-
son listmálara, en hann var einn
í þessum hóp, sem lenti við
Gimli 21. október 1875.