Heimskringla - 29.05.1940, Page 2
2. SÍÐA
HEIMSKRINGLA
WINNIPEG, 29. MAÍ 1940
ABRAHAM LINCOLN
Eftir Náttfara
Fransh
Lincoln þurfti að standast
nokkurskonar próf áður honum
yrði viðtaka veitt í félagsskap
Salem sveina. Þá fýsti mjög að
vita hvað byggi í þessari beina-
sleggju svo gríðar hárri. Gat
hann gert þeim nokkuð til skemt-
unar? Hann sagði þeim sögur.
Þetta var ein þeirra:
“Umferðar prédikari lá úti um
nótt en eðla gerir sig heima-
komna og skríður inn á guðs-
manninn. Hún kunni vel við sig
í ylnum og sofnar sér. Daginn
eftir syngur hann messu en eðl-
an vaknar við gauraganginn og
leitar sér útkomu. Hún hittir
samt ekik á réttar leiðir; en er
klerkurinn verður hennar var
vill hann losa sig við kvumleið;
an gest. Kastar hann nú af sér
frakka og þar næst vesti en fær
þó ekki hendur á kvikindinu.
Tekur hann nú að losa um brók-
linda sinn en þá rýkur ein kon-
an á dyr í mesta fússi. Kveðst
hún ekki í guðshús ganga til að
sjá óskapnaðinn á karlmönnun-
um, þvílíkt stáss mætti sjá í
heimahúsum.”
Sveinunum líkaði sagan svo
Abraham stóðst fyrsta prófið
með ágætis einkun. Nú vildu
þeir vita hvert hann væri jafn
sterkur sem stór, og leiddu
beljaka mikinn fram og skyldu
þeir glíma. Abraham feldi
tröllið á augabragði. Þá gengur
Jack Armstrong fram á völlinn
og kvað orðstýr Salem manna
nokkuð ýktan ef engin geti felt
risann. Það tók nú að þykna í
Abraham og þrífur hann til
Jacks og kastar honum nokkuð
óþyrmilega niður. Nú var Lin-
coln reiður og kvaðst albúinn að
mæta þeim öllum, en þeim sýnd-
ist ráð að láta svo búið standa.
Þar næst var hann fengin til að
renna kapphlaup við þann er
frástur fanst í þessu nágrenni,
en Lincoln varð skjótari á skeið-
inu. Mönnum kom nú saman
um að Lincoln væri fullkomlega
það sem hann sýndist og verð-
skuldaði heiðurssæti í þeirra fé-
lagsskap.
Þetta var nú gott og blessað
en verzlunin fór í hundana og
Offut á höfuðið. Lincoln keypti
nú aðra þrotabús verzlun en alt
fór á sömu leið. Lincoln hafði
ekki lag á kaupmenskunni. Hann
fékk sér leyfi til að selja brenni-
vín en vínið gerði hann ekki rík-
ann. Félagi hans var mesti
drykkjurútur en Lincoln var frá-
bitinn víni. “Eg á ekkert hól
skilið fyrir hófsemdina. Mér
þykir vínið vont og langar ekk-
ert í það”, sagði hann. En hann
var auðsjáanlega ekkert gefinn
fyrir verzlun, og áhugalausir
kaupmenn fá oftast litla að-
sókn. Hann lá lesandi upp á
búðarborðinu, er menn komu í
búðina. Stundum gekk hann á
akurinn til bændanna ef þeim lá
á liðveizlu en félagi hans var
tíðum fullur svo ekki mátti á
hann stóla við afhendingar. —
Menn komu stundum að lokaðri
búð — og það er óvíst að þeir
hafi ómakað sig þangað aftur.
Lincoln græddust vinir en ekki
peningar. Afl hans og frækni
var aðdáunarefni og brátt fundu
menn fleira gott í fari hans.
Ráðvendni hans var viðbrugðið
og eins og Aþenu búar kölluðu
einn stjórnmálaskörung sinn,
Aristides, hinn réttláta, svo
nefndu Salem búar Lincoln
sjaldan annað en “Honest Abe”
(Abraham hinn ráðvanda).
