Heimskringla - 29.05.1940, Síða 5

Heimskringla - 29.05.1940, Síða 5
WINNIPEG, 29. MAÍ 1940 HEIMSKRINGLA 5. SÍÐA bréfum um æfina, oft. 50 á dag, og fjallaði hann þar af skarp- skygni um nýjar skáldsögur, leikrit og kvæðasöfn. Hann hóf að semja tvær skáldsögur, en lauk hvorugri. Er hann átti skamt eftir ólifað, samdi hann leikrit, sem heillaði hug hans gersamlega. Er það í frásögur fært, að Nobel gekk með hand- ritið að þessu leikriti í vasa sínum og hóf jafnvel að lesa kafla úr því upphátt, er hann sat á mikilvægum verzlunarráð- stefnum með ókunnugum mönn- um. útgáfa leikritsins var fyr- irhuguð, er Nobel andaðist, og var það þá fullprentað. En ráð- legast þótti að brenna upplagið, að þrem eintökum undanskild- um. Til þess að forðast hina þjak- andi einveru, hugðist Alfred Nobel að staðfesta ráð sitt. Hann talaði að vísu með kaldhæðni um kvenfólk, en gladdist þó engu að síður, ef kona gaf honum hýrt auga. Oft lét hann þess getið, að kvenfólkið mundi fremur gangast fyrir fjármunum hans en honum sjálfum. Árið 1876 réð hann sér einka- ritara. Fyrir valinu varð glæsi- leg stúlka, þrítug að aldri. Hún var greifadóttir frá Bæheimi og hét Bertha Kinsky. Þau Nobel og hún feldu hugi saman, en áður en varði giftist Bertha ung- um manni, baróni von Suttner. Þau Suttner-hjónin störfuðu á vegum Rauða krossins að hjúkr- un særðra hermanna í styrjöld- inni milli Rússa og Tyrkja. Þeg- ar Bertha von Suttner kom heim úr þessari styrjöld, var hún gagntekin af þeim hörmungum, sem hún hafði séð og skrifaði fræga skáldsögu, þar sem hún barðist eindregið gegn stríði. Brátt varð hún heimskunn fyrir áróður sinn í þágu friðarmál- anna. Þau Nobel voru jafnan bestu vinir, og leitaði frúin nú liðsinnis hans til eflingar friði í veröldinni. Nobel brosti og lét þau orð falla, að gasið og morð- tólin mundu reynast drýgri vopn í friðarbaráttunni en rit og ræð- ur barónsfrúarinnar og fylgis- manna hennar. Hann leit svo á, að hin ægilegu hernaðartæki mundu skapa ótta við styrjaldir og aftra stjórnmálamönnunum frá því að siga fólki út á víg- vellina. Hins vegar mun Nobel hafa orðið snortinn af eldmóði Berthu von Suttner, og er það eignað áhrifum frá henni, að hann ákvað að verja eignum sínum, er námu nál. 9 miljónum dollara, til friðarverðlauna. — Seinna bætti hann inn í erfða- skrána ákvæðum um stofnun vís- inda- og bókmentaverðlauna. En öll eru þessi verðlaun fræg orð- in fyrir löngu, og þykir það ekki einungis hinn mesti búhnykkur heldur og mikill heiður að hljóta þau. Nobel hvarf frá París, er Frakkar lögðu fæð á hann fyrir það, að hann hafði selt ftölum reyklaust púður, sem hann hafði fundið upp. Voru samtímis sett- ar skorður við starfsemi hans í Frakklandi. Það, sem eftir var æfinnar, dvaldist hann í San Remo á ítalíu. Er Lúðvík, bróð- ir hans, sem einnig var auðmað- ur, lézt, héldu frakkneskir blaða- menn, að Alfred Nobel væri lát- inn og mintust hans alt annað en vinsamlega. Henti Alfred hið mesta gaman að ummælum þeirra. í San Remo fékst Alfred Nobel einkum við að búa til