Heimskringla - 31.07.1940, Side 5

Heimskringla - 31.07.1940, Side 5
WINNIPEG, 31. JÚLf 1940 HEIMSKRINGLA 5. SÍÐA staklega vekja athygli fulltrú- anna á helgisiðamálinu, sem væntanlega verður lagt fram af nefnd þeirri, sem skipuð var til að undirbúa það. Það mál þarfn- ast rækilegrar íhugunar. Eg býst ekki við að allir verði á eitt sáttir um það, og eg geri heldur ekki ráð fyrir, að unt verði að finna nokkurt form fyrir guðs- þjónustu-athafnir, sem á alls staðar við. En flestir munu sammála um, að það beri að gera þær athafnir eins hátíðlegar og framast er unt, án þess að taka upp nokkuð það, sem er of vand- farið með, eða sem fólki, sem vant er einföldum kirkjusiðum, mundi ekki geðjast að. Náttúr- lega verður að haga guðsþjón- ustu-athöfninni þar, sem mjög litlir söngkraftar eru fyrir hendi, öðru vísi en þar, sem hægt er að' hafa stóra og vel æfða söng- flokka. Eg drap á það í upphafi þessa máls, að útlitið væri nú þannig, að menn horfðu órólegir og kvíðnir fram í tímann. En minn- umst þess nú, að aldrei reynir eins mikið á siðferðisþrek manna eins og þegar einhverjir óvenju- legir erfiðleikar eru fyrir hendi. Það fer ekki hjá því, að alþjóð manna hér verður í náinni fram- tíð að leggja meira á sig en nokk- urn tíma fyr í baráttunni fyrir frelsi og mannréttindum og við- haldi þeirra í heiminum. Ef sú barátta vinst ekki, glatast öll þau verðmæti, sem hingað til hafa verið talin hæst meðal sið- aðs fólks. Engin stofnun mann- félagsins getur unnið jafn mikið að því að efla siðferðilegt þrek á hættutímum, eins og þeim, sem nú standa yfir, eins og frjáls kirkja, kirkja, sem er óheft af venjum og úreltum trúarskoðun- um. Vor kirkja, þó hún sé smá, er slík stofnun. Ef vér veitum henni öflugan stuðning, þá getur hún haft mikil áhrif til góðs, I áhrif, sem verða varanleg í hugs- unarhætti og lífi þjóðarinnar ! langt fram í ókomna tíma. Að svo mæltu segi eg þetta átjánda ársþing kirkjufélags vors sett og bið yður að taka til starfa. G. A. UM SKRÁNINGUNA Rjóma Framleiðendur! Sendið rjóma yðar til NORTH STAR CO-OPERATIVE CREAMERY Þar sem þér fáið bezta afgreiðslu og bezta verðið fyrir rjóma yðar. VÉR GÆTUM HAGSMUNA YÐAR, OG SÍÐAN 1907 HÖFUM VÉR S P A R A Ð FRAMLEIÐENDUM ÞESSA HÉRAÐS ÞÚSUNDIR DOLLARA. HEILLAÓSKIR TIL ALLRA ISLENDINGA North Star Co-operative Creamery Ass’n Ltd. ARBORG MANITOBA THE DOMINION BANK Stofnsettur 1871 Dálítið af peningum á banka, kemur sér oít vel. pað er gott ráð til sparnaðar, að opna reikning hjá þessum banka og byrja í hvað smáum stíl sem er að leggja inn peninga. Vér seljum bankaávísanir og fcrðamannaávísanir og ávísum peningum með símskeyti eða pósti til hvaða lands sem er, á lægsta verði sem mögulegt er. Leigið öryggiskassa hjá oss; það kostar mjög lítið. skrifið oss eða einhverju útbúi voru eða heimsækið. WINNIPEG ÚTBÚ: Main Office—Main Street and McDermot Avenue I Main St. and Redwood Ave. North End Branch—Main St. near C.P.R. Station Notre Dame Ave. and Sherbrook St. Portage Ave. and Kennedy St. Portage Ave. and Sherbrook St. and SELKIRK, MANITOBA Frh. frá 1. bls. hvað það er. Ef fötlunin er ó- bætandi, hafið þér eftirlaun fyr- ir: þjónustu í her, frá Work- men’s Compensation Board; elli- styrk, blindrastyrk, eða styrk frá nokkurri annari stofnun. 13. Eðli starfs þíns: (a) Eru þér vinnuveitandi? í hverju er starf yðar fólgið? (b) Vinnið þér aðeins sjálfur án verka- manna? Takið fram hvert starf- ið er. (c) Eruð þér verkamaður? Hafið þér stöðuga atvinnu? Eruð þér atvinnulaus. (d) Hafið þér eftirlaun, er fyrir yður séð af öðrum, eruð þér seztur í helgan stein, eruð þér efnalega sjálf- stæður? 14. Störf: Gefið upplýsingar um hvaða reynslu þér hafið: (a) f núverandi stöðu; (b) Um hver stöðug atvinna yðar er; (c) Hvaða annað starf getið þér gert vel; (d) Ef verkamaður, hver er vinnuveitandi yðar; gef nafn hans og áritun, hver vinnan er og hvar hún er. (e) Ef þér hafið góða þekkingu eða æfingu í ein- hverri iðnaðargrein og eruð á- gætur verkamaður í henni, segið hver hún er, hvað þér hafið sér- staka stund lagt á og í hverju þér hafið mesta leikni og kunnáttu, 15. Atvinnuleysi: (a) Hve margar vikur unnuð þér s. 1. 