Það urðu nú margir til að lið-
sinna Lincoln, er hann var í sem
mestum vandræðum; atvinnu
fyrirtæki hans úr sögunni; hann
sjálfur eignalaus, stórskuldugur
og atvinnulaus. Meðal þeirra,
er reyndust honum vinir í raun,
voru Armstrong hjónin: Jack og
Hannah. Hjá þeim borðaði hann
margann málsverðinn og var þó
altaf velkominn. Ekki lét Jack
Lincoln gjalda þess nú þótt hann
feldi hann í glímunni forðum.
Armstrong var annars allgott
sýnishorn af vestrænum sveitar-
ribbalda. Hann var ertinn, ó-
fyrirleitinn, pöróttur og svaka-
menni við vín — samt greiðugur
og góðhjartaður í aðra röndina.
Eitt sinn kom hann, með öðrum
fleirum, til Redfords kaupmanns
og falar brennivín en Redford
vill ekki selja — þótti þeir fé-
lagar ærið ölvaðir þótt þeir
fengu ekki ábætir. Jack brást
reiður við og svallararnir brjóta
búðina en eyðileggja varning-
inn. Redford kom sér undan og
sást aldrei í Nýju Salem eftir
það. Eitt af því, sem þeir fé-
lagar höfðu sér að gamni, var að
troða smástrákum í tunnur og
velta svo öllu saman ofan brekk-
ur. Ike var maður nefndur og
þótti grannvitur. Honum þótti
sopinn góður, sem mörgum og
vildi flest til hans vinna.
Fyrir pott af sterku rommi
átti hann að ríða eld, þeim til
augna yndis. Nú kynda þeir
bál á sléttunni en Ike kemur
þeysandi og hugðist að láta
hestinn stökkva logana en klár-
inn var á annari skoðun. Hann
snarstansar en riddarinn þeytist
fram af hestinum og fellur í
eldinn. Brendist hann nokkuð
og mundi þó meira hafa af orðið
ef Lincoln hefði ekki að borið til
að bjarga mann tetrinu. Lincoln
ávítaði þá þunglega fyrir tiltæk-
ið, enda var hann aldrei viðrið-
inn þeirra strákapör. Viðstadd-
ur vottar að hann hafi aldrei séð
Abraham jafn reiðann, sem þá,
samt gat hann ekki stilt sig um
að hlægja að útganginum á Ike
Þótt Jack væri foringinn
strákasolli sveitarinnar var
hann engu að síður vinur vina
sinna og Lincoln átti ekki betri
vin.
Lincoln naut vinsældar ekki
einungis hjá trantara lýð bygð-
arinnar heldur einnig hjá helstu
börgurum. Bowling Green frið-
dómari var vinur hans. Green
var sæmdar karl og mikilsvirt-
ur í nágrenninu. Abraham var
mjög samrýmdur skólakennar-
anum og kom iðulega í skólann
til að prófa kunnáttu sína. All-
skrítið þótti börnunum að sjá
þennan heljar risa streitast við
að sitja í hinum þröngu, lágu,
skólasætum, allan uppböglaðan
svo hnjákollarnir komu nálega
jafn hátt höfðinu. En Abraham
sat meðan á yfirheyrzlunni stóð
því hann vildi vita hvert hann
vissi jafnmikið og skólabörnin.
— Sá hefði nú kunnað að not-
færa sér viðvarpið nú á dögum.
— Einn af helstu borgurum ná-
búalagsins var James Rutledge.
Hann var vín og greiðasali og
eigandi kornmillunnar að hálfu
— en þá var korn malað í ná-
lega hverjum bæ. — Þessi mað-
ur var einna helsti menningar-
frömuður síns bygðarlags. Hann
var forseti og aðal stoð sögu og
málafundafélagsins í þorpinu.
Engri fjölskyldu kyntist Lincoln
meir í New Salem og engin hafði
meiri og betri áhrif á hann.
Þótt Lincoln ætti marga vini,
er vildu gera honum til gagns og
sóma, var hagur hans hinn aum-
asti. Hann var gersamlega fé-
laus, og meir en það, hann var
stór skuldugur og þar að auki
atvinnulaus. Auðvitað mundi
hann geta fengið vinnu við skóg-
arhögg, eða sem háseti á ein-
hverju fljótaskipi en seint gengi
honum að greiða um tvö þúsund
dollara skuld með því móti. Þó
var nú ekkert sýnna en hann
yrði að eyða allri æfinni við illa
launuð þrælastörf eða fara
skuldafangelsið að öðrum kosti.