gervi- gúmmí og gervisilki. En brátt tók hjarta hans að bila. Leitaði hann þá til sérfræðinga í hjarta- sjúkdómum. Sagt er, að Nobel hafi hlegið dátt, er þeir ráðlögðu honum nitroglycerin við hjarta- sjúkdómi hans. Alfred Nobel andaðist lö. des. 1896. Með honum hné í val- inn einn hinn mesti athafnamað- ur, sem Norðurlönd hafa alið, og einn af merkustu uppfyndinga- wönnum 19. aldarinnar. —Samtíðin. FJÆR OG NÆR Kiricjuþing hins Sameinaða Kirkjufélags íslendinga í Vesturheimi verður haldið dagana 28. júní til 1. júlí n. k. í Wynyard, Sask., sam- kvæmt fundarsamþykt stjórnar- hefndar kirkj ufélagsins, og eru söfnuðir sem eru í kirkjufélag- inu kvaddir til að senda fulltrúa1 á þingið, einn fyrir hverja fimtíu safnaðarfélaga eða brot af þeirri tölu. Einnig heldur Samband íslenzkra frjálstrúar kvenfélaga sitt þing á sama tíma og sama stað. Auk þess mæta einnig á þinginu fulltrúar fyrir hönd ung- mennafélaga og sunnudaga- skóla. Þingið verður nánar aug- lýst síðar. * * * Stjórnarnefnd Sumarheimilis- ins á Hnausum biður þess getið, að fyrstu vikuna í júlí n. k. verð- ur byrjað að starfrækja heimil- ið. Þeir, sem hafa í hyggju að færa sér það í nyt eru hér með beðnir að snúa sér sem fyrst til nefndarinnar, fyrir 20. júní. Ennfremur æskir nefndin þess ef svo stæði á, að einhver ís- lenzk hjúkrunarkona eða kenn- ari hefði tíma til að hjálpa til við heimilið, þó ekki væri nema í nokkra daga, að nefndin fengi þá að vita um það sem fyrst. í nefndinni eru undirrituð: Mrs. P. S. Pálsson, 796 Banning St., Ph. 89 407 Mrs. B. E. Johnson, 1016 Dominion St., Ph. 38 515 Mrs. E. J. Melan, Riverton, Man. Mrs. S. E. Bjömsson, Árborg, Man. Rev. P. M. Pétursson, 640 Agnes St., Ph. 24163. * * * Lúterska prestakallið í Vatnabygðum Séra Carl J. Olson, B.A., B.D. prestur. Talsími: Central. Heimili: Wynyard, Sask. Guðsþjónustur 2. júní 1940: Edfield, kl. 11 f. h. Foam Lake, kl. 3. e. h. Leslie, kl. 7.30 e. h. Ferming og altarisganga. Allir eru boðnir og velkomnir. * * * Við uppsögn sunnudagaskól- ans í Fyrstu lútersku kirkjunni sd. 19. þ. m. var góður gestur staddur, Dr. Harriet G. McGraw (Hrefna Finnbogadóttir) frá North Platte, Neb. Hélt hún stutta ræðu og óskaði sunnu- dagaskólabörnunum til hamingju Aðal ræðumaðurinn var Clifford Dick, forstjóri Elim Chapel sunnudagaskólans hér í borg- inni. Prestur safnaðarins, séra V. J. Eylands, ávarpaði samkomuna. Þar næst voru afhent skír- teini og verðlaun til nemenda er hafa sótt sunnudagaskólann for- fallalaust á umliðnu skólaárþ Sérstök verðlaun voru veitt þremur nemendum er sótt hafa skólann forfallalaust í síðast liðin tíu ár, og verðlaunin voru þrjú gull-úr. Eru nöfn þeirra er verðlaunin hlutu sem hér segir: Shirley Thordarson, Ruby Westman, Theodósía ólafsson. Samkomunni stjómaði Oliver Björnsson, ráðsmaður Nesbitt- Thompson Ltd., og afhenti hann skírteinin og verðlaunin við þetta tækifæri. Mr. Björnsson er einn af okk- ar yngri mönnum, vel þektur og vinsæll athafna- og atorkumaður í viðskifta og félagslífi okkar fslendinga. GULLBRÚÐKAUP 