12 mánuði? (b) Ef atvinnulaus nú, segið hvað margar vikur séu, síðan þér höfðuð atvinnu aðra en þá, er áhrærir atvinnubótavinnu stjórna (relief); (c) Eruð þér með öllu óhæfur til vinnu? Fyrir karlmenn einungis. Þessum spurningum svara ein- ungis karlmenn: 16. (al) Eruð þér alinn upp á sveitaheimili? (a2) Þar til hve gamall? (bl) Hafið þér unnið hjá bændum? (b2) Hvað lengi? (b3) f hvaða fylki eða landi? (cl)Getið þér stjórnað hestum? (2) Stjórnað dráttvagni? (c3) Notað búnaðaráhöld? (c4) Getið þér mjólkað kýr? (c5) Getið þér unnið önnur störf á búinu? 17. Er nokkur sérstök iðja, sem yður fýsti áð læra? 18. Herþjónusta: 1. Hafið þér áður verið í land-, loft- eða sjóher? Ef svo er, hvar: (a) í hvaða landi, (b) Á hvaða tíma (gef hér um bil tím- ann), (c) í hvaða liðsdeild, (d) f hvaða stöðu. 2. Ef hættur vinnu, gef ástæðu fyrir því. 3. Hafið þér verið skoðaður ófær til herþjónustu í þessu stríði: (a) Hversvegna? (b) Hvar? Einungis fyrir konur Aðeins kvenþjóðin svarar eft- irfarandi spurningum: 16. Hve lengi og hvaða reynslu hafið þér í vinnu; (a) Á sveita- heimili; (b) í að fara með drátt- vélar; (c) í ávaxtarækt; (d) Hænsnarækt, (e) Mjólkurbús- rekstri; (f) viðskiftarekstri? 17. Getið þér (a) Stýrt hestum; (b) Ekið mótor-vagni; (c) Stjórnað bíl; (d) Stjórnað drátt- vél; (e) Farið með búnaðar á- höld; (f) Mjólkað kýr; (g) Eld- að algengan mat? 18. Lýsið hér hverju sem ekki er minst á, en þér hafið hæfileik eða reynslu í að framkvæma. 19. Eru ástæður yðar þær, að þér getið veitt þjónustu yðar í yfirstandandi hættu, óg farið frá stöðu áðar nú, og tekið aðra, við yðar hæfi: (a) Þar sem því er komið við, að þér farið heim á hverju kvöldi, (b) Eða verðið að heiman? Þegar þessum spurningum hefir verið svarað afhendir stjórnin, eða fulltrúar hepnar einum og sérhverjum bréfspjald, sem ætlast mun til að menn beri á sér og sýni, ef krafist er, eins og bílstjórar ökuleyfi sitt, ef um er beðið. Á miklu ríður, að hver einasti maður eða kona láti skrásetja sig. Stórsekt liggur við, ef út af því ber, eða vanrækt er. HEILSAÐ YINUM AÐ YESTAN Þið komuð heim um hafið að heilsa föðurlandi, sem bíður vori vafið, sem veit þótt börn þess standi í frjómold vestra fótum, við fagurlim og gæðin, á feðragrund og — grjótum ei gleymast vöggustæðin. Við lága burstabæinn eru bundin æskusporin, þótt hugur héldi á sæinn er hækkaði sól á vorin. Þið gistuð góðar strendur og grófuð pund úr jörðu en áttuð óskalendur í ættarlandi hörðu. Við heilsum ykkur heilum, með hugarþökk og gleði. Við ástum fslands deilum, af alúð blöndum geði. f framtíð fast við strengjum um flæði vinaböndin. — Heill ykkur ýtru drengjum sem elskið bæði löndin! 28. maí 1940. Á. G. Eylands -Freyr. RÁÐGÁTUR Enginn maður þagnar þraut Þolin — né mun trúa: Hvernig lokum lagða braut Leynimálin smjúga. Misjöfn reynast mörkin á Margra dygða — vinum — skáldin jafnan skynja—sjá: Skynbragðið á hinum. /. /. N. -20—-7—40 KAUPIÐ HEIMSKRINGLU— útbreiddasta og f jölbreyttasta íslenzka vikublaðið BLUEN0SE COTTON AND LINEN FISHING TWINES & NETS MADE IN CANADA FOR CANADIAN WATERS DRUMMONDVILLE COTTON COMPANY LIMITED Head Ofíice—754 Victoria Sq., Montreal Winnipeg Office—55 Arthur St.—Phone 21 020 Vasabók með mynd, korti af landnemalendingunni á Gimli, bréfum og ýmsu fleiru hefir fundist og getur eigandi hennar fengið upplýsingar um hvar bók- in er hjá: Davíð Bjömsson, Heimskringlu Til ALLRA MEÐLIMA og TILVONANDI MEÐLIMA Lake Manitoba Fish Packers and Producers Association ARSFUNDAR TILKYNNING DAGUR: Þriðjudag 6. ágúst 1940 STUND: Kl. 2 e. h. stundvíslega. STAÐUR: McLaren Hotel, Rupert and Main, Winnipeg Allir fiskimenn og fiskiútgerðarmenn eru boðnir og vel- komnir að koma og gerast félagar á þessum fundi. Barney Eggertsson, Vogar, Man., forseti Hugh L. Hannesson, ritari Vér árnum Islendingum til hamingju með þennan sinn 51sta hátíðis afmælisdag NEAL BROS. Eigendur NEALS STORES og NEALS heildsöluverzlana Seljið framleiðslu yðar yfir SIMA FLYTJIÐ Vörurnar- eftir samtal við markaðinn Yður mun finnast það borga sig vel, að vita hvað daglega gerist á markaðinum. . . . Sími getur sparað margar ferðir í bæinn— kallið fyrst upp markaðinn og vitið hvort verðið er eins og á að vera—sendið þá vöruna. Verið ekki án síma

x

Heimskringla

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.