Anna Rutledge
“En þegar fjólan fellur smáa
Það fallið enginn heyra má
En ilmur horfinn ynnir fyrst
Hvað urta bygðin hefir mist.
þessari uppreiddu hjónasæng,
og sá guð er drottinn þessa
heims og heitir Mammon. Hún
Venus gægjist nú kannske inn
með gluggatjöldunum og hvísl-
ar kýmileit, að tunglinu, “þessir
ur staðarins. Ekki var það há-
launuð staða en með því móti
veittist honum tækifæri að lesa
dagblöðin. í þeim las hann þing-
ræður snillinganna: Websters,
Calhouns og Clays og æfði sig í
aumingjar vita nú ennþá ekkert! ræðugerð. Auk þessa þaul las
ÚTLEND PENINGASKIFTI
SÉRSTÖK TILKYNNING
Þegar um sérstakar undanþágur er að ræða, er þess
krafist í reglugerð um erlend peningaviðskifti, að
hver maður búandi í Canada, sem útlenda peninga
hafði í fórum sínum, eða umráð erlendra peninga, 1.
maí 1940, selji þau, hvort sem upphæðin er há eða
lág, til viðurkendra verzlara (löggildra banka), ekki
síðar en 31. maí 1940.
Nema því aðeins að lengdur hafi verið tíminn af
ráðinu, er hver maður, sem ekki hefir breytt eftir
þessu 31. maí 1940, sekur við lögin og háður sekt,
samkvæmt því er reglur fyrirskipa.
Reglurnar krefjast ekki sölu á útlendum eignum.
Frekari upplýsingar er hægt að fá hjá útbúr hvaða
löggilts banka sem er.
FOREIGN EXCHANGE CONTROL BOARD
Abraham var ástfanginn en
ástin veitti honum enga von og
þessvegna heldur enga ham-
ingju. Hann elskaði önnu Rut-
ledge gagnstætt vilja sínum. —
Hann elskaði hana eins og Cam-
ille Flamarion elskaði himin-
gyðjuna, “Uraníu” án þess að
láta sig dreyma um gagnkvæmar
tilfinningar frá hennar hálfu.
Það stóð ekki til því hún var efn
uð en hann átti ekkert nema
skuldimar; hún var mentuð,
hafði gengið á kvennaskóla;
hann hafði engrar mentunar
notið nema fimm mánaða barna-
skóla fræðslu; hún var af góð-
um ættum, hann var umkomu-
laus; hún var lagleg, hann yar
óhrjálegur ásýndum; hún var
öðrum heitin, hann var ófrjáls
vegna skuldanna. Hvorki hann
né hún létu sér til hugar koma
að rjúfa þau heit er hún hafði
bundist.
Við hjölum um frívilja, þykj-
umst svo sem alfrjáls allra
gerða, en Eros er glettinn guð.
Hann vefur kynlega rósavefi
kringum sálimar. Ástin kemur
ekki þótt á hana sé kallað en
læðist óboðin um læstar dyr.
Ekkert dýr er eins ófrjálst í ást-
um sínum sem mannskepnan.
Hygnir foreldrar telja kúgildin
og tíunda eignimar. Þau meta
búmannsvit og húsfreyju hæfi-
leika og að afloknri rannsókn
para þau saman svein og svanna.
Þau eru leidd, þau eru tæld og
þeim er ýtt upp í hjónasængina
með guðsbænum og kirkjuleg-
um yfirsigningum. Svo smella
landslögin lásnum fyrir brúðar-
salinn. Klerkurinn lyftir hönd-
um og kallarihimnana til vitnis
um að nú séu þau eitt hold en
söfnuðurinn svarar: “Það sem
guð hefir samtengt má maður-
inn ekki sundur skilja”. Jú,
auðvitað er það guð, sem sam-
tengir þarna hold við hold, í
hvað ástin er.”