1 WYNARD Amerískur prófessor, H. H. Ninninger að nafni, hefir reikn- að út, að daglega falli 50,000 smálestir af ryki til jarðar ofan úr loftinu. Ef ekkert rykfall væri, mundi lífið afmást af jörðunni, vegna þess að þá mundi aldrei rigna, og alt vatn mundi þar af leiðandi ganga til þurðar. Raki þéttist utan um rykkorn í loftinu og fellur til jarðar sem regh. f hverjum regndropa er talsvert ryk. Gullbrúðkaup var haldið í samkomusal íslenzku kírkjunn- ar í Wynyard á hvítasunnudag 12. maí, — þann 10. maí höfðu þau hjónin Jóhann Óli Björnsson og Halldóra Guðjónsdóttir átt fimtíu ára hjúskaparafmæli. Vinir þeirra og sveitungar af- réðu því að halda þeim samsæti sem næst sjálfum brúðkaupsdeg" inum. Mannfjöldi mikill var við- staddur, og gömlu hjónin sómdu sér vel 1 öndveginu. Bak við sæti þeirra var smekklegur blómabogi og að öðru leyti var salurinn fagurlega prýddur. — Þegar brúðhjónin höfðu verið leidd til sætis, setti séra Jakob Jónsson samkomuna og mintist þess, að þau Halldóra og Óli hefðu verið gefin saman af séral Jóni Arasyni, er þá var prestur að Þóroddsstöðum í Köldukinn í Þingeyjarsýslu, en hjónavígslan hefði fram farið í Ljósavatns- kirkju. Var ein kona viðstödd þá athöfn, af þeim, sem nú tóku þátt í gullbrúðkaupinu, Mrs. Kristrún Hall. Ræðuna, sem séra Jón flutti við hjónavígsluna fyrir fimtíu árum, flutti séra Jakob nú aftur yfir brúðhjónunum, ásamt bæn, sem henni fylgdi. Var ræðan falleg að efni og viturleg að hugsun. Að lestrinum loknum fóru til skiftis fram söngur og ræðu- höld, og voru allar ræðurnar stuttar, en þeim fylgdi sá hlýi andi, sem margra ára viðkynn- ing við brúðhjónin hafði vakið hjá sveitungum og samferða- mönnum. ólafur Ó. Magnússon mælti fyrir minni brúðgumans, þakk- aði honum meðal annars fyrir alt það óeigingjarna erfiði, sem hann hefði í mörg ár lagt á sig fyrir Quill Lake-söfnuð, en for- seti hans hefir Óli verið í mörg ár. Mrs. Sigurður Jónsson tal- aði fyrir minni brúðarinnar. — Fanst henni vel viðeigandi að hafa samsæti henni til heiðurs á mæðradaginn, því að hún ^hefði þá skapgerð og það viðmót, sem flestar mæður mundu kjósa sér að hafa. Og á þeim tímum, sem hugum manna væri svo mjög beint að ófriði og æsingum, væri það léttir og raunabót að vera í námunda við fólk eins og Hall- dóru, sem friður og ljúfmenska stafaði frá öllum stundum. Sigurður Jónsson afhenti brúðhjónunum nokkra peninga- upphæð að gjöf frá bygðarmönn- um með nokkrum vel völdum orðum. Auk hinna fyrirfram ákveðnu ræðumanna töluðu þeir Jóhannes Einarssion frá Calder, Sask., frændi brúðgumans, Jón Jó- hannsson og Gunnar Jóhanns- son, sem allir mintust brúðhjón- anna með hlýleik og virðingu. Sönginn annaðist söngflokkur íslenzku kirkjunnar. Auk brúð- kaupssálmsins, sem sunginn var í upphafi samsætisins, voru sungin nokkur alkunn og vinsæl vísnalög. Mrs. Sigríður Thor- steinsson söng einsöng og Miss Emily Axdal lék einleik á fiðlu, með undirspili kennara síns, Miss Russel. Að loknum meginhluta skemti- skrárinnar voru veitingar fram bornar og kunnu menn vel