Það líða ár og þeim fæðast
börn og ekkert gerist sögulegt,
eins og heimshjartað sjálft sé
hætt að slá, eins og ástin sé í
rauninni ekkert nema lítilshátt-
ar kaupskapur. — En bíðum við
þegar alt ætlar að fara svto
dæmalaust vel bregður fyrir
nýrri persónu á lífssviðinu og
áður ókendar tilfinningar taka
að gera vart við sig í hjörtum
saklausra einfeldninga. Það er
nú kannske ekki hlaupið á fjöll
eða út í fjós með þessar ótíma-
bæru ástir, en það ber máske við
að hin skírlífa húsfreyja, er
hvílir, undirgefningarfylt, í
örmum bónda síns andvarpar
dálítið í instu leynum sálar sinn-
ar og verður hugsað til ljúflings-
ins fyrir handan fjöllin. Karl-
maðurinn er herskárri að upp-
lagi og líklegri að brjóta inn-
siglið. Þetta er nú náttúrlega
hioldsins vegur og ókristilegleiki.
Já, svo er það metið í hinum
norðlægari löndum en suður á
Frakklandi eða hinu megin við
Mundíufjöll þykir það lítill ljóð-
ur á ráði manna, sé eiginkon-
unni eftir sem áður sómi sýnd-
ur. — Ástin vekur máske ennþá
fleiri andvörp en bros í mann-
heimum. Hún vakti aðeins, sem
ósjálfráð, Ijúfsár kend í brjósti
hins auðnulausa Abrahams, á
þessum dögum.
Það virðist mótstætt öllu eðli
að Anna Rutledge skyldi fella
hug til þessa fátæka atvinnu-
leysingja — en hver skilur hjart-
að segir Kristján P',jallaskáld?
Hver þekkir ástina? Við flýj-
um til fræðaranna og lesum Sig-
mund Freud og Havelock Ellis,
en grunar samt, að loknum
lestri, að eitthvað sé ósagt og
órýnt hjá vitringunum, að ástin
eigi sér djúpar og leyndar rætur.
Og almenningurinn, guð komi
til! Hann fussar og fælist þá
sjaldan hann les um einlægar
ástir, eins og hann sjái heilagan
anda. Eg minnist þess ofboðs
er greip almenning þegar Hall-
dór K. Laxness lætur Sölku
Völku fórna fé sínu fyrir ástina.
Það var óeðlilegt það “passaði”
eins og þær gömlu voru vanar
að segja. “Þetta þykir mér nú
helzt til mikill kristindómur”,
sagði karlinn er prestur kvað
það skyldu hans að elska ekki
einungis náungan heldur einnig
hana tengdamóður sína.
Þótt ólíklegt væri hneigðist
hugur mærinnar til Abrahams.
Hún vildi samt ekki bregða eig-
inorði við McNamar en hún fór
fram á það við hann, að gefa sér
upp loforðið. Þessi McNamar
var fésýslumaður mikill og þótti
harðdrægur í viðskiftum. Þar
sem lítið fé var í húfi þótti hon-
um ráðlegast að verða við til-
mælum stúlkunnar svo nú var
Anna laus úr þeim böndum.
Nú tók Lincoln að temja kom-
ur sínar til Rutledge og virtist
húsfaðirinn ekkert því mótfall-
inn.
Alt bendir til að James Rut-
ledge hafi verið óvenjulegur
maður. Hann bar fult traust til
Lincoln og viðurkendi hæfileika
hans, manna fyrstur. Hann
vissi að Abraham eyddi aldrei
einni stund til ónýtis. Þegar lít-
ið var að starfa í búðinni aflaði
hann sér fróðleiks, og í atvinnu-
eysinu gekk hann á skóla hjá
sjálfum sér. Hann tók þátt í
umræðum á málfundum og Rut-
edge sagði að hinn ungi maður
mælti meir af viti en allir aðrir
til saman. Þótt mannfélag
Vesturlandsins væri frumstætt,
að ýmsu, höfðu menn þar meiri
áhuga fyrir þjóðmálum en nú
gerist og Sögu og Málafundafé-
lagið sýnir ljóst að frumbyggj-
arnir þráðu fróðleik og andlegar
framfarir.