við sig við borðin. Spjallaði þá hver við sinn sessunaut og var glatt á hjalla. Enn er þess ógetið, að tvær litlar stúlkur færðu “afa og ömmu” blóm í fagurri silfurskál, fyrir hönd barna og barnabarna. Kveðjur og heillaskeyti komu frá fjarverandi börnum, tengda- börnum og fleiri frændum og vinum. Voru þær kveðjur lesnar yfir borðum. Þegar veizlunni hafði fram farið um hríð, talaði gullbrúð- guminn fyrir hönd þeirra hjóna og þakkaði þá virðingu, sem þeim hafði verið veitt. Var ræða hans fram borin af hvort- tveggj u í senn, fjöri og virðu- leik. Munu þeir, sem á hlýddu, hafa fundið, að þrátt fyrir ald- ur sinn, ætti óli Björnsson enn mikinn andlegan þrótt, og eru menn jafnan auðugri af að hafa heyrt orð manna, þó að fá séu, flutt í þeim anda. Það er ekki ætlun þess, sem þessar línuri ritar, að skrífa sögu þeirra óla og Halldóru. Þó vildi eg láta í ljósi þá skoðun mína, að sú saga mundi óefað verða, ef rétt væri rituð, hin merkilegasta saga. Ef til vill hafa hinir ytri atburðir ekki verið stórbrotnari en gengur og gerist, þau hafa heldur ekki verið meðal þeirra, sem hafa safnað auði og metorðum. En þau hafa átt það, sem betra er, traust sveitunga sinna og virð- ingu, skapgerð og viðmót, sem á skilið aðdáun allra, og svo opinn huga fyrir menningarleg- um verðmætum, að þau eru við- búnari vandamálum hinna nýrri tíma, en margur, sem er yngri að árum. Traust almennings hefir meðal annars komið fram í því, að í mörg ár var Óli kjör- inn til þess að eiga sæti í sveit- arráði bygðarinnar, og frá því að Sambandssöfnuðurinn í Wyn- yrad var stofnaður, hefir óli verið einn af forystumönnum hans, lengst af forseti, og hefir verið látið svo um mælt af kunn- ugum mönnum, að fáir eða engir hafi unnið ósleitilegar að þeim samtökum en hann. — Halldóra kona hans hefir lítið látið á sér bera út á við, en hún hefir yfir sér þann tignarblæ rólyndis, festu og prúðmensku, sem svo oft 'hefir verið aðalsmerki ís- lenzkra bændakvenna. Allir sveitungar og vinir, nær og fjær, óska þeim allra heilla og hamingju í framtíðinni. J. J. hana þá bíll, sem var á vestur- leið. Ætlaði bílstjórinn að Tara fyrir aftan konuna, en hún sneri skyndilega við, lenti hægra meg- in á bifreiðinni og féll á götuna. Var Guðbjörg flutt í Lands- spítalann og kom þá í ljós, að hryggurinn var brotinn. Mæn- an mun þó ekki hafa skaddast. —27. apríl. * * * Tveir bílar velta utan við bæinn Síðdegis í gær ultu tvær bif- reiðar, vörubifreið og fólksbif- reið, á veginum fyrir utan bæ- inn. Skemdust þær báðar, sér- staklega vörubifreiðin, en meiðsli á farþegum urðu furðan- lega lítil. Vörubifreiðin valt á veginum hjá Lágafelli. Voru tveir full- orðnir í þessari bifreið og eitt barn, 6—7 ára gamalt. Bifreið- in fór alveg heila veltu á vegin- um og stóð á hjólunum, er hún staðnæmdist. Stýrishúsið möl- brotnaði á bílnum, en fólkið, sem í því var, slapp með furðanlega lítil meiðsli. Mun bílstjórinn skyndilega hafa mist stjórn á bifreiðinni. Þá valt fólksflutningabifreið út af veginum milli Hafnarfjarð- ar og Reykjavíkur. Mun þetta hafa orðið í Kópavogi. — Bíllinn varð fyrir allmiklum skemdum, en meiðsli urðu engin.