Meðan Lincoln var kaupmaður
gerðist hann póstafgreiðslumað-
hann ýms fræðirit, leikrit Shake-
speares og heimspeki þeirra
Emersons og Paines. Undarleg-
ur maður var þessi Thomas
Paine. Margir kölluðu hann
guðleysingja en það var hann þó
reyndar ekki, þótt hann vé-
fengdi ritningarnar. Hann var
uppreisnarandi gegn hverskyns
kúgun og þessvegna ílla séður af
yfirvöldum og kirkju höfðingj-
um. Hann ritaði bækling gegn
brezka konungsvaldinu meðan
Ameríka var ennþá ensk ný-
lenda. Hann hlaut allgott em-
bætti eftir frelsisstríðið en kom
sér ekki við sína yfirboðara og
hröklaðist frá. Hann hvarflar
nú til Evrópu og átti fyrst heima
á Englandi. Þar skrifaði hann
bókina “The Right of Man”, og
varð frægur fyrir. Eitt og hálf
miljón upplög seldust en þá upp-
götvuðu yfirvöldin alt í einu að
bókin væri stór hættuleg og
reyndu að gera hana upptæka.
Nokkrir fóru í steininn fyrir að
hafa hana í fórum sínum en
Paine slapp úr höndum Breta til
Frakklands. Þar varð hann
þingmaður fyrir “Pas de Calais”
kjördæmið og eini Ameríkaninn
er nokkru sinni sat á þjóðþingi
Frakka. Hann fylti flokk Gird-
indina á byltingar árunum. Er
Robespierre komst til valda
lenti hann í fangelsi ásamt
flokksbræðrum sínum. Þangað
lá leið þeirra flestra út á högg-
stokkinn en James M'Onroe, þá-
verandi sendiherra Bandaríkj-
anna í París fékk bjargað Paine,
en valdsmennirnir í Ameríku,
kunnu honum óþökk fyrir því
þeir mundi ekki hafa harmað
það sáran þótt þessi harðsvírugi
byltingarmaður hefði verið gerð-
ur höfðinu styttri yfir á Frakk-
landi. Hérlendis eyddi hann
samt ellidögunum og skrifaði
sitt bezta og mesta ritverk “The
Age of Reason”. Þessi rök-
snjalli vitringur hafði djúptæk
áhrif á Lincoln, enda þótt hann
fylgdi honum ekki að öllu leiti í
skoðunum.
Lincoln las Paine í einrúmi,
en á kvöldin var hann daglegur
gestur í salarkynnum Rutledge
fjölskyldunnar, þar sem fólkið
skemti sér helst við sálmasöng.
Abraham reyndi að komast í
róm með önnu en tókst það
sjaldan því hún söng vel en hann
illa. Hann var ekki söngvinn að
upplagi en hafði þó gaman af að
hlýða á hlóðfæraslátt þótt aldrei
lærði hann eina nótu.
Þótt James Rutledge seldi
brennivín var hann samt trú-
rækinn og kirkjustólpi hinn
mesti. Nú á tímum mundi hann
löglega rækur úr mörgum söfn-
uðum, því þar mega engir vín-
salar eiga heima. Já, Kristur
sjálfur mundi heldur ekki líðast
í ótal kirkjum, bæði af því hann
væri ekki nógu lúterskur, kal-
vinskur eða kaþólskur og eins af
því hann veitti vín til gleðskapar
í Kanan. Annars voru skoðanir
manna á bindindi nokkuð ein-
kennilegar í þá tíð. Ein kirkjan
í Salem vék Graham kennara úr
söfnuðinum af því hann gekk 1
bindindisfélag og öðrum ná-
unga fyrir ofdrykkju. Þetta
kom Pat írlendingi til að leggja
þessa spurningu fyrir safnaðar-
ráðið: “Hvað mikið á kristinn
maður að drekka af sterku
rommi ?”
Lincoln hneigðist talsvert til
örlagatrúar enda gerðust margir
óvæntir og undarlegir atburðir í
lífi hans. Þegar neyð hans var
stærst bauðst honum alt í einu
vel launuð atvinna. Hann var
kjörinn aðstoðar landmælinga-
maður sýslunnar með þriggja
dollara dagskaupi, sem þótti
mikið, í þá tíð. Nú kunni Abra-
ham ekkert í mælingafræði, en
hann gat lagt á sig feikna erfiði
ef þess gerðist þörf. Hann tók
nú að lesa stærðfræði og land-
mælingar reglur af þvílíku kappi
að vinir hans óttuðust um heilsu
hans enda léttist hann um þrjá-
tíu pund við lesturinn. Eftir
undra stuttan tíma stóðst hann
próf í rúmfræði, þríhyrninga-
fræði, kalkúlus, logariþm og
öðrum galdrakúnstum hinnar
hærri stærðfræði. Nú tók hann
til starfa og fékk sér þá til að-
stoðar: Kelso, sem drakk brenni-
vín og þuldi Hamlet, Macbeth,
stórviðrið, kaupmanninn í Fen-
eyjum og fleiri af Shakespeares
meistaraverkum, upp úr sér, og
Berry hinn sífulla, er áður hafði
verið verzlunarfélagi Abrahams
í Nýju Salem. Þótti þetta all
kátleg þrímenning því aðstoðar
mennirnir voru æði oft ölvaðir
en Abraham var altf alsgáður
og tókst vel sitt verk. Hann
mældi fyrir strætum í bæjum,
brautum í sveitum og setti
landamerki milli nágranna. —
Aldrei var fundið að gerðum
hans og ekki einu sinni þegar
hann gerði bugðu á aðalstrætið í
einu þorpi svo fátæk ekkja
mætti vera í friði með húsið sitt.