—27. apr. ÍSLANDS-FRÉTTIR eftir Vísi Vetrarvertíðin í Vestmanna- eyjum hefir alveg brugðist Afli er mjög tregur í Vest- mannaeyjum, og eru menn að verða úrkula vonar um að úr rætist það sem eftir er vertíðar. Gæftir hafa verið slæmar, og er þar allhvast í dag og landlega, en þó myndu bátar hafa róið, ef einhver aflavon hefði verið. Sumir bátar eru þegar hættir við línu og net og teknir að und- irbúa dragnótavéiðar. Hefir þetta að öllu samanlögðu verið einhver lélegasta vertíð, sem komið hefir í Vestmannaeyjum um langt skeið.—24. apr. * * * ólafur próf. Lárusson skipaður í dómnefnd við háskólann í Oslo Vísi barst sú fregn í gærkveldi að lagadeild Oslóarháskóla hefði nýlega snúið sér til Ólafs pró fessors Lárussonar, og borið fram við hann þá ósk, að hann tæki sæti í dómnefnd, er dæma skal við veitingu prófessors embættis í germanskri og norskri réttarsögu við Oslóárhá- skóla. Dómnefndina munu ennfrem ur skipa prófessor frá Kaup- mannahafnarháskóla, tveir pró- fessorar norskir og einn norskur hæ star éttar dómar i. Er það háskóla vorum mikill sómi að eiga fulltrúa í dómnefnd þessari, og Ólafur prófessor Lárusson er vel að heiðrinum kominn, með því að hann er allra manna fróðastur hér á landi í germanskri og norskri réttar- sögu. Réttarsögu vora hefir hann ritað, og er það mikið vís- indarit, unnið með hinni mestu nákvæmni, og þá réttarsögu kennir ólafur prófessor hér við háskólann.—25. apríl * * * Bílslys í gærmorgun um kl. 9 varð bílslys innarlega á Laugavegi og hryggbrotnaði kona ein, Guð- björg ólafsdóttir, til heimilis á Mjölnisvegi 44. Slysið varð með þeim hætti, að Guðbjörg var á leið yfir Laugaveginn móts við nr. 139, verzlunina Ásbyrgi, og nálgaðist AMERICAN UNION OF SWEDISH SINGERS HOLD CONVENTION IN WINNIPEG JUNE 15 AND 16 ►4r notið— TIMBUR KAUPIÐ AF THE Empire Sash & Door CO, LTD. MrgSlr: Henry Av». Int Síml 95 351—96 562 SkrUatofa: Eknry Argyto VERÐ - CLÆÐI . ÁNÆGJA Sökum tímaleysis var ekki unt að þýða þessa grein, af því hún barst ‘oss svo seint í hendur. Ritstj. Fbr the first time in fís history the northwestern branch of the American Union of Swed- ish singers will hold their con vention outside of the bound- aries of the United States, when about 250 singers meet in Win- nipeg with the local Swedish Male Voice Choir as hosts. The director-in-chief is the well known musician and singer, Mr. Ture W. Fredrickson of Minneapolis choirmaster of the Hennepin Ave. Methodist Epis- copal Church in Minneapolis and conductor of the Swedish Insti- tute Chioir and the United Choirs of the Twin Cities. A splendid selection of songs will be presented at the concert to be held at the Auditorium on Sunday, June 16th, at 3 p.m. Among songs listed in the pro- gramme are “Hear us, Svea,” by G. Wennerberg, “March of the Dalecarlians”, by I. Wideen, “As the Torrent Wildly Roars”, “King and Lord of All Creation” by Otto Lindblad, “Our Land, Our Land”, by J. A. Josephson, “Sweden’s Flag” by Hugo Alf- ven etc., and last but not least the famous “A Peasant Wed- ding”, by Aug Soderman, a song cycle in four parts, “Wedding March”, “In the Church”, “Wishing Song”, “At the Bride’s Home’* describing an old time country wedding, and seldom heard in all its four parts on this side of the water. Miss Elsie Sikkerbol, well known Winnipeg pianist, will be the ac- companist. Among assisting artists at the concert will be Miss Freda Sim- onson, local concert pianist, oft- en heard over the CBC network, as well as other well known artists. At the banquet to be held at the Marlborough Hotel Satur- day night, June 15, at 5.30 p.m. the choirs will sing individually and the local Icelandic Male Voice Choir as well as the Nor- wegian Glee Club have been in- vited to attend as guest ángers. Over 350 visitors are expected from the large Minnesota centres who will arrive by special train Saturday morning, and many outside visitors from Canada as well as adjacent points in Minne- sota and North Dakota are ex- pected. The programme for the fes- tivities will be as follows: Saturday, June 15: 8.20 a.m.: Arrival at Union Depot. 8.00 to 10.00 a.m.: Registra- tion and breakfast. 10.00 to 1.00 p.m.: Shopping tour. 11.00 a.m.: Convention. 3.00 p.m.: Entertainment for visiting ladies. 3.00 p.m.: General Rehearsal 6.oo p.m.: Banquet. Sunday, June 16: 8.00 a.m.: Veterans breakfast. 8.00 to 10.00 a.m.: Breakfast. 10.00 to 12.00: Drive through City with visit at Assiniboine Park. 3.00 p.m.: Concert at the Civic Auditoruim. 6.45 p.m.: Departure of U. S. visitors. Our Icelandic friends are cor- dially invited to take part in the celebrations. In reference to the Concert, being held on a Sunday, no admission fee will be charged, although a collection will be tak- en up. Information as to the various details of the schedule of activi- ties can be obtained through Arthur A. Anderson, Phone 24 266, address rooms 16, 17 Home Investment Bldg. fslendingar! Þér sem eruð bókamenn og bókavinir! Munið eftir því, að þér aukið þægindi yðar, og prýðið alt í kring um yður, með því, að láta binda og gylla bækur yðar. Þá þurfið þér ekki annað, en að renna augunum yfir kjöl- inn á bókunum, til þess að finna bókina, sem þér þurfið á að halda. Sendið því bækur yðar, sem fyrst, í band eða viðgerð, til Davíðs Björnssonar að “Heimskringlu”. — Stafirnir þryktir í gull eða silfur á kjöl- inn, eftir því sem óskað er. — Miklu efni úr að velja í mörgum litum. Verkið vel af hendi leyst. With Shampoo & Finger Wave Complete AMAZING VALUE --Greatest Advertising Offer Ever Made- A GUARANTEED SCIENTIFIC PUSH UP Permanent < wave 95 ____ This Offer Is Made by the Scientific as an Advertislng Special. N’ever Before Such Values. Beautiful, Lasting, Permanent Waves. Phone 24 862 SCIENTIFIC BEAUTY CULTURE 612 PoWer Bldg., Portage Ave. & Vaughan St., Winnipeg Winnipeg’s Largest, Most Keliable, Best Equlpped Beauty Salon

x

Heimskringla

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.