Meðan Lincoln var við mæling-
arnar gisti hann oft á sveitar-
heimilunum og þótti húsfreyj-
unum hann aufúsu gestur því
hann sagði börnunum sögur en
hjálpaði þeim sjálfum við heim-
ilisstörfin. Hann klauf brenni,
bar þeim vatn, skók strokkinn
og róaði börnin í svefn. “Já,
sá er nú ekki stór upp á sig”,
sögðu þær.
Skuldheimtumennirnir eltu
hann á röndum og angruðu hann
með ýmsu móti. Þeir lögðu
fjárhald á hest hans og verkfæri
oftar en einu sinni, en þá komu
altaf einhverjir til að leysa út
eignir hans svo hann gat haldið
áfram við starfið.
“f dögg hjá Edens aldingrein-
um sjást aldrei nema tveggja
spor”. (Þ. E.) Og þessar leiðir
liggja að síðustu saman í jafn-
stígum, taktföstum framgangi
lífsins hjá þeim sem unnast af
hreinum hvötum. Anna Rut-
ledge og Abraham Lincoln voru
opinberlega trúlofuð, með fullu
samþykki ættingja hennar.
Heimurinn breyttist og lífið
líka, fyrir augum elskhugans.
Blómin voru fleiri og fegri þegar
hann stikaði um víðan vang.
Aldrei höfðu fuglarnir sungið
eins yndislega. Það var sem
náttúran hefði bætt nýjum
strengjum í hörpu heimslífsins.
Mjúkir, ljúfir, lágtónar hljóm-
uðu frá jörðinni og endurómuðu
í sálu hans. Hann sá lífið með
hennar augum, með auðtrúa,
hrekklausum átján ára ung-
meyjar augum — og sjá, lífið
var fagurt og harla gott. Öll
þsesi jarðlífs fegurð var endur-
speglun frá ásjónu skaparans.
Guð faðir lifði og ríkti í veröld-
inni, svo alt var í lagi á jörð-
unni. Og mennirnir, eins og
Anna Rutledge, voru guðsbörn
og hlutu þessvegna að vera góð
í sínu insta inni. Enginn maður
er svo hamingjusamur, sem
elskandinn, er nýtur ástar sinn-
ar. Hann vex í eigin áliti. úr
því hún, einmitt nú, ann honum,
treystir honum, getur hann ekki
verið óverðugur. Ástin bætir
hann því hann skal ekki bregð-
ast trausti hennar. Þetta er hin
alfrjálsa, ósvikna ást og hið
helgasta sakramenti jarðlífsins.
Vígslur mannanna geta ekki
gert hana helgari því guð sjálf-
ur hefir vígt þá saman er saman
eiga. Hún þarf ekki á fjötrum
laganna að halda því lög náttúr-
unnar hafa fléttað þær frumræt-
ur saman er finna styrk og full-
nægju í samvistinni. Það er
trúa mín að mannkyninu lærist
einhvertíma að frelsið er fyrsta
skilyrði og æðstu lög lífsþrosk-
ans.
Abraham var sem í draumi en
samt hafði hann aldrei verið
betur vakandi. Sinaberar, harð-
ar karlmanns krumlur luktu um
litlar, mjúkar meyjar hendur og
frá fíngerðum fingrum lagði
hlýja styrkjandi strauma. Hið
veika miðlaði hinu sterka af
mætti sínum, mætti hins hreina,